Heimskringla - 18.02.1931, Side 3

Heimskringla - 18.02.1931, Side 3
WINNIPEG 18. FEBROAR, 1931. HEIMSKRINCLA 3 BLAÐSIÐA KAUPIÐ EKKI LAUST TE ÞÓ ÞAÐ SÉ ÖDÝRT, ÞAD VERÐUR VENJULECA DÝRAST — SÖKUM ÞESS AÐ ÞAÐ ER KRAFT- OG KEIMLAUST. BLUE RIBBON TEIÐ ER YÐAR BEZTA VÖRN GEGN SLÍKUM TEKAUPUM. Blue Ribbon Limited á fyrstu búskaparárum sínum, og mun því arfleifð hans eigi hafa verið talin í krónum eða dollurum, en alls laus var hann þó ekki leiddur úr garði; hann hafði tekið að erfðum framúrskarandi traust á framtíð- inni og óbilandi starfsþrek. Hefir slíkt hið sama verið mjög áberandi einkenni ungra íslendinga í þessu landi, og hefir borið á því til sigurs fyrir tilveru sinni, þegar atvikin hafa varpað þeim út í hringiðu lífs- ins. Eigi mun Ingólfur heitinn hafa átt kost á að ná annari bóklegri ment- un en þeirri, er unglingaskólar veita, en hann hafði næma athyglisgáfu, og veitti eftirtekt þvi er gerðist meðal manna, og í verklegum efn- um fylgdist hann með því er var að gerast, og aflaði sér á þann hátt nothæfa þekkingu, enda hneigðist hugur hans frekar í þá átt en aðr- ar. Byrjaði hann snemma að starf- rækja ýms fyrirtæki á eigin kostn- að, eða í félagi með öðrum mönn- um, er varð til þess, að hann gat sér snemma traust og álit félags- bræðra sinna fyfir dugnað og hag- sýni. Þegar eg, er þetta rita, kyntist fyrst Ingólfi, og það var hér í Van- couver, varð.eg þess brátt var, að hann bar mjög vott þess að hafa orðið fyrir sterkum áhrifum frá þjóðernisháttum Ameríkumanna — enda gat ekki annað orðið, þar sem hann hafði mjög lítið umgengist Is- lendinga, eftir að hann fór úr föð- urhúsum. Veittist honum þá mjög erfitt að mæla á íslenzka tungu, er breyttist þó fljótlega, þegar hann fór að taka þátt í íslenzkum félags- skap, sem hann gerði strax og hann hafði tækifæri til þess, og síðar meir fylgdist hann með allri íslenzkri starfsemi, er hafin var meðal Is- lendinga í Vancouver. Ingólfur heit inn var örlyndur maður, og studdi félagsskap með ríflegum fjárfram- lögum, þegar þess þurfti við; en aldrei kastaði hann eignum sínum á glæ; gætti þar hinnar sömu var- úðar og í öðrum efnum. Árið 1911 giftist Ingólfur eft- irlifandi ekkju sinni, Jóninu Jóns- dóttur, ættaðri úr Laugardal á Suð- urlandi. Þeim hjónum varð þriggja harna auðið: Nína, Alice og Marion, og eru þær enn á unga aldri. Sambúð þeirra hjóna var hin ást- úðlegasta, enda eru þau bæði viður- kend af þeim sem til þekkja mestu geðprýðis manneskjur; voru þau sam huga í því að gera líf þeirra sjálfra og annara ylhlýjar sólskinsstundir; hæði ræktuðu þau íslenzka gest- risni, enda var oft margmenni sam- an komið á heimili þeirra; virtust þau þá skemta sér bezt er flestir voru viðstaddir. Jarðarför Ingólfs fór fram þann 8. janúar undir umsjón Frímúrara. Er gröf hans í garði þeim, er það féiag hefir valið sér, þar sem með- limir þess félags leggjast til hinnar hinstu hvíldar. Flestallir Isiending- ar fylgdu þessum vini og bróður til grafar, og mikill fjöldi annara þjóða manna voru viðstaddir. Það er mælst til þess að blað á Islandi taki upp þessa dánarfregn. Vancouver 7. febr. 1931. Wm. Anderson. Hegningar. Fyrir nokkrum árum síðan (1926) birtist í jólablaði Lögbergs fagnað- arerindi (!) um glæpamenzkuna í Bandaríkjunum, eftir Dr. Th. Thord- arson í Minneota. Var það löng og ítarleg árás á þann lúalega og vita- verða hugsunarhátt almennings yfir- ieitt, er sýnir meðlíðun og tillits- semi með glæpamönnum. Mér kom grein þessi strax nokk- uð á óvart, því eg hafði satt að segja lengi borið alt aðra skoðun á því máli. Ekki kom eg því í verk að bjóða neina athugasemd þá, en efni greinarinnar hefir aldrei liðið mér alveg úr minni, og langar mig til að minnast hennar lítillega nú, þó seint sé, því ekki hefir glæpa- aldan lækkað í sinin tíð svo séð verði. Til dæmis voru fjörgur banka rán og ýms önnur spellvirki framin í grend við Minneota árið sem leið, og mun það þó vera kyrlát og sið- söm bygð, i samanburði við flest önnur hverfi í hinni ötulu Ameríku. Af þvi að eg hefi margar góðar ástæður til að trúa því, að dr. Thord arson sé vel gefinn og mætur mað- ur, hnykti mér nokkuð við að finna að hann hefði skoðanir svo gagn- ólíkar mínum. Lét nærri um stund að mér dytti í hug, að annarhvor okkar væri ekki eins vitur og við héldum. En þá datt mér alt í einu í hug afstöðukenningin hans Ein- steins, og varð eg mun rólegri á eftir. Eg mintist þess að við búum sinn í hvoru landi, og gæti það vit- aniega haft áhrif á sjónarmiðin. Einnig kom mér í hug að læknirinn kynni frekar að hafa stundað upp- skurð en heilsufræði, og mætti það orka miklu um hugsunarháttinn í þessu máli sem öðrum. Hann mun líka, eftir því sem mér skilst, hreyf- ast í umhverfi, sem er ramkaþólskt á trúarfarslega, pólitíska og lífs- skSðanalega vísu, og má þvi skiljan- anlega búast við afstöðu, sem sam- boðin er því ástandi. En, i alvöru sagt, þótti mér fyrir að sjá slíka grein feðraða af Is- lendingi. Það er yfrið nóg hrygð- arefni, að þurfa að samþjóðast fólki af öðrum kynstofnum, sem elzt að- allega á arfgengum vana og mis- skilningi. Flestar nýjar hugsanir í þessum heimi eiga mjög erfitt upp- dráttar enn sem komið er, þvi fylgjur fortíðarinnar standa svo oft i vegi og byrgja skjáinn. Okkur hefir æfinlega verið sagt að glæpir séu ljótir — eins og þeir auðvitað eru — og að sjálfsagt sé að hegna fyrir þá, helzt sem mest. En hvað eru glæpir, má eg spyrja? Er það glæpur, ef fátæklingur stelur brauði til að bjarga lífi barnsins síns, en dygð að okra og auðgast á brauð- verzlun — í ijósi þeirrar staðreynd- ar ,að hver einasta smávægileg upp- færslá á verði brauðs kostar mörg mannslíf og miklar óeirðir? Er það glæpsamlegt fyrir þurfamann að taka fé, þar sem nóg er til, en upp- hefð að stela þúsundum og miljón- um í skjóli sérréttinda? Er það synd að deyða mann sér til hagsmuna og iífsviðurværis, en heiðursverk að herja á og myrða í miljónatali ó- kunnuga og saklausa aumingja, fyr- ir peninga, aðeins af því að lögin eggja og heimila? Sannleikurinn er sá að fésýslan er búin svo að sýkja réttlætistil- finningu manna yfirleitt, að pen- ingar eru orðnir eini mælikvarðinn og mannlífið alt ein glæpahríð. All- ir erfiða í sama augnamiði, en hver ksérir annan, og útkoman er einn allsherjar orustuvöllur, og sá einn sekur, sem minna má. Eitt af því, sem höfundur minn- ist á, er hið stórkostlega tap, sem þjóðin verði fyrir í sambandi við öll þessi rán, og þann kostnað, sem í það fer að fanga og viðhalda öll- um sínum glæpalýð. Nemi sú upp- hæð ekki minna en þúsund miljón- um dollara á ári hverju. Alitleg upphæð er það að sönnu, og mætti til góðs verða, ef rétt væri á hald- ið. En hvað er það samanborið við allar biljónirnar, sem ábyrgðarfélög, hlutaverzlunarstíur (Stock Exchan- ges) og önnur ránfélög sölsa upp, undir verndarvæng laganna á ári hverju? Munurinn er þessi, að það fé sem rænt er ólöglega, lendir fljót- Iega til almennings aftur, og linar viðskiftakreppuna að því skapi um stundarsakir, en hitt er tapað fólk- inu fyrir fult og alt. Eg hygg, að ef til dæmis hverju centi væri rænt úr bönkunum núna, yrði veltiár hér í álfu um hrið — á nieðan bank- arnir væru að ná skildingunum aft- ur. Það er þjóðinni ekkert tap, þó að peningar skifti höndum; meira að se^ja er mest til gagns afrekað einmitt þá. Af þvi að peningamir liggja núna óhreyfðir og vörurnar sitja óseldar á hillunum, verða stjórnirnar að kaupa hina hungruðu til að bera steinahrúgur frá einum stað til annars og til baka aftur og borga brúsann með lánspeningum frá bönkunum, sem þær skatta svo út úr hinum sömu hungruðu, síðar- meir, með rentum og rentu-rentum. Það er ekki alt sem sýnist í heimi fésýslunnar. Höfundurinn minnist á rannsóknir og kenningu Lombrosos, sem leit- aðist við að sanna og sýna, að glæpamenn væru bundnir ýmsum erfða-annmörkum og áhrifum, og væru þvi ekki, fremur en aðrir, and- svarlegir fyrir gerðir sínar. 1 því sambandi getur hann þess, að Char- les Goring hafi síðar gert frekari rannsóknir í málinu, með því að vfirheyra og gera vísindalegar mæl- ingar á þrjú þúsund illræðismönn- um qg jafnmörgum háskólastúdent- um. Við' þá rannsókn kom í Ijós sá furðuleigi sannleiki, að báðir flokkarnir reyndust jafnir. Af því diegur svo Goring þá furðulegu á- lyktun, að Lombroso hafi verið rang ur, og að illræðismaðurinn sé sinn eigin herra, og hefði sjálfsagt átt að verða stúdent. Það heldur lækn- irinn líka. En mér finst Goring al- veg eins rækilega sanna aðeins það. að stúdentarnir hefðu alveg jafn- auðveldlega getað orðið glæpamenn eins og hinir, ef svo hefði viljað verkast. Einhver afstaða, þeim ó- háð, hefir einhvern veginn hrundið þeim á óheppilegri leið, og það er alt og sumt. Með öðrum brðum, eru mennirnir svo nauða svipaðir eðlisfarslega, að afstaðan i mann- félaginu ræður mestu um, hvernig hver einstaklingur hagar sér. Hann sjálfur hefir ekkert vald yfir þvi, sem verða kann. Erfðir og afstaða ráða hverri hugsun og hreyfingu. Frá því sjónarmiði er því sérhver glæpamaður saklaus, eins og barnið í vöggunni. En þó svo sé, er ekki þar með sagt, að ekki sé viturlegt og réttmætt að verjast honum, sé hann hættulegur. Eldingar, t. d., geta verið hættuleg, en við refsum þeim ekki. Við setjum þrumuleið- ara á húsin og sofum svo nokkurn- vegin rólegir, þó enginn sé hengd- ur í því sambandi. Margt og mikið hefir verið rætt og ritað með og móti refsingum og dauðadómum. Á hverju ári kemst það mál á dagskrá alþingis þessa lands, en enginn byr hefir enn feng- ist til ítarlegs yfirlits. Lögreglan og dómararnir þurfa á einhverju að lifa, og ekki er síður nauðsyn- legt fyrir bankana að kynna stöðu sína á eins áþreifanlegan hátt og • unt er. Enda kynni alvarleg rann- sókn í þá átt að leiða í ljós hina sönnu orsök, sem liggur til grund- vallar flestra glæpa, og það yrði þeirra eigin dauðadómur, því ástæð- an er auðvitað peningar (séreignir) og ekkert annað. - öll lög, að heita má, eru samin í þeim eina tilgangi að verja sérréttindi hinna ríku. Lög- in eru þvi, beint út sagt, nokkurs- konar löghelgun stórglæpa, svo að fáeinir auðmenn geti, lögum sam- kvæmt, haldið fjöldanum í myrkrl, fátækt og ánauð. Eins og kunnugt er, var Ástralía í upphafi eingöngu bygð af glæpa- fólki, er gert hafði verið útlægt frá Englandi og flutt þangað aðeins til þess að losna við það. Frá þess konar stofni hefði mátt búast við ýmislegu ósamlyndi, ósiðsemi og brellum; en það varð ekki tilfellið. Alt gekk vel og friðsamlega fram þangað til bankarnir komu með kaupmenn sina og kirkjur. Þá fór strax að kastast í kekki eins og annarsstaðar, þar sem ■ peningarnir semja boðorðin; og síðan hefir Ást- ralía verið hátt-móðins stríðsvöllur, eins og aðrar lendur hins “siðaða” heims. Á Englandi, fyrir nokkru síðhn. lá dauðasekt við ýmsum afbrotum, á annað hundrað að tölu, og pynd- ingaráhöld voru reist á öðruhvoru götuhorni, svo enginn mætti gleyma á hverju hann mætti eiga von, ef hann geigaði af réttri leið. Ef að refsingar hefðu það agagildi, sem flestir álíta, þá hefði þar þó sann- arlega átt að þróast gott framferði til fyrirmyndar. En sagan sýnir, að þvi meiri harðúð, sem beitt var. þvi tiðari urðu afbrotin, þar til stjórnendurnir Í vandræðum sínum fóru til og reyndu að draga úr dómunum og mýkja hefndirnar. Brá þá svo furðulega við, að glæpir fækkuðu unnvörpum og samhendni manna efldist 'að mun. Síðan hafa hegningarlögin stöðuglega mildast og mist, þar til dauðadómar eru nú með öllu úr gildi numdir í ýmsum ríkjum veraldarinnar. Frh. FFNDIÐ LIK MANNS, sem varð rm. Frá Þórhöfn á Langanesi er skrif- að 5. desember: Maðurinn frá Eldjárnsstöðum, er varð úti í föstudagsveðrinu fyrir hér um bil þremur vikum, hefir nú fund- ist. Hann fanst örksamt frá næsta bæ. Sá leitarmenn á harðsporum, að han nhafði hafst við undir steini létt upp frá bænum, en hrakið frá steininum. Hann var búinn að týna höfuðfatinu, vetlingunum og öðrum skónum. -------1--- 1NNFLUTNIN GSTOLL AR HÆKKAÐIR I FINNLANDI. Þingið hefir samþykt ný tollalög. Ei hækkaður innflutningstollur á kornvörum, benzíni, sykri, kaffi og ýmsum öðrum innflutningsvörum. <<Sameiningín,, og stöðin “Vörn” Aths. rist. Heimskringla vill ekki synja svari þessu rúms, þó hún skoði sig alger- lega standa utan við deilu þessa. “Sameiningin”, blað hins lúterska félagsskapar, flytur lesendum sín- um dálitla grein, síðastliðinn janúar, sem kallast: “Hneyksli”. Grein þess- ari er beint að stöð okkar hjóna, er við köllum “Vörn”. Höfundi greinarinnar dettur í hug að sýna þekkingu sína á eilifðar- málunum, og setur þá þekkingu í samband við stöðina “Vörn”. Eg vissi ekki hver sú þekking mannsins var, fyr en eg varð hennar var í þessari hneykslis grein hans. Þar er henni lýst mæta vel, riti höfundur- inn af sínu eigin. Frjáls er hver að sínu, og miðlar af því, sem hann á mest til af. Höfundurinn segist ekki hafa ömun á vísindalegum rannsóknum lærðra mann í þessum efnum, en honum finst óbærilegt að fáfróðir menn fá- ist við málin, sem engin skilyrði hafa til viturlegrar ihugunar. Fljótt á lítið, virðist þetta greindarlega sagt, og meira að segja alveg rétt., ef höfundurinn vissi á hvaða grundvelli hægt er að byggja lærdóm í eilífum málum. En því miður kem- ur það í ljós, að hann veit ekkert um það. Fyrst af ölu verður að gera sér grein fyrir því, að hve miklu leyti þakking á eilífum framtíðarmálum er háð vísindalegri veraldar þekking. Sá, sem hugsar eitthvað um þessi mél, verður því að spurja sjálfan sig: Stendur þekk- ingin á þessum framtiðar málum, i t beinu sambandi við lærdóms grein- ir þessa heims? Þetta verður höf- undur hneygslis greinarinnar að vita, áður en hann skilur sauðina frá höfrunum. Það má nú ekki fara á hinum svo kölluðu “vísindalegu rannsóknum,” þá hefir höfundur greinarinnar rétt fyrir sér. Sé aftur á móti eilífðarmálunum svo varið, að ekkert beint samband sé á milli þeirra og jarðneskra vísinda, þá er umsögn höfundarins um þetta aðein3 þekking. Það er vert að athuga það, hvort þessir lærðu menn og félög, sem fást við rannsókn ei- lífðarmálanna, liggja á þeim grund- velli, sem er einn og óskiptur fyrir alla, sem fást við þessi mál. Greinar-höfundurinn virðist hugsa að svo sé. Eg veit hann skilur, að eg á hér við andlegan grundvöll en ekki veraldlega þekking. En gái hann nú að árangrinum, sem þessum lærðu mönnum hans hefir hlotnast, eftir meira en hálfa öld, þá ætti honum að geta dottið í hug hvort ekki geti skeð, að eitthvað sé rangt hjá þeim. Það verður að líta eftir þvi, hvers konar fylgi þeir hafa við rannsóknir sínar frá öðrum heimum, og eins hvort þeir styðjast að mestu leyti við sína eigin þekkingu eða ekki. Allir hafa eitthvert fylgi, en það skiftir miklu hvert fylgið er. Eg held það væri gott fyrir greinar- höfundinn að spurja sjálfan sig: Hvar og hvaða afskifti hefir Guð sjálfur af málum þessum? Er hægt að ná nokkru varanlegu og ábyggi- legu sambandi við æðri heima, án verndar og aðstoðar Guðs sjálfs? Það er þýðingarlaust að reyna að koma sér hjá þessum spurningum, jafnvel þó lítilsvert þyki um Guð og stjórn hans, því á niðurstöðu þeirri, sem spyrjandinn kemst að veltur algerlega árangur hans í mál- inu. Hver hugsandi maður verður að spurja sjálfan sig að þessu hvert sem það er lærður maður eða ó- lærður, sem á í hlut. Á höld og tilfæringar eru mannanna, en ráð og stjórn er og verður Guðs. Allir sem einn, lærðir sem ólærðir, verða að fela Guði starfið, óski þeir eftir Prepare Noiv! Better times will come, much sooner than most people anticipate. The re- sult will be a keen demand for steno- graphers, secretaries and bookkeepers, to fill the openings made vacant by the late financial depression. Right now, office staffs are cut to the limit, and many who have been dismissed have gone into other occupations, or have left the City. Besides, the nu'mber now training for business is considerably below the average. A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his c.apacity for study. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843 eftir öllu, sem sagt hefir verið. Sé því svo varið, að þekking eilíf- ra mála sé stofnsett og grundvölluð nokkrum árangroi til uppbyggingar fyrir mannkynið. Allir sem einn Frh. á 7. bls. LIMITED COAL SPECIAL Best Grade Drumheller Kitchen Lump $9.50per ton Satisfaction Guaranteed PHONES 24 512 — 24 151 NÚ ER TÍMINN TIL AÐ KAUPA RÚMFATNAÐ YÐAR og borga fyrir hann nú og yfir sumarmánuðina. VéR höfum ágætt crval af Eiderdown Stoppteppum, Ullatteppum, Bómullarteppum Rúmteppum, Gólfteppum — og Linoleum dúkum. — Slmið og umboðsmaður vor mun koma til yðar- “YOUR CREDIT IS GOOD WITH US” Gillies Furniture Co., Ltd. 956 MAIN ST. PHONE 53 533 »

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.