Heimskringla - 11.03.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.03.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 11. MARS 1931. HEIMSKRINGlA 5. BLAÐSIÐA Fórnandi máttur er hljóður (Frh. frá 1. bls.) Þetta megum við, Islendingar hér, vera fullvissir um að rétt muni reynast; en okkur þarf þó ekki það að varna þess, að skynja, á hvað margt og margt verðlaunanefndin hefði þurft að líta, án þess gert sé ráð fyrir nokkurri innanlands hlút- drægni af hennar hálfu. Það væri ekki með öllu ógirnilegt að glöggva sig á því, hvaða hugsjónaheimur þeim höfundunum, Ijóðs og tóns, hef- ir sameiginlega eða ósameiginlega, smíðast í þessu verki. Þó verður slík íhugun ekki gerð til neinnar hlítar að þessu sinni, — kanske aldrei., Ljóðskáldið smiðar skipið; tón- skáldið setur á það seglin; flokkam- ir (radda og hljóðfæra) ráð leiði og sjólagi. En hver er það, sem legg ur þá til leiðarsteininn ? Og hvað er það segulmagn, það hugsjónamið, sem leiðarsteinn vísan á? Þetta getur auðveldlega orðið bitbein skáld- anna beggja, ljóðs og tóns, og viltur sá sem geta skal, ef á milli ber. Til hvers, sem þeir tveir kunna að hafa ætlast, annar eða báðir, þá gerði þriðjudagskvöldið út um það, að hámarkið lenti á “heilög sagna- spjöldin”. Sigurður negldi þau svo hátt þar á bergið, að það hleypur enginn fljótlega þaðan á burtu með þau aftur. , : “Hver er hann eiginlega, þessi Mr. Skagfield? Hvaðan kemur hann hingað ? Og hvað hefir hann fyrir stafni?” dundi á mér til úrlausnar á laugardagsmorguninn, þann 7., svo fljótt sem gjaldkeri New York lífs- ábyrgðarfélagsins hér náði í mig þann daginn. Hann hefir verið í hljóðfæraflokki og einhvern þátt tek ið í þesskonar ferðalögum, en er nú í einu kórfélaginu hér og ráðsmað- ur þess. Um þetta vorum við þó bún- ir að tala nokkuð .saman, eftir að úti var á fimtudagskvöldið, en þær íhuganir hafa áýnilega verið að grafa um sig í honum, því meira, sem leingra leið frá. t “Þið voruð heppin að hafa hann þarna,” bætti hann við, og nú fann eg, að hann var að tileinka mér þjóðernislega hlutdeild í sæmd, sem eg hafði ekki neitt fyrir haft, — en svona. er nú loftslagið í landinu, hvað sem látist er, til móðs eða góðs. “Þó hann hefði ekki verið, mundu allir hafa kannast við, að að þið hafið þarna ljómandi góð- an flokk, sem mundi hafa gert mjög vel; en að þessum manni meðtöldum þykir mér ekki Free Press gera það nógu skýrt, hvað það var framúr- skarandi, — sérstaklega þar sem allur flokkurinn var kallaður upp aftur.” Á fimtudagskvöldið hafði það nefnilega hepnast, þó það færist fyr- ir á þriðjudagskvöldið. “Eg er viss um,” hélt hann á- fram, “að eg gleymi ekki þessu kvöldi meðan eg lifi; en minningam- ar verða allar möndlaðar (pivoted) um þenna eina mann.” Um leið og hann gekk frá mér inn á skrifstofu sína, heyrði eg sein- ast til hans, fremur út í loftið, en til mín: “Mr. Skagfield er vissu- lega framúrskarandi (really out- standing).” Þegar þá þessi framúrskarandi söngvari hafði i»nsiglað “heilög sagnaspjöldin”, sem hámark þessa mikla tónverks, hafði eg fyrir mitt leyti verið orðinn í fylsta máta sátt- ur; hafði (engið hugarfarslega og heyrnarfarslega saðningu, ef svo má að orði kveða. Því hefir mér þá um stund þar á eftir, andlega farið eins og öðmm sauðum, þegar svo er á- statt, — þeir hlífa sér við að hugsa — eru annað að gera. Hrifinn hafði eg hvað eftir annað orðið áður, og einu sinni svolítið reiður, en nú var það alt saman upp tætt og yfirgnæft. Mér fanst að söngvari, tónskáld og ljóðskáld hefðu allir mæzt þarna í einni þungamiðju sameiginlegs lista verks, og sagnaspjöldin væru hið sungna tákn Islands þúsund ára. En þama skjátlaðist mér að ein- hverju leyti. Þar virðast fæstir aðrir hafa verið jafn nægjusamir eins og eg, og þvi vaknaði eg bráð- um, eins og eg var tvívegis áður búinn að minnast á, ekki við vond- an draum, — nei, við mjög góðan draum, eftir því sem eg hefi síðan getað látið mér skiljast. Eg hefi lengi verið fremur hvumpinn við heimspeki Hegels, sem svo er nefnd, og hefi því litið tekið mér í munn orðtök jafnaðarmanna og sumra trú- fræðinga, um þjóðarsál, þjóðarvilja, þjóðarhjarta o. s. frv.. Helzt man eg eftir því, að séra Jóni heitnum Bjarnasyni var þetta orðfæri tölu- vert tamt, og það hitti mig'því rétt mátulega, að fá dálítið á baukinn, svona sama sem í kirkjunni hans. I stuttu máli er skýringin þetta: Það var þjóðarhjartað, sem í þessu litla broti af íslenzku þjóðinni reis upp, þegar síðasti ómurinn af vör- um söngkonunnar dvinaði, og krafð- ist meiri næringar, sem væri við sitt hæfi. Það vildi hafa mat sinn, en engar refjar; og einkum þá, í seinna skiftið á þriðjudagskvöldið (ennþá fremur en nokkur hin þrjú skiftin), fullnægði frú Sigríður þeirri kröfu göfuglega. Það var engu hægt að bæta ofan á þá tign, sem söngurinn var áður búinn að ná, en það mátti blása honum í brjóst ennþá dýpri göfgi, — og söngkonan sannarlega gerði það þá. Eg sama sem heyri það enn, hvernig hún sagði “hljóð- ur”; og þó það sé útúrdúr, ætla eg að biðja lesarann að stanza við augnablik, og skygnast um sína eig- in reynd, hvernig, ekki eingöngu sýn- ir augans, heldur ýms og ýms heyrn- arhugsun geymist þar, og það eins, þó hún sé svo vandhæf, að manni sé lífsins ómögulegt að gera hana sjálf- um sér heyranlega. Endur fyrir löngu heyrði eg frú Sigríði Hall nefna svo “sælusumrin löng”, að eg veit að eg heyri þau aldrei betur töluð; og það er þessum heyrnarminjum, frá mæðrum og samferðafólki, flestu öðru fremur að þakka, hvað Islend- ingurinn fer hér hægt i það, að glatast og tryllast. Þess vegna er líka kantata Björg- vins Guðmundssonar hvorki lítið né þýðingarlítið verk fyrir okkur hérna vestra. Vonandi kemst hún einhvern- tíma út til þeirra, sem hljóðfæri hafa, og “finni maðurinn engan yl, er hann úr skrítnum steini”. Svo sagði Þorsteinn. Eins segi eg. Engum getur dulist, hvað ánægju- legt það er, að einmitt frú Sigríð- ur Olson skyldi einmitt verða til þess, að ynna þetta hlutverk a? hendi. Enginn hefir betur en hún og ''þeir læknarnir tveir, þeir mað- urinn hennar og dr. Jóhannes Páls- son, að því unnið, að höfundur kan- tötunnar næði þeim þroska, sem raun er á orðin; enda er þetta það mæt- asta hlutverk, sem nokkurri konu hefir verið falið á okkar íslenzku mannamótum. Að visu er Fjallkon- an á Islendingadegi það virðulegasta, sem við eigum ráð á; en svo varð þetta hlutverk einmitt að henni, áð- ur en nokkurn varði. öll börnin. ung og gömul, hlustuðu á rödd móð- urinnar, — svo fegins hugar, að ekkert þeirra mundi vilja gleyma því, sem hún sagði/ Vissulega hafði Fjallkonan tekið þar á sig hold og blóð, til þess að geta látið til sín heyra. Og það, sem hafðist upp úr sjálfs- meðvitundardaufri þrá fjöldans, var kjarni alls hins íslanzka æfiferils, frá Noregi til Ameríku, og alls, sem þar er í milli, nældur saman með einum tvídepli; — "íslands þúsund ár: hinn fórnandi máttur er hljóð- ur”. Þjóðin hefir til þess fæðst og hjarað, að geyma eldinn undir fel- hellunni. x Þökk, margfalda þökk, allir og allar, sem að þessu samkvæmi stóð- uð! J. P. Sólmundsson. Orðasending. Einhverntíma fyrir löngu, löngu síðan, þegar illindi mili Winnipeg- Islendinga keyrðu fram úr öllu hófi, fanst mér ekki ólíklegt að Jahve tæki upp gamlan sið og eyðilegði borgina með eldi og brennisteini. En þótt ótrúlegt megi virðast, langaði mig til þess að vera orðinn spá- maður, sem hefði hylli himnaföðurs- ins svo eg gæti beðið nokkrum rétt- látum griðar. Þvi tæki Jahve upp á því að brenna borgina, og eg hefði mitt mál fram við hann, ætlaði eg að sjá svo til að íslenzku söngfólki þar væri borgið. Og við að hlusta á kantötu Björgvins Guðmundssonar 3. marz, styrktist þessi afstaða mín gagnvart söngrænum löndum í Win- nipeg, því sjaldan hafa vandalausir vikið mér eins miklu góðu, eins og söngfólkið gerði þetta ógleymanlega kvöld. En það er með mig eins og aðra, sem lifa á gjöfum, að þess meir sem gefið er, þess heimtufrek- ari verður gustukaskepnan. Og nú liggur mér við að ætlast til þess af íslenzku söngfólki í Winnipeg, að það flytji, að minsta kosti einu sinni á ári, nýtt frumsamið tónverk eft- ir íslenzkt tónskáld þar til borgin fellur í eyði. Þykir mér mjög senni- legt að Jahve hugsi sig um tvisvar áður en hann hellir eldi og brenni- steini af himnum ofan, eigi hann von á að heyra, innan árs, annað eins og það, sem fram fór í lútersku kirkjunni á þriðjudagskvöl'dið var. En í alvöru talað var bæði gagn og unun að fá að heyra þetta söng- verk, flutt af þeim skilningi og krafti sem flokkurinn sýndi. Islendingar hafa barmað sér um fátækt í riki hljómanna, og það ekki að ástæðulausu. trr þessu virðist nú vera að rætast. Eftir að hlusta á há- tíðakantötu Björgvins, kemur vist mörgum Islendingum í hug ummæli Lilian Scarth, þar sem hún segir í dómi sínum um tónverkið og söng- inn: “Að hlusta á þetta, vekur for- vitni manns til að fá að heyra kan- tötu Páls ísólfssonar, sem verðlaunin hlaut.” Miss Scarth hefir um langa tíð ritað dóma um hljómverk og hljómleika fyrir blaðið Manitoba Free Press. En það mun vera eitt allra stærsta og ábyggilegasta stór- blað Vesturlandsins; og oft og ein- att hefir Miss Scarth þótt alt annað en mild í dómum sínum. Því finst mér, að þegar ummæli Miss Scarth um kantötu Björgvins, eru tekin til greina og athuguð í sambandi við dóm kantötunefndarinnar, sem skar úr um verðlaunin, þá hafi islenzku þjóðinni fallið allmikið í skaut á sviði tónlistarinnar á liðnu ári. Miss Scarth segir meðal annars ■ Mr. Guðmundsson hefir afkastað mjög merku verki, sem skipar hon- um heiðurssess meðal hljómfræð- inga þessa lands.” En kantötudóm- nefndin segir: “Það varð oss, hverj- um um sig brátt Ijóst, að af öllum þeim verkum, er send voru, mundi ekki vera nema milli tveggja að velja, sem báru tvímælalaust af öll- um hinum.” Eftir að athuga dóma Miss Scarth og kantötudómnefndarinnar, þarf enginn að ganga þess dulinn, að tón- verk þeirra Páls Isólfssonar og Em ils Thóroddsens hljóta að vera að- dáanleg snildarverk, nýungar í sögu íslenzkrar hljómlistar, og á þjóðin heiiptingu á að svo stórvægileg listaverk komi fyrir almennings- sjónir. En við það að hafa hlýtt á kantötu Björgvins, kemur manni það til hugar, að eitthvað geti verið verðmætt í hinum fjórum kantöt- unum, sem “ekki gátu komið til greina”. Og þó það sé sannarlegt gleðiefni, að vita til þess, hversu mjög verðlaunakantöturnar, þeirra Páls og Emils, báru af ölum hinum, og eru því tvímælalaust stórfeld lista verk, er hitt hálfgert hrygðarefni,yað hinna var ekki minst að neinu leyti í úrskurðardómi nefndarinnar, frem ur en þær hefðu verið bull og vit- leysa. Og það er aðeins fyrir dugn- að Björgvins og flokks hans, að Is- lendingum hefir gefist kostur á að finna gull og gersemar í því, sem kastað hafði verið í ruslakistuna. Vonandi, að hinir höfundarnir komi verkum sínum þannig á framfæri: því þjóðin má ekkert missa í þess- um efnum. Þetta er þó naumast hægt að heimta af höfundunum. Maður skyldi ætla að þeir hefðu gert sinn skerf, er þeir höfðu fórn- að af fátækt tíma þeim, sem út- heimtist til að gera verkið; að menn sem unnu af einlægri löngun og út- heltu sálu sinni við altari Fjallkon- unnar á heiðursdegi hennar, þyrftu ekki til ananra þjóða til að öðlast eitt einasta orð þakklætis og hvatn- ingar; að dómnefndin, sem launuð var af fé þjóðarinnar, hefði getað skorið úr um úrslitin án þess að lítilsvirða þá, sem höfðu lagt sig í líma til þess að auðga þjóð sína, þar sem fátæktin var fyrir. Því nú er það ótvíræðilega komið á daginn, að einn þessara höfunda, sem smán- aðir voru með ummælum dómnefnd- arinnar, átti það ekki skilið, og hver trúir því nú, að nokkur þeirra hafi verðskuldað orðalag það, sem við- haft var af dómnefndinni og er und- irskrifað af Carl Nielsen, Sigfúsi Einarssyni og Haraldi Sigurðssyni. Fleiri spurningar vöknuðu í huga mínum eftir að hlusta á kantötu Björgvins...... Var þá íslenzka þjóðin svo drukk- in af gullaldardraumórum sínum, að hún gleymdi sögu píslarvotta listar- innar, sem hún1 hefir ýmist þagað eða svelt í hel? Druknuðu. hátíðar- ljóðin sjálf í veizluglaumnum, svo rödd Davíðs heyrðist ekki hrópa: “Vakið! Vakið! Tímans’ kröfur kalla!” ? ... Hvað sem þessu líður, munu ís- lenzkir listamenn halda áfram að vera vökumenn. Og fyrir þeirra verk getur þjóðin “slegið sér upp” á tylli- dögum sínum, hvernig sem hún fer með þá. íslenzk tónskáld! Gerið Island ó- daqðlegt á tungu ykkar, sem allir skilja — þrátt fyrir alla bölvun. Islenzkir söngmenn og söngkonur í Winnipeg! Syngið sálir okkar Vest- ur-Islendinga upp úr fásinninu og dægurþrasinu inn í himinn hljóm- anna, að “hásæti guðdómsins bjarta” — þótt ekki sé nema einu sinni á ári. Langham, Sask., 6. marz 1931. J. P. P. Endurminningar Eftir Fr. Guðmundsson. Heiði sú sem liggur suður frá Kelduhverfi og noður frá Mývatns- sveit er mikið af fjöllum þeim og hæðum sem innihalda brennisteins- námur, og eru reykirnir upp af brennisteinspittunum sjáanlegir þar allt árið í kring enda er heiðin köll- uð Reykjaheiði. Þar upp á heiðinni var býli heilmikið fyrir mörgum árum síðan sem hét Þeystarreykið. Fyrst þegar eg man eftir mér bjó þar bóndi er Sigurður hét, og var það talsverður efnamaður. Líklega er þetta býli mjög fornt því brenni- steinsnámumar draga heiti sitt af því og eru kallaðar Þeystareykja- námur. A árunum fyrir og um 1880 hafði enskt auðfélag þessar námur áleigu, og maður sá er Lock hét hafði umboð til að starfrækja nám- urnar, hann keypti því marga hesta og réði til sín menn til að grafa upp brennisteininn og flytja hann norður á Húsavik sem var næsti hafnarstaður við námumar. Ekki man eg hvert þessi atvinna var rekin eittt eða tvö sumur en það þótti ekki borga sig. Umsjónarmað- ur vinnunnar Lock kom oft í Gríms- staði til foreldra minna hann þóttist hafa lært heilmikið í íslenzku og gat gert sig dálítið skiljanlegan en oftast var með honum íslenzkur unglingspiltur, ólafur G. Guðmunds- son að nafni sem var farinn að skilja hann bísna vel og gerði þvi mönn- um hægra fyrir að eiga tal við hann. Lock þessi sagði okkur að námurnar væm mjög verðmætar, en óhugsandi væri að starfrækja þær á þenna hátt að flytja brennisteininn á klökk um út á Húsavík. Um haustið kom hann með 60 hesta sem unnið hafði verið í námunum um sumarið og var hann á leið með þá austur á Seyðisfjörð, þaðan átti að flytja þá til Englands. Okkur blöskraði hvað aumingja hestarnir vom illa útlít- andi bræði magrir og meiddir, og hafa eigendurnir orðið að láta þá standa lengi og eiga gott til þess þeir yrðu útgengilegir. Þegar faðir minn keypti Grims- staði tók hann til láns 1000 krónur hjá séra Benidikt Kristjánssyni í Múla, það var ríkur karl og gott að fá lánaða peninga hjá honum, rentan var 5 af hundraði og það þótti nú mikið í þá daga en prestur lét þau skilaboð fylgja láninu að sér lægi ekkert á peningunum til baka og mætti faðir minn hafa þá þangað til hann væri búinn að borga allt annað í jörðinni ef honum sýnd- ist, svo aldrei var nein rekistefna um það hvemig færi um krónurnar og engin veðbönd lágu á þessu. Peningarnir höfðu verið sendir með pósti og svo Var viðurkenning send sem var innifalinn í löngu vinsam- legu sendibréfi innanum tíðarfars- fréttir jarðlag, gripahöld, heilbrigði manna og margt fleira. Sá, sem lán- aði peninga leit máske svoleiðis á, að réttara væri að geyma þessi bréf þangað til að peningarnir væm komnir heim aftur, en það var ekki nauðsynlegt. Ekki heyrði eg talað um nema tvo menn á landinu, sem þótti varasamt að eiga við í pen- ingasökum, um það leyti ^m eg var unglingur. Annar þeirra var ríkur og lánaði peninga; hann setti ekki hærri rentu en aðrir, en náði sér niðri á ýmsan hátt. Hinn var altaf fátækur og tók peninga til láns, en þegar hann átti að skila lánum til baka, þá þótti það koma oft fyrir, að hann sagðist vera búinn að borga og hafði þá annaðhvort kvittun eða vitni að framburði sinum. Báðir þessir úienn voru prestar. Báðir voru þeir miklir hæfileika- menn og vel mentaðir. Bjó annar þeirra á Vesturlandi, en hinn á Austurlandi; en svo fágæt eru þeirra viðskifti við menn, að sögur fóru af um alt land. Eg var í góðri tíð að haustlagi sendur með það seinasta sem óborg- að var af landinu til séra Benedikts í Múla. Mintist eg þá sögu þeirrar er eg hafði nýlega heyrt af viðskift- um þeirra prestanna á Grenjaðar- stað og Múla, en það er skamt á milli prestsetranna. Báðir hétu prest- arnir Benedikt og báðir voru þeir Kristjánssynir, og varð þvi altaf að aðgreina þá með staðarnafninu. Hvor um sig voru prestar þessir atkvæða- miklir og vinsælir félagsmenn fyrir utan það að vera klerkar í heldri röð. Það bar til einn vetur, að séra Benedikt á Grenjaðarstað varð eldi- viðarlaus; en honum var vel kunn- ugt um það, að nafni hans í Múla átti mikinn eldivið, og afréði hann að fara þangað til að reyna að fá úrlausn þessara vandamála. Allir vissu það að séra Benedikt í Múla var nærgætinn og hjálpfús maður, en 'mönnum var líka kunnugt um, að konan hans leit stundum annan veg á málin. Hún var búkona mikil og vildi ávalt sjá sér farborða, áður en hún færi að styðja þann næsta. Það gat því vel farið svo, ef eldiviðar- bónin kæmi til hennar kasta, að hún þættist ekkert mega missa, en reynslan var ein fær um að leysa úr því spursmáli. Séra Benedikt á Grenjaðarstað fer yfir í Múla, finn- ur nafna sinn og tjáir honum vand- ræði sín og biður hann ásjár. “Ekki hefi eg hugmynd um eldivið, það er konan mín, sem ræður yfir slíkum hlutum,” svarar Benedikt í Múla. “Er ekki bezt, að þið ráðið þvi sam- eiginlega?’ ’segir B. á G. “Nei,” svarar hinn. “Hún veit að þú ert kominn, og þegar hún kemur með kaffið til okkar, skalt þú biðja hana um eldiviðinn; en eg ætla bara að hlusta á ykkur, en stattu þig nú vel.” Þá kemur frú Arnfriður með kaffið, en það var kona séra Bene- dikts í Múla, og biður hún þá að gera svo vel. Hefur þá eldiviðarleys- inginn upp róminn og segir alt af sínum erindum. Frúin tekur málum hans óstint og veit ekki til að Múli sé betra brauð en Grenjaðarstaður, og því engar líkur til að hún hafi eldivið, þegar hans sé búinn: en svo lýkur máli þeirra, að hún leyfir hon- um, að hann megi fá eitt æki af eldivið á beitarhúsinu suður frá Múla en það var nærri Grenjaðarstað. Hún segist skuli láta beitarhúsmanninn vita það, að hann hafi fengið þetta leyfi, og geti hann hjálpað vinnu- manni hans að hlaða sleðann. Þá hef- ir hún lokið máli sínu og fer jafn rausnarleg og hún kom. “Eitt æki af eldivið,” segir nú Bene dikt á Grenjaðarstað við nafna sinn, það endist mér í viku, en mig vantar eldivið fyrir átta vikur.” Það hefir ræzt býsna vel úr þessu,” segir Bene- dikt í Múla. Geturðu haft átta hesta og átta sleða og tylt þessu öllu svo saman, að hægt sé að sanna að þú hafir farið með það í einu æki? Þú þarft ekki endilega að segja, að eg hafi stungið upp á því.” Prestarnir kvöddust svo með kær- leikum. ? Annað kvöld hafði beitarhúsmað- urinn þá sögu að segja frú Arnfríði, að eldiviðarhlaðinn á beitarhúsinu hefði verði tekinn allur um daginn. “Hvað þá! Allur?” “Já, allur.” “Eg leyfði honum encki að taka nema eitt æki.” “Já, hann tók það í einu æki, en það var stórt, og átta hesta hafði hann fyrir því.” "Heyrir þú, Benedikt?” Þá segir séra Benedikt: “Það er ekkert hægt við það að ráða, fyrst hann tók ekki nema eitt æki, eins og þú leyfðir honum.” En frú Arnfríður á að hafa sagt: “Svona v \ eru þessir b...... prestar.” I þessari ferð kom eg að Þverá í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. — Þar bjó þá Jón Jóakimsson faffir Benedikts á Auðnum og afi huldu skáldkonu. Kona Jóns hét Bergljót og var hún frænka mín, og voru þær miklar vinkonur í æsku móðir mín og Bergljót, en nú höfðu búskapar- áhyggjurnar strjálað bréfaskriftum þeirra. En þama hafði eg gaman af að koma og sjá frænku mína, er eg hafði aldrei fyrri séð, og þar að auki var þetta heimili annálað um allar sveitir fyrir framúrskarandi snyrtimensku úti og inni. Engin skrauthýsi voru þar, en bærinn all- ur og umgengnin var svo gott sýnis- horn af þvi, hvernig islenzku torfbæ- irnir gátu verið ánægjulegir, alið og fegurðartilfinningu manna og verið heilnæmir. Vandvirkni er eiginleiki; hún getur verið lærð, en sem hún er samvaxin eðli manns ins, þá sýnir hún sig jafnt í þvi smáa sem í því stóra. Vinnumaður, sem var hjá foreldrum mínum, hafði sagt mér eina sögu til dæmis um vandvirkni Jóns á Þverá. Vinnumað- ur þessi, Sigfús að nafni, var að eðlisfari trúr og vandvirkur maður, hann átti heima i grend við Jón og hafði hann veitt þvi eftirtekt, að Sigfús kunni betur en almenningur að hlaða úr grjóti. Jón átti mjög gamalt hesthús, sem í mörg ár var búið að sær^ tilfinningar hans með skældum og skökkum veggjum og brunnu og hrjáðu þaki. En nú hafði hann búið sig undir að endurreisa hesthúsið, og dregið heim að þvi mikið af völdu grjóti. Þá var og lika komin sumartíð og hægt að byrja á byggingunni. Þá fær Sigfús orð frá Jóni á Þverá, að hann biður hann að vera hjá sér eina þrjá eða fjóra daga, til þess að hjálpa sér til að hlaða veggjarspotta úr grjóti. öll- um var vel við Jón, og Sigfúsi þótti sjálfsagt að verða við bón hans, og í þeím erindum kemur hann að Þverá seinni part dags og hittir strax Jón, sem verður komu hans feginn og vill að þeir byrji að setja niður hornsteininn. Já, Sigfúsi kem- ur það vel, því honum er góða tíð- in dýrmæt eins og öðrum; og svo er hafist handa. Jón var fyrir löngu búinn að ákveða homsteininn og blettinn, sem hann átti að skipa. Það var því aðeins að ganga nú vet frá honum, þvi að með honum stæðu og féllu ekki einungis veggirnir alt í kring heldur og svipur hússins og ánægjan, sem þvi er samfara um ald ur og æfi, ef vel tækist til. Þeir voru að þvi um kvöldið og allan næsta dag að ganga frá hornsteininum, samfara því að laga steininn sjálf- an eitthvað til. Sigfúsi var farið að þykja nóg um, og var hann þó vand- virkur á veggjasmíði. Og nú skoð- aði eg húsið, af þvi að Sigfús síter- aði svo oft í það, og var það bæði fallegt úr því efni og traust; og eg held að þeir veggir standi jafnrétt- ir í fleiri mannsaldra, ef þeir ekki falla þá úr gildi fyrir gagnstæðum kröfum tímans. Það var mikið verk i fyrstunni, og kostaði stöðugt eftirlit, að hafa torfþök á húsum vatnsheld og vall- gróin eins og túnin. Einstöku hirðu- mönnum lukkaðist að græða þökin svo, að þau voru slegin árlega og voru heil og ósprungin og samvaxin eins og vatnsheldur dúkur. Og þann- ig sýndust mér öll £>ðk hfrt og gras- gróin á Þverá. Þegar eg lagði aftur af stað, var eg upp með mér yfir þvi, að önnur stjórnandi hendin á þessu myndarheimili skyldi vera i minni ætt. Frh.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.