Heimskringla - 11.03.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.03.1931, Blaðsíða 6
B BlAöSDDA HEIMSKRiNCLA WINNIPEG 11. MARS 1931. | JAPONETTA I eftir ROBERT W. CHAMBERS. Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson Edgerton stóð nokkur augnablik hljóður og hugsaði eftir að hafa lesið þetta bréf. Svo kveikti hann á eldspítu og brendi bréfið, sem hann hélt á í hendinni og horfði á það á meðan það var að brenna. Svo kastaði hann því í öskubakkann og beið unz það var alt brunnið til agna og eftir var aðeins ösku hrúga. Að því búnu gekk hann niður í hinn skrautlega sal, sem allur var uppljómaður og yndislega vel skreyttur. t>ar tók húsmóðirinn ástúðlega á móti honum. Hún var öfdruð, lítil en góðleg kona með gráa hárlokka og blíðleg augu. Hún rétti Edgerton mögru, hvftu hendina sína og hún skalf lítið eitt um leið og hann tók i hana og án þess hann vissi hversvegna, hélt hann hendi hennar í sinni nokkur augnablik eins og til þess að gera hana rólegri. “Það var mjög elskulegt af yður að bjóða okkur,” sagði Edgerton blíðlega. Þér hafið gert alt svo aðlaðandi og yndislegt fyrir okk- ur. Frænkur mínar koma rétt strax, þær baðu mig um að ganga niður fyrst. Hin litla gráhærða kona leit upp í laglega laðandi andlitið hans og virtist verða eins og hálf utan við sig og ekki vita hvað hún ætti að segja. “Maðurinn minn hefir sagt mér frá yður” sagði hún. “Eg hafði ekki hugsað mér yður þannig------þér og frænkur yðar eruð mér mjög velkomnir gestir.” “Það er fallegt og vinsamlegt af yður að segja svo" sagði Edgerton hrærður yfir henn- ar bh'ðu og látlausu orðum. Rétt á eftir kom Mr. Rivett inn með sín brúnu augu skýld á bak við gleraugun. “Það er ljóta veðrið, sem við höfum í dag,’’ sagði hann um leið og hann rétti hin- um unga manni hönd sína, “Eg vona að þér séuð ánægður með dvalarstað yðar.” “Já, þakka yður fyrir. Hann er ágætur og útsýnið dýrðlegt," sagði Edgerton. Aftur hljómðai hin blíða rödd Mrs. Riv- etts í eyra honum. Hún óskaði eftir að gera hann kunnugan syni sínum og dóttur og þar á eftir ýmsum öðrum boðsgestum, sem hann aldrei áður hafði augum litið. Sá eini sem hann kannaðist við a£ öllum þeim sæg, sem þár var saman kominn, var Curmew hersir, sem mikið lét á sér bera. Litlu síðar gengu þaer Diana og Silvíetta inn í salinn, beinvaxnar og spengilegar, geisl- andi af þeirri æskufegurð og yndi, sem ein- kennir ungdóminn á þeirra aldurs-skeiði. Curmew hersir stilti sér óðara upp við hliðina á Silvíettu og hálfþvingaði hana út að einum glugganum og þar stóð hann bíspertur fyrir framan hana og snéri mjög ánægjulega upp á yfir skeggið og togaði fram skyrtu ermarnar sínar. Diana stóð þar skamt frá og talaði við Mrs. Rivett og sýndi henni mikla lotningu. Hún veitti þó öllu í kringum sig nána athygli Hún mældi stofuna og alla þá sem þar voru inni með augum sínum. Og þrátt fyrir allar hennar athuganir og hugleiðingar, varð hún sér þess smám-saman meðvitandi að hún var á leiðinni að vinna blítt og viðkvæmt hjarta f þessu var borið inn ilmandi vín í glös- um og útbýtt á meðal allra, og barst angan þess um alla stofuna. Litla gráhærða konan dreypti aðeins á sínu glasi, sem ef til vill hefir stafað af því að eðlisávísun hennar minti hana á gamla daga, þegar álitið var að matur og áfengt vín hefði slæmar afleiðingar í för með sér. Edgerton tók glös Mrs. Rivetts og Díönu, sem líka var hálf fult og setti þau til hliðar. Og um leið stóð Mrs. Rivett á fætur, og Ed- gerton til mestu undrunar, rétti hún honum arminn, Mr. Rivett leiddi Díönu tii borðs, og sonur hans tók Silvíettu sér við hlið. Nafnið Edgerton hafði vegið þungt á metaskálunum. í borðstofunni var alt íburðar mikið og skrautlegt og sjáanlega ekkert sparað til þess að gera þar alt sem mikilfenglegast. Edger- ton rendi fljótlega augum sínum yfir kristals og silfur skrautið, sem haglega var fyrir komið hér og þar, síðan yfir hið gullbrydda veggfóður og hinar stóru, giltu tréskurðar- myndir og eftir augnabliks yfirlit leit hann aftur af öllu þessu skrauti alvarleguri bragði. . - Þjónarnir voru á þönum og voru stöðugt að reika í kringum hann, honum til ama og óþæginda. Hin sterka blóma angan og alt þetta íburðarmkila skraut vakti hjá honum illa líðan og viðbjóð, því þarna var gott sýnis- horn af því, hve gífurleg auðæfi geta valdið miklu óhófi og smekkleysi. Miss Rivett sat til vinstri handar við Ed- gerton og gerði mat sínum hin beztu skil án allrar feimni eða tepruskapar. Hann leit til hennar brosandi, og dálitlum undrunarglampa brá fyrir í augum hans. Hann sá þarna litla og laglega stúlku, með skær brún augu og frábærlega fallegan hörundslit, og hún endur- galt honum tillit hans með augljósri hreyf- ingu. “Haldið þér að yður komi til með að lítast vel á okkur?” spurði hún dálítið hortug. “Eða eruð þér þegar byrjaðir að hata okkur?’’ “Það er ekki hinn minsti efi á því, að þér fallið mér vel í geð, ungfrú Rivett. En hvað er álit yðar á okkur?” “Frænkur yðar eru mjiig yndislegar og heillandi-------og þér lítið út fyrir að vera indæll, er ekki svo?’’ / “Mjög svo," svaraði hann hfæjandi. Mér þykir vænt um að þér gáfuð mér tækifæri til þess að segja það, því annars hefðuð þér ef til vill ekki verið vissar um það sjálf.” “Eg er óttalega vandfýsin. Kunnið þér að dansa?” “Hér um bil eins yndislega óg kýr.” “Dansið þér virkilega svo illa?” “Já, sízt betur.’’ “Þér eruð mjög enskur. Eruð þér ekki?” “Meinið þér í þessum orðaleik?” “Nei, nei, eg meina í almennum skilningi. En þér eruð vitanlega ágæt skytta, veiðimað- ur, fiskari, reiðmaður og “pool”-spilari?’’ “Þér gleymduð Golf, ungfrú.’ “Nei, eg mundi eftir því. en tók það ekki með, því eg var sannfærð um með sjálfri mér að þér stæðuð þar jafnfætis þeim beztu. Eða er ekki svo?’ “Jú; en eg hefi enga bankareikninga, svo þér megið kalla mig lávarð, ef yður sýnist.” “Og ef til vill eruð þér ekki heldur mik- ill hæfileikamaður? Hver er annars afstaða yðar gagnvart spumingunni “ríkir erfingjar’’? “Því vil eg alls ekki svara.” “Þá eruð þér líka hræsnari, og þar að auki hvorki aðlaðandi né skemtilegur. Eg stend til að erfa stórfé.” “Þá gef eg mig undireins fram sem lukku- veiðara," sagði Edgerton hlæjandi. “Og eg síma þegar til málafærsumanns míns.” “Mamma, sagði ungfrú Rivett, “herra Edgerton og eg erum á leiðinni að verða góð- ir vinir. Ef til vill er hann sjálfur ekki alveg viss um það ennþá, en eg er það. Segðu hon- um hvað í skerst ef eg er viss á einhverju.” “Kæra barn, herra Edgerton skilur ef til vill ekki þá aðferð, sem þú hefir til að koma orðum að hinu og öðru,” sagði frú Rivett. “En það er einmitt, sem hann gerir. Hann reynir til að útskýra fyrir mér hversu mikill gæðamaður hann sé.” “Kristín, góða vertu ekki svona óorðvör og fljótfær,” sagði frú Rivett. Þau litu brosandi yfir að hinum enda borðsins, því þaðan liðu dillandi hlátursöldur yfir salinn. Þær Díana og Sylvíetta voru sjá- anlega í miklu afhaldi. Og af einni eða annari ástæðu sló það Edgerton, að þessi stóri salur hefði ekki oft ómað af kæti og fjöri. En sam- talið og hláturinn hljómaði nú óþvingað og einlæglega, og eins var framkoma og um- gengni þjónanna. Edgerton leið þó sjálfum ekkert sérlega vel. og hann var glaður, þeg- ar hann gat rétt frú Rivett arm sinn og leitt hana inn í viðhafnarsalinn, þar sem hún tók sér sæti í gullofnum hægindastól. Þar yfir- gaf hann hana og fór inn í annað herbergi þar sem hann gat látið bláan reykinn úr vind- lingunum líða í þéttum skýjum upp í loftið. Jack Rivett, sem var dálítið feitlaginn og lágvaxinn maður, flutti stólinn sinn að hlið Edgertons. Og Edgerton, sem hafði dæmt þenna mann aðeins éftlr útliti hans, varð ekki lítið undrandi, þegar hann komst að því að þessi ungi maður hafði slglt víða um og lesið °S mjög frumlegur og lipur í við- ræðum. i uyijun samtaisms komst Edgertor þvi, að þenna unga mann langaði til þesi gerast meðlimur Patioons Club. ‘ Þér eruð þar meðlimur, eða er ekki í spurði hann Edgerton. Eg hefi sagt mig úr honum,” sva Edgerton. “Ó, eg hélt að það væri félagsska sem maður segði sig aldrei úr. Fyrirg herra Edgerton,” bætti hann við og roðr “Þér megið ekki áiíta mig neinn glóp.” “Það skuluð þér heldur ekki láta 3 koma til hugar að eg geri,” svaraði Edge brosandi. “Eg sagði mig úr félaginu ve þess að eg hafði ekki ráð á að vera þar n iimur áfram. Það er mjög góður féiagssl ur. og eg vona að þér getið mjög bráð: fengið þar inngöngu.” “Það vona eg einnig. En við erum ól ennþá hér í New York. Maður getur al vitað, hvernig hinir stóru borgarbúar lít fólk af okkar tæi,” sagði hann hiæjandi. “New York samanstendur öll í raun veru af nýkomnu fólki," svaraði Edgei brosandi. “Við þyrftum áreiðanlega ekkert að ótt- ast, ef við gætum kynst mörgum yðar líkum. Ef hinum gömlu New York búum leizt vel á einhvern mann, þá gat hann fengið alla þá aJ)TTí/ RobinlHood FIíOUR N Fyrir alla heima bökun inngöngumiða er hann vant- aði. En nú á dögum vinn- ur það á annan veg. Öll hin guðdómlegu háu sæti eru í þeirra höndum.” Edgerton skemti sér vel. “Ekki fullkomlega,” svar- aði hann, “þegar við gamlir borgarar erum annars ,veg- ar.” “Hvað af þessu þrennu veg ur mest — peningar, hnjá- bugur eða guðhræðsla? Edgerton hló svo hjartan- lega að hefra Rivett sneri sér við og leit á son sinn og Ed- gerton spyrjandi augum. En þegar hann sa að þetta mundi ekki snerta hann sjálfan a.ð neinu leyti, byrjaði hann aftur samtal sitt við herra Smith, háan, stórskorinn mann, sem var mjög spentur fyrir olíu- og bómullarviðskift- um. Curmew hersir gekk í þessu röggsamlega til hinna ungu manna. “Hvað hafið þér ungu herrar hugsað yð- ur að spila í kvöld, bridge eða kínverskt Kahn?” “Hver er vilji hinna í því efni?” spurði jack Rivett dauflega. Svo bætti hann við: “Eg er ekki viss um að herra Edgerton kæri sig um að spila. Hvað segið þér um það?” “Ó, eg hefi ekki neitt á móti því. En eg er alveg hættur við að spila upp á peninga, svaraði Edgerton, sem var alveg sannfærður um að spurning Jacks Rivetts var borin fram í þeim tilgangi að gefa honum tækifæri til að draga sig til baka. Og Edgerton skemti sér við að brjóta heilann um það. hvað fólkið myndi hugsa um hann, þegar það heyrði að hann vildi ekki spila upp á penttiga. “Þjónarnir hlupu fram og til baka, önnum kafnir við það að setja niður spilaborðin. Nokkrar stúlkur komu inn í dyrnar og stað- næmdust á þröskuldinum og hófu fjörugar umræður við ungu mennina. Litlu síðar gekk frú Rivett inn í salinn ásamt öðrum kon-um, er fylgdu henni eftir. Var þar saman kominn heill hópur af fólki, sem smám saman paraði sig saman og settist að spilaborðunum. Nýir spilapakkar voru teknir upp og spilunum út- býtt, tvennum á hvert borð. Reiknings ^yðu- blöð og blýantar fylgdust að. Spilin voru stokk uð og gefin. Díana, Curmew liersir, Mrs. Wiemyss, hin fallegasta kona, og herra Rivett spiluðu við eitt borðið. Við næsta borð var Sylvíetta, hr. Smith, Christine Rivett og Mr. Dineen, stór og mikill ístrubelgur, sem vóg yfir 200 pund, frekar smáleitur í andliti, með stórar hendur. söðulbakað nef og lítil gráblá augu. Edgerton og Mrs. Rivett, Wisblow dómari, j og frú Lorrimore, feit og bláeygð kona með 1 sætt bros á vörunum- settust niður og spiluðu kínverskt Kahn, spil sem stafað er á marga vegu, en spilað þó á ennþá fleiri mismunandi vegu. “Hvað spilum við um mikið?” spurði frú Lorrimore spekingslega. “Hvorki herra Edgerton eða eg kærum okkur um að spila mjög hátt,” svaraði frú Rivett. Dómarinn sneri sér snögt við og leit til Edgertons. “Mér fellur það mjög illa svaraði Edger- ton. Það sýndist einnig sem dómaranum félli það ekki vel. Hann sagði þó ekkert, en tók að stokka spilin í sínum stóru, loðnu bönd- um. Svo gaf hann hverju þeirra nokkur spil og lagði svo hin í búnka á borðið, um leið og hann sneri því efsta upp, sem var hjartaás. Frú LorrimoTe tók hann í sína hönd og lagði | þrjá ása á borðið, fjóra fjarka og sexu og sjöu I í rauðum lit ásamt “jókernum”, svo ho,1r,ði hún sér aftur á bak í stólnum með afgang- inn af spilunum í sínum gullstássuðu hönd- um, sem hún hvíldi upp við bifandi barm sinn. “Kastið!” þrumaði dómarinn. “Ó, afsakið!” Hún hló og kastaði tveim- ur níum. Enginn áleit að nokkru sinni væri þörf fyrir níurnar. Dómarinn blés, tók eitt spil og kastaði því aftur og sneri sér svo að frú Lorrimore. “Ó, nei,’ sagði hún með sinni viðfeldnu þýðu rödd. Eg — eg er hrædd um, að eg verði að henda spilunum mínum.” “Hvað meinið þér?” hrópaði dómarinn, sem sat með langa röð af spilalit á hendinni. “Maður kastar aldrei frá sér spilunum í fyrstu umferð.” En hún gerði það þrátt fyrir það, dómar- anum tii hinnar mestu gremju. “Er það ekki óttalegt,” sagði hún um leið og hún leit til Edgertons. “þegar spilin eru nákvæmlega talin saman af frú Lorrimore?” “Eg hefi ekki neitt á móti því”, sagði hann um leið og hann hallaði sér að henni og bætti við: “En hugsið yður, ef eg hefði spilað upp á peninga.” . í hennar bláu dreymandi augum brá fyrir ir ofurlitlum glampa, sem þó fljótlega hvarf aftur. En hann hafði þó séð hann eitt augna- blik, og eftir það gladdi Edgerton sig við það að framkalla glampann í augum hennar aftur og aftur. Hún hló, og reyndi einnig að fram- kalla hlátur hans. Lukkan var ekki með dómaranum, en frú Lorrimore vann stöðugt, og dómarinn var mjög óánægður og fór að nöldra, því að hann var ríkur maður og sínkur. Þau voru ekki búin að spila mjög lengi, þegar dómarinn var búinn að fá nóg. Hann stóð upp frá borðinu og afsakaði sig með því, að hann hefði fengið bréf, sem hann þyrfti að svara fljótlega. Svo hvarf hann út úr stofunni með álíka mikilli röggsemi og uxi, er flýr undan mýbiti. “Skelfilegur hegri er hann, karlfauskur- inn,” sagði frú Lorrimore hljóðlega við Ed- gerton og hló sínum dillandi, töfrandi hlátri. En í því kom þjónn til hennar og rétti henni ávísun frá dómaranum, er hann hafði skrifað og látið innan í umslag. Frú Rivett var einnig gengin burtu og inn í viðhafnarstofuna, þar sem stórt gamal- dags orgel stóð við einn vegginn. Edgerton-sá hana setjast niður við það. Eftir litla stund hljómuðu hrífandi mjúkir danslagstónar um saliiin, sem s(p|ila}fólkið dvaidi í. Allir virtust uppteknir við spilin, nema herra Rivett- sem skotraði augum sinum inn í viðhafnarstofuna, þar sem kona hans sat við hljóðfærið. Edgerton stóð á bak við stól Díönu og horfði á spilin hennar. Eftir litla stund gekk hann yfir til Sylvíettu og staðnæmdist þar ofurlítið og gekk síðan aftur til Díönu. Eftir dálitla stund sagði Mr. Rivett skyndi lega: “Eru ekki einhverjir, sem hafa löngun til þess að dansa?” Þessi orð höfðu álíka verkun á spilarana sem byssuskot. Allir vöknuðu með það sama upp af spilamókinu og roði færðist í kinnarnar og áhuginn skein úr augunum. “Eg hygg að eg hafi fylstu ástæðu til að spyrja,” sagði herra Rivett þurrlega, “því eg hefi tapað ekki svo litlu.” “Áreiðanlega, pabbi,’ sagði Jack hlæjandi. Eg hefi hvorki unnið eða tapað, og eg voga einnig að endurtaka það. Eru ekki einhverjir hér sam hafa löngun til að dansa. Þér hafið vonandi ekkert á móti því?” sagði hann bros- andi við Sylvíettu. “Eg hefi alls engan rétt til að segja af eða á um það,” svaraði hún hlæjandi. “Jú, jú, fullkominn rétt. Segið þér það bara hreint út.-----Hvernig er það með syst- ur yðar?” spurði Jack og leit til Díönu. “Eg er hrædd um að eg hafi heldur ekki neitt úrskurðarvald í þessu,” svaraði hún ró- lega. Það eru þeir, sem tapa, sem eiga að ráða þvf.” Það varð þó ofan á að spilin voru lögð til síðu og farið að búa seg undir að dansa. Frú Rivett kom út úr viðhafnarstofunni, og horfði á þjónana meðan þeir voru að kveikja á Ijósahjálmunum í stærri salnum, sem á- kveðið var að dansinn skyldi. fara fram í. Þar var líka stórt og skrautlegt og vandað píanó, sem Edgerton leit hýru auga til. Þjónn var sendur af stað til þess að sækja ungfrú eina, er lifði þar í húsinu einhvers- staðar, og var ávalt fengin til þess að spila, þegar svo bar undir að dansað var. Á meðan gekk Edgerton að píanóinu og byrjaði að spila hrífandi spánskan vals. “Svikari!” hvíslaði hrein og skær rödd við hliðina á honum- svo hann leit við og mætti augum Díönu. “Halló!” sagði hann. “Hvernig endaði bardaginn?" “Spilamenskan?” “Já." “Líkt. og vanalega, þökk fyrir.” “Það er svo. En hvernig gengur það venjulega, fagra frænka?” “Reglulega vel, þökk fyrir,” svaraði hún stuttlega. Hun stóð og liallaði séí* upp að píanóinu. “Þú spilar fremur laglega,” sagði hún. “Ó, já — laglega. Þannig er það með alt, sem eg geri,” svaraði Edgerton.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.