Heimskringla - 11.03.1931, Blaðsíða 7

Heimskringla - 11.03.1931, Blaðsíða 7
WINNIPEG 11. MARS 1931. HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSBD£ FRÁ ÍSLANDI. (Frh. frá 3. síðn) samlegrar fræðslu um það, sem ger- Jst í umheiminum, er háð tvenns- konar annmörkum: 1 fyrsta lagi sam gönguörðugleikum þeim, sem áður var lýst. 1 öðru lagi munu blöð svo fámennrar þjóðar sem Islendingar eru, ávalt verða lítil að vöxtum og bresta hæði rúm og aðstöðu til þess að flytja þjóðinni fjölbreytilega og nægilega fræðslu um heimsviðburði og innanlandsmálefni. Smáþjóð get,- ur ekki skapað blöð, sem standa að neinu leyti á sporði heimsblöðum stórþjóðanna. 1 annan stað ber ekki að dyljast þess nokkuð almenna álits, að íslenzk blaðamenska hafi enn ekki náð því þroskastígi, sem vænta má, að hún nái, þegar stundir líða fram. Margt ber til þess, að andlegar skylming. ar blaðamanna og stjórnmálamanna hér á landi verði nokkuð harðvít- j ugri, en sumir mundu æskja. I smá- um þjóðfélögum verða þrengsli og árekstrar meiri en í stórum. Við i deilum í návígi, Islendingar. Þar á | ofan er hugur þjóðarinnar í upp- j námi. Við erum að reisa land og þjóð úr margra alda rústum. Fram- sókn okkar og framfarir á öllum sviðum til lands og sjávar er ein hin stórfeldasta í framfarasögu þjóð- anna á síðustu áratugum. Þetta ris þjóðarhugans, þessi átök við að brjóta fjötur niðurlægingaraldanna valda því, að eigi er ávalt gætt hófs né sést fyrir sem skyldi. Þessar stað- rejmdir valda mér engum kvíða um framtíð Islendinga. Eg lit á þær eins og æskubrek á nýju uppvaxtarskeiði í lífi þjóðarinnar, — vordögum nýrr- ar aldar í lífi hennar, sem mun geyma í skauti sér undursamlega hluti þjóðinni til handa. Eg er þess fullviss, að góð greind og drengskap- ur verða, hér eftir sem hingað til, ríkastar eigindir í fari Islendinga og að þjóðin risi óbuguð og sterkari en áður út úr umbyltingum og ábroti nútímans. Annmarkar þeir, sem eg hefi lýst nú um stund, valda því eigi að síð- ur, að þjóðina hrestur fræðslu þvi- líka, sem heimsblöð stórþjóðanna veita um þá atburði, er gerast i lífi þjóðar og umheims. 1 stórblöðum, sem fylgja ákveðnum stjórnmála. flokkum, eru stjórnmálaumræðumar afmarkaðar í vissri deild blaðanna. Að öðru leyti leggja þau kapp á að flytja alhliða fræðslu um menn og málefni, staðrejmdir og mismunandi sjónarmið þannig, að almenningur megi að fullu treysta á sannindi málflutnings. Smáblöð, sem þurfa að verja rúmi sínu nálega eingöngu til stjórnmálaumræðna, geta ekki fullnægt þessari nauðsyn. Markmið útvarpsins er að geta hafið sig upp yfir þessa annmarka fámennisins og návígisins. Það vill leitast við að verða þjóðinni það, sem heimsblöðin eru öðrum þjóðum. Það á að vera hlutlaus, en eftirtekt- arsamur áhorfandi, sem flytur sanna, viðtæka og fyrst og fremst óhlut- dræga fræðslu um menn og málefni. frtvarpið er alþjóðareign. Samkvæmt upphafi sínu, eðli sinu og lögum þeim, sem um það gilda, er hlut- leysi æðsta skylda þess. 1 erindis bréfum fréttamanna útvarpsins verð ur lögð megin áherzla á þetta at- riði og visvitandi og alvarlegt brot á þessari meginreglu, mun verða lát- ið varða stöðumissi. Allar útvarps- fréttir eru geymdar i handriti, stað- festar af þeim, er flytur þær í út- varpið. Hlutverk útvarpsins, eitt hið æðsta verður þá, samkvæmt framansögðu. þetta: Að flytja þjóðinni daglega sem fylsta fræðslu um innan land3 atburði og málefni og sem viðtækast yfirlit um heimsviðburði. Takmark þess er að verða sú heimild, sem þjóðin megi á hverjum tíma hiklaust treysta, til þess að segja satt, og veita þá fræðslu, sem kostur er á: þar sem greint verði frá staðrejmd- um, þar sem dregin verði fram sjónarmið allra þeirra aðila, er um mál deila og bygt á merkustu heim. ildum um þau stórmál, er mestum þrætum valda í heiminum. Takmarkið er nú ljóst. Hitt vefst í vafa, hvort og hvenær það muni nást að öllu leyti. Vildi eg um það biðja landa mina, að leiða sér i hug þá staðreynd, að þessi starfsemi er enn í barndómi, eins og allar aðrar greinir geirrar merku stofnunar, sem hér er verið að byggja frá grunni. Jónas Þorbergsson. —Visir 15. jan. JÁ! ÞJER GETIÐ LOSAST VIÐ GIGT Kannske þú sért í efa. Kannske þú hafir kvalist lengi og reynt margvís- legar lækningar, sem allar hafa brugC ist. En ef til væri nú læknÍngaratS- ferfc, sem hundrutS manna hafa reynt og læknast af, og: sem þér getið reynt áCur en þér borgið fyrir hana. Vær- ut5 þér viljugir til ati reyna hana met5 þeim skilmálum, at5 borga ekki fyrir hana. ef hún læknar yt5ur ekki? Gott og vel. Slikt lyf er til, og þér getit5 fengit5 75c pakka af því, met5 því a8 skrifa eftir þvi. Lyf þetta var uppgötvatS af föt5ur mínum, sem yfir 20 ár kvaldist af gi£t. Hundru?5 manna og kvenna hafa notat5 þat5 — hafa fyrst skrifat5 eftir fríum pakka, sem hefir reynst svo vel, at5 þeir hafa haldit5 áfram at5 brúka þat5, þar til at5 öll gigt var horfin úr lfkama þeirra. Eg segi því þetta í allri einlægni: “Eg skal, ef þér hafit5 ekki át5ur brúk a8 lyfi8, senda yt5ur 75c pakka af því ef þér skeri8 þessa auglýsingu úr bla8 inu o gsendi8 oss hana ásamt nafni yöa rog áritun. Ef þé rerut5 fúsir til þess, megi t5þér senda lOc í frímerkj- um til at5 hjálpa til a?5 borga burö- argjaldiö. SkrifiÖ mér persónulega — F. H. Delano, Dept. 1802H, Mutual Life Bldg., 455 Craig Street West, Montreal. FRÍ DKLANO'S GIGTVEIKIS SIGIIKVKGAIU Veróníka. Talbot horfði um stund á eftir henni og beit á vörina. Gekk svo á í eftir Ralph. “Hvað eruð þér að gera hér?’’ spurði hann byrstur. Ralph leit um öxl sér og horfði undrandi á hann, eins og hann vildi spyrja hvaðan hann hafði komið og hvað hann vildi sér. “Eg er að veiða silung. Að minsta kosti er eg að rejma það,” svaraði hann. Talbot var bæði hissa og hikandi. Þessi maður i veiðimannabúningn- um leit mjög fyrirmannalega út. “Hver eruð þér?” spurði hann þóttalega. “Eg er einn af Lynborough skóg- arvörðunum, svaraði Ralph, og var alvarlegur. “Hver eruð þér?” Talbot varð sótsvartur af reiði. “Þér eruð ósvifinn, maður minn!” sagði hann. "Eg er Talbot Denby, frændi jarlsins. Þér eruð rekinn úr vistinni með mánaðar fyrirvara.” Ralph óð upp að bakkanum, tók nýja flugu upp úr vasa sinum og beitti á öngulinn með mikilli ná- kvæmni. "Það er einkennilegt”, sagði hann. "Hans hágöfgi virðist vera fljótur að skifta um skoðun. Hann tók mig í þjónustu sína hérna um daginn. Hað er að?” Talbot leit á hann. Hann brann í skinninu af bræði. “Eg er ekki vanur að gefa burt- reknum þjónum skýringar”, svar- aði hann. “Eg álit heldur ekki nauð- synlegt að leggja mönnum lífsreglur. En þér virðist hafa gleymt þeim. Hvað voruð þér að gera við Miss Denby, ungfrúna, sem gekk frá yður áðan?” “Kenna henni að kasta önglinum,” svarðai Ralph ofur rólega. "Og þér notuðuð yður — yður — Utillæti hennar. Eg var uppi á hæð . inni og sá yður” — varir hans tit- ruðu af bræði — “sá yður kyssa hönd hennar.” DUSTLESS COAL and COKE CHEMICALLY TREATED IN OUR OWN YARD Phone 87308 THREE LINES D. D. WOOD $ SONS LIMITED. WARMING WINNIPEG HOMES SINCE “82” I “Imyndun yðar er næmari en sjón- in,” sagði Ralph og gaut hornauga á hið hvíta andlit Talbots. “Þér sáuð mig losa öngul úr úlflið Miss Denby.” “Þér ljúgið, ósvifni þorpari,” sagði Talbot. Ralph henti önglinum út i ána. Helst leit út fyrir, að hann væri að rejma hann. Síðan sagði hann jafn rólega sem áður: “Lýgin er á yðar hlið — og ósvifn- in sömuleiðis!” Talbot gat nú ekki stjórnað sér lengur. Hann gekk eitt skref áfram. Reiddi stafinn til höggs. Ralph rétti út handlegginn og sló stafinn út höndum hans. Það var likast þvi, sem allan mátt hefði dregið úr Talbot. Hann stóð sem steini lostinn og höndin seig aflvana niður með síðunni. Ralph lagði frá sér veiðistöngina, tók stafinn, svifti honum sundur á kné sér og kastaði brotunum yfir öxl sér. “Það er jafnvel ekki hægt að trúa sumum mönnum fyrir svo litlu sem staf”, sagði hann kuldalega. "Þér eruð einn þeirra manna Sir. Fylgið nú ráðum minum, venjið yður af að ganga við staf. Hvað” — hann glotti illgirnislega — “vitið þér, að þar sem eg hefi átt heima, var það fljótasta og auðveldasta leiðin til að láta lífið, að berja náungann? Til allrar hamingju, fyrir yður, er eg geðgóður snáði, annars hefðuð þér fengið sömu útreið og stafur- inn yðar.” Talbot varð örðugt um mál. Hann stóð kyrr og glápti á andstæðing sinn stundarkorn, en síðan sagði hann í lágum og næstum óskiljanlegum róm: “Þér skuluð snáfa héðan þegar i stað — þegar í stað heyrið þér það’ Eg skal sjá um að yður verði goldið kaupið — enda þótt þér verðskuldið ekkert kaup. Ef eg sé yður hér eftir einn klukkutíma skal eg sjá um að yður verði sparkað út af landar eigninni.” Ralph virtist íhuga þetta tilboð með mikilli gaumgæfni. "Frændi jarlsins, heyrðist mér þér segja?” spurði hann. “Erfingi hans, hygg eg? En þér eruð ekki orðinn húsbóndi, skal eg ábyrgjast! Ljmborough lávarður er erkistjórinn minn, eins og við segjum í Ástraliu. Er það ekki alveg eins með yður Mr. Denby? Eg ætla að bíða þangað til eg fæ skeyti frá honum eða Mr. Burchett. Eg ætla að eiga sparkið á hættu”. Talbot bölvaði í hljóði. "Þér eruð ekki með öllum mjalla,’ sagði hann og var sem honum fjmdist það ó- fyrirgefanlegt. “Hvað heitið þér?” “Ralph Farrington”, svaraði Ralph “yður til þjónustu — nei, ekki yður til þjónustu! Fyr myndi eg verða hungurmorða. Þurfið þér að spyrja mig fleiri spurninga?" Það komu krampadrættir í varir Talbots. “Brjálaður,” sagði hann öllu heldur við sjálfan sig en Ralph Svo hrýndi hann raustina og sagði “Fylgið viðvörun minni maður minn og komið þér aldrei framar fjrrir augu mér né eyru. Eg skal segja Lynborough lávarði frá ósvifni yðar.” * Ralph hugsaði sig dálítið um, svo sagði hann fremur fjörlega: "Eruð þér viss um að þér gerið það? Eg hefi séð hans hágöfgi og heyrt sitt af hverju um hann. Eg ímjmda mér að hann sé fremur — já, karl- mannlegur maður, þótt hann sé kominn á efri aldur. Ætli honum þætti ekki dálítið skritið að hejrra, að frændi hans hafi látið taka af sér stafinn sinn og mölva hann.” Eldur brann úr augum Talbots við þessi orð. Hann mældi mótstöðu- mann sinn hátt og lágt með aug- unum. Já, við erum álika háir og álíka þungir,” sagði Ralph, sem hafði lesið hugsanir hans. “Ef þér viljið , að við jöfnum þessa misklið með handalögmáli, þá skulum við koma á bak við hæðina þama. Þei!” Hann lækkaði röddina og færði sig nær Talbot. “Það er horft á okkur — konur! — Já, svona beitir maður flugu á öngulinn.” Hann lést vera að kenna Talbot að beita. “Góð fluga, er það ekki? — A-ha! Þær eru farnar. Nú væri best fyrir yðúr að fára, Mr. Denby. Hvenær sem þér óskið að koma í eina brönd- ótta, skal það vera mér sönn ánægja að uppfylla þá ósk yðar. Þér getið hitt mig hjá Burchett eða ein_ hversstaðar hér i nágrenninu. Verið >ér nú sælir!” Ralph hætti að veiða eins og ekkert hefði I skorist. Talbot stóð með samanbitnar tennur og starði á eftir honum góða stund. Svo fór hann sína leið. Veroníka gekk upp hæðina. Stolt- ið brann úr augum hennar. Var það að kenna hinum frekjulega spum- ingum Talbots. 1 hjarta hennar var allt í uppnámi, þegar hún hugsaði um, að Ralph hafði snert hana með vörunum. Alt í einu kom stúlka hlaupandi fram úr mnna einum. Hún neri sam- an höndunum i ofboði, ótta og skelf- ingu mátti lesa I andliti hennar. Fanny!” hrópaði Veroníka í gremjuróm. Fanny Mason stóð á öndinni, néri saman höndunum og starði niður að | ánni. ö, Veroníka, þeir eru — eg er hrædd um að þeir ætli í áflog!” Veroníka snéri sér við og sá Talbot reiða stafinn til höggs. Fanny rak upp lágt hljóð og var í þann veginn að hlaupa til mannanna, en Veroníka greip i handlegginn á henni ! og hvíslaði að henni i skipunarróm: | “Vertu grafkyrr!” Fanny skalf og nötraði, en hlýddi íó. Þessar tvær stúlkur, sem vom á svo liku reki, en svo afar ólíkar að skapferli og stöðu, stóðu graf- kyrrar og hlustuðu á rifridið niðri við ána. Veroníka sýndi engin merki um ótta, en roði færðist upp i kinn- ar hennar. Þegar hún sá úrslitin, tindruðu augu hennar og hún varp öndinni léttilega. Hún fann sigur- gleðina svella í brjósti sinu og fann hverja taug titra af fögnuði. Komið!” sagði hún við Fanny. Hún sveiflaði henn hér um bil í hring og beinlínis dró hana burtu. Hvers vegna eruð þér svona hrædd ?” Fanny fór að snökta. “Eg er — eg er alltaf hrædd við áflog, Veron- ika”, svaraði hún. "Og — og eg sá, að þeir voru farnir eitthvað að ybbast eftir að Talbot talaði við yður og fór á eftir Ralph.” “No-o! Svo þér voruð á bak við trén — á hleri?” sagði Veroníka. Stúlkan hopaði undan augnaráði Veroniku. “Ekki — ekki á • hleri, Miss,” stamaði hún. “Það vildi svo til, að eg var úti í skóginum, og — og mér þykir svo gaman að sjá Ralph veiða hann er svo — svo —” “Duglegur”, greip Veroníka fram í og glotti fyrirlitlega. “Þér þekkið hann mjög vel, ímjmda eg mér?” Hún talaði kæruleysislega, en þó með blygðun. Sigurgleðin, sem hafði gagntekið hana skömmu áður, var algerlega horfin. Það var þá önnur stúlka, sem líka var að hugsa um Ralph. En það var bæði eðlilegt og rétt, því að þvottastúlkan og skóg. arvörðurinn vom af liku bergi brot- in, en hún —. “Já —- Miss”, sagði Fanny feimn- islega og varaðist að líta í augu Veroníku. "Hann — hann kom heim » Nafns ro 1 o: k Dr. M. B. Halldorson 401 Bojd Bldff Skrlfstofusimi: 23674 Stund&r aérBt&klegra lungnasjúk- dóma Er atl finna á skrifstofu kl 10—12 f. k. og 2—6 «. h. Halmlli: 46 Alloway Ave. Talafml i 33158 1 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfreeffingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 DR A. BLONDAL 601 Medical Arts Bldg. Talsiml: 22 206 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdðma. — Aí hitta: kl. 10—12 ♦ i. 0g S—6 e h. Heimlll: 806 Vlctor St. Simi 28 130 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFANSSON Islemkir lögfrœSingar 709 MINING EXCHANGB Bld§ Simi: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur að Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Maa. DR. B, H. OLSON 216-220 Medlcal Arta Bldg. Cor. Oraham and Kennedy St. Phone: 21 834 VltStalstiml: 11—12 og 1 6.30 Helmili: »21 Sherburn St. WINNIPEO. MAN. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenskur LögfreeSingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitob*. Dr. J. Stefansson 316 MBDICAL ARTS BLDG. Hornl Kennedy og Gr&h&m Stnndar elnfcftDgu angnn- eyrna nef- og kvrrka-ejukdúma Br atí hitta frá kl. 11—12 f. h og kl. 3—5 e. h. Talafma i 21834 Heimilt: 688 McMill&n Ave 42601 A. S. BARDAL nolvir likklstur og ann&st um útf&r- ir. Allur útbún&?5ur sá bemti. Ennfremur selur h&nn allskonar mínnisvar?5a og legsteln&. 843 SHERBROOKE ST. Pbonei 86 607 UINNIPBG — « Talafml t 38 880 DR. J. G. S.NIDAL TANNLÆKNIR •14 Someraef Block Porlace Annst WIN8IPBO BjöÆvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Musíc, Gomposition, Theory, Counterpoint, Orch**- tration, Piano, etc. 555 Arllngton SL 81MI 71621 1 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. 1 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNINO ST. PHONE: 26 420 HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DK. 8. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. Ragnaiv’lH. Ragnar Planókennarl hefir opnað nýja kenslustofu aO STE. 4 NORMAN APTS. (814 Sargent Ave.* TALSIMI 38 295 MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donaid and Graham. 50 Centa Taxl Frá einum staó til annars hvar sem er í bænum; 5 manns fyrir sama og einn. Állir farþegar á- byrgstir, allir bílar hitabir. Simi 23 806 (8 linur) Kistur, töskur o ghusgagna- flutningur. TIL SÖLU A ÖD«RU VER8I “••URÍiACBJ” —bæbl vlbar og kola “furnace” litiH brúkaS, ar tll sölu hjá undirrttuSum, Oott tæklfæri fyrlr fðlk ðt & landl er bæta vllja hltunar- áhöld & heimilinu. GOODMAN & CO. TS6 Toronto St. Siml 28847 Brynjólfur Porláksson Sími: 86 762 670 Victor St. Stillir PIANOS og ORGEL til okkar fyrsta daginn, sem hann var hérna, til þess að skila okkur hvolpinum og láta þvo upp sárið”. “Sárið ? Ha, já!” hrópaði Veron- íka. "Heyrið þér. Að hverju emð þér að gá?” “Að — að gá að, hvort þeir em aftur komnir i hár saman, Miss,” sagði Fanny og varp öndinni létti- lega. “Nei, Talbot er farinn. Það er gott. Hann — hann var vist reiður. Hann hefði reyndar ekki átt erindi í hendurnar á Ralph, hann er svo sterkur. Já, var það ekki leglega gert af honum, að slá stafinn úr höndunum á Talbot og kubba hann í sundur? ö, Miss, fyrirgefið mér. Eg mimdi ekki eftir því, að Mr. Talbot er frændi yðar hágöfgi” — fólkið þar í sveitinni skyldi ekki í öðru, en að öll ættin ætti þennan titil — “ og þér hefðuð auðvitað viljað að hann sigraði.” Veroníka beit á vörina. “Það er ekkert ‘auðvitað’ með þétta, Fanny. Eg álit þá báða heimskingja. Báðir Framhald á 8. slðu Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Bag(>K« and Fnrnltare Mortia 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. 100 herbergl meT5 eía án ba*» SEYMOUR HOTEL verb sanngjarnt Slm! 28 411 C. G. HCTCHISON, clgandl Market and King St., Winntpeg —:— Man. MESSUR OG FUNDIR { kirkju SambatuLssafnoOar Messur: — á hverjum tunnudegi kl. 7. *.h. SafnaUarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjtMt mánuCi. Hjálparnefndini Fundir fyratk mánudagskveld 1 hverju« mánutii. KvenfélagiS: Fundir annan þriVju dag hvers mánaðar, kl. 8 ad kveldinu. Söngflokkuri««»: Æfidgar i hverja fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn:— A hrerjura • sunnudegi, kl. 11 f. h. ,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.