Heimskringla - 11.03.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 11.03.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 11. MARS 1931. HEIMSKRINGLA 3 BLAÐSÖJA Vestur-Islendingar væru þangað boðn ir til kaffidrykkju, og þess annars góðgætis, sem því venjulega fylgir hjá lslendingum, hvar í heimi sem þeir eru. Lét eg ekki það boð undir böfuð leggjast, af tvennum ástæð- nm. Mér var kalt, því veður var hráslagalegt og kalt, stormur með akúrum allan daginn, þó þolanlegt 4 milli, enda forvitin eins og vant var •— vildi sjá hvernig þjóðbræður okk- ar heima færu með gesti sína. Höfð- um við Marta okkur nú inn og geng nm tjaldið á enda. Voru borð til "beggja hliða að endilöngu, og eitt fyrir stafni, sem nefna mætti há- "borð, þó ekki væri það nú hærra en hin. Að þvi borði settust hinir út- vóldu; þektu sjálfir hvar þeir átta tieima, auðvitað. Við hin höfðum ■okkur að hliðarbekkjunum. Var þar gott að vera, þó ilt væri inn fyrir borðið að komast. Þar var kunn- ingi minn Laxdal frá Dakota, með fleirum, sem eg kannaðist við. Með- an við sátum þarna og hrestum sál og likama, kom þar að maður nokk. ■ur, sem mér leizt strax sérstaklega vel á. Hann mundi nær miðjum aldri, þ. e. nær fertugu, meðalmaður 4 hæð og vel bygður, með gáfuleg augu, grá eða gráblá. Yfirlætislaus, 1 búningi, sem fór vel, líkt og vel til fara Vestur-Islendingur, og frjáls- Þægileg leið til Islands Takið yður far heim með eimskip- um Canadian Pacifie félagsins. þá verðið þér samferða mörg- um Islendingum. Þér mun- uð njóta ánægjulegrar ferðar, góðrar þjónust. Agætra máltiða, og allra þæginda er hið volduga flutninga félag hefir til að bjóða. ■Skrifið eftir upplýsingum um far- bréfaverð til Evrópu er innifelur allan kostnað. Gerið fyrirspurnir til umboðs- manna á staðnum eða til W. C. CASEY, Gen. Pass. Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg, Phones 25 815, 25 816. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS mennlegur að sama skapi. Bjart var yfir honum og viðmótið vin- gjarnlegt. Þessi maður lét sér mjög ant um, að við þarna, nafnlausa, þ..e. sauðsvarta vestur-íslenzka alþýðu- fólkið á bak við hliðarborðin, hefð- um alt það góðgæti, sem risna og gestrisni Skagfirðinga hafði fram að bjóða. Þessi maður er séra Tryggvi Kvaran, sagði einhver, þegar hann veik frá borðinu. Mér þótti vænt um að vita hver hann var, þessi maður, sem mér leizt svo drengilegur á svip, í vexti og viðmóti. Eftir að hafa séð manninn, sannfærðist eg um, að til- gáta mín hér að framan, viðvíkjandi minni Vestur-íslendinga var rétt. Er sú tilgáta mín rétt, séra Kvaran. Hér mættum við Vestur.Islending- ar, sem annarsstaðar, bróðurhug og gestrisni, sem aldrei ætti að gleym- ast. Að öllu þessu afstöðnu var dag- ur að kvöldi kominn, þ. e. a. s. eftir mælikvarða klukkunnar, þó ekki skygði enn að um þenna tíma árs. Fóru menn því að hugsa til heim- ferðar, enda sumir farnir. Mátti þó enn heyra söng og glaðværð frá sam- komustaðnum, útþangað sem fólk var að tygja sig til brottfarar. I þeim hóp eða hópum, sem voru að tygja sig til brottfarar, var Brim- nesfólkið. Hafði sumt af því komið ríðandi, en sumt með ' drossíu”. — Hvað þessi drossía var, vissi eg þá ekki, en spurði þó enskis, því mér var sagt, að með henni ætti eg að fara, þ. e. a.s. ef eg væri ekki sjó- veik, og það kvaðst eg auðvitað ekki vera. Vissi eg því, að eg myndi bráðlega ganga úr skugga um, hvað hér væri um að ræða. Einhver pilt- anna átti að lána Mörtu hest sinn, af því að hún væri sjóveik. Eg vissi því, að hér væri þá um sjóferð að ræða fyrir mig, og lét eg mér það vel líka. Drossían er skip, knúð með rafmagni, gasi eða olíu. Jæja, við komum að Brimnesi kringum kl. 1 e. h. og hitt fólkið litlu seinna. Veður var kalt meiri hluta þessa dags, nema helzt um miðjan daginn, því þá sást til sólar af og til. Með kvöldinu tók að hvessa og rigna, og öllum varð duglega kalt 4 leiðinni heim. Frá lendingarstað á Brimnesi er góður spölur heim að bæ, og á fótinn meira en hálfa leið, og mér varð heitt á göngunni heim. Aldrei var eg syfjuð á Islandi, hvað seint sem háttað var, fanst eitthvað óeðlilegt að hátta í björtu. En þar er einatt dagur, á meðan eg var heima — að þessu sinni. En samt háttaði eg nú sem aðrir og sofnaði, og svaf vel í íslenzkri torfbaðstofu. Þannig endaði þessi viðburðaríki dagur. Frh. Hegningar Frh. Prepare Noiv! Better times will come, much sooner than most people anticipate. The re- sult will be a keen demand for steno- graphers, secretaries and bookkeepers, to fill the openings made vacant by the late financial depression. Right now, office staffs are cut to the limit, and many who have been dismissed have gone into other occupations, or have left the City. Besides, the number now training for business is considerably below the average. A Thorough School! The “Success’’ is Canada's Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In twenty-one years, since the founding of the “Success” Busine3s College of Winnipeg in 1909, approximately 2500 Icelandic stud- énts have enrolled in this College. The decided preference for “Success” training is significant, because Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students shoWs an increase. . Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843 sent * morð. Ekki þarf að ætla að vorkunnsemi hafi verið aðal driffjöðrin til þeirra umbóta, þvi enn eru menn viljugir til að brenna meðbræður sína lifandi fyrir litlar eða engar sakir og liggja úti hríðskjálfandi heilar nætur í von inni um að fá að vængbrjóta fugl við fyrstu geisla morgunsólarinnar Manneðlið tekur afar litlum breyt- ingum á hverjum aldatugi; en þekk- ingin smá eykst, og fyrir langdregna ótvíræða reynslu, hefir mönnum loks ins skilist, að refsing eykur glæpi en eyðir þeim ekki. Til áréttingar þeirrar staðhæfing- ar vil* eg benda á nokkur orð, sem merkt tímarit I Bandaríkjunum hef. ir eftir Lewis A. Lowes, forstjóra hins fjölmenna og heimsfræga tugt- húss Sing Sing. Hann segir, meðal annars: “Dauðadómar hafa aldrei hamlað morðum; það er sannleikur- inn. Þingmenn vita það, dómarar finna það; ríkislögmenn játa það, og flestallir fangaverðir eru sannfærðir um það. Meira að segja, þess frek- legar, sem þeim lögum er framfylgt, og þess fleiri sakir sem varða við dauðadóm, þess meira vex þörfin fyr ir harða dóma yfirleitt. En þrátt fyr ir það mætti hver tilraun til afnáms dauðadóma harðlegum mótmælum. — — — Einn fylkisstjóri þjóðar vorrar sagði nýlega, að eftir að dauðadómar hefðu verið uppteknir á ný, hefði morðum fjölgað um helm- ing í sinu ríki.” Ennfremur segir hann: “Það er eftirtektarvert, að sölur á skammbyssum hafa þrefald- ast hina fyrstu sjö mánuði þessa árs, samanborið við 1929, en 75 pró- af öllum morðum eru skot- Samt er mikil tregða til lög- leiðslu til takmörkunar á tilbúningi og sölu skotvopna. Svo mörg eru þau orð, og út úr þeim gægist það eitt, að það eru peningamir, sem glæpunum valda og viðhalda. Þegar hart er í ári, þá margfaldast glæpirnir, og engin lög, hversu ströng, sem þau kunna að vera, fá veitt hið minsta viðnám. Sá sem glæpinn fremur, gerir það ann- aðhvort í stjórnlausum ofsa, eða þá að hann býr svo um hnútana, að hann hyggur að þeir verði ekki leyst ir. Lögin og dómarnir koma því ekki málinu við fyr en um seinan er orðið, og þá aðeins til þess að bæta nýjum glæp við hinn. Eg get skilið að ýmsar freistingar, i þessum heimska kapítalistaheimi, geti knúð lítt hugsandi ólánsmenn til verstu glæpa, en sá, sem getur setið í hæg. indastól og með köldu blóði dæmt af meðbróður sínum lífið, er verri maður en eg get hugsað mér. Það er ekki von að fáskrúðugur almenn- ingur beri lotningu fyrir lögunum og lífi manna, meðan réttvísin er þannig innan brjósts. Jafnvel kirkj- an komst að raun um, að helviti væri sér bara til bölvunar. En það er svo fyrir að þakka, að til er bæði létt og einföld leið til lækningar þessa meins, og á hana verður sæzt fyr eða síðar. Eg er svo bjartsýnn- að ímynda mér, að það verði frekar fyr en síðar, þrátt fyrir heimskuna og hræðsluna. sem ofan á fljóta, þvi “neyðin kennir naktri konu að spinna”. Mannkyn- ið ferst innan fárra ára, sættist menn ekki á að samferðast þá einu leið, sem út úr ógöngunum liggur. Það verður, blátt áfram sagt, að af- nema óréttinn, sem Öðru nafni nefn- ist eignarréttur. Ef það er gert, þá hverfa glæpir eins og þoka fyrir sól, og fátækt og erfiðleikar þekkj- j ast ekki framar. Jafnvel læknar geta þá farið að kynna sér og segja fólki sannleikann án þess að tapa lífs- viðurværi sínu fyrir vikið. Sumum mun eflaust finnast þetta nokkuð svæsilega til orða tekið, en svo er nú einu sinni högum háttað í þessari tilveru, að sannleikurinn er æfinlega róttækur. Þegar til eðlislag anna kemur, þá er ekki lengur hægt að miðla málum, og læknar ættu manna bezt að vita, að það dugir ekkert minna en að taka fyrir rót hvers sjúkdóms, ef varanlegs bata á að vænta. Veit eg vel að það er fremur sjaldgæf aðferð nú á dögum, sem von er, þvi ósanngjámt væri að búast við að ein stétt manna sé svo hátt upp hafin yfir aðrar, að hún megi við að kasta brauðinu frá munni sér til að bjarga hinum og þessum til betra heilsufars. Þegar peningarnir eru úr sögunni, þá batn- ar heilsufarið, eins og trúin, hag- fræðin og þekkingin, og hinn svo. nefndi kærleikur, því að það verður svo áþreifanlega hverjum og einum fyrir beztu. Það nefnilega “borgar sig” þá — og það vilja alilr. Það er ekki til nokkurs hlutar að stýfa hausinn af Canada-þistlinum, þvi tvær eða fleiri nýjar stengur koma í staðinn. Okkur er sagt að guð sjálfur hafi ekki getað látið hin fyrstu syndlausu foreldri í aldingarð- inum hlýða — sem betur fór — því eina lagaboði, sem hann gaf þeim, þótt han nsegði þeim, að ef þau blytu, mundu þau vissulega deyja. Það var hinn fyrsti dauðadómur, er sögur fara af; en jafnvel þótt af- brotið yrði uppvist — sem fyrirsjá- anlegt var — var dóminum að sögn breytt í lífstíðar ánauð. Ef tréð hefði verið upprætt áður en á steyttist, þá hefði aldrei til neinna vandræða horft. Alt, sem við þurfum að gera, er að uppræta tréð — tréð, sem er rót alls ills — o gþá verður jörðin að ‘inum aldingarði á ný og mennirnir, svo að segja fyrirhafnarlaust, að ^ælum og sannvitrum verum. —P. B. SÉRFRÆÐIGREIN VOR ER, AÐ BLANDA OG BQA UPP TE — SÉRHVER PAKKI ER BÚINN UPP AF SÉRFRÆÐ- INGUM í ÞJÓNUSTU VERKSMIÐJUNNAR HÉR f WIN- NIPEG — ÞETTA TRYGGIR YÐUR BEZTU TEGUNDINA Blue Ribbon Limited Vinur er sá er til vamms segir Kæri ritstjóri Heimskringlu og vinir, sem eg vona að séu allir, sem lesa þessar línur. ' - Það er mikið rætt og ritað um á- standið í heiminum ,og líklega enn meira hugsað. Eg skrifaði nokkrar hugleiðingar mínar upp meðan Sigfús Halldórs frá Höfnum var ritstjóri, og ætlaði að senda blaðinu, en varð ekki af. En nú ætla eg að láta það fara, ef þú vilt ljá því rúm í blaðinu. Mörg er búmanns raunin, sagði gamall maður við mig einu sinni, og hefir mér fundist það sannur máls_ háttur fyrir flestum, ekki sízt nú, þó sumir af okkur liðum ekki meira nú en verið hefir, fyrir sérstaka þrautseigju, hepni og umlíðan lán- veitenda. Eg finn til þess að eg er einn af smælingjum mannfélagsins, en finst samt eg hafa öðlast vit til að láta skoðun mína í ljós um daglegt líf hér á jörð, sem einn af mannlegum verum. Það var einu sinni prestur að taka við þjónustu safnaða meðal landa sinna, og sagði eitthvað á þessa leið: Við erum hingað komin hjónin með það bezta, sem við eigum, til að gera það bezta, sem við getum. Og það er undir ykkur komið hvort þið kastið því i sorpið. Og eins segi eg fyrir mig og alla þá, sem hafa lagt sig fram eftir beztu vitund, orku og ástæðum sam tiðarfólki sinu til góðs. En hversu oft hefir það ekki verið gert, og er enn. Og sérstaklega finst mér það með hugsjóna- og umbótamenn og konur á liðnum öldum. Já, og minni tíð. Sérstaklega hefir mér fundist það með presta og menn, sem hafa reynt að endurbæta trúarbrögðin og daglega lífið, og koma meira viti og samræmi í hvorttveggja, og nema burtu vitleysumar, að þeirra góðu hugsjónum hefir verið kastað í sorp- ið. En út yfir tekur, þegar fólk seg- ist trúa á Jesús Krist og les bænina sem hann á að þafa kent (og eg tek fram yfir aðrar): Faðir vor, þú sem ert á himnum, Til komi þitt ríki svo á jörðu sem á himni o. s. frv Mér finst fávíslegt að biðja um himnaríki á jörð og búast aldrei við að það geti orðið, og vilja ekki heyra talað eða ritað um jafnaðarfyrir komulag. Einhvers staðar vantar jafnvægi i hugsunina. Mér finnast kenningar Krists vera svo auðskildar, og sem eg held, að þessi svokallaða siðmenning eigi að byggjast á, að þar sé ekkert um að villast; verður því oft á að hugsa “Fyrirgef þeim, þvi þeir vita ekki hað þeir gera.” "Það sem þið ger- ið mínum minsta bróður, það gerið ]iér mér.” Og: “Sjáandi sjáið þér ekki og heyrandi heyrið þér eigi né skiljið”. Eg efaðist ekki um einlægni prests ins, er eg heyrði hann gera fyrnefndp, yfirlýsingu, og fékk eg enn meiri þrá og ljá mitt óskifta litla lið, að hans góði vilji yrði ekki misvirtur. og hefi þá löngun enn, og öllu að ljá lið til umbóta sem þarf. “Oft er þörf, en nú er nauðsyn.” \ En hvernig á eg að fara að því. þar eð mér finst ég ekki geta trúað jeirri trúarjátningu, sem hann og sumt af fólkinu les, og leiðist að heyra fólk lesa hana, af því að eg get ekki skilið, að fólk, sem nokkuð hugsar að mun, geti trúað svona. Vinsamlegast, Páll S. Johnson, —Baldur,' Man. FRÁ ISLANDI. PTVARPIÐ OG FRETTIRNAR Frá og með deginum í dag er fyrirhugað aukning á fréttaflutningi útvarpsins þannig, að i stað 10—15 mín. útvarpslesturs komi 20—25 mín. lestur. — Um leið er starfinu skifc milli tveggja manna. Til starfsins eru ráðnir til reynslu: Asgeir Magn. ússon kennari, til þess að hafa á hendi fréttasöfnun innanlands og sér Sigurður Einarsson, til þéss að gera yfirlit tim heimsviðburði og til þess að flytja daglega frásagnir af merk- ustu atburðum og þeim málefnum sem efst eru á baugi á hverjum tíma í stjórnmálum og i menning- arlegum efnum. Það mun verða talið mikið í ráð- ist af svo fámennri þjóð, sem Islend- ingar eru, að byggja útvarpsstöð, sem er ætlað að starfa með 16 kw. orku og að halda uppi útvarpsstarf- semi til nokkurar líkingar við það, sem tíðkast meðal stærri þjóða. A hitt verða allir sáttir að fáum jjóðum muni vera slík þörf útvarps sem íslendingum, sem búa í dreifðum og sundurgirtum bygðum fjalla- i lands, við strjálar póstgöngur og þá samgönguörðugleika, semerusam- i fara íslenzkum landsháttum. Er um jað hér á*landi mjög ólíkt háttað því, sem tíðkast víðasthvar erlendis, þar sem járnbrautarkerfi tengir saman bygðir mannanna, og þar sem æðaslög þjóðlífsins og umheims- ins berast daglega út í hvern af- klma landsins. | Þessar staðreyndir gera það á ' hinn bóginn ljóst, að fréttir þurfa j að vera einn meginþáttur I íslenzkri útvarpsstarfsemi. Enda mun það vera samhuga á lit útvarpsráðsins og allra þeirra, sem eiga þátt I stjóm útvarpsins. Skal eg svo I fáum orðum gera grein fyrir þvi, hversu fréttastarfSemi útvarpsins verður háttað, eftir því sem nú er ákevðið og hvaða takmarki það hygst að ná i þeirri grein. — ■Crtvarpið hefir skift fréttastarfinu í tvent, eins og fyr var. Það heflr gert samning við Fréttastofu Blaða- mannafélagsins og hefir leyfi til þess að notfæra sér fréttasöfnun hennar eftir vild. Það hefir ráðið fréttarit. ara í hverju héraði og kaupstað landsins, Það hefir þegar og mun framvegis afla sér beztu og áreið- anlegustu erlendra blaða og tima- rita, og það mun taka upp það sem markverðast er í erlendum útvarps- fréttum; enda hefir þáð þegar trygt sér góðfúslegt leyfi helztu útvarps- stöðva í nágrannalöndunum, til þess að útvarpa frá þeim fréttum sem öðru. Loks mun það verða á hnot- skóg um það merkasta, er gerist i lífi þjóðarinnar og menningarstarfi. Mun það, við og við, flytja fréttir frá stofnunum þjóðarinnar, skólum hennar og verklegum framkvæmd- um; flytja merkar bókafregnir og annað það, er verða mætti til fræðslu og skemtunar þeim, er á hlýða. Þörf Islendinga, eigi sízt þeirra, er í sveltum búa, að afla sér nóg- (Framh. á 7. síðu.) PHONE 87 647 *60 ALLOWANCE ON Y0UR OLD RADIO OR PhONOGPAPH ReQdrdless of its aQe.make or con - dition as part payment on a Victor Combinotion Home Recordino RatJio- Eléctrola $397^5 2years topay the balance. Phone 22-685. Open till íl ÖWoáóttÍUd. SSœr*„oÝ. THE BEST IN RADIO Lowest Terms m Canadð þér sem notiff T I M BUR KAUPIÐ A The Empire Sash & Door Co, Ltd. BlrgSir: Henry Ave. East Phone: 26 358 Skrifstofa: 5. gólfi. Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.