Heimskringla - 11.03.1931, Blaðsíða 8

Heimskringla - 11.03.1931, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 11. MARS 1931. Fjær'Og Nær Síðastliðinn föstudagsmorgun and aðist í Riverton, að heimili sonar síns Sveins kaupmanns Thorvaldssonar, öldungurinn Þorvaldur Þorvaldsson fyrrum bóndi í Ámesbygð i N. Isl. Hann var fæddur 30 júli 1842, að Hafragili í Ytri-Laxárdal i Skaga- fjarðarsýslu; fluttist vestur sum- arið 1887. Jarðarf&r hans fór fram á þriðjudaginn að heimili Sveins son- ar hans við Riverton og frá Sam- bandskirkjunni í Árnesi. Hans verð- ur nánar getið síðar. • • • Prófessor og Mrs. Thorbergur | Thorvaldson frá Sáskatoon komu hingað á mánudagsmorguninn og fóru norður til Riverton til þess að vera við jarðarför föður próf. Thor- valdson’s, Þorvaldar Þorvaldssonar, sem getið er um að ofan. Þau héldu heimleiðis aftur í dag. • • • Séra Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjónustu að Gimli næstkomandi sunnudag, 15. þ. m., kl. 7 síðdegis. • • • Séra Guðm. Arnason messar að Lundar næstkomandi sunnudag þ. 15. þ. m. ROSE THEATRE Phone 88 525 Sargent and Arlington Thur., Fri., Sat., This ^eek JOE E. BROWJÍ in ii TOP SPEED Added Comedy Spell of the C'ircaM (Chapter 2> OMwald ( xrtoon Mon., Tues., Wed., Next Week EDMUND LOWE and DOLORES DEL 1(10 THE BAD ONE Added Comedy — Newx — Variety Nokkur eintök af hátíðarkantötu Björgvins Guðmundssonar fást til sölu hjá höfundinum, 555 Arlington St. og kosta $2.50 eintakið. Þeir ‘sem bókina kunna að ágim- ast, gefi sig fram sem fyrst. • • • Anna Sigriður Frederickson, kona J. F. Fredericksonar kaupmanns að Glenboro, dó 9. marz á almenna sjúkrahúsinu i Winnipeg. *Hún var 34 ára að aldri. Likið verður flutt til Glenboro og fer jarðarförin fram þar á föstudaginn 13. þ. m. kl. 2 e. h. frá lútersku kirkjunni. • • • Jarðarför Charles Marino John- son fór fram 7. marz frá trnítara- kirkjunni á Gimli. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. Charlie Johnson, eins og hann var þektur á meðal hinna mörgu yngri vina sinna, dó 3. marz á almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg úr innyfla eða botnlangabólgu. Hann veiktist fyrst 21. febrúar og var fluttur til Winnipeg þann 25., til að leita hon um bætur meina sinna, en það kom fyrir ekki og hann dó viku síðar. Hann var fæddur í grend við Gimii 3. maí 1916, og var þvi tæplega 15 ára gamall. Hann lifa foreldrar hans Þorkell Johnson og Friðrika Árna- son Johnson og bróðir Vilhjálmur, þrjár systur, Mrs. Einarsson á Gimli, Soffía hjúkrunarkona á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, og sem hjúkraði bróður sínum þar til síð- ustu stundar hans, og Þorgerður, sem er í foreldrahúsum. Hópur vina og ættingja var við jarðarförina á laugardaginn. Kirkjan var þétt skipuð út í dyr. Fagrir kransar og blóm frá vinum, er þarna voru, skreyttu kistuna, sem borin var til hins síðasta áfanga. eftir athöfnina í kirkjunni, af sex THOMAS JEWELRY CO. 627 SARGENT AVE. SfMI 27 117 Allar tegundir úra seldhr lægsta verði. — Sömuleiðis water man’s Lindarpennar. CARL TH')RLAKSON úrsmiður / Heimasími 24 141 fslenzka Bakaríið hornl McGee o>p SarRent Ave. Fullkomnasta og bezta bakninff kringlur, tvíbökur og: skrólur á, mjögr sanngrjnrnu vertSi. Pantan- ir utan af landi afgreiddar móti ávísanir. Winnipeg Electric Bakeries Sfml 25 170—(l.'ít Sargent Ave. UNCLAIMED CLOTHES SHOP Karlmenna föt og yflrhnfnlr. Miiiötib eftlr inftll. \iöiirl»orKanlr haf falliö úr glldl, ok fötln MejaMt frA $9.75 til $24.50 upiihnfli'ga Melt A $25.00 og upp f $00.00 471J Portage Ave.—Sími 34 585 J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Sfmi 33573 Heima eími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, OHs, Extras, Tirea, Batteries, Etc. Tveir siuttir leikir Hljómskemtun “Len Vintus’’ búktalari undir umsjón Y. P. R. U. All Souls Únítara kirkjunnar. Fer fram í SAMBANDSKIRKJUNNI, Banning og Sárgent ÞRIÐJUDAGINN 17. MARZ, KL. 8.30 e.h, Inngangur 50 cent Allir velkomnir General Electric Radio S159 ^nl^’ $10 ^own’ 52 LOWET TERMS EVER OFFERED E. NESBITT Ltd. Sargent at Sherbrook The Best in Radío LOWEST TERMS IN CANADA Bridgman Eiectric Co. Winnipeg — Furby og Portage — Sími 34 781 RAFLAGNING Á CIMLI Látið oss gera raflagninguna í húsunum hjá yður og kaupið hjá oss ljósaáhöldin. Verk og vörur á ódýr- asta verði. Vér skulum með ánægju veita upplýsingar um kostnaða áætlun hvenær sem er. Lítið inn í búðina hjá # oss, við hliðinaá símastöðinni á Gimli og talið við herra J. Ásgeirsson. piltum, vinum og skólabræðrum hins látna. Hann var jarðaður í graf- reitnum á Gimli. A. S. Bardal sá um útförina. • • • Ein deild Kvenfélags Sambands- safnaðar efnir til sölu á heimatil- búnum mat fimtudaginn 19. marz n. k. i fundarsal kirkjunnar. Nánar auglýst í næsta blaði. • • * Ef nokkur skyldi vita um utaná- skrift Eggerts Kjartanssonar, sem flutti til Canada frá Akureyri í kringum árið 1883, ’ eða ættingja hans, eru þeir beðnir að láta undir- ritaðan vita um það. Fyrirspurn frá Islandi hefir borist þessu við- víkjandi. — Björn Pétursson, 706 Simcoe St. • • • Mrs. Thorstina Jackson Walters heldur fyrirlestur og sýnir skugga- myndir af The Passion Play frá Oberammergau á mánudagskvöldið 23. marz kl. 8.15 i Fyrstu lútersku kirkjunni á Victor St. Inngangur 35c fyrir fullorðna og 15c fyrir börn. Undir umsjón einnar saumadeild- ar lúterska kvenfélagsins. • • • Fólk er vinsamlega beðið að minn- ast þess, að hreyfimyndirnar frá Is- landi, sem Mrs. Thórstína Jackson Walters auglýsti að sýndar yrðu í Goodtemplarahúsinu n.k. föstu- I dag, verða ekki sýndar þar, heldur í Mac’s leikhúsinu á horninu á Ellice og Sherbrook, þetta áminsta kvöld. Þessa breytingu varð að gera vegna I ljósaútbúnaðar í G. T. húsinu. Hreyfi myndirnar eru í fullri stærð og í lit- um gerðum af Mr. Walters. • • • 1 greininni “Endurmlnnlngar” í síðasta blaði, varð sú slæma prent- villa, að greinarhöfundur var sagð- ur að hafa verið tveggja ára, þegar hann kyntist Fjallaskáldinu, i stað 20 ára. • '* « \ Hockeysamband Fálkans hefir úr- slitaleik kl. 9.30 e. h. á fimtudags- kvöldið þann -12. þ.m., á Olympia- hringnum í Winnipeg. Inngangur 25c. Æskilegt að Islendingar fjöl- menni. Inngangsmiðar fást hjá Karli Thorlakssyni gullsmið. • • • Hús til leigu með góðum skilmál- um. Fylgir eldavél og gas. Lyst- hafandi snúi sér til S. Vilhjálmsson- ar, 637 Alverstone St. • * • The Young People’s Club of the Unitarian Church of Winnipeg is giving two one-act plays and a musical programme on Tuesday even- ing, March 17th, in the Federated Church, corner of Banning and Sar- gent, at 8.30 o’clock. The plays, “The Dear Departed”, and “Sauce for the Goslings”, are under the direction of Mr. Bartley Brown, who has been connected with the Little Theatre of Winnipeg for a number of years, both in the capacity of actor and director of plays. Under his capable direction, the young people hope to be able to give a very creditable performance, and to provide a thoroughly enjoy- able evening’s entertainment. To add to the enjoyment of the evening, musical entertainment will be offered, and “LEN VINTUS”, a ventriloquist, who has been called “The Laugh Specialist”, will offer few novelties in ventriloquism and sleight of hand feats. This evening’s entertainment can all be had for the small sum of 50 cents. Tickets will be sold at the door. All are urged to come. » • • FALKAFLUG. Til Olympisku leikjanna i Ios An- geles 1932? Iþróttafélaginu Fálkinn hefir bor- ist bréf og skeyti víðsvegar að. Sýn- ir þaB meðal annars að iþróttaáhugi er að glæðast meðal vor, og er það eins og það á að vera. Hið síðasta skeyti er oss hefir borist í hendur, fer frá Islandi (Iþróttasambandi Is- lands). Vill Iþróttasamband Islands fá vitneskju um það, hvort íþrótta- félag vort hugsi sér að taka þátt í Olympisku leikjunum í Los Angel- es 1932. Snemma í vetur vakti eg athygli félags- okkar á Olmpisku leikjunum; en nú all lengi hefir þetta mál legið í þagnargildi. Ætti þetta bréf að verða okkur hvatning til þess að taka þetta mál til meðferð- ar. Almennar undirtektir eru nauð- synlegar, ef þetta mál á vel úr hendi að fara. Æskilegt væri að heyra raddir almennings í þessu. A. M. • • • , FRÁ ÍSLANDI. Norðfirði 22. jan. Bæjarstjórnarfundur samþykti með fimm atkvæðum gegn 3, að skora á Alþingi að gera Neskaupstað að sér- stöku kjördæmi. Verkfallið á Fáskrúðsfirði heldur áfram. Kaupgjald hefir undanfarið verið 85 aurar á klukkustund, án nokkurs munar á eftirvinnu og næt- urvinnu, en annarsstaðar á Aust- fjörðum hvergi lægra en 95 aurar, og vinna flokkuð, og er nú hæst á Seyðisfirði, 110 aurar. Verkamenn á Fáskrúðsfirði hafa krafist kaup- hækkunar í 100 aura, auk flokkun- ar á vinnunni, og að kaup verði borgað í peningum. % WEBB I OTTAWA. Mr. Webb, borgarstjóri í Winnipeg fór um helgina austur til Ottawa 4 fund forsætisráðherra R. B. Ben- nett, til þess að reyna að koma því til leiðar, að haldið yrði áfram störf- nokkuð oft. Eg — eg sé hann á kvöldin, á eftirlitferðunum. Þá kem- ur hann stundum inn, og stundum hallar hann sér fram á grindina í hliðinu og talar svo skemtilega. Hann er öllum ókunnugur, Miss, og þykir auðvitað gaman að rabba við einhvern. Og hann er svona vingjarnlegur við okkur, af því að manna batt um sárið, sem hann hafði fengið. — Það var ljóta svöðu- sárið!” Það fór hrollur um Fanny. og hún lokaði augunum, svo að hún varð ekki vör við roðann, sem þaut upp í kinnarnar á Veroníku. “Auðvitað, það er mjög eðlilegt,” sagði hún i uppgerðar kæruleysis- tón. “Það er ef til vill best, Fanny, að þér segið engum frá því sem —- sem við höfum séð í morgun.” “Nei, nei, auðvitað ekki”, svaraði Fanny með ákefð. “Og eg vona, að Ralph hafi ekki séð mig — okkur. Honum myndi mislíka ef hann grun- aði, að við hefðum verið að njósna um þá. Hann er svo einkennilegur. ó, eg er svo fegin, að þeir flugust ekki á. Eruð þér það ekki lka, Veroníka ?” “Jú”, svaraði Veroníka þurlega. “Farið þér nú heim, Fanny, Já, heyrið þér, eg þarf að láta þvo gaml_ an kniplingaborða. Eg þyrfti að tala við yður um það, áður en eg sendi hann. Getið þér ekki fundið mig í fyrramálið ?” “Jú, jú, Miss. Þökk fyrir!” hrópaði Fanny. Hún brosti ánægjulega, því að Veroníka gerði aldrei svo boð eftir henni, að hún gæfi henni ekki gamlan kjól eða eitthvað þess hátt- ar. En brosið dó á leiðinni heim. Hvers vegna var Veroníka alt í einu orðin svona veiðihneigð, og hvað var Ralph að gera við úlfliðinn á henni? Stúlkurnar höfðu gengið hægt og rólega. Þegar Veroníka kom heim, var Talbot að rölta kringum stót jarlsins. Honum hafði verið ekið á sólríkasta staðinn á grashjallanum. Jarlinn lá i stólnum sveipaður i loð- skinn. Þegar Veroníka gekk fram hjá þeim, heyrði hún jarlinn segja; “Já, hann er nokkurs konar skjól- stæðingur hennar Veroníku. Líkaði þér ekki framkoma hans? Reka hann ? Góði Talbot minn, ef við ættum að reka alla þá þjóna úr vist- inni, sem okkur líkar ekki við, þá yrðum við sjálfir að sjá um okkur, sjálfir að bursta skóna og sjálfir að vera skógarverðir. Hvað hefir skóg- vörður að gera með prúðmannlega framkomu?” Talbot beit á vörina, en sagði þýð- lega: “Eg sagði honum upp vist- inni.” Jarlinn gaut augunum til hans undan síðu brúnunum og glotti háðslega. "Góði Talbot minn. Þú mátt ekki vera að ergja þig úr af þjónunum — ekki ennþá. Þér mun þykja það nógu slæmt, Talbot minn, þegar þú mátt til að gera það. Eg er svo sérvitur — það er án efa heimskulegt — að eg vil sjálfur ráða til mín þjóna og segja þeim upp, eða láta þá réttu menn gera það. I þessu tilfelli á Burchett að — Hver gengur þarna yfir flötinn?” Talbot brá svip og sagði með upp- gerðar kæruleysi: “Það er þessi piltur, sem við vor- um að tala um.” “A-ha! Kallaðu í hann,” sagði hans hágöfgi. um hér, svo atvinnuleysið ykist ekki aftur. ISLENZKAN MIN. Þú hrífur mig alla, þú hlýborna mál, Þú hefir ei galla, en lifandi sál. I hljómfegurð þinni býr háfjalla ró. Hafrót þitt gellur við stórbrota sjó. En heimurinn læsir sig hjartanu að, og helgar mér alt, sem líf mitt til- bað. Sem vorblær þú andar við angandi rós. I andlegri hrifning þú tendrar hvert ljós. Kjarninn í orðunum kastar til báls, kveifara bölsýni stígur á háls. En snertir þó strengi, sem stilla hvert tár. Þinn styrkur mun hljóma í mörg þúsund ár. Hljómþýð er ástin og sannheilög sér. Samt á hún sterkasta ítak hjá þér. Hún túlkar þar alt, sem er hjartanu hreint. Þar heldur hún stefnu að takmarki beint. Já, alt sem er lífmagn í landsins sál, í list hverri talar þitt hreimfagra mál. Eg virði og elska þig, íslenzkan mín. Eg eigna mér hugrós, sem bara er þín; því tungumál annað ei túlkað það fékk. Þú tiguleg situr á hæsta bekk. Þar bærði eg vör fyrst við brjóstin þín, sem bergmála æskuljóðin mín. Yndó. Veroníka. Frh. frá 7. bls. hefðu átt það skilið að lumbrað hefði verið á þeim. Eg imynda mér að Talbot hafi haldið, að þessi mað- ur væri að stela veiði. Þú veist það, að hann gat ekki haft vitneskju um, að þetta væri nýi skógarvörð- urinn.” “Já, Miss,” sagði Fanny hikandi. Hún leit á drembilega andlitið og stundi þungan. “Já, Miss. Það — það hlýtur að hafa verið. Annars hefði hann ekki lent í rifrildi við Ralph, sem er altaf svo hægur og kurteis.” “Hann kemur vist oft heim til ykkar.” "ójá, Miss — það er að segja. i scooðocooooococcooccoosoeQCQQQCocQQOQCooocooQooooQoo^ Fyrlrlestrar | með myndum, um ísland (hreyfimynd og litaðar skugga | myndir: Mac’s Theatre. Ellice and Sherbrook, Winnipeg, Fimtudagskvöldið 12. þ. m., 8 e. h. Gimli, laugardagskvöldið þann 14, 8 e. h. Hnausa, mánudagskvöldið þann 16, kl. 8 e. h. (Kaffi og dans á eftir) Árborg fimtudagskvöldið þann 19., kl. 8 e. h. Riverton, föstudagskvöldið þann 20., kl. 8 e. h.% 8 Aðgangur 50 cents, 25c fyrir unglinga undir fermingu. <OOQQOQQOQCCCOOCOCCOQQOOQOOQOCOCQQCOCCOOQCCCCOOOQCQ< VlNLANDS BLOM heldur samkomu í fundarsal Sambandskirkjunnar, Ban- ning and Sargent, föstudagskvöldið 13. þ. m., kl. 8. Myndir verða sýndar af skógargróðri Noröur-Can- ada, ásamt nokkrum myndum af skógargróðri íslands. Ennfremur verður ræða, Violin Solo o. fl. Inngangur ókeypis; allir velkomnir. Samskot verða tekin. NÚ ER TÍMINN TIL AÐ KAUPA RÚMFATNAÐ YÐAR og borga fyrir hann nú og yfir sumarmánuðina. VéR HöFUM AGÆTT CTRVAL af Eiderdown Stoppteppum, Ullarteppum, Bómullarteppum Rúmteppum, Gólfteppum — og Linoleum dúkum. — Simið og umboðsmaður vor mun koma til yðar. “YOUR CREDIT IS GOOD WITH US” Gillies Furniture Co., Ltd. 956 MAIN ST. PHONE 53 533

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.