Heimskringla - 25.03.1931, Page 2

Heimskringla - 25.03.1931, Page 2
S BL.AÐSS5A HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 25. MARS 1931 Tólfta ársþing þjóðræknisfélagsins 12. ársþing Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi var sett í í Goodtemplarahúsinu á Sangent Ave., Winnipeg, 25. febrúar 1931, kl. 10 árdegis, með því að forseti bað þingheim að syngja sálminn “Lofið guð’’. Forseti flutti því næst ávarp sitt til þingsins. B. B. Olson bað þingheim að standa úr sætum sínum til þess að votta forseta þakklæti sitt fyrir hið ítarlega erindi. Urðu allir fundar- menn við þeim tilmælum. B. B. Olson stakk upp á að for- seti skipaði þrjá menn i kjörbréfa- nefnd. Asg. Bjamason studdi og var till. samþykt. Forseti skipaði þessa menn: O. S. Thorgeirsson, B. B. Olson og Bjama Dalman. B. B. Olson gerði tillögu um að forseti skipaði þriggja manna dag- skrárnefnd. Mrs. Byron studdi. Var till. samþ. Forseti skipaði þessa menn: Árna Eggertsson, Jónas K. Jónasson og R. E. Kvaran. Eftir stutt fundarhlé lagði dag- skrárnefndin fram svohljóðandi álit: “Dagskrámefndin leggur til að þessari dagskrá verði fylgt á þing- inu: Skýrslur embættismanna. Ctbreiðslumál. Fræðslumál. Upptaka lestrarfélaga og annara skyldra stofnana. Iþróttamál. Skýrslur milliþinganefnda. Heimfararmál. írtgáfa Tímaritsins. Bókasafnsmál. Kosning embættismanna, kl. 2 e. h. siðasta þingdaginn. Ný mál. Ami Eggertsson J. K. Jónasson Ragnar E. Kvaran. H. Gíslason lagði til og G. Frið- riksson studdi að nefndarálitið yrði samþykt. Till. samþ. í einu hljóði. Forseti las því næst bréf frá Fal- con Athletic Association er svo hljóðar: Wpg., Febr. 23rd, 1931. Icelandic National League, Winnipeg, Man. Dear friends:— We the undersigned as members of the Falcon Athletic Association take the opportunity of thanking you for your loyal support in the past. Our organization was never more alive with activity and enthusiasm than right now. We have had four team Hockey Leaugue going all Win- ter, and our indoor sports are going good. Glima, Boxing, Wrestling and oth- er Gymnastics are progressing. We have 200 members enrolled of which 130 are fully. paid up and active members. You people have made it possible for us to get this far ,and we hope that you can see your way clear to help us to carry on and get our club so strong with our young Ice- landic Canadians that they all want to belong to it. We want to give the boys a Hockey Cup and also have one for baseball. This is the only organization of its kind in Canada, and we know you will assist us in our work. Thanking you again for your wonderful help in the past, we remain, yours sincerely, W. D. Bjarnason C. Thorlakson. H. Gíslasn og R. E. Kvaran lögðu Hafið þér reyrt að koma á stað FROSNUM BÍL? . . . Hafið þér nokkurn- tima á köldum morgn- um eytt hálfum kl.tima í að koma bíilnum á stað ? Agæt stæling fyrir vöðvana, . . .' en ná- grenninu síðar til skemt unar. Hefir yður nokkumtima komið til hugar að klæða bíl-skúrinn með TEN / TEST, og verja þannig nætur frostinn inn? .... Þér getið það auðveld- lega. Og tilkostnaðurinn er smáræði en hugsið yður munin sem það gerir! TEN/TEST er svo létt að nota. Þá má saga það og negla sem borðvið. Fimm-áttundu úr þuml- ungi, lofthelt og sterkt og endist æfilangt. Látið oss sýna yður, hvemig þér getið breytt sumar byrginu í vetrar skýli með TEN/TESTi til að bréfinu væri vísað til væntan legrar íþróttanefndar. Samþ. með öllum atkvæðum. ó. S. Thorgeirsson skýrði frá störf um kjörbréfanefndar. Gat hann þess að aðeins deildin Brúin í Selkirk hefði sent fulltrúa með umboði. En væntanlega bættust fleiri við siðar á þinginu. Gæti nefndin því ekki lokið verki sínu að svo komnu. Arni Eggertsson las upp reikning féhirðis. Ó. S. Thorgeirsson las reikninga fjármálaritara og skjalavarðar. B. B. Olson lagði til að forseti skipaði fimm manna fjármálanefnd til þess að fara yfir skýrslurnar og hafa með höndum fjármálahlið fé- lagsmálanna á þinginu. B. Dalman studdi. Var till. samþ. Forseti út- nefndi þessa: A. P. Jóhannsson, Ing- var Gíslason, Kristján Benediktsson og Mr. F. Swanson. A. P. Jóhannsson bað forseta að skipa annan en sig sem fyrsta eða formann nefndarinnar, með því að hann ætti erfitt, sökum annríkis, að sinna því verki. B. B. Olson mæltist til þess við Á. P. J. að hann tæki þessi tilmæli aftur, með því að reynsla væri feng in fyrir þvi á fyrri þingum ,hve mikið lið væri í honum við þetta nefndarstarf. Fór svo að lokum að *• Á. P. J. tók aftur tilmæli sín. K. Benediktsson baðst undan kosn ingu. G. F. Friðriksson var skipað- ur í hans stað. Otbreiðslumál voru tekin fyrir. R. E. Kvaran stakk upp á þvi, að forseti skipaði fimm manna nefnd i það mál. B. B. Olson studdi. Till samþ. Forseti tilnefndi: J. P. Sól- mundsson, Hjálmar Gíslason, ó. S Thorgeirsson, Mrs. Ástu Eiríksson, Miss Hlaðgerði Kristjánsson. H. Gíslason baðst undan nefndarstörf- um sökum lasleika. Arni Eggertsson skipaður í hans stað. Fræðslumál voru þá tekin fyrir. Mrs. Jódís Sigurðsson las skýrslu frá kennurum deildarinnar Frón I Winnipeg. Bar sú skýrsla með sér ágætan og mikilsverðan árangur af kenslustarfinu, en sökum þess að telja verður þetta fyrst og fremst mál deildarinnar, er sú skýrsla ekki tekin inn í þenna fundargerning. R. E. Kvaran gerði tillögu um að forseti skipaði þriggja manna nefnd til þess að fjalla um fræðslumál. G. F. Friðriksson studdi. Till. samþ. Forseti skipaði þessa þingmenn: J. J. Bíldfell, Run. Marteinsson og Bergþór E. Johnson. Þegar hér var komið var þing- fundi frestað til kl. 2 e. h. Leitið eftir upplýsingum og verðlagi hjá WESTERN DISTRIBUTOR The T. R. Dunn Lumber Co., Limited WINNIPEG, MAN. FÆST HJA ÖLLUM BETRI TMBURSÖLUMI LANDINU TD2R Fundur var settur samdægurs kl. e. h. Fundargerningur lesinn upp og samþ. , Forseti bað ritara að lesa skýrsl- ur þær, er borist hefðu frá deildum Las hann eftirfarandi skýrslur: I. Þjóðræknisdeildin Island við Brown Man., hafði sex góða vel sótta og skemtilega fundi á liðnu ári (1930) og gengur starfið yfirleitt mjög vel. Þann 15. marz þess árs heimsótti oss góður gestur, hr. Arni Pálsson frá Reykjavík, og flutti sinn ágæta fyrirlestur þá um kvöldið fyrir fullu húsi, því flestir Islendingar í bygðinni sóttu þá samkomu og voru allir hrifnir af ræðumanninum og erindi hans. Meðlimatala deildarinnar er 36 fullorðnir, 6 unglingar og 11 böm innan 14 ára aldurs—alls 53. Em- bættismenn fyrir árið 1931 kosnir á ársfundi, sem haldinn var í janúar 1931, voru: Forseti Sigurður ólafsson Ritari Miss Rannveig Gillis Féhirðir Tryggvi O. Sigurðsson Fjármálaritari Mrs. Th. J. Gísla- son. Virðingarfylst, Thorsteinn J. Gíslason. II. Arsskýrsla 1930, Deildin Brúin I Selkirk: Deild þessi telur nú 85 meðlimi, af þeim 78 fullorðnir, 4 unglingar og 3 börn. 10 fundir hafa verið haldnir á ár- inu. Mjög góðan áhuga hafa með- limir sýnt í öllum málum viðkom- í íslenzkum söng, undir stjóm hr. Björgvins Guðmundssonar, og virð- ist það starf hafa borið mjög góð- an árangur. Einnig hefír séra Jón- as A. Sigurðsson kent 12 unglingum íslenzku á hans eigin heimili, og þarf ekkl að efast um árangur af þvi góða og veglega starfi hans. Nú i vetur hefir verið ráðinn kenn ari í íslenzku, og taka yfir 80 börn og unglingar þátt í þeirri kenslu. Samkvæmt skýrslu féhirðis hafa tekjur og útgjöld á árinu verið sem hér fylgir: Tekjur: I sjóði frá fyrra ári’ ......$ 47.80 Iðgjöld borguð á árinu ...... 61.Ö0 Inntektir af 3 samkomum .... 202.45 Kenslustyrkur frá aðalfé- laginu ..................... 50.00 Aðrar inntektir ............... 2.05 Alls ...............$363.30 Útgjöld: Kostnaður í sambandi við söngstarf B. G. ...:. 171.00 Meðlimagjöld send aðal- félaginu .................. 35.00 Styrkur til sjúks deildar- meðlims ................... 25.00 Kostnaður við skemtisam- komur ...................... 67.35 Húsaleiga fyrir 3 mánuði ... 18.00 önnur útgjöld á árinu ......... 5.15 Alls .............$327.75 andi islenzku þjóðerai og íslenzkri tungu. 78 unglingar nutu tilsagnar | við að játa, að engin stórvirki liggja Afgangs i sjóði 1. jan. 1931 $ 41.55 Th. S. Thorsteinsson. Skrifari deildarinnar Brúin, Selkirk. III. Wynyard, Sask., 23. febr. 1931 Til ritara Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi. Kæri herra! Þ6 Þjóðrækniáfélagsdeildin hér, Fjallkonan, hafi ekki að þessu sinni fulltrúa á þingi félagsins, þá lang- aði oss samt til þess að senda þing inu og félaginu kveðju og áraaðar- óskir. Dauðamerki má það teljast, að deildin okkar skuli ekki hafa sent neinn á þingið í þetta sinn, og er það þó fremur fjárhagserfiðleikum að kenna, bæði félagsins og einstak- Iiðga, heldur en áhuga- eða skeyting arleysi félaga, fyrir störfum eða hag félagsins. Erum við að vona að þetta verði bæði S fyrsta og síðasta sinn, sem að deildin okkar sendir engan á ársþingið. Allmikill hnekkir var það deild- inni að missa á þessu síðasta ári tvo af okkar ágætustu starfsmönn- um burt úr bygðinni. Voru það þeir prestarnir séra Karl J. Olson og Friðrik A. Friðriksson. Höfðu þeir haft á hendi tvö ábyrgðarmestu störf deildarinnar, forseta- og skrif- araembættin, og höfðu ávalt reynst hinir samvinnuþýðustu og nýtustu félagar. Var nú eðlilegt að fremur dofnaði yfir félaginu við burtför þeirra, en ekki dugði að leggja árar 5 bát. Hafði deildin ærið starf fyr- ir höndum. Hafði verið samþykt að hafa hér Islendingadag að vanda og jafnvel þótti tilhlýðilegt að hafa hann með meiri þátíðarbrag en vant væri. Var því ráðist í að bjóða dr. J. T. M. Anderson, forsætisráðherra Saskatchewanfylkis, að heiðra okk- ur með nærveru sinni og ræðu. Tók hann því boði mjög góðmannlega, og kvað sér vera hin mesta ánægja í að þig"’~ Vað. Fór það þó öðru- vísi en p-”'ð var. Kvöldið áður en tslendir-adagurinn sj:yldi haldinn fengum við skeyti frá Dr. Anderson þess efnis, að vegna ófyrirsjáan- legra atvika, væri sér ómögulegt að vera með okkur daginn eftir. Hafði han nverið kallaður það sama kvöld til Winnipeg, í mjög áríðandi erind- um. Þótti okkur nokkuð súrt i broti — þó bætti það nokkuð úr skák, að hann bauð að senda í sinn stað hvem þann af ráðherrum sinum sem við kysum. Þáðum við eðlilega það boð, og varð fyrir þvi vali Hon. Howard McConnell, sveitamálaráð- herra fylkisins. Var gerður að er- indi hans hinn bezti rómur, og var þetta í fyrsta sinn sem ræða hefir verið flutt á ensku á Islendingadag hér vestra, þau 22 ár, Sem við höf- um haldið hér upp á Islendingadag. Þegar manni verður á að líta til baka yfir þau 12 ár, sem deildin okkar hefir verið við lýði, verðum að baki okkar. Þó finst mér að ekki hafi verið alveg til ónýtis unnið. Allmargir skemtilegir fundir hafa verið haldnir, allmargar opinberar samkoínur, og mörg ánægjuleg sam- sæti hafa verið haldin. Hefir alt þetta haft menningarlegt gildi. Um tíma gekst deildin fyrir all- merkum söngæfingum fyrir unglinga. Féll það niður vegna féleysis, og vegna áhugaleysis þeirra, sem böm- in áttu. A nú deildin allstórt bóka- safn. Ber í því efni að þakka bóka- félagi Kandahar Islendinga fyrir rausn þá, er þeir sýndu deildinni hér, með því að gefa henni bóka- safn sitt, eftir að það hætti störf- um. Fundi hefir deildin einu sinni í mánuði. Eru þeir oft hinir ánægju- legustu og á kvenþjóðin eigi litinn þátt í því, með því að hafa jafnan rausnarlegar veitingar. Hefir deildin nú á prjónunum að efna til samkepni meðal barnk og unglinga í íslenzkulestri og fram- sögn á svipaðan hátt og þið eruð að gera i Winnipeg. Vonumst við til að það geti orðið allmikil vakn- ing fyrjr þvi menningargildi, sem íslenzk tunga hefir i sér fólgið. Vinsamlegast. Jón Jóhannsson, ritari Fjallkonunnar. IV. Þjóðræknisdeildin Harpa í Winni- pegosis, Man., sendir Þjóðræknisfé- laginu innilegar kveðjur ásamt með- fylgjandi skýrslu yfir störf sín árið 1930: 3 lögmætir fundir voru haldnir á árinu. Aðal ársfundur deildarinnár var haldinn 14. apríl það ár. Á þeim fundi fóru fram embættismannakosningar fyrír deildina, yfirskoðun fjárhags hennar fyrir árið 1929, og rædd og samþykt áætlun um störf þau, sem deildin hefði með höndum yfirstand andi ár. Þau mál voru þessi: að haldin yrði samkoma deildinni til arðs, og að 4 aðrar samkomur skyldu haldnar á árinu, islenzk börn og ung lingar látin mæla þar fram vísur og vers á íslenzku. Þetta var fram- kvæmt. 30—40 börn og unglingar hafa tekið þátt í svona framsögn og farist það yfirleitt vel. Deildin Harpa biður Þjóðræknisfélagið að taka vilja sinn fyrir verkið. Hún er fátæk efnalega, og á óhægt með þau vikin, sem bezt myndu styðja að varanlegu íslenzkunámi, svo sem söngkenslu og lestri. Winnipegosis 23. febr. 1931, F. Hjálmarsson ritari. _y v. Arsskýrsla deildarinnar Iðunn í Leslie, Sask.: Fundir, 3. Samkomur: Ein arðberandi sam- koma, ein úti-skemtisamkoma, ein útbreiðslusamkoma . Meðlimatala 34 (sem borgað hafa fyrir 1930). H. Gíslason skrifari. VI. Hr. arl Thorlaksson flutti munn- lega skýrslu fyrir hönd deildarinn- ár Frón í Winnipeg, sem bar með sér að deildarfélagar voru 247 1. febrúar 1931. Tekjur á starfsárinu námu $630.30. Var gerð grein fyrir starfi deildarinnar í heild sinni, kenslu, fundarhöldum, fyrirlestrm o. s. frv. Var tekið við öllum þessum skýrsl um samkvæmt tillögu frá B. B. Olson og J. Húnfjörð. Upptaka lestrarfélaga og annara VISS MERKI kemur af því að nýrun hreinsa ekki eitraðar sýrur úr blóðinu. Gin Pills veita lækningu með því eyðileggja sýrur þessar og koma nýrunum aftur til að starfa eðlilega. — Kosta 50c i öllum lyfjabúðum. skyldra stofnana í félagið var tekið fyrir. J. J. Bíldfell tók til máls og reif- aði málið. Benti hann á nauðsyn þess að gerðar væru ráðstafanir til þess að gera slikum félögum kleift að ganga í félagið, án þess að mik- ill kostnaður félli á þau. Hefðu kom ið fram tilmæli í þessa átt frá fé- lögum og væri nauðsynlegt að sinna þeim. Taldi hann hentugast að vísa málinu til þingnefndar. Gerði hann tillögu um að forseti skipaði þriggja manna nefnd í málið. J. Húnfjörð studdi og var till. samþykt. Forseti skipaði þessa menn: J. J. Bíldfell A. P. Jóhannsson J. Húnfjörð. Samvinna við Island tekin fyrir. J. J. Bildfell flutti skörulegt er- indi um það, hve hugurinn til sam- vinnu við Island væri miklu sterk- ari nú en áður hefði verið. Heim- förin hefði haft mikil áhrif í þessa átt. En hann kvaðst vænast þess, I að þetta mál yrði vandlega íhugað á Þinginu. , J. P. Sólmundsson talaði um áhrif Hudsonsflóabrautarinnar á framtíð Islendinga í álfunni. Var gerður á- gætur rómur að máli hans. I nefndina voru skipaðir: Rögnv. Pétursson. W. Jóhannsson Stefán Einarsson Þægileg leíð til Islands Takið yður far heim með eimskip- um Canadian Pacific félagsins. þá verðið þér samferða mörg- um Islendingum. Þér mun- uð njóta ánægjulegrar ferðar, góðrar þjónust. Agætra máltíða, og allra þæginda er hið volduga flutninga félag hefir til / að bjóða. Skrifið eftir uppiýsingum um far- bréfaverð til Evrópu er innifelur allan kostnað. Gerið fyrirspurnir til umboðs- manna á staðnum eða til W. C. CASEY, Gen. Pass. Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg, Phones 25 815, 25 816 CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS HREINLÁTASTA OG HOLLUSTUMETSA MJÖLKURSTOFA I WINNIPEGBORG Eign Winnipegbúenda og rekin af þeim. Hreinlæti í meðferð aflra afurða og stjórnsemi. Veldur framgangi vorum og vexti. SÍMI 201 101 “Þér getið slegið rjómann en ekki skekið mjólkina.’’ MODERN DAIRY LIMITED

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.