Heimskringla - 06.05.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.05.1931, Blaðsíða 4
4 BLAÐSJÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. MAI 1931. Hetntskringla StolniUS 1886) Kemur út 6. hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PKESS. LTD. 833 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. AUar borganir sendíst THE VIKINO PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Utanáskrift til blaSsins: Manager THE VIKING PP.ESS LTD.. 853 Saraent Are.. Winniveo Ritstjóri STEFAN.EINARSSON Utanáskrift til ritstfórans: EDITOR HEIV SKRINGLA «53 Sargent A je„ Winnipeg. "Heimskringla'' is publlshed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 S'vrgent Avenue. Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 6. MAI 1931. UMRÆÐUR SEM SEGJA SEX. í síðasta Lfögbergi er ræða sú, er for- sætisráðherra hélt í sambandsþinginu 21. apríl, um ástandið í vesturfylkjunum, gerð upp aftur og aftur, eða að minsta kosti á þrem stöðum í blaðinu, að um- talsefni. Það, sem ritstjórinn hefir um ræðuna að segja, er, að hún beri vott um “meiri ofdirfsku ei) tölum tjái að nefna.’’ Innlegg séra Björns Jónssonar, D. D. um hana er þetta: “En svo segir vort háa yfirvald, að alt sé í góðu gengi; og hvað er þá um að tala, fyrst ‘keisarinn hlær’?” Og í fréttunum á fyrstu síðu, sem vér búumst við að skrifaðar séu af Finni Johnson, stendur þetta sem sýnishorn úr áminstri ræðu: “Sléttufylkin eiga ekki við neitt óvanalegt eða óeðlilegt harðrétti að stríða. Það er ekkert, sem þar bendir á nokkra sérlega fjárkreppu eða fjárhagsleg vandræði”. Áður en nokkuð frekar er sagt um þetta efni, skal það tekið fram ,að sýnis- horn þetta er ekki úr ræðu Bennetts tekið, og er því tilbúningur fréttaritar- ans. En hvaða skynsamlega eða sanngjarna ástæðu hafa þessi ummæli þremenning- anna í Lögbergi við að styðjast, um ræðu forsætisráðherrans? Hefir enginn þeirra lesið ræðuna í þingtíðindunum, sem þeir eru að láta skoðun sína í ljós um. Eða hafa þeir aðeins stikað út á blaðavöllinn með það, er þeir hafa tínt í sarpinn um hana úr krafstri flokksblaðarýjanna hér um slóðir? Það mundi margur halda, að þeir bæru of mikinn metnað í brjósti til þess að ganga þannig til verks, þrátt fyrir hina yfirlýstu fyrirlitningu þeirra á of- látungshætti öllum, en ást, og manni ligg ur við að halda, löngun til að umvefja og leggja upp að brjósti sér alla guðs- volaða kommúnista, sem við miskunnar- leysi stjórnskipulagsins hér eiga í ram- asta stríð# Tildrögin til þessarar áminstu ræðu forsætisráðherrans eru þau, að fyrir eitt- hvað 5 eða 6 vikum, gerði leiðtogi stjórn- arandstæðinga í sambandsþinginu, Mr. Mackenzie King, breytingartilfögu við hásætisræðuna, er í því var fólgin, að þingið lýsti vanþakklæti sínu á Bennett- stjórninni fyrir ónytjungshátt hennar í að bæta hag landsins barna, síðan stjórnin tók við völdum s.l. ágúst. Umræður um þessa breytingartillögu hafa staðið yfir í rúmar 5 vikur. En svo kemur fram 20. apríl breytingartillaga við þreytingartil- Igu King’s frá Robert Gardiner (Acadia) er strikar út breytingartillögu Kings alia að fyrstu línunni undanskilinni. Lýtur tillaga Gardiners að því, að skipa nefnd til að rannsaka hag vesturfylkjanna, er leggi svo fram álit sitt um það, sem hún skoðar hagkvæmast að gera til þess að bæta úr ástandinu. Um þessa breytingar- tillögu Gardiners hafa nú staðið yfir um- ræður, og ein af þeim ræðum er áminst ræða forsætisráðherrans. Um ræðu þá, er Mr. Gardiner flutti til- lögu sinni til stuðnings, þarf hér ekki að fjölyrða. Hún laut öll að því að lýsa hinu bágborna ástandi í Vesturfylkjunum, og mikið af ræðunni má heita hógværlega samið, en ein staðhæfing var þar þó gerð er þingmönnum þótti varhugaverð. Hún var sú, að það mundi koma í ljós, ef reikningar væru nú gerðir upp, að 80 af hverjum 100 bændum í Vesturfylkjunum þremur væru gjaldþrota. Um þetta atriði urðu snarpar umræður. Töluðu þing- menn Vesturlandsins bæði með og móti staðhæfingunni, og í hita umræðanna var þá orðum ekki ávalt stilt í hóf. En fáir ræðumanna fóru þó þeim orð- um um hag landsins sem Mr. Garland (Bow River). Kvað hann ekki þurfa lengra að fara til þess að sannfæra sig um ástandið, eins og Mr. Gardiner hefði lýst því í vesturfylkjunum, en niður til “Union Mission’’ hælisins í þessari borg (Ottawa). Ef við kæmum þar að kvöldi mundum við sjá fjölda manna liggjandi á gólfinu, og flærnar og lýsnar (ver- mins) skríða af einum á annan. Stjórn- endur þessa hælis kvað hann þó vera að reyna að gera sitt bezta fyrir þessa at- vinnuleysingja. Þetta eru nú aðeins tvö dæmi af sann- girni og fágun umræðanna, um hag Can ada og sérstaklega Vesturlandsins, hjá andstæðingum stjórnarinnar í sambands þinginu, í sambandi við breytingartil- lögu Mr. Gardiners, við breytingartillögu Mr. Kings. En nú skal vikið að ræðu forsætisráð- herra um breytingartillögu Mr. Gardin- ers. Er hún rúmar 10 bls. í þingtíðind- unum. Getum vér því ekki birt hana alla hér, þó það hefði hið æskilegasta verið, en verðum að láta oss nægja, að benda á helztu atriði hennar. En það viljum vér taka strax fram, að vér fá- um ekki séð hvernig í ósköpunum ræðan getur skoðast móðgandi fyrir íbúa Vest- urlandsins, eins og liberalar hafa verið að rembast við að koma almenningi til að trúa. Hún bendir einmitt á, að steinn inn, sem þeir hafa hér lyft ,verði þeim til verðugs heiðurs talínn í þjóðmegun- arsögu landsins. Og þegar stjórn sú, er hann veitir forstöðu, hæ.tti að viður- kenna það með verkum sínum, að á henni hvíli öðru fremur, að greiða veg þess- ara borgara landsins, skoði hann verk- efni sínu sem stjórnarformanns lokið. Hitt dylst ekki að ræðan er öflugt svar gegn því í ræðum andstæðinganna, er sérstaklega kemur flokkspólitíkinni við. Og sannast að segja blandast víst fáum hugur um, er umræðurnar hafa kynt sér á þinginu, að vegna þess eins og einskis annars, sé árásin hafin á forsætisráð- herrann. Ræða Bennetts byrjar með því, að hann stríðir leiðtoga andstæðinga, Mr. King, með því, að hafa ekki haft meiri sannfæringu fyrir breytingartillögu sinni við hásætisræðuna en svo, að vera reiðu- búinn að aðhyllast breytingar tillögu Gar- diners ríð hana, sem skilur ekki eftir í henni nema eina línu, af 30 línum, sem hún er alls, og beri því þetta afkvæmi hans út. Raunabót sé það að vísu nokk- ur, að taka til fósturs afsprengi Gardin- ers, en eigi að síður dylji sú framkoma ekki pólitískt sannfæringarleysi Kings. Kvað hann og canadisku þjóðina hafa lagt hárrétt met á hana í síðustu kosn- ingum. í sambandi við skoðanir Kings nú á hag Vesturlandsins, bendir Bennett á há- sætisræðuna, sem Mr. King samdi, og fyrir þingið var lögð 20. febrúar 1930. í henni talar King um framtíðarmöguleika þessa lands og hinn ótæmandi auð, sem landið eigi yfir að ráða.. “Landið er nú komið yfir þá erfið- leika, sem vart varð við um áramótin síðastliðnu,’’ stendur í ræðunni, “og vel- gengni bíður nú íbúanna, þrátt fyrir það þó að mestur hluti uppskerunnar frá 1929 sé enn óseldur.” Svona var King bjartsýnn á framtíð þessa lands þá, og sú bjartsýni lifði góðu lífi í brjósti hans alt fram að síðustu kosningaúrslitum. Þá syrti að, ekki aðeins á hugarhitnni Mr. Kings, heldur yfir öllu landinu. Og hví skyldi það ekki fylgjast að! Mestur hluti hveitiuppskerunnar frá 1929 var óseldur, þegar komið var fram að marzmánuði 1930, samkvæmt því sem King segir. Og það var meira að segja að mestu óselt, er komið var fram að uppskerutíma þess sama árs. Þannig var ástandið í þessu efni, er Kingstjórnin fór frá' völdum. En annað engu betra var þó einnig við að stríða. Það var atvinnu- leysið. Og það stafaði af ráðleysi King- stjórnarinnar. Árið 1929 og sjö fyrstu mánuðina af árinu 1930, eða til þess tíma, er vér tók- um við stjórn, voru 104,556 manns flutt inn í landið frá meginlandi Evrópu. Fæst af þessu fólki gat fengið nokkuð að gera og framfærsla þess hvílir nú á landinu. Kingstjómin sbeytti atvinnuleysinu engu, sem fór auðvitað dagversnandi með þessu. Núverandi stjórn var ekki búin að vera tvo mánuði við völd ,er hún hafði í samvinnu við fylkis- og sveitarstjórn- irnar, lagt fram fé, er veitti 248,000 manns atvinnu. (Keisarinn gerði meira en að hlæja að ástandinu, þó að B. B. J. sjái það ekki). Vér neitum því ekki, að við atvinnuleysi sé að stríða. En það er víst, að stjórn vor hefir gert meira en nokkur önnur stjórn hefir áður gert til þess að minka það, og var þó eins mikil þörf á því fyrstu mánuðina á síð- astliðnu ári, er Kingstjórnin var við völd, eins og á síðari 5 mánuðum ársins. Viðvíkjandi sölu á hveiti erlendis, vilj- um vér segja, að hún hefir ekki farið minkandi, eins og andstæðingarriir reyna að halda fram, heldur þvert á móti vax- andi á síðastliðnu ári. Yfir marzmánuð árið 1930 voru 4 miljónir mæla seldir héðan til Englands. í marz 1931 voru 5 miljónir mæla seldir þangað. 1 8 mán- uði, talið frá ágústmánuði 1930, voru seldir til Englands 96 miljónir mæla, en árið áður Jl sama tíma, 69 milj er King- stjórnin var við völd. Til Frakklands var selt í janúar, febrúar og marz 1930, 1,- 213,789 mælar. Á sama tíma á þessu ári, 1931, voru seldir 7,538,860 mælar þangað. Samt kaldhamra andstæðingar vorir stöðugt það járnið, að tekið hafi fyrir sölu á hveiti erlendis, er stjórn vor tók við völdum. Auðvitað er það öllum kunnugt, að það var Rússland, sem verðið feldi á hveitinu. Ein biljón mæla af uppskeru, þó ekki sé flutt nema einn þriðji eða einn fjórði út úr landinu af því, gerir skurk á heimsmarkaðinum, þegar og við það bætist að varan er seld þar ódýrara, en nokkurt annað land getur staðið sig við að selja hana, vegna ólíkra aðstæða og menningarmun landanna. Viðvíkjandi gjaldþroti 80 bænda af hverjum 100 í vesturfylkjunum, höfum vér það að segja, að samkvæmt upplýs- ingum hagstofunnar, hefir framleitt ver- ið af landinu á síðastliðnum þrem árum í Manitoba, Saskatchewán og Alberta, tveggja biljón dala virði af vörum. Þessi feikna framleiðsla, sem landshluti þessi hefir af sér gefið, og sem er talandi vottur um landkosti og dugnað þeirra 2 miljóna manna, er í vesturfylkjunum búa, hefir ekki horfið með öllu. Það mun einhver afgangur finnast fram yfir skuld- ir þar. Þess vegna getum vér ekki fall- ist á þá skqöun eða viðurkent það, sem Mr. Gardiner heldur fram um það, að Vesturlandið sé gjaldþrota. Vér álítum að það hefði verið oss farsælla sem þjóð, að láta umheiminn frétta af framtíðar- möguleikum þessa mikla lands yfir víð- varpið, en fréttirnar af því, að þessi fylki landsins séu gjaldþrota. Persónulega er oss það kunnugt, að þeir bændur eru vestra, sem fé eiga á banka. Og er svo ekki þetta, sem vart verður fyrst við hjá þeim, sem eitthvað hafa handa á milli, nokkur vottur þess, að vesturfylkin séu ekki gjaldþrota, að í þeim eru fleiri bílar á hvern mann en í nokkru öðru fylki landsins, að Ontario- fylki einu undanskildu? Eitt af því sem Bennett telur í ræðu sinni, að hafi haft afar ill áhrif á hag landsins, var “spekúleringin” á eigna- markaðinum í New York. Bendir hann á að Canadamenn hafi tapað um 400 milj- ónum dala þar síðastliðið ár. Það gerir oft grand í matnum, sem minna er en alt þetta tap. Að ákveða verð á hveiti, er Bennett- stjórnin ekki fylgjandi. Auðvitað þykir fréttaritara Lögbergs þetta efalaust eitt af þessu “einkennilega”, sem hann minn ist á við ræðu forsætisráðherrans. Banda ríkin reyndu þetta, en hættu við það. — En jafnvel þó að Mr. Legge og Mr. Ben- nett lítist nú ekk’ á þetta, væri samt gaman að heyra ’ ugmyndir fréttaritara Lögbergs um þsð, og hvernig að hann hugsar sér það að ábyrgjast megi verð hveitis svo að öllum aðilum verði í hag. Einn getur altaf komið öðrum meiri. Á margt fleira væri hægt að minnast í ræðu forsætisráðherrans, en við þetta verður nú að sitja að sinni. En þess vilj- um vér þó geta að endingu, að vér sjáum ekki, við hvað ritstjóri Lögbergs á, er hann t^lar um að ræðan lýsi “meiri of- dirfsku, en tölum tjái að nefna”. Hann minnist einnig á að mein Vesturlandsins verði ekki læknuð með tómum gífuryrð- um. Þó að ritstjóri Lögbergs þykist ef til vill ógjarna beita þeim í stað vits- muna, erum vér samt í efa um að Lög berg eigi eftir að verða frelsari Vestur Canada. um, sem þessu nemi fyrir bragð- ið við Eyjaálfuna. Bílaviðskiftum þessum var auðvitað slæmt að tapa, þó ekki næmu miklu, eða Canada staf- aði enginn stór-atvinnuhagnað- ur af því. En voru þau viðskifti ekki töpuð hvort sem var? Er þannig ástatt í Ástralíu nú, að landið hefði mátt við því að kaupa bíla héðan svo að nokkru næmi, þó smjörinnflutn- ingurinn væri enn leyfður? Það er mjög ólíklegt. En hinu gleymir ritstjórinn algerlega hvað unnið var með því að koma í veg fyrir þennan smjör innflutning. Canadiskí bóndinn hefir setið að smjör markaðinum hér fyrir bragðið. Og afleiðingarnar eru þær, að það er salan á rjóma til smjör- gerðar sem hefir verið það eina, sem haldið hefir lífinu í bænd- um á þessum tímum, þegar verð hveitis og fleiri eða flestra bún- aðarafurða hafa fallið svo til- finnanlega í verði. Ritstjórinn talar um að bíla salan eða hagnaðurinn fyrir Canada af henni hafi farið fyrir ofan garð eða neðan hjá Mr. Bennett. Ef til vill. En hagur bóndans af afnámi smjörsamn- ingsins við Ástralíu fór ekki eins langt fyrir ofan garð eða neðan hjá honum eins og hjá ritstjóra Lögbergs, sem virðist eðlilegra, að við Winnipegbúar kaupum smjör frá Ástralíu, en bóndanum sem býr 25 mílur frá Winnipeg. Vill enginn vera svo góður að spyrja ritstióra Lögbergs að því fyrir mig hvort hann viti hvorumegin eigi að láta smjörið á brauðsneiðina? DODD’S jKIDNEY íý,, PILLS^ Su^CKACHgl-í A^DER TRO^ 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og biöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Pant. má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andrírðið bansað. RÖK ÁSTRALÍUSMJÖR ENN! Ritstjóri Lögbergs fárast út af því í síðasta blaði, að innflutningur smjörs frá Ástralíu sé nú úr sögunni, og vítir Ben- nettstjórnina harðlega fyrir það. Árið 1929, segir ritstjórinn, að fjögur miljón pund af smjöri hafi fluzt inn frá Ástralíu — og að Canada hafi tapað bílaviðskift- Ein af spurningunum þeim er Gangleri varp forðum fram, er hann kom í Hávahöll, var þessi: “Ok hvaðan komu menn- irnir, þeir er heim byggva?” Oss flaug þessi setning úr Gylfaginningu í Snorra Eddu í hug er vér lásum grein í bandarísku tímariti nýlega um þetta sama efni, aðallega þó vegna þess að í téðri grein, er efnið framsett í spurningum og svörum, sem sjaldgæft er að menn geri, er skrifað er um vísindaleg efni. Oss kom einn- ig í hug, að einhverja lesendur Hkr. kynni að fýsa að heýra hvernig nútíðar vísindamaður- inn svarar þessari sömu, æfa- gömlu spurningu. Verður því reynt að birta grein þessa hér á íslenzku, eftir því sem tími vinst til að þýða hana. Fleiri greinar um fræðandi efni, höf- um vér komist yfir, sem skrif- aðar eru með þessum sama hætti — í spurningum og svör- um — og eru svo ljóst fram settar, að ekki er erfiðara að lesa og fylgjast með efninu, en þó skáldsaga væri. Hvort höfundar þessara greina hafa lært frásagnar aðferð Snorra. skal ekkert sagt um, en um slík efni hefir ekki oft verið skrifað á þennan hátt áður. Fyrirsögn þeirra greina er hér verða birtar af þessu tæi er minst hefir verið á, nefnum vér “Rök”. Hvaðan kom ma^Surinn? Forvitinn: Getur þú sagt mér hvaðan maðurinn kom og hve lengi hann er búinn að vera upp á þessari jörð? Fjölkunnugur: Þetta er víð- tæk spurning. Og lengi hefir um hana verið deilt. Fyrrum héklu menn að þeir vissu svar- ið við henni upp á sínar tíu fingur. Til dæmis hélt fræði- maður því fram, er uppi var á Englandi 1641, John Lightfoot að nafni, kennari við Cam- bridgeháskóla, að maðurinn hefði verið skapaður 23 október árið 4004 f.k. klukkan níu að morgni. Forvitinn: Ekki get eg fall- ist á það, að margir trúi þvfnú? Fjölkunnugur: Þar skjátlast þér. Þúsundir manna trúa þvf enn. Munurinn er aðeins sá, að dag og stund er ekki nú álitið eins nauðsynlegt að taka með í reikninginn. Forvitinn: En hver er trú þín um þetta? Fjölkunnugur-: Vísindamenn komast ekki að niðurstöðum sínum með trú. Þeir verða aö hafa sannanir. Nútíma vísind- ir hafa ótal sannanir fyrir því, að maðurinn var skapaður — | eða varð til fyrir framþróun lífsins — hvort heldur sem þú vilt kalla það, á ekkert skemrí tíma en einni biljón ára. Ómaga | hálsinn var það langur á hon- um. En hefirðu nokkra hug- mynd um hvað ein biljón ára er langur tími? Forvitinn: Nei — um það | hefi eg ekki minstu hugmynd. Fjölkunnugur: Það hefi eg heldur ekki. Það hefir enginn maður. Slíkar tölur æra mann. Hugsið yður það. að það skulf ekki vera nema lítið eitt meira en ein biljón mínútna liðin enn frá fæðingu Krists! Forvitinn: En það getur þó ekki verið meining þín, að mann kvnið hafi verið uppi á þessarí jörð í þúsund miljónir ára? Fjölkunnugur: Auðvitað ekki, Maðurinn hefir verið hér að meira eða minna leyti svipaður því, sem han nú er, í aðeins fimm til tíui miljónir ára. Hann hætti með öðrum orðum öllum félagsskap við frændur sína, apana, fyrir tíu miljónum ára og hélt sína eigin götu eftir það. 1 mínum augum er það svo langur tími, a» óþarft virð- ist fyrir menn nú að láta sér skyldleikann standa fyrir svefni. Hinn tíminn af þessum biljón árum, lenti í það að þroska líf- ið upp að þessu stígi mannsins. Forvitinn: Hvernig veiztu, hvað langan tíma á þessu stóð^ Fjölkunnugur: Þetta var mörgum lengi dulið. Fyrir svo sem þrjátíu og fimm árum hélt vísindamaður hokkur því fram að líf hefði ekki verið til á þessari jörð lengur en í fjöru- tíu miljónir ára. En það var að- eins áætlað, en ekki sannað. Þá var enginn kostur á að sanna þetta. En síðan hefir klukka fundist, sem greiddi leiðina. Forvitinn: Klukku? Fjlkunnugur: Já, eða það sem nærri því er eins óyggj- andi eins og klukka. Það var fundið fyrir þrjátíu og þremur árum síðan í rannsóknárstofu í París af frönskum efnafræð- ingi og konunni hans, þeim M. og Mme. Curie. Eg á við radí- um. Forvitinn: Er hægt að mæla tíma með radíum? Fjölkunnugur: Já, það er hægt, að minsta kosti aldur jarClaganna. Forvitinn: Hvað kemur ald- ur jarðlaganna þessu við? Fjölkunnugur: Mjög mikið. Saga lífsins er skýrt skráð í þeim. t jarðlögunum hafa fund

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.