Heimskringla - 06.05.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 06.05.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 6. MAI 1931. HEIMSKRING-A 5. BLAÐSIÐA ist leifar jurta og dýra, stein- runnar, sem kallað er. Þau eru þar í eins fullkominni mynd og Wóm, sem þú skilur eftir í bók um langan tíma. Blómið visnar en þú sérð mynd og lögun þess mjög greinilega, eigi að síður á blaðsíðum bókarinnar. Ef þú fyndir slíka bók með þornuðum blómum í, hvernig færirðu að komast að hvað blómið væri gamalt? Forvitinn: Eg mundi kom- ast eftir því af aldri bókarinn- ar. Fjölkunnugur: Það er ein- mitt það. Þú mundir fara nærri um aldur iblómsins af aldri bók- arinnar. Þii mundir að minsta kosti finna aldurstakmark þess því það segir sig sjáíft, að blóm ið var ekki eldVa en bókin. (Meira) AMERÍKUÞÆTTIR. 8. Síðasta þætti lauk með stutt orðri frásögn af hinum lægstu og siðmenningar snauðustu majmflokkum Ameríku. Auðvit að væri hægt að segja frá miklu fleira í fari þessara manna , er einkennilega kemur siðmentuðum nútíðarmanni fyr ir sjónir, en þar var gert. En lengra er ekki hægt að fara út í það að sinni. Hugmyndin með þessum þéttum var að hafa þá eins stuttorða og hægt væri, en reyna þó að fylgja að minsta kosti einhverfum söguþræði, svo að heild mætti heita að endingu. Vér ætlum að heilla- vænlegast sé ávalt, að segja svo frá því sérstgka, að hægt sé einnig af því að ráða, hvar það á heima við heildina. Á því, sem vísir til siðmenn- ingar mætti telja, fer að bóla hjá elztu íbúum Ameríku, um 4000 árum f. Kr. f gamla heim inum (Asíu) má segja að svip aður menningarvísir byrji að spretta um 10,000 árum f. Kr. Þegar mannfiokkar víðsvegar að fara að hafa eitthvað sam- an að sælda, og fara að skiftast á skoðunum sínum, þá sprett- ur ávalt upp af því nokkur menning, eða fjölhæfni í mann félaginu eða þjóðfélaginu, ef um þjóð er að ræða. Um leið og þessi skilyrði eru fyrir hendi, eða einhverjir staðir fara að vera þéttbygðari en aðrir, bryddir strax á menningarfram- för. f Asíu voru þessi skiiyrði til kringum 10,000 árum f. Kr., en í Ameríku ekki fyr en 6000 árum seinna. En áhrifin virð- ast eigi síður koma í ljós í Ame- ríku en í Asíu, um leið og ein- hver héfuð eða staðir fara að verða þéttbygðari en aðrir. Auð vitað var sú menningarframför ekki eins örskreið í Ameríku og í Asíu, eftir að hún byrjaði. En skilyrðin voru ólík. í Asíu spruttu að minsta kosti upp þrir menningarflokkar eða þjóð ir, sem voru ekki fjarri hver öðrum en það, að hver hafði á- hrif á annan. í Ameríku var að- eins nm einn slíkan menning- arflokk að ræða. En það breyt- ir engu um skilyrði menningar- innar. heldur aðeins um tröppu- stig hennar. / 9. Elzta menningin í Ameríku. sem vert er um að tala, er Ma- yaftienningin svonefnda. Hve- nær vísir til hennar hefst, er ekki gott að segja með vissu. En á síðustu öldinni fyrir Kr. eru þar borgir risnar upp, gerð- ar úr steini, sem á sér hafa í sjálfu sér undraverðan menn- ingarbiæ. Staðurinn, sem menn ing Mayanna verður til á, eru rikin Guatemala og Honduras sem nú eru kölluð. Um Maya- niannflokkinn er þó oftast tal- að sem íbúa Yncatanskagans. En þeir dreifðust suður og út um þessi áminstu ríki, og þar stóð menning þeirra hæst um 300 til 600 ár e. Kr., og hafði há einnig breiðst út til norð- nrs og alla ieið til Mexicoríkis. En hvað sem til kemur, yfir- gefur Mayaflokkurinn allar þess ar borgir sínar í Mexico,stuttu eftir áriíi 600 e. Kr. Hvort að þeir hrundu niður í drepsótt (yellow fever), sem þar hefir gengið, eða að frjósemi lands- ins hefir rýmað eða að aðrir Indíánaflokkar hafa hrakið þá þaðan, vita menn ekki með vissu. En nokkru seinna, er aðal bækistöð þeirra orðin norðarlega á Yucatanskagan- um. Þeir reisa þeir borgir (Chi- cfhen-Itza, Uxmal o. s. frv.), er ætla má að þeir hafi komið sér upp til varnar gegn öðrum þjóð flokkum. í rústum þessara borga hefir verið grafið mjög á síðari árum, en þó margt hafi við það komið í ljós um Maya- flokkinn og menningu hans, er þó margt á huldu um hann. einkum vegna þess að Spánverj ar brendu allár bækur þeirra að heita mátti. En bókmentiv beirra voru miklar og merkileg- ar, eftir þessum þremur bók- um að dæma, er Spánvérium sást yfir að fyrirfara. Mál Ma- vanna er enn talað af h. u. b. hálfri miljón manna. Sem votts um menningu Ma- yanna má geta þess, að rústirn- ar af sumum borgum þeirra' bera með sér, að íbúatala þeirra hefir skift hundruðum þús- unda. Stórhýsin í borgunum voru um 100 fet á lengd og fimm gólfhæðir eða 50 feta há Og skraut þeirra var afarmik- ið, þó ekki sé hægt að líkja' byggingarlist þeirra við húsa- gerðarlist Grikkjanna að fornu. En steinmyndagerð þeirra og málverkalist, er talin fremri list Egypta eða Babyloníumanna í þeim efnum. Járn þektu May- arnir ekki, en kopar höfðu þeir fundið. En vegna þess að lítið var til af þeim málmi, var hann aðeins til skrauts hafður. Hin- ir miklu steinar í stórhýsin hafa því verið meitlaðir til og lagaðir með steináhöldum. í Chichen-Itza hefir fundist garðhiöll mikil þaklaus, sém nefnd er “þúsund herbergja höllin’’, og sem eflaust má skoð ast . með meiri mannvirkjum þeirra tíma. Hún náði yfir 25 ekrur af landi. Húsmunir úr leir hafa einnig fundist, hag- lega gerðir og skreyttirxfögrum máluðum myndum. Stjórnarfarið hjá Mayaflokkn um er haldið að verið hafi líkt og hjá Grikkjum til forna. Hver bær og hvert hérað hafði sína eigin stjórn, voru nokkurskon- ar lýðríki, er engu alríki voru háð, vegna þess að um slíkt al- ríki var þar ekki að ræða. Leið- togar eða stjórnendur bæjanna eða héraðanna er haldið að hafi verið prestar. En prestar þeirra voru frjálslyndir taldir og meiri heimspekingar en bókstafstrú- armenn, sem Egypsku prestarn- ir forðum. í Mexixco var mönn- um ekki fórnað, en í nánd við Chichen-Itza, á Yucatanskag- anum, eru leifar af vatnsþró mikilli úr steini, er sagt er að stúlkum hafi verið kastað í til fórnar guðunum. Ef þær fund- ust hjarandi morguninn eftir við barma þrórinnar, var þeim gefið líf. Með vissu vita menn þó ekki, hvort vatnsþró þessi hafi verið til þessara hluta gerð. Ekki er neinn efi á því tal- inn. að bókmentir Mayanna ha^i verið miklar, snertandi sögu. vísindi og trúmál. Þær eru skráðar á skinn eða fíngerðan trjábörk. Af almanökum þeirra að dæma, hafa prestar May- anna verið betur að sér en prestar Egypta voru til forna, því tímatal þeirra er vísinda- legra en hinna. Og viðskifta- fyrirkomulag þeirra er talið mjög fullkomið. Þeir voru reikn- ingsmenn góðir og töldu upn að miljón. Svona mikil menning átti sér nú stað hjá þessum elzta Indí- ána menningar mannflokki í Ameríku fyrstu 600 árin e. Kr. ORKUVERIÐ VIÐ POINT DU BOIS ORKUVERIÐ VIÐ SLAVE FALLS VIRKJUN ÞRÆLAFOSSANNA Árið 1928, þegar orkuver Winnipegborgar að Point du Bois gat ekk iframleitt alla þá orku er bæ$inn þurfti með, var byrjað á að virkja Þrælafoss- anna. Lagði bærinn í stór- kostlegt mannvirki með þessu, þar sem beizla átti hvorki meiri né minni orku en sem svaraði 96 þúsund hestöflum. En þrátt fyrir það er nú virki þessu ná- lega lokið. Var kostnaðurinn við það talinn að nema hálfri sjöundu miljón dala. Hefir nú miklu, eða fjórum til fimm milj- ónum af því fé alla reiðu verið varið til virkjunnar. Þýðing þessarar virkjunar er bæjarbúum *ljós, er þess er gætt, að hún var nauðsynleg til þess að orkusala bæjarins gæti haldið jöfnum skrefum á- fram. Það hefði illa brugðið við verðið á ljósa orkunni hér, ef bæinn hefði þrotið orku. Árið 1906 er Point du Bois ver- inu var komið upp, kostuðu ljós hér 20 cents kilvattið. Á næsta ári voru þau komin nið- ur í 10 cents og 1912 .voru þau komin niður í 3 cents og 1922 í cents. Og nú er orka bæj- arins að meðal tali ekki fult cent á kílovattið. Ef bærinn hefð iekki getað fært út kvíar sínar í samræmi við vöxt og mannfjölgun, hefði ljósa kostn- aður hér vissulega brátt orðið hærri. Þrælafoss-virkjunin er trygging þess, að það hendi ekki fyrst um sinn. Um menninguna í Mexico og Perú verður næst getið í þess- um þáttum. SÉRA KJARTAN HELGASON Frh. frá 1. bls. Til þess var hann líka of sam- Hruna, varð svo hrifinn af ar alkunnar sögur af honum. bókasafni séra Kjartans, að j Allar þessar sögur hafði eg hann mintist þess í ritgerð um 1 íslandsferð sína og kallaði séra íjartan þar bókaprestinn (mini- ster of books). Að Hruna bár- ust jafnan menningarálirif í nýjum bókum og tímaritum, og frá prestsetrinu bárust á- viskusamur embættismaður í hrifin aftur sem lífræn mentun þeirri stöðu, er hann hafði kos- ið sér. Hann lét skyldustörf- in jafnan sitja í fyrirrúmi vfyrir öllu öðru. Þar næst voru gest- irnir. í Hruna var altaf gest- kvæmt. Þangað kom margt kirkjufólk, ýmsir innansveitar- menn til allskonar fundahalda, íslenskt og erlent langferða- fólk. Og séra Kjartan leysti hvers manns erindi. Hann átti í því sammerkt við suma aðra mikla starfsmenn, að hann hafði altaf tíma til að sinna öðrum mönnum. Séra Kjartan Helgason var einn þeirra manna, sem maður gleymir aldrei, ef maður hefir talað við þá í góðu tómi. Hann var höfðinglegur maður í sjón og reynd. Hann var háment- aður, og átti sér jafnan mörg áhugamál og var síhrifinn af einhverju, sem hann kunni að segja öðrum þannig, að þeir hrifust með og var þeim sjálf- um um að kenna, ef þeir fóru ekki sem aðrir og víðsýnni menn af fundi hans. Áhrif hans voru því hollari sem hann var sannari og göfuglyndari en flestir aðrir, enda var hann af óisviknu bergi brotinn. Hann var afbragðs kennari og um nokkurt skeið voru ýmsir von- góðir um. að Suðurlandsskól- inn mundi fá að njóta forustu hans til að byrja með. En stofnun skólans dróst of mik- ið til þess, að svo gæti orðið. Árið 1919 fór séra Kjartan vestur um haf og flutti fyrir- lestra í bygðum íslendinga við hinn besta orðstír. Var hans síðan oft minst í blöðum Vest- ur-íslendinga og jafnan mjög hlýlega. En heima í Hruna. inn milli reppafjallanna sinna, vann íra Kjartan mestalt æfistarf tt í kyrrþey. Þar átti hann sér jágarpinn sinn fagra og skrif- ofuna, sem öll var bókum ripuð eins og hjá meiri háttar ■æðimönnum í stórborgum. aðan skrifaðist hann á við ís- rnska og erlenda mentamenn Inglendingur einn sem kom að til sóknarbarnanna, því að and- leg velferð þeirra var sérá Kjartani jafnan fyrir öllu. Eg kom síðast að Hruna vor- ið 1928. Það var á sólbjörtum sunnudegi og margt fólk saman komið á staðnum. Séra Kjart- an kom út og fagnaði okkur gestunum. Hann var glaðlegur að vanda, en auðséð var, að heilsa hans var á förum. Auk þess var hann þá nýbúinn að missa son sinn eins og áður er getið. Sá missir mun hafa verið honum sár, þó að aldrei heyrðist æðruorð. — Þennan sunnpdag flutti séra Kjartan auk kirkjuræðu sinnar erindi eftir messu um Staðarhóls-Pál og sagði meðal annars nokkur- áður lesið og heyrt, en séra Kjartan kunni að segja þær þinnig, að þær fengu nýjan blæ og mér fanst sém eg hefði aldrei heyrt þær fyrr. Ræður séra Kjartans voru mönnum lifandi boðskapur, öll viðfangsefni fengu nýjan og hugþekkan svip í meðferð hans. — Og nú er hann horfinn vinum sínum um stund. Hann lézt á páskadagsmorguninn við hækkandi sól. Yfir andláti hans hvíldi sama heiði og yfir öllu æfiskeiði hans. Sigurður Skúlason. —Vísir 12 apríl. HVER VERÐUR LEIÐTOGINN? Einhverntíma fyrir 1. júlí n k. verða liberalar að ráða það við sig hvort að þeir ætli að “innlimast” í Brackenflokkinn. eða að halda áfram sem liber- sinni voru. Á þessum. síðustu og verstu tímum er tæplega hægt að segja að þeir hafi ver- ið sjálfstæður flokkur og á fylkisþinginu í vetur, greiddu þeir að minsta kosti fjórum sinnum atkvæði í málum með Bracken stjórninni, sem þeir hefðu ekki getað gert, ef sam- vizka þeirra hefði ekki veriö steinsofandi, sem liberal flokks- rnanna. En svo er það nú kanske ekki að marka þar sem þeir voru höfuðlaus her og leið- togalausir, þó þeim yrði þá ráðafátt. Innan skamms er búist við að þeir boði til mikils fundur til þess að kjósa sér leiðtoga. Auð vitað verður Brackenflokkur- inn þar einnig. Fari svo að flokkarnir sameinist, er leið- toginn að líkindum sjálfkosinn, Mr. Bracken, nema því aðeins, að nauðsynlegt þætti að gera einhevrja flokks-hreinsun um leið og hið mikilvæga samein- ingarspor yrði stígið, svo sem með því, að gera Crerar að leiðtoga. En það er samt hætt við, að Mr. Bracken verði erfiður viðureignar ef til slíks væri efnt og reyndist ofjarl liberala, eins og hann hefir verið. í raun og veru hefir hann haft þá í hendi sér. En verði nú ekki af samein- ingu, er ekki um marga leið- toga að ræða, sem til nokkurs væru, riema landann dr. J. T. Thorson. Enda mun hann vera efstur á blaði hjá þeim, er sjálfstæði flokksins meta nokk- urs. Liberalgr hafa aldrei neitt líkt því allir verið með sam- einingu við Bracken flokkinn. Og þeim sem þá skoðun hafa, er sagt að heldur hafi ^fjölgað f seinni tíð. Hafi dr. J. T. Thor- son Jfylgi þeirra fremur en sameiningar manna, lætur að líkum að hann verði næsti flokksíforingi liberala í Mani- toba. Vér sjáum enda ekki að nokkrum beri sá heiður frem- ur en honum. RANNSÓKN LOKIÐ Rannsókninni sem stóð hér yfir í sambandi við hveitisölu aðferðirnar í Grain Exchange er nú lokið. Sir Josiah Stamp sem um rannsóknina sá, hefir afhent sambandsstjórninni skýrslu sína. Er sagt, að Sir Josiah sjái ekki að fyrirfram sala á hveiti hafi neitt ílt í för með sér fyrir hveitiverð fram- leiðenda eða bænda. Verður því að líkindum engin breyting gerð á hveitisölunni. Skýrslan al flokkur eins og þeir einu er afar löng og hin ítarlegasta. Prentun- The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhaiusa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. í Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. i THE V1KING PRESS LTD I 853 SARGENT Ave., WINNIPEG C • 7 ) & ^ - Sími 86-537 ^ ^

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.