Heimskringla - 06.05.1931, Síða 2

Heimskringla - 06.05.1931, Síða 2
J BLAÐSffiA rr' HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. MAI 1931. Opið bréf til Hkr. Tileinkað vinum mínum, Mrs. Rósu Casper, Blaine, Wash. og K. N. skáldi á Mountain, N. D. Júlí 22. Þriðjudag.—Enn þá er sudda rigning og þoka. Að morgunverkum loknum, eiga þau hjón annríkt við símann og póstafgreiðslu, og líður svo fram yfir kl. 10. Hestar eru í burtu, og enginn til að sækja þá, nema átta eða níu vetra gömul stúlka ,dóttir þeirra hjóna. Allir aðrir eru við slátt, tveir synir hjónanna, báðir ungl ingar, vinna eða kaupakonur tvær og einn fullorðinn karl- maður. Þótti bónda rekjan góð, og vildi víst ekki taka fólk frá slætti. En þess urðum við var- ar, að litla stúlkan hlakkaði ekki til að fara ein út í þok- una, enda máske þrír hestar óþægilegt föruneyti barninu. María Hansdóttir, sem nú var komin í vinnuföt sín, kné-bræk- ur, rubber stígvel og þ. k. bauðst til að fara með henni. Bauðst Marta til að fara með. Varð það úr, að þær fóru þrjár eftir hestunum og komu með þá innan kiukku stundar. Báð- ar vorum við Marta í reiðföt- um okkar á þessu ferðalagi. Svo þegar hestarnir komu, var okkur ekkert að vanbúnaði. Því voru þrír hestar sóttir, að frú Jónína reið með okkur. Um það leyti sem við lögðum upp var farið að birta í lofti og þokan smá flúði sólina, og varð þá gott veður þegar sólar naut. Við riðum braut sem leið lág, norður að Dalsá (Melrakka- dalsá) Þar voru menn við brúargerð á ánni, og er hún að öllum líkindum nú fullgjör. Fyrst riðum við að Jörfa, þar var eg 4 ár, tvö og tvö í sinn, — eins og fyr er á drepið, — hjá þeim Helga Bjarnasyni og Guðbjörgu Aradóttir. Dóttir þeirra Guðrún, var ein af þeim sálum, sem eg hef þekt beztar og næst því að vera fullkomnar — guði líkastar — eins og eg hef hugsað mér hann, á allri æfi minni, og gáfuð og falleg að sama skapi. Hár hennar mikið og fagurt eins og lýsi- gull á litinn. Eg held eg hafi aldrei séð fallegra hár. Eg get séð það — lifandi, glans- andi — með sólina — sólargull- ið í sjálfu sér. Eg sé Guðrúnu æfinlega þegar eg hugsa til hennar, og eg geri það oft, því kærari vin hefi eg aldrei átt. Þegar eg kom fyrst að Jörfa mun eg hafa verið 7 ára en hún 5. Eg varð strax smali og hesta-strákur eða stelpa. Þar var fátt fólk, for- eldrar hennar — bæði við ald- ur, einkum faðir hennar, öld- rúð vinnukona, og ungur vinnu- maður, og engin börn, nema við. Það var því ekkert undar- legt þó okkur yrði vel til vina. Eg munaðarleysingi, í fyrsta j sinn úr föðurhúsum, þunglynd | og fáorð. Hún var sólin, sem vermdi hjarta einstæðingsins l frá að verða úti á mannslífs- gaddinum, þegar eg var send eftir fénu, þurfti Gunna að fara með mér — vildi helzt æfinlega fara, þegar gott var veður, en fékk ekki nema um stutta leið væri að ræða. Væri eg send eftir einum hesti, og hann ekki of langt í burtu, fór hún bratt að fara með mér, því þá reiddi eg hana ýmist fyrir framan mig eða aftan, þar til hún varð fær um að ríða ein. Hvernig mér gekk að tosa henni á hestbak, fyrsta sprettinn, fóru engar sögunr af. En líklega hefir foreldrum hennar ekki þótt slíkt ferðalag meira en í meðal lagi tryggilegt því Guð rún fór miklu sjaldnar en hún vildi. Við lékum okkur saman úti þegar tími var til. Hún átti hús á Ásnum rétt fyrir vestan túnið, og annað áttum við báðar í grastó, uppundir skriðum. Það hús var bara einföld steinaröð — en þeir steinar voru málaðir rauðir, bláir eða grænir. Mál það, voru mjúkir steinar, allavega litir, sem mikið var af þar í skriðunum. Við settum saman fíflufestar og í þær festar hnýttum við alskonar blómum og skreyttum hver aðra. Á vetrum lásum við alt sem hönd á festi jafnvel þá, og lærðum náttúru ljóð Steingríms. Skúla skeið Tomsens — því báðar vorum við elskar að hestum, og Helgi átti ekki nema fallega hesta. Savitri og Sakuntala heillaði huga okkar — við lás- um, lærðum og lifðum á og í æfintýrum Austurlanda. Saman áttum við okkur sér heim — dýrðlegann drauma heim, sem lukti okkur örmum sínum, þeg- ar annir ekki kölluðu til starfa. Fyrir utan þennan heim deildi hún með mér öllum þeim gæð- um, sem henni féllu í skaut fram yfir mig, að svo miklu leyti sem unt var. Hugulsemi hennar má marka af einu smá- atviki, sem mér aldrei gleymist, því hún var hvervetna eins. Baðsofan var lítil. Helgi svaf í Lokrekkju undir hlíð. Tók höfðalagði að stafni. Þær mæðgur sváfu í stafnrúmi. Undir glugga — hliðarglugga -tóð lítið borð í stafgólfi þvi, er nefnd rúm voru í. í fremra stafgólfi baðstofunnar — þau voru bara tvö, og hvert staf gólf ein rúmlengd — sváfu vinnukona og vinnumaður hvort á móti öðru, og eg hjá vinnukonunni. Einu sinni var hvorugt vinnuhjúanna heima — það var að vetrarlagi og nóttin löng og dimm. Og nú átti eg að sofa ein — alein — í þessu stafgólfi, og eg var myrkfæl- in — ó, svo afskaplega myrk- fælin. Eg fór þegjandi í rúm- ið, breiddi rúmfötin upp yfir höfuð og grét af kvíða fyrir nóttinni og myrkrinu sem henni var samfara — grét í hljóði. Því aldrei kom mér til hugar að kvarta, og aldrei grét eg svo aðrir sæu eða heyrðu. Ekk ileið samt á löngu áður Guðbjörg sótti mig og lét mig sofa þá nótt tíl fóta þeirra mæðgna. Guðrún hafði komið að rúminu mínu og komist að hvernig mér leið, og sagði móð- ir sinni frá hvernig á stóð. Guðbjörg var elskuleg kona, og það hefir ekki verið erfitt að fá hana til að miskuna mér. Engu að síður var það fyrir bænastað barnsins hennar. Hvernig Guðrúnu datt þetta í hug, veit eg ekki. Máske setti hún sig í mín spor og gat sér nærri um ástand mitt, þó hún ung væri. Þarna var eg þá í tvö ár. Þá sótti faðir minn mig j og eg fór með honum vestur í Geiradal í Barðastrandasýslu. Hann dó árið áður en eg var fermd, eða strax árið eftir skrifaði eg vinstúlku minni, og fyrir henanr milligöngu réðist eg sem vinnukona að Jörfa, en nú reyndist mér veran þar mjög á annan veg, en meðan j eg var þar barn. Bæði voru | þau Guðbjörg og Helgi barn- góð. En Helgi var vinnuharður við vinnukonur sínar — ætlað- ist ekki einungis til kvenmanns, heldur og karlmanna verka af þeim. Svo þó mér sé jafnan hlýtt til þeirra beggja — enda á eg Helga margt gott upp að j unna — þrátt fyrir vinnuhörku /turret cuf V/rg/n/a TOBACCO TURRET SMÁ SKORIÐ VIRGINIA T6BAK z undi eg þar ekki nema tvö ár í þetta sinn. Ekki breytti það vináttu okkar Guðrúnar, sem varð þessi árin, dýpri og inni- legri, og bygðist á sannari skiln (ingi andlegs og' karakterlegs ; verðmætis. Skapgerðarfegurð og gö.fgi, sem mig óraði fyrir á barnsárum mínum, hjá henni, varð mér nú full ljóst, og hefir verið síðan. Frá Jörfa fór eg j að Kárastöðum. Það var í þeirri ferð sem eg var nærri því að farast í hvíslunum á Skriðuvaði, eins og fyr segir. Tveim árum seinna fór eg vest- ur um haf. • Árið 1912 frétti eg lát Guð- rúnar vestur til Vancouver, B. C. Þann vetur var eg á ferð vestur á strönd. Dauða Guð- rúnar bar að á einkennilega sorglegan hátt. Hún varð úti í Jörfa landareign, þar sem hún hafði eitt nálega allri æfi sinni, og þekti því eins og hendurnar á sér. Á æskuárum sínum þyr- sti hana eftir mentun, en fékk hana ekki, nema á snöpum. Undarlegt, að Helgi, sem var náttúrugreindur í bezta lagi, skyldi neita þessu eina barni sínu — sem var sköpuð til sh'ks, fram yfir flesta aðra, neita henni um þessa ósk, sem honum var þó innanhendur að uppfylla, og með þeirri neitun I eyðileggja, þá glæsilegu fram- tíð, sem á þann háfct hefði orð- ið hennar. — Undarlegt! — Guðrún var kvenmaður! — Það var svo sem ekki til mikils að setja hana — stúlkuna til menta. — Og þó, gaf hann henni meiri mentun þ. e. sanna mentun — en kvenfólk alment fékk í þá daga. Hvaða gang gerði það henni? —það: Að hún skildi þeim mun betur ; hvers virði mentunin er. Hana þyrsti, því meirá sem hún ! drakk af þeim bikar. Öll ráð — jafnvel um hennar eigin hagi, voru tekin af henni — öllu heldur — hún fékk aldrei neinu að ráða, sem nokkru skifti, með an faðir henanr lifði. Svo þeg- ar hann lézit, og hún loks varð að taka að sér meðferð fjár síns, var hún enn barn í þeim sökum, þó um það að vera mið- aldra kvenmaður. Hreinhjört- uð og ótortryggin eins og barn, leitaði hún annara ráða, og treysti, þar til ekki gat verið um að villast, að því trausti var misboðið. Þegar Guðrún | loksins vaknaði til meðvitund- ar um það, leitaði hún sýslu- manns, til að leiðrétta hlut sinn. H°un færðist undan og neitaði ’ ,Ts með öllu. Það var ekki Dé rvænlegt að taka að sér málstað munáðarleysingj- ans, hvers efnahagur var að þrotum kominn. Hvað gerði Guðrún þá! — Hvað hefðir þú gert? Flest af okkur konunum ekki mikið. er eg hrædd um. — En Guðrún sýndi þá, að hún hafði einhverntíma lesið sér til gagns. Hún sýndi sýslu- manni, að samkvæmt lögum, sem hún benti honum á, gæti hann ekki skorast undan að taka kúöfpr hennar til greina, og ef han naðeins gerði skyldu sína, væri málstað hennar borg- ið. Og í þetta sinn áigraði vit hennar og vilji. Þetta var mér nú sagt til dæmis um sjálfmentun hennar, af konu, sem vissi. En þrátt fyrir þennan sigur. gengu efni hennar til þurðar. og hún lifði einmanalegu, gleði sneiddu lífi. Hún gat ekki átt samleið með fjölcjanum — og aðeins með þeim, sem voru samarfar hennar í þeirri and- legu veröld, sem fáir gynnast — og færri lifa í, þessumegin grafar. Hún var ein af þeim, sem flestum finnst ósjálfrátt standa sér svo miklu ofar, að til þeirra verði eki náð á venju- legan hátt, — eða þá, ef til vill, ekki með öllum mjalla. Svo vegna skilningsskort — og samhygðarleysis varð Guðrún úti, löngu áður en dauðinn tók hana á brott með sér, og flutti hana til sælli heima. Hversu margir eru þeir ei, sem þannig verða úti? Eg hefði fegin viljað sjá leiði Guðrúnar. En þess var enginn kostur. Hún lá í Þingeyra kirkjugarði. Eg vildi þá sjá Jörfa — hamingju og harma- stöð henarn. Mér fannst hún myndi vilja það, og þess vegna, var eg þangað komin. Þar býr nú Jón Tómasson. Hafði hann keypt Jörfa að Guðrúnu látinni. Þangað tii var Jörfi kirkjueign — heyrði undir Þingeyra kirkju. Guðrún mun hafa haft lífstíðar ábúðarrétt á jörðinni, eins og faðir hennar. ViSS MERKI kemur af því að nýrun hreinsa ekki eitraðar sýrur úr blóðinu. Gin Pilla veita lækningu með því eyðileggja sýrur þessar og koma nýrunum aftur til að starfa eðlilega. — Kosta 50cr í öllum lyfjabúðum. UM VIÐA VERÖLD Vísindi og stjórnmál. Prófessor Myrdal um endurskoðun hagfræðinnar. f stjórnmálaumræðum víða um lönd heyrist oft um það tal að, að þetta eða hitt sé í sam- ræmi eða ekki í samræmi við vísindalega hagfræði. Eitt er pólitík, annað er haðfræði, eitt er stjórnmál, annað er stjórn- fræði Stjórnmálin eru þá þær. skoðanir sem flokkar og ein- staklingar hafa á þeim viðfangs efnum sem fyrir hendi eru og geta mótast af mörgu öðru en því sem rétt væri og hagan- legast, eiginhagsmunum, flokks fylgi, kjósendadekri, eða hreppa póiitík. Stjórnfræði á aftur á móti að vera sú fræðigrein, sem á hlutlausan vísindalegan hátt segir til um það hvað er rétt og haganlegt í þjóðmálum, án tilits til einkahagsmuna eða flokka. • Það er nú svo. Þeir sem með þessum málum hafa fylgst hafa þá sjálfsagt tekið eftir því, að stjórnmálum og stjórn- fræðum er oft glundrað saman. En þegar um þann rugling er j talað, er oftast látið heita svo, j og að vísu oft með réttu, að það séu stjórnmálin, sem reyni að misbrúka stjórnfræðina, stjórnmálamenn grípi í hita deilanna til hinna og þessara kenninga úr hagfræði og stjórn- fræði og heimfæri til síns máls og á þennan hátt er ruglað meðvitund háttvirta kjósenda um það hvað eru vísindi og hvað atkvæðaveiðar og valda- brask. j En að hinu hafa menn venju- lega aldrei spurt hvort sjórn- fræðin sjálf séu eiginlega vís- indi eða ekki. Og það kemur flatt upp á marga þegar farið , er að efasa um það hvort hag- j fræði og stjórnfræði séu vís- | indi og þykir ganga guðlasti næst. En það er einmitt þetta, j sem sænski þrófessorinn Myr- dal hefir tekið til meðferðar f nýrri og umtalaðri bók um vísindi og pólitík í hagfræð- 1869 190 TODAV FRAMFARIR Heilbrigðum viðskiftareglum og þeirri stefnu að sjá fótum sínum forráð, er að þakka vöxtur þessa banka í sextíu ár. Nú er hann einn af sterkustu og stærstu bönkum í heimi. Viðskifti öll hvort sem opinber eru eða per- sónuleg annast hann. Og hann er nú að verða leið- andi bankinn á útlenda viðskiftamarkaðinum. The Royal Bank of Canada HREINLÁTASTA OG HOLLUSTUMETSA MJOLKURSTOFA I WINNIFEGBORG Eign Winnipegbúenda og rekin af þeim. Hreinlæti í meðferð allra afurSa og stjórnsemi. Veldur framgangi vorum og vexti. SÍMI 201 101 “Þér getið slegið rjómann MODERN DAIRY LIMITED

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.