Heimskringla - 13.05.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 13.05.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 13. MAÍ 1931 HEIMSKRING^A ö. liLAÐSIDA J>etta var Júhus Jónsson, ung- Iingspiltur á næsta bæ, og sá að eitthvað gekk að honum. “Hvað er að þér, Júlli minn?'’ sagði eg. “Eg var að smala ám og hefi rekist á dauðan mann. Það er harin Eiríkur Stefáns- son á Hóli, sem týndist í mikla veðrinu í haust. Hann liggur sunnan og vestan við stóra steininn á melbarðinu milli fló- anna uppi á hálsinum. Eg ætla að biðja þig, Friðrik að gera grein fyrir þessu, svo að eg þurfi ekki að skifta mér af því meira. Steinninn, sem líkið lá undir, var í flóanum svo sem fjórða part úr enskri mílu eða 40 rods vestur af blettinum, er eg sá manninn á um nóttina, og sem öllu mínu heimilisfólki var nú jafnkunnugt um og mér sjálfum. Fjöldi manna hér vestan hafs man eftir draugaganginum í Hvammi í Þistilfirði, sem getið er um í Lögbergi á árunum frá 1910—14. Sú mikla draugasaga og alt í sambandi við hana vott- að og undirskrifað af mörgum merkum mönnurn, er nú skráð og geymd heima til upplýsingar og stuðnings fyrir seinni tím- ana, ef ennþá skyldi eitthvað slíkt koma fyrir. Phone 87 647 Það er ekki meining mín að rifja upp neitt af því sem getið er um í Lögbergi, eða að fara að segja þessa sögu í heild sinni, en tveimur smáatriðum ætla eg að segja frá, af því að þau eru öllu öðru ákveðnari, sem eg hefi af draugum frétt. og af því að eg hefi svo góð- an heimildarmann fyrir minni sögusögn. Sumarið 1919 var eg hein^ á íslandi. Gisti eg þá þrjár nætur hjá vini mínum Hirti Þorkelssyni, hreppstjóra á Ytra Álandi í Þistilfirði. Hann var hreppstjóri yfir 40 ár í einni óslitinni lotu fyrir sína sveit, einn hreinlífasti og göfugasti sæmdarmaður. Hann var fað- ir séra Hermanns Hjartarson- ar á Skútustöðum og frú Bjarg ar konú séra Jakobs á Hofi í Vopnafirði. Þegar draugagangurinn var sem mestur- í Hvammi, þá var Hjörtur sóttur til þess að reyna að sanga fólkið, hugihreysta það og hjálpa því til að bera. skilja og þola þetta mótlæti. Hann sagði mér að hann hefði og hlakkað til að eiga kost á að kynna sér þetta ástand í góðu næði. Þarna sat hann í marga daga í bjartri og góðri tfð um háveturinn. Þetta var efria heimili og margt heimilisfólk á tveimur búum. Á daginn komu menn úr öllum áttum af forvitni, til að sjá og heyra eitthvað af þessum undr um, ef þess væri kostur. Þar á meðal voru kaupmennirnir á Þórshöfn, prestarnir í Sauða- nesi og Svalbarði, og margir merkir bændur. Menn höfðu tekið eftir því, að draugagang- urinn virtist helzt vera í sam- bandi við unga, blíða og kjark- litla vinnukon(u, sem var á heimilinu. Þessi aumingja stúlka var fjögra eða fimrn ára blessað ba^pi, þegar eg fór tii Ameríku. Hún var oft í húsinu hjá mér og lék sér með börn- unum mínum, bláeygð, blíðlynd greindarlegt og fallegt barn; eg var nú búinn að vera 14 ár í Ameríku ,svo stúlkan hefir verið um tvítugt, þegar þess' saga gerðist. Eitt kvöldið, sem Hjörtur var í Hvammi, áttu tvær vinnukon- ur að fara út í fjósið að vanda til að mjólka kýrnar. Var önn- ur þeirra þessi unga áminsta stúlka, en hún segist ekki þora að fara í fjósið. Henni finst að einhver ósköp muni ganga á. “Eg skal fara með ykkur,’’ segir Hjörtur, “og halda á ljós- inu.’’ Og það verður úr að þau fara þrjú í fjósið. Hjörtur heldur á björtum og góðum stíeinolíulampa og stúlkurtiar halda á mjólkurfötunum, og setjast undir sína kúna hvor. en Hjörtur stóð á tröðinni fram an við flórinn. Dálítið fjær á tröðinni og þar úti í horni stóð voða stór pottur fullur af vatni, eins og siður var á okkar dög- um heima, og var kúnum brynt af þessu vatni þegar búið var að mjólka. Flestir þessir pott- ar tóku tunnu af vatni og sum ir mikið meira, og voru þeir fullkomin klyf á hest eða eitt- hvað á annað hundrað pund, því botninn í þeim og belg- urinn að neðan var mjög þykk- ur. Fullir af vatni voru þeir ekki menskra manna meðfæri. Allir þessir pottar stóðu á þrem löppum, sem voru hér um bil þriggja þumlunga langar, og sigu þær vanalega á kaf í mold ina af þyngslunum á pottin- 'im. Hjörtur hélt á ljósinu og talaði við stúlkurnar eins og vitur og hugrakkur faðir. Er. bá finnur hann alt í einu, að kpmið er þunglega við hand- legginn á sér, eins og ætlast sé til að hann víki sér frá. Lítur hann þá um öxl og sér að vatnspotturinn er kominn og ifður hægt í loftinu fram hjá honum. Það er heldur engin handriða,* sem höndlar hann, hví ekki 'sást ein einasta bára \ vatninu. Þegar potturinn er kominn yfir flórinn, þá snvr hann sér við og hvolfir öllu vatninu í flórinn; en af því að hann var svo langt frá gólfinu þá endurkastaðist vatnið upp um alt, vfir konurnar og mjólk urföturnar og kýrnar, svo að alt liljóðaði up pog saup hvelj- ur, og Hjörtur sjálfur varð rennandi upp að mitti. Og þetta var alt annað en ákjós- anlegt, af því að það hafði kom ið við í flórnum áður en það skall á fötin. En nú hafði pott- urinn aflokið erindi sínu og fór aftur á sama stað, svo að hver Málningar-vikan Feikna birgðir eru nú til í Eaton’s-verzluninni af bezta máli, því nú er málningar-vikan. Og Eaton’s prísar eru eins og vant er hinir beztu. FLO-GLAZE MÁL Ágætt mál—endingargott og fagurt Mál þetta er búi ðtil úr bezta efni og er ákaflega drjúgt að mála úr því. Það er bæði fyrir úti og inni málningu. Það þornar yfir nóttina og er svo slétt, að bursta-för sjást engin. VANAIÆGIR LIXIR: Gallon $4.90 HVITT: : Gallon $5.25 /2 Gallon $2.55 Pottur $1.35 Mörk 75c /2 Gallon Pottur Mörk $2.70 $1.45 80c WEATHERCOTE SHINCLE-MÁL Þetta er gott mál fyrir þakspón, girðingar og annað þessháttar. Eitt gallon þekur h. u.b. 200 fet og er ábyrgst að vera gatt. Litir: dökk brúnn, grænn, dökk rauður, perlugrár, rautt, dökk grænt og brúnt. Hvert gallon .......... $2.35 STEPHEN’S HÚSMÁL Þetta mál er jafngott úti sem inni. Það þornar yfir nóttina. Og lítur ljómandi vel út. VANALEGIR LITIR: Gallon /i Gallon Pottur $4.90 $2.55 $1.35 75c Sérstakir prisar á hvítu, döökgrænu og Ijós- rauðu máli. DIAM0ND E READY-MIXED HÚSMÁL Ágætt bæði úti og inni Rannsakað og gott fundið af voru Reasearch Bureau — efnið í þessu máli er ábirgst að vera það bezta sem hægt er að fA — °g vera fullnægjandi. Það rennur vel og þekur mikið og þomar mjög vel. Það er ákaflega endingar gott. Fæst í 21 lit- um og hvítu. ' Gallon /2 Gallon Pottur Mörk /2 -mörk $4.50 $2.35 $1.25 70c 40c Paint Section, Sixth Floor, Donald EATON C°u LIMITED löpp stóð í sinni holu, eins og engu hefði verið rótað. Var þetta loka sennan fyrir þann daginn. Daginn, sem Hjörtur fór frá Hvammi heim aftur, vaknaði hann snemma um morguninn. Veður var fagurt og því sólskin yfir alt. Hann sat inni í hjóna- húsinu í bíjlðstofunni, rindir vesturvegg, en beint á móti honum var gluggi á austurhlið, og skein sólin inn um hann. *— Undir glugganum var komm- óða og á henn lá hálstrefill hans, eins og í hrúgu. Logn var úti og kyrð yfir öllu, og enginn í herberginu nema hann, og konan kom inn af og til með matardiska, sem hún var að bera á borð fyrir hann. Þá tekur Hjörtur hreppstjóri alt í einu eftir því, að trefillinn iðar í hrúgunni, alveg eins og hann sé lifandi, en rétti þó ekki úr sér, og svo hættir hann að | hreyfast. Hjörtur tímdi ekki að róta honum, hélt að þetta gæti orðið meiri skemtun, en svo fór ekki. Hjörtur borðaði og bjó sig svo af stað og tók nátt- úrlega trefilinn á kommóðunni en hann var þá allur skorinn í ræmur frá enda til enda, sjá- anlega með hárbeittum hníf. tæmurnar voru allar jafn þreið- ar og hlykkjalausar, en alt var látið halda saman á umferð- unum, sem kögrarnir héngu í. Hjörtur sýndi mér trefilinn, er geymdur e reins og gullstáss. ÞÓRARINN ÓLAFSSON Frh. frá 1. bls. vistanna við þær og tengda- sonu sína, sem honum voru einnig mjög kærir. — Barn- góður var hann einnig, svo að til þess var tekið, og voru barnabörn hans þrjú augastein ar hans, svo að hann mátti ekki af þeim sjá, og hafa þau því einnig mikils mist við fráfall afa síns. Yfirleitt vann Þórar- inn heitinn fyrir heimili sitt alt sem hann mátti, og var það hans líf Qg yndi að hlynna að ♦ því á allar lundir. Enda var hann iðjumaður mesti og slapp aldrei verk úr hendi, hafði líka vanist því frá barnæsku að vinna baki brotnu. Hann var hversdagsgæfur í viðmóti, manna vandaðastur, hægur og stiltur og ávalt eins og maður hitti hann í eitt skifti, skrumlaus maður, og hafði ekki mörg orð um, þótt eitthvað bjátaði á eða gengi að honum sjálfum. En ávalt var hann þó glaðvær og vingjarn- legur í viðmóti, og fyrir þá eðl- iskosti ávann hann sér óskiftar vinsældir nágranna sinna, jafnt útlendra sem samlanda, og mun það vera mála sannast, að enginn sem þekti hann hafi haft neitt annað en gott um hann að segja. Frjálslyndum skoðunum unni hann alla æfi sína, var kirkjurækinn og hugs aði talsvert um andleg mál, en var þó enginn æsingamaður í þeim efnum frekar en öðrum. Nú þegar hann, þessi stilti og hægláti rnaður, er kallaður burtu meðan hann er enn á miðjum aldri, með svo svipleg- um hætti, þá verður að vonum ættingjum hans og vinum, slík brottferð örðug og óvænt, og mikill söknuðurinn — en fyrst hver maður skal þó eitt sinn deyja, þá er þó enginn dauð- dagi betri en þessi, sem Þór- arinn hlaut. Enginn þjáningar- skuggi hvílir yfir minningu hans. Hann fór beint frá störf- um sínum, úr miðjum önnum daglega lífsins, og þess vegna verður hans minst sem hins góðgjarna og starfandi manns. Og sú minning er hin bezta og ákjósanlegasta, sem nokkur maður getur eftir sig látið. Jarðarför hans fór fram frá kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg, þriðjudaginn 12. maí s.l. að viðstöddy miklu fjöl- menni. Við jarðarförina fluttu ræður á íslenzku og ensku sr. Benjamín Kristjánsson og séra Philip Pétursson, en Mrs. K. Jóhannessbn söng einsöng. B. K. Herhöfðingi á flækingi Einn af styrjaldarforingjun- um í Kína, “Kristni hershöfð- ínginn’’ Feng, er nú orðinn föru maður, að því er “Daily Ex- press” segir. — Hann ferðast gangandi bæ frá bæ í Kína og er klæddur tötrum. Lifir hann á því að selja smámyndir, mál- aðar á gler. Han nhefir nú safnað miklu skeggi, og enginn af fyrverandi liðsmönnum hans myndi geta þekt hann. Það er sagt að tilgangur hans með þessum flækingi sé sá, að æsa bændur til uppreisnar, því að enn langar hann til þess að verða uppreisnarforingi. —Lesb. Mbl. Douglas Fairbanks Það hefir verið hljótt um ‘Doug’ að undanförnu, en nú er byrjað að tala um hann aftur, og er það eflaust fyrir- boði þess, að hann á að leika í einhevrri kvikmynd. Sem stend ur er hann á ferðalagi í Austur- löndum og það, sem blöðin hafa um hann að segja er, að hon- um líði alls ekki vel á ferðalagi nema því aðeins að hann sé vel klæddur. Þess vagna flytji hann altaf með sér 47 jakkaföt, 23 sportföt, 34 stígvel, og skó, 147 hálsbindi, 34 nærföt, 153 skyrt- ur, 8 hatta, 10 hanska og 10 yfirfrakka. —Lesb. Mbl. HALLSTEINN OG DÓRA Leikrit eftir Einar H. Kvaran Nýtt leikrit eftir skáldið Ein- ar H. Kvaran. Það er merkur viðburður í fáskrúðugu bók- mentalífi vor íslendinga, .því að Kvaran hefir þegar sýnt það með fyrri leikritum sínum, að honum er sýnt um að draga upp átakanlegar og sannar myndir úr lífi þjóðarinnar og með þeirra snild og “dramatisk- um’’ krafti, að lesendum og á- horfendum verður það ógleym- anlegt. Og sínekkvísi hans er svo örugg, að hvergi skeikar,— hvergi heyrast ósamhljóma tón- ar né heldur garg það, sem auglýsinga-faraaldurinn meðal •iumra nýtísku-rithöfunda læt- ur frá sér fara. Það er djarft af Kvaran, að láta síðasta þátt leikritsins fara fram í öðrum heimi, en þó að mjög lítið gerist og í þættinum komi aðeins fram tvær per- sónur, svo að hætt geti virst á tilbreytingarleysi, er það þó al- veg rétt leiklistarleg eðlishvöt. sem Kvaran lætur stjórnast. af i þessu efni. Hér er etyri að ræða um hnig, heldur stig, eða stíganda í áhrifum leiksins, því að fyrir utan snild þá, sem er á samtali Hallsteins og Dóru frá höfundarins hendi, þá renna margar stoðir undir það, að ekki verður hnig í leiknum, jafnvel eftir h.inn áhrifaríka veruleika í þriðja þætti, því að eftir storminn getur lognið orð- ið jafn-áhrifaríkt honum. Það sem einkum veldur þessu, er ný stárleikur leiksviðsins. sem er einhvers staðar í tilverunni, og persónanna, sem eru tfram- liðið fólk, — annað ný-komið “yfir um’’ í óþekktan heim, en hitt komið lengst innan úr dul- arlöndum eilítfðarinnar, þaðan, sem sér bjarma á “lífsins fjöll” í fjarska. Og þau lönd eru að vonum svo furðuleg í augum al- mennings, að það, sem kemur þaðan, getur fyrir það eitt út af fyrir sig haldið athyglinni ó- skertri um stund. Persónulýsingarnar í leikrit- inu eru snildarlegar. Jafnvel aukapersónur eins og t. d. Ó- feigur, Geirlaug og Finna, eru skarpt mótaðar, hver með sín- um séreinkennum. Og þó að leikurinn segi ekki margt, og þótt vér sjáum Manga litla aðeins í svip, þá finst oss, að vér höfum þekkt þá langa æfi, —góðlátlega kímni og verald- arvitsku læknisins og uppreisn hins hrjáða barnseðlis gegn kúgun föðurins og þeirri móðg- un, sem ekkert barn getur fyr- irgefið, — að svívirða móður þess. — En auðvitað veltur mest á að- alpersðnunum, Hallsteini og Dóru. Við sjáum skiíorðslausa ást hennar á Hallsteini, ástina, sem öllu fórnar, án þess að spyrja um verðleika. Dóru er það sjálfri ljóst (í 4 þætti), að slík ást er runnin af sterkari rót um en mannlegri skynsemi, ■ — að hún fer oft í bága við venju- leg hyggindi, og að að hennf standa römm og rík örlagavöld, sem dyljast lengst inni í leynd- dómsfylstu kymum tilverunn- ar. — Vér sjáum líka heims- hyggju Hallsteins, sem metur alt eftir sýnilegum árangri, og brýtur sér braut yfir blóð og tár. Vér sjáum samspil þess- ara tveggja afla, — fyrst og fremst í hinu yndislega samtali Dóru og Hallsteins í fyrsta. þætti, þar sem ástin er komin svo langt á veg með að yfir- vinna harðýðgina og sjálfselsk- una, að Hallsteini finst, sem það muni harla auðvelt að ger- breyta sjálfum sér, og verða nýr og betri maður; það sam- tal er eitt hið fegursta og um leið yfirlætislausasta ástarsam- tal, sem eg þekki. Og vér sjá- um þessi tvö öfl aftur í öðrum þætti, þar sem svo virðist, sem ástin hafi beðið algerðan ósig- ur, en ósigurinn snýst um stunrl í sigur, þótt sá sigur reynist að vísu skammvinnur og í öllum 3. þætti og fram í 4. þátt ráðl harðneskjan lögum og lofum. En í fjórða þætti kemur hið æðra réttlæti ti Isögunnar, það ríki við hjartarrætur tilverunn- ar, ;— það réttlæti, sem þekkir að vísu enga vatnsgrautar-mis- kunnsemi og lætur afleiðing fylgja orsök, en er þó í insta eðli sínu kærleikur — kærleik- ur ekki til syndarinnar, sem fyrir verður að bæta með þján- ing, heldur til syndarans, sem er þó, þrátt fyrir alla sína hörku og sjálfbirgingsskap, að eins sem vesælt og munaðar- laust barn. — Hér er ekkert fálm um “listina vegna listarinnar”, Iield ur er listin hér í þjónustu lífs- ins og hárra hugsjóna, — hér er lífs- og listargildi sameinað. Og þó að fagurfræðilegir spjátr ungar kunni að fitja upp á nef- ið, þá er það nú einu sinni svo, að listin nýtur sín best, þegar hún hugsar ekki of mjög um sjálfa sig, alveg eins og vér njótum best náttúrufegurðar, þegar vér erum ekki beinlínis að setja okkur út til þess að njóta hennar. List E. H. Kvarans er göfug og tigin. Hún er langt frá mark aðslaumi þeim, þar sem um er að gera, að hafa sem hæst, e» hún snertir dýpstu spurningar og viðfangsefni manneðlisins á sinn kyrláta, hógværa hátt. —- Hún er í orðsins bestu merk ingu aðalsborinn list. — “Land er heilagt, er liggja sé-k ásum ok álfum nær”, segir í Grímnismálum. Og á hinu heilaga landi fagurra hug- sjóna á E. H. Kvaran sér and- legt heimkynni, í sambandi við ásu og álfu góðleikans og kær- leikans í tilverunni. Jakob Jóh. Smárí.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.