Heimskringla - 13.05.1931, Blaðsíða 8

Heimskringla - 13.05.1931, Blaðsíða 8
g. BLiAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 13. MAÍ 1931 FJÆR OG NÆR Dr. Rögnvaldur Pétursson og kona hans leggja af stað í fyrra málið (fimtudagsmorgun) til Boston, Mass. Búast þau við að vera í burtu tVeggja Ivikna tíma. Hefir Únítarafélagið í Boston beðið dr. Pétursson að flytja þar fyrirlestur (á ensku) í Sögufélaginu (Historical Society). Er efni fyrirlesturs- ins: Yfirlit yfir sögu íslenzku kirjunnar. Ársþing Únítara- félagsins stendur og yfir um þessar mundir, og munu þau Dr. og Mrs. Pétursson sitja það. * m 0 Hjálparnefnd Sambandssafn- aðar hefir ákveðið að hafa nokkra miða til sölu að söngp skemtun hr. Sigurðar Skag- field í Sambandsk;irkjunni á mánudaginn kemur. Þeir sem kynnu aá óska að kaupa að- göngumiða, geta snúið sér til lir. kaupmanns Bergþór E. Johnson, Sargent Grocery, 888 Sargent Ave. Engir aðgöngu- miðar verða seldir við dyrnar. • * • Séra Ragnar E. Kvaran flyt- ur guðsþjónustu á Gimli á sunnudaginn kemur, 17. þ. m., kl. 7.30 síðdegis. • • • Mikilsháttar samkoma verð- ur haldin í Árborg föstudaginn 22. þ. m., í samkomuhúsi bæj- arins. Oss hefir borist til eyrna að á samkomunni ætli þeir sr. duðm. Árnason og sr. R. E. Kvaran að leiða saman hesta sína í kappræðu. Þá syngur og hinn síðarnefndi tvísöngva með Mrs. T. Thorvaldson, frá Riv- erton, sem er að fá orð á sig fyrir afbragðs raddfegurð og THEATKK Phone 88 525 q-iro'onf ard Arlington Fimtu-, föstu-, laugardag i þessari viku: HELL’S ANGELS Fllokkuð sem “General” Viðbót: Gamhanmynd — Kaflamynd — Skrípainynd Mánu- þriðju- miðvikudag i næstu viku HELEN TWELVKTREES í HER MAN Viðbót: Gamanmynd — Fréttamynd — Skrípamynd yyyscocccccccccccccr^ Dr. T. Greenberg| TANNLÆKNIR Tilkynnir að hann hefir g sett upp móttöku stofu við 814 Sargent Ave. Suite 4 Norman Apts. nokkra faðma frá Rose kvikmyndarhúsinu Móttöku tímar: 10 f. h. til 9 e. h. jccc&bcccccccocccccccccc< J. A. JOHANNSON ir hennar hélt heimleiðis eftir j börn og ungmenni sett í em- eins dags dvöl hér. bætti í stúkunni “Gimli’’ No. 7 söngmeðferð. Þá er getið um vandaðan fjórraddaðan söng og hljóðfæraslátt. • • • Hinn árlegi vorbazaar Kven- félags Sambandssafnaðar verð ur haldinn miðvikudaginn og fimtudagin 3. og 4. júní næst- komandi. Staður verður aug- lýstur síðar. • • • Vér viljum benda söngelsku fólki á samkomu Karlakórsins sem auglýst er á öðrum stað í þessu blaði. Samkoman er haldin undir stjórn Björgvins Guðmundssonar tónskálds, og er það, ásamt hinu góða söng- fólki, sem þátt tekur í söngn- um, fullkomin trygging fyrir ágætri skemtun. • • • Hr. Sigurður Skagfield söng í Riverton s.l. föstudag fyrir troðfullu húsi. Skemti fólk sér ágætlega. Við 17 söngva, sem á söngskránni voru bætti söng varinn öðrum 7, áheyrendunum til ómetanlegrar ánægju. * * • Brynjólfur Þorláksson hefir um tveggja mánaða tíma starf að að söngkenslu á Gimli. Hef- ir hann komið þar á fót karla- kór með 14 manns, og öðru* kóri með 85 ungmennum. Hefir hinn bezti árangur orðið af starfi hans nú sem fyr. Þessir söngflokkar hafa sungið á sam komum bæði á Hnausum og Gimli við góðan orðstír. Hafa íslendingar á Gimli sýnt lofs- verðan áhuga við þetta starf og stutt söngstjórann með ráði og dáð. Þakkar söngstjórinn þann almenna áhuga, ekki sízt þeim Mrs. Chiswell, Mr. Hann- esi Kristjánssyni og Vilhjálmi Árnasyni, er ávalt hafa verið reiðubúin að greiða fyrir starf- inu alt sem þeim var unt. • • • Mrs. Ástríður Gíslason frá Framnes P. O., Man., var stödd hér í bænum fyrir helgina. — Hún kom með dóttur ajfna Helgu til bæjarins til að leita henni lækninga við augnveiki. Verður hún- í bænum undir læknishendi um tíma, en móð- TENDERS FOR COAL gEALED TENDERS addressed to the Purchasing Agent, Department of Public Works, Ottawa, will be received at his offlce until 12 o’clock' noon (day- light saving), Tuesday, May 26, 1931, for the supply of coal for the Dominion Buildings and Experimental Farms and stations, throughout the Provinces of Ma- nitoba, Saskatchewan, Alberta and British Columbia. Forms of tender with specifications and conditions attached can be obtain- ed from G. W. Dawson, Chief Purohas- ing Agent, Department of Public Works, Ottawa; H. E. Matthews, District Resi- dent Architect, Winnipeg, Man.; G. J. Stephenson, District Resident Architect, Regina, Sask.; Chas Selens, District Resident Architect, Calgary, Alta.; and C. F. Dawson, Acting District Resident Architect, Victoria, B.C. Tenders will not be considered unless made on the above mentioned forms. The right to demand from the success- ful tenderer a deposit, not exceeding 10 per cent of the amount of the tender, to secure the proper fulfilment of the contract, Ls reserved. By order, N. DESJARDINS, Secretary. Department of Public Works, Ottawa, April 27, 1931. Magnús G. Magnússon frá Framnes P. O., Man., kom snögga ferð til bæjarins fyrir helgina. • • * Jón Sigurðsson póstmeistari frá Víðir P. O., Man., var stadd ur í bænum fyrir helgina. * • * Thorsteinn Johnston fiðlu- kennari heldur Recital með nemendum sínum í Goodtempl arahúsinu, þriðjudaginn 19. maí — Miss Elizabeth Eyjólfsson, pianist og Lillian Baldwin elo- cutionist, aðstoða. • • • Guðsþjónustugerð verður haldin, ef guð lofar, sunnudag- inn 17. maí, kl. 3 e. h. í kirkj- unni að 603 Alverstone St. Mrs. Margrét Johnson talar. Einnig verður samkoma á sama stað miðvikudaginn 20. maí, kl. 8 að kvöldi. P. Johnson talar. — Umræðuefni: Konan klædd sól- inni og tunglið undir fótum hennar. Opinb. 12. kap. Allir eru hjartanlega vel- komnir. • • • Dr. John J. Arklie, R. O., sér fræðingur í “sight testing and fitting of glasses”, verður að Eriksdals Hotel fimtudagskv. 14. maí, og í Lundar Hotei föstudaginn 15. maí, allan daginn. • • • Aths: Vísur þessar hafa áð- ur birst í blaðinu en eru endur teknar að bón höf. vegna prent- villu er í þeim var. Bryn^ólfur Holm er burtu lið- inn brautina sem enginn sér, þar sem allir finna friðinn, þá ferðinni snúið héðan er. Hann var mesti dáða drengur, dygðum prýddur iífs um skeið: en hjá oss ekki hér er lengur, hans er enduð sómaleið. G. P. • • • Dr. C. R. Oke, tannlæknir, verður að Eriksdale Hotel, fimtudagskvöldið 14. maí og að Lundar Hotel föstudaginn 15. maí, allan daginn. • • • Miðvikudaginn 6. maí voru eftirfarandi meðlimir stúkunn- ar Skuld, No. 34, settir í em- bætti af umboðsmanni G. M. Bjarnasyni: FÆT—E. Haralds ÆT—Sig. Oddleifsson VT—Rósa Magnússon R—Sigjón Björnsson AR—G. H. Hjaltalín FR—Stefán Baldvinsson GK—Magnús Johnson K—Þóra Gíslason D—Susanna Guðmundsson AD—Nancy Gíslason V—Lárus Scheving ÚV—Friðb. Sigurðsson Skrásetjari—Gunnlaugur Jó- hannsson. Organisti—Ida Holm • • • Laugardaginn s.l. voru þessi I. O. G. T.: ÆT—Victoria Bjarnason FÆT—Jóhanna Markússon VT—Ingibjörg Bjarnason K.—Ólöf Árnason. D—Dóra Jakobsson. AD—Pálína Johnson FR—Violet Einarsson G—Lorna Einarsson IÞ—Steinunn Johnson AR—Guðrún Thomson V—Jóhann Árnason BREZKA KIRKJAN í “Daily Mail” árbókinni fyr- ir síðasta ár, eru taldar tuttugu og fimm kirkjudeildir á Bret- landi og skýrslur gefnar yfir tölur kirkna, prestvígðra manna meðlima, sunnudagaskólakenn- ara og nemenda, og margt fleira. Skýrslurnar eru að ýmsu leyti eftirtektarverðar og sýna nokkuð greinilega ástand kirkj- unnar þar í landi. Fjölmennust er ríkiskirkjan (Church of England), hún hef- ir 3,636,422 meðlimi á Englandi. Tala sunnudagaskólanemenda í henni, bæði á Englandi og í Wales, er nærri tvær miljónir. Fjölgun meðlima á tveggja ára tímabili var rúm 36,000, en á jafnlöngum tíma hafði sunnu- dagaskólanemendum fækkað um rúmar 55,000; fermingum hafði fjölgað um hálft fjórða þúsund, en ungbarnaskírnum fækkað um 22,000. Næst að stærð er kaþólska kirkjan, stem telur 2,156,146 meðlimi. 12,065 höfðu tekið ka- þóiska trú á árinu, og áætluð fjölgun af fæðingum var 12,- 841, en af þessurn nærri 13,000 börnum, sem höfðu fæðst af kaþólskum foreldrum, höfðu aðeins 2,534 verið skírð. Meþódistakirkjan á Bret- landi er í sex deildum. Allar höfðu þær 1,073.708 meðlimi. og í sunnudagaskólum þeirra var rúm hálf önnum miljón barna. Aðeins tvær af þessum deildum höfðu fjölgað meðlim- um á árinu, og í þeim öllum hafði sunnudagaskólanemend- um fækkað um 59,367 á tveim árum. Presbytpra kirkjurnar á Skot landi hafa 1,297,817 meðlimi og 370,004 sunnudagaskóla- nemendur. Meðlimatala í ann- ari (United Free Church) hafði aukist nokkuð, en sunnudaga- skólanemendum hafði fækkað í báðum. Baptistar á Englandi, Skot- landi og í Wales, eru 411,389, og í sunnudagaskólum þeirra er rúm hálf miljón nemenda. Meðlimum fækkaði -á tveimur árum um 3,694, sunnudaga- skólanemendum um 15,000. Congregational kirkjan á Eng landi og í Wales hefir 453,814 meðlimi og rúma hálfa miljón barna á sunnuda^askólum. — Meðlimum hennar fækkaði nokkuð á tveimur árum, og sunnudagaskólanemendum all- mikið, en tölur eru ekki gefn. ar. Garage and Repair Service Hanmng and Sargent Sfmi 33573 Heima sími 87136 Rxpert Repair and Complete Garage Serrice Gas, OHa, Extras, Tirea, B»tteries, Etc. Karlakór fslendinga í Winnipeg . heldur samsöng með aðstoð MRS. S. K. HALL, Soprano í LÚTERSKU KIRKJUNNI Á VICTOR ST. MIÐVIKUDAGIfÍN, 20. MAÍ, 1931. UNCLAIMED CLOTHES SHOP rlmennn fiU o* yflrhafnlr. «nl*u» lr mfill. NlfSnrhorjfanlr haf falllh nr dl, ok flltln MCjaMt frfi $9.‘r5 tll S24.WJ ohafleKn aelt ft $2.Y00 o* 1J Portage Ave.—Sími 34 585 MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. 50 *CentM Taxl Frá. einum staS tll annars hvar sem er í bænum; 5 manns ryrir sama og elnn. Allir farþegar á,- byrgstir, alllr bílar hitabir. Sfml 23 SiMI (8 llnnr) Kistur, töskur o ghúsgagna- flutningur. Inngangur 50 cenL Byrjar kl. 8.15 I Almennur Fundur verður haldin þ. 17. maí, kl. 4 e.h. í Sveitarráðshúsinu i Arborg til þess að kjósa Islendingadagsnefnd fyrir næsta ár. Einnig tii að ræða þau mál sem varða Islendingadaginn hér í norður parti N. ja Islands í framtíðinni, eignir, fjármál og fyrirkomulag alt. Ariðandi er að þessi fundur verði vel sóttur því Islendinga- dagurinn er talsvert mikilvægt atriði í félagslífi Islendinga hvar sem er, og ekki sfzt hér. Dr. S. E. Bjömsson, forseti. G. O. Einarsson, ritari Allir hinar kirkjudeildirnar eru minni. Sú minsta sem tal- in er, er hin svonefnda Count- ess of Huntingdon Connexion (Kalvinískir meþódistar), hún hefir 38 kirkjur og 23 presta, 2,206 sunnudagaskólanemnend ur en meðlimatalan er ekki gefin. Tala Gyðinga á Bretlandi er um 300,000. Þeir hafa 300 sam kunduhús. Únítarar á Bretlandi eiga 369 kirkjur, sem er þjónað af 311 prestum og 20 óvígðum prédikurum. Nemendur á sun- nudagaskólum þeirra eru 23,- 635. Meðlimatala er ekki gefin. Meðlimatala allra kirkju- deildanna, sem sent hafa skýrsl ur yfir meðlimi, er rúm hálf tf- unda miljón. Þetta munu að- eins vera fullorðnir meðlimir, því sunnudagaskólanemendur eru taldir sér, og auk þess eldri nemendur (Bible Classes), sem í sumum kirkjum eru æði fjöl- mennir, en hvort þeir eru tald- ir með meðlimunum er ekki Ijóst. Annars hlýtur meðlima- talan að vera nokkuð á reiki, því að sumar kirkjudeildirnar telja atkvæðisbæra meðlimi, en aðrar virðast ekki eins ná- kvæmar í framtaliningu með- lima sinna. Eftirtektarverðust er fækk- un sunnudagaskólanemenda. Allar stærri kirkjudeildirnar hafa tapað nemendum til muna. í sumum er talin fækk- unin yfir árið, en í öðrum er tveggja ára fækkun talin. í nokkrum tilfellum eru engar tölur gefnar, aðeins sagt að sunnudagaskólanemendum hafi fækkað. Samkvæmt tölunum, sem gefnar eru, hefir fækkunin numið 128,786, en sjálfsagt er hún meiri, ef miðað er við tvö ár, en vitanlega minni, sé mið- að við eitt. Þessi mikla lækk- un sýnir bersýnilega að kirkj- an er að missa hald á æsku- lýðnum. EXCHANGE Your Old FURNITURE NOW IS THE TIME TO TRADE IN YOUR OUT-OF- DATE FURNITURE ON NEW. PHONE OUR AP- PRAISER. J. A. Banf ield ----- LIMITED - 492 Main St. Phone 86 667 Veróníka. Þegar Veroníka kom út í reiðfötunum sínum, sá hún lít- inn tvíeykisvagn og tvo hesta úti á hlaðinu. “Eg bað um þenna vagn af því, að þér getið svo vel komist upp í hann”, mælti hann. “Viljið þér keyra hestana eða á eg að gera það?’’ “Ó, það er best að eg keyri þá, ef yður er sama, mér leið- ist svo að sitja aðgerðarlaus”. Han rétti henni taumana og gaf ökumanninum bendingu um, að hann mætti fara leiðar sinnar. VANTAR 100 BRÚKAÐA BÍLA sem hluta af niðurborgun í vorum nýju McLaughlin- Buick or Marquette Fine Motor Cars. Vor óheyrilega mikla sala á brúkuðum bílum ger- ir kaup þessi' möguleg. SVO FLÝTIÐ YÐUR MED BÍL YDAR TIL VOR og vér skulum verðleggja hann. VERKSTÆÐI VORT ER OPIÐ 24 KLUKKUSTUNDIR Á HVERJUM SÓLARHING NEMA Á SUNNUDÖGUM. McLaughlin MotorCarCo.Ltd- Portage og Maryland Sími 37 291 ATHS.—McLaughlin-Buick Streight Eight fyrir árið 1931, verð- ur ekki breytt að því er model snertir i sumar. Núverandi mo- del hefir fengið svo mörg meðmæli, að ekki þykir rétt að breyti því og verður "þvi haldið áfram að smíða þá i sumar og haust. StfiifiæifiífiffitfiifiSfiai'fiaiaifiæsiSiifiiíiifiifiifiKifiyifi SIG. SKAGFIELD * syngur að GLENBORO, MAN., ÞRIÐJUDAGINN 19. MAÍ BALDUR, MAN., MIÐVIKUDAGINN 20. MAf. SELKIRK, MAN., ÞRIÐJUDAGINN 26. MAf Bridgman Electric Co. Winnipeg — Furby og Portage — Sími 34 781 RAFLAGNING Á GIMLI Látið oss gera raflagninguna í húsunum hjá yður og kaupið hjá oss ljósaáhöldin. Verk og vörur á Jdýr- asta verði. Vér sku’.um með ánægju veita upplýsingar um kostnaða áætlun hvenær sem er. Lítið inn í búðina hjá oss, við hliðinaá símastöðinni á Gimli og talið við herra J. Ásgeirsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.