Heimskringla - 13.05.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 13.05.1931, Blaðsíða 6
8 BIAÐSTBA HEIMSKRINQLA WINNIPEG 13. MAÍ 1931 Robin|!Hood FI/OUR $ Fyrir alla heima bökun trfiQoðgQesðseððOðooosososððoðscosoðsosððossoQOGOSCCðOi JAPONETTA eftir ROBERT W. CHAMBERS. f Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson Svar hennar var á þessa leið: Kæri Jim! Mér fellur það afar illa að þetta skildí koma fyrir. Það var mín sök. Og eg var ekki mærgætin við þig. En þú hagaðir þér eins og sannur maður gat gert. Eg vil ekki segja meira. Eg vona nú að kvalir þínar fari smám- saman minkandi úr þessu. Fyrstu tveir, Jþrír dagarnir eru voðalega kveljandi. Eg rifbrotnaði einu sinni og veit því dálítið hvað það er. En — það er voðalegt að þú skulir þurfa að liggja í rúminu í þessu yndislega veðri á meðan stúlkan, sem var orsök í þessu tfláni þínu baðar sig hér úti í frelsinu og sól- skyninu. Eg þakka þér fyrir þitt vinsamlega boð. Það var þér lfkt að hugsa þannig til okkar. Og ef við þyggjum boðið, þá verður það vegna þess að við höfum ánægju af því vegna skildleikans. Hin rótgróna efnishyggja okk- ar mundi ekki fá okkur til þess að taka þessu boði ef við vissum ekki að það væri af hrein- um og fölskvalausum huga boðið og aðeins af velvild til okakr systra. Jim, það er margt, sem mig langar til að tala um við þig, en sem eg vil þó ekki gera — má ekki gera. — Héðan eru engar nýjar fréttir að skrifa. Mrs. Wemyss virðist hafa náð einhverjum sér- stökum tökum á vini þínum, Mr. Inwood. Hann er einkennilega undarlegur náungi — dálítið þunglyndur held eg sé. Við skemtum okkum mikið. Stundum keirum við út, stundum tökum við bátana og róum út á vatnið og á kvöldin spilum við og vökum þá oft helst til lengi við þá skemtun. Það koma hingað heilmargir herrar til 'þess að .vera við reiðarnar, Mr. Rivett hefir útvegað fleiri þúsund fasana og akurhæn- ur. Hinar síðarnefndu virðast vera alveg horfnar en hinar eru mjög áleitnar að sækja inn í garðinn. Mrs. Lorremore hefir náð í meiri hlutann af eignum Wieklows dómara. Félagi hennar og vinur Mrs. Wemyss hafa rúið næstum því ala aðra en mig og Silvíettu. — Þetta bréf mitt er að verða mesti þrættingur. Það verður svo að vera því ann- ars gæti farið svo að eg yrði of alvarleg. Jim! Þú ert ágætúr þegar þú ert í þínu Tetta essi. Mig langar til að lesa svoiítið yfir 'þér. Má eg það? Þú ert nú líka mjög hjálp- arlaus í rúmi þínu, margar mílur burtu, svo þú getur ekki vel hindrað mig frá að gera það. Jim! — Vertu þú sjálfur. Byrjaðu á einhverju mannlegu starfi. Gleymdu þinni skáldgáfu um stundarsakir og tilhneying þinni til lista. Það hefir ekki mikla praktiska þýðingu fyrir þig í lífinu og það verður þér aldrei til fjáraukninga. Þegar þú einn góðan veðurdag færð ást á ungri stúlku, þá munt þú sannfærast um og sjá það sjálfur að þú þarft að geta séð vel fyrir henni. Þú hefir ennþá lífið framundan þér, Jim. Hefstu banda og byrjaðu að stríða, undireins og þú <ert fullfær um það. Þú munt sigra, því þú <ert í raun réttri ekki sá maður, sem eg hefi þekkt þig hér þessa daga. Eg vildi óska þess að mér gæti lánast að þvinga fram alli þína góðu og miklu hæfileika. Og þó að mér tækist það ef til vill ekki, þá verður það stúlka sem gerir það einhverntíma. Vertu sæ1!!! Eg óska þér til haáiingju í baráttunni. Þín frænka, Díana Tennant Næstu daeana eftir að búið var að binda um handlegg Edgertons, fékk hann fyllilega að vita af því hvernig sú liðan er á meðan bein eru að gróa saman. Hann var mjög óeirðarfullur og leiður, og loks gaf læknirinn honum leifi til að^ ganga út til að leita sér eftir atvinnu — með höndina bundna í fatla. Edgerton þurfti ekki að leita lengi fyrir sér eftir atvinnu, honum bauðst hún svo að segja undireins — skrifstofu starf hjá Close & Co. Hann gat fengið starf sem hon- um var léttara og hentugra, því allir járn- kaupmenn vissu deili á James Edgerton, og margir þeirra voru vinir hans frá fyrri dög- um. Þeir hefðu efalaust gefið honum létt- ara starf að inna ef hann hefði æskt þess. En hann kærði sig ekkert um það, hann hafði það í huga að ráðast á garðinn þar sem hann var erviðastur og reyna kraftinn í sjálfum sér. Það kom Edgerton mjög á óvart, þegar hann fann það út að hinn bláeygði írlend- ingur, Mr. Dineen, sem hann hitti á Adri- utha, var forstjóri fyrir Close & Co., félaginu. Síðar fann hann það einnig út að Mr. Din- en var talsvert spentur fyrir hans gamla firma, Edgerton, Tennant & Co., sem nú var reist við aftur undir hinu sama gamla nafni. Og eftir því, sem lengra leið frá, fann hann það út að Mr. Dineen var riðinn við flest járnvörufyrirtæki í New York. Edg^rton var settur í bókhaldaraembætti, og eftir að hann var búinn að fá sína fyr- stu útborgun, skrifaði hann til Díönu. Kæra Díana! Eg fæ fimtán dali um vikuna hjá Close & Co., og hefi nú í vasanum fyrstu launin mín. Og þar sem eg þarf ekki að borga neina húsaleigu, þá er þetta alls ekki svo afleit byrjun. Mér leiðist ekkert starfið, eg hefi miklufremur ánægju af því. Einhver var að hafa orð á því við mig að eg ætti að færa mig upp í teiknistofuna, það mundi hækka mig talsvert í tigninni og gefa mér hærri laun. Eg skal skrifa þér um það ef það skildi koma fyrir. Eg er bráðum orðinn góður í handleggn- | um. Hann er ennþá dálítið viðkvæmur en alt það versta er nú um þarð gengið. Borgin er alls ekki svo afleit. Að vísu er hér heitt og molulegt og rikugt, sem vanalega. En eg er mjög ánægður. Eg hefi ekkert þjónustu- fólk. Eg borða miðdagsverð í frönsku mat- söluhúsi og borga þrjátíu og fimm eent fyrir máltíðina. Morgunmatinn bý eg til sjálfur heima hjá mér en því fylgir ekki svo mikill vandi, því það er mest brauð ker og mjólk. Eg held eg hafi aldrei á æfi minni verið eins ánægður og hraustur. Eg skrifa þetta alt- samafti í þeirri von að þú lesir það með fögn- uði. Og nú skal eg. svara bréfi þínu. Eg hafði hugsað mér að skrifa þér ekki aftur fyr en eg væri búinn að fá mér atvinnu og meðtaka mín fyrstu laun. Og eg hefi efnt það heit og hefi því nú fult leyfi til þes sað taka fram pennan. Fúslega get eg viðurkent að þú hafir rétt fyrir þér hvað viðkemurd listræni mínu, Eg vissi það líka að eg gát aldrei náð föst- um tökum á listinni og því ekki til ueins fyrir mig að leggja hana fyrir mig. Eg var ekki einu sinni sæmilegur myndasmiður en var þá á tímabili nægilega mikið flón til þess að hugsa mér að eg gæti gert það að lífs— starfi mínu. Eg skal trúa þér fyrir því, Díana að eg var á góðum vegi með að eyðileggja mitt eigið líf með slíkri flónsku. Þú sagðir í bréfi þínu að eg mundi einn fagran dag mæta stúlku, sem mundi hafa lag á því að framkalla það besta í sjálfum mér. Hefi eg ekki þegar mætt henni? 2Þín skynugu augu hafa fyrir löngu síðan séð mig út í æsar, og þín fagra rödd hefir mælt það orð, sem verkaði á mig betur en nokkurt svipuhögg hefði gert. Ef þú mótmælir því, þá er þetta svar mitt, að eg er nú hér, og — hver var það, sem sendi mig hingað? Það varst þú. ' Það gat liðið langt um áður en eg hefði fund- ið mitt eigið eg, eða mundi slík afturför heyra til lífinu? Eg veit það ekki. En eitt er sem eg veit að bað varst þú, sem settir mig á hina réttu hillu í lífinu. Eg hefi geng- ið í svefni. Nú, þegar eg er vaknaður, verð eg að hafa mig allan við til þess að fara ekki inn á hina fyrri braut. Svo langt var eg kominn, Díana mín kæra, góða vermardís! Hingað til hefir afl þitt verið sterkara mínu. Látum okkur bíða og sjá hvað tíminn leiðir í Ijós, það getur farið svo eins.og þú sagðir að braut mfn liggi með tímanum til vissrar ungrar stúlku. Eg borða<5i miðdag hjá Dr. Ellis í gær. Dóttir hans verður með tímanum mjög hrifandi og falleg stúlka. Eg er viss um að þér mundi falla hún f geð ef þið sæust. Eg sagði henni að eg vonaðist að vegir okkar mættust einhverntíma. Hún sagðist vona það einnig. Hún er aðeins fimt- án ára — því miður! f millitfðinni liggur vegur minn án margra króka til Close & Co., fram hjá heimili hennar. Eg þakka þér fyrir alt, sem þú hefir gert fyrir mig, kæra, trú- fasta frækna mín ,sem hafðir áræði og ein- lægni til þess að opinbera mér hreinan sann- leikann. Skilaðu kveðju minni til Silvíettu og allra hinna. Þér sjálfri gef eg vináttu mína. Manstu eftir myndinni, sem eg tók af þér, sem Japonettu, daginn eftir að fundum okkar bar saman? Eg hefi nú framkallað hana. Hún er hér! Þinn einlægur, James Edgerton Þetta bréf hafði í eftirdragi, mörg önnur bréf í mismunandi myndum: Kæri Jim! Það er ekki svo langt frá fimtán til átján. Hver maður getur hjálpað tilverunni til að skapa sín skilyrði og villíðan. Vegir örlaganna eru oft brattgengir og þjáningum háðir. Eg hugsa að þú hafir reynt það og eigir eftir að reyna það betur. Eg vona að þér líði altaf vel. Díana Edgerton svaraði: Kæra Díana! Þú meinar veginn, sem liggur til Close & Co. Er ekki svo? J. E. Hún skrifaði aftur: Kæri Jim! Nei, eg meinti hinn veg- inn, sem þú talaðir um. Fylgdu honum hin næstkom- andi þrjú ár. Mr. Inwood segir að hin unga Miss Ellis sé sú fagrasta og mest hríf- andi stjarna, sem hann hafi nokkru sinni séð. Þú hefir alt lífið framundan þér, Jim. Díana Hann svaraði: Eg er orðinn of gamall til þess að draga upp myndir! Vinur Mr. Rivetts, Mr. Dineen kom einu sinni inn til mín og skrafaði við mig. Hann er mjög vel gefinn á margan hátt. — Heldur þú að Mr. Rivett hafi fengið hann til að af má óverðuskuldað vinfengi? Það mundi eiðileggja mína núverandi gleði. Reyndu að finna það út. Jim. Hún svaraði: Mr. Rivett lætur ekki pumpa sig. Eg reyndi það einusinni og eg ætla aldrei að reyna þaö aftur. Þú þarft ekkert að óttast, Jim. Hvorki Mr. Rivett eða Mr. Dineen mun á nokkurn hátt skaða þín málefni eða við- skifti með því að setja illviljaðar manneskjnr í þína sýslan. Þú getur verið viss um það að þú vinnur fyrir því, sem þú færð. Hversvegna ertu ekki ástfanginn í Christ- ine? Hún er ein af þeim yndælustu ungu stúlkum, sem eg hefi kynst. Einu sinni hélt. eg að hún væri hrifin af Mr. Inwood, en hann virðist oftast vera upptekinn hjá Mrs. Wemyss. Og vesalings litla Christine kemur oft til mín upp í herbergið og er svo undar- lega föl og hnypin, óg eg get alls ekki skilið hvað það er sem amar að henni. Er það af því að þú ert fjærverandi? Viltu ekki segja mér það, ef svo er? En eg veit að þú ert ekki þannig að láta ungar stúlkur fá ást á þér og hrinda þeim svo frá þér. Eg er sann- færð um að það er eitthvað þungt, sem hvílir á henni. Dr. Bilings hefir oft komið hingað og móðir hennar er mjög áhyggjufull út af henni. Þetta eru aðal fréttirnar, sem eg get skrifað þér núna og það að veiðarnar standa nú sem hæðst. Það er kominn heill hópur af mönnum hingað til Adriutha. Einn í þeirra hópi er einhver Mr. Wallace, sem er sérlega liðlegur og duglegur en slæm skytta. Hann og eg göngum oft saman og hann gerir oft mikið narr að sjálfum sér og klaufaskap sínum, og við bæði tvö látum okkur því oftast standa á sama um hvort við veiðum nokkuð eða ekki neitt. Mr. Inwood er sá þunglyndasti ungi mað- ur, sem eg hefi nokkru sinni kynst. Eru allir þínir vinir líkir honum? Hann gengur fram og aftur um grashjallann þar til Mrs. Wemyss kemur til hans. Christine virðist ekkert skifta sér af honum og yfir- leitt virðist hún ekki skifta sér af einum eða öðrum nú orðið. Curmev/ hersir er einkennilegur náungi hann virðist vera orðinn bráð ástfanginn í mér til mikilla gremju. En eg skifti mér ekk- ert af honum en geng út með Mr. Wallace, sem er mjög skemtilegur og geðfeldur mað- ur, og er í miklu afhaldi hjá öllum veiði- mönnunum. , * Góða pótt, Jim, Díana. Næsta dag skrifaði hún Jim aftur bréf það, sem nú fer á eftir: : Jim! Mín kæra litla vina Christine er ástfanginn. Eg vissi það ekki fyr en fyrst f morgun að það var ástæðan fyrir því hve hún var niðurbeigð. ó herra guð! Ef þú bara visir hver það er sem hún elskar. — Það er hinn þunglyndi vinur þinn, Mr. Inwood. Og eg verð að segja þér það, Jim að eg get. ekki liðið þessa Mrs. Wemyss, hún er feit og sérplæginn, og hversvegna er hún að hringa sig utanum Mr. Inwood alla tíð? Eg held það sé þó ekki af því að henni lítist svo sérlega vel á hann. Og hann er áreiðanlega ekki hrifinn af henni, því það lítur oft út, sem honum sé það þvingun að vera í návist henn- ar. En það eru einhver leynibönd, sem binda hann við þessa konu og það er henni að kenna að hann er svona niðurdreginn. Eg hefi hugsað mér að fá einhverja skýringu á þessu því eg get eki þolaö það að vina mín sé .svona hart leikin. Skrifaðu mér það sem þú veist um Mr. Inwood. Hvernig gengur það með forlögin — vegin og vinu þína Miss Ellis? Dfaha. Edgerton skrifaði: “Inwood er góður drengur. Eg veit ekki um neitt á móti hon- um. Hver er Mrs. Wemyss? Jim. Viku síðar fékk hann bréf frá Díönu. ‘Eg hef frétt frá Keno að hún sé Mrs. Ather- stone, skilin við manninn sinn en gengur nú undir sínu föður nafni. Hefir þú nokkurn- tíma heyrt hermar getið? Scott Wallace og mér geðjast ekki að henni. Díana Edgerton svaraði ekki þessu bréfi, vegna þess að honum var farið að verða hálf illa við þetta Wallace nafn, sem Díana nefndi í hverju bréfi sem hún skrifaði til hans, og einnig vegna þess að það sem hann hafði að segja viðvíkjandi þessu síðasta bréfi Dí- önu, varð að segjast til Billy Inwood. Og til hans sendi hann hér eftirfarandi bréf: Kæri Billy! Þú ert mér ennþá hálfgerð ráðgáta. Hvað ert þú eiginlega? — Skothundur eða sýningar hvolpur? Eg vil ráðleggja þér að slíta þig frá þessari konu, flónið þitt. Ertu svo hirðu- laus með sjálfan þig að þú ætlir að gera þig að athlæji fyrir þessa konu? Gamli Ather- stane átti ekki fleiri kærustur heldur en fjöldmn af stólpum kirkjunnar og velgerða unnurum hér í borginni og sannarlega ^ var það ekki skilda þín að þerra hvarma henn- ar. Gerðu nú enga heimsku. Láttu Mrs. ^therstane eiga sig sjálfa, hún á engan rétt á því að þú takir tillit til hennar, og hún verðskuldar það heldur ekki. Hvaða rétt hefir hún til þess að nota sér góðsemi og dréhglyndí þess manns, sem tók í hönd henn- ar þegar hún sagði honum frá óláni sínu og studdi hana þá ráðvendislega. Vitleysa! Þú berð enga ábyrgð á herðum þér gagnvart henni, og þú ert ekki skildugur að ganga í kring um hana sem riddarinn hennar. Og þar að auki mun henni ekki.vera nokkur al- vara með þig. Þú hefir sennilega gert þig að flóni, efalaust talað yfir þig. Eg segi þér, þú hefir engar skildilr og hún hefir heldúr ekki í huga að giftast. Hún skemtir sér alt of vel til þess. Eg þekki liennar líka, Billy. Þær beyja sig aldrei undir okið aftur. En þær reyna að veiða alla þá menn, sem þeim er mögulegt og leika sér með þá, eins og hún gerir við þig. Ef þú trúir mér ekki, þá skal eg segja þér hvernig þú átt að gera enda á alt þitt volæði. Spurðu hana hvort hún vilji giftast þér. Eg veit hvað eg segi. Reyndu það, og gerðu svo tilraun til þess að leiðrétta þann misskilning, sem stendur á milli þín og þeirrar stúlku, sem að ann þér. Eg þekki þig, Billy. Nú hefi eg sagt þér hvernig þú getur losað þig úr þessum fjötrum. Ef þú gerir það ekki, þá ertu enginn maður. Jim Edgerton XI. Kapítuli Daglega bættust fleiri og fleiri gestir við hópinn á Adriutha og eftir því sem gestun- um fjölgaði og glaumurinn og glaðværðin varð meiri virtist, sem Lillian Wemyss yrði fegurri og fjörmeiri, gleðin geislaði úr augum henn- ar og segulmögnuðu brosi og hreifingar henn- ar voru léttar og frjálsar og töfrandi. Þarna voru samankomnir menn af flest- um stéttum mannfélagsins, þar voru ævin- týra og sportsmenn, listamenn og skáld, fjár sýslumenn og auðkýfingar, og uppstroknir snoppufriðir slæpingar og hermenn, sem höfðu ýmislegt til síns ágætis. í þessum hóp undi Lillian Wemyss sér vel, því þar gat hún sýnt vald sill og áhrif, enda dróg hún ekki af því og það bar líka talsverðan árangur. Sá laglegasti, findnasti og skemtilegasti sports- maðurinn, var Scott Wallace, sem vildi það slys til að glata sjálfum sér fyrir töfravaldl Díönu. En hin töfrandi Mr3. Wemyss festi líka augu sín á Wallace og hún neitti alls að- dráttar afls síns til þess að vekja athygli hans á sér. En kona eins og hún, hafði í mörg hom að líta og því ekki að búast við að hún gætl haldið öllum dáendum sínum stöðugum þó máttur hennar væri mikill. Hún vissi ekkert hvað ást var. Hún hafði aldrei unnað nokkr- um manni, þó hún sýndist vera sköpuð til þess. Og hún var alveg ómóttækileg fyrir ástina, þrátt fyrir það þó augu hennar, eyru og varir bentu á það gagnstæða. 1 hálflukt- um flögrandi augum hennar, gat ekki verið um nein föst heit að ræða. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.