Heimskringla - 20.05.1931, Page 2
S BLAÐSffiA
HeiMSKRINCLA
WINNIPEXj, 20. MAÍ, 1931
Opið bréf til Hkr.
Tileinkað vinum mínum, Mrs.
Rósu Casper, Blaine, Wash. og
K. N. skáldi á Mountain, N. D.
Um það leyti er við fórum af
stað frá Lækjamóti var þokan
að mestu horfin, nema á hæstu
fjöllum og komið glaða sól-
skin, sem hélst fram undir
miðaftan. Við riðum fram fyrir
ofan Stóru-Ásgeirsá. Þegar
við komum suður yfir ána, sá-
um við í brekku að norðan
verðu stóra skúfa af blá-gresi.
Karl frændi, fór af baki, stíkl-
aði norður yfir ána og sótti
okkur Mörtu sinn blágresis-
vöndinn hverri. Bárum við þá
með okkur fram eftir dalnum.
Veður varð heitt, eins og æfin-
lega, þegar sólar naut, og blóm
in okkar fölnuðu fljótt. Skild
um við þau eftir á eyrunum
meðfram ánni og meintum að
taka þau þegar við komum til
baka. Riðum við sem leið lá
fram að Hrappstöðum. Þar er
eg fædd og þar var eg þangað
til eg var tveggja ára og þriggja
mánaða. Frá þeim árum átti
eg svo dýrðlega mynd af Hrapp
stöðum, að mér þótti sem
hvergi í heimi gæti fegurri
En sú mynd hvarf út í buskann,
þegar eg 17 ára gömul kom
þar þreytt og sifjuð úr grasa-
ferð, í vondu regni og dimm-
viðri. Þá sá eg ekkert nema
fy.' ; m •' Í .. j , , ' ■
.-■■,•• ........................
TURRET SMÁ SKORIÐ VIRCINIA TÓBAK
in mín fengu aftur fult verð-
mæti. Á sjötugsaldri gat sál
mín enn orðið hrifin af fegurð
þeirri, sem heillaði hana 2ja
ára — barn í annað sinn. Má-
ske. Á þenna hátt vil eg ein-
mitt vera bam. Svo lengi sem
sál mín verður hrifin af fegurð
hvar sem hana er að finna,
hefir lífið eitthvað mér að
bjóða — eitthvað sem getur
lyft henni yfir skuggahliðar
þess. A, já. Eg vil vera barn í
þeim skilningi, og skammast
mín ekkert fyrir það, jafnvel
þó fólk minin mig á að tvisvar
verður gamall maður barn. Það
er í stöku tilfellum ekkert að
því að vera eins og barn.
Þess utan er fallegt á Hrapps
stöðum. Bærinn stendur hátt
og önnur hús hærra. Að norð-
an rennur Hrappsstaðaá gegn-
um skrúðgrænan hvamm, og
er bratt niður að henni. Allur
gæti sá hvammur verið tún —
og er það máske. í það minsta
var hann nú grænn og grös-
ugur. Á þessi rennur ofan í
Víðidalsá. En hún rennur eftir
miðjum dalnum. Frá bænum er
hægur halli ofan að Víðidalsá.
Hinumegin iítið eitt norðar er
Bakkakot. Þar er nýtt stein-
steypuhús, en fremur sýndist
mér túnið lítið — minna en á
Hrappsstöðum. En þetta nýja.
myndarlega hús, gerir jörðina
svipmeiri. Frá Hrappsstaða-
fjárhúsunum sér norður yfir
norðvestur hluta Víðidals —
Borgarvirki og út á Húnaflóa.
Ætti eg Hrappsstaði, bygði eg
bæinn þar sem húsin nú standa.
Eg á þá nú ekki, og því bezt að
ráðgera ekki meira um það.
Kringum kl. 3 s d. riðum við
sömu leið til baka niður með
Víðidalsá, og nú reið Hrapps-
staðabóndinn með okkur. Næsti
áfangastaður okkar var Víðidals
tunga — hið gamla höfðingja-
og stórbændasetur. Þar hefir
búið herra Teitur Teitsson bróð
ir Ágústs bónda Teitssonar við
Blaine, og þar býr enn ekkja
Teits með börnum sínum (Teit-
ur lézt fyrir tveimur árum eða
svo). Við skoðuðum kirkju-
garðinn og kirkjuna. Uppi á
kirkjuloftinu sá eg lestrarfélags
bækur sveitarinnar. Hrædd er
eg um að okkur hér hefði þótjt
það fátæklegt safn. Víðidals-
tunga hefir löngum þótt ein af
beztu bújörðum þar um slóðir,
og löngum vel setin. Túnið er
afar stórt og mikið af því slétt.
Nafn sitt tekur jörðin af því,
að hún liggur í odda eða tungu
á milli Víðidaisár að austan og
Fitjaár að vestan, framan við
nefnda tungu koma þær saman
og heita þá einu nafni, nefni-
lega Víðidalsá. Rennur hún
eftir miðju héraði út í Húna-
flóa. Víðidalstunga liggur þvf
fyrir miðju héraði að kalla. Er
jaðan útsýn norður um alt
>etta hérað — þ. e. Víðidalinn
— hin bezta. Heimafyrir virtust
mér hús öli gamaldags, og eng
ar jarðabætur sá eg þar á leið.
Glögt er gests augað, segir
gamall málsháttur. En því að-
eins er hann sannur, að gest-
urinn gefi sér tíma til að lit-
ast um. En viðstaðan var hér
ekki löng. Sama gestrisnin
mætti okkur hér sem annars-
staðar — ekki til að tala að
fara án góðgerða.
Frá Víðidalstungu riðum við
vestur að Fitjaá. Þar sneri
Hrappsstaðabóndinn heim aft-
ur, en við riðum að Gauksmýri
og komum þangað milli kl. 9 og
10 s.d.. Þar hitti Karl frændi
föður sinn, en eg bróður minn.
Og þar skildi með okkur Karli.
Hann þurfti að vera kominn
að slætti í Stóru-Borgartúni
næsta dag, og reið því heim
um nóttina. En við Marta gist-
um að Gauksmýri þá nótt. En
hríkaleg gljúfur og leiðinlega En aldrei gat mér dottið í hug báðar söknuðum við Karls. —
sviplaust land fram undir heiði. að það hefði verið þetta, sem j Honum áttum við að þakka fyr
Þá 0g síðan spurði eg sjálfa töfraði og heillaði barnssál j ir einn af ánægjulegustu dög-
- „ v. * v, rxt mína fyr en einmitt nú, að eg unum sem við áttum í allri
mig í sifellu, hvað hefði svo J f
„ , sá það aftur. Fyrstu bamagull-
heillað huga barnsins, að það
vakti í huga mér eins og dýrð
legur draumur, en fékk ekkert
svar — enga úrlausn á þeirri
einkennilegu gátu í 47 ár. Þess
vegna langaði mig ekkert til að
koma að Hrappstöðum, og
hefði ekki gert það í þetta
sinn, nema af því, að þar bjó
nú frændi Karls, og Karl vildi
koma þangað. Og sjá! Æsku-
draumur minn frá 2. ára og
þriggja mánaða aldri, var sann-
ari en eftirtekt mín á 17 ári.
Fegurðin sem mig hafði dreymt
um í 15 ár, frá því eg fór það-
an barn, þangað til eg var 17
ára, birtist mér nú í allri sinni
dýrð. Áin sem rennur fyrir
vestan bæinn nokkurn spöl eft-
ir rennisléttum eyrum. Og ein-
mitt um þenna tíma dags
glampaði sólin í gárum árinn-
ar, eins og titrandi geislaflóð,
milil grösugra eða sléttra sand-
eyra. Það var þetta, sem hell-
aði huga minn, meðan eg var
ennþá óvita barn. Slíka fegurð
er hyervetna að finna, þar
sem líkt á stendur um lands-
lag, hvert sem þá er um á, sjó
eða annað vatn að ræða. En
þar sá eg það í fyrsta sinn, og
því héit það huga mínum föngn
um. Síðan hefi eg séð þá feg-
urð víða og í miklu stærri stíl
ferðinni. Væri hann ekki ná-
frændi minn, hefði eg skrifað
um hann dangt mái. En þetta
má eg segja: Hann er myndar-
legur, greindur í betra lagi og
ljóðelskur, hagmæltur vel -
sumir kalla hann skáld -
söngvinn og ræðinn og skemti-
legur. Á hæð nær sex fetum,
vel vaxinn, dökkhærður og
hrokkinhærður — stúlkur! hugs
ið þið ykkur! — hrokkinhærð-
ur, skáld, vel vaxinn, dökk-
móeygður, og augun dansandi
af lífsgleði og fjöri! — Og það
sem mest er í varið, góður
drengur. Eg vildi eg gæti sýnt
ykkur mynd af honum eins og
eg sá hann í sumar sem leið.
— þeir eru margir, fallegu pilt-
arnir á íslandi.
MeS Birni bróSur mínum.
Við Marta komum að Gauks-
mýri til Björns bróður míns
að kvöldi þess 23. júlí, og vor-
um þar um nóttina. Þann morg
un, n.l. 24. júní, er ennþá sudda
rigning og þoka í fjöllum öll-
um. Er því ekki um neina sér-
staka fegurð að ræða. Þó er
mér sagt að á Gauksmýri sé
mjög fallegt, þegar útsýnis
nýtur og veður er gott. Þessi
jörð tilheyrir hinum svoköll-
uðu Múlabæjum. Frá múla þess
um er nokkumveginn jafn
halli austur undir Fitjaá. —
Skamt fyrir norðan er Þóreyj-
argnúpur. Þar bjó Hans skáld
Natansson, forfaðir þeirra Lín-
dalsfrænda flestra. — Flestra,
segi eg, af því að til er önn-
ur Líndalsætt, sem ekik tekur
nafn það þaðan. Meðfram Múl-
anum iiggur þjóðvegurinn norð
ur og vestur gegnum Húna-
vatnssýslu, þ. e. bílvegur. Er
hann góður víðast og alstaðar
um þetta leyti árs.
Bóndinn á Lækiamóti ós^að-'
eftir regni alla þessa viku. -
Hann vildi fá rekju til að slá
túnið sitt. Hvort hann hefir
verið einn um þessa ósk, veit
eg ekki. En hitt var eg nú að
komast að raun um, að hon
um varð að ósk sinni í þetta
sinn. Vikuna áður var þerrir
um land alt, nema í Fljótshlíð-
inni. Höfðu bændur þá hirt alt
sem áður var slegið, svo rign-
ingin var þeim enn ekki baga-
leg. En okkur ferðafólkinu var
nú farið að þykja nóg um
hana. Ekki hjálpaði neitt að
kvarta. Fjöldinn bað um regn
og fékk það. Það þykir víst
réttlát að þeir fáu líði fyrir
fjöldann í flestum tilfellum, sé
hægt að koma því við. Annars
er hið gagnstæða vanalegra.
Þenna umrædda morgun var
húðarrigning. Við urðum fyrir
það síðbúnari en ella. Hestar
voru ei sóttir fyr en kl. 10 —
og kl. 11 fyrir hádegi vorum
við öll ferðbúin. Hestarnir söðl
aðir stóðu á hlaðinu, en létu
allókyrlega. Björn sagði þá
ekki meira en svo að vera
tamda. Hann er hestamaður
mikill í orðsins góðu og gömlu
merkingu. Á mörg hross, en
nú stóð svo á, að þessir einir
voru við hendina, enda allir
góðir hestar, þ. e. reiðhesta-
efni. Einn af þeim var reiðhest
ur hans, brúnn, þ. e. svartur
á lit, vakur, fjörugur en nokk-
uð taumþungur. Skildi eg ríða
honum. Bað Björn mig að hafa
á honum stöðugt taumhald og
vakandi auga. Leyndi það sér
ekki, að hann var hræddur um
mig á þessum hesti. Annar
hestur var rauður — réttnefni
á litnum — í stærra lagi eftir
því sem íslenzkir hestar eru;
viljugur, góðgengur, en ekki
vakur— reyndist hann og of-
urlítið haltur. Skyldi Marta ríða
honum. Þriðji hesturinn var
hálftaminn foli, skolbrúnn á
it, fallegur, fjörlegur og
hrekkjalegur. Tindraði skap og
fjör í dökku, stóru augunum
hans. Skyldi Björn ríða hon-
um. Nú var haldið í klárana
meðan við fórum á bak, og var
þess full þörf, því þeir létu ó-
friðlega, snerust alt sem þeir
gátu, jöpluðu mélin og kröfs-
uðu jörðina með framfótunum.
Þegar við vorum öll komin á
bak og klárunum slept, hleypti
Björn hesti sínum út á mýri, í
stað þess að ríða umsvifalaust
ofan á veginn, eins og þó lá
beinast rið að gera. En Björn
vissi hvað hann gerði. Þetta
bragð hafði nefnileag tvent til
síns ágætis. Fyrst það að draga
úr falli og meiðslum, ef klár-
arnir hentu okkur, að svo miklu
leyti sem mýrin var mýkri en
vegurinn. 1 öðru lagi mundi ó-
viss fótfesta draga úr æðis-
gangi kláranna. Þetta varð nú
von bráðara ljóst. Folinn Björns
rýkur þegar á stað, út á hlið,
setur undir sig hausinn og ætl
-ar að ausa, þrátt fyrir alt sem
sem Björn gat gert til að halda
honum uppi — en um leið er
hann kominn út í keldu, hálf-
rótfúna, hófarnir sleppa niður,
folinn hendir sér á knén og
bröltir þannig fram úr keld-
unni með Björn á bakinu. Tók
þett amesta vindin núr hon-
um í bráðina, og þó var hann
viðsjárverður allan daginn. Við
Marta létum okkur þessi víti
að varnaði verða. Héldum fast
í reiðskjóta okkar og komumst
klakklaust yfir kelduna, enda
voru þeir — okkar hestar —
viðráðanlegri; þeir voru taum-
stffir. en fundu brátt að við
vorum herrar þeirra, svo a!t
VISS MERKl
135
Hln undursamlegu lækningar-efná
Gin Pills, er verka beint á nýrun,
hreinsa þvagið, lina og lækna sýktar
líhimnur, koma blöðrunni aftur i
samt lag, sem sé veita varanlega bót
á öllum nýma- og blöðrukvillum.
50c askjan í öllum lyfjabúðum.
fór vel. Fengum við ósvikið hól
fyrir reiðmenskuna, einkum.
eg, sem varla hafði komið á
liestbak siðan 1887, að eg roið’
norður á Sauðarkrók á leið-
inii: til Ameríku, að undan-
teknu ferðaiagi okkar uir.
Skagafjörð, eins og fyr segir.
Bráðlega komum við á veginn,
og riðum sem leið lá suðaust-
ur að Fitjum. Það var fyrsti á-
fangastaður okkar þann dag.
Á Fitjum býr Árni, bróður-
sonur vinar míns, Péturs Finns
sonar í Blaine. Pétur var einn
af þeim, sem ætlaði til íslands
þetta sumar, en veiktist og varð
að hætta við förina. Þess
vegna vildi eg nú sjá þessa
frændur hans, úr því eg var
kominn svo nærri heimilum
þeirra. Þegar þangað kom, var
komið gott veður, glaða sólskin
og góður þurkur. Var svo oft-
ast, þó rigndi kvöld og morgna.
o gmeira og minna allar næt-
FRÍ HJÁLP
við
Vor-PrýSingu ySar
<hÍNamel
VIKUNA
18.
maí til 23. maí
Komið inn og vér skulum sýna yður hve undursam-
legt má gera með Chi-namel—4 stunda—Color
Vamish, Enamel, Floor Varnish og graining—alt
með því að þér gerið það sjálfir; ekkert er auð-
veldara.
Chi-Namel rennur vel og sléttir algerlega yfir-
borðið, svo að engin för eftir bursta sjást. Það
þomar fljótt. Tekur ekki ryk í sig eftir 30 mín-
útur, og harðnar og þornar algerlega á 4 klukku-
stundum. Það gerir yfirborðið mjúkt, endingar-
gott og fallegt útlits. Cr 29 litum að velja.
Chi-Namel graining verk er afbragð á harðan við
og gólf. Og hve fjarskalega auðvelt er að nota
það, gerir það verk auðvelt og skemtilegt.
Til þess að gefa þér alla þá hjálp, sem með þarf
til að byrja húsprýðinguna, bjóðum vér % mörk
af Chi-Namel frítt með því að keyptur sé einn 25
centa Chi-Namel bursti þessa Chi-Namel viku,
ef þér
FÆRIÐ OSS ÞENNAN MIÐA:
B. PETURSSON HARDWARE CO., 706 Simcoe St.
Sími 86 755
Þessi miði gildir fyrir t4-merkur könnu af Chi-Namel og 25c Chi-
Namel bursta—hvortveggja fyrir 25c—ef komið er með fyrir 23.
maí 1931.
NAFN ..............................................
HEIMILI
HREINLÁTASTA OG
HOLLUSTUMESTA MJULKURSTOFN-
UN I WINNIPEGBORG
Eign Winnipegbúenda og rekin af þeim.
Hreinlæti í meðferð allra afurða og stjórnsemi.
Veldur framgangl vorum og vextl.
SÍMI 201 101
“Þér getið slegið rjómann —
en ekki skekið mjólkina.’’
MODERN DAIRY LIMITED