Heimskringla - 10.06.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.06.1931, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Men’s Sults Dry Cleaned and Pressed ......-..... $1.00 Ladies’ Plain Dresses Dry Cleaned and Pressed .. .$1.00 Goo<l» Called For and Dellvered Mlnor Repairs, FREE. l'hone 37 061 (4 lines) XLV. ARGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 10. JÚNÍ 1931. NUMER 37 VIÐARVERZLUNIN ER AÐ AUKAST. Rritish Columbia hefir feng- Ið pantanir frá Ástralíu fyrir 4 miljón fetum af byggingarviði allskonar, og fyrir hálfri ann- ari miljón af járnbrautarbind- ingum frá Englandi. Pantanir ■þessar bárust viðartökufélögun um um síðustu helgi. Segir Hon. N. S. Lougheed ráðherra, að viðskiftaverzlunin sé að auk- ast svo, að hún sé nú að verða Tietri en hún hafi verið síðustu árin. JARÐSKJÁLFTAR. Óvanalega miklir jarðskjálft- ar urðu s.l. sunnudag á Eng- landi, Frakklandi, í Belgíu og Noregi. Eignatjón varð að vísu «kki mikið og mannskaðar eng- ir. En eins stórkostlegir jarð- •skjálftar og þetta eru sjaldgæfir á þessum slóðum og vöktu tals verðan ótta hjá mörgum. Reyk- Láfar hrundu nokkrir og hús skektust á stöku,stöðum. Munir duttu einnig ofan af hillum. — Segja menn, að á Englandi hafi aldrei áður orðið slíkur jarð- ’ skjálfti. NAUTPENINGUR SENDUR TIL ENGLANDS ralíu. I hverju samningur sá; er fólginn, verður ekki til hlít- J ar kunnugt, fyr en að uppkast- j ið verður lagt fyrir sambands-1 þingið. En lielztu atriðin í hon- j um eru þau, að Canada nýtur ■ sömu hlunninda og Bretland, að því er toll á iðnaðarvöru og búnaðaráhöldum snertir, sem j Canada selur Ástralíu. Er það > í fyrsta skifti, sem Canada nýt- ur þeirra hlunninda. Vörurnar, sem Canada býst við að selja Ástralíu, eru viður, dósafiskur, akuryrkjuáhöld, bílar og blaða- pappír, auk margskonar ann- arar iðnaðarvöru, sem Ástralía j kaupir ennþá erlendis. Aftur ^ gerir Ástralía ráð fyrir að selja j Canada rúsínur, kúrenur, appel sínur, sykur, þurkaða ávexti o. ( s. frv. Sanjningar þessir eru undir- skrifaðir af forsætisráðherrum Canada og Ástralíu, en verða i að ná samþykt þinga beggja landanna áður en til fram- kvæmda kemur. Að samningar þessir séu. byrjun víðtækari viðskiftamln- j unar á milli þessara landa, en áður hefir verið, er skoöun stjórna beggja landanna. unnið af krafti. En ekki virðist þetta ætla að koma að miklu haldi. Talaði Sir Oswald um að útnefna 400 þingmannsefni í næstu kosningum; en nú er svo komið, að þingmannsefnin er ekki talið líklegt að verði fleiri en 50. Þessi nýi flokkur virð- ist hafa tapað mjög fylgi- und- anfarið, og nú er ekki gert ráð fyrir, að úr þessu kveði neitt að honum, og hvorki stjórninni né neinum öðrum stjórnmála- flokki standi framar nein hætta af honum. Hann er sama sem talinn úr sögunni. MORATORIUM. BÍLASLYS. Tuttugu og sjö járnbrautar- ■vagnar hlaðnir nautgripum, j 'voru sendir s.l. laugardag af stað frá Winnipeg áleiðis til Englands. NautgripSrnir voru allir að vestan, flestir frá suður liluta Albertafylkis. Þetta er sjöundi farmurinn af nautgrip- um héðan til Englands síðan í október í haust. Virðist nú ! horfa orðið vænlega með þessi "viðskifti. KARLMANNAFÖT Á $2.50. Þetta er ekki auglýsing. Það «r frétt. Fötin, sem boðin eru fyrir þetta verð til almennings á Englandi, eru keypt frá Rúss landi. Heildsöluverð þeirra er j sagt $1.35, eða það er vkrðið,! sem Rússinn býður þau á.\ Og ; íötin eru meira að segja sögð j úr ágætu efni (superior quali-j ty). Það er nokkuð síðan að Rúss ar byrjuðu að reyna að selja fatnað til Englands. En í fyrstu þótti ósnið á klæðnaðinum og þeim hepnaðist það hálfilla. — ■ Nú hefir Rússinn kynt sér tízk- j 'una svo vel í vesturlöndum1 Evrópu, að föt hans eru eins útgengileg og nokkurra ann- ara. Verði honum gefinn laus taumurinn með að flytja fatn- að inn í landið (England), er slíkum iðnaði þar talinn bráður bani búinn. Að keppa við verð þeirra er engum talið faért Á Portage la Prairie þjóð- veginum varð bílaárekstur s.l. fösbudag, og biðu tveir bana af því. Annar bíllinn var á leið utan frá Portage la Praifie, en hinn, sem var expressbíll frá Brandon, var að fara vestur. Þegar bílarnir ætluðu hvor fram hjá öðrum, rákust þeir svo á, að expressbíllinn fletti yfirbyggingunni af smærri bíln um og dóu þeir, er þeim megin sátu í honum í fram og aftur- sætinu. En það var bíleigand- inn, Edward Hacking að nafni, er stjórnaði bílnum, og kona að nafni Mrs. Frank Dart, er í aft- ara sætinu sat. Mrs. Hacking, er einnig var í bílnum, og önn- ur kona að nafni Mrs. H. F. Russell, komust lífs af en nokk uð meiddar. Alt var þetta fólk frá Winnipeg. Ber alt með sér að mikil ferð hafi verið á báð- um bíiunum, þar eð þeir urðu þess ekki varir, hve nærri þeir óku hvor öðrum. Og slysið vildi til á þráðbeinni braut. McArthur Transfer félagið í Brandon var eigandi express- bflsins. Sá er þeim bíl stjórnaði heitir Joseph Creighton. Rannsókn, sem hafin var s.l. mánudag um orsakir áreksturs ins, hefir verið frestað til 22. júní. Stjórnarkanzlari Þýzkalands Heinrich Bruening, og utanrík- isráðherra Julius Curtius, heim- sóttu Engiand s.l. laugardag. Var erindi þeirra sagt í því fal- ið. að tjá brezku stjórninni, að vegna viðskiftadeyfðarinnar á Þýzkalandi, sem annarsstaðar, sa^ju þeir sér ekki annað fært en að biðja um framlengingu á greiðslu stríðsskuldanna. Er sagt að forsætisráðherra Ram- sav MacDonald hafi tekið er- indi þeirra vel, og talað í veizlu er þeim vai' haldin, fyrir minni Bretakpnungs og forseta von Hindenburg. Svöruðu Þjóðverj- arnir þessu með því, að Bret- land sýndi það nú sem fyr, að það væri vinveitt Þýzkalandi. SKEMTIFÖR SUNISUDAGS. SKÓLA SAMBANDSSAFN- AÐAR. UPPSKERUHORFUR. CANADISKT SMJÖR á ENG- LANDI. Horfur eru heldur góðar með gölu á smjöri héðan til Eng- lands. Síðástliðna viku voru ®endir héðan til Englands 14,- 291 kassi ,er hver vóg 50 pund. Er þá alls búið á þessu ný- byrjaða markaðsári að senda Þangað 24,895 kassa af smjöri. Cni þetta leyti var ekki árið Sem leið búið að selja eitt ein- asta pund af smjöri til Eng- lands. Skýrsla blaðsins Manitoba Free Press, af uppskeruhorfum í Vesturlandinu, sem birt var í lok síðustu viku, getur þess að 80 prósent af ökrum séu að verða of þurrir. Útlitið telur blaðið það, að uppskeran muni ekki verða nema 75 prósent af vanalegri uppskeru. NÝR VERZLUNARSAMN- . INGUR. Canada kvað hafa gert nýj- an verzlunarsamning við Ást- MOSLEY-FLOKKINUM HNIGNAR. Ákveðið er að sunnudagsskóli Sambandssafnaðar fari skemti- ferð næstkomandi sunndag þ. 14. júní út í City Park og er ætlast til að allir verði komnir út þangað kl. 11. f. h. Farið verður á bílum og eru það \insamleg tilmæli Sunnudags- skólans að sem flestir af safn- aðarmönnum, sem bíla eiga hjálpi til við að flytja börnin út. Vegna þess að tæplega er búist við að hægt verði að komast í einni ferð, er æski- legt að þeir sem ekki hafa bfla sjálfir eða annan farkost safn- ist saman við kirkjuna á horni Banning og Sargent — ekki seinna en kl. 10. að morgnin- um, svo að hægt sé að flytja þá út fyrst. Picnicinu verður hagað h'kt og að undanförnu. Kappleikirn- ir byrja kl. 11. og er ætlast til að þeim verði lokið fyrir lunch. En að honum loknum verður farið í ýmsa leiki og safnast börnin aftur saman um fjögur levtið til að fá ísrjóma og fleiri sóðgerðir sem sunndagaskólinn sér um og eftir það geta börnin skemt sér og skoðað garðinn eftir vild. Ætlast er til að hverjir foreldrar sjái um mat handa sinni fjölskyldu en nóg heitt vatn verður á staðnum til kaffigerðar. öllum sem óska er velkomið að taka þátt í skemtjferðinni. FRÁ BLÁLANDI. “Drotningin frá Arabíu”. “En er drotningin frá Saba spurði orðstír Salómons, kom hún til Jerúsalem með mjög miklu föruneyti, og með úlfalda klyfjaða kryddjurtum og afar miklu gulli og gimsteinum, til þess að reyna Salómon með gátum. Og er hún kom til Salómons, bar hún upp fyrir honum alt sem henni bjó í brjósti. En Salómon svaraði öllum spurningum hennar. Var enginn hlutur hulinn Salómon, að hann gæti ekki leyst úr fyr- ir hana. Og er drotningin frá Saba sá speki Salómons — — varð hún frá sér numin. — — Og Salómon konungur gaf drotningunni frá Saba alt er hún girntist og kaus sér, auk þess er hún hafði fært kon- ungi. Hélt hún svo heimleiðis og fór í land sitt með föru- neyti sínu. (2. Króníku Bók, 9. kapítuli.) Þetta atvik úr æfi Salóyions hefir aldrei þótt neinn merkur atburður. En þvf tíðræddara hefir mönnum orðið um hann Drotningarinnar “frá Arabíu” er hvergi getið fyr né síðar. Henni bregður snöggvast fyrir í .ljósi sögunnar, en hverfur jafnskjótt aftur, og enginn veit hvaðan hún kemur eða hvert hún fer. En ætíð hefir hún fengið mjög misjafna dóma, sérstaklega hjá kvenþjóðinni, og mundu þó býsna margar hafa orðið fegnar að hafa fata- Frh. á 4. bls. Ethel Marion Pnce, R.N. 8. apríl 1903 — 30. maí 1931. FIMTfU ÁRA AFMÆLI ARGYLE BYGÐAR 1881 1931 Einsi og flesta mun reka minni til, stofnaði Sir Oswald Mosley nýjan stjórnmálaflokk á Englandi í vetur. Fylgdi Sir Mosley áður verkamannastjórn inni að málum, en varð óá- nægður við hana út af að- gerðaleysi hennar, og fór því af stað og myndaði nýjan verka mannaflokk. Að eflingu þessa! nýja flokks hefir hann og kona j hans, Lady Cynthia Mosley íslendingar í Argyie bygð ætla að minnast 50 ára afmæli bygðarinnar þann 4 og 5 júlí n. k., eru menn nú í óða önn að undirbúa hátíðahaldið. Er ákveðið að það byrji með stuttri messugerð klukkan 10 á laugardagsmorgunin 4. júlí í kirkju Frelsissafnaðar, sem er stæðsta og elsta kirkja bygðar- innar; að messugerð lokinni verður “Automobile parade" á hátíðastaðinn við Grund, sem er einn söguríkasti staður bygðarinnar; þegar þangað kemur fer fram skrúðgahga. en að henni lokinni verður uppihald til miðdegisverðar. Kl. 2 e. h. byrjar aðalskemtiskráin: er ráð fyrir gert að fjögur minni verði flutt, af vel þektum ræðu- mönnum sem tengdir eru við sögu bygðarinnar. “Minni ^rumbyggja”; “Minni Bygðar- innar”; “Minni Canada” og “Minni íslands”. Einnig verða kvæði flutt fyrir þessum minn- um af nokkrum góðskáldum Vestur-íslendinga. Á milli ræð anna syngja söngflokkar og hornleikara flokkur bygðarinn- ar spilar. Hinn listhæfi söngstjóri, hr Brynjólfur Thorláksflon höfir verið fenginn til að æfa fyrir hátíðina og er nú þegar byrj- aður á því starfi. Er minnin hafa verið flutt verða stuttar ræður fluttar af málsmetandi gestum. Að lok- inni skemtiskránni verða í- hróttir syndar eftir því sem tími leyfir, á staðnum verður bjálkahús sýnt með frum- byggja smíði, er sérstök nefnd kosin til að koma því í fram- kvæmd, og er vonast eftir að bað verði merkur þáttur há- tíðarinnar. . Að kvöldinu verður skemti- samkoma í kirkju Frelsissafn- aðar, sem vandað verður til eftir föngum á sunnudaginn bann 5. verður sameiginleg guðsþjónusta í sömu kirkju, verður það loka þáttur hátíð- arinnar. Landnemar frá árunum 1880 og 1881 verða heiðursgestir á hátíðinni. Allir eru velkomnir á hátíð- ina, en fyrverandi bygðarfólk er sérstaklega boðið og vel- komið. Ekkert kapp verður lagt á það að jafnast við eða skara frum úr öðrum ágætum hátíðum svipuðum sem haldn- ar hafa verið meðal V.-fslend- Eins og getið var um í blað- inu vikuna sem leið, andaðist þessi unga kona að heimili sínu í Regina, Sask., föstudag- inn 30. maí s.l.. Er sá missir ættingjum hennar og ástvinum hinn mesti söMiuður og sorg- arefni, því hún var í öllum efn- um hin mesta hæfileika- og myndarkona, og þeim einkar kær og nákomin. Hún var að upplagi glaðlynd og þýðlynd og vildi úr öllu bæta, er hún orkaði, og frá því á barnsaldri var þeim til gleði og ánægju er hana umgengust. Var móður hennar það mikil huggun og styrkur í baráttunni og hinum breytilegu kjörum æfinnar. Ethel Marion Price var fædd í Winnipeg 8. apríl 1903. For- eldrar hennar voru þau hjónin Donald Eldine, enskur að ætt, og Dýrfinna Eggertsdóttir, dótt ir Eggerts bónda Jónssonar, Árnasonar frá Leirá í Borgar- firði, og Sigríðar Jónsdóttur frá Deildartungu í Reykholtsdal. Er ætt þessi úr Borgarfirði og afar fjölmenn hér vestra. Syst- kini Mrs. Dýrfinnu Elding eru þeir bræður Jón og Árni Egg- ertsson fasteignasali í Winni- peg, Mrs. Kristín Reykdal, í Winnipeg, Mrs. Helga Pálsson við Mozart, Sask., Mrs. Eggert- ína Sigurðsson við Swan Riv- er og Mrs. Guðrún Borgfjörð við Árborg, Man. Eina systur á Ethel Marion heitin á lífi, er heitir Sigríður Alma. Býr hún hér í bænum hjá móður þeirra og stundar skrifstofuvinnu hér í Winnipeg. Ethel Marion heitin ólst upp hér í Winnipeg hjá móður sinni og stundaði hér skólanám. Hún lauk burtfararprófi frá Jóns Bjarnasonar skóla 1922. Lagði hún þá fyrir sig hjúkrunarfræði og var útskrifuð frá WSnni- peg General Hospital í þeim fræðum vorið 1925. Stundaði hún svo hjúkrun um eins árs tíma, eða þangað til hún gift- ist 21. maí 1926, eftirlifandi manni sínum, Mr. J. H. W. Price, er þá var bókari við Royal bankann hér í bænum, en það haust skipaður yfirmats maður handveðslána við bank- ann í Regina, Sask. Fluttust þau þá til Regina og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust tvo sonu, heitir sá eldri Edwin James, og er fæddur 5. apríl 1928, en hinn yngri Frank El- ding, fæddur 1. marz á þessu vori. Eftir fæðingu hans náði móðirin ekki heilsu aftur. Vpr hún rúmföst og lengst a( sár- þjáð eftir það, þangað til hún andaðist, sem fyr segir, hinn 30. s.l. mánaðar. Stundaði móð ir hennar hana allan þann tíma. Jarðarförin fór fram frá Speers útfararstofunni í Regina mánudaginn þann 1. þ. m., og stýrði séra R. McElroy Thomp- son, prestur Baptista kirkjunn- ar í Regina, útförinni. Allir ná- komnustu ættingjar voru þar viðstaddir til að kveðja hina 1 ungu konu, er úr heimi var horfin og verið hafði þeim til yndis og ánægju meðan sam- vistanna naut. Blessuð veri minning hennar meðal þeirra. I | Rvíkurblöðin eru beðin að birta þessa dánarfregn. inga, þar sem árferði er mjög erfitt og ógerningur að leggja í mikinn kostnað. En tilgangur inn er að minnast þessa at- burðar mteð viðeiga^idi auð- mýkt og lotningu og þakk- lætishug til forsjónarinnar fyrir handleiðsluna á starfsbraut- inni um hálfrar aldar skeið, og á þann hátt að samboðið sé minningu frumherjanna, bæði j>eirra. sem horfnir eru af sjón- arsviði lífsins, jafnt og þeirra sem eru mitt á meðal vor. Það mun auka á gleði hátíð- anefndarinnar og bygðarfólk3 alls að sem flest af fólki úr öðr- um bygðum heiðri hátfðina með nærveru sinni, og alt mun nefndin gera sem hún getur til að gestum geti orðið dvölin sem ánægjulegust. Formaður hátíðarnefndarinn- ar er Björn S. Johnsön, Glen- boro, P. O. og séra E. H. Faf- nis er skrifari. G. J. Oleson —Glenboro, 6. júnf 1931. J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.