Heimskringla - 10.06.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 10. JÚNÍ 1931.
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSÍÐA
ur gamli Gunnarsson á Hall-
ormsstað, var á ferð úti á
Héraði og kom seint á degi að
Eiðum, en þar bjó þá bóndi sá
er Jónatan hét, aldraður mað-
ur, búhöldur mikill og þótti
hann fremur harðdrægur, enda
var hann ríkur maður. í»eir
prófastur og Jónatan voru
kunningjar og bað prestur hann
gistingar þar um nóttina', og
var því vel tekið. Húsbóndi
leiddi prest inn í hlýtt og lag-
legt baðstofuhús, veitti honum
góðan beina og talaði mikið
við hann 'um landsins gagn og
nauðsynjar. En svo kom að því
að Jónatan þurfti frá að hverfa
um stund sökum heimilisanna,
og bað hann prest að vera nú
eins og heima hjá sér á meðan.
“Það þykir mér vænt um,’’
segir prestur, “eg ætla að reyna
að siða börnin þín á meðan
þú ert úti.’’ “Þú ræður því,’’
segir Jónatan og fer út. Fram-
ar á baðstofugólfinu ólmuðust
krakkar, börn Jónatans, og
létu þaiu illum látum; sérstak-
lega drenghnokki, sem bölvaði
f sand og ösku, svo presti
blöskraði að heyra. Gekk hann
|)á fram á gólfið til drengsins,
tók í hendina á honum, leiddi
Tiann inn í innra herbergið,
setti hann hjá sér á rúmstokk-
In nog sagðist ætla að segja
honum sögu, og lét drengur
sér þetta vel líka. En þá er
stúlka eftir fram á gólfinu, er
lætur lítið betur. “Blöskrar þér
ekki að heyra til hennarr systur
þinnar?’’ segir prestur við
drenginn, sem nú sat siðprúð-
ur hjá honum. “Já, hún er nú
vön að láta svona, helv. am-
báttin sú arna. Þá gekk prest-
'ur þegjandi til stúlkunnar og
settf hana við hliðina á sér og
talaði við þau þangað til Jón-
atan kom inn. Þá snýr prest-
ur sér að honum. og segir:
“Það er Ijótur munnsöfnuður,
sem þau hafa börnin þín Jón-
atann minn.” “Það er ekkert
fallegt af sér sagt,” segir Jón-
atan, en ekki bölva eg svo
börnin heyra nema eg sé þá
reiður." — Það heyrði eg sagt..
að þessi Jónatan hefði mörgum
betur kunnað það, að gefa með
hægri hendinni án þess að sú
vinstri vissi eða yrði vör við.
Frh.
BRÉF TIL HEIMSKRINGLU.
Frh.
Des. 17. s. 1. lék leikflokkur
Fríkirkjusafnaðar Tengdapabba
í City Hall — Bæjarráðshöll-
inni, og nokkru seinna á Pt.
Roberts. Aðsókn góð í báðum
tilfellum, og sæmilega leikið.
Miðsvetrarmót, eða Þorra-
blót Jóns Trausta fór fraiy í
bæjarráðshöllinni þ. 14. febr.
s. 1. Er það í annað sinn, sem
vinur vor, Jón Trausti, heldur
slíkt mót, og tókst nú mun
betur en hið fyrra, sem haldið
var veturinn 1930 um líkt leyti.
, Ber margt til þess, en sér-
staklega það, að nú var sam-
komusalurinn við hæfi sam-
sætisins, skemtiskrá vandaðri,
og tími ræðumanna bundinn við
15 eða 20 mínútur. Á þessum
, stutta tíma gerðu þeir allir vel.
Skemtiskráin var í 16 liðum
Forseti M. G. Johnson setti og
stýrði samkomunni, — flutti
við það tækifæri stutta ræðu.
Þá söng karlakór frá Pt. Rob-
erts, “Ó, guð vors lands”. Sá
Lofið oss að hjálpa yður
að finna “Leyni
Herbergid!”
... Það er næstum því í
hverju húsi . . herbergi
sem hefir týnst—gleymst
í útlagningu.
Það er stundum rétt und
ir súðinni, eða i leynistað
í kjallaranum eða úti á
efri svölunum á bakhlið
hússins. Ef til vill nefnið
þér það “gagniaust gým
ald”, en hvað er herbergi
annað en rúm innan f jög-
ra veggja? Vér skuluni
sýna yður hvernig koma
má fyrir veggjunum. Með
40CEPT NO SUBSTITUTE j
TEN/TEST veggþynnur,
það er leyndardómurinn.
Þessar al-canadisku vegg-
þynnur, sem útiloka
hita, kulda, og hverskyns
hávaða.
Með þit, eignist þér þæg-
indastfu fyrlr yður sjálfa,
Ieikstofu fyrir börnin, setu
stofu handa konunni, eða
svefnherbergl fyrir þjón-
ustu stúlkuna. Hvort þess
a má gera úr hinu gagns
1 a u s a gýmaldi” m e ð
TEN /TEST.
Til sölu í öllum góðum timburverzlunum.
WESTERN DISTRIBUTOR
The T. R. Dunn Lumber Co., Limited
WINNIPEG, MAN.
TD3R
kór var fjórraddaður, og
fjórir menn sungu. Þeir voru
þessir: Júl. Samuelsson, J. B.
Solomon, Jónas Thorsteinsson
og Steini Thorsteinsson. Um
söng þeirra segir frétta ritari
blaðsins, “The Bellingham Her-
ald”, “Aldrei hef eg heyrt
hreinni raddir eða samstiltari
fjögra manna kór.” Þá flutti
sr. Albert minni fornmanna, f
ræðu. Á eftir honum flutti frú
Jakobína Johnson frumort
kvæði, einnig, Minni forn-
manna, hefir það / nú fyrir
nokkru komið út í Hkr. svo
óþarft er fyrir mig að segja
meira um það. Næst söng
karla kór “Buldi við brestur”.
Voru þeir þegar kallaðir eða
klappaðir fram til að endur-
taka þann söng. Eftir það, frú
Ninna með sóló. Um hana
segir áður nefndur fréttarit-
ari — “Né hefi eg heyrt feg-
'urri kvenrödd en frú Ninnu
Stevens. Röddin er há, hrein
og skær, og rennur svo mjúk-
lega frá barka hennar, eins
og hann væri skapaður til þess
eins, að syngja”. — Þá flutti
sr. K. K. ólafsson ræðu —
Minni Ameríku. Eftir honum,
sóló, Ninna Stevens, og næst
karlakór, “Þótt þú langförull
legðir”. Næst flutti sr. it. E.
Johnson ræðu; Minni Jóns
Trausta, og eftir honum, minni
sama í Ijóðum, sr. Friðrik A.
Friðriksson. Þá söng karla-
kór, “ísland þig elskum vér.”
Að því búnu sungu allir: “Eld-
gamla ísafold", og “My Coun-
try”. Jú, eg hef hlaupið yfir
einn lið. Hr. E. G. Gillis frá
New Westminster flutti í ljóð-
um Minni Ameríku. Það var og
sungið. Sig. skáld Jóhannsson
flutti og í ljóðum Minni fs-
lands og fl. kvæði sem síðan
hafa *komið í Hkr.
Eins og venjulegast tíðkast
á samskonar mótum, skyldi
skemtiskrá fara fram meðan
á borðhaldi stóð. Fór byrjun
skemtiskráarinnar dálítið í
handaskolum fyrir þá sök, að
í stað þess að borðleggja mat-
hvíslar og hnífa er fyrsti ræðu-
maður talaði, kepptust menn
við að éta, eins og um það
eitt væri að ræða að koma því
af sem fyrst. En þar sem um
eins eð^ tveggja kl.tíma mat-
málstíma er að ræða, og nóg-
'ur matur á borðum, liggur ekki
svo mikið á. En ástæðan fyr-
ir þessu hefir ef til vill verið
sú, að við samskonar tækifæri,
hefir hús eða borðrúm verið
svo lítið, að einhverjir hafa
orðið að rýma sæti, svo aðrir
kæmust að. En hvort sem er
um það, hefði forseti átt að leið
rétta þetta. Að undanskildu
þessu, sem svo spilti áheyrn
sr. A. E. Kr. að enginn hafði
not ræðu hans, fyr en búið
var að lyfta honum upp á borrl
í miðjum salnum. Heyrðu þá
margir niðurlag ræðu hans, sem
áreiðanlega var of góð til að
drukkna í hnífaskvaldri og
tanna.
Mörgum orðum skal ei hér
farið um hina ýmsu liði skemti
skráarinnar, sem voru hvor öðr
um betri og má þá nærri geta
að sá bezti var meira en góð-
ur — og eg segi það í fullri
alvöru, né heldur eyða tíma og
rúmi til að hæla eða telja upp
rétti þá sem á borðum voru.
Nægilegt er að segja: Það var
al-fslenzk matveisla, og hún
góð, enda frammistaða ága^t. I
En það er annað sem vér vilj-
um taka fram og leggja áherzlu
á, og það er þetta:
Miðsvertrarmót eða Þorra-
blót — (það er nefnt ýmist).
Jóns Trausta er að fá þóðernis-
lega þýðingu. Þess hefir í þetta
sinn verið getið í þremur hér-
lendum blöðum, og í einu þeirra
tvisvar, og í bæði skiftin lofsam
lega. Tilraun gerði eitt blað-
ið til að skýra tildrög Þorra-
blótsins. Einnig uppruna ís-
lendinga, tildrög til landsnáms
á Islandi og síðar komu þeirra
til Ameríku. Og þó þessi til-
raun væri ófullkomin, var það
samt tilraun, sem fór vel með
þjóðerni vort. — Viðvíkjandi
því, er Blaine Press segir, er
þess að gæta, að þar ritar ísl.
og fer sem vænta mátti veí
með samkomuna, ^amkomu-
nefndina, og sérstaklega for-
seta hennar, eins og maklegt
var. En fræðir innlenda svo
ekkert meira í því efni. En þess
má og geta, að þó að fsl. skrif-
aði um Mótið, þá bað hinn nýi
ritstjóri — um þær fréttir og
bauð fram alt það rúm í blaði
sínu er þyrfti, til þess að frétt-
in væri vel sögð, og hún var
vel sögð, það sem hún náði. En
Bellingham Herald s«ndi frétta
ritara, sem ekki lét sér nægja
að skrifa einu sinni sæmilega,
heldur tvisvar. Þessi fregnriti
blaðsins var á samkomunni,
og hra Tryggvi Jónasson frá
Bellingham — sat hjá honum
— fréttaritaranum, sem var
kvenmaður og skýrði fyrir
henni alt sem fram fór. Mátti
vel trúa honum til að gera
það tel.
ísl. hér á ströndinni hafa gert
alt of lítið að því að auglýsa
ísl. þjóðina þ. e. a. s. kosti
hennar. Hin hliðin er því mið-
ur alt of auðsæ. fsl. ungmenni
hafa útskrifast héðan af há-
skólanum, og auðvitað barna-
skólanum fyrst, og mikið fl,
af þeim, að tiltölu, með hæð-
stu einkum en annara þjóða
börn. En aidrei er þess getið
að þau séu af ísl. bergi brotin.
íslendingadagur hefir haldinn
verið í Blaine, og æfinlega til
hans vandað, enda æfinlega
tekist vel. En hvaða auglýs-
ingu hafa þeir fengið út á
við? — Getið að einhverju í
bæjarblaðinu — hvergi annar-
staðar, svo heyrst hafi, að und-
anteknum auglýsingum — og
máske fréttagreinum í ísl.
blöðunum. Af tvennu stafar
eftirtektaleysi innlendra á oss,
sem ísi. Vér kunnum ekki að
auglýsa, og það lítið, sem hér
hefir gert verið í þjóðernis-
skyni, e. o. t. d. íslendinga-
dagshald í Blaine — aðeins á
margra ára fresti. Þorrablót
Jóns Trausta hefir byrjað vel,
og fengið þjóðernislega viður-
kenningu, fram yfir allar aðrar
ísl. samkomur hér hjá oss. Nú
er um að gera að halda á-
fram, gera betur og betur.
ÞETTA ER WINNIPEG “BAKING POWDER” — TIL
KAUPS OG ÁBYRGSTUR í ÖLLUM MATVÖRUBÚÐ-
UM — OG UPPÁHALD ALLRA GÓÐRA MAT-
REIÐSLUKVENNA.
Blue Ribbon Limited
WINNIPEG
CANADA
þangað til almannarómur seg-
ir: Látum oss heimsækja Jón
Trausta, og sitja með honum
að sumbli. Sá karl hefir veislu,
sem vert er að sækja, frá
hvaða sjónarmiði sem á er lit-
ið. — “Ef þér er boðið til ís-
lenzkrar veislu, eða hátíða-
halds, í öllum bænum þygðu
það boð,” voru niðurlagsorð
fréttaritara blaðsins, Belling-
ham Herald.
Jón Trausti hefir frá byrun
vega sinna vandað samkomur
sínar, og það á meðan það var
(Framh. á 7. síðu.)
HVERNIG VINNA MÁ
auka verðlauna peninga
við
Heimaeldunar deildir
á sveitamótum og sýningum!
1930 unnu Robin Hood mjöl notendur
eftirfylgjandi verðlaun:
Oullverölauiniaperkingirin
Tvo siifur verölaunapeninga
103 fyrsíu verðlaun
og samtals 225 verðlaun við 40 tegundir af heimabök-
unartilraunum við verðlaunasamkepni í heimabökun,
úr öllum hugsanlegum hveititegundum, á sýningum í
Vesturlandinu. Þessir æfðu og verkhögu brauðgerðar-
menn leggja áherzlu á að nota beztu mjöltegundir og
halda eindregið fram-
RobinHood
FlyOUR
ATHUGIÐ: Takið eftir verðlauna
skránni á Fylkissýningunum í “B”
flokki og á sveitamótunum, hinum sér-
stöku Robin Hood tilboðum.
TIL SUMAR FERÐALAGA
Ferdamanna klukka
ER TELUR SKEMTISTUNDIRNAR
Gagnleg, því það má leggja hana saman svo lítið fari fyrir
henni — skífan með lýstu letri er lesa má á, að nóttu. Hulstrið
er úr upphleyptu fagurbláu Morocco leðri — skyggðu og gull
greiptu. Með átta daga gangverki. $15.00
Ferdataska
MEÐ NÝJUSTU SNYRTUNARTÆKJUM
Gjöf sem að nytsemi og þrýði tvöfaldir ánægjuna á ferða-
lögum!
Búin til úr fagurskyggðu upphleyptu Morocco
leðri v— á þægilegri stærð — fóðruð með gráu
Moire og útbúin með hinum fínustu tækjum úr
svörtu gleri búnu með Chromium Plate, af beztu
gerð................................. $100.
í gullfanga deildinni.
A aðaigóifi við Donaló
f1 l|T] y
<*T. EATON C°u
LIMITED