Heimskringla - 10.06.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 10.06.1931, Blaðsíða 6
I 6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 10. JÚNÍ 1931. I JAPONETTA f eftir ’í ROBERT W. CHAMBERS. ♦ Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson Silvíetta sat þannig lengi og huldi and- lit sitt í höndum sér. Mr. Rivett var farinn •að ókyrrast. Hann gekk því til hennar og beigði sig niður að henni: “Silvíetta’’, sagði hann. Hún nikkaði höfðiriu, sem merki þess að hún heyrði til hans. “Silvíetta?” sagði hann aftur. “Þú elsk- ar Jaek!’’ Hún sat ennþá hreifingarlaus. “Þér eruð svo vandlátar að virðingu yðar Silvíetta, að þér reynið að draga ást yðar á tálar. Þér hafið elskað Jack lengi,” sagði Mr. Rivett. Silvíetta svaraði engu enn. “Við gætum ekki óskað okkur betri stulku fvrir tengdadóttur,” sagði hann. “Eg hefi verið mjög blindur. Jack vissi betur, en móðir hans vissi þó betur en við öll til samans. Konan mín er mjög hyggin, Silví- etta — langtum hyggnari en eg —. Og eg hef-----eg stend í skuld við það nafn, sem ^)ér berið. Eg meinti að með því að gefa yður son minn get eg bætt fyrir það. Þér leggið á mig skildur. sem eg get ekki mætt, nema þ>ví aðeins að þér takið á móti kærleika mínum. Viljið þér gera það, Silvíetta?” Hún rétti út hönd sína í áttina til hans, og hann tók hana í báðar sínar. “Þökk fyrir,” sagði hann. Þau þögðu bæði um stund, svo lét hann Jausa hönd hennar og gekk út en lét hurð- Ina standa opna til hálfs. Þegar Silvíetta lyfti höfðinu frá skrifborð inu, vissi hún að Jack var kominn inn. Tignlegur og rólegur, stóð hann fyrir framan hana og horfði á hana. Og tigulega •en föl reis hún á fætur og leit fast á hann, gekk svo til móts við hann og rétti honum óttalaus báðar hendur sínar. * “Eg vissi það ekki,” sagði Jiún. “Eg vildi ekki einu sinni leifa mér að hugsa þannig til þín. — Viltu mig, Jack?’’ Hann tók í hendur hennar, kysti þær ákaft og svo óstjórnlega að hún hálf utan við sig, dróg sig til baka, en um leið stóð hann á‘ fætur og tók hana í arma sína. Og mjög alvarleg gáfu þau hvort öðru hinn fyrsta koss. Glöð og ánægð, laus við allar hindranir Dg hlekki, sátu þau hlið við hlið uppá skrif- borði Mr. Rivetts, héldu höndum saman og dingluðu fótunum fram og aftur og ræddust við, broshýr og hamingjusöm, á máli elskend- anna. XIII. Kapítuli Mr. Rivett og konan hans komu sér 'saman um að þessar tvær trúlofanir skildu <ekki verða hafðar í hámæli fyrst um sinn. Að undanteknum þessum tveim, Díönu bg Mr. Dineen og sem nánastí ættingi Silví- ettu átti EMgerton einnig að fá að vita um þetta, og var Díönu falið á hendnr að til- kynna honum það. Silvíetta skrifaði nokkur orð á kort, sem hún bað Díönu að leggja með bréfi sínu til Edgertons. Og svo tók Dí- ana skriffæri sín og hélt af stað út í gegnum skóginn til hins mosagróna 1 berghjalla, þar sem hún og Edgerton svifu til baka til síns horfna draumalands. Þar ætlaði hiún að skrifa til hans bréfið. Hún hefði aldrei komi ðþar síðan. Á ein- um göngutúr, með Scott Wallace, fóru þau skamt frá þessum stað og hann kom auga á þennan einkennilega og fagra stað. Hann vildi klifra þangað upp og bað hana að koma þangað með sér að skoða þetta fagra æfin- týra land, sem han nsagðist hafa fundið. En fyrir henni var það ekkert nýtt æfintýraland, því æfintýrið var löngu liðið og horfið inn í djúp tímans. Hún vildi ekki fara þangað upp með honum og gekk því áfram meðfram fljótinu, án þess að skeyta um beiðni hans. En n úfanst henni, sem einhver kallaði sig þangað upp. Hún vissi ógerla hver það var, en hún var fús að hlýða því kalli. Ef til vill hefir það verið vegna þess að það var kærasti bletturinn sem hún átti, þar sem kyrð og helgi töfrandi náttúru ljómans inn- vafði hana og þar fanst henni yndðelast að tlvelja á meðan hún var að skrifa honum og Skýra honum frá hamingju systir sinnar. Þessi fagri staður hennar og minninga- land, hafði breyst talsvert við árstíða skiftin. Oul blöðin hvíldu máttvana á greinum trjá- anna, og mosateppið er breiddi sig yfir hjall- ann var orðið upplitað og mað. Og þarna stóð birkitréð, sem hún hafði hallað sér upp að þegar armar hans umvöfðu hana og hann gaf henni fyrsta og síðasta kossinn. Þama lá han við fætur hennar — þá var hann að- eins broshýr og glaðlyndur, góður drengur, sem ekki var búinn að finna sjálfan sig. Hún settist niður í sama staðinn undir trénu og hallaði sér upp að því, sem í fyrri daga og sá út yfir skóginn, fljótið og hamra- beltin. Þarna—fyrir löngu síðan var það sem hún hafði offrað ást sinni — altarið, sem hún fórnaði á hjarta sínu—. Hún beigði sig niður og leitaði eftir bletti þeim á hönd sinni, sem hann hafði kyst. Og hún leitaði eftir sporum í mosanum, frá þeim tíma er þau voru þar saman, en bæði sól og regn hafði afmáð þau með ölRi. Að- eins í hjarta hennar bjó minningin um koss- inn tans. Og svo lét hun hugann hvarfla til horfna landsins. Hún var ekki lengi þang- að. Hún heyrði maríetlurnar tísta, og hún sá himininn heiðan og skýjalausan og sólina varpa gullnum geislum sínum á alt, sem var um hverfis hana. Og hún sá hann, heyrði hann tala, segja sér sögur og æfintýri um unga og — börn. Það sá enginn tárin, sem blinduðu augu hennar og runnu niður kinnarnar, • og ofan á þurran, fölnaðan mosan. Og þegar hún var búin að svala tilfinningum sínum með tár- um á þagnarhelgi þessa friðhelga kæra stað- ar, tók hún fram skriffærin og skrifaði bréf- ið til Edgerton: Kæri Jim! Silvíetta er trúlofuð og ætlar að giftast Jack Rivett. Hún er mjög hamingjusöm. Eg sendi þér hér með kort frá henni. Aðeins hinir nánustu ættingjar fá að vita um þetta fyrst um sinn. Opinberun trúlof- uninnar á að fara fram í Desember. Brúð- kaupsdagurinn er ekki ákveðinn enn. Eg tilkynni þér þessa gleðilegu frétt af því að þú ert nánasti ættingi okkar. í síðasta bréfi mínu til þín, segði eg að Silvíetta elskaði hajn ekki. Eg fór þar mjög vilt. En hún var alt of heiðarleg til þess að vilja viðurkenna það fyrir sjálfri sér, svo hvernig í veröldinni átti eg þá að vita það? Eg vissi það ekki, og hún vissi það heldur ekki, og ef Jack hefði ekki gert uppnám og sótt mál siu svo fast við föður sinn, sem hann gerði þá hefði efalaust átt sér stað harm- söguleikur í ætt pkkar, því við Silvíetta höfð- um meðtekið þitt góða og ylríka bréf, þar sem þú sagðir að hið einasta ráð og heiðarlegasta fyrir okkur væri að yfirgefa Adriutha, og við vorum ákveðnar í að gera það, af því okkur fanst það líka rétt undir kringumstæðunum. Fólkið piskrar um margt sín á milli, Jim, og hlær að röksemdum sínum, því systir mín er svo geislandi af gleði og Jack — hann er yndæll og það er líka systir hans og for- eldrar. Eg fer nú að hugsa að aðal ‘kjarni bréfa minna til þín verði að segja þér frá nýjum og nýjum trúlofunum. Fyrst var það Christine og Mr. Inwood og nú er það Silví- etta og Jack. Curmew hersir er orðinn einkennilega áleitinn, hann gerði tilraun til þess að hremma hönd mína inni í Billiard herberginu. Hann heldur hönd minni líka stundum alt of lengi, þegar hann er að hjálpa mér út í bátinn. í gærdag var eg nærri því dottin í fljótið, mér varð svo mikið um þau ljótu orð, sem hann leifði sér að hafa í frammi við mig. En hann er aðeins grófgerður og stórorður en í raun og veru ekki illviljaður. Hann er efalaust mjög veikur fyrir því, sem fagurt er, hann er altaf boðinn og búinn til að gera alt fyrir mig sem hann getur, og eltir mig á röndum snú- andi upp á sitt yfirskegg og togandi í skyrtu ermarnar. f raun réttri skil eg ekki helm- inginn af því, sem hann er að segja mér,—öll hans mælgi og orðagjálfur er ekki óþægilegt vegna þess að hann hlær að því öllu sjálfur og neyðir mig til þess að hlæja líka. Veiðimennirnir eru ekki vel ánægðir, vegna þess að veiðin er farin að mínka og frost komin á næturnar. Mér er alveg sama um það. Eg er ekki hrifin af þessum veiði- skap. Scott Wallace er allra mesti húðarletingv — Eg neyðist til að taka svolítið ofanf við þig fyrir það hvað þú heldur mikið á móti honum. Eg skrifaði aðeins, að þér mundi falla hann í geð ef þú sæir hann. En mér til mikillar undrunar, segist þú ekki hafa nein not af manni, sem honum, eins og eg lýsti honum fyrir þér. Mér þykir leitt að eg skildi minnast á hann við þig. Hann er mjög vel að sér, skemtilegur og vinsamlegur við alla. Það sem þú sagðir um Scott í bréfi'þfn'i, særði mig. En eg segi þér það enn nú aftur, að þér mundi falla hann vel í geð ef þú kynt- ist honum. Og þetta er það síðasta orð, sem eg nú og í framtíðinni skrifa þér um Scott Wallace. Það gleður mig að armur þinn er nú að verða heill aftur. Og ennfremur er mér það gleðiefni að þú skulir vera sívaxandi í áliti hjá yfirboðurum þínum. En það ánægjuleg- asta af því öllusaman er það, sem eg les á milli línanna, að þú hafir ánægju af starfinu. Þú ert einn af Edgertonunum, sá síðasti a! T I M BU R *AUf,B The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðlr: Henry Ave. Eaet Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. BORGIÐ HEIMSKRINGLU þeim. —Nei, með guðs hjálp vona eg ekki sá síðasti! Og nú, þegar alt er um garð gengið og þokan er liðin frá og vegur þinn horfir beinn framundan, þá má eg til með að segja þér, hversu mikið eg leið við það að sjá þig við það starf, sem þú hafðir hér. Og ennþá meira hataði eg kukl þitt við lystir og leik araskap, því eg var bæði hrædd og afbrýðissöm sjálfs þíns vegna um að þú mundir aldrei finna þitt eigjð eg. Eg býst ekki við að þú trúir mér þó eg segi við þig að eg hafði þetta á meðvitundinni undireins og eg var búinn að kynnast þér fyrsta daginn, er þu bauðst til þess að gylgjast með okkur Silvíettu til Adriutha. Eðlisávísun mín, sagði mér að þú ættir ekki að fara með okkur, og þó að eg setti mig ekki algerlega á móti því að þú færir, þá vildi eg ekki gefa samþykki mitt. Þú manst efalaust eftir þvf, að þú varðst að biðia mörgum sinnum um það áður en eg gaf samþykki mitt að þú færir. Og ef til vill var það rangt af mér að gefa það samþykki. En eg gat ekki virst þér svo óþakklát fyrir alt það, sem þú vildir okkur vel gera, sem stóðum aleinar uppi í heiminum. Svo enda eg þetta eintal við þig, með því að skrifa undir það nafnið, sem þú gafst mér fyrir mörg hundruð árum síðan. 1 Japonetta. Hún lokaði bréfinu og skrifaði utaná umslagið. Og eftir að hafa setið nokkra stund með hugan langt í burtu, lagði hún bréfið í handtösku sína. i Frá þeim degi að þau sátu þarna saman, hafði Edgerton aldrei minst á ást sína við hana. Og hún vissi að hann mundi aldrei gera það framar, — aldrei framar, mundi hann ganga þennan veg með henni, því dag- arnir mundu þurka smám saman úr minni hans, þá samfundi, sem þarna gerðust og árin mundu slétta alveg yfir það — og alt gleymast. Og þegar hnú stóð á fætur, fan nhún sval- an haustvindinn leika um andlit sér. Hún visi að sumarið var á enda — sumarið í hjarta hennar. Hún fann það að lífið mundi aldrei verða sér létt, yfir þennan dag við endur- minningar hins liðna tíma. Hún gat ekki gleymt þeim, gleymt honum. Nei, aldrei aldrei!------ Þennan eftirmiðdag reið hún út með Curmew hersir, í þetta sinn tók hún hann fram yfir annan vegna þess, að hún hélt að hún hefði meira tækifæri til þess að hugsa um horfur sínar á meðan hann væri að skrafa og hlægja að findni sinni. En eftir stutta stund komst hún að raun um að hún gat ekki haldið það út eða þolað að hugsa stöðugt um hina slæmu líðan sína. Þau voru að ríða niður berghjalla, þar sem vegurinn var mjög slitróttur og hættu- legur, þau létu því hestana lötra hægt milli steinanna niður brattann. Alt í einu heyrðu þau hófadin fyrir aftan sig og litu við og sáu þá hvar Scott Wallace kom þeysandi á eftir þeim og virtist ekki taka neitt tillit til hættunnar, sem hann setti sig í með því að ríða svo geyst þennan grítta veg. “Hallo!” saeð hann. “Eg trufla líklega fyrir yður hrífandi umræður, hersir.” Hersirinn svaraði ekki kveðju hans en sendi honum ilt hornauga. En Díana hló og sagði: “Nei, alls ekki Scott; Curmew hersir og eg erum gamal kunnug og höfum engin leyndarmál að ræða. Hvert eruð þér að fara?’’ “Ekkert sérstakt. Eg hafði aðeins löngun til þess að lyfta mér svolítið upp. En hvert eruð þið að halda?” “Eg veit það eiginlega ekki. Komið þér bara með okkur. Taugar mínar voru í hálf- gerðu ólagi, þessvegna fékk eg hersirinn til þess að fara með mér.’’ “Sem upplífgandi eða svæfandi meðal?” spurði Wallace svo alvarlega að Díana rikti höfðinu aftur og hló þunglyndislegum hlátri, sem lét mjög illa í eyrum hersirins. Hann reyndi samt að hlægja líka, en í huganum hataði hann Wallace af öllu sínu hjarta. Wallace snéri sér að Díönu. “Hvað er annars að taugum yðar, Miss Tenant? Eg hefði frekar haldið að þér hefð- uð sterkar taugar,’ ’sagði hann. “Eg veit það ekki vel sjálf Scott. Ef til vill hefi eg gert of mikið af því að spila og reykja cigarettur. Þrátt fyrir sólskynið hefir mér fundist vera dimmur dagur í dag-----------. Eigum við að ríða dálítið harðara?” Hún sló í hest sinn og þeysti af stað en á eftir henni riðu herrarnir, samsíða og fá- orðir, og þannig héldu þau ferð sinni áfram þar til þau komu upp á hæð eina, og þaðan sáu þau heim að Adriutha. Hersirinn var í illu skapi. Hann var bú- inn að hugsa sér að nota þetta góða tæki- færi, sem hann hafði með Díönu einn á þessu ferðalagi, — að biðja hennar. Og hann var svo sem alveg sannfærður um það að hún mundi ekki neita sér, slíbum manni, sem átti bæði auð og talsverð völd. En þá þurfti þessi skollans spjátrungur að koma til sögunnar og' eiðilegfgja alt fyrir honum, og ekki nóg með það Heldur bolaði hann honum alveg frá hlið Díönu og kappræddi nú við hana sín áhugamél. Hann beit saman tönn- um sínum af reiði og afbrýðissemi en gat þó ekki við neitt ráðið og reyndi að láta sem minst bera á hatri sínu til Wallace. Nú var um að gera fyrir hann að ná í annað gott eækifæri til þess að tjá Díönu mál sitt þessvegna var það, að þegar hann hjálpaði henni af baki er þau voru komin heim, þá tók hann í handlegg hennar og hvíslaði: “Getum við ekki talað saman í kvöld?’’ • Wallace stóð svo nálægt þeim að hersir- inn varð að hvísla þessu svo lágt að hann skildi ekki heyra það, en Curmew hélt svo fast í handlegg hennar að hana dáuð kendi til og veitti þessvegna enga eftirtekt því sem hann var að segja. Hún nikkaði því aðeins til hans brosandi og þakkaði honum fyrir fylgdina og hljóp svo upp tröppurnar við hliðina á Wallace. “Eg geng niður í Billiard herbergið á eft ir,” sagði hún til Wallace yfir öxl sér, um leið og hún gekk frá honum. “Það gleður mig að mæta yður þar,” sagði hann og hljóp svo inn til þessi að hafa fataskifti. Á leiðinni upp í herbergi sitt, *mætti Dí- ana systir sinn iog Jack, sem vóru á leið ofan, hún kastaði til þeirrá nokkrum spaugs- yrðum, gekk svo inn og kastaðai hurðinni aftur á eftir sér. Það var komið einhvert andstreymi yfir hana, eftir allar hugsanir hennar og hugar- flug þennan dag — örvinglun og löngun að komast burt frá sjálfri sér, burt frá sorginni sem lá eins og mara á hjarta hennar. Hún tók sér bað og drakk te og létti það mikið á sálar-kvölum hennar. Hún klæddi sig í Japanska búninginn, setti upp stráskóna og settist svo út við gluggann og horfði út á meðan hún var að drekka teið. Hún sat þarna ein nokkra stund og það var farið að rökkva þegar Silvíetta kom inn. Hún beigði sig niður að systir sinni og kysti hana, gekk svo fram og til baka um herbergið sí skraf- andi vegna þess að gleðin lék í und hennar og hún gat ekki þolað þögn né þunglyndi frá sjálfri sér né öðrum. Hún leið oft miklar sálar kvalir þegar hún hugsaði um lukku'sína og bar hana sam an við sorg systir sinnar. Hversu vel Díana hafði bugast á sorg sinni, vissi hún ekki en svo mikið var henni kunnugt um að Edgerton bjó oftast í huga hennar. “Sendir þú honum kortið frá mér?’* spurði Silvíetta. “Já, eg skrifaði honum og lagði það innaní með bréfi mínu,’ sagði Díana. “Hann drífur sig ljómandi vel — —. Hann ætti á hverjum degi að þakka þér á hnjánum, fyrir það sem þú hefir gert fyrir hann,” sagði Silvíetta ásakandi. “Ó, hann hefði fyr eða síðar fundið skildu sína, þó eg hefði ekki orðið til þess að vekja hann," sagði Díana. “Nú, en hann væri meir en lítill ódrengur ef hann væri þér ekki þakklátur —. Eg gæti best trúað því að hann hefð iekki hina minstu hugmynd um hvað þetta hefir alt kostað þig-” “Þannig mátt þú ekki tala, Silvíetta.” “Hvernig þá? Eg segi aðeins-----------. “Gerðu svo vel og láttu það vera að segja það. Hann er----------. Hafi það kostað mig eitthvað þá skal han nsamt aldrei fá að vita neitt um það,” sagði Díana. “Silvíetta leit til hennar næstum biðjandí. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.