Heimskringla - 10.06.1931, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 10. JÚNI 1931.
M inningarstef
UM ÞORGRÍM M. SIGURÐSSON FRÁ STORÐ
í Framnesbygð í Nýja fslandi.
(Gert að beiðni föður hins látna.)
Bitur er öxin, sem reidd er að rótunum gildu;
rammur er sá, sem að vegur að eikunum stinnu.
Hart er þeim fallið, sem hlúa að nýgræðing vildu,
hér er hinn starfandi máttu rað eyðingarvinnu.
•
Felt hefir Dauði að Framnesi eikina háu,
foldu að geyma er stórvaxni meiðurinn faiinn.
Það var oss kveðið sem þruma úr loftinu bláu.
Þorgrímiur bóndinn á Storð er nú fallinn í valinn.
Bygðin er hnýpin og horfir í skuggana niður.
Hann, sem að var hennar prýði og sómi og styrkur,
horfinn er burt frá þeim hóp sem að mörkina ryður.
Heiðríkur dagurinn orðinn af sorgijtni myrkur.
Svift eru vörninni, ekkjan og börnin hans ungu
og aldraður faðir, þau sárasta harm eru lostin.
Erfitt að halda er áfram í stríðinu þungu,
öll þá brynjan er rofin og skjöldurinn brostinn.
Þó munu vera hér bætur við sérhverju böli;
bara menn dugi að leita, þá munu þeir finna.
Gróður um stund þó að tefjist af frosti og föli,
fær til þess máttinn að vaxa og þrautirnar vinna.
Þörf er oss mikil að reyna að læra að lifa,
láta ei fjötrast hér niður við úrelta siði.
. Þökk vor og heiður sé þeim, sem að rúnirnar skrifa,
þær, sem oss hjálpa að verða því göfuga að liði.
Þeir sem að kjósa að rækja hér drepgskap og dáðir,
dugnað og heiðarlegt starf sem að kunna að meta,
þeir sem að vilja ei vera af ómensku þjáðir, }
verkin hans Þorgríms sér haft fyíir leiðbeining geta.
Ef að við viljum að umbótum vinna á jörðu,
Alla svo megi um bjartari framtíðir dreyma,
lærum af þeim, sem að þarflega æfinni vörðu;
þannig skal minningu ágætismannanna geyma.
Böðvar H. Jakobsson.
Endurminningar
Eftir Fr. Guðmundsson.
Frh.
Þó eg ætti þúsund börn
með þúsund afbragðs konum,
mest eg elska mundi Björn
og móðurina að honum.
Svona lét nú Páll Ólafsson.
Og nú er eg kominn að heima
högum hans, og hefi þá iíka
skyldar skoðanir á öðrum svið-
um. Með allt þetta fríða og
stóra hérað fyrir framan mig,
þá þóttu mér Jökulsárhlíðar-
fjöllin svipmest. máske af því
að hinn vanginn snýr að Vopna
firði, en eg er þektur að því,
að halda upp á þá fÖgru sveit.
Framundan lá brúin á Jökulsá
stórvötnum íslands. Náttúran
lagði til lóðrétta kletta á báð-
ar síður, margar mannhæðar
upp frá straumfallinu, og er
þar ekkert breitt á milli, en eg
man það ekki, hve mörg fet
það eru, ef mér annars hefir
verið sagt það. En keyptir voru
sverir trébjálkar, sem náðu alla
leið bjargveggjanna á milli, og
hvíldi brúin á þeim. Þegar kom
ið var yfir jökulsá var ekki
meira en bæjarleið heim að
Hallfreðarstöðum til Páls, en
það var þvert úr leið og póstur
inn hafði ekki tíma né leyfi til
að fara neina króka, enda kem
eg seinna við hjá Páli.
Nú lá vegurinn aftur til suð-
austurs, þvert yfir Hróarsungu
að Lagarfljóti og á þeim tak-
á dal, en hún er elzta brú á mörkum, þar sem háheiðarnar
lækka og eins og snúa kúptu
handarbakinu niður og bjóða
alt í lófa lagið út að Héraðs-
flóa.
Þarna suður á háheiðunum
milli Fljótsdals og Jökuldals,
hafði fyrir þrem árum verið
útilegumaður. Einhver, sem á
ferð var um heiðarnar, rakst á
gæru af nýlega slátaðri kind,
og var hún vafin utan um mör
og kjöt, sem geymast átti. Og
annar, sem á ferð var sá rjúka
upp af eldi. Ekki fanst mað-
urinn, en seinna þóttust menn
vita, hver hann var og ættaður
úr Þingeyjarsýslu. Gerði eg
hvorki að gjalda hans eða
njóta, en karlinn þekti eg dá-
lítið og var verið að spyrja mig
eftir honum. Karlinn hét Bjarni
og var kallaðúr buna. Hann var
meinleysisrýja en voðalegur let
ingi og eitthvað geggjaður. —
Hann hafði einu sinni verið
hýddur fyrir einhverja yfirsjón,
en hans einkennilegi framgangs
máti breyttist víst ekkert við
það; og ekki man eg eftir að
það væri nema þetta eina sum-
ar, sem hann prófaði að leggj-
ast út, og ekki man eg eftir að
það þætti ómaksins vert að
rannsaka það mál. En það áttu
víst Þingeyingar að sjá, að
hann væri ekki að flækjast. —
Ekki man eg um afdrif hans.
og mun þess varla hafa verið
getið er hann leið undir lok.
Það var geigvænlegt að koma
að Lagarfljóti á póstleiðinni til
Austfjarða. Það finst mér ýkju-
laust að fljótið sé þar fjórðung
oir enskrar mílu á breidd og
vatnið jökullitað svo að hvergi
sést til botns. Það er ekki á-
rennilegt fyrir ókunnuga menn
ef þeir væru fylgdarlausir. —
Vegurinn sýnir að vísu, hvar á
að fara út í fljótið, en ekki
verður séð hvar hann liggur
upp frá fljótinu hinumegin. Á
slíkum augnablikum er þægi-
legast að gera sér grein fyrir
þeim vanda, sem íslenzku land
námsmennirnir hafa þráfáld-
lega ratað í á fjrrstu öldinni, á
meðan alt var óþekt, um lögun,
öfl og aðfarir íslenzku náttúr-
unnar. Lengi voru hestarnir að
vaða með okkur á bakinu yfir
fljótið, en það minnir mig, að
vatnið væri hvergi dýpra en í
ar sig
Það
að búa til
sínar eigin
ið 20 centa pakka
af Turret Fine Cut,
brjótið hann upp,
takið út Chanteeler
vindlinga pappírinn
sem þar er og vef j-
ið úr þessu angandi.
m i 1 d a og megin-
hressandi tóbaki.
Það borgar sig —
margborgar sig—að
v e f j a vindlingana
sjálfur ú r Ttirret
Fine Cut.
TURRET
FINE C U
1 Poker spil í
15c pakka
2 Poker spil í
20c pakka
6 Poker spU í
i/2pd. bauk
Varðveitið hin verð
mætu Poker spil
kvið á hestunum.
Pósturinn hafði heyrt margar
sagnir um nykur, sem byggi í
fljótinu, óskaplega stór skepna
um hundrað álnir eða meira á
lengd og sver að því skapi; en
hausinn þó sverastur af
því hann þarf að geta gleypt
svo stór stykki stundum, svo
sem heila menn og hesta og
stórgripi. Hann liggur eftir
endilöngu fljótinu úti í miðju
og heldur mestu kyrru fyrir en
bíður eftir bráðinni, en borðar
þá meira í einu. Einstöku sinn-
um dregur hann sig saman í
kufung, og þá stendur krypp-
an langt upp úr vatninu, svo að
hún sést af bæjunum báðumeg-
in við fljótið. Þá óttast allir,
því að það veit á stórtíðindi,
en svo réttir hann alt í einu
úr sér aftur, og rísa þá háar
öldur á fljótinu, sem falla
lengst upp. á bakka. Það sagði
pósturinn mér, að engin hætta
stafaði af honum á þessari
leið, hann ætti heima innar í
fljótinu. Hinn konunglegi póst-
ur mætti aldrei vera í slíkri
hætbu, og varð eg þeirri skýr-
ingu feginn.
Nú vorum við komnir að
Höfða á Völlum, til póstaf-
Ecreiðslumannsins, Benedikts
Rafnssonar; myndarlegur mað-
ur á myndarlegu heimili. Þarna
hvíldum við talsvert lengi; hest.
arnir höfðu góðan haga og
við fengum mat og kaffi log
allan bezta beina. Ekki man
eg eftir að það kostaði neitt..
Lögðum við þá aftur af stað
og riðum nú norður mitt á milli
fljóts og fjalla. Koipum við þá
bráðlega að Eyvindará. Kemur
hún innan af svokölluðum
Tungudal og ber sig borgin-
mannlega, er þó í rauninni ekki
nema spræna, þegar maður er
nýbúinn að fara yfir Lagarfljót,
en straumhörð er hún og ill
yfirferðar;' en nú þarf enginn
maður að óttast hana framar.
því nýbúið er að setja á hana
brú, og var mér sagt að kaup-
stjóri Tryggvi Gunnarsson hefði
gefið brúna á hana. Tryggvi
fjasaði ekki 'um föðurlandsást
en þung og sjáanleg alvara
lýsti sér í framkvæmdum hans
fyrir landið. Þarna rétt hjá er
bærinn Miðhús; hét bóndinn
þar Einar, skýr og glaður karl.
en það lá ekki fyrir mér að
kynnast honum.
Þarna skildu leiðir okkar
Benediktar pósts. Man eg ekki
hvort hann ætlaði að ‘ gista
þarna um nóttina. En nú átti
eg ekki eftir nema tvær eða
þrjár bæjarleiðir að Mýrnesi.
þar sem eg átti að vera við
smíðar um sumarið. Og nú var
sjálfsagt fyrir mig að komast
þangað um kvöldið, enda gekk
það vel.
Þegar eg kom að Mýrnesi.
féll mér allur ketill í eld. Aldrei
hafði eg komið á jafn sviplaust
og óyndislegt pláss. Bakkalaus
ir lækir, brekkulausar móakúl-
ur með f’óqtetur og fýfusund á
milli. Vr--* bótti mér þó, hvern-
isr ávaO'- bungur og aflíðandi
balli b«raðsmegin eyddi svipn-
um af Fjarðarheiðarfjöllum. —
Þ?ð var ekki fyr en suður á
völlum og í Fljótsdalsmynninu,
að fegurðarþörf augnanna var
svarað frá þessu heimili. En
eins og mér blöskraði hvað
landslagið var ljótt og leiðin-
legt, eins dáðist eg að því,
hvað fólkið -var mér geðfelt,
ekki með gleðilátum eða kjassi,
heldur með svo fallega hýru
yfirbragði, sem bauð mér að
leita til sín með það sem mig
vanhagaði um. En það var eins
og á bak við alúðina feldist
raunasvipur, einkum á andliti
húsbóndans, sem fyét Sigurð-
ur Magnússon, og bjó hann
með ráðskonu, sem mig minn-
ir að héti Ragnheiður. Seinna
frétti eg að hann hefði gifzt
lienni, og varð eg þeirri frétt
feginn, því mér fanst hann
vanta trúan ástvin, og ekki ef-
aðist eg um góðan og fullkom-
inn vin í henni.
Mikið af timbri og öðru
byggingarefni var hér saman
borið, og hafði yfirsmiðurinn
Jón Baldvin, verið hér í nokkra
daga að smíða glugga. Urðum
við strax mestu mátar enda
þekti eg hann dálítið áður. Eg
hafði meðferðis veðhlaupahross
frá Skútustöðum í Mývatns-
sveit, sem eg var beðinn að
koma til séra Björns Þorláks-
sonar á Hjaltastað. Var mér
sagt að hann messaði á Eiðum
næsta sunnudag, og var þá
hægt fyrir mig að skila hross-
inu. Á Eiðum þótti mér miklu
fallegra en í Mýmesi. Mun þó
mestu þar um valda Eiðavatn-
ið, sem liggur nokkurn veginn
heim að bæarhúsunum og er
svo mikið til prýði. Minnisstæð
er mér enn í dag ræða sú, er
séra Björn hélt í Eiðakirkju
þenna helgidag, sem eg var
þar. Það var auglýsing um
biblíuna. Ekki nóg að kaupa
hana og geyma undir koddan-
um í von um blessunarrík á-
hrif sem útgufun af henni, held
ur yrði að lesa hana oft og iðu-
lega. Lítið útlistaði hann inni-
hald hennar, en gat þess, að
hún mælti sjálf með sér, ,og að
í henni væri það alt að finna.
sem okkur mönnunum væri
nauðsynlegt að vita fyrir okk-
ar eilífu farsæld.
í huganum hefi eg allar þess-
ar breiðu bygðir, sem vötn falla
frá út í Héraðsflóa. Og eg tel á
fingrunum tíu kirkjusóknir á
þessu svæði, og líklega eru það
jafnmargir hreppar. Á þeim ár-
um voru þar margir ágætir bú-
höldar og efnamenn, eins og
líka margir alþektir atkvæða-
menn um héraðsmál og lands-
mál.
Auðvitað langaði mig til að
sjá ogj kynnast mönnum og sið
um, en átti ekki kost á því.
Önnur voru örlög mín, eins
og bráðum kemur í ljós. Um
þessar mundir voru það lög í
landi að allir urðu að vera í
VISS MERKI
eru vottur um sjök nýru. Gin PiUs
bæta fljótt og gersamlega, þar sem
þær verka beint en þó þægilega á.
nýrun—og þannig bæta, lækna og
styrkja þau. Kosti 50c í öllum lyfja
búðum. 132
ársvistum, nema væru þeir
handverksmenn, sem alstaðar
voru nauðsynlegir, og þó þurftu
þeir að borga fyrir leyfisbréf.
En af þessu vistarbandi leiddi
það oft og tíðum, að menn
keyptu köttinn í sekkmum,
höfðu ráðið til sín hjú, sem
þeim féll ekki við, þegar tií
kom, og urðu þó að sitja með
þau alt árið. Því var kanske
lítið veitt eftirtekt, en tilfellið
var, að með þessum hjúum, oft
úr fjarlægum plássum, fluttist
heilmikil þekking . á mönnum
og málefnum. Þegar foreldrar
mínir höfðu hjú austan af Hér-
aði, og eg var búinn að tala
við þau og spyrja þau heilt ár
af fyrri húsbændum þeirra og
nágrenni, þá var eg orðinn þar
býsna kunnugur. Og þannig
þekti eg marga menn á HéraðL
og líka alt í kring, og það var
furða hvað rétt sú þekking
reyndist oftast nær, ef á reyndí
seinna. Þannig þekti eg eins og
persónulega marga bændur og
konur á þessu mikla héraði,
þó þeir ekki þektu mig.
Af því eg geri ekki ráð fyrir
að fara aðra ferð austur á Hér-
að 1 endurminningum mínum,
ætla eg að segja frá smáatburð
um, sem mér hafa orðið minn-
isstæðir af þessu plássi.
Þessa sögu sagði mér vinnu-
maður, sem kom úr Fljótsdal
til foreldra minna. Séra Sigurð-
Það eru
AUKA árin að endingunni til
sem teljast
Ef til vill mun hVaða
girðingarvír sem þú kaup
ir endast sæmilega lengi
og nægja full vel, en—
“OJIBWAY”
Girðinga vír
er þannig gerður, að end-
ast margfalt lengur —
og tryggja yður æfilanga
girðingu er kostar þó
ekkert meira.
//
OJIBWAY"
Irnc/nsu/ated
Made of Copper-
Bearing Four One
Minute Wire
ABÆRILEGUSTU KOSTIRNIR er tryggja yður
“auka ending sem öllu varðar” eru:
j Allur "OJIBWAY” girðingarvír er Zincvarinn svo að hann þolir
hina fjórföldu Preece-raun.
2 Hvert fet af þessum vir, er af fullri stærð No. 9 Galvaniserað.
Eirvarin brögðin, úr hreinu stáli.
g Hver rúlla af fullri lengd.
£ “OJIBWAY” ábyrgstur gegn sliti. Verzlunarmaðurinn mun sýna
yður að þetta er hin fylsta trygging, sem fylgir nokkrum girð-
ingavír, sem nú er á markaðnum.
Búa einnig til Apolio og Apollo Keystone
Copper Steel Brands og Galvanlzed Sheets—Tin Plates.
Canadian Steel Corporation, Limited
Mills and Head Offlce: Ojibway, Essex County, Ontario
Warehouses: :Hamilton, Winnipeg, and Vancouver