Heimskringla - 10.06.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.06.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 10. JÚNÍ 1931. ‘pehttsknngla StofnuO 1886) Kemur út á hverjum midvikudegi. Eigendur: THE VIKINO PRESS. LTD. »53 og 865 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurlnn borglst fyrlríram. AUar borganir sendlst THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Vtanáskrift til blaðsirs: Manager THE VJKING PRdSS LTD.. 883 Saroent Ave . W'nniveo Rítstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til riístjórans: t EDITOR HEjySKRINGLA 883 Sargent A je„ Winnipeg. ’ •Heimskringla" is published by and printed by The Viking Press Ltd. »53-355 S'wgent Avenue. Winnipeg. Man Telephone: 89 994 WINNIPEG 10. JÚNÍ 1931 FJÁRHAGSÁÆTLUN CANADASTJÓRNAR í síðasta blaði var skýrt frá helztu atriðum í fjárhagsáætlun sambandsstjórn arinnar og hag landsins yfirleitt, eins og grein var fyrir þessu hvorutveggja gerð í fjármálareikningunum fyrir kom- andi ár, er fyrir sambandsþingið voru lagðir í byrjun s. 1. viku (1 júní). í>ó ótal mörgu mætti við þá frásögn bæta, verður ekki við það átt að þessu sinni. Breytingarnar á tollunum einum mundu. ef rækilega væri frá þeim skýrt, fylla heilt blað af Heimskringlu. Þess utan hefir frá þeim verið skýrt út í æsar í dagblöðunum og má búast við að flest- um nægi að lesa þá vörunafna- og talna- skrá einu sinni. Það munu aðallega vera tvö atriði í sambandi við fjármálareikningana, sem nokkra verulega athygli vekja. Hið fyrra er tekjuhallinn; hið síðara nýju skattarnir. Á - þessi atriði skal því hér með fáeinum orðum minst. Eðlilega er mönnum starsýnast á tekj’uhalla stjórnanna af öllu þeirra starfi, enda má tekju-afgangur eða tekju halli, um hvort sem er að ræða heita summan af starfi þeirra. Bennett stjórninni féll nú það hlutverk í skaut, að leggja landsreikningana fyrir þjóðina. Og þar sem um tekjahalla er í þeim að ræða fyrir fjárhagsárið sem lauk 31 mars, 1931 mun mörgum hætta við, að líta svo á, sem hann sé vottur þess, að sú stjórn hafi ófimlega á fjármálum landsins haldið. Þó sannleikurinn sé sá, að Bennett-stjórnin sæti ekki við völd nema tæpa tvo þriðju tímans (eða tæpa 8 mánqði) af því fjárhags ári, gleymist flestum með öll« að taka það með í reikfiinginn, að fráfarandi stjórn eigi þar einnig hlut að máli. Þetta að eigna þeirri stjórn einni, sem við tekur fjár- hagsreikningana á sér meira að segja stað oft án þess að flokka-pólitík komi þar nokkuð til greina. En það sem oss þykir þó einkum vert að minnast á í sambandi við þetta tekju- hallamál, er það, að síðasta fjárhagsáæt/- un Kings-stjórnarinnar var sniðin fyrst og fremst með það fyrir augum, að kosn- ingar voru fyrir dyrum. Hún var kosn- inga-fjárhagsáætlun. Sú fjárhagsáætlun sem lögð er fyrir þjóðina, rétt áður en kosningar fara fram, er ávalt með því markinu brend, að vera nokkurs konar atkvæða veiðibrella fyrir kjósendur lögð. Þetta er atriði sem saklausum kjósend- um flestum sézt yfir. En ein fráfarandi stjórn er þó ekkert sekari um þetta en önnur. f síðustu fjárhagsáætlun Kings- stjórnarinnar, var gert ráð fyrir 40 til 50 miljón dala tekjuafgangi. En sh'ka út- fkomu var auðvitað ekki hægt að sýna á pappímum nema með því að meta tekjur í hönd farandi árs meiri en nokkur von var til að þær í raun og veru gætu orðið, eða með því, að reikna útgjöldin mörgum sinnum ofiág. Og þetta varð raunin með síðustu fjárhagsáætlun Kings-stjórnarinn- ar. Útgjöldin urðu frá tveim og upp i sex miljónir dala meiri í mörgum stjóra- ardeildunum, en áætlað var. Og tekjurn- ar voru oft að sama skapi einnig minni en áætlunin. Af því gat auðvitað ekki annað leitt en tekjuhalla á reikningum síðasta árs. Þetta kemur oftast í ljós við stjórn- arskifti. Þó ekkert sé á stjóraarskiftum að græða oft og tíðum, er það þó þetta sem ávalt vinst með þeim, að fjárhagur landsins er eftir þau birtur í sínu rétta ljósi. Andstæðingar núverandi stjóraar kunna nú að segja, að ef Kingstjórnin hefði verið við völd, hefði fjárhagsáætlun henn- ar verið betur fylgt, en af stjórninni sem tók við völdum af henni. En á móti þessu mæiir það, að á þeim tíma síðasta fjár- hagsárs, sem Kingstjórnin var við völd, jókst tekjuhallinn hlutfallslega meira, en á þeim tima, sem núverandi-stjóra fór með völdin. Kingstjórnin gat með öðrum orðum sjálf, er til framkvæmdanna kom, ekki fylgt sinni eigin fjárhagsáætlun eins vel og Bennettstjórnin gerði. Hún var þetta langt frá markinu í þessari síð- ustu kosningafjárhagsáætlun sinni. Þó að það megi með öllu óviðurkvæmilegt heita, jafnvel þó á kosningatímum sé og atkvæða veiðihugur sé í stjórnunum að birta þesskonar reikninga, er það nú samt gert, og það er ekki sízt orsökin tij þess hvernig hagur landsins^lítur út á síðast liðnu fjárhagsári sambandsstjórn- arinnar, eða þess, að tekjuhallinn fer framúr því, er allflestir gerðu sér vonir um, nema þeir, er hnútum stjórna eru ofurlítið kunnugir. Þó að það í sjálfu sér skifti engu . hvor stjórnin er völd að tekjuhallanum, ætlum vér það ljóst af því sem að fram- an er sagt, að núverandi stjóra á ef til vill miklu minni sakir á höndum sér í því efni en fráfarandi stjórn. En að öllu því slepbu, er orsakir tekjuhallans snertir, er hitt víst, að fjárhag landsins þarf að bæta. Og það verður hlutverk núverandi stjórnar, að vinna að því. Og hvílíkur leikur það er, eins og hag landsmanna nú er háttað, ætlum ^ vér ekkert að segja um. Auðvitað verður það ekki hægt nema með nýjum sköttum. En hvað vinsælt það er af stjórnum að þurfa að leggja á nýja skatta vita allir. Það skiftir oft ekki svo miklu hvort skattarnir eru háir eða lágir, eru tilfinnanlegir eða ein- staklingurinn veit ekki af þeim, þeir eru eigi að síður ávalt þyrnir í holdi lands- manna. Þetta hefir ávalt lýst sér þegar komið hefir til þess, að greiða hefir þurft skuldir hins opinbera. Það er öllum ljóst að skuldir þær þarf að greiða. En þegar til skattaálagningar í því sambandi kemur, verður annað hljóð í stroknum. Vér höfum oft hugsað um það af hverju þessi andúð stafi, því ekki er verið með sköttunum að biðja um fé til að auðga einstaklinginn. Það er aðeins verið að gera fulltrúum þjóðarinnar auðvelt að framkvæma viss verk í þarfir heldarinn- ar með þeim. Óbeit þessi á opinberum sköttum, getur þó verið eðlileg frá sjón- armiði einstaklingsins, en litið á hana frá samfélagslegu sjónarmiði, er hún ó- eðlileg. Og af því ætlum vér mikið af þessum agnúaskap, sem svo oft lýsir sér í hugarfari einstaklinga gagnvart opin- berri starfsemi,_sprotna, að einstaklingn- um er annaðhvort ósýnt um að skilja eða að hann vill ekki skilja málin frá samfélagslegu sjónarfniði. Með þessari athugasemd, er ekki verið að mæla bót starfi neinnar sérstakrar stjórnar. Og allra sízt skulu menn halda, að verið sé að bera hönd fyrir höfuð nú- verandi stjórnar með því, eða skattá- iagningu hennar, af þeirri einföldu á- stæðu, að hún er ekki völd að tekju- hallanum sem kominn er í ljós í reikn- ingum landsins og greiða verður með hinum nýju sköttum. Kingstjórnin gat ekki vegna viðskiftakreppunnar varist' honum. Það hefði líklegast engin stjórn getað varist honum nema þá með því að skerða viðskiftahag landsins meira en góðu hófi gegnir. Og á það var ekki bætandi. Hitt mátti hún að vísu vita, að lil einskis var að gera síðustu fjár- hagsáætlun sína úr garði eins og gert var, þó aldrei nema að kosningar væru í nánd, því það hlaut að verða ljóst við reynsluna, að hún gat ekki losað sig við alla ábirgð af þeirri reiknings færslu sinni, enda þótt að hún misti völdin. Einn af hinum nýju sköttum er fólginn í því að auka burðargjald á bréfum um eitt cent. . Þetta burðargjald var 3 cents um eitt skeið, en Kingstjórnin hélt það vinsælt eins og það einnig eflaust var, að lækka burðargjaldið fyrir skömmu um eitt cent. En þegar það nú kom í Ijós, að afleiðingin af þessu varð sú, að í pósthúsdeild stjórnarinnar varð tekju- halli af þessu er nám á aðra miljón dala og að jafna verður hann með því að hækka burðargjaldið aftur, er hætt við að hljóð komi úr horni og ekki verði litið á ástæðuna fyrir burðargjaldshækk- uninni f sínu rétta Ijósi. Vér höfum að minsta kosti ekki enn orðið þess varir að þingmennina á sambi<idsþinginu, sem bæði þennan og aðra skatta, eru nú hátalaðir um, sé farið svo mikið sem að dreyma um að hann sé til þess-að greiða skuldir, sem þeir ásamt King- stjórninni skeltu á landið. Annar nýr skattur, er hækkun söiu- skattsins á innfluttum vörum úr einu centi í fjögur cents. Þarna legst þriggja centa skattur á hvert dollars virði af þessum innfluttu vörum hjá heildsalan'um. í mörgum tilfellum nær þessi skattur ekki til söluverðs til almennings. Tökum t. d. einn kassa af fimm centa súkku- laðskökum. í kassanum eru 24 kökur, og hann kostar sepp næst $1.00. Þremur centum alls verður ómögulegt að bæta við sölu verðið á hverri af þessum 24 kökum. Á dósamat ýmiskonar er auð- vitað hægt að leggja skattinn við sölu- verðið til almennings. Dós sem kostar 33 cents getur hækkað upp í 34 cents. En dós sem kostar 15 cents, hækkar 'um minna en hálft cent svo verð hennar er ekki hægt að hugsa sér að hækki neitt til almennings af völ'dum skattsins. Og ef til vill er þetta þó skatturinn, sem til- tölulega mesta andúð vekur og mesta á- stæðu gefur af almenningshálfu til að vera gagnrýndur. Skatturinn á tímaritum og blöðum frá Bandaríkjun'um er hár. Er sagt að út- gefendur syðra ætli að reyna að fá hon- um breytt. En fáist skatttinum ekki breytt, segja útgefendurnir að ekki sé um annað að gera fyrir sig, en að gefa tímaritin út hér, samkvæmt frétt í blað- inu Manitoba Free Press s. 1. iaugardag. Um afleiðingarnar af þessum skatti virð- ist því ekki mikil ástæða til að kvarta. Hér hefir nú verið minst á þá skatt- ana sem eflaust er litið á sem tilfinnan- legasta af þeim sköttum sem í fjárhags- áætlun Bennetts er gert ráð fyrir. Geta menn nú dæmt um hvort órýmilegir eða óhagkvæmir séu, eftir eigin skoðun. Að haga mætti þeim öðru vísi eitthvað, er auðvitað ávalt hægt að segja. En stað- reyndin, sem í augu varð nú að horfast við, var sú, að jafna tekjuhallan með nýj- um sköttum. Hvort borgararnir eigi að ! greiða hann með kaupum á þessari*vöru ! eða annari, getur að vísu ávalt verið ' álita mál. En oft skiftir það ekki eins milku og ætla mætti, er þeir tala 'um það, er ekki hafa hlotið nema skáldfíflahlut | stjórnmálaviskunnar í arf. Með þetta alt fyrir augum, munu flest. ir víðsýnir menn taka fjárhagsáætlun Bennettstjórnarinnar með jafnaðargeði. enda getur ekkert skynsamlegra verið en það. Og það er eflaust óhætt að bæta i því hér við, að hvað sem sumir andstæð- | ingar Bennettstjórnarinnar segja um j það, er vafasamt, að nokkrum stjóraar- | flokki væri bet'ur treystandi fyrir að ráða ; fram úr vandræðum þeim, sem land þetta ! horfist nú í augu við, en núverandi i stjórn. ____________ VINARÞEL. Eitt af verkefnum Þjóðræknisfélags Vestur-fslendinga er það, að glæða vin- | arþelið og efla samvinnu milli Austur- ; og Vestur-íslendinga. Með bréfaviðskiftum og heimsóknum hefir mikið verið gert í þessa átt. Hver ágætismaðurinn af öðrum að heiman hefir heimsótt Vestur-íslendinga að til- hlutun Þjóðræknisfélagsins. Og héðan hafa nokkrir farið heim af og til, er eflt hafa vináttu milli frændanna austan hafs j og vestan. En aldrei hefir r^tt þvílíkt spor verið ! stígið hér í þessa átt og síðastliðið sum- ar, er hópurinn héðan að vestan heim- sótti ættjörðina á 1000 ára afmælishátíð þingis. Að sú för hafi orðið Vestur-íslendingum ein sú ánægjulegasta og ógleymanleg- asta lífsstund þeirra efum vér ekki. — Þeir ljúka allir upp einum munni um það eftir komu þeirra vestur, sem vér höf- um haft tal af. Að hinu leytinu mun fáum dyljast, að sú viðkynning, milli Austur- og Vestur- íslendinga, sem förinni var samfara, hafi endurnýjað og eflt bróðurþel og vináttu milli þessara aðskiídu vina. Áhrif farar- innar frá þjóðræknislegu sjónarmiði, verða ekki of mikils metin. En hverjum má umfram alt þakka það, að ferð þessi tókst eins vel og raun varð á í öllum skilningi? Undantekning- arlaust heimfararnefnd Þjóðræknisfé- lagsins. Með undirbúningsstarfi heimfarar- nefndarinnar að heimför Vestur-fslend- inga, hefir þýðingarmeira starf verið unnið, en nokkru sinni hefir áður verið gert hér að þvf að efla samhug og vináttu milli Austur- og Vestur-íslendinga. Þjóðræknisfélaginu hafa ár frá ári borist bréf frá íslend- ingum á ættjörðinni, sem vott bera um vináttu þeirra til Vest- ur-íslendinga. En ótvíræðast- an vott þessa bera þó bréfin mörgu, sem milli þeirra og Heimfararnefndar Þjóðræknis- fé’agsins hafa borist síðan sú nefnd tók til starfa. Mörg af þessum bréfum hafa áður verið birt. Hin síðustu, er vér höfum orðið varir viðj eru bréf þau, er hér fara á eftir og tekin eru upp úr Morgunblað- inu í Reykjavík, er nýkomið er vestur. Auk hinnar einlægu vináttu, er þau bréf bera með sér, sýna þau jafnframt skýrt og ótvírætt, hvernig undirbún- ingsnefnd Alþingishátíðarinnar lítur á starf Heimfararaefndar- innar. Ummælin í bréfi Jóh. Jóhannessonar og Ásg. Ás- geirssonar, minna oss Ve^tur- íslendinga á þakklætisskuldina sem vér stöndum í við Heim- fararnefndina, fyrir hennar á- gæta starf í þarfir þjóðræknis- máls vors í sambandi við heim- förina. • • • HEIMFARARNEFND VESTUR-ÍSLENDINCA sendir nefndarmönnum Alþingis hátíðarinnar minjagripi. Fyrir nokkru fékk formaður Alþingishátíðarinnar, Jóh. Jó- hannesson bæjarfógeti, svo- hljóðandi bréf frá heimfarar- nefnd Vestur-íslendinga: Winnipeg, Man. 21. Febr. 1931. Hr. alþingismaður Jóhannes Jóhannesson, forseti undirbún- ingsnefndar Aljþingishátíðar, Reykjavík. Kæri herra. Er vér, meðlimir Heimfarar- nefndar Þjóðræknisfélagsins, litum til baka til þeirra stunda. sem vér dvöldum í Reykjavík síðastliðið sumar og til þeirrar stórkostlegu ánægju og fagn- aðar, er vér og aðrir vestur- íslenzkir gestir, nutum í sam- bandi við heimkomuna og þátt- tökuna í hátíðinni, og vér minnumst þeirrar frábæru gestrisni og margvíslegu alúð- ar, er vér urðum aðnjótandi af hálfu Undirbúningsnefndar Al- þingsishátíðarinnar, langar oss til þess, að biðja meðlimi þeirr- ar nefndar að þiggja af oss gripi þá, sem vér höfum leyft oss að senda í yðar umsjá, sem lítilfjörlegan vott þakklætis vors. I Gripir þe*sir eru göngustafir, merktir með nafni hvers nefnd armanns fyrir sig. Vér biðj- um yður, herra forseti að sýna oss þá velvild að koma þeim til skila til hlutaðeigenda, ásamt kveðjuspjöldum þeim, er þeim fyigja. Með einiægri vináttu og virð- ingu. f. h. Heimfararnefndar Þjóð- ræknisflagsins. J. J. Bíldfell, forseti. Ragnar E. Kvaran, skrifari. Jafnframt voru nefndarform. sendir göngustafirnir, sem heim fararnenfdin sendir hátíðar- nefndarmönnunum. Stafir þess- ir eru forlátagripir, úr íbenholt og með gullhaijidfangi. Framan á handfanginu er fangamark eiganda, en aftan á er grafin mynd af íslenzka fánanum, en sitt hvorum megin við hann eru brezki fáninn og fáni Bandaríkjanna. öðrum megin á handfanginu er fult nafn eiganda, en hinsvegar stendur: Heimfararnefnd Þjóðræknis- félagsins 1930. Svohljóðandi bréf hefir form. hátíðarnefndar sent gefendun- um: 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Pant. má þær beint frá Dodds Mediciue Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda indvirðið bangað. Undirbúningsnefnd Alþingis- hátíðar 1930. Reykjavík, 20. apríl 1931. Herra J. J. Bíldfell, forseti heimfararnefndar Þjóðrækínis- félagsins, Winnipeg, Man. Can- ada. Kæri herra. Undirbúningsnefnd Alþingis- hátíðar 1930 hefir nú meðtek- ið göngustafi þá, sem heimfar- arnefnd Þjóðræknisfélagþins hefir sýnt undirbúningsnefndar mönnum þá velvild og þann sóma að senda oss að gjöf, og skýrt frá í bréfi heimfarar- nefndarinnar til vor, dags. 21. febrúar þ. á. Það var frá byrjun skoðun undirbúningnefndarinnar, að hátíðarhöldin 1930, til minning- ar um þúsund ára afmæli Al- þingis, ættu fyrst og fremst að vera fyrir íslendinga sjálfa, austan hafs og vestan, og þvf leyfðum vér oss að snúa oss tií Þjóðræknisfélags Vestur-íslend- inga og biðja það að skipu- leggja þátttökuna á hátíða- höldunum að vestan. Við þess- um tilmælum vorum varð Þjóð- ræknisfélagið góðfúslega og kaus heimfararnefndina, sem það er aðallega að þakka, hve þátttaka Vestur-íslendinga varð myndarleg og varpaði ljóma yfir hátíðahöldin, öilum Aust- ur-íslendingum til ánægju og gleði. Jafnframt því að endurtaka þakkir sínar til heimfararnefnd arinnar fyrir ágæta samvinnu við undirbúning hátíðahald- anna, vill undirbúningsnefndin hér með færa henni sínar bestu þakkir fyrir hina veglegu og kærkomnu gjöf, sem heimfar- araefndin hefir sæmt hvern einstakan undirbúningsnefndar- mann. Með einlægri vináttu og virðingu. F. h. undirbúningsnefndar Alþingishátíðar 1930, Jóh. Jóhannesson Ásg. Ásgeirsson FRÁ BLÁLANDI. Frh. frá 1. bls. skifti við hana, ef átt þess hefðu kost. Aftur hafa karl- menn litið hana mildari aug- um. Það sem þá hefir mest furðað á, er það að Salómon skyldi nokkrar ástir eiga af- lögu sínu stóra og umfangs- mikla heimili. En nú loksins kemur framhald sögunnar. Drotningin var ekki frá Ara- bíu. Hún var frá Saba, eða rétt ara sagt Sheba, sem nú heitir Shoa oe er fylki í miðju Blá- landi (Etheopía). Meira að segja hæfilegum tíma eftir að hún kom heim, eignaðist hún son, sem hún kendi Salómon. Sá drengur hét Menelik og varð konungur yfir Blálandi, og hafa afkomendur hans verið kon- ungar og keisarar í Blálandi síðan, og er það hin langelzta

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.