Heimskringla - 10.06.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 10.06.1931, Blaðsíða 5
\ WINNIPEG 10. JÚNÍ 1931. HEIMSK.RINGt_A 5. BLAÐSIÐA konungsætt er sögur fara af. Þegar hugsað er til þess, að ekkert úrættar flesta menn jafnfljótt og ótakmörkuð völd, skilst það hvílík afskapleg gæfa hefir fylgt þessum afkomend- um Salómons og drotningar- innar. Að hafa getað setið að vöid'um í fleiri hundruð liðu, án þess að tapa mannskap sín- um og mannkostum, hefir engri mannlegri ætt enn tekist nema þessari, og sýnir hve undra vel hefir í þessa drotningu verið spunnið. Enginn afkomandi Salómons sat iengi að völdum. Alt fór forgörðum heimafyrir; en synir og dætur þessa eina óskilgetna sonar ríkja enn. Því í haust er leið, var enn einn þeirra krýndur til keisara yfir Blálandi. • • • . Bláland. Bláland (Etheopía eða Abys- sinía, eins og flestir landafræð- ingar kalla það), er á háslétt- unni suðaustur af Egyptalandi. Eiga ítalir landið fyrir norðan og austan, suður að dálítilli skák sem Frakkar eiga, en þar fyrir sunnan taka við brezkar landeignir, að suðaustan, sunn- an og vestan. Bláland er svo hátt yfir sjáv- armál, 7—8000 fet, að hiti er þar ekki líkt því eins mikill og í nærliggjandi löndum, sérstak- lega meðfram Rauðahafinu. Er regnfall nægilegt. Víðasthvar er jarðvegur djúpur og góður; land ið hæðótt háslétta, en á milli mjög há fjöll, sum um 15000 fet. Eru því framleiddar gnægðir af mat fyrir íbúana, þó enn séu brúkaðar kræklóttar trjá- renglur til að plægja ineð. Aft- ur er fataefni, sem mestmegnis bómullardúkar, alt innflutt. Eitt fylki í Blálandi heitir Kaffa, og er þaðan kaffi kom- ið í fyrstunni. Eru þar enn víð- ar merkur af viltum kaffi- trjám, sem á hausti hverju, með laufunum fella þúsundir tonna af kaffibaunum, er eng- inn hefir gagn af. Þaðan flutt- ist kaffið fyrst til Arabíu og svo til Brazilíu og fleiri landa í hitabeltinu, og varð svo smám saman verzlunarvara út um all- an heim, eftir að menn vöndu sig á að drekka kaffi. Eiga menn, og ekki síður konur, því Blálandi að þakka marga á- nægjustundina; því þótt æfin þyki nú ekki ætíð góð, væri hún þó sízt betri, ef ekki væri kaffi sopann að fá. Sem áður var áminst, nær Bláland hvergi að sjó. En ein járnbraut liggur frá höfuðborg inni, sem er í miðju landi, norð- austur til bæjar, Djibourti, í frönsku nýlendunni, sem stend ur við Rauðahafið, eða réttara sagt Adrianflóann, og er ein- hver heitasti bletturinn á jarð- ríki. Er þar eins og annars- staðar meðfram Rauðahafinu að mestu leyti eyðimörk, sakir hita og þurks. Þó eru þar nokkr ir hálfviltir íbúar, sem lifa mest á nokkrum sauðkfl(ndum, en eru þó í sífeldum ófriði með þær fyrír ljónum, sem enn er nog af. Er það eins og á dögum Da- víðs talin hin mesta fremd að hafa unnið ljón, og er það því siður í Blálandi, að hver sem fyrir því láni hefir orðið, hefir rétt til þess að heimta áheyrn við hirð keisarans sjálfs, til þess að segja frá afreksverk- inu, sem hann svo gerir með mikilli mælsku, handaslætti, fettum og brettum. Þykir það mikil prýði að skreyta sig með ljó-nsfax krögum og húfíum. Gera það allir höfðingjar sem ekki eru orðnib um of af sér gengnir af siðmenningunni. — Eru þeir þá hinir hermannleg- ustu, í hvítum brókum, með kraga, sem hylur að miklu leyti herðar og bringu, háa burst, upp af höfðinu, með gulli skreyttan skjöld úr nashyrnings húð við hlið en spjót eða riffil í hendi. En vissara er að sitja þá ekki of nærri þessum kumpán- um, því að hvorki eru krag- arnir mjúkir viðkomu, né iykt- in af þeim aðlaðandi. • Á Blálandi er enn við lýði höfðingja- (lénsherra) stjórn, líkt og átti sér stað í mestum hluta Evrópu á miðöldunum Dettur engum þessara höfð- ingja nokkurntíma í hug að leggja af stað frá heimilum sanum, án þess að hafa með sér hóp af undirsátunum, til þess að vernda sína dýrmætu persónu. Eru þegnarnir fót- gangandi, en höfðinginn á múl asna, og geta því dagleiðirnar varla verið langar. En hvað gerir það, því nógur er tím- inn. Hinn versti galli á þessu stjórnarfyrirkomulagi er sá, að bóndinn ber alla byrðina. Verð- ur hann að skifta afurð sinni milli keisarans, höfðingjans og skattheimtumannsins, og er þá sáralítið orðið eftir handa honum sjálfum, svo hann lifir í eymd og volæði ár eftir ár. i Er það ein ástæðan fyrír því j að siðmenningin útrýmir þessu fyrirkomulagi á endanum hvar sem er. Þjóð Blálands heyrir til hvíta kynflokknum, þó dökt sé yfir flestum, sem búast má við, svo j nærri miðjarðarlínunni. Sýnist I hún vera sambland af Aröbum, Gyðingum og fleiri Asíuþjóðum. ! Skiftist hún í tvo flokka, Am- hara og Galla. Eru þeir fyr- j töldu aðeins ein nþriðji hluti, íbúanna^ en virðast þó hafa j mest völdin, og er tunga þeirra það mál sem stjórnin notar (official language). Höfuðborg Blálands heitir Addis Ababa (Nýja Blómið). Hún stendur í miðju landi. Er borgarstæðið hæðótt og út- sýnið því víða mjög fagurt. Telur borgin um 300,000 íbúa. Þaðan liggur, eins og fyr er j ritað, járnbraut norður og aust j ur að sjó, og er sú eina í land- , inu, 500 mílur að lengd. Var það lengi vel að ein lest á viku gekk hvora leið á járn- brautinni. Nú eru þær orðnar tvær. Ferðast önnur lestin að- eins á daginn og er þrjá daga hvora leið. En hin fer alt í ein- um fleng og kernst alla leið á hálfum öðrum degi. Eru ýms- ar ástæður til þess að þessum lestum er ekki rent hraðar; og er ein sú, að það hefir lengi verið hin mesta freisting fyrir eyðimerkuríbúana báðu meg- in við brautina, að hleypa lest- inni af sporunum, sem er nú bæði tilbreytilegt, og ekki ör- vænt um að eitthvað hefðist upp úr krafstrinum. Önnur, að ómögulegt er að segja, hvenær hægt er að send^ símskeyti meðfram brautinni, því þó menn geti vanið sig af að hleypa lestunum af teinunum. bá er það óhugandi að ætlast til þess, að menn láti glóandi eirvírinn í friði, sem er svo fall- egur og afar þægilegur til að smíða úr armbönd og aðra skartgripi. Það er því ekki að furða, þó illa gangi með sím- skeytin, því altaf þarf að vera að,bæta f vírinn fyrir það sém borið hefir verið í burtu. Það kemur líka fyrir að apar klifra upp staurana og gera vírnum ýmsan óskunda, jafnvel að gír- affar hengja sig í þræðinum, þó erfitt sé að ímynda sér, hvern- ig það getur átt sér stað. Ibúar þeir, er maður sér með- fram þessari járnbraut eru vanalega dúðaðir í baðmullar- dúka dulur, svo sem yard á lengd, og er það allur klæðn- aðurinn; þó er ufáeinir, sem skarta í leopardskinni. En þó klæðnaður sé ekki mikill. er því meira haft við hárið. í það er borið súrt smjör og önnur sterklyktandi feiti, sem bæði gerir hárið fallegt og gljáandi og hindrar hreyfingar “kvik- fénaðarins”. Er oft stungið silfurnál eða jafnvel dálitilli spítu í gegnum hárið, sem þægi legt er að grípa til ef klæjar. En svo eru líka apar mjög vilj- ugir til þeirrar þjónustu að út- rýma íbúum hársins. Bláland er talið að hafa eitt- hvað nærri fjórum miljónum íhúa, og vera um 160,000 fer- mílur að stærð. Þó er stærð landsins nokkuð óákveðin, því landamerki eru mjög óglögg, og þykjast keisararnir eiga mik ið meira.land en hér er sagt. Koma oft kvartanir frá íbú- um nærliggjandi landshluta, um að Blálands höfðingjar komi og veiði fíla og önnur dýr á þeirra landi. En þá er viðkVæð- ið að þeir hafi elt dýrið ýfir landamærin, og hafi því átt það. Og við það situr. Blálendingar eru mjög þrætu gjarnir og eru í sífeldum mála- ferlum. Er hver maður skyld- ugur til þess að skera úr þrætu er til þess • er kallaður. Er al- gengt að slíkt réttarfar sé háð undir beru lofti eða í litlum búðum, sem til þess eru bygð- ar í kringum markaðssvæði borganna. Eru þá málsaðila* sínir eigin lögmenn, en dómum hlýtt eða ekki, rétt eins og verkast vill. En þá taka við dómstólar landsins, ef á þarf að halda. í þeim dómstólum eru líka allir glæpir dæmdir. Hefir það verið algengt, að fót- eða handhöggva menn fyrir þjófnað, en nú er það að leggj- ast niður. Veitti þó varla af því að taka upp þá hegningar- aðferð hér í Ameríku, eins nú á stendur. Marga skrítna siði hittir maður í Blálandi. Einn er sá, að ef maður á eitthvað hjá öðrum, sem hann getur ekki borgað, getur maður látið lög- regluna færa sér hann og binda við sig með keðju, er skuld heimtumaður hefir um sig mið an, en hinn um hægri úlflið Skyldugur er sá fyrnefndi til að fæða hinn, jneðan hann er í haldi, eða þangað til skuldin er borguð, og væri það sannar- lega að tefla á tvær hættur í þessu landi, eftir því sem skuld i rljúkast nú á dögum. Óhuggu- legt finst manni fyrst, að sjá tvo menn þannig bundna sam- an, en sú tilfinning breytist við að sjá þá hafa skemtun af sam verunni, sem oft sýnist eiga sér stað. Yfir höfuð virðast blálendingar vera góðlyndir. Þeir hafa mikið gaman af sín- um sífeldu málaferlum, og eru þau furðu frí við ilsku og reiði, sem eru svo algeng meðal “sið aðra’’ þjóða. Bláland er kristið land. — “Kristin eyja í hafi heiðninn- ar,’’ eins og einn Blálandskeis- ari komst að orði í bréfi til Bretakonungs. Heyj;a þeir til hinni forn-egypsku Kopta kirkjudeild, sem, eins og Jakob- ítarnir í Austurálfu, hafa frá upphafi neitað hinu tvöfalda eðli Krists, sem orþódoxían held ur fram. Er yfirmaður (metro- politan) þeirrar kirkjudeildar búsettur í AJexandríu. Nokkuð er líka af Múhameðstrúarmönn- um í Blálandi, en stjórn öll er í höndum kristinna manna. — Fjórði hve* karlmaður er klerk- ur, svo að varla þarf að kvarta um prestafæð. Hvað eftir annað hafa Mú- hameðsmenn frá Súdan eða Bvrópuþjóðir reynt að ná Blá- landi undir sig. En það hefir aldrei tekist. Sú eina herferð inh í það land. sem ekki hefir endað með skelfingu, var sú er Napier lávarður fór árið 1867- 8. Hafði Theodore Blálands- keisari látið setja brezka sendi- herrann í varðhald, einnig sendimenn, sem komið höfðu til að grenslast eftir hvernig á þessu stæði. Var Theodore keisari grimmur harðstjðri og landsmenn því orðnir mjög leið ir á honum, þegar þetta var. . Þegar því Napier kom með enskan herflokk norðaustan frá Rauðahafi, snerist mikill hluti Blálendinga í lið með hon um. Vann þessi sameinaði her sigur á herflokkum Theodores, en hann réð sér sjálfum bana. Sneru þá Englendingar heim- leiðis of létu Blálendinga sjálf- ráða með að krýna til keisara eftirmann Theodores, sem hét Johannes. • • • Það er litlum eða engum vafa bundið að nafnið Bláland (Blá- mannaland), sem finst í ís- lenzkum fornritum, er þýðing á nafninu Ethupathía, sem í fornri tíð var heitið á öllu landi suður af Egyptalandi, svo langt suður sem menn þektu. Þrjú nöfn af landhlutum Afríku finn ast í þessum ritum: Egyptaland sem allir þekkja; Serkland. dregið af íbúunum, Serkjum (Saracens), sem . eflaust hefir verið norðurströnd Afríku fyr- ir vestan Egyptaland, og Blá- land, sem hefir verið landið suður af Serklandi. Nú er alt það land nema austurhlutinn. eyðimörk, sem engar sögur fara af, og liggur því beinast við að álíta, að það land, sem fornmenn höfðu í huga, þegar beir nefndu Bláland, hafi bein- línis verið Abyssinía eða Ethe- opía, sem landsmenn sjálfir vilja kalla það. ^ Heimildin fyrir grein þessari er að mestu leyti National Geo- graphic Magazine, júníheftið, 1931, þó ekki sé hún bein þýð- ing. M. B. H. RÓGBURÐI HNEKT. FLUGMAÐURINN Fleygur maður, fátalaður, fullhugaður kynið leysir; máttku lyndi minkar strindi; móti vindi geiminn þeysir. Náungi verður í nágrenni hver; notin af sverðinu snjázt í mér. Megi fríða, mærin blíða, með mér líða himinslóðir, sumars bjarta sigurhjarta svásast skarta ljómans þjóðir. Sé vorbjörtum morgni veðrið glæst, rís víkingum forni andinn hæst. Fljúgðu með mér, frægstu með mér, feyktu með mér hríð og Skugga. Ljóma grundir; loftar undir; ljósar stundir bjarma glugga. Með sælu í hjarta við sólar upprás þín sála býst skarti. ljóss og snjás. Skíðhlaus-breiðum skeiðspretts-heiðum, skipsbyrs-leiðum ögra rökin. Gnýpu, ströndu, starsýn öndu, storka þöndu flughamstökin. Við söngbylgjur hljóma þér samfylgd býðst, og sveifluvef ljóma færðu skrýðst. J. P. í hinni einkar prúðmannlegu og viturlegu athugasemd hr. Sig. Skagfield söngvara, sem Heimskringlu þóknaðist að birta jafnhliða leiðréttingu okkar þriggja, dr. B. H. Olsons. hr. H. M. Swan og undirrit- aðs, við yfirlýsingu hans, standa meðal annars eftirfar- andi orð: “Mér þykir það hálf undar- legt að þessir þremenningar skuli vera svo óskammfeilnir að þora að minnast á það mál, sem orðið hefir Choral Society og Björgvin til svo mikillar skammar, að áliti alls sann- gjarns fólks, nefnilega borgun þá sem Björgvin réði mig upp á — 50 dali hvert það kvöld sem kantatan væri sungin, en serfi svo félagið Choral Society og Björgvin neitaði að borga,” (Leturbreyting gerð af mér.— B.G.) Eins og öllum má vera ljóst, standa þessi ummæli í beinni mótsögn við leiðréttingu okk- ar, þar sem skýrt er frá því eftir beztu vitund, með hvaða skilningi og undir hvaða kring- umst.æðum lir. Sig. Skagfield tókst á hendur að syngja tenór söngvana í kantötunni “íslands þúsund ár’’. En með því að hr. Skagfield þrátt fyrir þenna vitnisburð, ber það á mig að hafa ráðið sig fyrir ákveðið kaup, sem svo eg og Choral Society hafi svik- ist um a borga, þá get eg ekki annað en litið á þenna furðu- lega framburð hans sem víss- vitandi ærumeiðandi rógburð, selíi eg hér með »— svo leitt sem mér þykir það — neyðist til að lýsa hr. Sigurð Skagfield ósannindamann að, samkvæmt leiðréttingu okkar þriggja, vit- neskju allra, er kynningu hafa af málum þessum og vottfestan legurn ummælum sjálfs hans eftir að kantatan hafði tvisvar verið sungin. Eg sé ekki ástæðu tll að gefa hr. Sig. Skagfield neinar i'rek- ari skýringar á þessu máli, þar sem honum ætti að vera jafn kunnugt um það og mér, enda þótt það sé raunar ekki sýni- legt af athugasemd hans, að hann skilji sína eigin yfirlýs- ingu, hvað þá meira. Samt sem áður, til að gera lionum einhverja úrlausn, skal fúslega við það kannast, að þar sem kurteisis vegna orðið “löngun” er viðhaft í leiðrétt- ingu okkar’’, ætti öllu heldur að standa “gerði kröfu til’ eða blátt áfram “heimtaðj’, að fá að syngja tenórsöngvana í kan- tötunni. Annars hefir fram- koma hr. Skagfields gagnvart mér og raunar flestum þeim, sem gert hafa sér mest far um að greiða götu hans hér um slóðir, orðið með þeim hætti, að hans vegnawil eg ekki ótil- neyddur skýra frá henni nema sem allra minst, né standa í frekari ritdeilum við mann, er jafnlitla virðingu sýnist bera fyrir sannleikanum og hagar sér á allan hátt eins og Sigurð- ur Skagfield. Björgvin Guðmundsson. Nokkrar aðsendar greinar, sem ætlast var til að kæmu í þessu blaði, verða að bíða næsta blaðs. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar. S. 309 manns voru sjúkir af sóttnæmum kvillum í Winnipeg s.l. viku. Mislinga fengu 223, hettusótt 53, flekkusótt (scar- let fever) einn, hálsbólgu 2, hænsnabólu 17, kíghósta 4, tær ingu 7. Og ^ 368" % Ný DREWRY verðlaun og $500.00 í peningum , REIÐHJÓL — Úr — Kassar með 50 stykkjum af silfur-borðbúnaði — Tjöld — Hjólskautar. Hvernig litist ykkur á að velja úr hundruðum slíkra verð- launa. Hérna er tækifæri fyrir ykk- ur! 92 Manitoba-drengir og stúlkur fá innan skamms verðlaunin fyrir maí- samkepnina. Það eina sem þeir þurfa að gera, er að safna saman tappalok- unum af svaladrykkjaflöskum Drew- ry’s. Fyllið einn eyðumiða hér'neð- an við og sendið hann til Drewry’s, og þeir skýra yður frá, hvernig þið getið unnið einhver af hinum 368 verðlaun- um, sem þeir bjóða við næstu sam- kepni. Ykkifr verður einnig veittar upp lýsingar <um $500.00 peningaverð- launin. Skrifið strax. Byrjið á að safna tappalokunum nú þegar. Biðjið kunn- ingja ykkar að hjálpa ykkur við það. VERÐLAUNAVINNENDUR I MAf X WINNIPEGBOHG: Fyrstu: Stanley Bajur- ny, Catherine Fabris. önnur: Harry Schweid, R. Depres. Þriðju: L. James Wright, H. Ro- jeski. Aukaverðlaun: Jack Beech, Hugh Camp bell, Herbert Church, Frank D’Angelo, Ray- mond Dunn, Oliver Fowler, George Harrison, Harry Haywood, Charles Maddin, Joe Rosen- berg, David Spevack, Roy Tait, Jack Thomp- • son, Alex Wilson, James Whitecross, Celia Polonsky, Chrissana Dewar, Rose Martin, Shirley Bacon, Isabel Fenwick, Audrey Free- man, Ethel Hechter, Margaret Kerr, Edith M. Smith, Helen Tarantino, Ruby Warner Brina Yarmos. X MANITOBAFYLKI: Fyrstu: Leonard Mat- hewson, Stonewall; Emily Druitt, Teulon. önnur: Wm. Cook, Ninette, Helen Wong, Elm Creek. Þriðju: A. • Cardinal, Starbuck; Margaret Montgomery, Headingly. Auka- verðlaun: N. Sarbit, Selkirk; J. Boychuck, Transcona; J. H. McCullough, Stony Moun- tain; P. J. Wiebe, Winkler; J. C. Bassey, Minnedosa; E. Beauchemin, Dunrea; M. Kor- naylo, Lockport; J. W. Bugyik, Anola; S. Cumming, Portage la Prairie; R. J. Caverly, Bowsman; C. W. Stevenson, Harding; Jessie Wastle, Oak Bluff; Eloise Stanton, Bass- wood; Gwen Graham, Middlechurch; Doris McGrath, Holmfield; Eunice Toutin, Morden; Daisy Bateman, Durban. Save these^ bottlé<s tops i Sendið meðfylgjandi íniða eftir verðlaunaskrá blöðum. og umsóknar- DREWRYS, LIMITED, • Winnipeg, Man. Gerið svo vel og sendið mér ókeypis verð- launaskrár, reglur fyrir samkepninni og um- sóknarblöð fyrir þátttöku i Drewrys sam- kepninni. Nafn ................................................ Heimili ............................................. Fjögur keppimót enn: Júní, Júlí, Ágúst, September. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.