Heimskringla - 01.07.1931, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.07.1931, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEXJ 1. JÚLl, 1931. VESTRÆN MENNING Enginn sköpum til ársældar má renna, öll er tilveran hulin svörtum reyk. Engir vitar í Ragnarökkri brenna rammar nornir þar heyja grimman leik. Bleik er mannlífsins blisvana ströndin Bolsvíkingin herjar á löndin. Auðmenn skjálfa og altaf herða á böndunum Alt á hausnum í hvítra manna löndunum! Kristur bæði og kirkjan er á förum. Kongar, lávarðar — sú hin mikla stétt — liggur bráðum sem Uk á dökkum börum lögð í moldina — því er spáð í Rétt. Um annað líf er nú ekki að tala. ei þarf lengur þá geistlegu smala. Himnaríki er horfið manna augunum og helvíti með öllum kirkjudraugunum. Nú er Englendings veldi bráðum búið borin exin að þungum stofni er Indlands frelsi úr hörðum böndum snúið — Hindúinn lengur enga hlekki ber. Heyrist nábrestur! Heimsveldið stynur. helft af vestrænni menningu hrynur Breskri fégirnd blæðir út af — gæðunum — blóði hermanna og trúboðanna ræðunum. Nú er kvenfrelsiskonan jöfn við yður karlmenn góðir — og svalað hennar þrám; enginn haddur um herðar fellur niður hafinn kjóllinn og styttur upp að knjám. Enginn lítur nú ófríðar herfur, ailur fúi í málningu hverfur. Sígarettur og sherrí er á borðunum, sálin speglast í nýtískunnar orðunum. Ekki er náttúran ein að verki lengur ótal maskínur plægja lönd og sjó. Véiamenning í gráum járnum gengur götur veraldar. — Enginn finnur ró. Strengd er jörði ní stálvíra netum státnir forvitni svalað við getum. Með fuglum himins við fljúgum milli landanna og finnum ekkert til þyngdarlögmálsbandanna. Nú eru læknarnir öllum mönnum ofar eins og prestarnir voru fyr á tíð, alþýðan bæði lastar þá og lofar, laun þeirra hækkar bæði ár og síð. Nú er ekki um annað að velja, en aleiguna í hendur þeim selja, eða h'kjast allra mesta gapanum, sem ekki hræðist að hiaupa fram af stapanum. Innri lífsgleði eru menn að svæfa engin henni lengur sinna má. Sífeit annríki ætlar flesta að kæfa, allir gullkálfinn tilbiðja og þrá. í»ó bragnar allir blinda sig glápi í Bandaríkjanna miljóna skápi; gullið alt er goðinn okkar skínandi, hjá goðum jarðar og fallbyssunum gínandi. Mikið er skrifað, því margir vilja kenna mönnunum það. sem engum kemur við. Undrist ei neinn þó alt sé nú að fenna í orða kafaldi í hinum nýja sið. Senn munu blöðin og bækurnar sökkva blektum sálum í helginið dökkva. Hrunadansinn hamast yfir gröfinni hangir tryltur á fremstu dauðans nöfinni. J. S. frá Kaldbak. Dráttvakur er hann, og fram hann föður minn með nokkra Endurminningar Eftir Fr. Guðmundsson. Eg hafði ekki lengi setið eftir að eg var laus við snjópiöggin, þegar húsbóndinn kom staut- andi til okkar innan úr sínu herbergi, og gekk þá við lítinn laglegann staf. Hann tók kveðju okkar undur glaðlega og vinsamlega, og fór strax að gera að gamni sínu, fínt og fallega fyrst í stað, en svo fór mér fljótlega að þykja hann nokkuð klárgengur annaðslag- ið. Hann rengdi mig um það, að eg væri sonur Guðmundar á Grímsstöðum, og sagði eg léti svo til að narra útúr sér brenni vín, en mér yrði nú ekki hett- an úr því klæðinu, því hann ætti ekkert brennivín til, og sagðist hafa tekið upp á því hér um daginn að drekka það sjálfur, þetta litla sem eftir var, en sér hefði bara orðið illt af því af óvananum, svo það kæmi aldrei framar inn í sitt hús. Svo bað hann mig að finna sig, og þegar við komum inn : hjóna-herbergið, segir hann, þetta er nú konan mín; þú mátt ekki kyssa hana og ekki koma nær henni en þetta. En til allrar lukku ertu svo ljótur, að eg sé hún hræðist þig. Svo rétti hann hendina inn undir koddan í rúminu sínu, og kom út með brennivínspela og bauð mér að smakka á honum en bað mig um leið að taka ekki mikið; hann mætti ekki missa neitt af því, en hann kynni ekki við annað en bjóða mér það af því eg væri sonur pabba míns. Eg held hann hafi verið mátulega hreifur af víni; og það var líka dauður maður, sem ekki hefði hlegið inni hjá honum annaðslagið. En það heid eg að menn hafi þreyst á þessu tii lengdar. Seinast þeg- ar komið var fram á nótt, fór hann að þyija yfir mér margt af Jjóðum sínum, en þau vóru bá cll óprcntuð nema hvað annaðslagið sást eftir hann í blcðum. Alltif sagði hann mér tildrcg eða .istæðu fyrir hverju ijóði og var þá svo skemti- legur að unan var að hiýða á. Svo mikið fanst mér til um kersknis vísur hans, að eg held hann hafi naumast getað verið vinsæll í nágrenni, nema þær hafi ekki verið skrifaðar, eða lærðar út í frá. Hann var nýbúinn að yrkja heilmikið í tilefni af prestakosningu í hans sveit, og þar sem hann hafði þv ívar gróft, en framúrskar- þvi avr gróft, en framúrskar- andi smellið. Enginn fengi mig til að setja það hér, þó eg kunni nokkuð af því, eg veit hann hefir ætlast til að það dæi með sér. En honum var vorkun, því bróðir konu hans vildi komast að sem prestur, svo hann hafði reiðst.. Nýiega var hann þá bú- inn að yrkja um reiðhest, sem hann hafði keypt, og þótti und- ur vænt um; í það minsta hafði eg ekki heyrt það fyr, en hann var hissa af því hvað mikið eg kunni af ljóðum hans. Eg ætla að enda þessa heimsókn með því að setja þessa hesta- vísu á blaðið, sem mig minnir að hann segðist hafa skrífað í bréf tii Jóns á Sleðbrjót. úr þeim fer hann, þó frosinn sé méllinn Mölina og frerann, með sköfl- unum sker hann, því skratti er hann hneliinn. Dýr þótti mér hann, en dæma- laust ber hann mig djarft yfir svellinn. Þegar þú sér hann, þá lána eg þér hann þó þú sért brellinn. Dæmalaust hafði eg þarna eftirminnilega, fulkomna og góða gistingu, hjá þeim merku hjónum. Hér ætla eg að setja eina smásögu af sjálfum mér, sem að vísu átti sér stað nokkru áður, en sem eg nú man af hreinni tilviljun. Er hún gott kæmi upp á það hvað ungling- um getur orðið eitthvað að ó- viðráðanlegri ástríðu sem allt fullorðið fólk sér að er tóm vit leysa, en sem engar fortölur geta komið í veg fyrir eða bælt niður nema unglingurinn sjáif- ur fái að reka sig á. Þessi saga mætti heita “Dönsku skorinr’’. Eftir því sem eg álít réttast, þá mun eg hafa verið á 16. árinu, þegar eg seinnipart vetr- ar og að vorlagi fann til ein- kennilega þráleitinnar eftir- löngunar til að eignast danska skó. Allt taldi eg þessu til á- gætis í huganum, og þegar fram á sumarið kom, var þetta orðin óstjórnleg ástríða. Eg afréði að tala um þetta við móðir mína, þegar gott tæki- færi gæfist. Og stundin kom. en hún tók þessu ekki fallega, sagði að þetta væri óráð. af því eg væri að vaxa, og skórn- ir yrðu mér ónýtir eftir hálft ár, eða svo, því ekki gengi eg á þeim við kindur, og tæki eg þá ofstóra, þá færu þeir svo illa. Eg sagði ekki neitt, en í huga mínum röðuðu sér marg- föld rök á móti hverri ástæðu sem hún tilfærði. Við föður minn vildi eg ekki tala um þetta mál, vissi að hann mundi aftaka það að eg keypti skóna og þótti þá verra að gera það samt þvert ofan f hans forboð heldur en að honum óforspurð- um, því dönsku skóna varð eg að fá, þó allur heimurinn haml- aði á móti. Eg átti tvær ær með lömbum og einn gemiing og með þenna höfuðstól hlaut eg að vera fær um kaupin. f>að þótti mér líkast föður mínum að hann byði mér að fara með sér í kaupstaðinn um sumarið þegar hann færi aðal- kaupferðina, og þá var tíminn til að drífa þetta í gegn. Tíminn var kominn, það fór sem mig grunaði, faðir minn bauð mér að fara með sér í kaupstainn og sagði eg væri svo duglegur við búskapinn, að mér veitti ekki af að létta mér upp. Þessi mikla viðurkenning marg faldaði áhuga minn fyrir öliu, en ekki síst skókaupunum. Við vorum komnir austur á miðjan Dimmafjallgarð, þegar hann ait í einu segir við mig. Þú ert að hugsa um að kaupa þér danska skó, en hikar svo við, hefir líkast til séð mig fölna, en lítur þá til mín brosandi Og segir, eg ætla ekkert að skifta mér af því. Þú ert nokkuö stórhuga stundum og það er ekkert sem kennir þér eins gagniega og það að reka þig á. Ef nú þessi fyrirætlun þín er óráð, þá verður þér það eftirminnilegast með því að standa sjálfur straum af því að öliu leyti. Ekki slöknuðu taugarnar okkar á milli við mína fyrirætlun. Stæði hann á móti mér, þá væri fyrirætlun mín áreiðanlega athugaverð. Tvö verzlunarskip láu á höfninni á Vopnafirði, annað þeirra frá Gránufélagsverzlun- inni á Raufarhöfn, og kaup- maðurinn á því skipi var gamall kunningi minn, Hermann Hjáim arsson, nú í Winnipeg; á skóla- ferðum sínum hafði hann nokkrum sinnum komið til for- eldra minna á Grímsstöðum, og þá verið mér svo góður og mér þótti hann svo skemtileg- ur, að nú var eg strax stað- ráðinn í því að eiga þessa afráðnu verzlun mína við hann. Eg kom um borð til Hermanns með ullarpokann minn, hann tók mér vel og eg sagði honum erindi mitt og það með að eg hefði níi líklega ekki nóga uli yrir skóna.en spurði hvert hann mundi þora að eiga hjá mér til haustsins. Já, já, velkomið. Nú fórum við að skoða skóna og þeir voru allir ofmjóir eftir lengdinni. Hermann skellihló og sagði að fæturnar á mér væru vanskapaðir, en eg héJt því fram, að ef mínir fætur væru annanveg en almennt gerðist, þá væru allir fætur varhugaverðir nema mínir. Ekki man ,eg hvert það voru sein- ustu skórnir sem til voru á skipinu, en loksins fann hann skó, sem eg komst ofan í þó með harðneskju, en hann sagði, að þeir væru of langir. Já, eg fann það, þeir voru heldur langir, en eg sagði að skórn ir yrðu að vera við vöxt. Hann átti bágt með þetta, bundinn í báða sína skó, lang- aði hann til að selja grýtis skona, en blöskraði hvað lítið vit eg hafði á þessum hlutum Loksins herðir hann upp hug- ann og segir alvarlegur, að það sé til lítils framtíðarinnar vegna að skornir séu of langir en jafnframt of mjóir til að kom- ast í þá, en eg hélt þeir mundu víkka. Þá féll honum allur ket- ill í eld. Hann snéri sér undan aldrei vissi eg hvert hann tár- feldi eða hló, en hann slepti mér með dönsku skóna. Þeir kostuðu 16kr, en ullin gerði ekki nema 7 kr. svo eg skuld- aði þá 9 kr. og við kvöddumst eins og beztu vinir, sáumst heldur ekki í mörg ár eftir það, og svo hefi eg alltaf gleymt að segja honum þessa sögu. Eg vissi það strax á Jeið inni í land, að eg átti skilið að vera á skónum á leiðinni heim. Nú var heldur ekkert að fela, faðir minn vissi allt um þetta og skornir sýndu sig að þeir voru gersemi. Fljótlega varð eg var við það að jafnaldrar mínir öfunduðu mig af þess- um fallegu skóm, en bezt af öliu var þó það þegar heim kom, hvað heimilisfóikið dáðist að skónum með augunum, þó það segði eiginlega ekkert. Skornir voru ökla háir með fjaðrir báðum hliðum, sem áttu að "efa eftir svo gott væri að komast í þá og úr þeim, þetta alt var undir buxnafald- inum og sást því ekkert nema glansandi svart leður. Nú leið hver vikan af annari, eg brújtaði skóna aðeins á Sunnudögum, en það var eins og byrjað að hafa óþægileg á- hrif á mig að það marraði svo mikið í skónum, þegar eg gekk um fjalagólf; úti bar ekkert á því; þetta ónáðaði mig samt svo að eg loksins hafði orð á því, hvert fólkinu þætti ekki leiðiniegt að heyra þetta tíst? Nei, þá höfðu allir miklu betra þetta samtal. Áður vissi eg vit á skóm en eg, og mér var hver hann var en nú opnaðist svarað úr öilum áttum, að fyrir mér heill heimur, nú sann-j þetta væri einmitt einkenni .4 færðist eg um það, tveimur ár-; bestu okóm, þegar leðrið væri um eftir að eg hafði veríð! sérstaklega valið og vandað og femdur, að ótti og elska gátu | rækilega neglt. Eg skildi nú ekki ríkt í sama hjarta til þetta, og mér leið þá betur með sama manns eða sömu persónu.! skóna um stund. Nú sá eg það í skýru ijósi að! Um haustið í góðri tíð, var það var beimska, að forðast boðuð messa á VíðirhóIL ailir LANDNÁMSKONUR (Tileinkað ísl. konum í Vesturh.) Ungar að vexti í vöggugjöf þáguð víkingsins eðli og farmannsins þrá, yfir fangvíðann, þungstreymann þrúðvanginn sáuð þar sem mörkin hans Leifs í hillingum lá. Menn yðar hvöttuð að hefjast nú handa höggva á festar og láta frá strönd, þar sem Nornin hélt vörð yfir norrænum anda við að nema og byggja sín framtíðar lönd. Hún var fjölþættuð hvötin frá föðurlands sandi hinum fátæku barátta um virðing og tap og hin eih'fa kyrstaða í lýðfrjálsu landi. eftir langvinna kúgun er þjóðmegun drap. Þegar öskraði kylja og úfnaði særinn og ís rak um fjörðu sem blikandi traf þá var hann oft mýkri og mildari blærinn frá meginlandsströndunum vestan um haf. Þó var söknuði skýbólstruð skilnaðarstundin, þau sköpin um niðjanna framtíð og lán hún var yður svo samgróin ættjarðargrundin, þó að öreigum deildi hún sitt hamingjurán. Þá var hugurinn margra á hálfgerðu reiki, er þér horfðuð með trega yfir fæðingarsveit, þar sem æskan og gleðin átt höfðu leiki það var erfitt að kveðja þan nfriðsæla reit. Hún var fraumbyggjum vinholl hin vestræna foldin og að-víðáttu mikil en fargögnum snauð þó af kostgæðum full og frjó væri moldin þurfti framsýni og þrek til að vinna þann auð. Þá sóttuð þér eldinn í íslenskan kjama: öryggistrúna og feðranna mál. Það var kærleikur yðar tii bænda og barna sem blíðkaði hregginn í landnemans sál. Djúpar að skilningi í skipulagsstörfum. til að skapa og efla niðjanna hag- þó var erfitt að sameinast þjóðlífsins þörfum og að þekkja sinn rétta vitjunardag. Á mótlætis'stundum í höfugum harmi var hið heilaga traustið til úrlausnar sótt, þá stigu í himininn bænir frá barmi yfir barnanna vöggum um andvökunótt. Fyrir verk yðar allra í vestlægri álfu og vitann sem skærast í sál yðar brann þér voruð svo stórar í starfinu sjálfu að styðja hinn langþreytta samferðamann. Yfir frumskóga landsins, hrjóstur og heiðar, er hafin var forðum hin örðuga leit, nú bruna með flughraða rjúkandi reiðar, um risvaxnar borgir og skrúðgræna sveit. Með árunum íslenkir frumherjar fækka þeir ferðlúnir hníga í eilífðar sæ, yðar guðsanda þrá til að gróa og stækka, gaf yðar kjörlandi menningarblæ. Kynslóðin unga krafta yðar nýtur, þá köllun er lokið við afrekin mest, margur þjóðfrægur mögur að mold yðar lýtur þeirrar móður er studdi hann tryggast og best. íslenskar konur! Þér kynstofnin besti, yðar konungieg risna ei við neglur sér skar þér sem veittuð af öriæti vegmóðum gesti, sem af vogreki heimsins að garði yðar bar. Þér sem námu hér land með tvær hendur tómar þó að trausti og vinfesti ríkur í lund, yfir Sökkvabekk yðar nú lofstýrnn ljómar yfir leiðunum yðar við síðasta blund. G. Stefánsson fóru sem vetlingi gátu valdið, og eg einsog hinir. Eg var í góða veðrinu út á túni hjá frændum mínum og vinum, þeg ar einhver sagði, að fólkið væri farið að ganga í kirkjuna og við unglingar vissum að ekki mátti á okkur standa og kirkj- an var orðin full á báðar síður, þegar eg kom í dyrnar, og fjöldi af konum, einkum, bún- ar að breiða klúta fyrir and- litin, og lásu bænir sínar eins og siður var á þeim dögúm og ekki var tiltökumál, en æsku- fjörið réði fótataki okkar ungl- inganna en nú náðu skórnir mínir sér niðri á kirkjugólfinu, aldrei höfðu þeir látið eins, allir klútar voru á augabragði rifn- ir frá andlitunum og allra augu störðu á mig. Þá var enginn hjólhestur til, en fólkið hélt víst, að það væri verið að koma með eitthvað ' hjólbörum inn í kirkjuna. Arnars er ekki vert að reyna að lýsa því. Augu manna lýstu bæðJ undrun og ótta, og held «g að engum hafi ’.’.LÍð eins illa cg mér. i'.g held eg hafi ekki litið nema einusinni upp meðan á mess- unni stcð. en þá störðu öú andlit á mig, eir.sog eg v jo.í með ni’kið yfir hundrað gráðu l;ira Tvltr varð i!t við þeg r -g tók a?t í einu tftir því at messan var búin, því eg var ennþá ekki búinn að finna ráð til að komast úr kirkjunni Einusinni líklega í miðri messunni varð eg var við það, að eg var að tauta vísupartinn eftir Kristján. Það er þó ávalt búningsbót, að bera sig kallmannlega. Eg sá að það var ekkert ráð að eg sæti eftir í kirkjunni þangað til að allir væru komnir út, því þá færi enginn út; allir bjuggust við því, að eg væri ekki ferða- fær, og vildu sjá með eigúi augum hvaða enda þetta hefð!. Að hlaupa út svo það tæki fyi' af. Eg veit bað sýnist nú öll- um eitt um það. Að fara úr skónum og ganga út á sokkun- um, það þótti mér hæfa fyrir skóna, en lítilsvirðing fyrir mig. Það réði eg af að stíga löngum skrefum, svo eg þyrfti [ ekki að stíga óþarflega oft niður. Eg passaði að horfa svo hátt, að eg værí með aug- un ofan við vanalega mann- hæð og þannig laumaðist. eg fram kirkjugóifið, og frá kirkj’J dyrunum fór eg beint af stað að sækja hestana; annars þurfti vanalega að minna mig á það, stundum oftar en einusinni. Þegar eg kom út í hagann, sá eg poll, eg fór beint út í hann eins djúpt og skórnir þoldu, til þess að fyllast ekki, þar stóð eg æði stund, og traðkaði fæt- urna á víxl, skórnir láku ekki dropa en sólarnir liðuðust ekk- ert, og þeir skræktu eins og áður. Það var komið fram að Jólum og allir fengu nýja brydda skó nema eg, því gert var ráð fyrir að eg yrði á dönsku skónum, en þegar eg sá hvað að fór, þá fór eg til þjónustunnar minnar og bað hana að brydda mér Kka skó og það gerði hún. Móðir mín komst að þessu að eg ætlaði ekki að brúka skóna á Jólun- um og vildi nú fara að leiða mér fyrir sjónir, hvað þetta

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.