Heimskringla - 01.07.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 01.07.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 1. JÚLl, 1931. HEIMSKRING.J* 5. BLAÐSÍÐA verða hjá því komist, að biblí- an haldi enn áfram að verða aðalritið, sem kirkjan notar til þess að kveðja hljóðs til- finningalíinu um áfyrirsjáan- legan tíma. En með þessu er alls ekki sagt, að sjálfsagt sé að ritningin verði ein um hituha í kirkjun- um. í þessu efni hlýtur sama þróunin að fara fram, sem orð ið hefir með þrédikanirnar. — Fyrir mannsaldri síðan var guð- fræðingum við nám á íslandi ráðið frá því af kennurum sín um að nota nokkurar tilvitnanir í ræðum sínum nema í rit biblí- unnar. í>að þótti ekki við eiga að þeir færu með fagrar hend ingar í ræðu, nema þær hend- ingar væru úr Davíðssálmum, og tilvitnun í óbundið mál nýrri rithöfunda þótti með öllu óhafandi. Þetta hefir, eins og kunnugt er, gerbreyzt. Og somu leið fer vitaskuld fyr eða síðar hin einstrengingslega ein- angrun í guðsþjónustunni utan prédikunar. En eg er á því að nokkuð starf þurfi að fara fram, áður en menn hafi feng- ið það, sem þeir telji sig á- nægða með. Ef til vill rekur suma minni til þess, að H. G. Wells skrifaði um það töluvert fyrir nokkrum árum, að nauð- synlegt væri að vér kæmum oss upp annari ritningu — þ. e. vitrir menn söfnuðu saman á einn stað þeim ritum, sem stað- ist hefðu eldraun tímans og ætla mætti að markverðust væru um stöðu mannsins í til- verunni og afstöðu þeirra til hennar. Fanst honum óþjá- kvæmilegt að taka þar upp öll guðspjöllin úr Nýja testament- inu. Vissulega væri mikils um það vert, ef spakir menn gerðu tilraun með slíka söfnun og út- gáfu, en því miður er henni enn ekki til að dreifa. Og að öllum líkindum á hún nokkuð langt í land. En mér finst þrátt fyrir alt svo mikið til í þvíí, sem Mr. B. H. J. hefi rbent á bréif sínu, að mig langar að beina því til starfsbræðra minna og þessa kirkjuþings, hvort ekki væri ómaksins vert fyrir oss að gerð væri dálítil tilraun í þessa átt vor á meðal. Ekki að safna ritum, heldur að prestarnir hjáipuðust að safna lesköflum til flutnings við guðsþjónustur, sem þeim þætti líklegt að kynni a ðverða til þess að örfa þá athygli, sem Mr. B. H. J. virðist sífeld meðferð biblíunnar hafa sljófgað. Að minsta kosti mun eg leitast við að koma þessu máli inn á dagskrá þingsins, í þeirri vissu, að fulltrúana muni að minsta kost fýsa að ræða þetta í nefnd og á almennum fundi. „ (Nl. næst.) UM VfÐA VERÖLD. Þrælahald hjá nítján nútíma- þjóðum. Það mun vera almennt álitið að þrælahald sé nú úr sögunni í heiminum. Það hafi tiheyrt þeim tímum ómenningarinnar, sem nú séu um garð gengnir. Þessu er þó enganveginn svo varið. Ensk hefðarkona, kona stjórnmálamannsins Sir John Simon, hefir nýlega birt minnis skrár, sem hún hefir gert um þetta fyrir ýms ensk kvenfélög og síðan hafa verið lagðar fyrir Þjóðbandalagið. Frúin hefir komist að þeirri . niðurstöðu, að þrælahald og þrælasala við- gangist enn í hvorki meira né minna en 19 löndum, sem sé í Abessiníu, Algier. Kína, Egypta landi, Eitreu, Hedjaz, Kufra, Liberíu, Marokko, Rio de Oro, Austur og Vestur-Sahara, bret- sku og ítölsku Samalilandi, Sudan og Suður Tripolis. Mest er um þræla í Kína, Arabíu og Abessiníu, eða alls um 3 miljón- ir. Og þetta er mest í hinni hálofuðu menningu. Frú Simon ásakar hinar stóru nýlenduþjóöir Evrópu fyrir það, að þær skuli þola þessa sví- virðingu í löndum sínum og krefst þess, að þrælahaldið verði afnumið. Hún segir að ræðismenn sumra Evrópuland- anna hafi meira að segja tekjur af þrælasölunni, án þess að blygðast sín fyrir það. Vest er ástandið í þeim hluta Samali, sem ítalir ráða. Italsukr blaða maður varð til þess að afhjúpa þau hneyksli, sem þar áttu sér stað. svo að fascista-stjórnin neyddist til þess að láta fara fram einhverja málamyndarann sókn. En blaðamanninum var ekki vært og varð hann að fara úr landi. 1 Sudan, þar sem Frakkar ráða, er þrælaverslun einnig rekin opinberlega og þess eru dæmi, að á einum mán uði seldi einn þrælasali þar 3000 blámenn í þrældóm. í Kípa er þrælaverslun einnig rekin oþinberlega. Ungar stúlk ur, 10 — 12 ára, ganga þar kaupum og sölum og kosta 10 til 30 dollara hver. f Shanghai fer þessi þrælaverslun fram opinberlega í miðjum borgar- hluta Evrópumanna, en rekin af Kínverjum. Stúlkurnar eru flestar seldar ólifnaðarhúsum í hafnarbæjum í Japan eða Koreu. Svona er ástandið — og kemur flestum á óvart, enda hafa margir orðið til að krefjast. þess, að tekið yrði í taumana og ósóminn afnuminn. Með- ferðin á þrælunum er líka víða mjög slæm. í Samalilandi ítala eru þeir barðir til vinnu með svipum, eyrun skorin af þeim og brennimark sett á enni þeirra. Dr. Millikan um merkustu uppgötvanir nátt- úruvisindanna á síðustu 15 árum. Margt er nú talað um vís- indin og áhrif þeirra á líf nú- tímans og því er oft haldið fram, að á engum tíma mann- kynssögunnar hafi vísindin ver ið áhrifaríkari en nú á tímuvn og valdið meiri byltingum Þetta má líka til sanns vegar færa, segir hinn heimsfrægi ameríski eðlisfræðingur, Milli- kan. sem lesendum Lögréttu er áður kunnur af frásögnum um rannsóknir hans á geimgeisl- unum o. fl. Eini tíminn, sem hægt væri að bera saman við nútímann í þessum efnum er að hans áliti sú öld, fyrir svo sem þrjú hundruð árum, sem sá kenningar Newtons og Gal- ilei koma fram og þroskast. Þá varð gerbreyting á allri menningu, andlegri og efnis- legri, og þess má vænta, að á- líka róttæk breyting verði nú á öllum hugsunarhætti manna og menningu vegna nýjustu rannsókna í eðli»fræði og efna fræði. Til þess að gera sér þess grein hversu afskapleg sú bylt- ing er, sem orðið hefir á sein- ustu árum er nóg að minnast þess, að þau sex meginatriði, sem talin voru grundvöllur heimsins og heimsskoðunnar- innar í lok nítjándu aldarinn- ar, eru nú anaðhvort mjög vef- engd eða þeim er nú alveg hafnað. Ef litið er yfir sögu náttúru vísindanna síðustu 15 árin, má segja, að setja megi helstu breytingarnar og uppgötvanirn ar fram í tuttugu og einum lið, sem jafnframt lýsa 21 helstu náttúrurfræðilegri athugun hinna helstu vísindamanna síð- ustu árin. Þessar rannsóknir og athuganir hafa að vísu ekki allar verið gerðar eingöngu á seinustu 15 árunum þótt niður- stöður þeirra hafi þá fyrst orð ið kunnar að fullu, því þær eru bygðar á eldri rannsóknum, svo að segja má, að eðlisfræði og efnafræði nútímans hafi orðið til á seinustu 30 árum. Fyrsta uppgötvun og ein hin helsta var sú, þegar “electron’’ fanst. Margir vísindamenn síð- ustu 150 áranna höfðu lagt skerf til þeirra rannsókna. en þær voru fullkomnaðar á ár- j unum 1910 — 25. Uppgötvun X-geislanna heyrir ekki bein- i línis til þessu síðasta 15 ára skeiði, en ýmsar merkustu rannsóknir á eðli þeirra fóru fram á þessu skeiði, 1912 og síðan. Þriðja mikilsverða upp- götvunin er sú, þegar menn fundu svonefnda “quantum mechanies’’ og hófst sú upp- götvun um 1900 með rannsókn um Planchs og hefir haft afar- mikla þýðingu seinna og áhrif á aðrar uppgötvanir. Afstæðis- kenningin er fjórða merka upp- götvunin og var fyrst sett fram 1905 af Einstein og síðan 1915 í víðtækara formi. Næst má nefna rannsóknirnar á svo- nefndum radioáhrifum (radio- activity) og ransóknir á atom- iun, á atomkjarnanum og á at- omtölunni. X-geislarannsókn- irnar á eðli og byggingu kryst- alla mega einnig teljast meðal merkustu uppgötvaná og ýms- ar rannsóknir á litrófinu. Upp- götvun aðferðanna til þess að geta séð ýmsar ljósvakabylgjur, sem annars eru ósjáanlegar, eru einnig meðal hins merkasta, sem gerst hefir í eðlisfræðum seinustu ára og loks eru rann- sóknir á geimgeislunum (cos- ,mic rays) talið eitthvað hið merkilegasta sem skeð hefir í þessum efnum á síðustu árum og hefir Lögrétta áður sagt frá þeim. Kenningar þær, sem ís- lenskur náttúrufræðingur (dr. Helgi Pjéturss.) hafði áður sett fram um lífgeislan utan úr geimnum, eru einnig sjálfsagt kunnar flestum lesendum. Til þess að geta skilið til fulls öll þau atriði, sem Millikan nefnir, þarf allmikla sérþekk- ingu á eðlisfræði nútímans og er því aðeins getið helstu at- riðanna í þetta sinn, en seinna mun Lögrétta skýra nánar frá þessu og frá þeim heimspeki- legu og trúfræðilegu kenning- um, sem hann dregur af nátt- iirufræði nútímans. Með náttúrufræðum og heim speki og trú, dregur nú æ meira til sátta móts við það sem var fyrir svo sem aldar- fjórðungi. BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Franski fiskiflotinn. Amerískt blað (Boston Tra- veller) segir frá því eftir Par- ísar fréttamanni sínum, að út- gerð Frakka við Nýfundnaland sé nú mjög að þverra. Þeir hafi gert út þangað 100 skútur, sem verið hafi þar á miðum 8 mán-. uði ársins, en á þessu ári muni varla meira en helmingur flot- ans sigla vestur, því að mest af þorskafla síðasta árs sé ennþá óselt og kenni Frakkar þetta norrænni samkepni. 10 þúsund fiskimenn í Bretagne hafa haft atvinnu við þessa útgerð undan farið en nú varla fleiri en 5 þús- und og varla hægt að gera út nema með ríkisstyrk. Smekkur manna í fiskáti er einnig að breytast og franska útgerðin hefir mjög mist Evrópumark- að sinn, en vann hann upp um skeið í Afríkunýlendunum, en Afríkumenn borða nú miklu minni fisk en áður. —Lögrétta i Kæri herra ritstjórí: Talsvert er nú orðið langt síðan við landar í Chicago höf- um látið til okkar heyra í blöð- unum. Helst er í fréttir færandi í þetta sinn opinn fundur ís- lendingafélagsins, Vísir. haldinn 112 þ. m. í fundarsal Norska | klúbbsins. Var þetta síðasti | fundur félagsins á þessu kjör- tímabili, og var sérstaklega vandað til skemtunar. Forseti félagsins stýrði fundi og bauð alla velkomna. Fyrst söng herra Gunnar Pálsson nokkra einsöngva. Hann hefir mjög hugnæma rödd, og þótti öllum mikið til koma. Síðan var flutt stutt ávarp fjrrir hönd Norð- manna af herra A. E. William- son. Mælti hann mjög hlý- lega til félagsmanna, enda hafa viðskifti Vísirs og Norska klúbbsins verið hin frænd- samlegustu. Þá söng herra Guðmundur Kristjánsson nokk- ra einsöngva. Mr. Kristjánsson hélt söngsamkomu í vetur í Auditorium Recital Hall, undir forustu Vísirs. Tókst sú sam- koma mæta vel, og hrósaði Chicago Tribune Mr. Kristjáns son sem artist. Mr. Árni Helga- son, sem er með hinum dug- legustu fslands vinum f Chi- cago sýndi kvikmyndir þær er hann tók á íslandsferð sinni í fyrrasumar. Bæði eru þær myndir vel teknar og fullkomn ar og gefa prýðilega góða hug- mynd þeim er heima sátu. Félagslyndi og dugnaði Mr. Helgasons er ekki alllítið að þakka í félagsskap okkar. Ræðumaður kvöldsins var pró- fessor Sveinbjörn Johnson frá ríkisháskóla Illinois , Urbana. Eins og kunnugt er var John- son einn af fulltrúum Banda- •íkjanna til Alþingishátíðarinnar að Þingvöllum í fyrra. Sæmdi háskóli íslands hann þar dokt- orsnafnbót. Ræðumanni sagð- ist ágætlega. Þótti jafnt lönd- um sem útlendum erindið mjög fróðlegt og skemtilega flutt. Á annað hundrað manns sóttu fund þennan, þar á meðal eigi allfáir Norðmenn. Meðal boð- ina gesta var Mr. Baumann, Konsull Danmerkur og frú hans. Skandinavisku gestun- um fanst allmikið koma til skemtunarinnar, og sendi eg hérmeð tvö norsk blöð, er um Hátíðaljóð XII By Davíð Stefánsson (frá Fagraskógi) I. Thy children, Iceland, bless thee upon this day. With prayers and song our hearts are sworn to thee. Each memory breathes new life into our lay, Near Lögberg meet your children’s thoughts so free. From your breasts, the warmth they still can feel, That never failed, tho ruled the winter wild, , Our nation still has men of wisdom and of zeal, Who will be inscribed in sagas newly styled. II. We honor him, who trusty bulwarks laid. We honor him, who blazes newer trails. Tho few the people this free, young land to aid, Yet she feels the strength this day unveils. Thy children, Iceland, now for thee do pray, And bless thee in the name of all that lives. Wle are a nation, with fire in bosom borne alway, And children. whom the Lord protection gives. Sigríð Stefánsson. þennann fund rituðu. Hef eg merkt greinarnar, sem þér herra ritstjóri mættuð gjarnan þýða fyrir lesendur blaðsins. Félagslíf í Chicago er all- mörgum erfiðleikum undirorp- ið; samt eru sambönd landa hér furðu sterk og lifandi — og það sem mest er í varið engar deilur né flokkadráttur. Vitanlega náum við ekki til allra landa hér, en þeir sem við höfum sýna sanna íslenska trygð og fastheldni. Búist er við að íslenzku pró- grammi verði útvarpað bráðlega frá stöðinni WMAQ hér; skal það nánar auglýst. J. S. Björnsson Competition gOMEBOÐY said that competi- tion :s the life of trade. May- be it is at that. Anyvvay, during this period of vvorld-wide depres- sion the people of almost every country seem to be under the spell of a sort of competition bogey man. Maybe, too, that this spell is the result of some kind of subconsCious attempt to reiieve unemployment. Down in the United States they are sitting it out in trees, harassing their soies in dancing marathons and disfiguring their faces in the fistic arena. Over in Europe both men and women are stretching their nervTes and risk'ng their lives in flying com- petitions over uncharted jungles and dangerous seas, swimming the channel and parachuting from the clouds. Canada, too, under the same spell, is rushing pell-mell to “keep up with the Joneses.” Her big undertaking, the World’s Grain Show of 1932, is tempting the competitive spirit of every farmer of every clime by splashing before his eyes the greatest aggregation of cash awards ever offered. Fancy, twer/.y-five hundred dollars for forty pounds of wheat. Human flies are taking the short cut over Canada’s north land to the eastern hemisphere. But one of the funniest competi- t'ons yet reported is that originating in the East, and the stakes are vvell vvorth while. Listen! It appears that after an eccentric barrister of Toronto the Good had passed on to the better world beyond, his will was found to provide for an award of half a million dollars to the woman who became the mother of the greatest number of children within ten years. Mrs. B-, so says the report, at the age of thirty-seven, the mother of twenty children, all born in Canada, was leading for a time. Now another Mrs. -----, who is but five years older is in the lead for the big money. S'ne has twenty-six children to her credit, five of which have been born since the barrister’s death in 1926. Competiticyi may be the life of trade and incidentally it may be the life of the nation as well. BEAGH TOGS FOR ;MEN Are Designed for the Utmost Comfort, Smartness and Wear Swim things that are firmly woven and com- fortable on the beach or in the ivater. They dry quickly, too, and hold their shape. Beach Robe <íSpeedaireM Sigurður Sölvason. póstmeist ari frá Westbourne, sem hér hefir verið til lækningar um hríð, fór heim til sín fyrir helgina. Hann leit inn á skrif- stofu Hkr. s. I. föstudag og virtist hress eftir öllum von- um. Voru tveir uppskurðir gerð ir á höfðinu, er hepnuðust svo vel að von er um kullan bata. A robe of terry cloth in a conventional pattem —black, tan and white. The collar, pockets and cuffs, are cord bound. In other colors, as well $10.00. By Jantzen,. is cut down well at the back to allow the maximum of sun on the shoulders — suspender type straps. Black and col- ors. $5.50. U 11 The Flash is designed by a well- known swimming in- structor — Johnnie Walker, of Toronto. The model sketched is black, in one - piece style, withoUt a skirt. It folds into a water- proof bag. $2.75 Men’s Furnishing U 11 Twosome Another Jantzen. simu- lates a two-piece ef- fect. The top, cut out under the arms, and at the back, is striped and the trousers knit in plain shade. $6.00. Section, Main Floor, Portage Before Going to Your Summer Cottage Open a DEP0SIT ACCOUNT For Greater Conven- . ience When Shop- ping by Mail. First make a deposit sufficient for your im- mediate requirements, and when ordering you have simply to give in- structions to charge your D.A. and the goods are delivered as paid. Tnhis saves the trouble of purchasing Money Orders, and C.O.D. de- liveries. A monthly detailed statement is rendered. For further informa- tion call or write the D.A. Office, Third Floor, Hargrave Street..... <*T. EATON C° LIMtTED

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.