Heimskringla - 01.07.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.07.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 1. JÚLÍ, 1931. StofnuO 1S8S) Kemur iít á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VXKING PRESS. LTD. 153 og SSS Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537_____________ Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyrirfram. A'lar borganir sendist THE VIKXNG PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETUKSSON Utanáskri)t til blaOsins: Uanager THE VIKING PRESS LTD., 853 Saroent Ave.. Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIYSKRINGLA 853 Sargent Aje., Winnipeg. 'Helmskringla” is published by f.nd printed by The Viking Press Ltd. 153-855 S'trgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 1. JULÍ 1931 GAGNRÝNI Á KIRKJU VORRI erindi flutt á kirkjuþingi í Winnipeg 1931 af séra Ragnar E. Kvaran Hin frjáislynda kirkjuhreyfing me5 þjóð vorn hefir, eins og kunnugt er, af ýmsum nauðsynjum verið fátæk frá önd- verðu. Stundunx hefir verið til þess fundið, að hana skorti menn, foringja, sem máli sínu væri að öllu leyti fullboðn- ir og nægilega margir til þess að ná til alls þorra almennings með boðskap sinn; stundum, og raunar oftast, hefir hún verið fátæk af fé til þeirra verka, sem henni hefir leikið hugur á að framkvæmd yrðu. Þannig mætti lengi telja. En í einu efni má með sanni segja- að henni hafi verið veitt ríkulega. Aldrei hefir skort menn, sem hafa látið sér ant um upp- eldi hennar. Henni hefir verið sagt til syndanna af mikilli kostgæfni frá önd- verðu. Máltækið. segir, að enginn verði óbarinn biskup, en væri það einhlýtt að verða barinn til þess að ná þeirri tign- arstöðu, þá ættu flestir okkar að vera í hana komnir. Þvi, eins og kunnugt er, hefir vöndurinn ekki verið sparaður á menn þessarar hreyfingar. En þó er ekki unt að komast hjá að kannast við, að þrátt fyrir alt hefir verið nokkur munur á hirtingum þeim, sem forðum tíðkaðist að börn fengju af hendi forráðamanna sinna, og þeim vandar- höggum, sem frjálslynda hreyfingin hefir orðið aðnjótandi. Börn hafa kent á vend inunx sökum þess að vonast hefir verið til, að það kynni að breyta háttum þeirra. Frjálslynda kirkjan hefir haft vöndin yfir sér vegna þess, að hún hefir verið talinn óguðleg og það væri rétt og sjálfsagt að refsa fyrir óguðleikann, jafnvel þótt eng- in von væri um að þrjóturinn léti sér segjast. Eg hefi verið að rifja þetta upp- sökum þess, að eg hefi í hyggju að flytja yður gagnrýni á kirkju vorTi, sem er nokkuð annars eðlis en vér höfum átt að venjast. Oss er bent á galla og yfirsjónir, en það er gert í hinu vinsamlegasta skyni og beinlínis af áhuga fyrir málum vorum. En það er bezt að eg byrji umsvifalaust á sögunni sjálfri. Fyrír nokkuru síðan kom einn ágætur kunningi minn og safnaðarmaður að máli við mig og tjáði mér, að það væri hitt og annað í kirkjulegum venjum vor- um, sem hann ekki gæti felt sig við og fyndist hann hafa tilhneigingu til þess að finna að hjá oss. Hann sagði mér síðan undan og ofan af hugsunum sínum og þótt eg væri honum í ýmsum efnum ósammála, þá hvatti eg hann til þess að gera þessar skoðanir sínar heyr- um kunnar á þingi voru. Hann hafði sjálfur hugsað sér að skrifa þinginu bréf um þetta efni, og ýtti eg undir þá ráða- gerð og hvatti hann til þess að leitast við að verða sjálfur staddur á þingi voru, því að mér fyndist sjálfsagt að ræða um þetta í heyrenda hljóði. Vona eg að þingmenn vorir og gestir séu sammála um, að þetta hafi átt vel við, því að bréfið er vissulega þess virði að því sé gaumur gefinn. Og mér finst á engan hátt óhugsandi, að það kunni að valda breytingum á starfsemi vorri í framtíð- inni. Þegar eg hefi lesið yður bréfið, langar mig til þess að verja dálitlum tíma til þess að ræða efni þess, og bið eg yður að h'ta á athúgasemdir mínar ein- ungis sem inngangsorð að þeim umræð- um, er eg vona að hér fari fram af all- margra hálfu um viðfangsefnið. En bréf- ið er á þessa leið: “Til hins Sameinaða Kirkjufélags fs- lendinga í Norður-Ameríku. “Háttvirtu herrar og frúr, Heilla og heiðurs óska eg yður. “Þegar eg lít til baka yfir þau ár, sem eg hefi tilheyrt hinn frjálsu kirkju, þá er það með þakklátum hug> þakklátum fyrir það að hafa notið þeirrar ánægju að hlýða á fjölda margar framúrskarandi ræður, fluttar af gáfuðum og sannment- uðum prestum. Mér virðist það nærri undravert, hversu vel þeim hefir tekist að halda uppi frjálsum hugsjónum, þrátt fyrir þær hömlur, sem sífelt eru lagðar á starfsemi þeirra af trygð og ræktarsemi við ýmsar gamlar kreddur, og það er til- gangur minn með þessum línum að leggja skoðanir mínar á þeim málum fram fyr- ir þetta þing til athugunar, og skal það gert af hreinskilni þótt mentun skorti. “Biblíudýrkun hefir þessi kirkja um hönd í ríkum mæli, því ekki man eg eftir að hafa verið svo við messu, að ekki hafi verið lesnir kaflar úr Biblíunni. Ekki er það neitt vafamál, að margt hefir hún inni að halda-, sem gott er til leiðbeiningar í mannbótamálum, en sama má segja um margar aðrar bækur. T. d. hygg eg að eins mörg drengskapar dæmi megi finna í íslendingasögum eins og þessum Gyðingasögum. Einnig eru miklar líkur til þess, að það, sem velja má úr nútíð- arbókmentum íslendinga, sé oss eins holl andans fæða, eins og þessar tuttugu alda gömlu bókmentir Gyðinga. Þessvegna get eg ekki skilið, að það stafi af neinu öðru en fastheldni, að frjáls kirkja lætur Gyðingasöguna hafa forgangsréttinn yfir allar aðrar bækur. “Svipað þessu má segja um sálmabók- ina- sem búið er að prenta fimtán sinn- um, og orðin er að minsta kosti hundrað ár á eftir tímanum. Þó að marga sálma megi þar finna, sem ánægja væri að heyra sungna stöku sinnum, þá virðist mér það þó vera þröngsýni af þjóð, sem á annað eins upplag af fögrunr ljóðum, að binda sig næstum því eingöngu við þessa gömlu sálmabók til messusöngs. Og sami fastheldnis andinn lýsir sér einnig í því að lesa altaf sömu bænina við hverja messu. Eg á við “Faðir vor’’. Og meðferðin á þeirri ágætu bæn er alveg óþolandi, því að það er gjörræði að bæta heilli málsgrein aftan við hana, þvert á móti fyrirmælum höfundarins, sem tekur það skýrt fram við lærisveina sína, að þeir skuli forðast alla ónytju- mælgi í bænum sínum um leið og hann kennir þeim “Faðir vor’’. En ef nokkur ónytjumælgi er til, þá er það þessi við- bætir: “Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eih'fu amen’’. Einnig hefir mig furðað á því, að hin nýja þýðing. Biblíunnar slyili ekki vera notuð við lestur þessarar bænar, því að það er þó óefað vandaðasta þýðing Biblíunnar, sem íslendingar eiga. Nú kann að virðast svo, sem það valdi ósamræmi hjá mér, þar sem eg viðurkenni ágæti bænarinn- ar >að líta svo á, að hún sé of oft lesin. En sannleikurinn er sá, að það er búið að þaullesa þessa bæn svo, að mjög erf- itt er að festa hugann við innhald henn- ar, og ekki get eg skilið að það sé nauð- synlegra að lesa altaf sömu bænina, heldur en að syngja sama sálminn og flytja sömu ræðuna. Biblíu-, sálmabókar og bænardýrkun er að minni hyggju sama eðlis eins og myndadýrkun fornaldarinn- ar, og getur ekki átt samleið með menn- ingu vorra tíma. “Þá eru hinir töfrakendu siðir, sem hin frjálsa kirkja iðkar enn. Að henni skuli hafa tekist að losa sig við altarissakra- mentið er þó gleðiefni. Sama verður ekki sagt um skírnarsakramentið, sem til- heyrir sama flokki hindurvitna, og ferm- ingarsiðinn virðist hún hafa í hávegum, og er hann þó að miklum mun hættu- legri frjálsri trú. Það er spursmál, hvort miðalda kirkjuvaldið hefir fundið upp nokkurt ráð til þess að kúga manns- andann, sem hefir orðið eins notadrjúgt og þetta. Enda hefir því verið beitt með næstum því dæmalausri ófyrirleitni, börnin tekin og fermd á þeim aldri, sem þau voru ekki orðin svo þroskuð, að ekki væri hægt að láta þau lofa nærri því hverju, sem mönnum þóknaðist. en samt svo þroskuð, að þeim fyndist þau bera ábyrgð á því, sem þau hefðu lofað. Þann- ig var fólki gert ómögulegt að velja sér sjálft, hverju það skyldi trúa, nema með því einu móti að brjóta loforðin. Þess- vegna er það ósæmandi frjálsri kirkju að viðhalda sið, sem er í nokkurri lík- ingu við þá kúgunarstarfsemi; og svo hlýtur það líka að valda ósamræmi, að kirkja, sem viðurkennir framþróun lífs- ins, taki nokkur loforð af börnum um það, hvað stefnu þau skuli fylgja á full- orðinsárunum. “Eigi frjáls kirkja að vera sú bjarg- vættur vorra tíma, sem þörf er á, þá má hún ekki hika við að varpa frá sér öll- um þeim siðum og kenningum, sem hafa aðeins gildi fyrir liðna tíð, því að öðrum kosti dagar hún uppi. “Eg ætla að vona, að þessu þingi megi auðnast að kippa upp einhverjum af þessum tjóðurhælum. sem svo lengi hafa staðið mannbóta viðleitinni fyrir þrifum. Gæfu og góðs gengis óska eg yður. Böðvar H. Jakobsson”. Eg verð að kannast við, að skapi rnínu er óvenjulega farið, er eg nú hugsa til að ræða þessar athugasemdir bréfritar- ans. Mér þykir vænt um bréfið að ýmsu leyti. Eg veit að það er ritað af hugsandi manni og góðviljuðum og það er ritað af mikilli hreinskilni. Og eg verð að kannast við, að í sumum efnum fara mínar hugsanir ipjg nærri því, sem hald- ið er fram í bréfinu. En þó ekki í öllum efnum. Og það setur mig í þá óvenju- legu stöðu, að eg verð að gerast verjandi þess, sem nefna mætti íhaldssemi í kirkju- málum. Tilfinningin er ný og óvænt eft- ir að maður er búinn að heyra það utan að sér í allmörg 'ár, að vér, prestar hins Sameinaða Kirkjufélags, séum svo rót- tækir í skoðunum að nærri stappi fullum heiðindómi. Nú kemur einn af vinum vor- um og bendir á það, að í raun og veru séum vér mestu fastheldnisseggir. En ]ík- lega er ei um þetta að fást. Og vissulega höfum vér gott af að fá bendingar uih það, sem oss er áfátt, úr sem flestum áttum. Bréfritaranum verður fyrst fyrir að minnast á afstöðu vora til ritningarinn- ar. Hann fer þeim orðum um hana, að hún sé biblíudýrkun. Og það er bezt að kannast tafarlaust við það, að vér höf- um þráfaldlega gefið tilefni til þess að sagt verði um oss, að vér séum ekki sjálf um oss samkvæmir í afstöðu vorri til þess ara fornrita. En þó er sú afstaða ekki eins fráleit, eins og á yfirborðinu mætti virðast. Eg hygg að fullyrða megi um flesta eða alla presta félagsskapar vors> að þeir hafi þráfaldlega látið það í ljós í ræðum og sumir í ritum, að þeir litu svo á, að ritningin væri í eðli sínu alls ekki eins sérstæð eins og kristinn heimur hefir löng um talið hana. Vér höfum lagt mikla á- herzlu á, að bækur þessar væru ritaðar af harla ólíkum mönnum á ýmsum tím- um, væru mjög misjafnlega verðmætar að innihaldi og vér höfum neitað kenn- ingunni um, að um innblástur frá guð- dóminum væri að ræða, sem setti þessar bækur í sérstöðu í bókmentum veraldar- innar. Sumir hafa ef til vill tilhneigingu til þess að játa, að það fyrirbrigði kunni að vera til, sem nefna mætti innblástur, en enginn af oss mundi vilja kannast við að hann teldi innblásturinn einangraðan við rithöfunda biblíunnar. Yfirleitt höf- um vér talað á þá leið um þetta efni, að biblían væri fyrst og fremst nærri því ótæmandi heimild til fræðslu um trúar- hugmyndir einnar sérstakrar þjóðar á ýmsum öldum, jafnframt því, sem þar væru geymdar sagnir úr þjóðlífinu, sem ekkert kæmu trúarlegu lífi við. Þá mætti og t. d. minna mig á það, að eg hafi rit- að ekki alls fyrir löngu í íslenzku tíma- riti á þá leið um biblfuna, að það væri töluverð eftirsjá að beim tíma, sem betur yrði varið á annan béft, en guðrfæðinem- ar yrðu að verja til þess að fast við atriði í henni. Þegar alls þessa er gætt, þá mætti svo virðast. sem ekki væri ófyrirsynju spurt um, hverju sætti sú dýrkun á þessum bókum, að þær einar væru notaðar við guðsþjónustur vorar. Svarið við þessari spurningu verður ekki gefið í einni setningu eða tveimur. Því að þetta er ekki með öllu óflókið mál. En eðlilegast er að taka það fyrst fram, að við könnumst ekki við að rétt sé að tala um dýrkun á biblíunni frá vorri hálfu. Vér trúum engum hlut fyrir þá sök eina, að honum er haldið fram í biblíunni. Oss er ljóst að sagnfræði biblí- unnar er oft með öllu röng, og vér vitum eins vel, að á ýmsum stöðum er þar haldið fram skoðunum, sem ekki mundu þýkja sæmandi í voru þjóðfélagi eða á vorum tímum. Samt sem áður könnumst vér við, að vér berum virðingu fyrir þess- um ritum og metum þau mikils. “Já, en þótt þér berið virðingu fyrir- þessu,” mættu menn segja, “þá réttlæt- ir það á engan hátt þann sið, að loka allar aðrar mikilsverðar bók- mentir frá guðsþjónustum.’’ — Eg kannast við að þetta sé rétt, en málið horfir samt sem áður öðruvísi við. en gagnrýnendum kann að virðast. Þetta stafar af því, að orðlag og hugsanir úr ritningunni hafa litað að meira eða minna leyti svo að segja hvert einasta rit, sem fjallað hefir um trúarleg efni í heimi hvítra manan öldum saman. En ef til vill skýrist þetta bezt með því að þræða einmitt þær bendingar, sem Mr. Jakobsson gefur í bréfi sínu. H^nn bendir á, að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að nota mætti dæmi úr ís- lendingasögum til þess að vekja umhugsun um dreng- skap og aðrar ágætar dygðir. Að minsta kosti er hann sann- færður um, að þær séu að þessu leyti ekki fátækari en Gyð- ingasögur. Þetta er vafalaust al- veg rétt — það sem það nær. Vitaskuld er ekkert því til fyr- irstöðu, að fluttar séu ræður um margvísleg efni úr Islend- ingasögum, fornum og nýjum, né úr allra þjóða sögum raun- ar. Það er heldur ekkert því til fyrirstöðu, að rætt sé í pré- dikunarstólum um atburði vorra eigin tíma. Annað mál er það, hversu hentugt þetta er til að koma í stað þeirrar notkunar, sem biblían sætir í guðþjón- ustum vorum nú. Því að sann- leikurinn er sá, að það mun vera næsta fátítt, að nokkur prestur noti sagnir úr Gyðinga- sögum til lestrar við guðsþjón- ustur. Þeir kunna að gera þær að umtalsefni í ræðum sínum, en yfirleitt má segja að biblí- an sé til þess notuð nú við al- mennar guðsþjónustur, að lesa úr henni kafla. þar sem trúar- líf höfundarins hefir fundið sér meira og minna djúpan farveg í hugleiðingum. Með lestri ritn- ingarinnar er svo til ætlast, að huga áheyrendanna sé beint inn á brautir, sem prédikarinn síðar ætlar sér að varpa nýju ljósi yfir með sínu eigin máli. Það getur vel verið, að þetta komi tiltölulega sjaldan að tilætluðum notum, en hitt er víst, að t.d. íslendingasögur geta ekki komið hér í staðinn. Sögur geta það yfirleitt ekki. Þegar lesið er í tæpar 5 mínútur, þá kemur ekkert að haldi nema setningar, sem geta staðið sam hengislausar við sögulegan bún- ing, og flytja með sér svo á- kveðnar hugsanir, að hugurinn sveigist í ákveðna átt undan þeim. Ættum vér trúarlegar hugsanir, sem staðist hefðu raun tímans um langt skeið og klæddar væru í búning Hava- mála, þá væri ekkert ákjósan- legra til. En vér eigum ekkert slíkt til. Hávamál flytja sér- staka siðspeki, en eru að öllu gersneydd þeim tilfinningum, sem menn hafa táknað með orðinu trú. Og jafnvel þótt svo færi, sem alls ekki er með öllu óhugsandi, að framtíðin kunni að telja siðspekina aðalviðfangs efni kirkjulegrar starfsemi, þá myndu samt t.d. Hávamál koma nútíðarmönnum að tiltölulega litlu haldi. Nýja testamentið mundi einnig í þeim efnum reynast dýpsta lindin til þess að sækja í lífsins vatn. Eg vona að þetta, sem eg ffiefi drepið á- sé nægilega skýrt til þess að menn átti sig á, að þótt vér t. d. höfum lítið gert að því, að nota kafla úr ís- lenzkum bókmentum — eg nefni þær öðru fremur sökum þess að þær standa oss næstar — til lesturs í guðsþjónustum vorum, þá stafar það ekki af því, að vér teljum oss að nokkru leyti svo bundin við ritninguna, að frá henni megi ekki víkja í þessu efni. Sjálfur hefi eg ein- stöku sinnum gripið til íslenzkra fornrita til slíkrar notkunar, þegar svo sérstaklega hefir I fullan aiaarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjau e,a 6 öskjur cyrir $2.50. Pantc má þær beint t'rá Dodds Medicme Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda mdvirðið þangað. ' staðið á, að eg haii rekist á kaíla, sem hafa snert þau éfni, sem mér hefir verið hugleikiö að vekja athygli á. Og eg efast ekki um að með nokkurri leit og vakandi augum, muni fjölda margt koma í ljós, sem prédik- arar muni sannfærast um að geti komið þeim að liði í flutn- ins, né hinna andríku kafla jafnviss um hitt, að þetta kem- ur ekki í stað Nýja testamentis- ins, né hinna andríku kafla Gamla testamentisins. Það, sem hér hefir verið sagt um fornbókmentir þjóðar vorr- ar, á að miklu leyti við um nýrri bókmentir einnig. En þó stend- ur nokkuð öðruvísi á. Forn- bókmentirnar eru of fjarri trúar legu lífi til þess. að þær geti orðið að liði mönnum, sem fást við að flytja það, sem þeir telja trúarleg sannindi. En nýrri bók mentir íslenzkar, sem snerta að einhverju trúarleg efni, eru að sumu leyti of náið tengdar Nýja testamentinu og erfðatil- finningum kristninnar, til þess að unt sé að segja að þær geti komið í stað þessa. Þær eru of mikið bergmál af þeim til þess, að maður freistist til þess að skifta um. í sambandi við þetta síðasta atriði, sem eg hefi drepið á, er t. d. ekki ófróðlegt að renna augunum yfir skáldskapinn, er birtur hefir verið og ortur f tilefni af þúsund ára hátíðinni. Sum ljóðin eru þrungin af trú- arlegum hugsunum og tUfinn- ingum. Ljóðin, sem hlutu t.d. mesta opinbera viðurkenningu og hylli almennings, hefjast á lofgerð. “Þú mikli, eilífi andi, sem í öllu og alstaðar býrð, þinn er mátturinn, þitt er valdið, þín er öll heimsins dýrð!” Finst mönnum ekki að þeir kannist við þessa hugsun og jafnvel orðalagið ? Sannleikur- inn er sá- að orðalag ritningar- innar, \ er orðinn sjálfur far- vegur trúarlegra hugsana krist- inna manna. Hversu frumlegir sem menn eru að eðlisfari- þá leita orð þeirra að farveginum, sem notkun kynslóðar eftir kynslóð hefir gert þeim eigin- legt að þræða. Biblían er furðulega frjósamt rit, og á sínu sérstaka sviði getur ekkert rit kristninnar komið í hennar stað. Með þessu er eg ekki að segja, að menn hafi ekki þrá- faldlega og muni ekki á marg- víslegan hátt teygja sig út fyT- ir þær trúarlegu hugsanir, sem þar eru fluttar. Hitt mun sann- ast að margvíslegri tegundir trúarlegra tilfinninga munu þar hafa fundið búning, en í nokkr- um einstökum ritum öðrum. Og hún hefir, eins og bent hef- ir verið á, markað búninginn fyrir síðari tíma ritin. Fyrir þessar sakir finst mér ekki /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.