Heimskringla - 01.07.1931, Blaðsíða 8

Heimskringla - 01.07.1931, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 1. JÚLÍ, 1931. FJÆR OG NÆR Séra Ragnar E. Kvaran flyt- ur guðsþjónustu og fermir í Riverton næstkomandi sunnu- dag 5. júlí, kl. 2 e. h. * * * Árni Eggertsson fasteignasali í Winnipeg fékk svohljóðandi skeyti frá íslandi í gær: “Endurkosinn á almennum fundi með J.3,515 atkvæðum. .— Óskir beztu. — Guðm. Vil- hjálmsson, formaður Eimskipa- félags Islands.” Samkvæmt þessari fregn er Árni Eggertsson endurkosinn í stjórn Eimskipafélagsins. • • • Við þetta utanbæjarfólk urð- um vér varir á ársþingi hins Sameinaða Kirkjufélags: Dr. og Mrs. S. E. Björnsson frá Árborg. Guðmund Einarsson frá Ár- borg, Man. Böðvar H. Jakobsson, Ár- borg. Rev. og Mrs. Ragnar E. Kvar an frá Árborg. Mrs. Rennessee, Árborg. Miss Sæmundsson, Árborg. Mrs. Jóhannes Nordal, frá Árborg. Mrs. Ásdís Magnússon. frá Árborg. Friðgeir Sigurðsson, frá Riv- erton, Man. Mr. og Mrs. T. Thorvaldson, Riverton. Mrs. Guðrún Johnson frá Ár- nesi. Björn Stefánsson frá Piney. Mr. og Mrs. Séra G. Árna- son, frá Oak Point. Andrés Skagfeld, frá Oak Point. Einar G. Árnason frá Oak Point Frank B. Olson frá Gimli. Björn B. Olson frá Gimli. G. Bogason, San Diego, Cal. Mrs. Paul, Chicago, 111. Bújarðir til sölu í Manitoba 10% Niðurborgun Vextir 6% Afgangurinn í strjálum af- borgunum. Engin umboðslaun. SOL.DIER SETTLEMENT BOARD Commercial Building 169 Notre Dame Ave., East Winnipeg Beauty Parlor Mrs. S. C. THORSTEINSSON á rakarastofunni Mundy's Bar- ber Shop, Cor. Portage Ave. og Sherbrooke St. Semja má um tíma með þvi að síma rakara- stofunni eða heim til Mrs. Thor steinson að 886 Sherburn St. Sími 38 005 CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repair Servica Banning and Sargent Sfmi 33573 Haima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Serrice Gas, Ofl*, Extras, Tires, B»tteries, Etc. UNCLAIMED CLOTHES SHOP Kflrlmennn flít or yflrhnfnlr. nninub eftlr máll. NltSurhoritnnlr hnf fnllltS ör irlldl. OK flitln xejnxt fr« $9.75 tll »24.50 upphnflejrn aelt « »25.00 oB upp t »«0.00 471J Portage Ave.—Sími 34 585 MOORE'S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. 50 Cent» Taxl Frá einum stat5 til annirs sem er í bsenum; 5 manns tyr\r sama og einn. Allir tarÞegar á,- byrgstlr, alllr bilar hitaðir. Sfml 23 80« (8 llnur) Kistur, töskur o ghúsgagna- flutningur-. Eftir þessum munum vér, en ótal fleiri voru hér staddir. — Verður þeirra getið í næsta blaði er erindrekar voru á þing- inu en þá verður senilega birtur fundargerningur kirkjuþingsins. • • • íslendingadagurinn í norður- hluta Nýja íslands verður hald- inn að Hnausa mánudaginn 3. ágúst. Skemtiskráin verður aug- lýst síðar. Sérstök lest flytur fólk frá Winnipeg og öðrum stöðum til Hnausa með mjög niðursettu verði. • • • Fimtudaginn 25. júní s. 1. voru þau Guðrún Hólmfríður Sigbjörnsson og Jóhann Magn- ús Magnússon bæði til heimil- is í Winnipeg, gefin saman í hjónaband af séra Benjamín Kristjánssyni. Hjónavígslan fór fram á heimili Mr. og Mrs. Sveinbjörn Gíslason, 706 Home St., að viðstöddum nokkrum ættingjum og vinum og var sest að veislu að henni lokinni. Ungu hjónin lögðu af stað um kvöldið áleiðis til Leslie, Sask., í heimsókn til foreldra brúðar- innar. Framtíðarheimili þeirra verður hér í bænum. • • • Síðan farið var að hafa orð á því, að gefa þeim einum at- vinnu við C. N. R. brautakerf- ið, sem væru canadiskir þegn- ar, hefir skrifstofan, sem þegn- réttindabréfin gefur.'verið önn- um kafin að veita þjónum C. N. R. kerfisins þegnréttindi. Hin árlega landbúnaðarsýn- ing í Brandon hófst í gær. Hún var sett af J. G. McGregor fylk- isstjóra í Manitoba. • • • í>að hefir verið stungið upp á því við bæjarráð Winnipeg- borgar, að hafa skemtigarða bæjarins opna allar nætur með an á mestu hitunum stendur. Er bæjarráðið því ekki mótfall- ið, en segir það þó hafa í för með sér meira lögreglueftirlit og því nokkurn aukakostnað. • • • Á síðustu fundum stúknanna Heklu og Skuldar, var samþykt að fækka fundum yfir hita- tímann, þannig a ðekki verði nema einn fundijr í viku. Verð- ur því fundur aðeins aðra hvora viku í hvorri stúku. Sem afleið- ing af þessu verður því ekki fundur í kvöld (miðvikudag) í stúkunni Skuld. • • • ... Kappræða fer fram 3. júlí n.k. milli stúknanna Heklu og Skuldar. Umræðuefnið: Ákveðið að konan geri meira fyrir bind- indi en karlmaðurinn. Hekla hefir játandi hliðina og sendir út í orustuna H. Gísla son og S. B. Benedictsson, en á móti þeim sendir Skuld Dr. Sig. Júl. Jóhannesson og E. Haralds. Er búist við harðri orustu. Salurinn verður opnaður fyr ir alla kl. 9 e. h.. Frjálsar um- ræður á eftir. Allir velkomnir. Til vina minna Jóns og Ástu Það hefir lengi loðað við það hyn, sem lagði á hafið, til að verða frjáls, að taka skýrt og mannlega til máls, þó málið þynni flokk, sem köllum vin; því frelsisleit um alla eilífð nær, og ekki blettur til á vorri jörð, sem ágirnd ekki ríki heldur hörð, um hrærðan stein hér oftast minna grær. En svo er bezt að gera úr öllu gott, og gefast ekki upp í frelsisleit, en byggja glaður sína gömlu sveit, og sýna feðra vorra hetjuvott; að leita frelsis þar til æfin þver, og þar að byrja aftur nýjan leik, því þar mun styrkjast vonin okkar veik, sem var á jörðu oftast bundin hér. Þið sjáið fjöllin. silfurhæru-grá, með sól í vestri, líða á daginn fer, og æfi manns að sama brunni ber, því bráðum flytja hin eldri kynslóð má; við eftir skiljum aðeins fáein spor, siem margra ára hefir kostað strit, og flytjum burt með veiklað hoW og vit, en von ei deyr um eilíft frelsis-vor. Eg veit að ýmra fanst hér mörgum fyrst, * a, fylla þenna villu-manna geim. þeir komust ekki til að hugsa heim, því hér var þörf að æfa nýja list, að verjast hungri, hreinsa lítinn blett, að hugsa og tala annað tungumál, sú varð mér gömlum listin lærdóms-hál; eg lært ei gat að tala ensku rétt. En sigur lífs er sólarlagi hæst, og silfur-brúðkaup ljóssins blettur hreinn, sem mætir okkur, bara einn og einn, það öllum fjölda takmarkið ei fæst, og því er gleði í þessum skrítna söng. er þrekið feðra. styrkti vilja og hönd, að rækta þessi vonar-villu lönd og verjast snauðra efnaleysis þröng. Svo bið eg guð að greiða ykkar spor á gamals aldri, þar til hvíldin fæst; á hinstu stundu verði náðin næst, með nýrri von, um eilíft frelsis-vor; ef verð eg fyrri í þeirri landa-leit, þá leiða skal eg vini mína heim, og segja skýrt frá sannleik nýjum þeim, sem seinna birtist, — þetta eitt eg veit. Ef gullbrúðkaup þið haldið himnum á, eg hugsa mér að vera staddur þar; mér þykir líklegt lægra sé þar far, því lífið hér við okrið streytast má. Hér fjöllin eru bæði breið og löng, svo bilar Elli gamlan smalafót, sem hræddist ekki áður eggjagrjót, og undi sér við vorsins fossasöng. Þeir ómar fylgdu yfir hafið breitt, eg æfi mig að ríma þessi ljóð, sem vöktu á hverju vori heila þjóð; hún var á björtum nóttum ekki þreytt. Eg sit við þessa sólar helgu glóð, því sólmánuður hefir töfrað mig; eg vona eins hann eigi alla þig, það ekta gull úr föðurlandsins sjóð. Svo eigi sólin alla mína vini, það íslenzkasta, dætur bæði og syni, sem eru af hetju óblandasta kyni. Sigurður Jóhannsson. HARÐUR DÓMUR Tvær nágranna konur í bæn- um Lethbridge Sask., voru ný- lega fyrir rétti. Þær hétu Mrs. Vaselovitch og Mrs. Peischuk. Hin fyrnefnda stefndi nágranna konu sinni fyrir ílt orðbragð og að hafa kallað sig ýmsum ávið- eigandi nöfnum. Réttarsalurinn var troðfullur af fólki, því mörg- um lék forvitni á að heyra hvemig konurnar færðu mál- stað sínum bót. En þannig lauk málinu, að dómarinn kvaðst skyldi gefa þeim upp sektina í þetta sinn, ef þær lofuðu sér því, að tala ekki saman í eitt ár. “En emð þér ekki, dómari góður, að fara fram á það, sem ómögulegt er?” spurði lögfræð ingur krónunnar. Dómarinn kvaðst halda ekki, þó hann að vísu viðurkendi, að þekking sín á kvenfólki risti ekki djúpt, fremur en annara karlmanna. SVfN DREPAST AF HITA. Af 3,000 svínum, sem send voru vestan úr fylkjum til Win- nipeg til slátrunar hitadagana miklu, drápust 730 á leiðinni í vögnunum. Segja yfirmennim- ir á Union gripakvínni í St. Boniface, að enda þótt að al- gengt sé. að svín og aðrar skepnur drepist á leiðinni í mestu hitum, hafi tap af því aldrei orðið neitt líkt þessu áður. HAFA LOKIÐ PRÓFI Arts; Christine Hallgrimsson. Barney Thordarson. Jón K. Laxdal. Science: Valgerður Ruby Pálmason. Eddie Johnson. Civil Engineering: Stefán I. Gíslason. Electrical Engineering. Axel Oddleifsson. B. Bjáarnason. Medicine: Herman B. T. Marteinsson. Agriculture: Hallur N. Bergsteinsson. Nursing — Gen. Hosp.: Aldís Ásmudsson. Lillian Thorvaldsson. Margaret Olson. Pálína Pálsson. Hulda Herman. Anna Sigbjörnsson. —Misericorda: Fredricka Guttormsson. —Selkirk Hosp.: Lauga Erickson. v —St. Boniface Hosp.: Lillian Rose Jóhannsson won gold medal for Theory of Nursing. Henry Ford Hospital, Detroit: Sylvía Bildfell. FRÁ ÍSLANDI. Siglufirði 27. maí. Verkamannafélagið samþykti á fundi sínum í fyrradag, að vinna við nýbyrjaða kirkju- byggingu hér, vinnan við mjólk- urbúið, kolauppskipun bæjarins og holræsagerð, skyldi reikn- ast Tl/2 stundar dagur, en greiða með fullu dagkaupi sem 10 klst. dagur. kr. 12.50. Var nærri lokið að grafa fyrir und- irstöðu kirkjunnar og höfðu verkamenn unnið í níu stunda vinnu. Sóknarnefndin stöðvaði vinnuna þegar hún fékk til- kynningu um samþyktina. — Kommúnistar voru mjög ráð- andi á fundinum, sem var mjög fámennur. Tíð afar köld síðustu viku og liggja snjófannir víða í bæn- um. Enn gróðurlaust að kalla og lambfé á gjöf. Fénaðarhöld góð. Austan stórdrif undanfarna daga. Norsk línuskip lágu hér inni yfir hátíðina ,og allmarg- ir botnvörpungar. Höfðu þelr aflað vel. Góður afli á mótor- báta. TYRONE GTJTHRIE The celebrated young - radio dramatist who is producing the series of broadcast plays written by Merrill Denison, on the Ro- mance of Canadian history and going on the air from the Cana- dlan National Railways’ trans- continental chain, Thursday even- \ngs. * Borgamesi 29. maí. Rafmagnsstöð, 25 hestafla, er verið að reisa hjá Vilmund- arstöðum í Reykholtsdal. — Helming aflsins fær Reykholts- skólinn, en hinn helminginn á- búendur Vilmundarstaða og Steindórsstaða. Jörðin Tröð í Kolbeinsstaða- hreppi í Hnappadalssýslu var nýlega seld. Kaupandinn var Hafsteinn Markússon í Görð- um, en núverandi ábúi mun ekki flytja þaðan fyrst um sinn. Heilsufar er ágætt í hérað- inu. Góðviðri er hér stöðugt, en úrkomuleysi bagalegt. Þó hef- ir jörð ekki skemst af þurkum. Ef til úrkomu brigði mundi gróðri stórfleygja fram og horf ur um sprettu verða góðar. Vatnsleiðslum fjölgar mikið á sveitabæjum, sumstaðar sjálf rennandi, en víða verður þó að EXCHANGE Your Old FURNITURE NOW IS THE TIME TO TRADE IN YOUR OUT-OF- DATE FURNITURE ON NEW. PHONE OUR AP- PRAISER. J. A. Banfield ---- LIMITED -- 492 Main St. Phone 86 667 nota dælur. í dölunum eru víð- ast sjálfrennandi leiðslur. Áhugi er afar mikill fyrir ræktun í héraðinu, og hefir aldrei verið flutt hér inn eins mikið af erlendum áburði og sáði. Mjög er það orðið alment að bændur láti setja upp mið- stöðvar í híbýli sín, og eru að þessu hin mestu þægindi. — 1 fyrra munu hafa verið settar um 30 miðstöðvar í híbýll manna hér í sveitum. og annað eins í vetur. Hefir Jón Björns- son kaupmaður frá Bæ haft forgöngu í þessu, útvegað efni og menn til þess að setja niður stöðvarnar og leiðslur upp. í vor hefir verið róið á litlum vélbát á Mýramið kringum Þor- móðssker og aflast sæmilega. Hefir þetta ekki verið gert áð- ur. Dálítill áhugi er að vakna hér fyrir útgerð, og hefir mönn- um komið til hugar að stofna til línuveiðaraútgerðar og stofna samvinnufélag í því skyni. — Mundi það skapa hér atvinnu, ef hægt væri að \kaupa línu- veiðara, sem hér hefði bæki- stöð sína. Málum þessum er þó ekki enn komið það langt áleið- is, að sagt verði með vissu, hvort af þessum ráðagerðum verður. Vísir. Hon. George Hoadley J-[0N. GEORGE HOADLEY, Min- ister of Agriculture for Alberta, has been a resident of Canada since 1890. He was bom at Wetherall, England, and received his education at the Carlisle Grammar School and St. Bees College. In 1902 Mr. Hoadley was a candi- date for election to the Norih West Assembly as an independent farmer for High River. He was not suc- cessful, but was elected to the Legislature of Alherta in 1909,1313, 1917 and 1921. When the Greenfield Government ’vas formed in August of 1921, Mr. Hoadley was invited to take the portfolios of Agriculture and Health. After assuming office he was re-elected by acclamation and in the general elections of 1921, 1926 rnd 1930 was again sent to the Legislature as a supporter of the United í’armers of Alberta. Mr. Iloadley is chairman of the Alberta Provincial Committee of the World's Grain Exhibition and Conferehce, as well as a member of the Executive and Finance Committee. S. S. WOLVERINE will make round trips to Norway House, leaving Sel- kirk every Monday at 3 p. m.. — Also special Week- End trips to Berens River and Big George’s Island, leaving Selkirk every Friday 7.30 p.m. FARES ROUND TRIP TO NORWAY HOUSE $24.00 BERENS RIVER and BIG GEORCE’S ISLAND $16.00 Prices for other points on the lake and all other in- formation available at NORTHERN FISH GO., LTD. SELKIRK, MANITOBA and . VIKINC PRESS LTD. 853 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.