Heimskringla - 01.07.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.07.1931, Blaðsíða 6
6 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINQLA WINNIPBG 1. JÚLÍ, 1931. wooeooooeoooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooi Robin = Hood FJOOUR Fyrir alla heima bökun »0000000000000000000000000000000000000000000000000000» Veróníka. Frh. frá 3 bls. Hann ypti öxlum. “Eg veit ekki. For- lögin verða að skera úr því. Þau skera úr 8vo mörgu um okkar hagi’’ . “Hvenær?” spurði hún með vel stældu hirðuleysi. “Undir eins’’, svaraði hann. “Eins fljótt og Burohett fær einhvern í staðinn minn — og honum reynist það ekki erfitt’’. Veroníka varp öndinni þungt. “Mér þykir leiðinlegt, að þér skulið ekik hafa verið á- nægður hér — á Lynne Court’’, sagði hún svo. Hann þagði. “Það er svo’’, mælti hann síðan. “Eg hefi verið of sæll’’. “Of sæll!” endurtók hún tortryggnislega. “Hvenær afréðuð þér að fara?’’ “Núna’’, svaraði hann utan við sig. Hún var þögul í svip, horfði niður fyrir sig og gruflaði yfir svari hans. Hún var ekki lengur eirðarlaus og óánægð. Friðar- og sælukend leið að’ hjarta hennar, hlý sem skin hásumarsólar. En hún leið á burt og skildi eftir nepju er hún mintist þess, að hann var — að fara. Þögnin varð óþolandi. Hún vissi, að hann horfði á hana og hún varð vandræðaleg undir augnaráði hans, sem hún fann að lýsti hrygð og þunglyndi. “Eg verð að fara að leggja af stað”, sagði hún. “En’\ bætti hún við skyndilega, en eins og af tilviljun — “funduð þér vasaklútinn minn?’’ “Já”, svaraði hann. Hánn stóð að baki henni, reiðubúinn til að hjáipa henni á fæt- nr, en hún sá að hann bar höndina upp að brjósti sér. Þá sagði hún fjörlega: “Eg þakka yður fyrir. Færið mér hann hingað á morgun. Eg skal koma hingað í þennan mund. Mér þykir gaman að lötra hér í kring með gamla klárinn’’, bætti hún við í flýti, eins og hún þyrfti að afsaka þetta. “Það skal eg gera’’, svaraði hann. Hann hjálpaði henni að vagninum. Hún hefði hæglega getað gengið ein, en hún studd Jst við arm hans. Og er hún lagði af stað, spurði hún hann um nafn á plöntu einni er hún kom auga á, og eins og gefur að skilja, varð hann að ganga áfram við hlið vagnsins. Hún lét hann fylgja sér, án þesfe hann yrði þess var að hún hafði hann á valdi sínu, þar til þau komu að skógarjaðrinum. Þá mælti hún: “1 sama mund, ef þér viljið gera svo vel — nema þér verðið farinn áður?” bætti hún við og horfði beint framan í hann. “Nei, nei!’’ svaraði hann skjótlega. “Eg ætla að vera liér, ungfrú Denby!’’ Hún hélt niður veginn í áttina til Court og Ralph gekk leiðar sinnar. En áður en hann lagði af stað hallaðist hann örstutta stund fram á byssu sína og horfði til jarðar þungur á svipinn. Nokkrum minútum eftir að þau yfirgáfu laufskálann, reis jarlinn upp úr sæti er var bak við laufskálann og gekk í hægðum sín- um til Court, hnakkakertur og mjög alvöru- gefinn. Þegar Veroníka kom heim, sat hann fram an við eldinn í forstofunni. “Eg vona að ökuferðin hafi orðið þér til skemtunar”, sagði hann og lagði áherslu á orðin. “Ójá", svaraði hún, “og mér líður betur. Eg er eins fær til gangs og eg var, eða því sem næst’’. Hann kinkaði kolli, en svaraði engu og hún gekk til herbergja sinna. Sú hugsun yfirgaf hana ekki frá því að hún skyldi við Ralph, að hann hefði ákvarðað að yfirgefa Court, á sama augnabliki sem hann sá hana þetta kvöld. Þessi hugsun yfirgaf hann ekki það sem eftir var kvöldsins, og hún lagðist að hjarta hennar um leið og hún féll í svefn eftir að hún hafði verið sokkin niður í hugs- anir sínar í margar stundir. Morguninn eftir virtist henni aldrei ætla að líða. Sú hugsun kvaldi hana altaf við og við að Ralph myndi fara, þrátt fyrir loforð hans, áður en hún sæi hann aftur. Hún hafði ekki hug til að gera sér ljósa grein fyrir hvernig á því stæði, að hún var svona hugfang Jn af honum, — þrá hennar til þess, að vera í návist hans, að heyra málróminn hans. Henni fanst, að hún í einhverskonar leiðslu væri kom in fram á fossbrún og hafa ekki mátt til að stöðva skref sín, — gæti ekki gripið til stolts síns, til ^kynsemi sinnar til að bjarga sér. Um íeið og hún gekk um forstofuna út að vagninumí hikaði hún eitt augnablik og reyndi að snúa við. Bara að hún fyndi einhverja afsökun — “Viljið þér segja jarlinum, að eg sé að fara út, og spyrjið hann hvort hann þurfi mín við”, sagði hún við kjallarmeistarann hálf örvingluð. “Hans hágöfgi fór út fyrir skömmu, ung- frú”, var svarið. Veroníka sté upp í vagn- inn og ók af stað, bæði fegin og þó óánægð. Hún fór lengra en daginn áður, en fann altaf að eitthvað dró hana í áttina til lauf- skálans, og að lokum snéri hún hestinum í þá átt, er hjarta hennar sagði. Ralph var þar fyrir. Hann hallaðist upp að laufskálanum og byssan lá við hlið hon- um. Ekkert rauf hina miklu, djúpu kvöld- kyrð nema tíst fuglanna og suðan í býflug- unum. Hún sá að hann var' fölur og þreytuleg- ur, eins og honum hefði ekki komið dúr á augu. Hún gat ekki annað en fundið til með honum. Hann kom að vagnhliðinni. “Eg hefi komið með —” “Eg er að hugsa um að koma út úr vagn- inum”, mælti hún rólega. “Það er svo þröngt í þessum litla vagni. Þakka yður fyrir! Þér hafið komið með vasaklútinn?” Hann dró hann upp úr veiðitöskunni sinni — ekki upp úr brjóstvasanum. “Þakka yður fyrir’’, sagði hún á ný. Hún tók við honum, leit á hann og stakk hon- um, hirðuleysislega að því er virtist, í barm sér. Hún sá, enda þótt augu hennar væru hulin bak við augnahárin, að hann hafði gefið þessu gaum og að hann kafroðnaði sem snöggvast. “Eg hefi verið að hugsa um það síðan í gær, að það sé leitt ef þér farið í burt frá Court ’, sagði hún, hallaði sér aftur á bak í sætinu og horfði sífelt til jarðar. “Þér segið, að yður líki staðan, sveitin —" Hann kinkaði kolli. Hann einblindi á augu hennar og leiðsla elskhugans lýsti sér í þeim, — augnatillit, er engri konu verður skota skuld úr að skilja. . “Og eg held að þér séuð — séuð starfinu svo vel vaxinn. Þér virðist vita deili á svo mörgum hlutum. Stíflugarðinu t. d., að fella trén, — það væri betra fyrir fuglana, var ekki svo? Yður rekur minni til þess?” Hann hneigði aftur höfuðið. “Já, eg man það.” “Og þér hafið eignast vini hérna — Mas- onsmæðgurnar —’’ . “Já”. sagði hann samþykkjandi, “en —’’ “En hvað?” mælti hún þrákelknislega um leið og hún leit upp og horfði hvast á hann. “Það er eitthvað — einhver, sem yður fell- ur ekki í geð? Eieehvað hlýtur það að vera!” Augu hans flöktuðu til og frá alveg eins og í fugli, sem er að reyna að forðast net veiðimannsins. “Eitthvað er það”, sagði hann ! með rámum rómi. “Það hefir enga þýðingu j — eg á við, að þér mynduð ekki skilja það”. “Ef til vill ekki”, mælti hún. Hjarta henn j ar barist bæði af hrygð og blygðun — hrygð j út af því, að hann færi, blygðun út af því, I að hún hélt áfram að telja honum hughvarf. “Hafið þér nú ákveðið hvert þér farið?” “Já, eg hefi verið að hugsa um það. Eg ætla að fara aftur til Ástralíu, annaðhvort til einhvers bóndagarsins eða til gullnám- anna. Það kemur í sama stað niður. Þar er enginn öðrum meiri. Hérna —’’ “Hérna?" endurtók hún í laðandi róm, róm, sem gat orðið svo mjúkur og þýður, er hún vildi. “Hérna er það öðruvísi. Menn eru ekki lengur .menn, heldur þrælar, smælingjar —” “Eru engir yfirmenn og undirgefnir í Ástralíu?" spurði hún. “Jú, en þar er ekki annað eins regindjúp á milli stéttanna. Húsbóndinn og þjónninn eru báðir menn, sama blóðið rennur í æð- um þeirra beggja, og þjónninn getur orðið herra. En hérna — ójæja, guð hefir víst notað anars konar leir í fyrirmanninn en i manninn!” f “Þetta er vitleysa”, sagði hún. “Þetta j er illa mælt.” “Það er svo”, sagði han nog brosti hörku lega, “en það er satt. Eg hefi ákveðið að fara á morgun.” “Þér hafið sagt Burchett”, mælti hún í lágum róm og var niðurlút — “að þér séuð á förum og ástæðuna til þess?” “Nei”, mælti hann. “Það liggur ekkert á. Hann verður ekki ver settur, heldur en áður en eg kom”. “Og þér viljið ekki segja ástæðuna?” mælti hún þýðum rómi. “Það gæti verið, að eg megnaði að víkja úr vegi hindrunum þeim sem eru á því að þér haldið áfram að vera hér, gæti gert yður unt, — skemtilegt að vera kyr.” Hún horfði dimmbláu augunum í andlit honum og hjartað barðist ótt í brjósti henni. Hún sá hversu mikið honum var niðri fyrir, því að brjóst hans bifaðist. — Hún var með- aumkunarlaus. En var hún ekki að kvelja sjálfa sig? “Nei", mælti hann í ó- þýðum róm.” Þér hafið eng- an rétt til að spyrja —’’ “Eg veit það”, mælti hún auðmjúk í bragði, — svo auð- mjúk, að honum fanst að hann hefði verið óþokki. “En þér hafið verið mjög — vin- gjarnlegur við mig. og við konurnar erum alls efeki ó- þakklátar, drambsamar og forsmáandi, eins og verið get ur að við séum álitnar. For- lögin hafa látið vegi okkar mætast —” blygðunarroði færðist yfir andlit hennar, svo fölnaði hún, en var ró- leg. “Segið mér hana”, sagði hún í hálfum hljóðum. Ralph var ekki annað en maður. “Þér neyðið mig til þess!” mælti hann í hásum róm. “Hvers vegna lofið þér mér ekki að fara án — án þess að segja fleira? Eg vildi svo feginn fara með endurminningu um yðar góða vilja í huga mér, og góðgimi yðar. en ekki með hatur yðar og fyrirlitningu. En þér viljið það eki. Þér eruð ekki ánægð fyr en þér hafið veitt leyndarmál mitt upp úr mér. Það er best að þér fáið það." i Hann hallaði sér upp að laufskálaveggn- um og krosslagi hendurnar. Hann horfði al- varlegum augum á hana. í augunum lýsti sér þó blíðleiki, er hann reyndi að halda í skefjum. Augnaráð hans læsti sig í gegn um hana — og skelfdi hana. “Eg fer af því, a eg get ekki dvalið hér lengur — hjá yður! Eg hugsa um yður á daginn og dreymi um yður á nóttunni. Eg ’ skógarvörðurinn, þér, hefðarmærin á CourtJ Auðvitað er eg genginn af göflunum. Hvers vegna hlægið þér ekki? Eg er að bíða eftir því. Þér viljið heyra alt saraan. Þér skuluð fá það. Þá getið þér notið hláturs yðar til fullnustu. Eg er svo frávita, að eg elska yð- ur. Fyrsta daginn, sem eg sá yður, heill- aðir þií mig og svipur yðar og rödd yð- ar liðu mér að hjarta — og þar hafa þau numið staðar. Eg megna ekki að vísa þeim burt. Og síðan þann dag, að þér hvílduð í örmum mínum, hefir vitfirring mín aukist uns hún hefir alveg náð tökum á mér. Og þér hafið verið alúðleg við mig — guð veit. hvort þér voruð að leika yður að mér, hvort þér voruð aðeins að skemta sjálfri yð- ur —” Hún kafroðnaði, en varð svo óðara náföl og varir hennar titruðu. Hvert orð er hann sagði, sérhvert hljóðbrigði í djúpa og hljóm- i mikla rómnum vakfi endurhljóm í hjarta ' hennar. “Ef til vill hefir það verið svo. Það er mjög líklegt. Jafnvel þegar þér voruð að segja mér, að þér voruð einu sinni fátæk eins og e& — þá hafið þér verið að ginna mig. Nei, nei, það vil eg ekki segja! Eg get ekki trú- að því. Þér vissuð ekki, gátuð ekki ímyndað yur, hvernig átti það líka að vera, að eg skógarvörðurinn, þjónninn, þrællinn, — því að það er eg í augum manna hér á Englandi —>skyldi fella hug til frænku húsbónda míns. Það er of mikil fjarstæða — draumarugl. °g þó er það satt. Þér hafið hrifið hjartað úr brjósti mér. Eg vildi láta lífið fyrir eitt orð af vörum yðar”, hélt Ralph áfram. Eg væri fús til að deyja píslarvættisdauða fyrir bros frá yður, Fyrirgefið mér. Eg er svo hryggur út af því, að hafa sagt þetta. Hvers vegna neydduð þér mig til þess?” Hann var orðinn náfölur og brjóst hans gekk upp og niður. “Þér viljið ekki fyrirgefa mér. Eg veit I það. Og það mun fylgja mér hvar sem eg fer. Hefði eg komist í burt án þess að tala, án þess að móðga yður, þá hefði eg borið í huga mér unaðsríkar endurminningar um yð- ur. um alúð yðar við mig, um yndisþokka yðar — en nú!” Hann varp þungt öndinni og bandaði út hendinni í örvæntingu. En nú er of seint að iðrast. Eg hefi fleipað út úr mér sannleikanum, og — og eg skal taka á móti refsingunni eins og — eins og maður! Hvers vegna hlægið þér ekki að mér! hrópaði hann í örvæntingu. En henni var ekki hlátur í huga, aðeins töfrakend gleði, er gerði hana feimna og magnlausa. “Mér fellur þetta þungt”, sagði hún svo með skjálfandi málrómi. “Þungt!” endurtók hann með iðrunar- róm, er næstum lýsti sjálfsásökun. “Hvers vegna ætti þetta að falla yður þungt? Hví skyldi stjarnan verða hrygg, þó að hún glitri f forarpollinum? Þér getið ekki gert að því, hvernig þér eruð. Guð hefir gert yður þannig. Þér eruð drotning meðal kvenmanna, þar sem eg — er einungis þoss verður að krjúpa að fótum yðar og dást að yður, og það er alt og sumt”. Það var augnabliks þögn. Þá hóf hann upp höfuðið, sem hafði hnigið ofan á bringu honum. “Eg ætla — atla að kveðja. Eg býst ekki við, að þér fyrirgefið mér —’’. Hreimurinn í rödd hans gekk Veroníku að hjarta. Löngun og þrá konunnar til þess að láta undan náði tökum á henni. “Að fyirrgefa!” mælti hún í lágum róm, og vissi naumast af því, að hún hafði sagt nokkuð. Hann færði sig einu skrefi 'nær henni eins og festur upp á þráð. “Ætlið þér — þér að fyrirgefa mér! Þér hlægið ekki að mér! Þá get eg farið sæll — með unaðsríkar end- urminningar". Hann þagði sem snöggvast síðan hélt hann áfram í lágum rám. “Eg get ekik trúað þessu. Viljið þér gefa mér eitthvað til merkis um það? Vasaklútinn! Eg hefi borið hann við hjarta mér — gefið þér mér hann —” Hún tók vasaklútinn út úr barmi sínum og rétti hann að honum og leit ekki af hon- um augunum. Iíann kom nær og rétti út hendina eftir honum. Hann snart hönd hennar og það var eins og rafmagnsstraumur rynni sem ör- skot um þau bæði. Hann féll í leiöslu að fótum henni, og hélt um hönd hennar. “Það er hart, hart að þurfa að fara!” sagði hann alt í einu. Andlitið beygðist niður eins og indælt blóm þar til það var fast við hann. “Farið þér þá ekki”. hvíslaði hún. Eitt augnablik var hann í efa, trúði ekki sjálfum sér. En svo sté sál hans upp í þær hæðir, er hvísl hennar hafði opnað honum. Og um leið og hann reis á fætur, fól hann hana í örmum sér. Hún hratt honum ekki frá sér. Höfuð hennaY seig niður, eins og það hafði gert daginn sem hann bar hana. Og er hann reyndi að kyssa hana, varnaði hún honum þess ekki. “Mig er — mig er að dreyma", sagði hann í hásum róm. “Þér getið ekki — þér getið ekki —” Andlit hennar ljómaði og unaðsríkt bros lék um varir liennar. ’Er það ekki indæll draumur?” mæki hún í hálfum hljóðum. “Lofið mér að eiga hann með yður, af því að — af því að eg elska yður”. Hann rak upp lágt hljóð og þrýsti henni að sér, og hún veitti enga mótspyrnu. Alt í einu stirnaði hún upp, augu liennar urðu starandi og óttasleginn um leið og hún snéri sér við, sá hún jarlinn standa við laufskála- dyrnar. Hann horfði á þau, andlit hans var eins og það væri höggvið í stein. XVII. Kapítuli. Það var eitthvað voðalegt í steingerfings andliti gamla mannsinsí eitthvað ógnandi í hörkulegum litlausum vörunum. Andlit hans virtist alt stirnað, nema augun tindruðu und- ir hvössu brúnunum. Veroníka hrökk aftur á bak og stóð á öndinni, en Ralph herti sig upp, eftir að hafa varpað af sér hljóðleikanum, og mmætti óskelfdur hinu ógurlega augnaráði. “Eg bið yður að fyrirgefa, eð eg kem ó- boðinn’. mælti hann í ísköídum, nístandi nepjuróm. “Eg er ekki vanur því að standa á hleri, en eg hefi ef til vill afsökun í þetta sinn, þar sem kona sú er eg sé lítilsvirða sjálfa sig, ber mitt nafn og er — eða var undir minni vemd og umsjá”. Ralph varð dimmur á svip og eldur brann úr augum honum — “Lítilvirða, lávarður minn!” hrópaði hann. “Þögn”, tók jarlinn fram í eins kuldalega og tilfinngarlaust og áður. “Eg óska að tala við — þessa konu. Yfirgefið okkur”. Ralph hristi höfuðið. “Nei”, mælti hann. “Eg stend við hlið henni, lávarður minn, þar til hún segir mér að fara”. Lynborugh iávarður horfði aftur á Vero- níku. “Samþykkir þú það?” spurði hann alvar- lega, en þó fyrirlitlega og eins og honum stæði á sama. ji

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.