Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 22. JÚLÍ 1931 \------------------------------------- ‘pcttnskringla StofnuO lSSt) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 153 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 j VerB blaðsíns er $3.00 árgangurinn borglst fyrlríram. AUar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Otanáskrift til blaSsirts: Uanager THE VIKING PRZSS LTD., 853 Sargent Ave.. Winnipeg. Ritstjóri STEFAN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. ■TaelmskriEsTa-’ is pubUshed by Iand printed by The Viking Press Ltd. 853-855 S'trgent Avenue, Winnlpeg, Man. Tslephone: 89 994 t WINNIPEG 22. JÚLl 1931 UM DAGINN OG VEGINN. Nýtt bindindisblað í New York. Það mun öllum bindindisvinum góð frétt þykja, að í New York borg er verið að hleypa af stokkunum dagblaði, er ein- göngu er helgað bindindishugsjóninni og bannmálinu í Bandaríkjunum. í fréttinni af þessu er ekki sagt, hverj ir standi fyrirtækinu að baki, en eitt af andstæðingablöðum áfengisbannsins seg- ir, að það sé hafið með tíu miljón dala höfuðstól. Og ritstjóri þess er nefndur Gtanley High, og er um hann talað sem æfða^n og alkunnan blaðamann og rit- höfund. Enginn vafi er á því að fyrirtæki þetta mun spyrjast vel fyrir hjá þorra manna í Bandaríkjunum ,því að alt ber það með sér, að fylgjendur bann- stefnunnar, séu þar enn, ekki aðeins í miklum meirihluta, heldur fari sífjölg- andi eftir því sem banninu endist leng- ur aldur. Og eðlilega fýsir þessa menn að fá sem sannastar og óbrjálaðastar fréttir af ástandinu í vínbannsmálinu En á slíkum fréttum virðist hafa verið nokkur hörgull í seinni tíð. Halda bann- menn syðra því fram, að vínliðið hafi s.l. tvö ár unnið að því af kappi, að útbreiða í blöðum og tímaritum landsins trölla- sögur um afleiðingar bannsins. Mun það ekki fjarri sanni, því yfirleitt ber meira á slíkum fréttaburði í sambandi við vín- bannsmálið í blöðunum nú en áður. Um það getur hver og einn sannfærst, sem hafa vill fyrir að taka eftir því í blöðum og ritum að sunnan. Til þess að hnekkja þeim fréttaburði og sýna fram á hinar farsælu afleiðingar bannsinsf er þetta dagblað bannvina stofnað í borginni New York. Munu allir bannvinir, hvar sem eru, árna því heilla og óska að á- hrif þess megi sem drjúgust verða bann- málinu í hag. í Bandaríkjunum, því að sigur bannsins þar er sigur bindindis- málsins út um allan heim. * * * Vikið úr embætti. Mrs. Jean H. Norris heitir kona. Hun á heima í New York. Hún var dómari í bæjarréttinum og fyrsta konan er sú staða hlotnaðist í New York borg. Víða er hún kunn orðin, ekki aðeins fyrir að skipa þessa stöðu, heldur einnig fyrir þátttöku í landsmálum og félagsmálum. Hún þótti skörungur í hvívetna. Fyrir skömmu var konu þessari vikið úr dómarastðunni, aðallega vegna óbil- girni og hörku er hún sýndi sakborning- um sínum, sem aðallega voru kven- menn. Einnig bárust böndin að henni um að hafa breytt réttarfarsskýrslum og enn fremur að hafa verið í verðbréfasölu- braski, sem rekið var á réttarfarsskrif- stofum hennar. Alt virðist þetta nú ærin ástæða fyrir brottrekstri hennar úr dómarasætfnu. En hitt virðist alveg óþarft, eins og sum blöð gera, að kveða upp þann dóm um kvenþjóðina út af þessu, að hún sé óhæf til þess að skipa hinar hærri eða vanda- samari stöður í þjóðfélaginu. Þó að fleiri konum í opinberum stöð- um hafi orðið það á, að misbrúka stöðu sína eins og Mrs. Norris gerði, og hafi orðið að víkja frá embætti þess vegna, eins og t. d. Mrs. Eergusson, fyrrum rík- isstjóri í Texas, og Mrs. Florence Knap, fyrrum ríkisritari í New York, er í fang- elsi var dæmd árið 1928 — þá neitar samt enginn hinu, að það er stór hópur kvenna í opinberum stöðum í öllum löndum, sem gegnir þeim imeð trú- mensku og hafa ótvírætt sýnt, að þær eru að hæfileikum til verkinu fulikom- lega vaxnar. Hitt getur nokkru máii skift, hvort þátttaka kvenþjóðarinnar í opinberum málum hafi til nokkurra muna bætt eða hafið þjóðmálin. Á það voru menn sterk- trúaðir fyrrum, eða á dögum kvenfrels- ishreyfingarinnar. Reynslan má segja að hafi orðið sú, að kvenþjóðin hafi með þátttöku sinni í opinberum málum fetað mjög í fótspor karlmannanna. Þær höfðu ekki aðrar fyrirmyndir en þá að styðj- ast við, og við hverju var þá betru að búast? Annað, sem á hefir verið minst í sam- bandi við brottrekstrarmál Mrs. Norris, er ef til vill ekki svo afleitt rannsóknar- efni, en það er, hvort að kvenfólk sé yfirleitt ónærgætnara og miskunnarlaus ara gagnvart hvað öðru, en karlmenn. Yfirdómurinn, sem skipaður er karimönn um, leit þannig augum á framkomu Mrs. Norris, að hún gengi karlmönnum í dóm arasæti framar í hluttekningarleysi með sakborningum, og það var ef tii vill helzta ástæðan fyrir, að henni var vikið frá stöðunni. En auðvitað er hér ekki nema um eina konu að ræða, og að dæma alt kvenfólk af henni, væri rang- látt. * * * * Brandon-orkuverið. Brackenstjórnin lét blöðin flytja þann boðskap síðastliðna viku, að félag, sem nefnir sig Light and Power Company, og bækistöð sína hefir í Bandaríkjunum, sé til með að kaupa Brandon orkuverið fyrir $1,398,000. Þegar fylkið keypti þessa eign, greiddi það $1,200,000 fyrir hana, og er ekki gleymt að taka það fram í fréttinni. Einnig má af henni dæma, að fylkisstjórnin sé alvarlega að hugsa úm sölu á verinu. Það mun fæstum mikil ráðgáta, hvað undir býr með þessari frétt; fylkisstjórn- in er með henni að reyna að réttlæta kaup sín á orkuverinu. Henni tókst það ekki sem fimlegast á þinginu í vetur, en tilboð þetta á nú að rétta hluta hennar í því efni. En hér er dálítið við að athuga. Orku- verið er ekki hið sama nú og þegar fylk- isstjórnin keypti það. Hún hefir bætt það og leiðslu þess, svo að hundruðum þús- unda dala nemur. Segja þar um fróðir menn, að þetta tilboð sé sem næst ein- um fjórða úr miljón of lítið fyrir verið eins og það sé nú. En jafnvel að þessu algerlega sleptu, er sala þessarar fylkiseignar af hendi Brackenstjómarinnar, engu síður var- hugaverð en aðrar sölur hennar á eign- um fylkisins, svo sem t. d. Sjö Systra fossunum o. þ. u. I. Dafl þessarar stjóm- ar með fylkiseignirnar, er svo íhugan- arvert orðið, að henni ætti ekki að vera gefin laus taumur framar í því efni. Hvað birtingu þessarar fréttar viðvík- ur, verður því, þegar til stykkisins kem- ur, ekki séð, að erindi hennar hafi ver- ið annað en það, að blekkja íbúa fylkis- ins á ný á sannverði orkuversins, sem stjórnandi þjójðeignarkerfisins hér setti þó á það og vel mátti við una. En eins og kunnugt er, var það ekki verðið, sem fyrir það var greitt ,og það ríður bagga- muninn. * * * Breytingin á tekjuskattinum. Sú breyting er gerð á tekjuskattsfrum- varpi Bennettstjórnarinnar í sambands- þinginu nýlega, að skatturinn, sem gert var ráð fyrir að lækka á auðkýfingum niður í 25 prósent, verður hinn sami og áður. Vegna þess, að um þetta tekju- skattsfrumvarp hefir talsvert vepið rætt, einkum í andstæðingablöðum stjórnar- innar, skal hér á það minst að nokkru. í heild sinni var frumvarpið í því fólg- ið, að skatturinn væri lækkaður á hin- um fátækari, eða að segja mætti með öllu létt af þeim. Á það atriði hafa stjórn- arandstæðingar aldrei bent sérstaklega, hvorki í ræðu né riti, en hafa í þess stað haldið fram, að tekjuskattinn væri verið að leggja fátæklingunum á herðar. — Sannleikurinn er sá, að sá er enginn fátæklingur, er tekjuskatt borgar. í öðru lagi gerði frumvarpið ráð fyrir, að hækka tekjuskattinn á hinum velmegandi, svo sem viðskiftamönnum, eða öllum þeim, sem meiri tekjur höfðu en í vanalegum vinnulaunum eru falin. Sá skattur var ekki hár áður og að þeirri hækkun hef- ir lítið verið fundið, nema af Mr. King, leiðtoga stjórnarandstæðinga á þingi. En á nokkrum auðmönnum var tekjuskatt- urinn áður hlutfallslega hærri en á öðr- um, og í frumvarpinu var gert ráð fyrir að lækka hann niður í 25 prósent, og er samt hærri skattur af hundraði en á nokkrum öðrum einstaklingum. En að þessari breytingu geðjaðist ekki þinginu, og varð niðurstaðan sú, að lækka þenna skatt ekki. Kvaðst forsætisráðherra hafa litið svo á, sem menn myndu fúsari til að leggja fé sitt í viðskiftafyrirtæki landsins, ef skattur þessi væri ekki ó- sanngjarnlega hár, í stað þess að leggja það í skattfrí verðbréf. En menn litu sínum augum hver á hag landsins í þessu efni, og þess vegna væri hann fús að breyta frumvarpinu og hafa skattinn eins og hann áður var. Einnig kvaðst hann hafa séð á blöðum stjórnarand- stæðinga, að þau héldu fram, að hann væri sjálfur að stinga fram af sér skatta byrði landsins með þessu atriði í frum- varpinu. Vitanlega næði það ekki nokk- urri átt vegna þess, að hér væri aðeins um stefnu að ræða, en ekki neina ein- staklings skattbyrði, eins og allir sæju, þar sem vafasamt væri að þetta atriði yki nokkuð skattgreiðslu einstaklinga eða skattatekjur landsins. Það lætur að líkum, úr því að and- stæðingar núverandi stjórnar lutu svo lágt, að bregða forsætisráðherra Canada um það, að hann væri að smíða löggjöf til þess að auðga sig persónulega með, að hann drægi þetta löggjafaráform til baka. En nátthrafnalegri þjóðmálaníð- ingsskap en þenna, sem andstæðingar hans beittu í sambandi við þetta mál. minnumst vér ekki að hafa séð fyrri, í allri stjórnmálasögu þessa lands; því sé það góð og gild ástæða, að bregða for- sætisráðherra um þetta, vegna þess að hann sé í flokki þeirra skattgreiðenda. er þetta atriði frumvarpsins fjallaði um, væri hitt jafn sanngjarnt, að segja að Mr. King hefði haft á móti skattahækkun inni á efnaðri mönnum landsins, er í næsta flokki skattgreiðenda eru, vegna þess að hann sjálfur heyrði þeim flokki til. En vitanlega lýtur enginn andstæð- ingur Mr. Kings svo kvikindislega lágt. að láta sér slíkt til hugar koma. Það er ekkert um það að segja, þó andstæðingar stjórnarinnar hafi haft aðra skoðun á þessu máli, en stjórnin. Það þætti ef til vill óeðlilegt, ef svo væri ekki, enda þótt blint flokksfylgi mætti í vorum augum stundum víkja fyrir því, sem skynsamlegra er. Ef með heiðarlegum vopnum er samt, barist. er ekkert við skoðanamun manna á málum að athuga. En þegar farið er eins að ráði sínu í vopnaviðskiftunum og gert var í þessu máli, þá má andstæð- ingaflokkur sá vita, að hann ber í aug- um almennings á sér orðið hnakkasvip Þorbjarnar rindils. TIL LESFÚSRA ÍSLENDINGA. Eins og eg hefi áður auglýst er eg nú útsölumaður hér vestra fyrir fjögur ís- lenzk tímarit, sem eru þessi: Iðunn, Eimreiðin, Perlur, Kvöldvökur. Þessi tímarit hafa hvert um sig eitt- hvað og margt til síns ágætis, og eru prýðileg viðleitni til að fræða og skemta þeim, er kunna að lesa íslenzka tungu. Sem óslitin heild má segja að þau séu mentaskóíi þjóðarinnar, því að sameigin- lega fjalla þau um og skýra alt það, er dagskrá okkar viðburð-m'ka tíma krefst, og er það allajafna mjög vel ritað. En auðvitað er það jafnaðarlega í sem fæst- um orðum sagt, því að ritin eru tiltölu- lega smá og leyfa ekki orðmælgi. En það hygg eg, að í þessum íslenzku tíma- ritum fái menn þó kjarnann af öllu því bezta, sem hugsað er og ritað um víða veröld. Og ættum vér þá ekki að vera nægilega þjóðræknir hér vestra til þess að styðja þessi rit og hjálpa til að efla viðgang þeirra? Eru þau ekki þess virði fram yfir margt það endemis rusl. sem daglega er reynt að troða í okkur á ensku máli? íslenzka þjóðin er smá að höfðatölu, en hún er undur rík af djúp- hugsandi og prýðilega ritfærum sonum og dætrum, er láta sig varða alt það, er sönn menning krefst. Og eg vildi svo gjarna að við íslendingar hér vestra gæt,- um með meiri skörungsskap hjálpað til að efla og útbreiða þessi ágætu tímarit. Því að þau eru nauðsynlegir þekkingar- brunnar fyrir allan þorra þjóðarinnar. Og þá er það um leið hinn bezti vísir til þess, að við séum nýtir borgarar hér í álfu, því að hver sá eða sú, er gleymir eða lítilsvirðir sinn feðrastofn og tungu, er í sannleika lítil manneskja, og slíkur hugsunarháttur verður sízt neinum til gæfu eða frama. Iðunn er nú að hefja sína fimtándu ársgöngu og hefir hún þegar f.rá fyrstu byrjun verið uppáhalds fræðirit íslenzkrar alþýðu, og borið nafn m)eð sanni. Hún er eigi purpura- skrýdd í ytri búningi. En hún hefir jafnan flutt og flytur heil brigðar skoðanir og hvellandi vakning, enda rita að jafnaði í hana margir af pennafærustu mönnum þjóðarinnar. Hér er stutt yfirlit yfir innihald fyrsta heftisins fyrir þetta yfirstand- andi ár: Aldarhvörf (með mynd) — Is- lenzk kirkja og trúarbrögð (séra Gunnar Benediktsson) — Köld hönd. heitt hjarta (kvæði) — Vísindaleg aðferð til samtals við íbúa stjam- anna (Helgi Pjeturss) — Hvað veld ur kreppunni ? — Góðir grannar (saga) -— Hvað sakar (kvæði) — Aldurinn hennar Stínu (saga) — Yfirlit yfir bækur 1930 — Kræki- ber. Eimreið'n er flestum íslend- ingum kunn nú um meira en þriðjung aldar. Var hún um langt skeið uppáhaldsrit þeirra íslendinga hér vestra, sem ann- ars lásu nokkuð á íslenzku sér til fróðleiks, enda verðskuldaði hún allan hróður og hylli. Og hún er nú sérstaklega ágætis tímarit, því að núverandi rit- stjóri hennar. og útgefandi, hr. Sveinn Sigurðsson, er áreiðan- lega maður víðsýnn, einarður og prýðilega vel mentaður. — Þetta er ágrip af efnisskrá fyrsta heftis yfirstandandi ár- gangs: Ávarp til kaupenda frá ritstjór- anum (ágæt og einörð játning) — Reikningur íslenzka ríkisins (með mynd) — Á mótum tveggja árþús- unda (34 myndir) — 1 eftirleit (mynd) — Gerhart Hauptmann (mynd) — Mærin frá Orleans — Fyrsti þorradagur — Tilraun Dr. Heideggers — Rauða dansmærin (sönn spæjarasaga) — Ritsjá og fleira. Perlur eru nýtt tímarit, að- eins ársgamalt, og koma út sex hefti á ári í mjög stóru broti, og er afar skrautlegt og prýðilegt rit að öllum frágangi. Perlur fjalla um íslenzka list á öllum sviðum. Gefur þar að líta myndir af íslenzkum mál- verkum, tréskurði, myndhöggv an, leirhnoðun, gull- og silfur- smíði. o. s. frv. Auk þess mynd- ir af íslenzkri leiklist, og marg- ar einkennilegar og fagrar myndir af náttúrufegurð ís- lands. Nokkrar skýringar fylgja öllum þessum myndum. Auk þess flytur ritið góðar skáld- sögur, frumsamdar og þýddar. Perlur munu vera hið skraut- legasta rit og vandaðasta að öllum ytra frágangi, sem kom- ið hefir út á íslandi, og verð- skuldar að þroskast og njóta lýðhylli íslendinga beggja meg- in hafsins. Hér er yfirlit yfir innihald fyrsta heftis þessa ár- gangs: Sogið hjá Kaldárhöfða — Remar- gul — Vér héldum heim — Geð- veiki — Framtíð Rússlands — Mark mið — Heimur versnandi fer — Tal og Tónar — ögn öræfanna — Nátt- úruundur. — Og tólf myndir í þessu fyrsta hefti. fslenzkar kvöldvökur eru eins og nafnið bendir til, aðallega skemtandi, með góðum frum- sömdum sögum og frábærlega vel þýddum sögum eftir fræg- ustu höfunda. En svo flytja Kvöldvökur einnig fróðlegar upp Jýsingar um mannheim þveran. og ágætt gagnrýni um íslenzk- ar bækur. Þær koma út 12 hefti á ári ,alls um 200 bls. í stóru broti. Þetta er stutt yfirlit yfir eftni þeirra hefta, sem komin eru hingað vestur fyrir yfir- standandi ár: Saga hins heilaga Frans frá As- sisi — Simon Dal (saga eftir An- thony Hope) — Áfram (ensk saga) — Tímaritið (Conan Doyle) — Bók- mentir — Djáknadys — Barke á Bra- bant (kvæði eftir hinn velkunna höf- und F. Á. Brekkan). Áskriftargjald að þessum fjór- um tímaritum hér í Ameríku er þetta: Iðunn, 4 hefti á ári, um eða yfir 420 bls. $1.80 árgangurinn. Eimreiðin, 4 hefti á ári, um 500 bls. alls. $2.50 árgangur- inn. Perlur, 6 hefti á ári, $2.50 ár- gangurinn. Kvöldvökur. 12 hefti á ári, $1.75 árgangurinn. Ef þú keyptir öll tímaritin, þá. kostaði það þig — segi og skrifa — 17 cent á viku. Getur þú ekki séð af þessum centum þér til andlegrar nautnar og skemtun- ar? Mikið þætti mér vænt um aö fá menn eða konur í hverri ein- ustu íslenzkri bygð eða bæ, til að annast um útbreiðslu þess- ara tímarita, þar sem eg hefi ekki þegar útsölumenn. Eg skal borga öll þau sölulaun, sem mögulegt er, og reyna að vera frekar þægilegur í viðskiftum. Magnús Peterson, 313 Horace St., Norwood, Man. NÝJAR RADDIR eftir Ragnar E. Kvaran Ritgerð þessi er tekin úr Tíma- ritinu Morgunn á Islandi og birt með leyfi höfundarins. • Ekki er með nokkru mótí unt að neita því, að lítill gleði- blær er yfir hugsunum all- margra manna um framtíð ís- lenzkrar kirkju. Meiri hlutl þjóðarinnar óskar þess vafa- laust, að henni megi vegna bet- ur, er tímar líða, en nú horfist á. En margir telja næsta ótrú- legt, að þær óskir rætist. En hér verður eitt atriði gert að umtalsefni, sem frekar styður þá hugmynd, að ef til vill sé bjartara yfir framtíð- inni er skýbólstrarnir virðast benda til. Nokkurir ungir prestar og guðfræðingar hafa á síðai^i tímum látið heyra til sín þær raddir, sem vekja hjá manni ákveðnar vonir um, að breyting standi fyrir dyrum í íslenzku kirkjulífi. Og engin ástæða er til að ætla annað, en að sú breyting verði til batnaðar. Sérstök ástæða til þess, að vakið er máls á þessu nú, er * sú staðreynd, að undanfarnar vikur hafa íslenzk blöð, sem borist hafa hingað vestur um haf. látið sér mjög tíðrætt um þessar raddir og hafa flest um- mælin verið þungir dómar. Og með því að rúm þessa tímarits er alltakmarkað. verður látið nægja að drepa á það, sem sérstaklega hefir orðið opin- berlega fyrir gagnrýninni, enda þótt margs annars væri vita- skuld maklegt að minnast. Séra Jakob Jónsson hefir vak ið hið mesta rót með grein. sem hann ritaði í 5.—7. tbl. “Strauma” um postullega trii- arjátningu. Er greinin skrifuð af miklum skýrleik og sam- vizkusemi. Og naumast er blöð- um um það að fletta, að það eru ekki niðurstöður prestsins heldur samvizkusemi hans, sem valdið hefir því, að um greinina er ritað, sem væri þetta eitt mesta regin-hneyksli, sem hent hefði embættismann kirkjunnar. Því að vitáskuld kemur það engum á óvart, þótt preStur láti í Ijós skoðun sína. að þessi forna trúarjátning sé næsta ófullkomin og jafnvel villandi yfirlýsing um trú nú- tímans. Hver embættismaður kirkjunnar eftir annan hefir látið þessa sömu skoðun í ljós. Oft hefir verið vitnað í um- mæli dr. Jóns Helgason bisk- ups og prófessors Haralds

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.