Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 22. JÚLÍ 1931 HEIMSK.RINGLA 3. BLAÐSÍÐA við, og þess vegna er eðlilegt að hugsa sér, að vér séum ekki einu verurnar á hnöttunum, sem notið hafi eða njóta muni hinnar dularfullu reynslu vit- undarinnar, en Eddington hef- ir tilhneigingu til þess að ætla, að mennirnir séu á þessum tíma æðst líftegund á hnött- um. Louis Clifford Jacobs (Dánarfregn) Ungmennið Louis Clifford Jacobs, fyrrum til heimilis að Wynyard, Sask., andaðist með sviplegum og sorglegum hætti, sunnudaginn 22. mars, s. 1. Var hann á leið frá Seattle til Blaine, Washington og ók mótorhjóli. Stóð bifreið, er hann hugðist að aka framhjá mun hafa tekið óvæntan hliðar- kipp, snortið mótorhjólið og slegið því flötu. Varð það bráður bani hins unga manns. Hann fæddist 29. nóv., 1910, að Leslie, Sask., sonur hjón- anna I. Jacobs, hérlendrar ætt,- ar, og Fanneyjar Jónsdóttur frá Akureyri, systir Alberts C. Johnson, og þeirra systkina. Sjö ára gamall var Louis tek- inn til fósturs af hjónunum Páli Eyjólfssyni og Þorbjörgu Bjarnadóttir, að Wynyard, Sask. ólst hann þar upp, á- samt fóstursystir sinni Þor- björgu Helgadóttir Bjarnason, konu Sigfúsar Halldórs frá Höfnum, fyrv. ritstj. Hkr. Fósturföður sinn, misti hann haustið 1923. Þótt ungur væri tók hann þá við búverkum fyr- ir fóstru sína, og gegndi þeim með dugnaði og trúmensku í fjögur ár. Mrs. Eyjólfsson brá þá búi og leigði jörðina. Hvöldu þau næsta vetur í Cal- ifornia. Með vorinu 1928 héldu þau aftur norður á bóginn, og vann Louis ýmist að fiskiveið- um eða landbúnaði næstu 2 árin. í fyrravor hélt hann aft- ur vestur á ströndina, og stað- næmðist einkum í Bellingham. Átti hann þar vingjarnlegt at- hvarf á heimili Stefáns Jóns- sonar, er fyrrum bjó að Wyn- yard, Sask. Vinna var óstöð- ug og var Louis oft á ferðinni á mótorhjóii sínu milli Seattle, eftir að fóstra hans settist þar að, og Vancouver, þar sem móðir hans nú bió- með seinni manni sínum, Daniel Jónas- syni. í Blaine voru líka ferm- ingarsystkini hans og nágrann ar að austan, þar sem var fjöl- skylda Jóns K. Bergmann. Louis var gott mannsefni. Var hann gæddur miklu lík- amsþreki og góðri greind. Hæg- ur um fas og fátalaður, en hugsaði mörgum fremur um al- vöruhliðar og gátur mannlegs lífs. Áreiðanlegur til orða og verka. Neytti hvorki víns né tóbaks, og hélt sig að góðum félagsskap aðeins. Bar fram- koma hans og hugsunarháttur þess á ailan hátt vott, að hann var alinn upp á einu ágæt- asta heimili sinnar bygðar. Fósturforeldrum sínum unni hann mjög, og fann til rikrar ábyrgðar gagnvart fóstru sinni, eftir að hún misti mann sinn. Engu að síður var hann móð- ir sinni góður sonur, skrifaði henni góð bréf og heimsótti hana, hvattur til þess, en eigi lattur, af fósturfólki sínu, enda mun móðir hans hafa haft hin beztu áhrif á hann í öllum greinum. gegnum bréf sín, þótt eigi dveldu þau simvistum, eftir að hann var í fóstur tekinn. Þrátt fyrir skólanámið og bú- verkin. sem á honum hvíldu, lét hann fúslega að óskum fóstru sinnar að sækja ferm- ingar undirbúning til mín, vet- urinn og vorið 1926, um til- tölulega langan veg. Var framkoma hans öll hin ljúfasta í því sambandi. Heimsótti hann mig hér á ströndinni í fyrra- vor, og hafði eg þá ekki séð hann í nokkur ár. Var ánægju legt að sjá hann hafa þroskast bæði að þreki og drengskap. Jarðsetningin fór fram frá útfararstofu Blaine-bæjar, mið vikud. 25. mars, með aðstoð þess, er þetta ritar, að við- stöddum fóstra hans og móður og allmörgum öðrum aðstand- endum, svo og Ungmennafélagi íslenzku Fh-íkirkjunnar, sem hann var orðinn vel kunnug- ur og hafði ætlað sér að starfa í. Hann var borinn til grafar af fermingarbræðrum sínum, hér stöddum, og öðrum ung- mennum. Var eflaust óvenju- hljótt í huga þeirra allra, þessa kveðjustund, því að hann hafði dvalið meðal þeirra daginn áður en hann dó, hraustur og glaður. Friðrik A. Friðriksson. —P.t. Seattle. 15. júní, 1931. AÐALFUNDUR EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS Aðalfundur félagsins var haldinn í gær, í Kaupþings-! salnum í húsi félagsins, og var vel sóttur. Fundarstjóri var kosinn hr. Jóahnnes Jóhannes’son, fyrv. bæjarfógeti og nefndi hann sér til skrifara hr. Tómas Jóns- son lögfræðing. Stjórnin gaf skýrslu um starfsemi félagsins árið sem leið, eins og venja er til, og var henni útbýtt prentaðri á fundinum. Urðu nokkurar umræður í sambandi við hana, og þótt af- koma félagsins væri ekki sem bezt, árið sem leið, var þó yfir- leitt gott hljóð í fundarmönn- um um framtíð félagsins. Var því hreyft, að brýna yrði fyrir landsmönnum, að hlynna að fé- laginu og láta það sitja fyrir flutningi. Lagðir voru og fram reikning- ar félagsins um árið sem leið. Gaf hr. Halldór Kr. Þorsteins- son yfirlit um einstaka liðu þeirra með samanburði við fyrra ár. Er skjótast af að segja, að reikningurinn sýnir tap á rekstrinum árið sem leið, kr. 242690.87. sem greitt er úr varasjóði, en við þessar tölur er það að athuga, að með gjöldum eru taldar “afskriftir” á skipum og öðrum eignum, samtals kr. 267056.61, en með tekjum eru taldar eftirstöðvar frá fyrra ári kr. 28469.17. Út- koman er sú, að beint tap er ekki nema kr. 4000.00. Samanlagðar tekjur skip- anna hafa verið þrjár miljónir kr., sem er um 350 þús. lægra en 1929, en þar í eru tekjur af “Dettifossi”, sem hóf siglingar um haustið. Ef þeim er slept hafa tekjurnar rýrnað um hálfa miljón og 29 þús. kr. betur á árinu, sem stafar bæði af mink- uðu flutningsmagni og lækk- uðum farmgjöldum. Ferðir skipanna milli landa, fram og aftur, voru: 1930 ....... 471 ferð 1929 ....... 511 ferð Þrátt fyrir þessa fækkun þé r sem •t otiff T I M BUR KAUPIÐ A The Empire Sash & Door Co, Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. millilandaferða, hafa skip fé- | — Mig langar til að það lagsins aldrei fyrr farið jafn- verði í ágústmánuði í sumar, j langa vegalengd á einu ári, j en hins vegar býzt eg við, að I samtals 183417 sjómílur, enda fjárskortur og tímaskortur j var strandferðasiglingin með 't muni seinka svo framkvæmd j meira rnóti- meðfram vegna verksins, að eg geti ekki lokið ! þúsund ára hátíðarinnar, sem /því svo snemma. félagið hafði þó ekki annað en | — Hefir þú haft einn allan tjón af. Hvað kostar siglingin? Skýrslan sýnir, að sigling skipanna á sjómílu kostar: Gullfoss ...... kr. 16.84 Goðafoss ...... — 17.18 Brúarfoss ..... — 15.70 Lagarfoss ..... — 15.03 Selfoss ....... — 12.77 j kostnað af smíðinni? j — Ekki að öllu leyti. Aðal- j lega hefir einn maður hjálp- að mér um nokkurt fé til þess, sem þegar er aflokið. og auk þess hafa bæði verzlunin “Brynja” og Fossberg verið mér hjálpleg við að lána mér efni til smíðisins unv óákveðinn tíma. Mestur hluti kostnaðar- Kolaeyðsla á sjómílu er þessi: ins hefir þó komið á mig. En Gullfoss ....... 95.9 kg. Goðafoss ........ 101.8 t— Brúarfoss ....... 100.4 — Lagarfoss ......... 97.2 — Selfoss ........... 66.9 •— Efnahagsreikningar Alls eru eignir félagsins eg hefi góða von um, að eg fái fjárhagslegan stuðning til þess að kaupa hreyfilinn (mótorinn), enda get eg ekki keypt hann af eigin efnum. — Hvernig verður hreyfill- inn? Það mun verða stjörnu- skráðar kr. 4263513.30, sem , mótor (loftkælimótor). vitanlegt er, að mjög varlega eru reiknaðar. Skuldlaus eign er varasjóður kr. 57.309,13, en með skuldum eru taldar nokk- urar fjárhæðir, sem aldrei koma til útborgunar að fullu, svo sem arðmiðar, er ekki hafa verið hirtir síðan 1928 og 1929, og vart koma fram héðan af, nema að litlu leyti. Skipastóll er met- inn í reikningi kr. 2.281.899.85, en að því er erlendir sérfræð- ingar hafa metið er þetta meira en miljón krónum eða um 25% undir sannvirði. Kosningar. Þrír menn gengu úr stjórn- inni, og voru allir endurkosnir, sem hér siegir Halldór Kr. Þorsteinsson, Hallgr. BeAe- diktsson og Jón Ásbjörnsson. Af hálfu Vestur-íslendingar var endurkosinn Árni Eggertsson. Endurskoðunarmaður var og endurkosinn Þórður Sveinsson. bankabókari, og vara-endur- skoðunarmaður Guðmundur Böðvarsson, í einu hljóði. -Vísir FLUGVÉL í SMÍÐUM í REYKJAVÍK íslenzkur bifreiðarstjóri er að smíða hana. Alþýðublaðið fékk þá merki- legu fregn, að íslenzkur bif- reiðarstjóri, Magnús Guðjóns- son, sem á heima á Nönnugötu 7 hér í bænum, væri að smíða flugvél. Til þess að fræðast nánar um þetta fór einn af starfsmönnum blaðsins heim til Magnúsar í gær. — Eg hefi heyrt, að þú sért að smíða merkilegan grip og langar Alþýðublaðið að vita nánar þar um. — Rétt er það, segir Magnús. Eg hefi flugvél í smíðum. en eg verð eingöngu að vinna að smíði hennar í tómstundum mínum og sækist því verkið ekki eins fljctt og eg hefði kosið. — Hvers konar flugvél er það, sem þú ert að smíða? — Landflugvél. — Hvar vinnur þú að smíð- inni? — Eg er starfsmaður í verk- stæði B. S. R., sem er á mel- j unium, þar sem olíugeymsla Landsverzlunarinnar var áður, andspænis loftskejýtastöðiínni og þar vinn eg einnig að smíði flugvélarinnar. — Hvenær byrjaðir þú á að smíða hana? — í febrúar í vetur. En áður hafði eg lengi unnið að teik- ingunum. Gerð flugvélarinnar ! er ekki stæld, heldur hefi eg ; farið eftir því, sem eg álít hag- kvæmast og þó ódýrast, en vandað til hennar, svo sem eg hefi frekast haft föng á. — Hve nær hugkvæmdist þér að smíða flugvél ? — Síðan eru um tvö ár. — Nær býstu við, að flug- vélin verði fullgerð? — Hve margra hestafla? — 80 — 100. — Hvað á flugvélin að geta borið marga menn ? — Einn farþega auk flug- mannsins. — Hvað ætlar þú að flugvél- in kosti fullgerð? — Um það get eg ekki sagt að svo stöddu. Auk hreyfilsins er kostnaðurinn einkum vinn- an við smíðina, en efnið er til- tölulega ódýrt. — Hvaða efni notar þú mest? — Það er mest alt askur og amerísk fura, sem mikið er notað í flugvélar, en kringum hreyfilinn verður eingöngu al- uminum. Flugvélin verður klædd flugvélarlérefti eins og flestar landflugvélar eru. — Hvað um stærð hennar? — Hún verður 33 fet milli vængbrodda og lengdin 17 fet. auk stýrisins. — Hafa nokkrir þeir menn aðrir skoðað flugvélina, sem kunnáttumenn eru á því sviði? — Þýzki flugvélasmiðurinn Schweikowski og flugmennirn- ir, sem starfa hér hjá Flug- félaginu, hafa skoðað hana. Hafa þeir lokið á hana lofsorði og látið í ljós mikinn áhuga á því, að mér auðnist að ljúka smíði hennar. HREINT OG HOLT LYFTIDUFT. KÖKUNNI BRAGÐ OG ÚTLIT, MENN ÓSKA. HÚN GEFUR SEM GÓÐIR Blue Ribbon Limited WINNIPEG CANADA stéttarinnar og þeirra, sem vinna í þjóðmálum að bótum á kjörum fátækra manna og bág- staddra og að jafnrétti allra. Kýs fundurinn fimm manna nefnd til þess nánar að at- líður, þá hefir aðferðin hepn- huga, hvernig slíkri samvinnu ast vel. Hún er sálfræðilega geti orðið háttað í einstökum j rétt, að minsta kosti gagnvart atriðum. Leggi svo nefndin til- Rússum. Hún hefir hrifið í- mikið fram úr áætlun, þá hefir sennilega tekist svo til í sum- um öðrum atvinnugreinum, að áætlunin hefir farið nærri út um þúfur. En hvað sem því Magnús Guðjónsson er 31 árs að aldri. Það var hann. sem meiddist árið 1927 við vinnu við snjómokstursbifreið- ina nálægt Kolviðarhóli. Vonandi verður þess ekki mjög langt að bíða, að flug- vélin hans sjáist líða um loftin 'blá, og mun marga fýsa að verða farþegar í hinni fyrstu flugvél, sem smíðuð er á ís- landi. —Alþbl. lögur sínar fyrir næsta aðal- fund Prestafélagsins.” 2. “Aðalfundur Prestafélags ins skorar m alþingi að setja þegar á næsta þingi lög, er tryggi öllum fiskimönnum og bifreiðastjórum nægilegan svefntíma og setji einnig lög myndunarafl þjóðarinnar, og öðrum þjóðum hefir þótt hún íhugunarverð, sumum jafnvel aðdáunarverð. Stórvirki verða ávalt árenni- legri, þegar þau eru fyrirfram ráðin og unnin samkvæmt sett- um tíma. Áköfustu göngumenn um hvíldartíma þeirra á helgi- brynja sig gegn þreytu með því dögum þjóðkirkjunnar.’’ í nefndina, sem getið er um í fyrri ályktuninni, voru þessir kosnir: Ásmundur Guðmunds- son dócent, séra Árni Sigurðs- son fríkirkjuprestur, sér^ Brynjólfur Magnússon, séra Eiríkur Albertsson og séra Ingimar Jónsson skólastjóri. —Alþbl. ÖNNUR 5 ÁRA ÁÆTLUN Hagfræðingar ráðstjónarinn- ar eru stórhuga, hvað sem öðru líður. Hinni frægu fimm ára áætlun var hrundið af stað 1 .október árið 1928. Tilgangur henanr var að auka stórlega framkvæmdir í Rússlandi, með gífurlegum og skipulegum at- höfnum. Nú, þegar áætlun þessi er aðeins að hálfu leyti fullgerð, hefir verið skipað 73 manna ráð, til þess að undirbúa nýja fim mára áætlun “.til þess að efla iðnað og allherjar efna- lega framför í ráðstjórnarrík- inu’’. Ógerningur er með öllu að segja til nokkurrar hlítar, að hve miklu leyti hin fyrri áætlun hafi hepnast. Ef, til dæmis. af- köst í olíuvinslu hafa farið all- að gefa gætur að kilómetra- steinunum, sem þeir ganga fram hjá, og þeim er huggun í að sjá nýja áfanga að baki með degi hverjum. Á sama hátt verður stórvirki heillar þjóðar framkvæmanlegra, þegar lítill hluti þess er unninn í einu, heldur en þegar kept er beint og hvíldarlaust að f jarlægu tak- marki. En ef mikið má að öllu gera, og barátta fyrir heilbrigðum málstað getur jafnvel keyrt úr hófi. Tekst ráðstjórninni að halda við því kappi, sem nauð- synlegt er til þess að bera uppi allar ráðagerðir hennar? Klæð- skeri getur stundum talið hyggilegt að líða skiftavin sinn um skuld, ef hann eykur skuld- ina með því að fá sér nýjan klæðnað hjá honum. og á sama hátt er nú ráðstjórnin að lappa upp á fyrstu áætlun sína með því að fitja upp á annari nýrri fimm ára áætlun: En þeirri að- ferð eru bersýnileg takmörk sett. Þegar rússneska þjóðin er fullsödd orðin á áætlunum, þá verður unt að meta, hvað fram- kvæmt hefir verið. (M. G. W.) —Vísir. FRÁ SIGLUFIRÐI Siglufirði, 20. júní Tíðin köld og þurkasöm hingað til í nótt rigndi þó talsvert. Má það kallast fyrsta regnskúrin hér á sumrinu. Þokur síðusta dagana. Sprettuhorfur slæm- ar. Gæftir allgóðar. Afli mis- jafn þessa viku og tregt uin beitu. Reknetabátur aflaði um 40 tn, af hafsíld, þá fyrstu hér í vor. Var það á fimtudags- nótt. Tveir bátar fengu um 30 tn. í fyrri nótt. Fjórir bátar létu reka í nótt, en fengu ekk- ert. Beitusíldarverðið 40 kr. — Saltlaust orðið að kalla. nema að því, sem einkasalan miðlar. Ríkisverksmiðjan bvr sig nú undir að taka á móti síld. —Alþbl. AÐALFUNDUR PRESTA- FÉLAGS fSLANDS avr haldinn á Laugarvatni 22. —24. júní. Svohljóðandi álykt- anir veru gerðar: 1. “Aðalfundur Prestafélags íslands óskar bess, að sam- vinna megi vera milli presta- A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large sta/ff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In; twenty-one years, since the founding of the “Suc- cess” Business College of Winnpeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Success” train- ing is significant, because the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.