Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 6
6 BLAÐSlÐA HEIMSKRINQLA WINNIPEG 22. JÚLf 1931 Veróníka. Þetta var hræðileg glíma. Það var bar- ist upp á líf og dauða. Gibbon horfði á þetta falinn á bak við tré og hafði gaman af. Hann hafði verið hrjáður og sýnd argasta ósvífni í mörg ár. Hann bjóst við á hverri stundu, að húsbóndi hans lyti í lægra haldi. En Talbot lét sig ekki. Og Gibbon var farinn að verða fyrir vonbrigðum, er Datway tókst að lokum að korpa á hann innanfótarhælkrók. Og það létti yfir Gibbon, er hann sá Talbot skella og Datway á hann ofan. Gibbon settist nú við tréræturnar og aðgætti gaumgæfilega leik þeirra, með ánægjusvip. Talbot hálfrotaðist við failið, svo hann hreyfði sig ekki fyrst í stað, enda, átti hann óþægilegt með það, þar sem Datway lá með þunga sínum ofan á honum. Datway fór því að reyna að nota sér tækifærið og lumbra duglega á honum. Hann barði hann ó- þyrmilega á höfuðið, en höggið kom >ekki að tilætluðum notum. Því að það kom blóði Talbots í hreyfingu. Honum tókst að mjaka sér ögn til hliðar, losaði aðra höndina og þreifaði með henni í vasa sínum eins og hann VEpri að leita að einhverju. Augnabliki síðar spratt Datway upp með ógurlegu öskri. hélt annari hendinni um síðuna en barði með hinni út í loftið. Svo féll hann á grúfu ein3 og hann hefði verið — stunginn. Er þessi leikur, sem Gibbon hafði haft svo gaman af, breyttist svona skyndlega, spratt hann á fætur og var kominn á fremsta hlunn með að blanda sér í málið. En hann hætti við það, og lét sig falla niður eins og hann var langur til, en hélt þó höfð- inu svo hátt, að hann gæti séð endalok þessa leiks. Um leið og Datway féll, staulaðist Talbot á fætur og stóð svo grafkyr, eins og á milli heims og helju. Hann krepti hendina ennþá um hnífinn, er nú var blóði drifinn. Hann stóð þarna másandi og starði beint fram und- an sér. eins og hann væri ekki alveg viss um, hvað gerst hefði. Að lokum leit hann á þessa hreyfingarlausu veru við fætur hon- um. Þá fölnaði hann upp og krampatitring- ur fór um hann allan. Hann leit ýmist á hnifinn, eða hræringarlausan manninn, er all- ur var atraður út í óhreinindum, svo að ekki var sjón að sjá hann og síðan á hnífinn. Hann gat naumast gert sér grein fyrir þessu. Hafði hann rekið hnífinn í manngarminn? Hann hafði þreifað eftir hnífnum, opnað hann og rekið hann í manninn ósjálfrátt. 'Hann hiaut að hafa sært hann — ef til vill alvar- lega. Þetta gat valdið óþægindum. Mikið verð- ur gert út af litlu tilefni. Þrælbeinið átti það skilið — það var gefinn hlutur — en afleið- ingarnar! Hann varð að koma honum á kreik, fara með hann burt og hjálpa honum heim. Hann gekk til Datways og ýtti við hon- um með fætinum. “Staulist á fætur. Liggið ekki þarna og látist vera sjúkur. Upp með yður. Þetta var yður að kenna — þér börðuð mig, aulinn yðar!” Maðurinn hrærði hvorki legg né lið. Tal- bot laut niður og snéri honum við. Hann kom þá auga á votan biett á hlið honum. Han hrökk til baka og horfði á hendurnar á sér, þær voru votar — rauðar. Hann beygði sig aftur niður, horfði fast í andlit honum — en hvað það vor fölt, stilt og rólegt. Svo tók hann hendinni honum á hjartastað. Á næsta augnabliki var hann sprottinn á fætur og rak upp lágt hljóð. “Guð komi til! Það var óhugsandi’’, en — en maðurinn var dauður. Hann þreifaði aftur til að ganga úr skugga um, að hjartað væri hætt að slá. maðurinn var allur ataður í blóði, er runnið hafði úr sárinu. Það bærðist ekkert líf með honum. Hann var dauður, og hann — Tal- bot Denby hafði drepið hann — var morð- ingi! Dauðans sljóleik færðist yfir hann. Allur þróttur virtist þverra í limum hans. Hann staulaðist að tré einu, fálmaði fjrrir sér eins og hann væri orðinn blindur. Hann hallaðist upp að irénu og var eins og festur upp á þráð. Hann reyndi að horfa augunum af þessum hræðilega hlut, er lá endilangur f kjarrinu. En það var eins og einhverjir töfr- ar byndu augu hans við hann. En í sífellu tautaði hann fyrir munni sér: “Það var hans eigin sök, það var hans eigin sök! Það var gert í sjálfvörn........ Ef hann hefði ekki varið mig — það var hans eigin sök. fari hann bölvaður!" Svo færðist hræðilegur drungi yfir hann, eins og hann væri að missa máttinn til að hreyfa sig af staðnum. En hann barðist á móti því, reyndi að gera sér ljóst, að hann var í hættu — stafaði hætta af böðlinum. Honum tókst að lokum að varpa af sér RobmfHood FIÓUR Fyrir alla heima bökun magnleysinu. Hann varð að hugsa, hugsa! Hann mátti ekki vera þarna, skjálfandi eins og bleyða — mátti ekki bíða þar til hann yrði staðinn að öllu þessu. En hvað átti að taka til bragðs? Maðurinn var dauður. Jæja, jæja, hann barðist við að halda áfram að hugsa. Fyrst maðurinn var dauður, þá lá fyrir að grafa hann. Þannig var þrautin ráðin. Já, já — grafa hann. Það var það, auðvitað. Hann hlaut að hafa verið vitskert- ur fyrst honum hafði ekki komið það undir eins til hugar. Hann harkaði af sér, rétti úr sér og horfði í kringum sig. Gibbon bærði ekki frekar á sér en hann væri steinn og hélt niðri í sér andanum meðan hinn leit í kringum sig. Hann vissi hvað fór fram í huga húsbónd- ans. Hann las það eins og það stæði í opinni bók. Það var enginn vandi að lesa hugsan- irnar í föla og óttaslegna andlitinu. Talbot gekk með hryllingi nær líkinu. En er hann kom að því, félst honum hugur. Hann gat ekki horft á það., Hann varð fyrst að finna stað til þess að fela það á. Hann horfði í kringum sig. Skamt þaðan frá var ein af þessum gryfjum, er skógverðir grafo til þess að fela sig í, er þeir liggja í leyni fyrir veiði og veiðiþjófum. Hjá henni stóð limköstur, er að líkindum myndi fá að vera þar ósnertur þar til han nrotnaði. Talbot fór og aðgætti gryfjuna. Hún var ekki nægilega djúp. Hann hvarf þaðan, sótti hnífinn og fór að dýpka gryfjuna með honum. En hann komst brátt að raun um, að hann myndi of seinvirkur með slíku verkfæri. Hann stóð upp, kveikti á eldspítu og leit á úrið sitt. Svo lagði hann á stað hlaupandi við fót gegnum skóginn í áttina að Court. Giggon bærði eki á sér fyrri en fótatak húsbnóda hans var hljóðnað í fjarska. Þá stóð hann upp og flýtti sér að líkinu. Líkið var svo hryllilegt ásýndum, að það gat auð- veldlega skotið skelk í bringu hverjum með- almanni, en Gibbon athugaði það með mestu ró og lét sér hvergi bregða. Hann var ekki að hugsa um myrta manninn, heldur um morðingjann. Honum þótti ekkert að þó að hann kæmist í hann krappann. Skyndilega mintist hann þess, að Talbot hafði verið að reyna að stela einhverju, er maðurinn vaknaði og rimman hófst. Hvað var það? Eins lævíslega og hann hafði nálgast líkið, kraup han nniður að því, fletti yfirhöfninni frá honum og kom auga á vasabókina. Gibbon hugsaði ákaft eitt augnablik . . . Talbot myndi koma aftur innan skamms — það vissi hann — og myndi sakna bókarinn- ar. Gott og vel. Hann myndi álíta, að hún hefði dottið úr vasanum meðan á viðureign- inni stóð Svo dró hann bókina eins var- færnislega upp úr vasanum og Talbot myndi hafa gert og stakk henni á sig. Svo hvarf hann aftur til síns fyrri staðar og kom sér þægilega fyrir — og beið. Hann þurfti ekki lengi að bíða. Talbot hafði farið í verk- færaskemmu við endann á garðinum og Var kominn aftur hlaupandi með skóflu á öxl- inni. Síðan tók hann að dýpka gryfjuna með græðgi og ákefð gullgrafarans. Að því þúnu þerraði hann af sér svitann og gekk að lík- inu. Hann lyfti því upp með þeim kröftum. sem vitfirringum einum eru gefnir í brjálsem- isköstum sínum, bar það að gryfjunni og fleygði því f hana. Svo leit hann sem snöggv- ast á hnífinn, en fleygði honum svo ofan á líkið. Er hann hafði mokað ofan á líkið og fylt gryfjuna, réðist hann á limköstinn, eins og óður væri og kastaði honum ofan á alt saman. Styrkleiki hans virtist tröllaukinn. Gibbon sá að pappírsbúkurinn, húsbóndi hans, bar þennan þunga viðarköst eins og hann væri hálmknippi. Er hann hafði lokið þessum hluta starfa síns, fór hann að laga kjarrið og tókst það svo vel, að varla var unt að gruna, að neitt hefði farið þar fram. Gibbon sá að honum hnykti alt í einu við. Hann hafði mist vasabókarinnar. Hann hafði grafið hana með líkinu! Hann var skelfdur á svipinn og virtist í miklum efa. Svo varp hann öndinni léttilega. Er öllu var á botninn hvolft, var þetta það besta. Að minsta kosti gat hann ekki — hann gat ekki — grafið líkið upp. Hann rétti úr sér og leit á sig. Hendur hans voru blóðugar og moldugar. Það voru rauðar rákir á frakkanum hans og á skyrtu- brjóstinu. Kvöldskórnir hans voru þvældir og skítugir. Hann athugaði þessi merki um glæpinn með nokkurskonar önuglyndis ör- væntingu og varp öndinni. “Hann er úrræðagóður. En hvernig ætli hann fari að gera þau hrein?’’ hugsaði Gib- bon og glotti. “Hvað skyldi hann gera af þeim?” Talbot fleygði sér niður við fætur trés eins og huldi andlitið í höndum sér. Hann var slit uppgefina, orðinn úttaugaður á sá! og líkama. Hann hafði framið morð og kom- ið Hkinu fyrir á svo skömmum tíma, að kvíð- dómurinn myndi hafa átt | bágt með að leggja trúnað á það. En nú var afturkipp- urinn að koma. Hann var hreyfingarlaus í nokkrar mínútur. Svo reis hann á fætur. setti skólfuna á öxl sér, og gekk hægt og rólega heim að Court, alveg eins og að ekkert hefði í skorist. Giibbon beið stundarkorn. Svo stóð hann upp úr leyni sínu. Hljóp hratt og gæti- lega og náði heim. Talbot þurkaði vandlega af skóflunni og lét hana á sinn stað í verkfæraskemm- una. Svo læddist hann yfir þveran garðinn og til herbergja sinna. Denöyættin var kulvís. Tal'bot hafði tek- ið kulvísina að erfðum. Það var æfinlega lagt eldsneyti í ofninn í herbergi hans. Hon- um var sárkalt og hrollur í honum. Honum varð það fyrst fyrir, er hann kom inn í her- bergið, að'líta til ofnsins, tók eldfærastokk- inn sinn og kveikti í ofninum. Dró svo stól að honum og settist þar. Hann sá andlit dauða mannsins í logan- um, heyrði dauðastunurnar — þessa hræði- legu dauðahryglu — heyrði bergmál hennar í skóginum. Er honum var farið að hlýna, fcr han nað afklæða sig. Dauðinn, dauðinn' — hann lét hann ekki í friði. Honum fanst, að hann væri að afklæða lík. Hann rak augun í blóðblettina í skyrtunni sinni, og á næsta augnabl'iki var hún komin í eldinn. Er hann var að athuga, hvernig sér tæk- ist að ibrenna hana, var barið að dyrum. Hann varð cttasleginn og skalf í hnjáliðunum. Hann kastaði yfir sig sloppnum og gekk 'til dyra og opnaði þær. Það var Gibbon er stóð þar, með undirgefningarssvip eins og vana- lega. en kvíðafullu augnaráði. “Fyrirgefið mér, herra minn’’, mælti hann, “mér fanst eg finna brunalykt.” Talbot brosti. “Brunalykt? Jú, eg gat ekki sofnað og hefi verið að ganga í gegnum bréf mín. Eg hefi brent nokkrum bréfum. Þér hafið fundið lyktina af þeim, það er alt og sumt.” “Einmitt það, herra”, mælti Gibbon virðulega. “Fyrirgefið, herra minn. Eg vona, að eg hafi ekki truflað yður?’’ “Nei, alls ekki, Gibbon’’, mælti Talbot, með uppgerðar vingjarnleika. “Brent þau! En hann getur ekki brent alt’’. varð Gibbon að orði, er hann sneri til herbergis síns. “Hann getur ekki brent alt!” Hann strauk hendinni yfir brjóstvasa sinn, er vasabókin var geymd í er Talbot hafði gerst morðingi fyrir. XXI. Kapítuli. Ef Veroníka hafði elskað Ralph áður, þá unni hún honum nú margfalt heitar. Er hún gekk fram og aftur í herbergi sínu, gleymdi hún hrygð sinni, því að hún var altaf að festa sér í huga, að enginn annar en hann hefði getað komið fram með jafmikilli sjálfs- afneitun og hetjuhug. Hann hafði verið á að líta eins og fornaldar riddari, fórnandi sjálfum sér á altari ástar hans. Hann hafði mælt þau orð, er ætíð hljóta að ávinna sér aðdáun og virðingu kvenhjartans. Rödd hans hliómaði í eyrum henni. Alt er hann hafði talað rifjaðist upp í huga hennar. Það fylti hana stolti yfir honum, en hinn sprettinn olli það henni hrygðar. En t-' var af því, að Veroníka Denby þekti heirunn, og það of vel til þess, að láta hann ibl kkja sig. Fátæki elskhuginn, er yfir- j gefur unnustu sína til þess, að afla sér fjár og frama svo hann geti fengið hennar. er a1H+t í skáldsögunum, og hann kemur ætíð frægur og fjaður heim aftur, og briiðkaups- veislugleðin bíður hans. En í raunverulega lífinu verður að jafnaði viðleitni og fórn manns ins árangurslaus. Hin sanna ást á oft svo- örugt. iippdráttar. Hún vissi, að það voru þúsund líkur á mót. einni fvrir bví að hún sæi hann aldreí aftur. Hún hafði þegið fórn hans, látið það viðgangast, að hann yfirgæfi hana, af þvf að hann — og jarlinn með steinhjartað — báru hana ofurliði þá. En nú, er hún hugs- aði um betta, í herbergi sínu, kafroðnaði hún af snevpu og ásakaði sjálfa sig harðlega. Hún var kona, og hún hafði leyft mann- inum er hún unni, að varpa sjálfum sér á fórnaraltarið. Hún hafði látið hann fara út í heiminn til að berjast þar vonlausri baráttu. Hún hafði hrifið hjartað úr brjósti honum og sent hann á braut vinalausan. snauðan. enn snauðar af því, að hann hafði gefið hjarta sitt. Það var alt er hann átti, og hún hafði stolið því. Á meðan hann var að berjast þessari bar áttu, og hélt dauðahaldi í þessa tálvon, ætl- aði hún sér að halda áfram að dvelja á Court. Baða þar í rósum. Hún var dálagleg kona! Hún var kvenþjóðinni til minkunnar. Er hún gerði sér í hugarlund þá daga, er biðu henn- ar í þessu skartmikla stóra húsi með heilan herskara þjóna, en hafa þó ekki annan til að tala við en drambsama, harðgeðja gamla manninn, er hafði blandað sér inn í líf henn- ar og hrifið lífshamingju henanr frá henni og varpað henni á braut með kaldhæðnis orðatiltækjum sínum, — þá fyltist hugur hennar ákafri löngun til að veita mótspyrnu og hefjast handa. Það var víst, að engin sönn kona væri svo lítilsigld, svo hirðulaus- um ást góðs manns, að hún gæti lifað eins og kjölturakki meðan elskhuginn var úti á auðnum örvæntingarinnar. Hún fann það glögt, að hún megnaði ekki að láta sjá sig við miðdagsborðið. Hún gat ekki þolað augnaráð jarlsins né Talbots Denby. Þess vegna hafði hún gert þau boð, að hún hefði höfuðverk. Hún eyddi svo mið- degisverðartímanum yfir tebolla. í huga henn ar voru eintómar beiskar hugsanir. En sannar konur hugsa aldrei árangurs- laust. Eftir. skamma stund hafði Veroníka komist að tvennu. Það fyrra var, að hún gat ekki lifað án Ralphs, það síðara, að hún yrði að sjá hann áður en hann færi. Þó ekki væri til annars en segja honum hvers virði hann væri henni, og — og — gat hún gengið svo langt, að biðja hann að taka sig með? Meðan hún var að brjóta heilann um þetta, kom Goodwin með nokkra borða í hendinni upp til hennar. ‘Mér hefir orðið það á, að setja kaffi- bletti í þessa borða”, mælti hún. “Eg held ef eg færi óðara með þá til frú Mason, þá gæti hún náð þeim úr. Hún er svo lagin á slíka hluti”. Veroníka leyfði henni að fara. Og nú gat hún sjálf komist burtu. Hún gat læðst ofan stigann og út að kofanum og séð Ralph — tilviljunin varð að skera úr hinu. Hún beið þar til hálf stund var liðin frá því að Good- win fór. Svo kastaði hún yfir sig kápu og dró hettuna fram yfir andlitið. Ef einhver kæm! auga á hana myndi hann álíta að hún væri ein af vinnukonunum. Á leiðinni reyndi hún að koma fyrir sig hvað hún ætti að segja við Ralph. En hún hefði eins vel getað sparað sér þá fyrirhöfn, því að þegar hún barði að dyrum, var það Burchett er sagði: “Kom inn’’. Og er hún kom inn, sá hún að hann var aleinn. Hann stóð upp er hún gekk inn og beið þess alvörugefinn, að hún yrti á sig. “Eg — eg skildi dálítið eftir í laufskálan- um í gærkvöld”, mælti hún með stolti en þó auðmjúkt. En hugsaði: “Það var hjartað í mér, er eg skildi þar við mig! Vitið þér nokkuð — mintist Ralph nokkuð á að hann hefði fundið eitthvað — armband?” “Nei, ungfrú”, svaraði Burchett. “hann gat þess ekki”. ‘Hvar — hvar er hann?” spurði Veron- íka og reyndi að dylja angistina í rödd sinni, enda þótt hún vissi, að hún var auðsæ f augum henni. “Hann er farinn”, svaraði Burchett. “Farinn? Eigið þér við, að hann sé al- farinn? Hvert fór hann?” Hann hristi höfuðið. “Eg veit það ekki með vissu, ungfrú”, svaraði hann þungur á svip. “Eg held, að han nhafi ekik vitað það sjálfur. Honum var mikið niðri fyrir er hann fór”. Hann leit snöggvast upp og framan í hana. Svo leit hann ofan á gólfið. “Honum var mikið niðri fyrir. Það er sagt að hjört- un geti ekki brostið nu á dögum, en ef svo væri, þá —” Hún andvarpaði, hvernig sem hún reyndi að berjast gegn því. Hann sneri sér við og lauk setning- unni. “Vitið þér, hvort hann hafði nokkra pen- inga?” spurði hún er hún kom upp orði. Hún þrýsti hendinni fast að brjósti sér er bifaðist af geðshræringu, eins og hjarta henn- ar sjálfrar væri að bresta. “Já”. svaraði Burchett. “Launin hans og dálítið meira”. “Er þér gáfuð honum?’ mælti hún. ‘Það var fallega gert af yður, Burchett! Yður þótti — þótti vænt una hann?’

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.