Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 8

Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 22. JÚLÍ 1931 FJÆR OG NÆR Sr. Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjónustu í Piney næst- komandi sunnudag, 26. júlí, kl. 2. e. h. • • • í þessu blaði birtast tvær greinar skrifaðar af séra Ragn- ari E. Kvaran. Hver sá er ann fróðlegu lesmáli og skemtilega skrifuðu, ætti að lesa þær. — Framhald greinarinnar “Nýjar raddir’’ kemur í næsta blaði. • * • Til bæjarins komu í byrjun þessarar viku, Árni Helgason rafmagnsfræðingur frá Chi- cago og kona hans. Þau komu í bíl og staldra hér við fram eftir vikunni. Árni sýnir myndir heiman af íslandi í Goodtempl arahúsinu næsta föstudags- kvöld, eins og getið er um á öðrum stað í biaðinu. * * • Mr. Thorvardur Thorvardar- son frá Akra, N. D., kom til bæjarins s.l. sunnudag í bíl Með honum voru kona hans og 4 börn þeirra, Gunnlaugur Thorvardur, Kristín og Anna. Einnig komu með honum Jón- as Thorvardarson frá Winni- peg, er verið hefir syðra um þriggja mánaða tírna og stund- að búðarstörf. Fjölskylda Thor- vardar fór norður til Nýja ís- lands s.l. mánudag. en býst við að halda suður aftur í lok þess- arar viku. • • • Vilhjálmur Friðfinnsson, 622 Agnes St., brá sér suður til Akra, N. D., í byrjun þess- arar viku. Er fjölskylda hans þar syðra. Heim er þeirra von um næstu helgi. • • • Vídalínssöfnuður hefir sam- komu í Hensel, N. D., laugardag inn 25. júlí n.k. Á samkomunni sýnir Árni Helgason frá Chi- cago hreyfimyndir af 1000 ára hátíðinni, er hann tók s.l. sum ar á íslandi. Beauty Parlor Mrs. S. C. THORSTEINSSON' á rakarastofunni Mundy’s Bar- ber Shop, Cor. Portage Ave. og Sherbrooke St. Semja má um tíma með því að síma rakara- stofunni eða heim til Mrs. Thor steinson að 886 Sherburn 3t. Sími 38 005 CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima »íml 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Ga*. Oils. Extras, Tire*. Batteries, Etc. Póstur kominn Eg hefi nú fengið fyrsta hefti þessa árgangs bæði af Iðunni og Perlum, og verða þau send tafarlaust til kaupenda og útsölumanna. Áður hefi eg sent frá mér fyrsta hefti þessa árgangs bæði af Eimreiðinni og Kvöldvökum. Nokkrir kaupendur skulda enn fyrir síðasta árgang (eða meira) af Iðunni og Kvöld- vökum, og kref eg þá nú um greið skil. Eg krefst ekki fyr- irframborgunar fyrir þessi rit, en þegar allur árgangurinn er kominn til kaupenda, er það aðeins sanngjarnt og sjálfsagt. að hver og einn standi greið- lega í skilum. Þetta er í raun og sannleika aðeins lítilræði, ef það er borgað hvern gjald- daga, en þessi óendanlegu van- skil og trassaskapur eru örg- ustu vargar í véum alls við skiftalífs. Magnús Peterson, 313 Horace St., Norwood, Man., Canada. • • • FYRIRSPURN Hver er veit um heimilisfang Guðrúnar Páiínu, konu Krist jáns Jóhanns bílstjóra frá ísa- firði, og dóttur Sigurðar Jón atanssonar, er beðinn að senda upplýsingar því viðvíkjandi til Mrs. P. Magnússon, Box 82, Gimli, Man. • • • Sigurður Sigurðsson- til heim ilis að 894 Banning'St., Winni- peg, lézt s.l. fimtudag. Hann var 73 ára gamall. í þessum bæ var hann síðustu 30 árin og stundaði húsasmíði. Auk konu hans lifa hann sex börn, ein dóttir, Rannveig Sigurðsson Winnipeg, og fimm synir, Hall- dór, Randver, Jpn og Sigurþór, allir til heimilis í Winnipeg, og Sigurður, búsettur í Detroit, Mich. Jarðarförin fór fram frá Bardals útfararstofunni s.l. laugardag. Séra R. Marteins- son jarðsöng. * * • Til bæjarins kom fyrir helg- ina Hallgrímur Björnsson tré- smiður frá Riverton, Man. — Hann dvelur í bænum um tíma við smíðavinnu. • * • Gestur Oddleifsson frá Ár- borg, Man., kom til bæjarins snögga ferð s.l. mánudag. Með honum var sonur hans Sigurð- ur. og tengdasonur, Bennie Goodman. • • • Dr. Sig. Júl. Jóhannesson yrkir kvæði fyrir minni Vestur- fslendinga á íslendingadaginn 1. ágúst í Winnipeg. Er það eitt af því sem mælir með skemtun þessa dags. UNCLAIMED CLOTHES SHOP K(rlmeiiH)) lilt ok yflrhafnlr. anU5o« ^eftlr mftII. NUSnrhnrBanlr haf falllJS 6r Bllrll. r.K fftlln arjaat frft *0.T5 111 npphafleea aelt ft $25.00 o«r opp t »«0.00 4711 Portage Ave.—Sími 34 585 MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. 50 Centa Tail 'rá elnum sta« tll annars hvar em er í bænum; 5 manns ima oK einn. Alllr <*;*'**r á' yrgstlr, alllr bílar hitaSJr. Slml 23 80« (8 Hnur) Kistur, töskur o ghúsgagna- utningur. Sr. Ragnar E. Kvaran hefir fermt þessi ungmenni í Nýja íslandi í vor: Árborg: Ásta Einarsson Eyjólfur Eyjólfsson Guðlaug Einarsson Ing’unn Nordal Kristín Nordal Stefán Eyjólfsson Þóranna Eyjólfsso’i Árnes: Aðalheiður Melsted Einbjörg Helgason Guðlaugur Eiríkur Helga- son. Kristinn Martin Margrét Johnson Sigurður Martin Sveinn Helgason Riverton: Alvin Zophonias Sigvalda- son. Fríðgeir Sigurbjörn Sigurðs son. Ólína Elizabet Thorvalds- son. Sigfús halldór Böðvarsson Skafti Ólafur Thorvaldsson Valdheiður ólöf Helgason • • • ÚR BRÉFI FRÁ SEATTLE WASH., 15. JÚLf Svo sem fyr var frá skýrt, standa íslendingar í Seattle fyrir hátíðahaldi 2. ágúst, að Silver Lake, Wash., með líku fyrirkomulagi og undanfarin ár. — Fyrir miðdag, kapphlaup o. s. frv., — ágæt verðlaun. Eftir miðdag skemtiskrá er engan mun þreyta: Tvö stutt minni. “ísland” og “Bandarík- in’’ — hið fyrra séra K. K Ólafsson, hið síðara Dr. V Sivertz, íslenzkur prófessor í vísindum við ríkisháskóla hér. Eitt kvæði: Jakobína Johnson; af unga fólkinu skemta með píanó spili Victoría Pálmason, með einsöngvum Thora Matth- íasson og (Kári Johnson. Skemtiskráin byrjar og endar með íslenzkum kórsöng, er Gunnar Matthíasson stýrir að vanda. Dansað um kvöldið. Vonast er eftir fjölmenni, því dagurinn heldur uppi vinlegri viðkynningu íslendinga á strönd inni fögru við hafið kyrra’’. . • • • Stödd var í bænum s.l. sunnu dag Mrs. G. Oddl^ifsson frá Árborg, Man. Hún var að heim sækja dætur sínar, er hér búa, og annað kunningjafólk. • * * Símskeyti barst Hannesi Pét- urssyni fasteignasala hér í bæn um, frá Los Angeles þess efnis að s.l. þriðjudag hefði látist á heimili þeirra hjóna tengda- móðir hans, Mrs. Þorbjörg Gutt ormsdóttir Johnson. Hún var gift Erlendi Jónssyni smið, og bjuggu þau í Winnipeg fyrir allmörgum árum. Tvær dætur hennar eru á lífi: Mrs. Tilly Pétursson og Guðný, gift hér- lendum manni og búa þau í Los Angeles. * * * Á föstudagskvöldið í þessarl viku, kl. 8.15, sýnir hr. Árni Helgason raffræðingur frá Chi- cago, kvikmyndir í Goodtempl- ara húsinu, undir umsjón G. T. stúknanna Heklu og Skuldar Myndirnar eru frá íslandi og sérstaklega |af Aíþingtehátíð- inni. Var Mr. Helgason þar og tók sjálfur myndirnar, sem hann sýnir. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. eins og t. d. Pétur Jónsson Sigurður Skafield og Har-Jdur Sigurðsson. Það sýnir ekki mikinn þjóðernismetnað eða þroska, að láta þessa menn sitja suður í löndum, en kasta árlega þúsundum og tugum þúsunda í erlenda umferða- söngvara, harmoníkuleikara og því um líkt, sem lítið eða ekk- ert listagildi hefir. — En þegar þjóðleikhúsið kem- ur, ætti þetta að lagast. Þar þyrfti að safna saman ölium beztu söngkröftum þjóðarinn- ar, og gefa mönnum kost á að hlusta á þá þar. Þar þyrfti að koma upp “Orkester’, sem EXCHANGE Your Old FURNITURE NOW IS THE TIME TO TKADE IN YOUR OUT-OF- DATE FURNITURE ON NEW. PHONE OUR AP- PRAISER. —■i.iMiTeo *The Reliable Home Fu«nismers“ 492 Main St. Phone 86 667 vert væri að hlýða á og væri þjóðinni til sóma. Söngvinur. —Tíminn. Hamingjuóskir til íslendinga á þjóðhátíð þeirra. (fomjpnng. INCOKPORATED 2“ MAV 1670. Sigurður Skagfíeld (Eftirfarandi grein birtist í Heimskringlu 22. sept. 1926, og var þá prentuð upp úr Tím- anum. Þar sem maðurinn, sem hún fjallar um, hefir nú dval- ið á meðal vor um tíma, bjugg umst vér við, að einhverjum myndi greinin fréttnæm þykja og þess vegna er hún hér prent uð. — Ritstj. Sig. Skagfield söngvari hefir síðast í maí- mánuði síðastliðið vor tekið próf við óperuskólann í Khöfn, og mun hann vera annar ís- lendingur í röðinni, sem tekið hefir próf í óperusöng. og það með bezta vitnisburði. Eftir nokkra daga var hann ráðinn við leikhús í Rostock. Leilc- hússtjórinn þar hafði heyrt hans getið, og óskaði að fá að heyra rödd hans. Sama kvöldið og hann lét fyrst til sín heyra þar, var hann ráðinn við leikhúsið til næsta vetrar. Þetta mun vera eitt af stærri leikhúsum Þýzkalands og hef- ir 48 manna “orkester”. Nokkrum dögum áður en Skagfield fór frá Khöfn söng hann þar opinberlega, og tek eg hér orðrétt upp nokkur orð úr Kaupmannahafnarblaði: “Den islandske Operasanger Sigurd Skagfeldt vakte en sand Bifaldsstorm ved sin ædle, föl- elsesfulde Tenor. Denne lyst Stemme övede fra de förste Toner en sterk Indfyldelse paa Folkmasserne, der atter og atter krævede nye Numre. Hr. Skagfeldt gaar nu til nogle af Tysklands störste Operasscener, men har lovet os Gæstespil til vore Vinter- koncerter. Vort Puklikum kan altsaa forsætte Bekendtskabet med den sjældne Tenor”*) Ritstj. Sigurður Skafield er nú þeg- ar víða þektur hér á landi fyrir sína ágætu söngrödd og þýðu tóna, og margur tónninn og lagið lifir í endurminningu manna eins og ógleymanlegur unaðshljómur. Eg hefi oft undrast hve fólk hefir verið fljótt að læra lögin hans — lögin. sem hann hefir sungið einus inni eða tvisvar — grufl- ar það upp í huga sínum,>þar til það hefir náð samhenginu. Þann undra áhuga tekst þeim einum að vekja, sem er virki- legri listagáfu gæddur, og nær tilfinningum manna. En hve lengi á íslenzka þjóð- in að þola það, að allir þeir, sem skara fram úr í sönglist og viðurkendir eru meðal ann- ara þjóða, verða að leita sér atvinnu fjarri fósturjörðu sinni. *) Hinn ísl óperusöngvari Sig\ Sk. hreif áheyrendur til háværrar iðdáunar með sínum göfuga og tii- finningarika tenor. — Þessi bjarta rödd hreif áheyrendur, sem kölluðu hann fram hvað eftir annað. — Hr. Skagfield fer nú til hinna 3tærstu leikhúsa í Þ.zkalandi ,en hefir lofað að gista oss aftur í vetur. Fá þá áheyrendur tækifæri til þess að endurnýja kunningsskap- inn við þenna sjaldgæfa tenór. — Islendingadagurinn í Vatnabygðum verður haldinn að Wynyard Beach FÖSTUDAGINN, 31. Júlí næstkomandi og hefst kl. 12.30 e.h. Agætur söngflokkur undir stjórn hinsi velþekta söngstjóra herra Björgvins Guðmudssonar Ágætis ræðumenn Yfir höfuð verður vandað til dagsins, engu síður en að undanförnu. Aðgangur aðeins 25 cent Dans að Kvöldinu — Aðgangur 50 cent. Kvenfélagið “Framsókn" selur veitingar að deginum fyrir 15 cent Heitt og kalt vatn, verður á staðnum ókeypis, handa þeim, er þess óska. KOMIÐ ÖLL! ISLENDINGADAGURINN HNAUSA, MAN., 3. ÁGÚST 1931 Byrjar kl. 10 árdegis Aðgangur 35c fyrir fullorðna og 15c börn innan 12 ára Ræðuhöld byrja kl. 2 eftlr hádegi Minni íslands ........ Dr. Rögnvaldur Pétursson Kvæði: Jónas frá Kaldbak Minni Canada ............ Sére Ragnar E. Kvaran Kvæði: Þ. Þ. Þorsteinsson Minni Nýja-íslands ........ Dr. Ólafur Björnsson Kvæði: Dr. S. E. Björnsson IÞRÓTTIB: Hlaup fyrir unga og gamla, Langstökk, Hástökk, Stangarstökk, Hopp-Stig-Stökk, Eggja-Hlaup fyrir stúlkur, Hjól- böru-Hlaup, 3 Fóta Hlaup og Kvart Mílu Hlaup, Islenzk Fegurð- arglíma, Kapp-Sund. $200 OEFNIR 1 VEROLAI NUIVI Dans í Hnausa Community Hall Verðlauna-Vals kukkan 9 Barnasöngflokkur frá Gimli undir leiðsögn Brynjólfs Thorlákssonar og Lúðraflokkur frá Riverton Skemtiferðalestin til Hnausa fer að morgninum kl. 9.05 frá C. P. R. járnbrautarstöðvunum i Winnipeg og kemur til baka að kveldinu. Niðursett far sem fylgir: Frá Winnipeg til Hnausa og til baka $1.90, frá Selkirk $1.90, fra Winnipeg Beach $1.20 frá Gimli 65, frá Arnes 50c ALLIR VELKOMNIR ! SV. THORVALDSON, Forseti G. O. EINARSON, Ritari S. S. WOLVERINE will make round trips to Norway House, leaving Sel- kirk every Monday at 3 p. m.. — Also special Week- End trips to Berens River and Big George's Island, leaving Selkirk every Friday 7.30 p.m. FARES ROUND TRIP TO NORWAY HOUSE $24*00 BERENS RIVER and BIG GEORGE’S ISLAND $16.00 Prices for other points on the lake and all other in- formation available at NORTHERN FISH GO., LTD. SELKIRK, MANITOBA and VIKING PRESS LTD. 853 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.