Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 22. JÚLÍ 1931 HEIMSK.RINQ.A 6. BLAÐSÍÐA Nielssonar um þessi efnL að rekja hér rök sr. Jakobs eða Prestar hafa á mótum sínum annara fyrir því, að hin postul- gert yfirlýsingar, er í sömu átt fara. Þá hefir prófessor Magnús Jónsson fyrir tveimur árum birt tillögur að trúarjátning, er honum virðist eðlilegt að komi í stað hinnar postullegu. svo- nefndu. Er geinargerð hans svo skilmerkileg þótt fáorð sé, að eg freistast til að minna menn hér á upphafsorð hans: “Það mun sannast, að það verða æ fleiri og fleiri, sem þykir það undarlegt og óvið- unandi, að þess sé krafist að kristnir menn skuli binda játn- ing trúar sinnar við margra alda gamalt orðalag. Rétt á litið felst í þessu lítilsvirðing á kristnu trúnni, rétt eins og hún væri eitthvað dautt og stirðnað líkneskji, fiem jaltaf mætti færa í sömu fötin. Það er einkenni alls þess, sem lifir, að það breytir sífelt um mynd, fer fram eða aftur, prjónar sér ávalt nýjan og nýjan ham. Hvergi 'í náttúrunnar ríki finst neitt lífrænt, sem er óbreyti- legt. Óbreytileikinn er dauða- vottur, og eg veit ekki, hvort það er hrós um sögu krstn- innar. Þar má sjá hvort- tveggja. kyrstöðu, sem er vott- ur um dauða í sálunum, og þróunina, þar sem lífsandinn er að starfi. “Postullega trúarjátningin hefir staðist bezt af hinum fornu játningum kirkjunnar — af því að hún er styzt og ein- földust. En hvernig er nú kom- ið hennar högum? Sumt í henni er sígilt, og geta allir haft það yfir með sömu ein- lægni enn þann dag í dag, eins og fyrir mörgum öldum. Ann- að er þess eðlis að menn sætta sig við orðalag þess með því, að leggja inn í það aðrav merkingu en upp- haflega var í því. En annað fer beinlínis í bága við sann- færingu fjölda trúaðra manna. Og er þar með slept ýmsu því, sem sízt ætti að þegja um, þegar kristnir menn játa trú sína. “Og hver er svo ástæðan til þessarar dæmalausu fastheld- ni við þessa játning? Vist ene- in önnur en aldur hennar. Hún er ekki af vörum Jesú Krists. enda myndi þá enginn óska eftir skiftum. Hún er ekki eftir postulana og ekki eftir neinn af þeim mönnum, sem vér vilj- um heiðra umfram aðra menn. Hún er sett saman smátt og smátt til þess að girða fyrir misskilning og afbakanir á trúnni, sem kirkjan átti í höggi við, en nú er fyrir iöngu gleymt og úr sögunni. Með því að binda játning sína við þetta orðalag, gengur kirkjan alvopn- uð gegn óvinum, sem löngu eru horfnir, en stendur ber- skjalda gegn óvinum nútfm- ans”. Alt hefir þetta farið tiltölu- lega hljóðalaust hjá. En við- tökurnar hafa orðið næsta ó- líkar nú, er ungur prestur hefir lýst því yfir, að hann beri þá virðingu fvrir Jjeim athöfnum, sem honum er falið að hafa um hönd fyrir kirkjuna, að hann sé ófáanlegur til þess að nota í sambandi við þær orða- lag og hátíðlegar yfirlýsingar, sem gagnstætt séu hans eigin samvizku og sannfæringu. Hon- um virðist t. d. svo mikil ai vara eiga að vera samfara bænum og blessunum kirkj- unnar yfir ungbarni, sem til hennar er borið til skírnar, að með öllu sé ósæmandi að presturinn fari með annað en það við þá athöfn, sem í fuliu samræmi sé við sannfæringu hans. Alt annað væri, að dómi sr. Jakdbs, í ætt við guðlast Og til þess að forðast þetta hefir hann tekið þann kostinn að fella hina pos-tullegu trúar- játningu úr skínarformála sín- um. Ekki er sérstök ástæða til þess lega tfúarjátning sé bæði ó- fullkominn og villandi greinar- gerð fyrir trú þeirra. Á hinu er vakin athygli, að framkoma sr. Jakobs ber þess vott. að sjálfsvirðing prestastéttarinnar fer vaxandi. Hugmyndir manna um samstarfið innan slíkrar stofnunar, sem kirkjan er, hafa breyzt svo mikið á síðari árum, að ekki eru nokkur tiltök að efla stofnunina með aga og strangri rekistefnu um að láta ekki uppi skoðanir, sem ekki eru í samræmi við yfirlýstan skilning valdsmanna kirkjunn- ar. Til þess að fá komið slíku við, yrði ekki einungis að breyta kirkjuréttinum og ' lögskipa kirkjunni aðra stöðu í ríkinu, en hún nú hefir, heldur og breyta öllum hugsunarhætti þjóðfélagsins. Þjóðfélagið hef- ir ekki lengur neinn sérstakan áhuga á því, að fela þeim mönnum kennimensku undir sínum verndarvæng, sem trygg ing sé fyrir að haldi sér sam- an, ef þeir skyldu villast til jess að láta sér detta í hug eitthvað sjálfstætt. Þjóðfélagið ætlast til þess að prestinum sé svo háttað, að almenning- ur geti borið virðingu fyrir honum sem hugsandi manni, er eitthvert verk leggi í að mynda sér þær skoðanir, sem hann svo leitast við að gera að lífsskoðun annara manna. Eins og getið var um í upp- hafi þessa máls. er nokkur á- stæða til þess að ætla, að eitt- hvað sé að birta framundan í íslenzkum kirkjuheimi. Sú aug- ljósa sjálfsvirðing, sem grein sr. Jakobs ber með sér, er ein ljósrákin. Hann er einn þeirra yngri manna í kirkjunni, sem fylsta ástæða er til þess að ætla að þjóðin læri að bera irðingu fyrif, ef framlialdið á starfsemi hans iíkist upphaf- inu. En sjálfsagt er að gera sér gein fyrir, að slík hrein- skilni og það afdráttaríeysi, sem kemur fram í athöfnum sumra hinna yngri samherja, hlýtur óhjákvæmilega að vekja nokkurn sársauka hjá þeim, sem mjög líta ólíkt á málin. Hr. S. Á. Gíslason v hefir á seinni árum sérstaklega haft orð fyrir þeim mönnum. Hann er bersýnilega í mikilli geðs- hræringu, er hann ritar þessi orð: “Ungur guðfræðingur sækir um prestsstarf í kristinni kirkju væntanlega af fúsum vilja, en er í skoðunum sínum svo frá- bitinn kristinni trú, að hon- um finst svartur blettur mundi koma á tungu sína, ef hann færi með þá trúarjátningu við barnsskírn, sem verið hefir sameiginleg játning íslendinga síðan þeir tóku kristna trú og allrar kristrtinnar síðan á dög- um frumkristninnar að kalla má”. (Vísir. 31. ág., 1930). Þessi setning er fyrir margra hluta sakir allmerkileg. Fyrst og fremst er hitinn í henni svo mikill. En á það atriði skal íðar minst. En svo er þetta einkennilega viðhorf í sögu kristninnar, að líta á hana sem einn þráðbeinan stíg með hyl- dýpið tii*beggja handa. Kristnir menn hafi frá öndverðu fetað sig eftir einstigi hinnar postul legu trúarjátningar, og þeim mönnum, sem skriðnað hefir fótur á þeirri hálu braut. er svo lýst sem þeir séu “frábitnir kristinni trú”. Nú er það al kunna, að því fer svo fjarri, að hin postullega trúarjátning hafi nokkru sinni verið talin sæmi- lega fullnægjandi greinargerð fyrir trú kristinna manna, að kirkjusagan má heita sagan um nærri því óslitnar tilraunir til þess að koma saman trúar játningum, er kæmu því í orð sem menn vildu sagt hafa um trú sína. Og fullyrða má, að saga kristninnar hefði í engu verulegu breyzt, þótt svo hefði viljað til, að postullega trúar játningin hefði með öllu týnst úr kirkjulegum bókmentum fyrir sjö öldum. Samt hefir svo farið—þótt undarlegt megi virð- ast—að hún hefir lifað aðrar játningar. Nú minnist enginn á Athanasiusar-játning, og þeir sem sérstaklega leggja kapp á að láta telja sig góða Lúthers- trúarmenn- leggja jafn-mikið kapp á að fela það, sem ritað er í Ágsborgarjátningunni. En postullega játningin hefir lifað af því, að hún hefir sagt til- tölulega minst. Samt er svo komið, að samvizkusamir, ung- ir prestar, verða að beita of- beldi við sjálfa sig, til þess að hafa hana um hönd við helgi- athafnir. Og þá er vitaskuld langsamlega hentugast fyrir kirkjuna að fara með hana eins og allar aðrar játningar sögu sinnar — leggja hana til hliðar hávaðalaust og gleyma henni. Sú mótbára er ekki óalgeng gegn slíkum tillögum sem þessari, að með þessu sé verið að rjúfa hið sögulega samhengi kristninnar. Og það er engu líkara en að ýmsum finnist )essi barnaskapur vera rök. Hið sögulega samhengi kristninnar mundi ekki raskast hið allra minsta, þótt enginn mintist framar á postullega trúarjátn- ingu. Það samhengi á ekkert skylt við slíkt skjal. Hið sögu- lega samhengi felst í því lífi, sem sprottið hefir fram af kristnum hugsunum. Það líf hefir verið með margvíslegu móti á öldunum, þvf að ávextir kristindómsins verða að sjálf- sögðu með margvíslegum hætti, eftir því sem mfenningarlegi jarðevgurinn er, sem leitast er ið að rækta. En það er furðu- lega skammsýnt af þeim mönn- um, sem vaxnir eru upp í lútherskri kirkju, er spratt upp úr sjálfri hinni miklu byltingu siðaskiftunum —, er rauf með risaátaki alt ytra sam- hengi kirkjunnar. að ímynda sér, að alt hljóti að riðlast., lótt menn leggi eina gamla ;átningu þar, sem bezt fer urr hana — á hilluna. Eins og ummæli þau, sem vitnað hefir verið í eftir hr. S. Á. G., bera með sér, þá finst höfundinum nauðsynlegt að komast svo að orði, að þeir menn séu “frábitnir kristinni trú”, sem ekki fella sig við orðalag trúarjátningarinnar. Hér er svo afdráttarlaust að orði komist, að þeim, sem rit- ar á þessa leið, hlýtur að vera mjög heitt í skapi. Það kenn- ir meiri heiftar í þessu en manni finst tilefni vera gefið til. Eg hefi verið að velta því fvrir mér, hvernig á þessu muni standa, því að vér, sem ekki erum aldir upp í lútherskum rétt-trúnaði, getum ekki að því gert. að oss finst dálítið bros- legt að týgjast herklæðum og ganga með alvæpni í grimmum hug gegn óvinum blessaðrar trú arjátningarinnar. Slíkur ridd- araskapur minnir oss á ekkert meira en Don Quixote og bar- áttu hans við vindmylnurnar. Trúarjátningin skiftir svo litlu máli fyrir framtíð kristindóms- ins, að nærri liggur, að hún skifti engu máli. Sannleikurinn er sá, að hér er um tvenns konar viðhorf að ræða, sem eru svo ólík, að ekki er líklegt, að nokkuru sinni verði þar brúað á milli. Enda gerist þess væntanlega ekki þörf. Viðhorf rétt-trim- aðarins tilheyrir kynslóð og tímabili, sem nú er að deyja út. Og sú kynsióð er svo frá- brugðin hinni nýrri, að manni þykir jafnvel raunalegt, hve því fer fjærri, að maður geti skilið hana. Eg þori t. d. að fullyrða, að nú sé naumast til nokkur maður íslenzkur undir fertugu, sem í raun og veru skilur, hvað fram hefir verið að fara í huga sr. Friðriks Friðrikssonar. er hann á í mestri baráttu við sjálfan sig út af altarissakra- mentinu. Hann segir svo frá í æfisögu sinni: “Eitt var það, sem amaði að mér í trúarlífi mínu, og það var,. að mig langaði stundum ákaflega til altaris, en eg trúði á gerbreytinguna (transub- stantiation) í sakramentinu, og eg var hræddur um að lútherskur prestur vildi ekki taka mig til altaris, ef hann vissi, að eg hefði svo ólúth- erska skoðun. En aðallega var það hin katólska messa, sem dró mig, sérstaklega með til- beiðslu hostíunnar, og fanst mér það nálgast altarisgöngu, að vera við messuna.” Þetta er alt hebreska fyrir yngri mönnum íslenzkum. “Transubstantiasion" og “con- substantiasion” og allar aðrar “substantiasionir” eru langar leiðir fyrir utan heim veru- leikans í þeirra augum. Þeir sjá engan eðlismun á “til- beðslu hostíunnar’’ og annari skurðgoðadýrkun. Ekki sva að skilja, að þeir hafi ekki tölu- verða samúð með alls konar táknlegum athöfnum; hitt er það, að þeir hafa með öllu mist trvi á þeim. Og þeim er með öllu ókleift að skilja það ástand, sem kemur fram sem innileg og heit barátta í sál- unni út af þessum efnum. Málsvarar hinnar eldri trú- arstefnu tala jafnan um það, sem einhver spilling og óguð- leiki valdi því- að þessar til- finningar eru að deyja út. Og þeir ætla sér að lækna sjúk- dóminn með heiftræknum orð- um. Hvort sem mönnum líkar betur eða ver, þá tekst ekki lækningin. Þeir reisa ekki það frá dauðum, sem ekkert erindi á til lífsins aftur. Blöðin flytja þá fregn, að yfirlýsing sr. Jakobs Jónssonar hafi verið gerð að umtalsefni á síðustu prestastefnu í Reykja vík. Skoðanirnar virðast hafa verið, svo sem vænta mátti. allskiftar. En afstöðu biskups- ins er lýst með dálitlu ágripi af ræðu hans. Framkoma þessa æðsta manns íslenzku kirkj- unnar við það tækifæri virðist hafa verið mjög skynsamleg og lofsverð. Hann lýsir yfir því afdráttarlaust, að ekki sé neinn vegur til þess að reka sig út í neinar villutrúar-of- sóknir. Og hann telur eðlilegt. að sem mest sé skotið undir dóm þjóðarinnar (safnaðanna) nm, hvað prestum sé ievft og bannað. Vitaskuld harmar hann, að þessi umræddi prest- ur skuli taka samvizku sína svo alvarlega. að hlýða henni frekar en helgisiðabókinni, oa hann veit, að þetta gera ekki aðrir en “óharðnaðir” prestar Sennilega hefir hann alveg rét+ fyrir sér um þetta síðasta at- riði. Það virðast þri miður fylgja piieststarfinu, að skel vilji setjast utan um sálar- lífið. Vér höfum líklega flest- ir fundið það, sem því verki höfum sint. En líklega ta^aði kirkjan ekki. tilfinnanliega á því, þótt hinum “hörðnuðu” fækkaði ofurlítið. (Framhald í næsta blaði) SINDUR. í Canada eða í nokkru öðru landi. Og það er með þeim toll- um og bandarískum peningum. sem nú er verið að byggja upp Rússland! ♦ * * “Bennettstjórnin eyðilagði er lenda markaðinn,” segja liber- alar. Samt seldust 80 miljónir mæla meira af hveiti til útlanda á fyrsta stjórnarári Bennetts, en síðasta stjórnarári Kings. * * * Eitt af bölvun þessa lands er það, að atvinnulausir menn í Canada skuli ekki fá að kaupa garðmat tollfrían frá Los Angeles, í stað þess að rækta hann hér. (Sjá ummæli höfð eftir Woodsworth í Lög- bergi fyrir 3 vikum síðan.) MINNISMERKI LEIFS HEPNA I CHICAGO. ar afleiðingar, enda varð hún ekki mjög útbreidd. Skepnuhöld hafa verið hér dágóð. Sauðburður hefir víð- ast gengið ágætlega. Dálítið hefir þó farist af unglömbum og dýrbíts hefir orðið vart. Atvinnulífið er heldur dauf- ara en í fyrra. Nokkuð er unn- ið að vegagerð. Útgerð er byrj- uð og hefir dálitið orði# fisk- vart. Venjuleg vorveiði (rauð- magi og koli) var heldur góð. Útlit með æðarvarp er lakara en oft áður. Mbl. Hoover forseti Bandaríkj- anna hefir nýlega lýst yfir því, að hann ætli að bjóða Hákoni Noregskonungi á heimssýning- una í Chicago, svo að hann geti verið við, þegar minnis- merki Leifs heppna verður af- J hjúpað þar. Það er dálítið skrítið, að Bandaríkin skuli gefa okkur íslendingum myndastyttu af Leifi hepna, sem riðurkenningu þess, að íslendingur hafi fyrst- ur hritra manna fundið Ame- ríku, en skuli svo bjóða Norð- mannakonungi að vera rið- staddur afhjúpun samskonar myndastyttu hjá sér. Vísir. FRÁ VOPNAFIRÐI. Vopnafirði 16. júní Heilsufar er yfirleitt ágætt. Inflúensan hafði ekki alvarleg- The Fortunate Householder— — is the one who does not depend on luck—but puts his faith in MONEY SAVED. A savings account increased by regular deposits every pay day is the surest safeguard against need and hardship in the fu- ture. Your own savings institution affords a service that will suit you in every way. 3 Interest Hours 10 to 6 Saturday, 9.30 to 1 $1.00 opens an account Province of Manitoba Savings Office Donald St., at Ellice Ave., and 984 Main St., Winnipeg Delicious Picnic Menus From the Little Green Salad Counter Hot day menus — cold day menus — camp-fire and picnic “cookables”! We have tempting suggestions for them all. Just leave your order (and your own thermos for tea, coffee or punch), and have the dishes prepared — prices are very reasonable! We submit a suggestion: 40c LUNCH 1 Ham and Relish Sandwich 1 Lettuce and Tomato Sandwich 1 Cup Cake 1 small Cake 1 Bavarian Cream Punch Serviettes, Salad Dressing, Salt and Pepper Included in box lunch. No Delivery Third Floor, Centre T. EATON C° LIMITED Af öllum kostnaðinum við störfin, sem hér verða hafin til þess að bæta úr atvinnuleysinu á komandi vetri, hefir Hon. John Bracken lofast t^jl að leggja fram 10 cent af hverjum dollar, ef sambandsstjórnin greiðir 80 cent og sveitirnar 10 cent. Hvflíkt eðallyndi. Og mest af starfinu er unnið fyrir Manitobafylki eða Bracken- stjórnina. * * * “Canadisku tollarnir og pen- ingar Bandaríkjanna, það er það, sem alt er að drepa,” sagði íslenzkur bolsi á dögun- um. “Það er eitthvað annað I Rússlandi,” bætti hann við. Á Rússlandi eru hærri tollar en Hamingjuóskir til Islendinga á þjóðhátíð þeirra. Shea’s Winnipeg Brewery

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.