Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Men’s Suits Dry Cleaned and Pressed .....-.....$1.00 Ladies’ Plain Dresses Dry Cleaned and Pressed ...$1.00 tioodi Called For and Delivered Mlnor Repaira, FREE. Phone 37 061 (4 lines) MAKE NO MISTAKES CALL DYERS * CLEANERS, LTD. PHONE 37* 061 (4 lines) XLV. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 22. JÚLÍ 1931 NÚMER 43 BEAUHARNOIS HNEYKSLIÐ ELDINGUM SLÆR NIÐUR f HÚS Á GIMLI. Sweezy kannast við að hafa veitt $800,000 í kosninga- sjóð liberala. í sambandsþinginu í vor var nefnd kosin til þess að rann- saka Beauharnois-málið. En það er þannig til komið, að félag með þessu nafni fær leyfi frá sambandsstjórninni til þess að starfrækja orkuver í St. Law- rence ánni, skamt frá Valley- field í Quebecfylki, fyrir tveim eða þrem árum. Byrjaði félag- ið með tvær hendur tómar að sagt er, en sambandsstjórnin stóð því að baki. Og á sam- bandsþinginu 1930 er rifist grimt út af kaupskap King- stjómarinnar við Mr. Sweezy, aðaleiganda félagsins, og sam- kvæmt þingtíðindunum (sjá bls. 2554), heldur Mr. Bennett því fram á þinginu, að þarna sé um $100,000,000 fjárupp- bæð að ræða frá stjórnarinnar hálfu, og heimtar rannsókn. — Fylgdu bændafulltrúarnir hon- um vel að máli, en rannsókn neitaði King þá og lið hans alt. Og við það sat. Á þinginu s.l. vetur var því aftur hreyft, að rannsaka þetta mál. Voru liberalar enn sem fyr á móti því. En þá þýddi ekki fyrir þá að reyna að afstýra rannsókn. Var því rannsóknar- nefnd kosin á þinginu. Starfi j hennar er ekki langt komið enn. en nógu langt til þess- að Ijósta upp einu því stærsta pólitíska hneyksli, sem sagan getur um. Fvrir nefndinni hefir nú Mr. Sweezy viðurkent, að hafa fleygt einni miljójn dala í kosn iugasjóð pólitísku flokkanna s.l. sumar. Til liberala telur hann hafa gengið $800,000. Til | conservátíva $125,000. Meginið ^ af upphæðinni til liberala var j gVeitt tveim mönnum, senator- | unum Haydon og Raymond. En sá er á móti fé conservatíva tók, heitir John Aird, Jr., í Tor- onto. En hann ber að fé þetta j hafi sér persónulega verið greitt fyrir lögfræðisstörf, sem ! hann hafi unnið fyrir félagið., enda hafi ekkert af fénu úr j sínum höndum farið. Þegar Sweezy var spurður, hvort hann hefði greitt con- servatívum meira fé, kvað hann hefði komið til mála að veita þeim $200,000, en það hefði ekki verið þegið, og hefði Mr. I Eldingu sló fjórum sinnúm niður í sama húsið á Gimli s.l. sunnudag. Húsið var eign Gus Otter. Skemdist það mikið mannskaði varð enginn, og voru þó 10 manns í húsinu. Tvær stúlkur frá Winnipeg sváfu úti á Verandah hússins og ein eldingin reif vegginn s niður, að gluggar duttu ofan á gangstéttina. Önnur elding sundraði þaki á skúr á bak við húsið. Þriðja eldingin snart reykháfinn, lagði pípuna sam- an og skildi eftir holu í eld- húsgólfinu. En þrátt fyrir alt þetta brann húsið ekki,, en skemdist að vísu talsvert. Hitt má þó meiri gæfa heita, að eld ingarnar skyldu ekki snlerta neina manneskju í húsinu. RÆÐA PÁFA. Síðastliðinn mánudag hélt Pius páfi ellefti ræðu í Vati- caninu, er hefir vakið eftirtekt vegna ýmsra óvanalegra orða- tiltækja, er hann notaði, og menn ætla að beint hafi verið til Mussolinis. í bæninni bað hann drottinn að gera það kraftaverk, að “hinir blindustu hinna blindu mættu fá sýn’’. Ennfremur ráðlagði hann þeim í ræðunni, “er ekki hefðu vizk- una, að dæma ekki um þá hluti er þeir væru fávísir um”. Samkvæmt þessu virðist ekki vopnagriður alveg kominn á milli páfa og Mussolini. ÞÝZKALAND. Þó útlitið á Þýzkalandi væri ekki glæsilegt síðastliðna viku hefir þar samt ekki orðið af byltingu. Henni má heita að hafi verið afstýrt með lánum frá stórþjóðunuín. Fyrst voru veittar $100,000,000 til bráða- birgða af Bank of International Settlement, og nú er í ráði að stórþjóðirnar, eða Bandaríkin, England og Frakkland, veiti Þýzkalandi að nýju lán- er nem- ur $500,000,000. Ekki er lán þetta fremur en hin fyrri til langs tíma veitt. Um endur- greiðslu á því segjast Þjóðverj- ar vera vissir, með því að þeir hafa jafnframt fengið allmikið lán til lengri tíma, eða að minsta kosti til 10 ára. Með þessum aðförum var nú svo til ætlast, að bankar tækju aftur Bennett, núverandi forsætisráð herra, afþakkað það. Smærri upphæðir til náinna vina, er Mr. Sweezy var vanur að styðja með nokkru fé við kosningar, voru nefndinni gefn ar, en með því að þær eru bæði margar og smáar, bornar saman við það áminsta. er til lítils að telja þær hér upp. Lengra er nú rannsókninni ekki komið enn. En þetta er nóg til þess að sýna, að óhreint er þarna í pottinum. Og hvað upp kann að koma áður en rannsókninni lýkur, getur ehg- inn gizkað á. ÞINGSLIT í VÆNDUM. Sambandsþinginu er haldið að verði slitið í lok þessarar viku. Á það þó talsvert eftir enn af frumvörpum ósamþykt- um. Einnig er eftir að athuga Ástralíusamninginn. Þá er og Beauharnois rannsóknin líkleg að tefja fremur fyrir en flýta. En alt um það lifa þingmenn- irnir í voninni um að mega sem fyrst komast út í góða veðrið. til starfa þessa viku, og með því færu viðskiftin af stað sem áður. Horfurnar eru því sem stendur allgóðar á Þýzka- landi, og hvorki líkindi til bylt- ingar, né að landið verði gjald- þrota. LÖNG RÆÐA. Við tölum stundum um hve dauðans þreytandi það sé að hlusta á einnar klukkustundar ræðu. Og hálftíma ræða er al- veg nægilega löng fyrir þá van stiltustu. En hvernig ætli að þessum mönnum þætti að sitja 5814 klukkustund undir einni og sömu ræðunni. En það urðu þeir að gera, sem hlýða vildu á ræðu Baptistaprests eins í Cotton Valley, La., í Banda- ríkjunum nýlega. E. A. Sandi- fer var nafn prestsins. Ræðuna hélt hann viðstöðulaust að öðru leyti en því, að hann svolgraði í sig hrá egg, súkkulaði og kaffi á milli orðanna. Þetta er sú lengsta ræða er nokkru sinni hefir flutt verið.. Kona prestsins sagði, að á- FJALLKONAN FRÚ SIGRÍÐUR BJÖRNSON verður “Fjallkonan” á íslendingadaginn 1. ágúst í Winnipeg. byrgðin hvíldi á drottni fyrir þessu, því hann gæfi mannin- um sínum mátt til að halda svona langa ræðu. KOSNINGARNAR Á ÍSLANDI. Suður-Þingeyjarsýsla. þar var kosinn Ingólfur Bjarn- arson, frambjóðandi “Framsókn ar”-flokksins, með 1034 atkvæð um. Björn Jóhannesson, fram- bjóðandi íhaldsflokksins, fékk 217 atkv. og Aðalbjörn Péturs- son, frambjóðandi “Kommún- ista”, 121 atkv. Auðir og ó- gildir seðlar voru samtals 23. Norður- ísafjarðarsýsla. Jón Auðunn Jónsson, frambjóð andi íhaldsflokksins, var kosinn með 587 atkvæðum. Finnur Jónsson. frambjóðandi Alþýðu- flokksins, fékk 293 atkvæði. Björn H. Jónsson, frambjóð- andi “Framsóknar”-!flokksins, fékk 165 atkv. Auðir 3 seðlar og ógild 27 atkv. Strandasýslu. Tálningin í Strandasýslu gat ekki farið fram í gær sökum þess, að “Súðinni” seinkaði nokkuð til Borðeyrar, en hún var með atkvæðakassa. Hún kom þangað í gærkveldi, og var talið þar í morgun. Kosinn var Tryggvi Þórhalls- son forsætisráðherra, frambjóð- andi “Framsóknar”-flokkskis, með 433 atkvæðum. Maggi Magnús læknir, frambjóðandi fhaldsflokksins, fékk 143 at- kvæði. EyjafjarSarsýsla. Kosningarúrslitin í Eyjafjarð- arsýslu komu í fyrra kvöld, og eru þá úrslitin í öllum kjör- dærnunum kunn. Kosnir voru frambjóðendur “Framsóknar”-flokksins, Bern- harð Stefánsson með 1309 at- fyrrv. ráðherra, með 1297. kvæðum og Einar Árnason Frambjóðendur Alþýðuflokksins fengu: Guðmundur Skarphéð- insson 307 atkvæði og Halldór Friðjóusson 202. Frambjóð- endur fhaldsflokksins fengu: Garðar Þorsteinsson 552 atkv. og Einar Jónasson 529. Fram- bjóðendur “Kommúnista” fengu Elísabet Eiríksdóttir 149 og Steingrímur Aðalsteinsson 129. —Alþbl. KOSNINGAÚRSLITIN Jónas verður ráðherra. Framsóknarflokkurinn átti 19 þingmenn f þinginu. sem rofið var. Við þessar kosn- ingar hafa Fralmsóknarme|nn unnið fjögur þingsæti: Dali (Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri), Barðastraiydarsýsílu (Bergur Jónsson sýslumaður), annað sætið í Rangárvallasýslu (séra Sveinbjörn Högnason) og annað sætið í Skagafirði (Steingrímur Steinþórsson skólastjóri á Hólum). Fram- sókn hefir því 23 þingsæti af 42 og fær því öruggan meiri hluta í neðri deild: 16 gegn 12. En í efri deild verða 7 framsóknarmenn gegn 6 í- haldsmönnum og einum Al- þýðuflokksmanni (Jóni Bald- vinssyni), svo andstöðuflokk- ar stjórnarinnar þar geta felt mál fyrir henni, ef hún fer með miklar öfgar. Framsóknarmenn eiga ekki nema tvo landkjörna þingmenn af 6 og þurfa að geta kosið 6 menn (í sameinuðu þingi) upp í efri deild til þess að geta haft þar meirihluta (8 af 14), en til þess að geta kosið 6 þurfa þeir að hafa 27 þing- menn (en hafa ekki nema 23). Hverjir verða ráðherrar? Ekki þarf að efa, að Tryggvi Þórhalisson verður forsætis- ráðherra áfram, og ekki heldur að Jónas verður aftur ráð- herra. Það er að eins um þriðja manninn, sem vafi er. Fullyrt er að Sigurður Kristins- son muni meta forstjórastöð- una í Sanbandi ísl. samvinnu- félaga meira en ráðherrasætið og því hverfa úr því. Þá er ekki nema um tvo menn aðra að ræða: Einar Árnason, er var fjármálaráðherra, og Ás- geir Ásgeirsson, og er óvíst, hvor þeirra það verður. —Alþbl. DANIR UM KOSNINGAR Khöfn, 18. júní. Dönsku blöðin halda áfram að birta ritstjórnargreinar af tilefni kosningaúrslitanna á ís- landi “Nationaltidende” segja: Stjórnin hefir sigrað og kjós- endameirihlutinn þannig fallist á bæði stjórnmálastefnu stjórn arnnar yfirleitt og þingrofið. Blaðið bendir á, að innanlands- mál, ekki sambandsmálið, hafi verið aðalmálin í kosningabar- áttunni; kosningarnar hafi ver- ið aflraun milli sveitanna og bæjanna, en Danir væti góðrar samvinnu milli beggja ríkjanna framvegis. “Berlingske Tidende” segja: Velgengni stjórnarflokksins he4’ ir ekki stöðvast þó andstæðing- ar reyndu að kasti inn í.kosn- ingabaráttuna kröfu um endur skoðun sambandslaganna. Það er ekki hægt lengur að heyja stjórnmálabaráttuna á þann hátt, sem tíðkaðist fyrir 1918. Vitnar blaðið í það í þessu sambandi, að Sigurður Eggerz var ekki endurkosinn á þing. Blaðið bendir á, að kosninga- tilhögunin hafi verið stjórnar- flokknum hagstæð. —Alþbl. NÝ IÐNGREIN. Rvík 26 júní. Eiríkur Leifsson skókaup- maður hefir nýlega sett á stofn skóverksmiðju í smáum stíl. Þó starfa þar nú 5 manns. Framleiðslan er ennþá bund- in við morgunskó (inniskó) og leikfimisskó. En það er merki- legast við hana. að hér er nær eingöngu unnið úr íslenzkum efnum, sútuðum sauðskinnum og sútuðum selskinnum. í stað- inn fyrir það að kaupa erlend- an striga í leikfimisskó, hug- kvæmdist Eiríki að nota hvít- sútuð sauðskinn. Eru skór úr því skinni álíka dýrir og striga skór, en mörgum sinnum fall- egri og endingarbetri. Og þess vegna eru nú leikfimiskennarar í bænum, sem skoðað hafa skóna, einráðnir í því að mæla með þeim við nemendur sína. Verksmiðjan getur framleitt um 80 pör af skóm á dag. Því var það um daginn, rétt áður en K. R. flokkarnir lögðu af stað norður, að formaður far- arinnar leit á leikfimisskó hjá Eiríki og spurði um verð. Gat hann þar fengið leikfimisskó fult svo fallega og miklu óddýr- ari heldur en samskonar skó erlenda. Og morgunin eftir hafði verksmiðjan smíðað skó á fæturna á öllum þeim, sem norður fóru. Gærurnar okkar eru lítt selj- anlegar og smánar verð fæst fyrir þær. Væri það okkur þvn stór gróði, ef við þyrftum eigi að senda þær hráar og saltað- ar til útlanda, en hefðum tæki til þess sjálfir að gera úr þeim iðnaðarvörur — bæði skófatn- að og fleira. Er hér stígið spor í þessa átt, og er það þakkar vert. Mbl. SALTFISKSVERKUN OG SALTFISKSMAT, Rvík 28. júní. Hér er nú á ferð einn af helztu saltfiskkaupmönnum er- lendum, sem verzlað hafa með íslenzkan saltfisk á undanförn um árum, George Hawes frá Lundúnum, og sonur hans C. DR. J. T. THORSON, K.C. Dr. Thorson flytur ræðu á ís- lendingadaginn í Winnipeg 1. ágúst. Mælir hann fyrir minni Canada. Aðrir ræðumenn dagsins eru óessir: Séra Friðrik A. Frið- riksson, er flytur ræðu fyrir minni Vestur-íslendinga. Fyrir minni íslands talar dr. Jón Árnason frá Seattle, Wash. Ætlun Íslendingadagsnefnd- arinnar var, að blöðin flyttu myndir af öllum ræðumönnum íslendingadagsins þessa viku. En vegna þess að ekki var unt að ná í myndir í tíma af hinum tveimur síðastnefndu, vegna fjarlægðar þeirra héðan, varð aðeins komið við að hafa mynd eins ræðumannsins. — Þykir nefndinin fyrir þessu, en gat þó ekki annað gert. Hawes. Morgunblaðið hitti þá að máli í gær- og barst íslenzk saltfisksverzlun í tal. Þetta er í fyrsta sinn, sem George Hawes kemur hingað. Lét han nsvo um mælt að hann dáðist mjög að því, hve fisk- verkunin hér væri góð. Kvaðst hann að vísu hafa getað fylgst með því undanfarin ár, að verk unin hafi batnað. En hann hefði ekki vitað það fyrri en nú hve skipulag verkunar og mats væri gott. Sagði hann að nú furðaði hann sig ekki á því, að inann við 1 prósent af þeim fiski, sem hann hefði keypt hér, hafi verið öðruvísi en til var ætlast. En alls kvaðst hann hafa keypt íslenzkan fisk fyrir yfir 100 miljónir króna. Að verkun á fiskinum og mat ið er hér svo gott sem það er, segir Mr. Hawes, kemur til af þvi, að fólk það, sem að fisk- veiðum og fiskverkun vinnur, er yfirleitt á háu menningar- stígi. Það er menning ykkar íslendinga, sem gerir vkkur mögulegt að framleiða svo vandaða vöru sem fiskurinn ykkar er. Talið berst síðan að markaði fyrir íslenzkan saltfisk. Mr. Ha- wes telur litlar líkur til þess, að nokkur verulegur markaður fáist fyrir hann í Grikklandi. Grikkir nota meira aðkeypta síld en þorsk til matar. Eins gerir hann ekki mikið úr sölu- möguleikum í Norður-Afríku. Það sem selt er af íslenzkum fiski þar, er flutt frá Spáni. — Spánn er sem sé ein helzta miðstöð fiskiverzlunar. segir Mr. Hawes, enda hafa Spán- verjar keypt fisk af útlending- um síðan á dögum Fönikíu- manna. Mbl.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.