Heimskringla - 12.08.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.08.1931, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Men’s Suits Dry Cleaned and Pressed ............ »1.00 Ladies’ Plain Dresses Dry Cleaned and Pressed ____ $1.00 Goodn Called For and DelWered Mlnor Repalrs, FREE. Phone 37 061 (4 lines) XLV. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 12. ÁGÚST 1931 NUMER 46 MAKE NO MISTAKES CALL DTERS ék CLEANERS, LTD. PHONE 37 061 (4 lines) LUNDONAFUNDURINN Árangurinn af sjövelda stjórn málafundinum í Lundúnum virðist ekki hafa orðið ýkja mikill. Þær vonir, sem menn gerðu sér um það, að fjármál- um Þýskalands yrði komið á fastan fót hafa að engu orðið. Hið eina, sem sjáanlegt er að gert hafi verið, er það, að fá staðfestingu á því 100 milj. dollara láni, sem áður hafði verið samið um við Internation- al Settlements bankann. Ekk- ert annað stórlán hefir fengist, enda þótt Þjóðverjar telji sig vanta um 500 milj. til að reisa landið við. Ástæðurnar fyrir því að ekki var gerð frekari gangskör að því að rétta Þjóð- verjum hjálparhönd eru tvær. Annars vegar sú að stórþjóð- irnar eru hálft í hvoru að vona að þeim takist að rétta sig með sínum alkunna dugnaði og sparsemi án þess að frek- ari stórlán þurfi að taka. Hins- vegar setti Frakkland allsstaðar fótinn fyrir alvarlegar tilraunir til að bjarga landinu, og ein- lægar tilraunir Breta og Banda ríkjanna í þá átt virtust stranda á fjandskap frá hendi Frakk- lands, sem menn óttuðust að orðið gæti friðinum hættuleg- ur síðar meir. Að komist var hjá árekstri mili! ^tór þjóðanna út af þessu verður aH vísu að teljast fund- inum til hróss. Og talið er víst að samningar haldi áfram bak tjðldin og einkum að nokkurs árangurs sé að vænta af Berlínaför MacDonalds og Hendersons frá hálfu Breta og Stimsons frá Bandaríkjunum. Er þetta fyrsta opinber heim- sókn frá þessum þjóðum síð- an fyrir stríð og mætti vænta þess að þær gerði sér far um að reyna að bera sáttarorð milli Frakka og Þjóðverja og fá Frakka til að styðja að þeirri viðleitni að rétta við fjárhag Þýskalands. Afstaða Frakka er fremur þjösnaleg og kröfur þeirra ósanngjarnar. Þeir heimta fyrst og fremst áður en nokkurt samkomulag geti komið til greina eða láns heimild að Þjóðverjar afnemi tollsamband, sem þeir hafa gert við Austuríki. Þeir hætti byggingu á herskipum, sem þeir hafa nú í smíðum og að öllum undirróðri að afnámi eða endurskoðun Versailles samn- inganna sé hætt. Hversu langt Frakkar geta komist í kröfum sínum er óséð. Þeir kæra sig ekki eins mikið um afkomu Þýskalands og aðrar vestrænar þjóðir, né hirða um það þótt það verða gjaldþrota- því að þeir eiga lítið, sem ekk- ert fé hjá þeim. Hitt þykir ó- sennilegt að þeir æski þess að sjá Fasclstn stjórn koma að völdum á jþýskalandi eða Sov- jet ríki stomað. Yfirleitt reyna Frakkar að gera sér mat úr neyð Þjóðverja, til þess að fá kröfum sínum framgengt í milliríkjamálum. 4 Og áreiðanlega standa nú Frakkar bezt að vígi af öllum Evrópu þjóðunum að maka krókinn. Frakkar eru nú sem stendur ein auðugasta þjóð heimsins. Atvinnuleysi er sama sem ekkert og gullforði þeirra stendur aðeins að baki gullforða Bandaríkjanna. Þeir hafa náð miklum áhrifum á ensk fjár- mál og er talið að þeir hafi töglin og Iiagldirnar við Eng- landsbanka (Bank of Eng- land). Þetr hafa varla lagt f nokkur teljandi fyrirtæki í Þýskalandi, þar sem bæði Bret- land og Bandaríkin eiga þar að m. k. fjórar biljónir doll- ara í föstu fé sem ekki yrði heimtað, ef landið yrði gjald- þrota. Af öllu þessu verður það ljóst hver afstaða Frakka getur orðið í þessum málum. Þeir hugsa um það eitt, að herða á þeim fjötrum sem tekn ir voru að slakna á síðustu fimm árunum. Þeir sjá eftir því að hafa kallað her sinn burt úr Rínarlöndunum samkvæmt Young samningunum. Toll- samningarnir milli Austurríkis og Þýskalands hyggja þeir að verði sér til ógangs og vilja þess vegna láta stinga þeim undir stól. Og loks eru þeir sárreiður yfir því hvernig þeim virðist Þjóðverjar fara í kring- um Versailles samningana í herskipabyggingum. Yfirleitt líta þeir stjórmálsstefnu Hitl- ers illu augu og líst þó jafnvel um ver á stjórnarstefnu Bruen- ings og telja Þjóðverja miklu óstýrlátari nú en undir stjórn dr. Stresemanns. Svo að nú þegar Þjóðverjar eru í fjár- hags örðugleikum þykir FTökk- um sjálfsagt að láta kné fylgja kviði og setja þeim afar kosti. Eru nú Frakkar komnir í svipaða afstöðu og Þjóðverjar voru í fyrir 1914 til að efla friðinn eða spilla honum. Ó- neitanlega virðist svo að þeir hafi lítið lært af reynslu lið- inna ára. og að það verði ekki þeirra atkvæðum að þakka ef nú verður hjá því stýrt að aftur sígi á ógæfu hlið um frið og framtíð mannkynsins. BONAÐARHORFUR Samkvæmt skýrslu landbúnaðarskrifstofunar. Hellirigningar um alt Mani- tobafylki fyrra laugardag og hlýindin, sem komu á eftir féllu í góða jörð, svo að uppskera verður nú heldur með fyrra móti. Er hún þegar komin vel á veg í Rauðárdalnum og tvær þreskivélar voru teknar til starfa nálægt Gretna fyrra föstudag. Yfirleitt má segja að fimmta ágúst hafi upp- skera almennt verið hafin í fylkinu og er það um svipað leyti og í fyrra en löngu fyr en nokkur undanfarandi ár. í austur og norðurhluta fylk- isins eru uppskeru horfur sæmi- legar. Þó er ekki búist við meira en 16 - 18 mælum hveitis af ekru í mesta lagi, og víð- ast minna, en fóðurgras hefir sprottið þolanlega, svo að eigi er talið að skortur verði á því. Vestan við Morden og sunnan Manitobavatns er aftur útlitið mikið verra. Vorhveitið hefir víða verið plægt niður, þar sem það hefir skrælnað í þurkun- um í júní og júlí — og jafn- vel bithagar hafa verið lélegir. Þó hafa þeir tekið miklum framförum í seinni tíð svo að vandræðalaust hefir verið að beita í þá skepnum. Hörgull er að vísu á rennandi vatni. en brunnvatn er víðast hvar nægilegt. Uppskeran verður strjál og léleg um þessar slóðir, en talið er að það korn, sem á annað borð þroskast, muni flokkast vel og ef ekkert strá verði brent verði nóg gripa- fóður fyrir veturinn. Þó að hveiti hafi verið sáð í svipaðan ekrufjölda og í fyrrasumar, er áætlað að upp- skeran verið nálægt því helm- ingi minni í ár. Byggrækt er miklu minni en í fyrra, og sömuíeiðis hafrar, en rúigur varla teljandi. Hinsvegar er sæmilegt útiit með hör sum- staðar í Rauðarárdalnum. Hagl hefir lítið gert vart við sig í sumar, ryð ofurlítið víðs- vegar um fylkið, en mun þó ekki gera mikinn skaða, en talsverðar skemdir hafa orðið af engissprettum. Horfur á kartöflum og mais hafa batn- að mikið upp á síðkastið. Mjólkur bú starfa vel. Smjör- framleiðsla í júní var 10 per cent meiri en á sama tíma í fyrra, en hagtölur eru ekki komnar fyrir júlí. Svínarækt hefir verið með meira móti. Miklu verra útlit er í Sask- atchewan og Alberta og byrj- ar uppskera þar naumast al- ment fyr en um miðjan mán- uðinn. Einkum hafa skemdirn- ar orðið miklar í Saskatchewan af þurk og hvassviðri en af hagli í Norður-Alberta. Rign- ingarnar komu yfirleitt of seint til að koma ökrunum að verulegu gagni og verður því hveitið víða slegið aðeins fyrir skepnufróður eða plægt niður. SPÁNN OG KAÞÓLSKAN Þær fregnir berast frá stjórn hins nýstofnaða spanska lýð- veldis, að hún sé alvarlega að hugsa um að gera allar kaþólskar munkareglur útlæg- ar úr landinu. Er þar gengið inn á sömu braut og Frakkar gerðu fyrir hálfri öld síðan, þegar Jesúítar voru gerðir út- lægir af Frakklandi, og góss þeirra tekið engnarnámi sam- kvæmt tilögum Jules Ferry, sem taldi slíkar tiltekjur nauð- synlegar, ríkinu til varnar og viðhalds gegn yfirgangi kaþóls- kunnar. Þó að Spánn hafi alt til síðustu tíma verið talið eitt með strangkaþólskustu löndum Evrópu þá fer þó hér að vonum. því að lýðveldis'hreyfingar og klerkahatur hefir venjulegast haldist talsvert í hendur og kirkjan orðið fráskilin ríkinu þar sem konungsvaldi hefir ver- ið steypt hastarlega af stóli. Undir gamla stjórnarfyrir- komulaginu áttu erkibiskupar og kardinálar sæti í efri mál- stofu þingsins, og gátu því haft talsverð áhrif á stjórnarfarið, er baráttan er nú auðsjáanlega hafin á móti þessu fyrirkomu- lagi og eiga því kirkjan og hennar fulltrúar í vök að verj- ast. Reyndar er klerkahatur ekk- ert nýnæmi á Spáni. Á árun- um 1868—1877 sauð altaf annað veifið fjandskapurinn upp úr gegn kirkjunni. en kon- ungsvaldið hefir alltaf haldið sinni verndarhendi yfir henni og þessvegna hefir hún blómg- ast heldur en hitt síðast liðin fimmtíu ár, þrátt fyrir þann ríg sem ýmsir stjórnmálamenn hafa borið til hennar. Talið er að hérumbil hálft fimmta þús- und kirkna sé í Spáni og séu skólar í sambandi við nálægt tvær þúsundir þeirra. Tilætl- unin fyrir lýðveldismönnum mun vera sú, að taka allt upp- eldi æskulýðsins úr höndum kirknanna og ef nokkur mót- þrói komi í Ijós að reka allan klaustralýð úr landi. Er það að vísu all óbilgjörn aðferð og að sumu leyti óheppileg, þar sem það mundi kosta hið unga lýðveldj tap 50 þúsund sona og dætra. Á Spáni eru nálægt því 12 þús. munkar og 42 þús. nunnur, og hefir auð- vitað fjöldinn af þessu fólki ekkert annað til saka unnið en hollustu við sína móðurkirkju. LOFSVERÐUR DUCNAÐUR Hr. Pálmi Pálmason. hinn góðkunni íslenzki fiðluleikarí, hefir nýlega tekið licentiate próf við The Associated Board of the Royal Academy of Music, and the Royal College of Mu- sic of London, England — og hlotið mjög háan vitnisburð, 175 stig. Ennfremur hefir syst ir hans, Miss Pearl Pálmason, sem numið hefir fiðluleik af bróður sínum, tekið “intermed- iate’’ próf við Toronto Con- servatory of Music og hlotið silfurmedalíu fyrir að hafa sýnt frækilegri frammistöðu við prófið, en nokkur annar nem- andi í Canada. Þetta er þriðja silfurmedalían, sem Miss Pálma- son hefir unnið, því að við þau tvö próf, sem ungfrúin hefir áður leyst af höndum við sama skóla hefir hún hlotið samskonar heiðursviðurkenn- ingu. Má þetta teljast framúr- skarandi dugnaður af svo ungri stúlku, aðeins 15 ára að aldri, þegar þess er ennfremur gætt, að jafnframt lauk hún mið- skólaprófi upp úr 11. bekk með fyrsta flokks heiðri. Pálmi er einnig korungur maður ennþá, aðeins 21 árs að aldri og er hann þegar orð- inn vinsæll meðal landa sinna í Winnipeg fyrir list sína. Má vænta þessum frábærlega vel gefnu systkinum mikillar fram- tíðar. Þau eru börn Mr. og Mrs. Pálmason, 654 Banning St., hér *í borginni. Sveinn Pálmason faðir þeirra er ætt- aður frá Norðfirði, bróðir Ing- vars Pálmasonar alþingismanns, en móðir þeirra Gróa Sveins- dóttir er ættuð úr Borgarfjarð arsýslu. AL CAPONE Allur hinn siðaði heimur horfir ir með athygli á viðureign rétt- vísinnar í Chicago við A1 Cap- one, hinn alræmda glæpa- mannakóng, og bíður þess með öndina í hálsinum hvernig yfir muni lúka. Fyrir mánuði síð- an flaug sú fregn, að lög- reglan hefði haft hendur í hári A1 Capone’s og mundu nú dómstólarnir fara að athuga sakir hans fyrir alvöru og bjuggust menn þá við að frægð hans muni taka skjótan endi. En litlar horfur virðast samt vera á þessu ennþá. A1 Cap- one hafði verið kærður fyrir stórkostleg skattsvik og auk þess voru fimm þúsund kær- ur á móti honum fyrir brot á bannlögunum. Sögðu blöðin að hann fengi að ganga laus gegn ábyrgð (bail) en ætti að mæta fyrir dómstólunum á á- kveðnum degi og mundi þá áreiðanlega fá nokkurra ára fangelsi. Svo rann upp sá dag- ur og var hann þá ekki til staðar, en l'ögmenn hans mælt- ust til þess, að áður en hann yrði dæmdur, fengi hann nokk- urra vikna frest til að afljúka störfum sínum. Féllust dóm- ararnir á þetta, enda þótt ját- aðar sakir og vitnisburðir væri nógir fyrir hendi í réttinum, til að færa sönnur á það. að störf hans væri mest megnis fólgin í ýmiskonar glæpum, sem al- mennt er talið að réttvísin eigi að hamla á móti. Þegar náðartími Capone’s var útrunninn og talið var að hann ætti að vera búinn að “afljúka sínum störfum’’ og gæti nú farið að fara í tugt- húsið var honum á ný stefnt fyrir rétt. Ekki hafði hann þó ennþá tíma til að mæta en lögmenn hans mættu og dóm- arinn, kvaðst nú samvizku sinnar vegna ekki geta dæmt manninn sekan, þrátt fyrir ýmsar sakir, sem bæði höfðu þegar verið sannaðar á hann og enda játaðar af hon- um sjálfum, nema því að eins að málið gengi aftur fyrir kvið- dóm og öll mála færsla yrði hafin að nýju. Allar líkur eru á því, að með- an sjóðir A1 Capones ganga ekki til þurðar. verði honum það hægur leikur, að halda á- fram að “afljúka störfum srn- um’’ svo lengi sem æfi hans endist, meðan sakir hans ganga á milli Heródesar og Pílatusiar, sem einhverra hluta vegna telja ekki kominn tíma til að dæma hann í fangelsi. Annar glæpamannaforingi í Chicago hefir látið skoðun sína í ljós á þessu máli með því að segja opinberlega að nú hafi yfir- völdin loksins komið A1 Cap- one í klípu og muni hepnast að pína út úr honum hvert cent. Með öðrum orðum, hann lítur á réttvísina og dómstólana aðeins sem annað glæpamanna félag, sem í bili hafi orðið A1 Capone yfirsterkara. Óneitan- lega virðist viðureign þeirra við A1 Capone heldur benda í þá átt. Hvernig lýkur viðureign A1 Capone og yfirvaldanna. í Bandaríkjunum verður áreið- anlega ekki ómerkilegur vitnis- burður um siðmenning vorra tíma. ANNAN ÁGÚST, 1931. (Minni dagsins) HVEITISAMLÖG STARFA I SUMAR Niðurborgun 35 cent Til þess að sporna við óhugl >eim, sem gripið hefir hveiti- bændur í vesturfylkjum Can- ada yfir hinu sílækkandi verð- lagi á hveiti, gaf sambands- stjórnin út tilkynningu um það. á föstudaginn var, að hún á- byrgðist hverjum bónda, sem verslaði við kornhlöður hveiti- samlagsins 35 centa niðurborg- Þú, sem með farfuglum fýstist, Til “frónbúans” heim, Seg mér hvort eigi var unun Að ylgeislum þeim, Er þig í firrðinni fundu Á ferðinni heim? Varð eigi voríegt í huga, Og víðsýnt um leið, Óðar en Esjan þar framdi Sinn alkunna seið, — Óðar en fanst þú að frænd-lið í fjörunni beið? Gagntók ei geisia-flóð hugann Er “guð vors lands”, Fagnandi barst yfir flóann Til framandi manns? —Helgasta hátign í söngvum Þíns hjartfólgna lands. Var það ei ljóðheimum líkast Er landi var náð? Alt er þú sást varð að söngvum Og sál þinni háð. —-Máninn og miðnætur-sólin I muna þinn skráð. Áhrif frá öldunum liðnu Afmáð og týnd, Lifnuðu’ er lýðstjórn var aftur Að Lögbergi sýnd! Sál þín var sveipuð í loga Er Saga var krýnd! Eg veit þú varst sæll,—en í sárum, Er sigldir þú burt. —Sambland sem enginn fær iitskýrt Þó eftir sé spurt. — Hvort fórst þú heim — eða heiman Er hélzt þú á burt? Það fyrnast ei forn-heigar trygðir Sem fortíðin skóp! Við finnum það bezt annan ágúst, í íslenzkum hóp! Því hann er hið íslenzka Alþing Sem útlegðin skóp! Jakobína Johnson —Seattle, Wash. HVAÐANÆFA. Tejada landstjóri í Vera Cruz ríkinu í Mexico, hefir nýlega un á hverjum mæ\i hveitis, sem! gefið út lög þess efnis að ekki reiddur væri í hlöður. Þessi j megi vera meira en þrettán tilkynning er afleiðing af sam-! kaþólskir prestar fyrir hverja talsfundi sem fulltrúar fylkis- stjórnanna, hveitisamlagsins og bankanna áttu við aðal fram- kvæmdarstjóra hveitisölunnar í Canada, John I. MacFarland, fyrri hluta vikunnar sem leið. Ákveðið er. a6 hveitlsamlög vesturfylkjanna þriggja, sem eiga samtals um 1600 korn- miljón manna í ríkinu. Skömmu eftir að lög þessi gengu í gildi, var gerð tilraun til að myrða landstjórann og slapp hann með naumindum við kúlu, sem send var honum til höfuðs. Skrifar landstjórinn um árás þes^a í the New York Times og ber kaþólskum illa söguna. hlöður í vesturlandinu ásamtjTelur hann að þeir hafi verið útflutningsstöðvum í Vancouv- j ])otturinn og pannan í árás- er og Fort William verði lá^in inni, alveg eins og í morði Al- starfa þetta ár jafnhliða hveiti- verslunum einstakra manna. Þau fái nægilegt veltufé til umráða og borgi hverjum hveiti framleiðanda fyrirfram 35c á hvern mæli hveitis, sem hann varo Obregon forsetaefnis, og að kaþólskir æsingaseggir spani svo upp alþýðuna í Vera Cruz, að menningu og framförum ríkisins sé hætta búin. Auk þess ásakar hann kaþólsku afhendir kornhlöðunni á svip-1 kirkjuna fyrir að eyða fé í að aðan hátt og gert hefir verið að undanförnu, án þess að ætlast sé til að fylkin sjálf þurfi að setja upp nokkra trygging eða ábyrgð þar að lútandi. Er sambandsstjórnin einráðin í því, að gera allt sem í hennar valdi stendur til að greiða fram úr söluvandræðun- um og bægja burt þeim örð- ugleikum sem nú eru fyrir hendi. Mun þessUm ráðstöfun- um yfirleitt vera vel tekið. byggja nýjar, ónauðsynlegar kirkjur, og að senda árlega um 30 miljóhir pesos (þ. e. ea: 15 milj. dollara) til páfastóls í Róm, sem sé ríki óskylt Mexico, sem engan rétt eigi á að sjúga fé þaðan. Virðist honum þetta vera því meir óspilun á fé þjóð- arinnar, þar sem bændurnir hrökkva ekki til að gjalda nægi- lega háa skatta til að hægt sé að standa skil á afborgunum er lendra lána og stríðsskulda.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.