Heimskringla - 12.08.1931, Page 5

Heimskringla - 12.08.1931, Page 5
W.INNIPEG 12. ÁGÚST 1931 HEIMSKRINLA 5. BLAÐSÍÐA en sjálfu ofríkinu. Einokunar verzlunin saug merg og blóð úr þjóðinni, gerði það að verk- um að þjóðin varð fátæk og ó- sjálfstæð, vilja- og metnaðar- laus, sundurlynd og ósamtaka, fávís og hleypidómafull, og hef- ir svo verið, fram á daga síð- ustu kynslóðar. Fyrirhyggju- leysið, er hvað eftir annað gerði þjóðina bjargþrota, kunn- áttuleysið til vinnubragða- til lands og sjávar er kent hinu sama — verzlunaránauðinni. Ofan á þetta er svo bætt, til barmafyllis, refsidómum guðs, — eldgosum, drepsóttum, haf- ís, og annari óáran. Vér höfum ekki verið sparir á að telja alt þetta upp, og fremur aukið við það en dregið úr því, til þess að afsökun vor yrði meiri, og til þess að orsakirnar yrðu óþreif- anlegri fyrir smæð og missmiði þjóðlífsins, til þess að afla oss meiri meðaumkvunar og brjóst- gæða, fá fullkomnara samþykki veraldarinnar fyrir því, að vér séum eigi annað en kúg- aðir brjóstumkennanlegir, góð- látir og geðlitlir vesaling- ar, vonum betri, eftir allar þess- ar hremmingar en þó vesal- ingar samt, sem fyrir það megi þakka að haldið skuli hafa andlegu og líkamlegu mannsmyndinni, því við meiru sé ekki að búast. Vér höfum sungið það inn í meðvitundar- líf vort að vér séum “fáir, fá- tækir smáir’’ að land vort sé harðbýlt og naumgjöfult, hrjó- strugt og tæplega byggilegt, og þó það sé fagurt á sumardegi séu þó hinir dagarnir fleiri, sem það búist tröllkonu ham og svifti íbúana orkunni og móðnum og mættinum til að lifa. Þetta er sagan, — lýgisagan sem fólgin er aðallega í því að hún er látin gerast sérstaklega hjá oss. Vér erum einstæðir i eymdinni og vesaldómnum hreinn aðall amlóðanna, og er sú tign betri en alls engin. Sem hjá hinum þjóðunum, hefir saga þessi öðlast hefð hjá oss, og aðallega fyrir þá trú, að hver þjóð þurfi eitthvað meira sér til réttlætingar en lífið. Að færa sögu þessa til rétt- máls væri auðvelt, en auðvitað væri það hið sama sem að glata henni. Verið gæti að vér mistum einhvers í við það til dæmis, að það dragi úr veraldar-brjóstgæðunum, eða að vér yrðum neyddir til að leita nýrra orsaka að misfell- unum er svo reyndust ekki stór- um meiri eður ægilegri hjá oss en þær hafa verið hjá öðr- um þjóðum eða þá að vér töp- uðum stærðinni, þeirri einu stærð, sem heimurinn hefir ver- ið ásáttur með að lofa oss að eiga, svo að á oss rættust ritningarnar að. “frá þeim sem ekkert hefir er tekið jafnvel það sem hann hefir”. Að sjálf- sögðu væri þetta tap. En hefir þá tárabikar veraldarinnar nokkuru sinni verið svo full- ur að upp úr jhonum hafi mátt fægja eitt einasta sár, sem þessi ímyndaði eyrndar- skapur hefir núið á mann- virðingu vora, eða að með honum hafi mátt þvo burtu smæsta blettinn, sem með þessu hefir verið settur- á sjálfsvirðingu vora og metn- að? Oss hefir verið gefinn sá vitnis- burður, sem nægir til þess að svara þessari spurningu. Vér höfum hlotið þann vitnisburð að vér séum hlýðið fólk, mein- laust og ósamtaka, — kröfu- «nir um forráð og sjálfsákvæði og flúsir að leggja alt í annara hönd. í*etta er skoðað sem hrós, og það er hrós- á sama hátt og ölmusu bitinn er mat- ur, sem réttur er að beininga manninum. Það hefir ekki ver- ið sett fram nákvæmlega í þessum orðam og þó ekki fjarri þeim máske öllu tiðara á þessa leið: “íslendingar eru góðir inn- flytjendur. Þeir eru fljótir að leysis og viljalömunar. Hún eemja sig að hérlendum hátt- um, löghlýðnir, anðsveipir og ganga með binum fyrstu, allra útlendinga, upp í hérlent þjóð- líf. Þeir eru vinnugefnir, ráð- vandir og guðhræddir.’’ Eg þarf ekki að fara lengra með þessa þulu vér könnumst við hana höfum heyrt hana svo oft. Hún er gamall hlustar verkur. Þetta er að vísu gott en þetta er ekki nóg til þess að gera úr oss menn. Þetta hefir verið talið oss til hróss, en oss hefir alla daga fundist það vera hið nap rasta spott. Og ekki hefir það bætt úr, þegar því hefir verið bætt við sem alla jafnast hefir verið látið fylgja til þess að gera hróður vorn meiri, að vér séum komin af víkingaþjóð, af þjóð sem hvarvetna settist yfir annara hlut. er lét sér ekkert minna nægja en það að vera forráðamennirnir, af þjóð er sleit Sþndur Frakkland, ítalíu. Bretland, stofnaði Rússaveldi, er sigldi ókunn höf og fann og nam ókunn lönd. Ef maður hefði hina minstu ástæðu til þess að gruna þessa “vini’’ um fyndni gæti manni naumast annað til hugar komið en að með þessu væri verið að draga að oss hið rammasta dár, en sú tilfinning hevrfur alveg þegar ættfærslan heldur á- fram yfir til Bretlandseyja. til Skota og íra og annara stór- menna. Nú, en hverju höfum vér svo keypt þessi gæði? Vér höf- um keypt þau með því að dylja hið sanna, með því að dylja það sem var oss til hinnar fullkomnustu sæmdar. Með því að fela rækilega fyrir sjálfum oss og öðrum,—gleyma því, að yfir aldirnar sem vér vitnum í, stóðum vér langt um betur að vígi, vorum sjálfstæðari, ein hin ar Norðurálfu þjóðirnar. upp til hópa. Bænda-ánauðin komst aldrei þeim tökum á oss, sem það sem hún var annarsstað- ar, — í Noregi, í Danmörku, á Þýzkalandi, í Bretlandseyj- um. Verzhmar einokunin náði aldri þeim tökum á oss. sem hún náði annarsstaðar. Vér nutum laga og réttar að miklu leyti. Vér áttum ávalt mál- svara þar sem þingið var, fram hjá því komust þeir >ekki er leggja vildu þjóðina að fótum sér. Með því fela þetta, gefa því aldrei stundar umhugsun, og með því að ýkja hörmung- arnar,ma.rgfalda volæðið. hefír hugurinn snúist inn á við til sjálfs aumkvunar, og sjálfs lít- ilsvirðingar. Það hefir skapað hjá oss það sem á ensku máli er nefnt “Inferiority Complex’’. Það hefir kveikt hjá oss þjóðar- rig, fordóm á Dönum, vér höf- um kent þeim og forsjóninni um ófarir vorar og hnignun, sem þeir eru þó jafn saklausir af og forsjónin sjálf, það hefir innrætt oss vantraust á sjálf- um oss, á landi voru og á lífs- skiljrrðunum, sem vér höfum átt við að búa, sem þó sýna sig að gera má sér undirgefin ef viljum er einbeittur, og loks hefir það vakið hjá oss út- lendinga dýrkun, sem þó ekki stafar af því að vér álítum að útlendingurinn sé betri en vér, heldur af hinu að hann megi sín meira, sé meiri maður og standi oss ofar. Þó mikið hafi verið tekið í aðra hönd ber því sízt að neita að nóg höfum vér borgað fyrir það. Og eigi verður þess nú larfgt að bíða úr þessu, að oss fari að skiljaát það alment. Til þess hafa hátíðahöldin á síðastl sumri hjálpað. Þar kom það svo bert í ljós að það er hin sanna saga sem geymir sæmd og frægð þjóðarinnar, — lífið eins og þjóðin hefir því lifað frá öndverðu og að hrersu sem þvl kann að vera varið meðal annara þjóða, þá fær hin sag- an oss einkis aflað nema von- rænir oss þrótti og deyfir sverðseggjarnar. Með henni fá- um vér einkis aflað nema með- aumkvunar. sem uppidöguð kotmönnuð þjóð, sem úr er stolin allur kraftur, er ekkert þekkir til lífsins nema einhvers konar Edenssakleysi vitleys- unnar, eða eitthvert barnslegt frumstæði einangrunarinnar. Það er þessi skilningur sem boðar nýja tíð í lífi þjóðar- innar; skilningur hennar á sérstæði sínu, köllun, ætterni, virðingu og hæfileikum. Skiln- ingurinn á því, að þjóðirnar lifa ekki af meðaumkvun og brjóstgæðum, heldur virðingu og sæmd. Að virðingin, en ekki meðaumkvunin skapar mann- dóm og sjálfstæði, frelsi og framför. Hennar þarf ekki að leitta eins og brjóstgæðanna heldur kemur hún af sjálfu sér. fylgist með starfinu eins og dagurinn með sólaruppkom- unni. Eg get fært yður þá gleði- fregn, að morgungeislar þess- arar nýju tfðar roða nú fjalla- tinda landsins, sunnan frá Esju og norður á Blönduhlíðarfjöll, austan frá H’ofsjökli og vestur að Dröngum. Þjóðernis með- vitundin er vöknuð, þróttmeiri glöggsýnni en nokkuru sinni fyr, og þrátt fyrir megn and- mæli og mikið skvaldur nú um þessar mundir, gegn þjóð- ernis tilfinningunni, þrátt fyr- ir gegndarlausar brýningar með útþurkunarstefnunni. hinni dýrð legu dropaveitingu út í mannlífs hafið, eða “internationalisman um”, get eg bætt því við, að >að er þjóðernisvitundin, ör- ugg, stolt og djörf sem ein er lyftistöng allra framfara, líf- taug allrar manndáðar og á- gætis, því að án hennar erum vér, eins og fornöldin komst að orði, “ekkert, sem duft á meta- skálinni”. Skoðun þessa styðja ýmsir ágætir fræðimenn. Meðal jerrra má nefna Sir Arthur Keith, sem talin er að vera meðal hinna fremstu Evolut- ionista sem nú eru uppi í brezka ríkinu. Um þjóðernis stefnuna farast honum orð á >essa leið: “Myndi það leiða til bóta fyrir heilbrygði og farsæld mannkynsins ef skynsemin gæti kveðið niður, eða helzt útrýmt úr manns hjartanu, öllum þjóðernislegum tilfinning- um og fordómum? Svar mitt við >ví er það, að mannshjartað, með öllum fordómum þess og meðsköpuðum tilhneigingum, andúð og samhygð, þrá og eft- irlöngunum, andríki og hug- sjónalífi, er aðal kjarni hinn- ar voldugu ráðstöfunar er stjórnar framþróun mannlífs- ins. — ráðstöfunar, sem tilver- an hefir notað um órof alda til þess að framleiða æ full- komnari og betri kynstofn manna á jörð. Án innbyrðis samkeppni getur mannkynið ekki þroskast. Framförin kost- ar baráttu, kappraun, já þjóð- ernislega fordóma og verður hvorki keypt með gulli eða silfri heldur með lífinu sjálfu. Til- veran hefir svo ákveðið frá upp- hafi alda, að hver sú þjóð sem vill áfram, sem þroska vill sjálfstæði sitt skuli aðeins öðl- ast það með einu móti, með því, að fórnfæra öllu fyrir það og halda sér sérstæðri í heimin- um." ist, en það gerist, áður fen þessi næstu 1000 ár eru horfin út himinblámann. Það er langur tími að vísu, en tímalengdinni þurfum vér ekki að kvfða. þroskaferli þjóðanna eru þús- und árin sem einn dagur og einn dagur sem þúsund á. Fram til þess tíma, hvort heldur verður langt" eða skamt, hans að bíða, skulum vér ekki láta þau orð oss af tungu hverfa, né þá hugsun úr minni líða, sem ein er samboðin virð- ingu þeirri er oss ber að hafa fyrir þjóðerni voru og sjálfum oss. “Fram íslendingar. ísland framar öllu”. Rögnv. Pétursson FRÁ SEATTLE ER OSS SKRIFAЗ Vér höfum bent á að hver þjóð á tvennskonar sögu, — sanna og tilbúna. Vér höfum reynt að sýna að hin sanna saga íslands tekur hinni fram; er þar margur þáttur fagur og sérkehnilegur, svo að undrun sætir. Við þá sögu á enn eftir að bætast margur þáttur eigi siðri, og fegursti þátturinn, áð- ur en að æfihvörfnm þjóðarinn ar dregur. Það kann að drag- ast enn um hríð, að þetta ger- íslendingdagurinn 2. ágúst, er Seattle íslertdlngar stóðu fyrir að Silver Lake, Wash., var hinn ánægjulegasti í alla staði. Veður var sólbjart og stilt. Lausleg áætlan er, að um 400 manns hafi sótt hátíðina, en má vel hafa verið fleira. — Þar sáust gestir frá Winni- peg, Calgary. Voncouver B. C., Blaine, Bellingham, Los Angel- es, Everett. Tacoma, Manchest- er og sunnan frá California. — Dagurinn hefir stundum ver- ið fjölmennari, en aldrei með glaðlegra, vinlegra og frímóð- ugra yfirbragði. Svo sem venjulegt er, fór fram ýmiskonar íþrótta sam- keppni, bæði að morguninum og eins eftir að ræðuhöld voru afstaðin. Fylgdu ágæt verð- laun. Skemtiskráin var styttri en áður — aðeins tvær ræður að þessu sinni. Sú hefir verið reynsla fyrri ára að þriðja ræðan væri notuð sem “grand march’’ út úr salnum; — en nú voru áheyrendur með kurt- eisara móti, enda ræðurnar stuttar. Séra K. K. Ólafsson flytur snjallar tækifærisræður, og þetta íslands minni var eng- in undantekning. — Söngflokk- ur G. Matthíassonar söng “Ó guð vors lands’’, “Þó þú lang- förull legðir”, “Norræni stofn- inn’’ og “Brúðarför í Harð- angri” — og tókst vel. Svo var fyrirhugað af nefnd- inni, að yngri kynslóðm skyldi taka ákveðinn þátt í skemti- skránni; skyldi vera látin finna það, að þeim eldri væri metn- aður í því sem hér er afrekað á sviði menta og lista- eigi síð- ur en í minning hins gamla og liðna. — Eg hygg engum geti þótt það ofmælt, að telja sóma að þátttöku í hljóðfæraslætti og söng, þeirra Victoríu Pálma- son, Thóru Maithíason og Kára Johnson. Þá átti unga kynslóðin nýj- an “representative” á skemti- skrá dagsins — Dr. V. Sivertz. sonur Kristjáns og Elínborgar Sivertz í Victoria, B. C. Mælti hann fyrir minni einkenna þeirra er íslendingar myndu leggja Amerisku þjóðlífi til, og fórst það ágætlega vel. Tals- máti hans er rólegur og yfir- lætislaus — en talsvert laun- fyndinn þegar að er gáð. — Þessi ungi prófessor útskrifað ist með heiðri í vísindum af háskóla Washington ríkis fyr- ir nokkrum árum — tók þá strax “post-gxaduate course” við University of West Vir- ginia- síðan “doctor’s degree við McGill, þá bauðst honum óðar staða sú er hann skipar við hið glæsilega University of Washington. Hann vann fyrir sér jöfnum höndum við nám- ið, og sló aldrei slöku við. Auglýsir hann því, hvar sem hann fer, hin ábyggilegustu einkenni þjóðar sinnar, enda nýtur hann trausts og virðingar allra er til bans þekkja. Jakobína Johnson —Seattle, 7? ágúst 1931. Til Canada Flutt að Hnausum og Winnipeg. Eg unglingur kom til þín austan um sjá, Úr æskunnar þrengslunum gleymdu, að horfa á mig stækka og hamingju ná, sem héruðin sólroðnu geymdu. Og hér hef eg þraukað í þrjátíu ár og þroskast og stækkað og smækkað, og fært þér mín kvæði og framtíðar spár, sem fljótt hafa í tigninni lækkað. Því við erum framandi farendur hér, sem framtíðin steypir með árum í móti, sem þjóðgreind og ættinni er eins óskylt og hlátur er tárum. En samt, þótt eg alfæri austur um sjá, eg ynni þér> sóllandið bjarta, sem silfrinu og gullinu settirf mig hjá, en sólskinið gafst mér í hjarta. Þú börnunum gefur af nauðsynjum nóg, og nægt ætti starfið að vera að umbylta mörkum og erja með plóg og óbygð að nýsveitum gera. En svo hafa braskarar bundið þér hnút að bóndinn, sem mest er til þrifa, og verkmaður borganna, bornir eru’ út, sem barnið, er fær ekki að lifa. Þótt hylli þú. æsku-land, elli I dag með aldanna víggirtu lögum, sem vernda aðeins örfárra auðmanna hag frá einveldis þrælkunar dögum, mun fram undan bíða þín fegurri tlð með frjálsari svip yfir torgum, sem reisir úr ösku þann ölmusulýð, er ættlerast sveitum og borgum. Og þá vildi eg lifa og leika með þér, og læra að nýju þín fræði, er mannýgðin hörfar en mannúðin fer með miskunnar hönd um þín gæði. Því þú átt það flest. sem til fagnaðar veit, og fegurstu góðlöndin prýða, og verður ein mætasta mannanna sveit, og móðirin farsælla lýða. Þ. Þ. Þ. Minni Vestur-íslendinga Flutt á fslendingadeginum í Winnipeg 8. ágúst 1931. i I. f ( •* V I Þú vestræna, ísienzka æska, að yrkja þér hátíðabrag er hvorttveggja: vegur og vandi. — Á vogina stígurðu’ í dag. Og hver veit það hvemig þú mælist og hvernig þú vaxtar þitt pund? En réttlætið heimtar þér ráðin. — Þú ræður frá þessari stund. Já, vestræna, íslenzka æska, í alvöru: hefir þig dreymt um framtíð, og heitara hjarta, sem hún á í brjósti sér geymt? 1 fymdinni faðir þinn horfði á framtíð, og öreigi var, og móðir þín hugrökk við hlið ‘hans á handleggnum drenginn sinn bar. í basli þau hrúguðu’ upp hreysi og hræddust ei komandi stund, því hann átti hugrekki Snorra og hún átti Bergþóru lund. Og hann átti hendur og vilja, og hún átti sjálfsfórn og trýgð; og svo þessa allsleysis allsnægð. sem einkennir landnemans bygð. Með eining og ákveðnum vilja frá ósigri “bifröst’’ er gjörð til sigurs, þótt himnarnir hrynji og helvíti flæði’ yfir jörð. Já, vestræna, íslenzka æska, við arfinum tekurðu’ i dag. En hefirðu vit til að vaxta’ ‘hann og vilja og skilning og lag? Og hefir þig dreymt um þá daga með daglega vaxandi trú, er fjöldinn til framsóknar keppir að fremst yrðf í röðinni þú? / Þig margblessa móðir og faSir, hvort mætir þér líf eða hel, því, vestræna, íslenzka æska: Talc arfinn — og njóttu hans vel. Sig. Júl. JóhannesMn. 4 ■r rt i

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.