Heimskringla - 12.08.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.08.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINLA WilNNIPEG 12. ÁGÚST 1931 I ^cimskringla StofnnB lStt) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: the viking press. ltd. IJJ 00 655 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 VerB blaðsins er $3.00 Argangurinn borglst fyrlrfram. Allar borganir sendlst THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Otanáskrift til blaBsint: Manager THE VIKING PRESS LTD.. «53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Vtaniskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A œ., Winnipeg. '*Helmskringla'’ is pubUshed by and printed by The Viking Press Ltd. 153-655 Smrgent Avenue, Winnipeg, Man. Tslephone: 89 994 WINNIPEG 12. ÁGÚST 1931 MINNI CANADA. Flutt að Hnausum 3. ágúst 1931. af séra R. E. Kvaran. Islendingar hafa mælt fyrir minni Can- ada og hlustað á mál fyrir minni Can- ada í 50 ár að segja. Líkindi eru til þess, að þeir haldi því áfram í 150 ár í við- hót, eða jafnlengi og siður verður að halda ræður fyrir minnum landa. Ef vér gætum hugsað oss landið hafa eyru- og það mætti hlusta á þessar minn- isræður allar, þá væru eyru þess ekkert í ætt við mannseyru, ef því hefði ekki þótt megnið af minnunum sætur ómur. tslendingar hafa, eins og aðrar þjóðir, sem hingað hafa fluzt búferlum, borið innilegt og hræsnislaust lof á hið nýja iand sitt, og flestúm þykir lofið sætt, Ný lönd eru lofuð meira en gömul, því að þegar þjóð er orðin samgróin landi sínu, þá hefir hún minni tilhneigingu til að fullvissa sjálfa sig og aðra um á- gæti þess. Hún ann því á þann hátt, að engin þörf er um það að vitna. Vér get- um því gengið að því vísu, að minnum vorum fyrir þessu landi fer fækkandi að sama skapi, sem nánara verður samband- ið milli manna og landsins. Þau tengsl taka að sjálfsögðu nokkurn tíma. Þjóð, sem komin er að, verður að skjóta rót- um sínum djúpt í jörð niður, áður en hún getur talist gróður og afsprengi hinnar nýju moldar. Þótt eg hafi dvalið í þessu landi skem- ur en flest yðar- þá vill svo til, að eg er orðin eins kunnur íslenzkum ræðum fyr- ir minni Canada, eins og allur þorri þeirra, sem lengri hafa átt vistina í land- inu. Það hefir viljað svo til að eg hefi víða verið á mannamótum undanfarin ár, og eg hefi lesið eigi allfáar ræður, er birtar hafa verið áður en leið mín lá hingað. Og mér dylst ekki, að flestar þessar ræður, sem eg hefi hlýtt á eða lesið, bera þe«s merki, aö vér erum ný- græðingur í landinu. Margar þeirra hafa verið andríkar og sumar borið vott um djúpan fögnuð yfir því að eiga þetta land að heimkynni; en flestar hafa þær verið á þá leið, sem maður getur vart bugsað sór að jafnsnjöllum enskum, frakknesk- um eða þýzkum ræðumönnum mundi farast orð um England, Frakkland eða Þýzkaland. Þeir hafa lýst aðdáun sinni á iandinu frekar á þá lund, að mint hefir á Jósúa, sem komist hafi inn í landið fyr- irheitna, eða Þórólf, sem sá smjör drjúpa af hverju strái á nafnkendri eyju úti í Atlantshafi. Ræður vorar fyrir Canada hafa verið að langmestu leyti um land nægtanna, land hinna ríkulegu gjafa. Eg held að það sé ómaksins vert fyrir oss að veita þessu athygli. Því að þójt þeíta sé í fylsta máta eðlilegt og skilj- anlegt, þá er það sannfæring mín, að þá fyrst er það merki þess. að upp sé sprottin ný þjóð á þessum hluta hnatt- arins, er tal íbúanna f sambandi *við land sitt hefir súnist að öðrum efnum. Enginn Englendingur mundi ræða sér- staklega um kolanámur eða önnur jarð- ar- auðæfi, er hann mintist ættjarðar sinnar í ræðu. Uppgrip stáls og dýrra , málma yrði ekki umtalsefni Þjóðverjans. er hann vildi hylla landifí, sem hann ann mest. En vér hyllum flestir þetta land með því að telja upp ágæti akranna, björg fiskivatnanna og eldiviðinp úr skóg- umim. Nú er það svo sem sjálfsagt og satt, áð undirstaða alls mannlegs lífs er sú björg, sem löndin gefa því til viðhalds. Fyrir þá sök eru náttúruauðæfi ekki ein- göngu mikilsvert, heldur og hugnæmt í- hugunarefni. En það er sífeldlega að koma betur og betur í Ijós, að náttúra því nær hvers lands er svo örlát á gjaf- ir, að þjóðir þurfa ekki að hafa sérstak- ar áhyggjur út af því, að þær gjafir þrjóti. Það er alkunnugt, að þrátt fyrir helmingi fleira fólk í flestum menning- arlöndum en var fyrir einni öld, þá er margfaldur auður á hvért mannsbarn. Það er líka kunnugt, að þess eru ekki fá dæmi, að þar líður fólki verst, sem einna mestar eru auðlindir náttúrunnar. Það er sagt um Rúmeníu, að það land hafi flest það að bjóða, sem eitt land megi veita, Þar eru frjósöm lönd. ómetanleg auðæfi málma, og vellandi olían upp úr jörð- inni. Samt er þar lifað lítt bærilegu lífi, bændur og búalið í áþján, verkalýður í eymd, vextir af fé 20—30 af hundraði, en almenn mannréttindi að vettugi virt. Fullar kornhlöður tveggja heimsálfa, samfara hungri og eymd, ber þess merki, að mannvitinu má ekki eingöngu beina í þá átt, að afla nægta úr skauti náttúr- unnar, svo mikilsvert sem það þó er. Sú uppgötvun, að benda á farsæla leið, og sá dlugnaður og sá drengskapur, sem til þess þarf að fara þá leið, er leysti vitur- lega úr atvinnumálum þessa lands í dag, væri meira virði en þótt ríkustu gull- námur uppgötvuðust undir fótum vorum hér við vatnið. Því að þegar til kemur, þá er hróður eins lands ekki fólginn í náttúrugæðum þess, heldur í þeim gróðri mannlífsins, sem í landinu fær vaxið. En hver eru skilyrðin fyrir því- að upp megi vaxa á einum stað vegleg grein á meiði mannh'fsins? Og hefir Canada eitthvað af þeim skilyrðum? Spurningarnar eru umfangsmeiri en svo, að þeim verði svarað hér á fáum mínútum. En hitt má rifja upp, hvað fyrst kemur í hugann, er hann reikar á þessum sviðufn. í merkilegri bók eftir amerískan kenni- mann, sem rituð var laust fyrir aldamót- in 1900, getur höfundurinn þess, að menn- irnir séu á svo hraðra ferð til farsældar og gæfu, að hann harmar það, að hann skyldi ekki sjálfur hafa fæðst lítið eitt seinna. Honum finst það mest hugsanleg gæfa. ef hann hefði fengið að ganga út í lífið eins og tuttugu árum síðar. “Eftir tuttugu ár,’’ segir hann, “verða mennirnir komnir svo vel á veg, að engum þjóðum dettur ófriður framar í hug, fátæktin verð ur um það leyti að hverfa, og menn geta farið að beina kröftum sínum að þeim viðfangsefnum, sem auðga anda þeirra og efla sál þeirra.’’ Þessi tuttugu ár voru tæplega liðin, þegar yfir heiminn skall sú mesta hörmung, sem komið hefir yfir síð- ustu kynslóðir. í stað hins varanlega frið- ar, kom heimsófriður; í stað afnáms fá- tæktar. kom basl og bágindi í flestum fremstiu löndum heimsins. Draumurinn um farsældina var sýnilega fjarlægari en nokkurn grunaði. En hafi nokkuð lærst af seinustu tveimur áratugum, þá er það, að engin farsæld þjóða er hugsanleg fyr en girt er fyrir hætturnar af ófriði. Frið- airinn er fyrsta skilyrðið fyrir því að hér í Canada, eins og annarsstaðar á hnettin- um, fái vaxið upp gæfusamar og mikil- hæfar kynslóðir. En hættan við ófrið er langsamlega miklu nær, en flesta virðist gruna. Eins og öllum er kunnugt, eru ekki nema fáir dagar síðan stjórnmála- menn úr öllum áttum heims hröðuðu sér til London til þess að reyna að girða fyrir, að heimsbál logaði upp af'fjár- hagsörðugleikum Þjóðverja. Og trygging fyrir friði fæst aldrei fyr en menn hafa lært, að engin þjóð getur verið annari óháð; farsæld eins er farsæld allra, og hörmungar einnrar þjóðar verða nagl- arnir í kross annarar þjóðar. Þetta ætti að vera fyrsta lexían í skólum barna vorra og síðasta hugsunin, er æðstu námsstofnanir vorar senda nemendlur sína með út í lífið. Annað frumskilyrði gæfunnar í Canada er verndun velviljans milli þjóðbrotanna í landinu. í þessu efni hefir Canada skilyrði til þess að hjálpa heiminum um mikilsvert fordæmi. Þegar Dandurant. forsefci senatsins, var gerður að formanni fyrir nefnd þeirri, er þjóðbandalagið setti á stofn, sem fjalla átti um réttindi minnihkita-þjóðflokka í Norðurálfunni, þá var á það bent, áð enginn væri betur til slíks fallinn en franskur Canadamað- «r, því að hann beyrði til minnihluta- þjóðflokk í landi sín«, sem yndi hag sín- um ágætlega. þrátt fyrir að hann væri í minnihluta. Sambúðin við Frakka hefir gengið vel, og er landinu til sóma, og hefir sýnt ótvírætt, að ólíkir kynstofnar geta búið í sama landinu og farið prýði- lega á. En samt er því ekki að^leyna, að enn ber á þeirri svívirðu, að sérstakir þjóðflokkar í landinu telja sig geta nefnt aðra borgara landsins “útlendinga" og með því gefa í skyn, að þeir eigi meiri rétt til landsins en þessir nýrri íbúar. íslendingai* hafa ekki orðið mikið fyrir þessu á síðari árum, en það ætti ekki að draga neitt úr samúð með þeim mönn um, sem enn verða þessu að sæta. Allir borgarar þessa lands eiga þetta land, hvaðan sem þeir eru komnir af hnettin- um, og þeir, sem ala með sér óvild til enstakra mannflokka, súpa seiðið af sinni eigin óvild áður en lýkur. En svo mikilsverð sem bæði þessi at- riði eru fyrir framtíð þessa lands, þá er þó, ef unt er, enn meira um það vert, að fyrir því sé séð, að engar sérstakar stéttir fái notið h'fsins á kostnað annara stétta eða manna. Eins og eg gat um í lupphafi máls míns, þá höfum vér og aðrir íbúar landsins fagnað því. að búa í landi, sem hefir því nær ótæmandi nátt- úruauð. En stærð landsins, ríkidæmi og jafnvel atorka kemur að litlu sem engu haldi, ef ekki tekst að ráða þá gátu að sporna við því, að ógnir hörmunganna svífi yfir lífi mikils hluta þjóðarinnar. En undir því skýi búum vér nú. Hörm- ungar atvinnuleysisins eru átakanlegri en flestar aðrar hliðar ógæfunnar. ólán, sem unt er að berjast við, ganga á hólm við, sigra eða bíða ósigur fyrir, er ekki óbærlegt; en ólán aðgerðaleysisins sýgur merginn úr mannsbrjóstinu, drepur nið- ur sjálfsvirðinguna og fyllir sálina æðru og biturleik. Maður, sem þráir vinnú, en fær hana ekki, er ólánsamasta veran á jörðinni. Þeim verum skiftir nú tugum þúsunda í löndum hvítra þjóða. Og þetta land hefir því miður sinn skerf af þeim. Þetta er ekki staður né stund til þess að ræða um stjórnmál Canada. En eng- inn getur hugsað um framtíð landsins og engar óskir um framtíð þess fá ræzt, nema sífeldlega sé höfð á því augun, að gæfa þess er undir því komin, að rétt- læti og mannúð ríki í öllum störfum hins opinbera lífs. Miljónir manna hafa komið hingað til lands fyrir þá sök, að þeir hafa ekki getað unað við ranglæti og ómannúðlega stéttaskipun eldri landa, sem þeir.eru komnir frá og rekja ætt sína til. Nú er bersýnilega að koma að þeim tíma. er úr því verður skorið, hvort farið skuli að öllu leyti í sama farið, sem aðrir hafa lengi notað, en nú er að reyn- ast því nær ófært. óskir vorar um gæfu Canada hljóta að mætast í þerri von, að íbúamir finni atvinnumálum sínum farveg, þar sem saman fer dáðríkt líf og mannúð og skilningur á högum þeirra, sem erfðasta eiga að stöðuna. Þrátt fyrir alt, sem hugsað hefir verið, sagt og skrifað um þjóðfélagsmál, þá væri fásinna að halda þvf fram, að nokk- ur geti bent á leðina sem beinast liggi að þessu marki. En eitt er víst: Ekkert leysir gátuna nema þekking og mentun. Þekking og mentun hefir valdið öllum byltingum, sem orðið hafa og stefnt hafa til góðs á tímnm síðari kynslóða. Fyrir þá sök er það að afturhaldssamir menn, er engu una nema óbreytileikan- um, hafa ávalt haft ímugust á mentun. Þeir sáu enga ástæðu til þess að kvenfólk fengi fræðslu, þegar það tók fyrst að gera alvarlegar kröfur um rúm og sæmi- lega aðstöðu á leikvangi lífsins. Þessir sömu menn hafa ávalt látið sig alþýðú- mentun litlu skifta. Þeim var kunnugt um að þekking er vald til breytinga. En vér erum að fá nýjan skilning á hinu forna djúpvitra spakmæli, að ef menn leifcuðu fyrst andlegra verðmæta, þá muni þeim veitast alt annað að 'auki. Þær þjóðir, sem fyrst og fremst leita að auðga anda sinn, beita mest afli sínu á viðfangsefni hugsanalífsins, hafa mest skilyrði til þess að ráða fram úr almenn- um viðfangsefnum hins ytra athafnalífs. Þetta eru að minni hyggju höfuðskil- ryðin fyrir gæfusamri framtið þessa lands: friðarhugsjónin út á við. friðar- bugurinn inn á við, viðleitnin til mann- úðar og réttlætis f löggjöf og trúin á mentun mannanna. Styðjum vér að þessum hugsjónum þá erum vér þessu landi góðir synir. f • 'j ■ ■'' • > . ‘ : : RÆÐA FYRIR MINNI ÍSLANDS A íslendingadegi að Hnausum 3. ágúst 1931. Herra forseti, heiðruðu sam- komugestir! Það mætti ætla, að það væri létt verk að þessu sinni að mæla fyrir minni íslands — að nýafstaðinni 1000 ára minn- ingar hátíð Alþingis — á þús- undasta og fyrsta afmælisdegi þjóðarinnar. Flest allir hafa nú loks heyrt landsins getið og vita að það er til, þó ekki sé þar með séð, að þeir allir viti, greinilega. hvar það liggur. Með fregnunum af hátíða- höldunum á síðastliðnu sumri hefir hróður ísiands flogið út um allann heim, svo að þess hefir áreiðanlega aldrei verið jafn víða getið. né jafn virðu- lega sem á þesspm eins árs fresti sem liðinn er frá hátíða- haldinu. Þessi sérstaki atburð- ur í sögu þess, hefir þótt svo einstakur í sögu Vesturlanda að hann hefir vakið athygli á því jafnt meðal skyldra sem vandalausra þjóða, og gert það að umtalsefni í ræðum og rit- um út um víða veröld. Yfir þessu megum vér ís- lendingar fagna, innilega og jafnframt alvarlega, því eigi gerir það oss auðveldara hér eftir en hingað til, að minnast lands vors, svo að verðugu sé, né svo að eigi dragi úr orðstír þeim sem það hefir öðlast. Það er ætíð svo hætt við, að frægð- arorðið falli í gleymsku, hvort heldur að um einstaklinga eða heilar þjóðir er að ræða, ef ekkert verður framhald frægð- ar- og frama-verkanna. Lengst allra orða, mun það sannast verða, að “þess verður getið sem gert er”, en síður hins, sem aldrei komst í framkvæmd, en sat við óskirnar einar og ætl- anirnar. Mun það hrökkva skamt til þess að halda uppi orðstír þjóðarinnar, þegar yfir það fyrnist sem liðið er. Ósk- irnar og ætlanirnar geta verið góðar, og er sízt að lasta það, “að maðurinn hugsi gott í hjarta sínu’’, en ekki er það einhlítt. Að vísu má segja- að segja megi frá ætlununum og von- unum og hlíti það þó til ein- hvers, — það megi færa þær fram sem orðinn hlut — semja af þeim sögu, telja þær til frama og ávinnings, því það hafi áður verið gert. Jú, en ekki vor á meðal. Það er svo létt að grafast fyrir það sem gerist í fámenni og komast að raun um hvað það hefir verið. Öðru máli er að gegna í fjöl- menninu. Þar ná ýkjur og öfgaburður á svipstundu til að torkenna sig og varpa yfir sig slæðum veruleikans, ganga um Ijósum logum og villa um heimildir á sér. En þetta tekst þeim ekki, þessi þst bregzt þeim á meðal smáþjóðanna. Þjóðfélögin verða að vera stór eða að minsta kosti afar fjöl- menn til þess. Þá má þetta takast, enda munu þau rök til þess liggja að allar hinar mann fleiri þjóðir hafa eignast og eiga tvennskonar sögu. önn- ur sagan gerist en hin gerist ekki. Önnur sagan segir frá því sem fram hefir komið, orð- ið að veruleika, er sönn, en hin, frá því sem átt hefir að vera, ætlast var til, hefði farið sem beztá. að orðið hefði, en ekki varð. Hún er áferðarslétt- ari en hin, að mun skemtilegri, — listrænni ætla eg að það sé nefnt, hún er hreinn tilbúning- ur. skáldskapur frá upphafi til enda, —■' lýgisaga. Lýgisaga þjóðanna allflestra er fremri hinni sönnu sögu. Það er meira til hennar vand- að, höfundarnir frjálsari. Þeir eru “lausir við líkamsböndin’’ og geta/ svifið ofar og neðar en hinir, sem fjötraðir eru veru- leikanum. Enda er hún vinsæl. Bún er barnabókin ‘Sólskin’’ alþýðubókin, heimildarriiið fyrir stjórnmálaskoðunum, blaðarit- gerðum og þegnhollustu al- mennast skilið. Helgi og hefð hefir hún á sér meiri en hin, svo að ekkert má úr henni fella, engu breyta, en inn 1 hana má auka því sem þurfa þykir og skoðanir þjóðarinnar krefja. Al- menningur lætur ekki hrófla við henni, hann þakkar fyrir að fara að læra að nýju til, höfuð- sannindin sem hann er búinn að læra, og þó eitthvað sé við þau að athuga, gagna þau honum alt eins vel og þó réttari væri,. ef ekki betur. ” Slíkar sögur eru kjörgripir. Þegar hróður, hinnar siönnu sögu dvínar eru heimildaskiftin handhæg. En algerlega siíka sögu getur ísland ekki eignast,, það gerir fámennið. Þó á það tvennskonar sögu, eins og stór- þjóðirnar. En lýgisaga íslands er minniháttar sagan. Hún stendur mjög að baki hinni sönnu siögu. Skortir það þó sízt á að víða hefir verið viðað að til hennar og nóg er það safn orðið að vöxtunum til, til þess að eitthvað hefði mátt úr því smíða. En það hefir ekki tek- ist, og er líklega fleiru um að kenna en fámenninu. Sumar orsakirnar, að minsta kosti, sem einhvern þátt eiga í þess- um vanhöldum má rekja til fornaldarinnar. Fellur grunur- inn þá fyrst á hina fornu sagn- fræðinga vora. er anu verk sín of vel og af of mikilli sam- vizkusemi. Þeir voru of hlið- hollir sannleikanum, rituðu af ofmikilli snild til þess að önn- ur saga og fegurri yrði samin, þó sækja mætti efnið út fyrir veruleikann. Það er með verk þeirra eins og fjöllin á íslandi, að eftir þeim verður ekki líkt, þau eru of tignarleg til þess. Þó húsameistarar “ríkisins” fylgist allir að, tefli á móti þeim allri kunnáttu sinni, megi sækja alt efni út fyrir landið — út til menningarlandanna í Norður- álfunni — þurfi ekki að nota eitt sandkorn eða eina spítu frá Ameríku, fá þeir ekkert bygt er tekur fram holtunum eða hæðunum, hvað þá því sem hærra er og stærra. Eg hefi hugsað mér að halda mig við þessa sögu landsins, í því sem eg hefi að segja að þessu sinni; vík eg þá sízt frá venjunni. Því eins og þér vit- ið er saga þessi tíðast rakin þegar þjóðarinnar er getið og dregnir eru fram kostir henn- ar, við þá, er lítið þekkja til hennar. Saga þessi er ofin ýms- um þáttum er flestir stefna þó að sama marki. og sem sögur hinna þjóðanna er hún notuð sem alþýðu- og bama-bók, þó skýringarnar verði nokkuð með öðrum hætti, mest fyrir það að hún lætur ekki hið sama til Þær nota þessar sögur sfnar til þess að auka við hröður sinn út á við, til þess að festa þá trú, inná við, að þær séu hver í sínu lagi, ágætasta og réttlát,- asta þjóðin. Vér notum sög- una sem afsökun, fyrir væru- girni og framtaksleysi, ístöðu- og áhugaleysi. vilja- og skiln- ingsleysi og fyrir allskonar “leysi” ,af öllu tagi, er fram hefir komið hjá oss niður aldirnar. Vér notum hana til þess að færa sökina af sjálf- um oss og yfir á aðra, — á- byrgðina fyrir lífinu yfir á herðar erlendra þjóða. Með henni afsökum vér alla bresti vora, teljum þá eðlilega og óhjákvæmilega sökura þess að vér höfum búið við margra alda áþján og kúgun, frá hendl Norðmanna, Dana og nlöur til Tyrkjans í Algiers. Kúguninni lýsum vér svo átakanlega að meira hryllir við gunguskapn- um er lét bjóia sér annað eins

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.