Heimskringla - 12.08.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 12.08.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 12. ÁGÚST 1931 HEIMSKRINLA 3. BLíAÐSÍÐA göngumenn, hver á sínu sviði bókmentanna, og að sumu leyti víðfrægir menn. Allir vöktu þeir landa sína og raunar öll Norðurlönd til nýs lífs og nýs skilnings á sjálfum sér og öðr- um. Allir reyndu þeir að færa út veraldleg og andleg landa- mæri lands síns og þjóðar. Það var ekki síst áliti þeirra og á- hrifum að þakka að Danir náðu aftur Norður-Slésvík í ó- friðarlokin síðustu. En enn miklu meiri varð þá vegur Dan- merkur fyrir andiega starfsemi þeirra. Nú virðist mér sem vegur Danmerkur hafi. aftur minkað að þeim látnum. Troels Lunds hefi eg þegar minst í smáriti ein, sem dansk- íslenzka félagið gaf út hér á árunum, Georgs Brandes í grein í “Iðunni” (1921—22). En nú er að minnast þess mannsins. sem eg átti persónu- lega mest upp að unna, kenn- ara míns um mörg ár, pró- fessors Haralds Höffdings, og er mér þó mjög markaður bás í Lesbókinni til þessa. — Harald Höffdings var fæddur í Kaupmannahöfn þ. 11. mars 1843 og skorti því rétta tvo vetur í nírætt, er hann lést, þ. 2. júlí s.l. Var hann af góð- um kaupmannaættum kominn, hlaut ágætt uppeldi, þannig að hanln þegar á stúdentsárum sínum las gríska og latnésku höfunda sér til gagns og skemt- unar. LTm eitt skeið var hann samkennari Björns M. Olsens við Borgerdydskólann í Khöfn og hrósaði mjög gáfum hans og atgervi. Höffding ætlaði sér að verða guðfræðingur og lauk háskóla- prófi í þeim fræðum. En mjög snemma varð hugur hans eins og tvíbentur milli heimspeki og trúar og átti hann lengi í hugarstríði við sjálfan sig um það, hvora leiðina hann ætti heldur að stefna. Á öðru leitinu var Sören Kirkegaard með hin- ar hörðu og óbilgjörnu trúar- kröfur sínar, en á hinu leitinu hin nýrri frjálshuga heimspeki, sem hann þá óðum var að kynnast. Að lokum afréð hann að helga sig heimspekinni og frjálsum rannsóknum einvörð- ungu og með riti sínu: Den antikke Opffateise af den menn. eskelige Vill'e (1870) komst hann að háskólanum sem einka dócent..—Ekki varð hann þó pró fessor þar fyr en 1883. en frá þeim tíma og fram til 1915 var hann aðalkennari í heimspeki. Sóttu flestir af hinum yngri mentamönnum fyrirlestra hans og nálega allir ísl. stúdentar, er þar voru við nám, alt þang- að til hann lét af starfi sínu fyrir fult og alt. Fyrstu fyrirlestrarnir, sem hann flutti við háskólann, ræddu um hina nýrri heimspeki á Þýskalandi og Englandi (frá Kant fram til Stuarts Mills). En svo tók hann haustið 1874 að flytja fyrirlestra um helstu viðfangsefni heimspekinnar. Var þetta einskonar inngangur að öllum hinum síðari störf- um hans. Skifti hann viðfangs- efnunum niður í sálfræðileg. siðfræðileg, heimspekisöguleg, heimspekileg og trúarleg við- fangsefni, og þeirri áætlun, sem hann þar setti sér, fylgdi hann fram til hinnar síðustu stundar. Lagði hann einkum stund á hin sálfræðilegu og siðfræðilegu viðfangsefni á ár- unum 1875—87; frá 1887—^95 lagði hann mesta stund á heimspekisöguna; en frá 1895 —1910 fékkst hann einkum við trúarleg og heimspekileg efni, og eftir þann tíma fram til 1920 og þar yfir við ýms smærri efni úr heimspekisögu, sálar- fræði og siðfræði. Skal nú drepið á þetta hvort fyrir sig nokkuru nánar. Höffding vann að sálarfræði sinn árin 1875—82 og kom hún út að haustinu það ár. Þótti þetta merkilegt rit, þegar það kom út, og þykir raunar enn. Sálarfræði bygð á raun- verulegum athugunum, á ram- vísindalegum grundvelli, þótti nýung þá og ekki síst á Norð- urlöndum. Hefir hún nú kom- ið út 6 sinnum, það eg veit, aukin og endurbætt, og verið snúið á 7 heimsmál. Sjálfur las ieg prófarkir af 5. útgáfu og má því heita all kunnugur henni; en ekki gat eg þá frek- þér sem n otiS T I M BUR KAUPTÐ AF The Empire Sash & Door Co, Ltd. BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. Bfts' A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largesr. Prívate Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. I In; twenty-one years, since the founding of the “Suc- cess” Business College of Winnpeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Success” train- ing is significant, because the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843 ar heldur en nú orðið höf. algerlega sammála um ýmis aðalatriði hennar. Ágætlega lýsir Höffding því, hvernig meðvitundin rennur ým ist smám saman eða alt í einu upp úr meðvitundarleysinu. Gerir hann ráð fyrir einhverju, er svipi til meðvitundar, og nú er farið að nefna “undirvitund”, niðri undir skör vitundarinnar. En ekki getur hann frekar .en aðrir gert nánari grein fyrir. hvað verði þess valdandi, að eitthvað birtist fyrir hugskots- sjónum manns. Mún það lengst af þyngsta ráðgátan. Þó hefi eg leyft mér að benda á, að líkt og sjónmyndir myndist á sjónhimnu vorri, þegar vér horfum á eitthvað, kunni eins- konar “innrit" að myndast í heilafrumum vorum, jafnóðum og vér skynjum, og vakni þau aftur til starfs og meðvitundar, er vér rifjum eitthvað upp fyr- ir oss, að einhverju eða öllu leyti. Aðaleinkenni sálarlífs vors telur Höffding samhæfingar- starfið (den syntetiske Virkso- hed) og svipar honum þar til Kants. En samhæfingin á að lýsa sér í því, að hugur vor ( skynjum, endurminningu og hugsun taki saman og búi til meira eða minna samfeldar heildir úr ýmsum dreifðum og oft gagnólíkum atriðum, er berast oss utan að í skynjan vorri. Þótt óeitanlega beri mjög mikið á þessu samhæfingar- starfi í allri hugsun vorri. leyfði eg mér við útkomu 5. útg. að andmæla því, að það ætti sér stað í skynjaninni; þar væri frekar um ósjálfráð- an samruna að ræða, og skyn- myndirnar bærust oss oft frá því fyrsta í heilu líki, óljósar að vísu í fyrstu, en síðan æ greinilegri og greininlegri. Lít- ur nú út fyrir, að nýjasta stefna í sálarfræði- hin svonefnda Gestalt-Psycholog'e Þjóðverja, sé einmitt að hallast á þessa sveifina. Hún heldur því fram að skynjanir vorar rísi eins og lágmyndir (Reliefs) í heilu líki á baksviði tíma og rúms. Margt merkilegt mætti til- færa úr sálarfræði Höffdings, svo sem það, hvað alt sé hvað öðru afstætt, en hér er ekki rúm tl þess. Það er þó til marks um ágæti þessarar bók- ar, að þótt nú sé liðinn meira 'en háífur mansaldur, saðan höf. lét af starfi, er hún enn notuð af tveim prófessorum háskól- ans, enda mun hún jafnan verða talin merkilegur bauta- steinn sinna tíma. þó samhentra og samúðarríkra einstaklinga, er ynnu að sam- eiginlegri heill allra og gerðu skyldu sína í hvívetna. Á árunum 1887—92 vann Höffding að Sögu hinnar nýrri heimspeki (Den nyere Filosofis Historie) frá endurreisnartíma- bilinu fram til vorra daga. Er þetta mikið verk í 2 bindum og hefir hlotið viðurkenningu ým- issa sérfræðinga fyrir óhlut- drægni sína og víðsýni. En það eru kostir, sem auðkenna ein- att rithöfunda smærri þjóða. að þeir hafa oft aflað sér bæði viðtækara yfirlits yfir bók- nlentir stórþjóðanna og ííta óvilhallari augum á menn og málefnni en sjálfir rithöfundar stórþjóðanna, sem oft lesa ekki nema sitt eigið mál og finst auðvitað alt mest og best hjá sinni eigin þjóð. Sjálfur leit Höffding á beimspekisö'guna sem einskonar samræðu mis- munandi aðilja á ýmsum tím- um um helstu vandamál mann- kynsins. Mætti því margt af henni læra bæði um mismun- andi sjónarmið og mismunandi útlausnir þeirra vandamála, ‘er þar kæmu til álita. af því að hann, hinn síleitandi andi var sér þess fyllilega með- vitandi, að hann með . sinni heimspeki væri hvergi nærri kominn á leiðarenda. Enn er ósögð sagan um það, sem eg áleit þessa manns mestu prýði, en það var krafan, sem hann sífelt gerði þæði til sjálfs sín og annara, krafan um and- legan heiðarleik (intellekuel Redelighted). Menn ættu aldrei að látast vita meira en þeir vissu; þeir ættu aldrei að draga hvorki honum sjálfum en af bókum hans; hann.væri eins og and- legur faðir okkar allra. Feginn vildi eg geta heiðrað minningu þessa skrumlausa göfuga manns, þegar nú líkams leifar hans verða bornar til hinstu hvíldar. En mig brestur bæði orðin og máttinn til þessa. Því er þögnin best. Ekki nenni eg að fara að telja upp öll þau sæmdarmerki. er þessum manni hafa hlotnast um æfina, — en það get eg sagt að síðustu, og með full- . , * , sanni, að Höffding hefir á sjalfa sig ne aðra á talar með i. „ - . . . , . , * . , | hmm longu vegferð sinni jafn- mnantomum orðum eða logn- ___,,, . . , J’ . ■an venð framarla í flokk um likmgum um það, sem þeir ________ þeirrar heiðursfylkmgar, er vér vissu ekkert um. Þeir ættu að vita það, aðenginn hefði! • höndlað allan sannleíkann. i nefnum framherja mannkyns- ins í leitinni að ljósi og sann- leika. -Mbl. Endurminningar Eftir Fr. Guðmundsson. Á árunum 1882—87 reit Höffding Siðfræði (Etik). Mun það rit hafa haft einna mest áhrif á hugi samlanda hans í siðferðis- og þjóðfélagsmálum. Ekki hyggur Höffding, að unt sé að semja siðfræði, sem allir viðurkenni, því að svo margt sé sinnið sem skinnið og ekki sé það sama af öllum heimtandi, enda misjöfn við- leitni manna, alt frá augnabliks- nautnum og umhugsun um eiginhagsmuni upp í ósérplægið, æfilangt starf, að annara og jafnvel almannaheill. Er þetta að vísu rétt; en eg hygg þó, að hér sé aðeins um mismun- andi stig siðferðilegs þroska að ræða, og að það sé heimtandi af hverjum manni, enda honum sjálfum fyrir bestu að hann meti heill heildarinnar meir en sína eigin velferð. Höffding hallast sjálfur að hinni svonefndu velferðar- og mannuðarstefnu í siðfræðinni, og er hún í því fólgin, að hver einstaklingur, karl jafnt sem kona, eigi að ná sem mestum siðfræðilegum og andlegum þroska, og að eigi megi fara með nokkurn mann sem þræl eða verkfæri í þágu annara. — Vakti fyrir honum svipuð hug- sjón og fyrir Kant, að mann- kynið myndaði að síðustu skipulagða heild sjálfstæðra. en Þá er komið að þeim þætt- inum í ritferli Höffdings, er snertir ' viðkvæmustu hugðar- efni manna trú þeirra og heims- skoðun. Hefir hann ritað um þetta tvö stór rit, annað, er nefnist Trúspeki (Religionsfil- osofi, 1901), og hitt, er nefnist Mannleg hugsun (Den menn- eskelige Tanke. 1910). Eg hafði vænst þess og von- að, er Trúspeki Höffdings konú út, að þar myndi hann leggja einna mest af mörkum, því að þann eldinn, er að trúmálun- um stiýr hafði hann vaðið heitastan í æsku. Og að vísu er þetta stórmerkilegt rit, mannúðlegt, frjálslynt og fult af skilningi; lýkur þ\d með lof- gerð til lífsins og þeirra dá- samlegu afla, er í mannssál- inni felast. Og víst er sú við- leitni eftirtektarverð, er höf. þykist finna í flestum trúar- brögðum. Hyggur hann, að trú manna yfirleitt sé sprottin af óskinni um viðhald gæðanna bæði þessa heims og annars. Nefnir hann þetta: “Loven om Værdiens Bestaaen’’, og er sú hugsun í fyrstu komin frá Hegel, (sbr. Fil. Hist., II., bls 162). En hér finst mér ekki nógu ríkt að orðið kveðið. Menn óska sér ekki einungis tímanlegs. heldur og eilífs lífs: ekki að eins veraldlegrar ham- ingju, heldur og himneskrar sælu o. s. frv. Hér er því ekki einungis um viðhald, heldur os' aukningu allra gæða að ræða enda samsvarar það betur þeirri almennu tilhneigingn manna, að mikið vill jafnan meira. Eg hefði því kosið að láta lögmálið heita: Loven orn Værdiens Bestaaen og Beri- gelse. í “Den menneskelige Tanke’ sem er einskonar yfirlit yfir helstu viðfangsefni heimspek innar og það, hvaða tökum bæði höf. og aðrir liafi tekið þeim. virðist mér kenna nokkurrar þreytu og þess, s>em aldur- hnignum mönnum hættir við, að endurtaka það, sem þeir áður hafa margsagt (sbr. t. d. Filosof'ske Problemer, 1902). Og hræddur er eg um, að skorður þær, sem mannsand- anum eru reistar í riti þessu, verði ekki langæjar. Öll lög- mál 19. aldar spekinnar leika eins og menn vita, nú orðið á reiðiskjálfi. Nýir og nýir heim- ar hafa lokist upp fyrr oss síð- ustu 20 árin, og ný sjónar- mið, sem útheimta ný lögmál og ný skilningstæki, eru nú fyrir stafni. Það er þ\d hætt Sjálfur þóttist hann ekki hafa orðið fengsæll á þá vöru um æfina. Þó var honum unun að því að halda sannleiksleit- inni áfram, skygnast eftir nýj- um og nýjum sannindum. Og þetta gerði hann til sinnar hinstu stundar. Þegar eg heim- Seinna um sumarið sótti eg sótti hann á heiðurssetri hans (um inntöku á Möðruvallaskóí- fvrir réttum tveimur árum,; ann Qg annar piltur af Hóls- hélt eg, að hann, vel hálfníræð- fjöllum, frændi minn og nafni ur maðurinn, hefð ekki lesið Friðrik Jónsson á Víðirhóli. nokkur nýjustu ritin, er boða okkur var á sínum tíma tilkynt gagngerða breytingu á heims- það að við værum velkomnir í skoðun vorri. En þar kom eg skólann, og að hann byrjaðí ekki að tómum kofa; hann fyrsta Október. 27 september hafði lesið þau öll og benti jögðum við af stað í góðu veðri mér á fleirf af sama tæi. En frá heimili foreldra minna) þetta gerði það að verkum, að höfðum þó orðið seint fyrir) hann vildi aldrei fullyrða neitt því margt þarf að muna og endanlegt um dýpstu og við-1 alt vel að vanda þegar svona kvæmustu málin. “Vi faar se”, J á lengi að vera fjarv€rndi. sagði hann og brosti. Eyja- Kunningja áttum við í Og þó var hann trúaður mað- flrði) Benedikt póst Jóhannes- ur á sína vísu. Hann truði á gori) (en hann er nýjega dáinn sigur mannsandans, þrátt fyrir { Winnipeg). paðir‘minn hafði eða einmitt fyrir alt það mót- gkrifað hounm og beðið hann að læti og þó örðugleika. er menn- taka af sér 4 hesta til fóðurs irnir ættu við að etja, og væru um veturinn. Það var fengið að reyna að sigrast á. Hann Qg eg áffi að fara meg hestana trúði á hið svonefnda þriðja { foðrin. Hinsvegar hafði nafni ríki”. ríki mannúðarinnar. En minn 2 hesta, svo þetta var ekki þóttist hann vita, hvenær mikil yfjrreið þar sem við vor- það kæmi, né heldur, hvemig ur á ferð Pyrsti áfanginn var því yrði háttað, nema að eng- ákveðinn að Reykjahlíð við inn mætti vera þræll þar, en Mývatn, og .þar komum við allir sjálfstæðar persónur, er ekki fyr en { kolsvarta myrkri ynnu samhuga, en þó hver á um kvoldið pn okkur hrá held sinn hátt að sameignilegri vel- ur en ekki f hrún þegar við sá- ferð allra. um að tunið f Reykjahlíð var Heimspekingurinn Comte allf jöðrandi af hestum og hafði haldið því fram, að manns hver rúða í Reykjahlíðar bæ andinn hefð þegar runnið tvö Uppljðmað| af skærum ljósum skeið, en ætti eftir að renna að innanverðu frá. Allir voru þriðja skeiðið á enda, áður en vinir minir f Reykjahlíð svo hann næði verulegri fullkomn- gg afráð að komast eftir því, un. Fyrsta skeiðið, bernsku- hverf hærinn væri orðinn að skeiðið, sem fjöldinn raunai skínandi Aladdinshöll, eða þá enn væri á, væri skeið eðlis- að fronsk herfylking frá Paris bundinnar, blindrar trnar» ann- væri á leiðinni annaðhvort hlaut að skeiðið, æskuskeiðið, væi i það að vera gg náði f mann skeið ungæðislegrar gagnrvni fr0nsku talaði hann ekki því eg og heimspekillegs liugarflugs, skildi hanU) og á skautum var “n þriðja skeiðið, manndóms- hann ekki því hlaðið var auttf ^keiðið, sem menn nu \æi*u en hann var að Bý^ sár) þo 15 reyna að komast á, væri glepf hann þyí yið mig að þarna skeið hinna vísindalegu sann- stæði brúðkaupsveizla í allri inda og skipulagsbundinnar s-nni dýrð> Qg brúðgumarnir viðleitni til þess að tiyggja líf- voru tveir ekta Mývetningar, ið, fegra það og göfga. Þetta H,ernif og péflUr Kristofers- var það, sem Höffding trúði á og nefndi stundum “þriðja rík- ið.” En hann trúði ekki á neina “Nýkaþólsku”. eins og Comte. — Hann trúði því, að menn á sínum tíma myndu syni, nú í Argyle, en eg bað hann að koma því útúr sér hverjar væru brúöirnar, það væri þó meira um vert fyrir unga menn,. Brúðirnar þekti eg lítið, hafð önnur þeirra ver- skapa sér þá trú, sem hæfði i8 eitthvað hjá Bendikt sýslu- þeim. Besta trúin þangað til manni Sveinssyni; og var hann { væri að sínu viti trúin á lífið, veizlunni Við sleptum hest. sú trú og sú ástundun, að lifa unum okkar & túnig þessu lífi sem best og gofug-' allir aðrir og leituðum uppi mannlegast, enda væri það heyhlö8u þar gem farið gætl besti undirbúningurinn undir annað líf, ef manni ætti að hlotnast það. mest við máttum, því við viss- Leitin að hinum æðstu verð- um &g þag yrgj ag Qkkur leit_ mætum í Hfi, list og hugsun að> en vildum ekki vaka um var honum fyrir öllu. Og þótt nóttina. Við sváfum vel og honum auðnaðist ekki, frekar. wfcnuðum með afturbirtu en öðrum samtíðarmönnum1 næsfa morgun) þá var margt hans, að skygnast, hvað þá af veizlufólki farið> og aðrir yel um okkur yfir nóttina, og við flýttum okkur að öllu sem heldur að komast inn í hið, sofnaðir> enginn á flakki nema fyrirheitna land framtíðarinn- gamlar konur einar tvær eða ar, vildi hann feginn beina' þrjár gem voru að hagræða öðrum brautina þangað og krásarleifum. Hjálpuðum við benda þeim í áttina. Því varð þeim vel að þvf verki en þær við, að sumt af því, sem áður j hann bæði mér .og öðrum svo með góðu morgun. þótti óyggjandi, þyki nú ekki innilega góður og elskulegur kaffi lengur víst og satt. En þetta fræðari, og því sagði eg þegar t Þá fónum við út að ná hegf_ rýrir miklu síður gildi Höff- á fyrstu námsárum mínum, að dings og rita hans en annara- eg hefði lært miklu meira af um okkar, en þeir voru allir (Framh. & 7. síBu.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.