Heimskringla - 12.08.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.08.1931, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINLA WINNIPBG 12. ÁGÚST 1931 RobinfHood FIiCJUR Fyrir alla heimabökun >nsosoðoces<soscciQcsoeo<soecccosc<sososoeocoðoooooscsoe<x Veróníka. “Fellur þér hann í geð? Mér þykir svo vænt um það. Eg — eg vil vera eins og heldri kona að útliti — verða heldri kona, eins og eg á að verða. Það er leitt að sum- ir heima geta ekki séð mig. Hvað skyldi Lusan Parks í Cors Corners segja og upp- skafningurinn hún Goodwin á Court, er álít- ur að ekkert sé sér nógu gott. Eg vildi bara!” Hann kysti hana og dró hana’fastar að sér. “Og þú ert mjög hamingjusöm. Fanny? Það er gott. Og þér mun ekki finnast ein- manalegt að skömmum tíma liðnum. Eg verð að fara með þig hér umhverfis. Þú skalt fá að sjá London. — London að lokum og gleyma því liðna”. “Þessum óumræðilega leiðinlega liðna tíma”, mælti hún. “En það verður ekki létt. Eg fékk undir eins bréf frá móður minni”. Hún vafði si gfastar að honum. “Hún segir, að hún voni að mér líki vistin. Vistin! Hún veit lítið um, að eg hefi tvo þjóna til að þjóna mér!’’ “Þeir eru ekki fleiri en þú átt skilið. Þu skalt fá þjóna ef þú vilt”, mælti hann, strauk á heni áhrið, en reyndi að kæfa niðri í sér geispa — undir eins! “Þú verður að skrifa gott og auðmjúkt bréf. Við megum ekki láta hana gruna sannleikann. Þú skilur það, Fanny. Hvað segir hún svo fleira?” “Ó! Það eru ósköpin öll af fréttum”, svaraði hún. “Ungfrú Veroníka er altaf fjar- verandi. Og jarlinum virðist líða vel. Dr. Thorne hfir komið að Court til þess að skoða hann. Eg held að þetta sé það helsta. Nei, eg hefði nærri gleymt því. Mr. Groser, veit- ingamaðurinn í ‘Hundinum og uglunni' — þú þekkir ‘Hundinn og ugluna’, þessa litlu óásjálegu veitingakrá — þú veist?” mælti hún og hristi höfuðið. Talbot kinkaði kolli. “Eg veit. Hvað er það?” “Hann hitti móður mína í gær og spurði hana, hvort hún hefði séð mann, sem hafði dvalið í ‘Hundinum og uglunni’. Mann. sem kallgður var — eg kem því ekki fyrir mig — ójú, Datway — maður með reifaða hönd”. Höndin á Talbot hætti snöggvast að líða um hárið á henni. Svo hélt hann áfram, eins og ósjálfrátt. Hún gat ekki séð fram- an í hann. En andlit hans var orðið snjó- hvítt, og það var kominn sami geigur , aug- un á honum og í miðri ræðu hans í neðri málstofunni. “Hvað svo frekar?” mælti hann. Rómur hans var svo hás, að Fanny sneri við höfð- inu til þess að hún gæti séð framan í hann. En hann þrýsti höfði hennar fast að sér svo að hún varð að halla sér aftur upp að honum. “Groser, veitingamaðurinn, sagði móður minni, að hann ætti hjá honum fyrir gistingu og svo hefði hann líka lánað hohum peninga. En svo hefði han horfið skyndilega. Groser langaði svo að fá að vita, ef mamma vissi eitthvað um hann eða ef eitthvað okkar hefði séð hann. Alveg eins og við myndum vita nokkuð um slika dauðans vesalinga”. “Eins og það”, tautaði Talbot. “Það er líka fremur einkennilegt, að eg skuli samt vita dálítið um hann”, bætti hún við. “Það hittist svo á, að eg sá hann kvöld- ið áður en hann hvarf. Það var nóttina áður en — Ralph fór”. Hún stansaði rétt sem snöggvast áður en hún nefndi nafn Ralphs. “Svo”, mælti Talbot hásum rómi. Fanny kinkaði kolli. “Það hittist svo á- að eg gekk þvert yfir þjóðveginn. Þá sá eg þennan mann og Ralph. Hann stöðvaði Ralph, eða Ralph hann, og þeir fóru að ríf- ast. “Eg heyrði manninn blóta Ralph segja eitthvað í reiði, eins og hann væri að ógna honum. Eg hélt að þeir ætluðu að fara að berjast. svo að eg fór heim”. “Alveg rétt”, mælti Talbot. “Það er ætíð best að hlaupa heim, er menn ætla að fara að berjast. Sagðir þú — sagðir þú nokkrum frá þessu, er þú hafðir séð?” Fanny hugsaði sig snöggvast um. “Jú, eg sagði mömmu frá því og eg held að eg hafi sagt Burchett það líka — já, eg gerði það. Eg mintist líka á það við Goodwin, er hún kom eftir borðunum”. “Þú hefir sagt allri sveitinni frá því”, mælti Talbot. Hún hallaði höfðinu á sér aftur á bak og horfði undrandi framan í hann. “Hvað gengur að þér, Talbot?” spurði hún hissa. “Þú ert náföloir, og þú ert svo hás, alveg eins og þú værir að fá kvef. Ó, þér er þó ekki að verða ilt?- Lof mér að sækja eitthvað — á það að vera konjak. eða eitthvað af þessum freyðandi drykkjum, sem þér þykja svo góðir?” “Það er ekkert að”, mælti hann brosandi. “Eg er dálítið þreyttur, það er alt og sumt. Eg var að halda ræðu í neðri málstofunni -— ó, þú myndir ekki skilja það -—. Þakka þér fyrir. Snertu það fyrst með vörunum, Fanny. Það mun þá verða enn ljúffengara og veita meiri hressingu”. XXIII. Kapítuli. Ralph kom til London * tæka tíð. Hann fékk sér gistingu á litlu veitingahúsi nálægt stöðinni í Waterloo Road. Honum hafði unnist nægur tími til að hugsa á leiðinni, en hugsanir hans færðu honum litla gleði. Það er nógu sért, að hljóta að skilia við þá konu, sem maður ann, geta ekki átt von á að sjá hana og njóta hennar. En út yfir tekur, að öll sund eru lokuð -fyrir því, að sjá hana nokkru sinni, hvað þá að kvongast henni, eins og var ástatt fyrir Ralph. Hann var nærri sturlaður og örvæntingar- fullur, er hann hugsaði um Veroníku — en honum kom hún aldrei úr huga. En hann vildi ekki sleppa allri von. Morguninn eftir fór harn niður að skipa- kvínni til þess að líta eftir skipi er ætti að fara til Ástralíu. Hann hafði mjög litla peninga. Það var því áform hans, að vinna fvrir fari sínu. En honum gekk þetta ekki að óskum. Það voru nógir um þetta. Hann gat ekki fengið af sér að vera iðjulaus meðan hann beið eftir skipi. Þess vegna slóst hann í hóp terka- manna morguninn eftir. er biðu eftir að fá vinnu við skipakvína. Hann var brátt tek- inn í vinmma. Honum fanst meðan hann var að fást við sekkina og tunnurnar, að Lynne Court og alt það, er þar hafði skeð, væri að eins draumur. En andlit og rómur Veroníku gaf þessari sýn hans veruleika. Hann hugsaði því, um hana allan liðlangan daginn og þann ótrúlega hlut, að hún elsk- aði hann. Gististaður hans var dálítinn spöl frá skipakvínni. En af ví að herbergi hans var ódýrt, afréð han nað dveljá þar, þar til hann gæti keypt sér far á einhverjum þeim skip- um er héldu úr höfn. Dagarnir liðu, hver öðrum líkur, lamandi og nístandi einverudagar, er leggjast eins og farg á hvern þann, er lifir í London snauður af vinum. En hann eignaðist brátt einn vin. í næsta herbergi við hann í veitingahúinn var miðaldra kona og lítil stúlka — fóstra og skjólstæðingur hennar, eins og Ralph gat sér réttilega til. Barnið var ljómandi fallegt og skemtilegt. Ralph hafði mætt því einu sinni eða tvisvar í stiganum. Hann hafði brosað við því og fengið bros í staðinn. Eitt kvöld, er hann ætlaði út til þess að reika um göturnar, til þess að reyna að gleyma sjálfum sér og sinni glötuðu ást. kom konan út úr herberginu með körfu á hand- legnum. Konan nam staðar * dyrunnm til að sefa barnið, sem auðsýnilega vildi ekki verða eftir. “Eg skal ekki verða lengi, Ada”, mælti hún. “Og nú skaltu vera væn stúlka og leika þér að brúðunni þinni þar til fóstra þín kemur aftur. Ef til vill gefur hún þér eitthvað gott”. Hún lokaði dyrunum, en stóð og hlustaði og Ralph heyrði niðurbældan ekka innan úr herberginu. “Litli anginn vill ekki vera eftir, herra”, mælti konan við Ralph. “Og eg verð að fara út til að sækja ýmislegt”. “Það er eðlilegt”, mælti Ralph með sam- úð. “Einveran er ekki skemtileg og hún er enn þungbærari börnum en fullorðnum. Er hún munaðarleysingi?” ‘‘Nei, nei, það er hún ekki”, §varaði fóstr- an og var altaf að hlusta eftir ekkanum fyr- ir inna. “Ada á föður, sem kemur með næsta skipi. Ada og eg urðum að fara á 'undan honum vegna óheillaatviks — og, æ eg vildi óska ,að hún gréti ekki meira. Mér er ekki unt að fá mig til að skilja svona við hana. En samt get eg ekki lofað henni að fara með mér, aí því að hún hefir fengið slænjt kvef. En eg vil ekki fyrir nokkurn mun. að hún verði veik, er faðir hennar kemur”. “Bíðum við”, mælti Ralph. “Eg hefi alls ekkert að gera, eg ætlaði aðeins út að 'gamni mínu. En að eg sé hjá henni á meðan að þér eru úti? Eg hefi mætt henni í stiganum einstöku sinnum. Eg skal reyna að hafa ofan af fyrir henni meðan þér eruð að heim- an”. Það virtist sem steini væri létt af kon- unni, þó var hún dálítið efablandin. “Ó, eg var ekki að hugsa um, að íþyngja yður með þessu, herra", mælti hún. “Það er ekki svo að skilja, að hún sé fyrirhafanar- söm. Og hún er búin að taka ástfóstri undir eins við yður. — Hún kallar yður stóra mann- inn — en —” “Það er alt eins og það á að vera”, mælti Ralph. “Mér þykir vænt um börn. Þér getið verið óhrædd- ar um, að skilja hana eftir hjá mér. Þér verðið víst ekki mjög lengi?” Fóstran hikaði örstutta stund, rétt á meðan hún leit á þetta fallega, veðurbitna andlit. Svo hneigði hún sig í þakkarskyni, opnaði dyrnar og mælti: “Ada hérna er maður. sem ætlar að vera þér til skemtunar”. “Eg vil enga mér til skemtunar”. snökti Ada, en hún gekH fram að dyrunum og er hún kom auga á Ralph glaðnaði yfir henni. “Ó, er það stóri maðurinn?” sagði hún og varð undir eins glaðværðin sjálf. “Komdu litla, kom og við skulum vera hvort öðru til skemtunar”, sagði Ralph með innilegu brosi. Og áður en fóstran fór, var barnið komið upp í fangið á Ralph og sat á kné honum og skemti sér upp á hið besta við kan*nu, sem gerð var úr öðrum hansk- anum hans. Hún sperti upp eyrun og nart- aði í kjól Ödu. Þetta var nú ekki aðeins undra-kanina, heldur hafði hún og langa sögu að segja. Ralph sagði söguna svo hríf- andi og eðlilega, að Ada hallaði sér upp að brjósti hans og horfði upp á hann, himin- lifandi glöð. Þegar fóstran kom aftur hitti hún Ralph í stiganum með barnið sofandi í faðjni sér. “Hún var að velta útaf núna”, hvíslaði hann, um leið og hann tók fram í þakklætis- orð hennar. “Eg skal bera hana inn. ef þér viljið, það væri ótækt að vekja hana”. Hann bar hana inn og lagði hana í rúmið hennar. Fóstran fylgdi honum svo til dyra til þess, að auðsýna honum þakklæti sitt. “Þetta var mjög fallega gert af yður, herra”, mælti hún. “Og eg er viss um, að faðir hennar verður yður mjög þakklátur er hann kemur. Það er einkennilegt hvað hún er hænd að yður, því að Ada litla er ein þykk” . Ralph brosti. Hann kveikti svo í pípunni sinin og gekk út. Honum var léttara um hjartaræturnar en nokkru sinni áður síðan hann fór frá Lynne. Daginn eftir, þegar hann kom frá vinnu sinni, beið barnið eftir honum efst í stigan- um. Hún hljóp í fang honum með ómót- stæðilegu fjöri. “Hefir þú séð kannuna, stóri maður?” mælti hún og vafði sig utan um hálsinn á honum. Fóstran kom út og sneypti hana fyrir að hafa ónáðað Ralph. En Ralph bað um að hún fengi að koma inn til sín meðan hann væri að drekka teið. Þar fék khún bæði kaninu og margt annað glingur. Upp frá þessum degi urðu þau innilegir vinir. Hann gætti alt af að því, hvort hann sæi ekki litlu stúlkuna í stiganum vera að bíða eftir sér.; því a, þá flaug hún undir eins upp í fang honum. Smátt og smátt eftir því sem traust fóstrunnar óx, urðu þau svo samrýnd, að Ralph fór oft með Ödu út á kvöldin til að ganga með henni. Hann leiddi hana við hönd sér um göturnar. Hann var með pípuna í munninum og benti heiini á alt, er fyrir augun bar, er honum þótti lík- legt, að henni þætti gaman að. og var óþreyt- andi á að svara öllum spurhingum hennar þar að lútandi. Ást barnsins og samveran með því var svo mikil huggan fyrir hann í raunum hans, að því verður ekki lýst. Senni- lega hefir það bjargað honum frá megnustu örvilnun. Dag einn rakst hann á skip, sem hann gat fengið far á. Han ætlaði að fara að segja Ödu frá þessari frétt er hún tók fram í fyrir honum og sagði: “Pabbi kemur á morgun. Eg er svo glöð yfir því. Ertu það ekki laka? Eg vona að þér þyki eins vænt um hann og mig, stóri maður. Þér þykir vænt um mig. Er það ekki satt?” “Mjög vænt um þig,” mælti Ralph. “Pabbi þinn er að koma. Mér þykir vænt um það þín vegna. En eg er hræddur um, að eg og hann sjáumst ekki. Horfðu á hermenn- ina, Ada. Þeir eru að fara í bankann til þess að gæta allra peninganna þar.” “Eru allir peningarnir þar?” spurði hún er hún hafði horft á varðsveitina ganga fram hjá. “Kannske peningarnir hans pabba sén þar. Hann segist hafa tapað hér um bil öllum peningunum sínum. Helduðu að hann muni finna þá þarna?” “Eg vona það,” svaraði Ralph. “Og nú held eg að við verðum að fara heim. Við skulum fá okkur dálítið af súkkulaði, af þessu, sem þér þykir svo gott, Ada. Svo skulum við rölta heim.” Hann var hryggur alt kvöldið, því að hann vissi, að hann varð að sjá á bak litla vininum sínum. Hann vissi vel, að næsta kvöld myndi enginn bíða hans í stiganum. Hann heyrði karlmannsróm í næsta herbergi. Hann þóttist vita. að faðir henanr væri kom- inn. Og þó að hann ætlaði að fara innan þriggja daga, fanst honum að hann hefði verið rændur, og honum fanst er hann barði öskuna úr pípunni sinni og fór að hátta, að hann væri dæmdur til að missa alt er hann unni. Veroníka kom einnig til London “í tæka tíð”. Hún hafði einnig haft nægilegt um- hugsunarefni á leiðinni. í eldmóði ástar þeirr ar, er hún bar til Ralphs, hafði hún flúið Court með það fyrir augum, að elta hann. En löngu áður en lest hafði náð ákvörð- unarstað sínum, var henni orðið ljóst, að hægara var að álykta en framkvæma. í fyrsta lagi var hún ekki viss um að Ralph ætlaði til Ástralíu, eða að hann færi undireins. En þó hann hefði farið, þá vissi hún ekki hvar hann mundi koma þar á land. En kunnugleiki hennar í London kom henni hér að góðu haldi, svo að erfiðleikarnir uxu henni ekki svo mjög í augum. Henni fanst ráðlegast að leita til gömlu herbergjanna er hún hafði leigt í Comden Town. Þar var hún kunnug. Hún var að stíga upp í vagn, er hún heyrði rödd nefna nafn sitt. Hún horfði í kringum sig og sá unga stúlku er áður hafði búið með henni. Það glaðnaði yfir Veróníku við að sjá hana Hún var næstum búin að gleyma nafninu hennar, en mundi það svo alt í einu. Árin, sfðan þær Martha Lordlow höfðu dvalið sam- an í Comden Town. urðu að dögum í huga hennar. “Martha!” kallaði hún upp yfir sig og rétti fram hendina. “Þetta er þó engin önnur en þú.” Stúlkan tók hönd hennar og hörfði á hana vingjarnlega og undrandi. “Hugsa sér að hitta þig nú, ungfrú Den- by. Eg hélt að þú mundir umgangast aðeins heldri menn, og aldrei koma fyrir mín augu framar.” “En nú hefir þú séð mig aftur,” sagði Veróníka eins glaðlega og hún gat. “Eg hefi í hyggju að setjast í London. Eg ætla að fara þangað sem eg bjó áður. Viltu verða sam- ferða? Stöktu upp í.” Martha hló. “Til hvers er að fara þangað?” sagði hún. “Það er búið að rífa húsið niður og breyta því í búð.” Veróníka virtist hnuggin. “Eg veit þá ekki hvert eg á að fara,” sagði hún eins og við sjálfa sig. Martha horfði á hana rannsóknaraug- 'um. “Ef þú ert ekki kröfu frek, gætir þú kom- ið með mér,” mælti hún. “Eg á heima á Lowerby Street. Það er skamt héðan. Þar eru herbergi til leigu, — fjöldi herbergja — ef þú getur gert þér þau að góðu. En þú verð ur að ráða þetta við þig í snatri, annars 'verð- ur ökumaðurinn ærður.” Veróníka samsinti þessu. “Eg ætla að koma, stökt'u upp í,” mælti hún. Innan tæpra tíu mínútna voru þær komn- ar að húsinu. Það var í fátæklegu en þokka- legu stræti. Þær gerðu óðara samning við húsráðanda. Og áður en Veróníka vissi eigin- lega af því, var hún orðin leigjandi að tveim herbergjum í Nr. 6 Lowerby St., S. W. Um kvöldið, er þær sátu að tedrykkju í herbergi Mörthu, var það Martha, sem hé't uppi samrapðunum. Hún sagði frá lífi sínu frá því að þær skildu, en virtist ekki hugsa út í það, að Veróníka hafði frá einhverju að segja. En meðan hún var að segjá henni frá, að hún ynni í verksmiðju þar rétt hjá- var Veróníka að hugsa um, hversu mikið hún mætti segja henni frá sínu liðna lífi. Að lok- um mælti hún og roðnaði: “Nú á eg að taka við og segja þér frá því, sem á mína daga hefir drifið. Eln eg get það ekki, Martha.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.