Heimskringla - 19.08.1931, Síða 4

Heimskringla - 19.08.1931, Síða 4
4. BLAÐSÍÐA WINNIPEG 19. ÁGÚST 1931 HEIMSKRINLA i l^cimskringla StofnuO 1S8S) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS. LTD. 133 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrlrfram. Allar borganir sendist THE iHKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Vtanáskri/t til blaOsirs: Uanager THE VIKING PP.dSS LTD., 853 Saroent Ave.. Wínnivea Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til riístjórans: EDITOR HEiySKRINGLA 853 Sargent Aje., Winnipeg. 'Heimskringla', is publlshed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Svrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 FORD OG LANDBÚNAÐURINN. Það hefir stundum verið í skopi minst á það í blöðum og tímaritum undanfarið, að bifreiðasmiðurinn mikli, Henry Ford, ætlaði að fara að búa. En hvað sem gamninu líður, er það Víst, að Mr. Ford er að gera eftirtektaverðar tilraunir bú- skap viðvíkjandi. Skal hér í fám orðum á þær tilraunir minst og hugmyndina sem fyrir Ford vakir með þeim. Þess má geta í byrjun, að Henry Ford er fæddur og uppalin á bóndabýli. Hann er því hnútum biinaðarins eins kunnug- ur og hver annar. Segir hann, að sér hafi jafnvel áður en hann fór úr sveitinni, verið farið að detta í hug, að búnað- urinn þyrfti að taka miklum breytingum til þess að vera nægilega arðvænn bónd- anum. En breytinguna á honum til batn- aðar, hugsaði hann sér að vísu aí?ra þá en nú, enda eru tímarnir nú orðið ger- ólíkir því er þeir þá voru. • í aðal-dráttunum má segja, að það sem fyrir Ford vaki, sé að sameina iðn- að landsins búskapnum. Búnaðinn, eins og hann hefir verið rekinn til þessa á nokkrum ekrum af landi. af einni fjöl- skyldu, telur hann ekki hafa hepnast betur en það. að hæpið nregi heita, að bóndinn hafi haft upp framfærslu-eyrir sinn af því, og hafi hann því jafnframt orðið að sækja atvinnu út frá búinu tii þess að geta fieytt fram lífinu. Með þessu fyrirkomulagi, hafi búnaðurinn reynst of kostnaðarsamur. Það sem því liggi fyrir ef þetta fyrirkomulag eigi ekki að leggjast niður, sé að lækka kostn- aðinn og auka framleiðsluna á búinu. Og til þess sjái hann ekkert betra ráð en að sameina landbúnaðirín iðnaðar- framleiðslunni. Til þess að auka framleiðsluna á bú- inu, segir Ford að ýmis áhöld hafi veriö uppgötvuð, en gallinn sé þó sá á þeirri gjöf Njarðar, að með þessum áhöldum hafi aðeins verið aukin matvörufram- leiðsla. Af efni því er við iðnaðarrekstur sé notaður hafi ekkert verið framleitt á búinu. En hve ónáttúrlegt þetta sé, þar sem bóndinn kaupi nálega allar sín- ar nauðsynjar af iðnaðarhúsunum, leyni sér ekki. Á hverrju biii, telur Ford, að framleiða megi mikið af því efni, er við iðnaðar- reksturinn sé notað. Viðvíkjandi iðn- aði þeim er hann reki, bifreiðaframieiðs- lunni, noti hann geysi mikið af togleðri í “tires’’ á bifreiðahjólin. Það segir hann að hvert bú geti framleitt. Og alt viðar- efni í yfirbyggingar bifreiðanna og klæði megi einnig framleiða á búinu. En ekk- ert af þessu sé nú álitið tifheyra búnaði. Og nú sé ekki hægt að finna sölu fyrir matvöruna, sem framleidd sé á því, vegna þess. að sú framleiðsla sé ofmikil orðin. Telur hann víst, að hvernig sem viðskift- um eða útbýtingu þeirrar vöru verði hag- að, að sala á henni muni ekki batna vegna þess. að framleiðsla sé að verða of mikil. Nauðsýnin á því, að breyta til og framleiða annað en eintóma matvöru á búinu, hljóti því í framtíðinni, að verða eitt af viðfangsefnum bóndans. Og til þess að sýna nú, að hann lætur ekki sitja við orðin tóm í þessu efni, hef- ir Ford komið upp tilraunabúi í Deer- horn, skamt frá bifreiðaverkstæði sínu. Hann greiðir vinnumönnum sínum fimm dali á dag í kaup, er á búinu starfa. Og formaður hans segir, að búið muni vel borga sig. Á því er auk matvörunnar, ræktað ótal margt annað, er Ford þarf á að halda við bifreiðaiðnað sinn. Með þessu er hann að sýna hvernig auka megi framleiðslu á hverju búi. Sölu telur hann ótakmarkaða fyrir iðnaðar-efnin | er framleiða megi á búinu, vegna þess, I að þau séu notuð í þúsundum iðnaðar- stofnana út um allan heim. í Bandaríkjunum er áburður að verða dýr og talsvert hár útgjaldaliður í bún- aðinum. Hefir Ford nú efnafræðinga starfandi af því að að rannsaka hvernig hægt sé að vinna þessi bætiefni jarð- vegsins úr sagi og hverjum þeim óhroða (garbage), sem til fellur á hverju heim- ili. Er hann þegar kominn að þeirri nið- urstöðu, að bætiefni þessi megi veita sér talsvert ódýrara, en þau nú eru seld bóndanum. Hýðið af bókhveitinu- sem ræktað er á Deerhorn.-búinu, notar Ford fyrir eldivið og úr öskunni lætur hann gera áburð. Þannig er hvert efni notao. en engu glatað. En tilraunir Fords eru ekki eingöngu fólgnar í því, að sýna fram á hvað rækta má á búinu, auk matvöru. Þær eru einnig fólgnar í því, að uppgötva til hvers sé hægt að nota matvöruna, hveit- ið t. d. annars en að éta það. Hefir hann ótal sérfræðinga starfandi við þetta Hann er sannfærður um það, að eitt- hvað annað megi gera við hveiti bóndans í Bandaríkjunum en éta það eða brenna það upp. Og Brazilíu kaffið þykist hann viss um að eitthvað þarfara megi gera við en drekka það, eða hella því í árn- ar, eins og nú er gert. Hugmynd Fords er sú, að búnaður- inn og iðnaðurinn taki höndum saman. Hvorutveggja eigi í vök að verjast vegna þess, að framleiðslan sé orðin of miki!. Og það stafi af því, að henni sé ekki stefnt í rétta átt. Bóndinn framleiði of mikið af matvöru og hann geti ekkert bætt hag sinn með því. Iðnaðarhúsin framleiði of mikinn iðnað og verði oft að hætta framleiðslunni tímum saman. En af því leiði, að fjöldi manna sé sviftur atvinnu og sé sendur út á kaldan klaka. Með því að iðnaðurinn og búnaðurinn vinni saman, sé hægt að afstýra þess- um vandræðum. Hann segir hverjum manni eðlilegt, að vinna úti við að sumr- inu, en inni að vetrinum. Iðnaðinn segir hann að mætti ef til vill vinna allan að vetrinum, en að búnaöinum að mestu leyti að sumrinu. En enda þótt ekki sé gengið svo langt. ætti bændavinnan að sumrinu, að geta gefið þeim mikla at- vinnu að sumrinu, sem í iðnaðarstofn- unum vinna, en iðnaðar stofnanirnar þeim, er að búnaði vinna, atvinnu að einhverju leýti að vetrinum. En þetta hefir auðvitað miklu nánari samvinnu í för með sé milli bóndans og iðnaðarfram- leiðandans, en nú á sér stað. Fer Ford um þetta þessum orðum: “Eg hugsa mér stóriðnaðinn á morg- un, umkringdan bújörðum, sem halda honum við. Bóndinn framleiðir ekki að- eins matvælin, heldur einnig margt ann- að er iðnaðarstofnunin þarf með. Eg veit ekki í hverju þessi framleiðsla er öll fólgin, en það er nú verið að komast að- því. Það er verið að rannsaka öll aðal-efnin í því sem framleitt er á búinu og hvernig sé hægt að blanda þau efni. þannig, að þau megi að nýjum notum koma. Það er ekki aðeins eina lífsvonin fyrir bóndann, það er einnig velferð iðn- aðarmannsins, sem undir því er komin. í stað þess að iðnaðarstofnanimar tæmi hverja málmauðslindina af annari, sem aldir tekur að framleika, og upprær.i skógana, sem mannsaldur tekur að græða aftur, verður hægt á búinu að fram- leiða árlega, það sem til iðnaðarins þarf með. Búnaðurinn lúti ekki einungis að því, sem nú. að framleiða matvöru. heldur væri einnig í því fólgin að framleiða efni til iðnaðarframleiðslu heimsins. Bónd- inn hefði stöðuga atvinnu heima f^jnr' og óbrigula sölu fyrir vöru sína. Hann þyrfti einnig með köflum á meira»vinnu- krafti að halda. Iðnaðurinn útvegaði bóndanum markaðinn sem hann þarfnast, en bóndinn mundi útvega iðnaðinum vinnu fyrir menn hans, eftir þörfum.” Það er alls ekki hugmynd Fords, að iðnaðurinn gleypi búnaðinn í sig. f nánd við Deerhorn hefir hann iðnaðarstofnun, er eingöngu framleiðir vissa tegund af skrúfnöglum. í stofnun þessari vinmi aðeins menn frá bændabýlunum um- hverfis hana. Aka sumir alt að því 20 mílur þangað á hverjum morgni í vinn- una. En er að því kom, að stofnunin framleiddi ekki nægilega mikið, lét Ford byggja aðra 20 mílur burtu inni á meða! bændabýlanna í stað þess, að stækka hana, þar sem hún var. Álítur Ford, að það sé oft og tíðum alveg eins hagsælt, þegar öllu er á botnirln hvolft. að reka iðnaðinn í smærri útibúum víðsvegar, eins og að reka hann á einum stað. Sal- an verði tryggari og reglubundnari með því, og nær sé hægt að fara um þörfina eða eftirspurnina, og koma með því í veg fyrir of mikla framleiðslu. Samfara samvinnu af þessu tæi. kveð- ur Ford heill landbúnaðarins trygða og iðnaðarins. Og í framkvæmdinni telur hann þá samvinnu svo eðlilega og ein-^ falda, að litlar eða engar reglur eðg kvaðir fylgi henni. Að endingu segir hann: “Eg er ekki með þessu að byrja nýja iðnaðargrein fyrir sjálfan mig. Eg er aðeins að sýna fram á hvað mér finst til vors friðar heyra að gera til þess, að bæta búnaðar- og iðnaðarástand landsins. Ef eg gæti aðeins sýnt mönnum leiðina til þess, væri eg hæst-ánægður með árang- urinn, að því er sjálfan mig snertir. BERNARD SHAW OG LÆKNIRINN (Eftirfarandi sögubrot birtist í þýzka blaðinu “Welt im Bild”, Leipsig, 31. maí 1931). -----Það var.einn morgun í smábæ á Þýzkalandi, að Bernard Shaw vaknaði ó- vanalega snemma. Honum l$ið hálf illa. Hann hugsaði sé^ því að liggja í rúminu og reyna ekkert á sig. Konan hans sendi þó eftir lækni. Og hann kom að vörmu spori. Læknirinn yar maður rauður og þrútinn í andliti réri í spekinu og blés mæðilega öndinni, er hann rigsgaði inn í herbergið til sjúklingsins. “Þessir bannsettir stigar”, hreytti lækn irinn fram úr sér. “Það er ekki erfiðis- laust fyrir mig að klifra þá upp”. Shaw hálf kendi í brjóst um læknirinn, er hann sá hann lygna aftur augunum og þurka svitan af sér með vasaklútnum sínum. Hann bauð honum að setjast nið- ur í hægindastól er við rúmið hans stóð. Og það var stemlhjóð í herberginu meðan læknirinn hélt áfram að þurka svitan af enni sér. “Hafið þér höfuðverk?’’ spurði. Shaw, að stundu liðinni. “Já, eg hefi slæman hausverk. Það er alt af því, að verða a»ð klifra upp þessa stiga.” Shaw hljóp léttilega upp úr rúminu og út á gólf. þangað sem taskan hans var, opnaði dálítinn meðalakassa er í henni var, tók eina pillu upp úr honum og leysti hana upp í vatni. “Hérna”. sagði hann við læknirinn. “Takið þetta inn og yður mun að góðu verða.” Læknirinn hlýddi því. Að tveim mínútum liðnum, spyr Shaw læknirinn hvort honum'liði ekki betur?' “Jú, mikið betur", þökk fyrir, svaraði læknirinn. Shaw gekk fram og aftur um her- bergi sitt. “Vitið þér það, minn góði læknir, að eg hefi þá skoðun, að þessi höfuðverkur og svimi stafi alls ekki af því, að þér hafið þurft að klifra upp stiga.” “Heldur af hverju?” spyr læknirinn. “Ofáti, læknir sæll, ofáti. Etið minna af nautasteik en þér gerið.” 1 “Nú, hvað á eg þá að éta?’’ spurði lækn- irinn hissa. “Hvað sem öðru Iíður, megið þér ekki éta kjöt.” Jæja, en hvað þá?“’ spurði læknirinn. “Garðmat, ávexti. Segið mér eitt lækn- ir minn, hvað eruð þér gamall?’’ “Fjörutíu og þriggja ára.” “Og skammist þér yðar ekki? Eg er nærri þyí helmingi eldri en þér eruð. en er þó með þrisvar sinnum meira lífs- fjöri. Tókuð þér e.tis hve léttilega eg vatt mér upp úr rúminu? Það hefði margur átján ára kauði ekki gert það betur.” “Eg var. yður að segja, alveg forviða að sjá það”, sagði læknirinn. “Það er einlæg sannfæring mín”, sagði Shaw, “að læknar fari ekki rétt að því að lækna sjúklinga sína. Læknir er t. d. sóttur til manns, sem kvartar um að hann hafi verk fyrir brjóstinu. Honum er oftast ráðlagt, að ganga, helst svo langt að hann verði þreyttur, eða jafn- vel að klifra upp brátt fjall eða vera eins mikið uti og unt sé. Og læknirinn er eins líklegur til að gefa þessa ráðlegg- ingu manni, sem er póstur, sem ekkert gerir annað en að ganga hvíldarlaust og er úti alla daga.” “Já, eg kannast við það, hr. Shaw að við læknar gerum oft það sem heimsku- legt er”, sagði læknirinn. “Yður hlýtur að skiljast það að menn þurfa þó að lifa eftir almennum heil- | brigðis reglum. Getið þér dansað?” “Nei — til allrar ógæfu kann eg það ekki.” Shaw fór þá inn í skáp og kom þaðan út með hljómvél. Hann lét hljómplötu í hana, setti hana af stað og byrjaði að dansa. Og svo léttstígur var hann, að læknirinn sann- færðist um að hann stæði hverjum algengum dansara að minsta kosti á sporði. Þegar dansinum lauk, sagði Shaw við ’.æknirinn: “Ef þér dönsuðuð fjórðung úr klukkustund á hverjum morgni eins og eg geri, yrðuð þér brátt holdgrann ari en þér eruð og með líku lífsfjöri og eg. Bg fæ aldrei svima og aldrei hausverk. Og nú krefst eg að þér greiðið mér fimm shillings fyrir lækn- isráðlegginguna.” “Fyrir gefið mér, hr. Shaw,” sagði læknirinn brosandi, “þér skuldið mér tvö sterlingspund fyrir að vitja yðar.” “Hvernig stendur á því?” spurði Shaw. “Þannig, að þér senduð eftir mér, hr. Shaw. “Hvers vegna senduð þér eftir mér?” “Vegna þess að eg var veill,” sagði Shaw. “Þvi er eins varið með skifta vini mína. Þeir senda eftir lækni, án þess að hafa nokkra sérstaka ástæðu til þess. En eg hefi uppgötvað lækningu við þeirri bölsýni þeirra. Eg segi þeim að eg sé lasinn, eg hafi svima eða höfuðverk. Og eg skal veðja við yður hverju sem þér viljið, að í níu tilfel!- um af hverjum tfu hleypur sjúklingurinn upp úr rúmi sínu til þess að lækna mig. Það er með þessnm hætti, hr. Shaw, sem eg hefi læknað yður.” Shaw sagði ekki orð, en gekk að skrifborðinu sínu, skrifaði út bankaávísun og rétti lækn- inum hana. “Hér er kaup yðar. Eg hefi leyft mér að bæta einu sterl- ings pundi við það, sem þér settuð upp. Eg gerði það ekki eingöngu vegna hinnar aðdá- unarverðu lækninga-aðferðar yðar, heldur jafnframt og eigi síður vegna hins, að þetta er í fyrsta skifti, sem læknir hefir hlegið að mér að skilnaði, en eg ekki að honum.” HVAÐ VÆRI UNNIÐ MEÐ ÞVÍ? væru, á hvaða stjórnmálaflokk^ sem um væri að ræða? Vér sjáum ekki, í bili að minsta kosti, að landinu væri hinn minsti hagur að því, eða að það á neinn hátt svaraði kostnaði. Þingrannsóknar-nefndin í Beauharnois-málinu leiddi ó- tvírætt í ljós, að liberal flokk- urinn þáði í kosningasjóð sinn fr£ félaginu um $700.000. Hún sýndi ennfremur fram á hverj- ir mennirnir voru, er veittu fénu móttöku. Hvernig því var eytt eða útbýtt á milli liberal-bræðr- anna. var ekki rannsak- að. En kemur landinu það sér- staklega nokkuð víið? Bætir það í nokkru hag þess, að vita það? Vér efumst um það? Vér vitum að mörgum ramm asta conservatívaflokksmanni mundi leika hugur á að fá að vita þetta. Og ef til vill mörg- um liberalanum einnig. En hvað væri unnið með því? Það aðeins yki haturseldinn milli flokkanna. En er hann ekki alveg nógu mikill eins og sak- ir standa? í Canada hefir aldrei verið meiri þörf á óskiftum kröftum allra þeirra, er með þjóðmálin fara en nú. Með allri ráðingu fyrir flokka-skiftingu, sjáum vér ekki betur en að sverð hennar væru betur notuð sem plógskerar, en flokksvopn á þessum alvarlegu tímum. Hitt virðist oss geta til mála komið ,að semja lög er harð- banna hverjum sem er. að leggja fé í kosningasjóði. Samt mun ekki í neinu landi, þar sem um þjóðfrelsi er nokk- urt að ræða, vera til nein slík lög. Á Bretlandi selur stjórniu “titla” til þess að fá fé í kosn- ingasjóð sinn. Ekki þætti það betri fyrirkomulag, svo milda óbeit sem menn hér hafa yfir- leitt á “titlum”. Stofnunum eða félögum mun með lögum bannað að leggja fram fé í kosningasjóði í Can- ada. En einstaklingum ekki. Væri eflaust bezt, að bánna þeim það einnig og leggja á- kveðna hegningu við, ef brot- ið væri. Slíkt fé getur varla, enda þótt frá einstaklingum komi, skoðast annað en mútu fé, sem sál og sannfæring kjós- enda er keypt með. í Lögbergi var því fyrir nokk- ru haldið fram að sambands- stjónin hefði runnið af hólmi með að láta rannsaka hvernig stjórnmálaflokkar landsins hafi komist yfir fé sitt í síðast liðn- um þremur sambands kosning- um. eins og McKenzie King hefði lagt til að gert væri. Og hlaðið fór ekkert dult með það. að konungleg rannsóknarnefnd hefði eflaust ekki verið skip- uð, vegna þess, að conservatív- ar vissu að óhreint væri í þeirra eigin poka horni. Þetta er ekki ósvipuð tilraun til að þvo af liberalaflokknum grómið af Beauharnois-hneyksl inu og tilraun Kings, að þvo sjálfan sig af því, með því að segja að hann hefði ekkert um fjártillag Beauharnois fél- agsins vitað í kosninga sjóð sinn, og reyndi auðvitað með því að klína allri sökinni á fylg- ismenn sína og vini. Það lítur MINNI ÍSLANDS (flutt í Winnipeg 1931). Háttvirti forseti, kæra Fjall- kona, góðir Islendingar: “Þegar eg var barn hugsaði eg eins og barn, talaði eg eins og barn og breytti eg eins og barn; en þegar eg var orðinn fulltíða maður hugsaði eg eins og fulltíða maður o. s. frv.” Þið kaninst öll við þessi orð, þau hafa sahnleika í sér fólg- inn nú eins og þegar þau voru töluð, þó langt sé liðið síðan. Það væri fróðlegt að geta gert sér glögga grein fyrir því, hvernig maður smá breytást óafvitandi frá því maður er barn og þangað til maður er orðinn fulltíða. Þegar við fæðumst er okkur kastað inn í þennan heim án þess að okkar ráða sé leitað um eitt einasta atriði, sem okk- að minsta kosti fátt ótrúlegra I ur sjálf snertir. Við ráðum því út en það, að flokksleiðtogi j ejkki hvort við fæðumst svartir hafi ekkert veður af því, hvað-: eða hvítir, rauðir eða gulir; an hann fær aðal tekjurnar í hvort við erum frakkneskir eða kosningasjóð sinn. Fé í kosn- | þýzkir, íslendingar eða eskimó- ingasjóði rignir trauðla ofan úr ar. skýjunum. j Við fæðumst inn í vissar En hvað yrði unnið við frek- skoðair og stefnur; inn í mis- ari rannsókn í þessu efni? Væri munandi kringumstæður og ekki hægt að vinna landinu þægindi — eða óþægindi. Við eitthvað þarfara með því fé, er til þess þyrfti að leggja fram? Hvað gæti t. d. gott af því leitt að fara nú að rannsaka að- dróttanirnar um það, áð óaldar vínsmyglaraflokkUr hefði lagt erum alin upp á mismunandi stöðum, á mismunandi hátt; hæfileikar okkar og sérkenni eru mismunandi. Þegar við þroskumst hljótum við að breytast; en breytingin fram fé í kosningasjóð liberala ] fer bæði eftir upplagi ög upp- í kosningunum 1925 og 1926? j eldi — bæði eftir því efni, sem Eða hvaða aðrar kærur sem náttúran gaf okkur til lífskil-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.