Heimskringla - 19.08.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 19.08.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 19. ÁGÚST 1931 HEIMSKRINLA 5. BLAÐSÍÐA yrða og eftir tækifærunum tll þess að laga það og smíða úr því. En það eitt er víst að allir sannir menn eru sífeldum breyt ingum undirorpnir frá vögg- unni til grafarinnar. Þegar eg var barn átti eg heima við sjó. Malarkampu hár var fyrir ofan fjöruna og huldi útsýnið til sjávarins það- an sem bærinn var. Mér sýnd- ist himininn vera stór skál- sem hvolfdi yfir öllu landinu— það er að segja yfir öllum heiminum því ísland var allur sá heimur sem eg gerði mér grein fyrir og íslenzka þjóðin var alt mann- kynið. Mig langaði til þess að kom- ast niður á malarkampinn til þess að geta þreifað á himnin um, þreifað á þessari stóru skál, s$m hvolfdi yfir allri veröldinni — og vita hvort hún væri úr gleri, leir eða hverju? Vita hvort skýin væru þar eins og nokkurs konar útflúr eins og rósirnar á stóru þvotta-skálinni hennar móður minnar. Eg lét engan vita af þessari hugsun Svo var mér leyft það einn góð- an veðurdag að fara niður á malarkampinn, en þá sá eg það, mér til mikilla vonbrigða, að barmarnir á stóru skálinni voru hinu megfn við sjóinn. En eg hélt áfram að hugsa eins og barn- eg hugsaði enn þá að ísland væri allur heim- urinn og íselndingar alt mann- kynið. Og ennþá minnist eg þess hversu eg leit niður á frakk- nesku sjómennina- sem komu til íslands — jafnvel eftir það að eg var orðinn stáipaður dre^igur. Mér fanst í einlægni eins og þetta Frakkland og öil önnur lönd hlytu að vera ein- hver hálfgerð eyðisker úti í sjónum með fáeinum mann- ræflum ósköp langt fyrir neð- an íslendinga; landið mitt os þjóðin mín var eiginlega öl! tilveran. Og svo kom eg vestur um haf — og þó eg hefði þá hug- mynd um að eitthvað gott gæti komið frá Nazaret — eitthvað væri varið í aðrar þjóðir og önnur lönd, þá fanst mér samt ísland eina landið, sem í raun réttri væri nokkurs virði og ís- lenzka þjóðin öllum öðrum þjóð um æðri og fullkomnari. ís- lenzk tunga var mér þá eina málið, sem mál gæti kallast, alt annað fanst mér vera ein- hverskonar hrognarmál. Og mér fanst í einlægni að allir íslendingar hér í álfu ættu að mynda sér nokkurs konar ís- lenzkt ríki út af fyrir sig — nokkurs konar nýja ísland, þar sem saman söfnuðust allir menn og allar konur af íslenzk um ættum; bygðu utan um þetta litla ríki sterkan og há- an kínamúr, sem ekkert kæm- ist yfir; héldu sér algerlega einangruðum um aldur og æfi. Mér fanst það nokkurs konar synd á móti heilögum anda ef íslenzkur piltur laut svo látt að kongvast enskri stúlku eða ef íslenzk stúlka féll svo djúpt að giftast enskum manni Og þessa skoðun reyndi eg að útbreiða og verja af öllum mætti — taldi það skyldu mína — og mér fanst hver sá maður vera annaðhvort eitthvað geggj- aður eða vefuiegur föðurlands svikari og óþokki, sem ekki leit á þetta mál eins og eg. Svo heimskuleg sem þessi skoðun var, hélt eg henni samt fram í allri einlægni. Og eg veit það með vissu að þeir voru margir sem þannig hugsuðu. Mannlegar tilfinningar eru einkennilegar. Við skiljum þær ekki; við skiljum ekki okkar eigið sálarlíf; við vitum ekki hvernig á því stendur að okk- ur getur þótt svona innilega vænt um landið, sem við fæð^- umst í og sérstaklega vissar stöðvar þess.'Og það fer ekkert eftir verulegri fegurð þessara vissu stöðva ef miðað er við almennan mælikvarða. Maður- inn- sem fæddur er austur í Flóa eða í Örævum elskar fenið og hrjóstrið þar eins heitt og innijega eins og Borgfirðr ingurinn elskar hina frjóu og dýrðlegu dali á bernsku stöðv- um sínum. Það sem kallað er ættjarð arást er nokkuð sem enginn skilur, en hún er sterk hjá ís- lendingum. Þegar öllu er á botninn hvolft, elskar líklega engin þjóð landið sit.t eins heitt og Islendingar. Hún er merkileg setningin hans Ólafs Indíafara; hann seg- ir að ísiand sé bezta landið, sem eólin skíni upp á. Hann hugsar sér að landið sitt sé svo hátt upphafið vfir sjálfa sólina að hún verði að beina geislum -ínum upp á við til þess að þeir fari í rétta átt til fslands. Og viðkvæmar hafa þær Ver- ið hugsanir Steingríms Thor- steinssonar þegar hann orti hetta: ‘Svo traust við ísland mig tertgja bönd að trúrri ei binda son við móður g þótt eg færi yfir fegurst lönd ag fagnað yrði mér sem bróð- ur, mér yrði gleðin aðeins veitt tn hálfs, \ ættjörð minni nýt eg fyrst mín sjálfs; har elska eg fiest, þar uni eg bezt við land og fólk og feðratungu.’" Oft og fagurlega hefir verið mælt fyrir minni íslands bæði í bundnu máli og lausu. En minnin hljóta að breytast eftir bví sem tímar líða. Við erum hætt að hugsa eins og börn og tala eins og börn. Allar okkar kínamúrshugsanir eru að hverfa við erum farin að hugsa og tala eins og fulltíða menn. Við vitum að Island er að sumu leytí merWlegasta land verald- aripnar; við vitum að íslending- ar eru dýrðlegum gáfum gædd- ir; en við vitum það líka nú að fleiri lönd eru til og að ís- lendingar eru ekki alt mann- kynið; við vitum það síðan við órum að hugsa eins og fulltíða menn að stóra skálin—himin- inn, bæði með sólinni og skýj- unum — hvolfist yfir öllum löndum sámeiginlega og að sömu tilfinningar lifa í sálu einstaklinganna hvar á jörðu sem þeir eru. Allar fjarlægðir eru og eiga að hverfa; öll ein- angrun að úreltast; algerð sam- tök og samvinna að leggja und- ir sig gjörvallan heiminn. Hvað er þá hæfilegt og senni- iegt minni íslands -samkvæmt þessum breytingum — síðan við hætturn að hugsa eins og börn og fórum að hugsa eins og fulltíða menn? Ekki dettur mér í hug að fara að þylja upp fyrir ykkur sögu landsins og þjóðarinnar; gamla cólkið þarf þess ekki, það kann hana; unga fólkið 'skilur hana ekki og vill ekki heyra hana. — Hér er flest gamalt eða fuil- orðið fólk, fátt af því unga. Eg þarf ekki að halda ykkur leiðum í sætunum til þess að hlusta á það, sem þið vitið. Við vitum *það öll að ísland er að mörgu leyti allra landa full- komnast;' það á himneskast- ar sumarnætur, dýrðlegust Norðurljós, * tignarlegust fjöll, tærastar lindir, dásamlegustu fossa, heilsusamlegast vatn og lífríkast loft; auðugastan sjó og fegurstar eyjar — jafnvel dá- samlegast grjót, sem sníða má og sniíða úr lífneski jafnt sem iífenda bústaði. Við vitum það öll að ísland á hljómfegursta fugla- tryggasta hunda- listgeng- asta hesta og fegursta sauðl Við vitum það ekki síður að þar hafa fæðst og lifað allra manna gáfaðastir og bezt skapaðir menn; allra kvenna tápmestar og tryggastar konur. Þar hafa þau Sannleikur konungur og j Saga drotning kosið ríki sínu j hásæti; þar og þaðan hefir drottinn skapað sálríkust skáld. Við vitum það enn fremur að j.ísland hefir að minnsta kosti þrisvar sinnum lýst öli- um heimi eins og björt stjarna eðá eldstólpi á .eyðimörkinni. Út frá meginlöndunum fyrir ströndum þeirra úti í ólgandi hafinu á skerjum eru bygðir vit- ar til þess að lýsa og leiðbeina farmönnum og verja þá vilium og hættum. fsland er eins og nokkurs konar sker í ólgandi heimshafinu; þar lýsti bjartur viti bókmentanna á þeim tíma þegar þær þektust ekki með öðrum þjóðum. Þegar aðrar þjóðir höfðu glatað sálu sinni geymdi ísland sinn heilaga anda og blés honum síðar í nasir annara þjóða til þess að tkapa þeim sál af nýju. Þegar öldur blóðs og bölv- unar flædd uyfir alla veröld- ina frá 1914 til 1918 og myrk- ur sorga og hörmunga huldi dag og sól, þá skein á íslandi bjartur viti friðar og öryggis. Og nú þegar heljarhrammur atvinnuleysis og hungurdauða legst kolsvartur og kvíðaskap- andi yfir lönd og þjóðir, þá skín á íslandi bjartur viti starfs og allsnægta. — Já. alt þetta vitum við öll; eg þarf ekki að segja ykkur það, — það er alt sannleikur og út af fyrir sig glæsilegt minni lands og þjóð- ar. En hvað er sannast minni íslands síðan við fórum að hugsa eins og fulltíða menn? Mér dettur í hug spurning skóla kennarans: “Hvað er hryggur- >'nn?” spurði hann: “Eg veit það," svaraði Nonni: “hrygg- urinn er löng súla samansett af mörgum litlum beinum; á öðrum endanum situr höfuðið en á hinum endanum situm við’ . Eg býst við að skýringin á því hvað minnin séu yrði ekki hjá öllum eins og hjá sum- um ef til vill lítið betri en hjá honum Nonna litla. Er það minni íslands að flytja um það lofræðu? er það minni ísland- að biðja því blessunar? er það minni fslands að yrkja um það Ijóð? er það minni íslands að safnast saman þv til heiðurs ein u sinni á ári? Já, alt er þetta minni íslands í smáum stíl en stærsta og dýrðlegasta minnið er það, að hver einasti íslend- ingur, hvar sem hann er, haldi í breytni sinni og líferni hátt á loft hreinu merki þess; að nafnið íslendingur haldi áfram að tákna það sama sem það nú táknar: — trúverðugur maður; að við gætum þess hvort sem við erum mörg sam- an eða eitt og eitt út af fyrir sig að heima þjóðin þurfi aldrei að bera kinnroða fyrir börn sín í fjarlægðinni; að við fyll- um aldrei þann flokk, sem með svikum og fjárdrætti sýgur blóð og merg samborgara sinna eða þeirra sem á uggum mansals og mútugjafa synda hinn óhreina sjó eins og margir stórfiskar þessa lands láta sér sæma. Að hver einasti íslendingur sé köllun sinni trúr hvar sem hann er og hver sem hann er, það tel eg bezta minni íslands. Heima á ættjörð okkar er nýafstaðin merkileg hátíð. Hún hefir borið nafn landsins og bjóðarinnar um öll lönd verald- ar. Við þá hátíð hafa íslending- ar vaxið liundraðfalt. Þessi há- tíð er líklega þýðingarmesti við burður í sögu þjóðarinnar síðan land bygðist. Þar mælti þjóð- in sjálf svo myndarlega fyrir minni sínu bæði hljótt og heyr- anlega, að tæplega var mögu- legt við að bæta. Þetta er fyrsti íslendingadag- Urinn eftir þá miklu hátíð; ættu ekki að vakna hjá okkur ein- hverjar alvarlegar hugsanir í tilefni af því? Ættum við ekki einmitt nú að gera upp reikn- ingana og spyrja sjálf okkur nokkurra alvarlegra spurninga? tíl dæmis þessara: Höfum við verið eins trúir íslendingar og vera ber? Höf- um við látið það sjást í fram- komu okkar að við séum hætt- ir að hugsa eins og börn og: farnir að hugsa eins og full-1 tíða menn ? Hefir okkur skilist | það að sá er trúastur íslending- urinn, sem sannastur er heims- borgarinn; ginangrunarhugsun- in var barnahugsun; heildar hugsunin er hugsun hins full- tíða manns. Höfum við tekið saman höndum í öllu, sem okk- ur íraun réttri greindi ekki á um? Höfum við verið samtaka allstaðar þar, sem samtök voru sjálfsögð? Því miður verðum við að- svara þessu neitandi. Við höf- um reynt að troða skóinn hver af öðrum. Við höfum rifi3t heilu og heitu rifrildi. Ekki svo að skilja að eg telji rifrild æfin- lega ljótt; nei, sá er ekki ær- legur eða sannur ísiendingur, sem ekki kann að rífast, en rifr- ildið verður að hafa tvo fæt- ur á að standa: vit og sann- girni. Okkar stóra synd er í því fólgin að við rífumst stund- um aðeins til þess að rífast: rífum§t af afbrýðissemi. stífni misskildu stolti eða drambi; þverúð og þrákelkni. Það er mannsbragur að því að rífast þegar rifrildis er þörf. Sá væri þjóðarskömm, sem ekki kynni að rífast. En við eigum að geta rifist með viti og sanngirni um það, sem sannfæring okkar heimtar. og tekið saman hönd- um á öðrum sviðum. Það hör- um við ekki látið okkur lær- ast. Eg las nýlega frétt í blaði: eldur hafði kviknað í bæ á Þýzkalandi; símað var frá tveim ur stöðum til slökkvistöðva — sínum staðnum til hvorrar.Menn komu frá báðum stöðvunum á sama tíma. Um það urðu undir eins deilur hvor slökkvideildin ætti að slökkva. Rifrildið harðnaði þangað til mennirnir beindu vatnsprautum hvorir á aðra og hlédu því áfram þangað til bærinn var bruninn til kaldr? kola. Svona höfum við íslendingar verið; við höfum troðið og rifið hver annan niður eftir mætti, jafnvel f'þeim málum þar sem við hefðum átt. að taka saman höndum. Eigum við að halda því áfram? Eigum við að hella ísköldu andlegu jökulvatni hver á annan þangað til bústaður allra okkar mÖguleika eru brunnir til kaldra kola í eldi haturs og hefnigirni ? Eg var nýlega á ferð hér norður í bæ, leið mín lá eftir Ross Ave. Það var áður fyr aðalstræti íslendinga; þar voru bústaðir þeirra margra. Eg staðnæmdist þar, sem Ross og Isabel mætast. Eg horfði þar á gamla byggingu; mér fanst eg verða að tefja þar stundar- korn til þess að kalla fram í huga minn gamla daga. Þessi bygging hét einu sinni North- west Hall. Það er gamall sögu- staður meðal íslendinga; þar grétu þeir og glöddust svo tug- um ára skifti. Mér fanst eg vera kominn á fornhelgan stað; eg mundi eftir svo mörgu, sem þar hafði gerst. Eg varð gagntekinn af tilfinningu, sem ómögulegt er að lýsa. Hvað þetta veglega hús var orðið hrörlegt! hvað það minti mig á okkur gamla fólkið sem grét og gladdist saman fyrir fjórðungi aldar. Húsið safnaði eða framleiddi í huga minn sögu Vestur-ís- lendinga í heild sinni. Mér sýndist það eða fanst eins og heljarstór, hvítgrá og veður- barin höfuðkúpa. gluggarnir | eins og geigyænlegar, opnar j augnatóftir en dyrnar eins og j tröllslegur munnur og eyru. j Borð voru negld fyrir nokkurn j hluta glugganna alveg eins og ! þessi stórfengilega höfuðkúpa veigraði sér við að stara beint út í veröldina eins og hún er eða að láta horfa í alopin augu sér. Og mér fanst eins og ein- hver sterk og stór sál eiga heima í þessu mikla höfði. Mér fanst sem þar hefðu, runnið sam an í eitt sálir allra hinna, fram- liðnu íslenzku manna og kvenna sem þar höfðu glaðst og grát- ið — sálir hinna burtsofnuðu Vestur-íslendinga. Og mér fanst eins og augnatóftirnar fyllast lifandi-augum og horfa beint á mig; og mér fanst sem dyrnar verða að mælandi munni sem tala^i á þessa leið: “Hér býr andi okkar, hinna framliðnu íslendinga; héðan talar sál okkar einum munni, hér áttum við saman ílt og gott hér fylgdi okkur bæði gæfa og ógæfa. Þegar við vórurii hér lifandi hugsuðum við eins og börn. töluðum við eins og börn og breyttum við eins og börn. Nú talar sameinuð sál okkar allra til ykkar allra og biður ykkur að hugsa, tala og breytá eins og fulltíða menn. Getið þið nú ekki, eða viljið þið ekki á þessari fyrstu hátíð eftir þjóðhátíðina miklu stíga á stokk og strengja þess heit að upp frá þessum degi skuli það verða kappsmál ykkar og trú- arjátning að verða föður — og móður betrungar? að upp frá þessum degi skuluð þið vinna saman á þeim svæðum, þar sem þið, getið átt samleið, án þess að sannfæring sé seld eða látin í þeim málum, sem ykkur greinir á um? Getið þið ekki nú þegar kom- ið saman úr öllum flokkum og J talað einarðlega, en bróður-! lega um allar ykkar sakir; gert j upp alla gamla reikninga flokka I dráttarlaust, stórmenskulaust, ílskulaust, kesknislaust og stífn islaust? Ef þið getið það eða viljiö það, þá verður bjart yfir leið- um okkar; þá er kveikt ó- slökkvandi ljós framtíð ykkar og þá er flutt lifandi dýrðlegt fslands minni.” Eg vildi að við gætum öll safnast saman á þessum forn- helga stað og orðið snortin af fcömu tilfinningum og eg var í þetta skifti. Eins og íslendingar geymdu sál sína í myrkri miðaldanna og blésu lifandi anda í aðrar þjóðir, sem þá dóu; eins og ísland var heimkynni friðar og blessunar þegar allur um- lieimurinn svo að segja framdi sjálfsmorð eins óska eg þess að íslendingar megi nú verða brautryðjendur þeirra breytinga í mannheimi, sem skapi hon- um nýjan himin og nýja jörð. Hamingja fylgi íslandi og íslenzku þjóðinni. Sig. Júl. Jóhannesson. Þá hló hinn ungi maður Og hlustaði ei á. En hlýlega hann mælti: Ó, kom þú að sjá. Eg kehni þér að synda: Það kunna þú mátt. Og kunnings skap að mynda Því skulum við brátt. Þá roðnaði stúlkan. En rétti sína hönd. Þau reikuðu tvö ein Um þessa fögru strönd. Og fóru út í vatnið, Við frumskóginn þar. Svo fóru þau að synda Og skvampa í þeim mar. Svo komu þau úr baðinu Og oft eftir það; Þau ástfólgin hittust Á þessum fagra stað. Og mamma hennar sagði: Ó, mundu að vera góð. Og menn eg veit þú forðast- Mitt tárfagra jóð. Endurminningar Eftir Fr. Guðmundsson. TVÖ KVÆÐi eftir Jón Kernesteð. HAGYRÐINGURINN Hann orti marga vísu. Hann unni sinni þjóð. Hann átti samt í kröggum Og févana stóð. Með hrygðar svip á enni Og hrösun í lund: Hann hrökk eins og af draumi Við síðasta blund. Hrökk hann við. Og eilífðin Upp runnin var. í annarlega heima Hann forlög sín bar. Og þaðan gat hann litið 1 leiðangri fyrst: * Það líf, sem þó ei hafði Neitt grætt eða mist. * * • HÚN KOM UTAN AF LANDI— Hún kom utan af landi, Svo fögur gæf og góð Hún gekk að fjörusandi Og léttklædd þar stóð. En þá kom ungur maður Og bauð henni í bað. — Mér bannað er að fara Með karlmanni — í það. Frh. Við nafni minn gatum ekki slitið okkur frá Akureyri fyr en seint næsta dag og ekki vór- um við komnir nema á miðja leið norður að Möðruvöllum þegar farið var að dimma, og þá mundum við fyrst að Hörgá var á leiðinni og gat máske verið bráðókunnugum mönnum skeinuhætt. Eg fór heim að koti í Kræklingahliðinni og spurði til vegar. Mér var sagt að ekki væri hægt að villast að Möðruvöllum, þegar eg kæmi uppá Moldhaugnahálsinn, þá liti höfðingjasetrið út einsog flagsandi Ijósviti þó á nóttu væri. Með það fór eg. í kol- svarta myrkrinu vorum , við komnir að Hörgá, hestarnir höfðu ráðið ferðinni og ratað götuna, og nú var ekki nema lítill spölur eftir heim á stað- inn. En hvað var nú þetta við heyrðum að hestarnir sem við rákum voru farnir að frýsa eins og þeir væru á sundi. og við þurftum effki lengi að bíða, hestarair sem við riðum hröp- uðu fram af marbakka á hrok- bullandi sund. En það var ekki nema stuttur spölur, þá vór- um við kominr að landi hinu- megin en það var hár bakki sem hestarnir komust ekki upp á. Nú vandaðist málið. Ekki veit eg hvort við réðum eða hestarnir. en farið var undan straumnum norður ána, en þá sáum vil gfilla í lausu hestana uppá bakkanum. En aumingja eiðhestarnir með okkur á bak- ínu. Litlu norðar komust þeir með okkur uppúr hyldýpinu. Við hlógum kuldahlátur eg held til þess að vera heyrnar vottar að því að við værum á lífi. Seinna fréttum við að gamlar götuslóðir liggja þarna að ánni líklega frá tíð Guðmundar ríka, en síðan hafði áin breitt far- veg sínum og var nú vaðið nokkru sunnar, og áin ekki dýpri en hesti í hné. Nú skut- um við á fundi með okkur við nafni minn, til þess að ræða það mál hvert við ættum að voga það að fara mittisvotir heim í Möruvelli í dýrðina og Ijóshafið, eða fara nú að leita uppi bóndabæ og fá okkur þurkaða og pressaða. En þá komu tveir aðrir menn á fund- inn, skólapiltar íem voru að spássera í góða veðrinu þó dimt væri. Þeir höfðu verið þarna næsta vetur áður og voru því öllu kunnugir, og tóku okkur strax að sér eins og vngri bræður. Fundi var slit- ið og við fórum heim. Þeir hjálpuðu okkur til að losast við hestana, báru með okkur fata bögglana, komu okkur inn i sveínloft, gáfu okkur inn og báru á okkur og hættu ekki fyr, en þeir vóru búnir að gera úr okkur laglega skólapilta, sem allir kepptust um að heilsa, Frh. á 8 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.