Heimskringla - 07.10.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.10.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINLA WINNIPEG 7. OKTÓBER 1931. Híimskringla StofnuO lSSt) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 153 og SSS Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: S6537 VerS blaSslns er $3.00 árgangurinn borgiat fyrirfram. Allar borganir sendlst THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Vtanáskrift til blaOsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., S53 Sargent Ave.. Winnipeg. Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstfórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 553 Sargent A je., Winnipeg. "Helmsfcrlngla” is publlshed by and printed by The Viking Press Ltd. 15J-55Í Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 99t WINNIPEG 7. OKTÓBER 1931. SAGT GEGN BETRI VITUND? Við frásögn Lögbergs síðast liðna viku af því sem gerst hefir við háskóla bygginguna, skal gerð dálítil athugasemd. Það var fyrir nokkru byrjað að grafa fyrir undirstöðu skólabyggingarinnar. En þegar verkið hafði staðið yfir í tvær vik- ur, var því alt í einu hætt. Hvað oll því? I fregninni í Lögbergi segir svo frá, að þar eð sambandsstjórn- in hefði neitað að veita styrk að helm- ingi til þess fyrirtækis, hefði fylkis- etjórnin orðið að hætta við þaC. Það er satt, að sambandsstjórnin neit- aði að greiða nokkuð af kostnaði við skólabygginguna. Ástæða hennar fyrir því, eins og grein var gerð fyrir henni í ritstjórnargrein í blaðinu “Winnipeg Tri- bune" var sú, að fylkisstjórnin hafði ákveðið að láta koma upp skólanum áður en nokkur styrkveiting til atvinnubóta kom til mála. Fylkisþingið var búið að samþykkja miljón dala veitingu til skóla- byggingarinnar og var álitið að verkinu yrði ekki lengra komið en það, að sú upp- hæð nægði til næsta fylkisþings. Þar sem sambandsstjómin hefir lofast til að standast straum að helmingi af kostnaði allra þeirra fyrirtækja sem af etað yrði farið með hér til atvinnu-bóta og þau nýju störf eru um hálft hundrað talsins, virðist svo, sem fylkisstjómin hefði átt að geta látið svo gott af sér leiða, að halda áfram við þau verk, er hún sjálf hafði samþykt að láta gera og var búin að veita féð til, án þess að fara að nauða í sambandsstjórninni með að bera kostnað þeirra verka einnig. En hvort sem það er nú áform fylkis- stjórnarinnar að gera ekkert sjálf í at- vinnuleysismálinu eða ekki, eins og hún reyndar virðist þó all ákveðinn í, þar sem hún gat, án þess að sýna hinn minsta taugaóstyrk gengið til mannanna er við skólann unnu og sagt þeim að leggja nú frá sér skóflurnar, þá samt hefði mátt geta þess í Lögbergs frétt- inni, hver ástæða sambandsstjórnarinnar var fyrir því að neita styrk til skóla- byggingarinnar. Þess hefði mátt vænta því fremur, sem fréttaritaranum hlaut að vera kunnugt um það. Hafi ástæða hans verið sú, að rægja sambandsstjórn- ina fyrir þetta ódæðisverk, sem þarna var framið, með því að hætta starfi á skólabyggingunni, og sýna almenningi hve lítið sú stjórn láti sig atvinnumál snerta yfirleitt, þá getur fréttaritarinn reitt sig á, að sú tilraun hans ber lítinn ávöxt, því það er öllum ljóst, sem út úr pólitízka skúmaskotinu sjá nokkuð, að sambandsstjórnin hefir í reyndinni sýnt, að hún ber meiri umhyggju fyrir þessu máli, en nokkur stjórn þessa lands stór eða smá, hefir enn gert. Og heldur en að láta hætta við háskólabygginguna, sem fult útlit var fyrir að gera ætti, tekur hún að sér að greiða helming vinnulauna við hana, svo að verkið haldi áfram, enda þótt það væri utan hennar verkahrings. EN VERRA GÆTI ÞAÐ ÞÓ VERIÐ eftir próf M. G. O’Leary í MacLean’s Magazine. Daglega verða á vegi mínum menn, sem kvarta um, að nú gangi fátt til tírs og tíma. Mun það til samvegar mega færa, að óáran sé hér óvanalegt. En hversu þungbærir eru þá tímarnir? Hvernig er hagur þessarar þjóðar borinn saman við hag annara þjóða? Og hvern- ig er hann borinn saman við hina “góðu gömlu tíma” sem einu sinni voru hér og sem nú er oft talað svo mikið um? Hér í landi eru um 200,000 atvinnu- leysingar. I Bretlandi eru þeir 2,500,000. Bandaríkjunum 6,000,000. Þýzkalandi 3,000,000. Verzlun vor er í lamasessi; viðskiftamagn hefir minkað bæði út- fluttrar og innfluttrar vöru. En þó hefir verzlun í Englandi og Bandaríkjun- um hnignað meira. Og viðskifti þeirra út á við og innbyrðis hafa meira látið á sjá. Þar hefir fleiri verksmiðjum verið að hálfu eða öllu leyti lokað, en hér hlutfallslega, fleiri tapað atvinnu, fátækt og alt það, sem er förunautur hennar, hefir aukist þar svo, að svartsýnustu menn hér geta trauðla gert sér hugmynd um það. Þar eru skuggahverfi-bæjanna með öllu sem í gróðrarmold þeirra sprett- ur upp. Og þar safnast leiguliðar sem maurar í þúfnabú í vistaverur hinna svo nefndu tenements. Og að því er Englandi viðvíkur, hafa miljónir flúið á árar stjórnarinnar og þegið framfærslu- styrk af henni (dole). Einungis á einum stað á jörðinni, er ekkert atvinnuleysi. Það er í Rússlandi En í Suðurríkjum Bandaríkjanna. var heldur ekki um atvinnuleysi að ræða, meðan þar var þrælaháld. Það svar nægir. Það er ávalt atvinna til fyrir þræla. En hvað er um Vestur Canada? Vér megum ekki rugla því, sem forsjónin lætur oss að höndum bera, saman við hagsmuna-ástand vort yfirleitt. Of miklir þurkar og gæftaleysi á sléttunum, er tilfelli; það er svo sérstakt, að það má undantekningu kalla en ekki reglu. Þau gæftaleysisár, verða aðeins mæli- kvarði þess, hve sýnt þjóðinni í heild sinni er um, að mæta bráðabirgða skakkaföllum sínum, eða hvort hún er svo efnum búin og einhuga, að hún geti það og geri. Og hvar erum vér staddir efnalega? Á enginn neitt í handraðanum? Eru ailir um það að verða gjaldþrota? Er öll von gæfu og gengis komin á barm glötunarinnar? Lítum á. Svartsýnirmennirnir tala í sífellu um hina “gömlu góðu tíma". Hvernig voru þeir tímar? Vér höfum nýlega lokið við að lesa lýsingu af á- standi þessa lands fyrir rúmum 30 árum eða frá árinu 1900. Þá voru blómatím- ar hjólhestsins. Einn maður af hverj- um áttatíu, átti þá þennan reiðskjóta í landinu. En nú? Á þessu hörmunga- ári 1931, á einn maður af hverjum átta, ekki hjólhest, heldur bifreið! En hestarnir skemtilegu? Árið 1900 voru hér 1,577,493 hestar, sem metnir voru til peninga á $100 hver. Þó ótrú- legt kunni að þykja, er tala hesta hér nú 3,295,000 samkvæmt skýrslum sam- bandstjórnarinnar. Þeir eru ekki aðeins helmingi fleiri, heldur einnig alt að því helmingi meira virði. Reiðhestum hefir ef til vill fækkað, en það bæta þá fylli- lega upp 1,193,889 bifreiðar, sem að jafnaði eru metnar á $350. hver, og svo nokkrir loftbátar í ofan á lag. En samgöngur? Eru þær ekki erfið- ari nú en árið 1900? Vegir eins og þeir eru nú, voru í raun réttri engir hér um aldamótin. Mieira að segja ánð 1904 voru aðeins 141 míla af steinsteypt- um brautum til í Norður-Ameríku allri, og tæpur einn fimti af þeim í Canada. Nú eru steyptir vegir eða mölbornir um þvert og endilangt þetta land, svo tugum þúsunda mílna skiftir. Maðurinn, sem árið 1900 ferðaðist til Toronto, hafði fjölda áheyrenda í heilan mánuð á eftir, til að hlýða á sögu sína af ferðinni. Nú er flogið frá Montreal til Toronto og til baka aftur milli árbíts og miðdegisverð- ar. Og til þess að geta talist nafnkunn- u'r ferðamaður að einhverju leyti, verð- urðu nú að hafa farið að minsta kosti tvisvar umhverfis jörðina. Árið 1900 var lengd járnbrauta í Can- ada alls 17,000 mílur. Nú er lengd járn- brauta C.N.R. félagsins eins 20,000 mílur. Ef nokkuð munar um C.P.R. félagið og alla flutnings mótorvagnana, sem um landið þjóta til og frá og loftbátana, sem í hundraða tali sveima yfir höfði manns, ættu samgöngur að vera nokkru sæmri nú en á hinum “góðu gömlu tímum’’ ársins 1900. Peninga-eignir meiri. Árið 1900, þegar alt lék í lyndi, voru $58. í bönkum landsins á hvern mann. Nú, þegar svo margir eiga um sárt að' bfnda vegna harðæris, eru $215 á hvem mann f bönkunum, eða um það fjórum 9innum m'eira. Árið 1900 áttu íbúar Canada, sem þá voru 5,371,313 í bönk- unum $316,000,000. Nú, með tæplega helmingi fleiri íbúum, hefir inneign þeirra hækkað það smáræði, að nú nemur hún $2,063,391,000. Þó eru peningaeignirnar ekki allar með þessu taldar. í nýlega endurnýuðum lánum til landsins eiga þeir $630,000,000. 1 verðbréfum fylkja og sveita, nemur eign þeirra hundruðum miljóna. Loks er svo eign þeirra í lífs- ábyrgðum, er hvorki meiri né minni er en sex biljónir dala! Árið 1900 voru hér 14,000 iðnaðar verk- smiðjur, er starf gáfu 339,000 manns, og greiddu þeim í vinnulaun $113,000,000. Framleiðsla þeirra í vörum nam $481, 000,000. Nú eru hér 24,000' iðnaðarverk- smiðjur, er fimm biljónir dala af fé hafa verið lagðir í. í þeim vinna 650,000 manns, er í vinnulaun er greitt $775,- 000,000 árlega. Vörutilbúningurinn nem- ur fjórum biljónum á ári. Um aldamótin unnu að jafnaði 20 manns í hverri verk- smiðju. Árslaun hvers þeirra var $300. Nú vinna 27 manns í hverri verksmiðju og árslaunin eru um $1000. Þá hefir mikil breyting orðið á hag og vinnulaunum verkamanna. Árið 1900 voru vinnulaun að jafnaði 37 til 40 cents. Vinnutíminn 60 klukkustundir á viku. Nú eru vinnulaun 45 til 50 cents, og 48 klukkustunda vika. Árið 1900 var því vinnutími í verk- smiðjum afar langur og aðbúnaður all- ur herfilegur. Nú hafa mörg verndunar- lög verkamanninum til handa verið sam- in, svo sem hvernig verksmiðjur og vinnu stofur skuli bygðar, svo heilsusamlegar og hættulausar séu að vinna í þeim. Einn- ig lög um að greiða sanngjörn vinnu- laun. Auk þess eru nú til lög um mæðra styrk, er $2,000,000 voru greiddar úr síðast liðið ár, ennfremur launa-ábyrgð- arlög (compensation) verkamanna, sem á liðnu ári greiddu verkamanninum nærri $50,000,000. Og síðast ellistyrks- lögin, sem kostuðu árið 1930 um $10,000, 000 og verða miklu hærri í ár. Fyrir bændum hefir margt gengið erf- itt síðustu árin. Við það verður að kannast. En samanburður á framleiðslu- magni nú og fyrrum, er þó eftirtekta- verður. Árið 1900 nám öll framleiðsla bóndans $364,000,000. Árið 1930 nam hún 1,240,000,000 eða nærri fjórfalt meiru. Bættur búnaðarhagur. En hvað er um hag bóndáns? Jarð- irnar veðsettar, skuldir og uppskerubrest- ur, og hjá mörgum alvarleg þröng í búi og einstöku algert bjargráðaleysi. Þrátt fyrir að alt þetta verður að viðurkenna að sé til, getur maður samt spurt, hvort hagur bóndans nú sé nokkru verri, en hann var fyrir þrem tugum ára? Að því er konuna snertir, munum við eldri mennirnir flestir eftir því, hvað mæður okkar höfðu að gera. Það voru ekki aðeins innanhúsverkin, í ófullkomn- um og þægindalausum húsakynnum, sem á herðum þeirra hvíldi. Þær urðu oft að gera mikið af útiverkunum einn- ig, vegna þess, að bóndinn kom því ekki öllu í verk einn, er gera þurfti. Já, hún móðir okkar mætti tala um þá “góðu gömlu tíma”. Nú fer mörg bónda konan á fætur til að snúa á rafljósunum í eldavélinni þegar hún fer að gera morg- unverðinn og fer inn í kæliskápinn eftir ferskum og hreinum mptnum. Rafmagns þvottavélin gerir hen^-' mögulegt, að halda við skólastúlkuútliti sínu fram á elli ár. Þarfnist hún einhvers úr búð- inni, gengur hún að símanum og les blöðin meðan hún bíður ieftir pöntun- inni. Að diska þvotti loknum eftir mið- dagsverðinn, hefir hún tíma til að hlusta a fréttimar sem nieð útvarpinu berast út um landið. Og sé ekki neitt sérstakt að gera eftir kvöldverð, er hægurinn nær að bregða sér upp í Fordreiðina og bruna með bónda sínum og krökkum til hreyfimyndahússins til að létta sér upp. Strit bóndans hafa og vélamar mikið létt, á sama tíma og framleiðslan hefir aukist. Árið 1900, þegar alt var hér í lukkunnar velstandi, voru í landinu 5,500,000 nautgripir, 2,5Ú0,000 sauðfjár, 2,300,000 svín og 18,000,000 hænsni. Nú eru hér 9,000,000 nautgripir, 3,600,000 sauðfjár, 4,000,000 svín og 60,000,000 hænsni. Samt er sagt, að sauðfjárrækt og svínarækt sé hér á hverfanda hveli og þær jarðir, sem nú þegar hafi ekki verið flúið burt af, séu veðsettar fyrir skuldum. Síðan um aldamót hefir hveitiræktin einnig fimmfaldast, aldinarækt þrefaldast, og ost og smjör- framleiðsla margafldast. Hvað er um bæina? Um aldamótin voru notaðir olíu- lampar í helmingnum af öll- um húsnm í stærri bæjum Canada. Nú vita allir hvemig þeir eru lýstir. Árið 1900, voru hér 53,000 símar í notkun; var þá einn sími fyrir hverja hundrað íbúa. Nú eru 1,434,534 símar hér alls eða 13 fyrir hverja 100 íbúa. Við höfum mikið meira af allskonar þægindum en áð- ur. Við höfum þúsundir mílna nú af gangstéttum, sem hér voru ekki árið 1900, hundruðir mflna af lokræsum, helmingi meira af rafvagna sporbraut- um og tugi hundraða mílur af steingötum o. s. frv. Á hinum “góðu gengnu tím- um” voru hér blikkofnar í flest- um húsum, sem brent var í viði eða kolum. Nú er mið- stöðvarhitun að verða mjög algeng, auk hinna almennari hitunaraðférða með heitu-vatni eða lofti. Olíu- og gas-hitun er einnig að ryðja sér til rúms. Með öllu þessu hafa störf kvenna í bæjunum breyzt mik- ið og batnað. Mörg konan nú veit ekki hvað móðir hennar varð að leggja að sér. Það er að visu ekki öllum steinum bylt enn úr vegi. En brautin er greiðfærari samt framundan og verður til næsta áfanga en hún var til hins síðasta. Fólk heilsubetra og líður betur Fyrrum litu mæðurnar sjálf- ar ávalt eftir börnunum sínum. gáfu þeim hægðarlyf, við innan kveisum, en sendu ekki oft, en þó stöku sinnum, eftir lækni. Nú líta sérfræðingarnir eftir því að barnið fái nóg af D fjörefninu með því að láta þau hafa nóg af spínak og sveskj- um. Og börnin eru heilsubetri og ef til vill sælli. Það eitt er víst, að færri börn deyja nú en nokkru sinni fyr. Hinir fyrri dagar, kunna að hafa verið meiri sæludagar en vorir. En þeir voru börnunum það ekki. Sannleikurinn er sá, að barnadauði fyrri tíma, er eitt hryggilegasta umhugsunarefni nútíðarinnar. Með betri læknum og vís- indamönnum en áður, hefir mannsæfin lengst mikið. Þau 200,000 börn, eða þar um bil, sem fæðast á yfirstandandi ári, verða einum 10 árum eldri, en næsta kynslóð á undan þeim. TímarniV sem við erum uppi á, eru einkennilegir að því leyti, að sá þykir. ekki tolla vel í tízkunni, sem ekki getur fundið eitthvað að hlutunum. Það er eitthvað að flestu eða öllu, sem nú er gert. Allir miklu mennirnir eru dauðir. Nú mistekst alt, sem reynt er að gera. Og það er vonlaust, að nokkuð geti batnað, meðan þessi kynslóð sem nú er uppi, stendur á fótunum. Tímarnir eru erfiðir. Vér neitum því ekki. En erum vér þegar á alt er litið, í raun og veru nokkuð ver af en menn voru í fyrri daga? Vér ef- um um það. ENDURMINNINGAR. Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Veturinn hafði verið harður, en nú var komið langt fram á sumar, og tíðin orðin stiltari og enginn hafís við Norður- land. Það fréttist austur á Mel- rakkasléttu, að matvöruskip væri komið á Akureyri, en víða var orðið þröngt í búi. Tóku sig >á samau nokkrir bændur á Sléttu og í Núpasveit og mönn- uðu stóran bát, er þeir sendu inn á Eyjafjörð til þess að sækja sér nauðsynjavörur. Bát- urinn lagði út frá Buðlunga- höfn, og minnir mig, að Jón DODDS ' Ikidney I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru. sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þagr eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. móðurbróðir minn væri for- maður á honum. Ferðin gekk vel þangað til kom inn fyrir Hrísey á Eyjafjörð; hvesti þá mikið á móti þeim; og loks fór svo í stormi og næturmyrkri, að þeir uppgáfust að berja á móti og leituðu þá til lands þar sem líklegast þótti, og settu upp bátinn, en leituðu síðan til mannabygða og komu þá að Skipalóni. Þeim var tekið for- kunnar vel og þótti Danielsen sem þeir gestir hans mundu vera skyldari fornum víking- um en flestir aðrir þátíðar- mienn. Hann spurði frétta. — Kom þá meðal annars til orða, að kaupmaðurinn á Raufarhöfn hefði fengið stóra tilhöggna húsgrind frá útlöndum, þar sem hann ætlaði að setja upp stóra búð, en enginn á þeim slóðum kunni að setja grindina rétt saman. “Ó, þetta dugir ekki’’, segir Þorsteinn. “Segið þið kaup- manninum að eg konn. Og svo var það, áður en sjófanend- urnir. sem gekk ferðin vel, liöfðu komið orðum til kaup- manns, þá var hann kominn austur á Raufarhöfn, fullar þrjár dagleiðir, þegar bezt er að fara á sumardag, til þess ó- beðinn að sjá um, að þetta mannvirki kæmist rétt á stað. Svona óeigingjarn áhugi og framkvæmdarsemi var ekki þekkjanleg á þeim tíma, því hann mátti alveg eins búast við að fá ekkert fyrir þetta ó- mak. Þorsteinn var framúrskarandi hagsýnn starfsmaður og stjórn- ari, og leið engum heilbrigð- um manni, þar sem hann kom, að liggja í rúminu fram yfir hæfilegan fótaferðartíma. Sögð var mér saga þessi. — Þorsteinn var snemma á ferð, eins og hans var siður. Sér hann þá á bæ einum rétt til hliðar að farið er að rjúka; þar fer hann heim og gengur óboðinn inn í eldhús; þar hang ir ketill á hóf yfir eldi; snarast hann þá út aftur, og leitar sér uppi hlóðarsteina, og gengur vandlega frá þeim, og siegir konunni, að hún hafi engin efni til þess að verma alla ver- öldina og nú skuli hún gefa sér kaffi. Veturinn sem eg var á Möðru völlum, dó kona Þorsteins; en þá var hann svo lasinn, að hann gat ekki verið við jarðar- förina, og sá eg hann aldrei. Hann var sæmdur dannebrogs- krossi fyrir dugnað sinn og rausn. Frh. Á HJÓLHESTI HAFA Á MILLI Drengur, Ernest Briginshaw að nafni, 21 árs, frá Amherst, N. S. kom til Wflinipeg fyrir helgina. Hann kom á hjólhesti alla leið austan frá hafi. Hugs- ar hann sér að halda áfram vestur á Kyrrahafsströnd og þaðan til baka um Bandaríkin. Hann lagði af stað að austan 24 aprfl s. 1. Kveðst oftast fara um 130 mílur á dag.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.