Heimskringla - 07.10.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.10.1931, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINLA WINNIPEG 7. OKTÓBER 1931. Veróníka. “Ralph, eg — guð fyrirgefi mér! — eg er búinn að gleyma. Eg — eg hélt að við sætum í lestrarsalnum á Court. Þú — þú ert fangi. Þessi hræðilega ákæra. En það er heimska’’. Hann reyndi að brosa. “Auðvitað verður sakleysi þitt leitt í ljós. Það verður að gera það. Við næstu yfirheyrslu skulu þeir sýkna þig. Eg —' eg verð að sjá að þeir geri það. Morð!" Hann hló fyrirlitlega. “Eins og að þú gætir drýgt svívirðilegt morð!’’ Ralph þagði. Fullvissa föðursins um sak- leysi hans gekk honum að hjarta. En hann vissi, að það gat reynst torvelt að sanna það. Þögn hans þokaði í burtu gleðibragðinu, er var yfir jarlinum, og kvíðinn færðist yfir and- lit honum. “Getur þú ekki varpað neinu Ijósi yfir þetta mál, Ralph?” spurði hann . “Mig — mig langar svo mjög að sjá þig á Court — heima. — Þar yrði sVo margt að segja þér, svo margt að gera fyrir þig. Eg er gamall og hrumur. Þú verður að taka við stöðu minni. Leiguliðarnir verða að koma upp að Court og tala við þig. Það skal verða almenn gleði — stórveisla. Eg þarf að leggja þetta alt upp í hendurnar á þér. Og Veroníka, Ralph!” Rödd hans titraði. “Eg hefi fundið þig og þó fæ eg ekki að hafa þig hjá mér. Þú ert hér í fangelsinu, og eg — guð hjálpi mér! — er hjálparvana. Getur þú varpað nokkru ljósi yfir þennan sorgarleik, gert nokk- uð til að ráða fram úr þessum leyndardóm?” Ralph hristi höfuðið. “Nei, eg er hræddur um ekki’’, mælti hann lágt. “Við getum að eins beðið rólegir og þolinmóðir, treystandi þeim sem eru að hjálpa okkur. Þeir munu gera alt er þeir geta’’. “Hvers vegna hafa þeir ekki,uppi á þeim seka?’’ mælti jarlinn ákafur. “Þeir ættu að geta sannað sakleysi þitt og fært þér aftur frelsi. Grunar þú nokkurn, Ralph?” Ralph hristi aftur höfuðið. “Nei”, mælti hann. “Það er mér hulin gáta. Eg hefi hugs- að um þetta fram og aftur — eg hefi nógan tíma hérna — velt því fyrir mér á allar lundir ,en eg hefi ekki getað ráðið gátuna. Selby hefir heldur ekki getað ráðið fram úr þessu. Hefir hann þó gert alt er í hans valdi stendur. Maðurinn var ókunnugur hér um slóðir. Groser í “Hundinum og uglunni’’ — þar sem maðurinn bjó — veit ekkert um hann. Burchett — þú veist að hann vill geira alt sem honum er unt — hann getur einkis orðið vís. Whetstone — Faðir!’’ — Hann mælti þetta síðasta orð lágt og jarlinum brá. Svo lagði hann höndina á höfuðið á Ralph og horfði á hann með djúpum innileik. “Já, Ralph’’. “Viltu ekki segja Burchett — og honum — það sem þú hefir sagt við mig? Þú vilt skýra þetta fyrir þeim?” “Eg skal segja þeim alt, Ralph”, mælti jarlinn alvarlega. “Allur heimurinn skal fá að vita, að eg hefði leitað móður þinnar — vesalings, elsku- legu, göfugu Janét! — og flutt hana til Court, hefði eg ekki haldið að hún væri dáin”. Ralph þrýsti mögru hendinni fullur þakk- lætis. “Whetstone hefir líka verið að reyna að ráða gátuna, en honum hefir ekki tekist það frekar en hinum. Hefir Fanny Mason fundist?’’ mælti hann svo alt í einu. “Eg veit það ekki’’, mælti jarlinn. “En það skal verða haft uppi á henni — ei»kis skal látið ófreistað. Ó, Ralph, þetta er einn hluti hegningarinnar. Að þú skyldir vera hérna, hérna’’ — hann horfði í kring um sig í klefanum og það fór hrollur um hann — “í stað þess að vera beima!” Fangavörðurinn kom að dyrunum. “Ung- frú Denby, lávarður”, mælti hann. Veroníka gekk inn. Hún leiddi Ödu við hlið sér. Barnið slepti hönd hennar, leit ekki á jarlinn en skoppaði til Ralphs. “Ó, stóri maður, eg er svo kát!” hrópaði hún. “Þau vildu ekki leyfa mér að koma til þín, en eg nauðaði og nauðaði þar til Veroníka fór með mér’’. Ralph tók hana á kné sér, kysti hana og klappaði henni á kollinn. “En hvað þú ert föluir’’, mælti Ada. Hún oinblíndi framan í hann. “Og hvað herberg- ið þitt er hræðilegt. Hvað ertu að gera hérna? Hvers vegna toemur þú ekki til veit- ingahússins, þar sem eg, Veroníka og pabbi erum. Þar er svo miklu skemtilegra en hérna”. “Eg toem bráðum, Ada”, mælti hann. “Eg «r neyddur til að vera hérna fyrst um sinn vegna starfs sem eg hefi með höndum”. “Það falýtur að vera mjög leiðinlegt starf,” mælti hún. Svo varð henni litið á jarlinn. “Hver er þessi gamli maður?’’ “Hann er faðir minn”, mælti Ralph. “Viltu fara og heilsa honum, Ada?’’ Hún fór ofan úr knjám honum og gekk til jarlsins, er hafði horft á þau innilega glað- ur. “Komdu sæll”, mælti hún og rétti fram höndina. “Mér þykir gaman að sjá þig, fyrst þú ert faðir stóra mannsins”. Jarlinn benti Veroníku að láta bamið á kné sér — hann treysti sér ekki til þess SjálfUT. “Eg býst við, að þú vitir hver eg er?” mælti hún og horfði framan í föla andlit jarlsins, dálítið smeik. “Eg er litla stúlkan, siem stóri maðurinn bjargaði úr eldinum. Eg var sofandi í rúminu mínu, eins og eg er æfinlega á nóttunni. Þá varð alt í einu ó- sköp heitt og herbergið varð fult af reyk, svo að eg varð dauðhrædd um, að eg kynni að brenna — og það er hryllilegur dauðdagi eins og þú veist. Og eg var öll að stikna og rétt að segja að missa meðvitundina, er eg sá stóra manninn ryðjast inn í herbergið og hann kallaði til mín: “hérna er eg, Ada vertu óhrædd’’ og um leið og eg heyrði rödd hans var eg ekki lengur hrædd. Hann tók mig í fang sér og þá misti eg alveg með- vitundina, og er eg fékk hana aftur, þá var eg í rúminu. Stóri maðurinn hafði forðað mér frá að brenna lifandi. En hann brend- ist sjálfur, eins og þii veist og hann varð mjög veikur — ó, hann lá fjarska lengi. Nú líður honum betur og er miklu líkari því er hann var vanur að lofa mér að ganga með sér og er hann var að svæfa mig á kvöldin. En af hverju lokar hann sig inni í þessu leiðinlega herbergi?’’ Þessi látlausu orð barnsins gengu jarlinum mjög að hjarta og hanum vöknaði um augun. “Taktu hana héðan’’, mælti Ralph. “Þetta er ekki staður fyrir — fyrir börn. Fyrir engan”, bætti hann við og leit til Veroníku. “Vildir þú, Ada, fara dálítinn spöl með mér í vagninum mínum?” mælti jarlinn. “Ef til vill kæmum við þá auga á einhverja sölu- búð, þar sem við gætum fengið okkur góð- gæti”. “Alveg eins og við vorum vön, þegar eg fór gönguferð með stóra manninum?’’ mælti Ada fagnandi. Hún hljóp til Ralphs, vafði handleggjun- um um háls honum og hvíslaði að honum: “Á eg að fara, stóri maður? Hann virðist vera einstaklega góður maður. En það hlýtur líka að vera, fyrst hann er faðir þinn’’. “Já, farðu, Ada’’, hvíslaði hann. Hún kysti hann og skopppaði svo til jarls ins. “Hann segir, að eg megi fara með þér. Og hann er sonur þinn! En hvað þér hlýt- ur að þykja vænt um hann og hversu stolt- ur hlýtur þú ekki að vera vegna hans”. “Það er eg”, mælti jarlinn um leið og, hann tók í hendina á Ralph. Er hann var farinn út með Ödu við hlið sér flaug Veroníka í faðminn á Ralph. “Ralph! Ralph! Þú veist sannleikann, hann hefir sagt þér hann. Eg er svo glöð og stolt yfir þér!” Ralph þrýsti henni að sér og kysti hana ákaft. “Og eg er glaður og stoltur — þín vegna, ástin rnín’’, mælti hann lágt. “Þarf eg að segja þér það, að munurinn á okkur — munurinn milli þín, af göfugu bergi brot- in, og mín, Ralphs Farringtons, skógarvarð- arins — gerði mig einu sinni óhamingjusam- an?’’ “Nei, Ralph’’, mælti hún og brosti við líon- um. “Eg hefði aldrei grunað þig um slíkt. Þú sem altaf komst fram við mig eins og eg væri fyrir neðan þig — eins og eg var og verð ætíð, vinur minn”. “En, Veroníka”, mælti hann alvörugef- inn eftir dálitla þögn. “Það getur verið að eg finni til þess, að eg er sonur jarlsins, en lagalega hefir það enn ekki verið sannað. Þu manst eftir Talbot Denby. Hann er næst.i erfingi, eins og þú veist, og hann mun hafa eitthvað að segja við þessu. Hann ber ekk- ert góðan hug til mín, Veroníka, og hann mun vafalaust gera alt, til þess að mæla á móti kröfu minni til arfsins. Og lagalega séð, verður Jíklega rétturinn hans megin”. “En hann gerir það ekki’’, mælti Veron- íka. “Eg hefi séð hann nýskeð og hann tal- aði eins og hann gengi út frá því að þú værir sonur parlsins og eins og honum kæmi ekki til hugar að ósanna það’’. Ralph hleypti brúnum og var hugsi. “Það er einkennilegt’’, mælti hann. “Talbot hefir aldrei geðjast að mér — þú manst eftir við- ureign okkar við ána?” “Heldurðu, að eg gleymi nokkru sem snertir þig?” mælti hún lágt með höfuðið við brjóst honum og horfði hugfangin í and- lit hans, “Það er einkennilegt að hann skuli svo fúslega láta af hendi jarlsdóminn. Jarlsdóm! Það er ótrúlegt. Eg get naumast gert mér það í hugarlund. En eg gleðst af því, að verði eg jarl, þá verður þú jarlsfrú — og það hæfir þér. Æ!” hróp- aði hann svo alt í einu upp, “hér er eg að tala um fram- tíðina, alveg eins og alt væri glæsilegt og bjart, — og — og’’ — Hann leit í kringum sig í klefanum. “Það verður ekki lengi, Ralph’’, mælti hún. Hún var að telja hug í hann. “Sannleikurinn sigrar’’. “Seinna — þegar það er um seinan”, mælti hann meira við sjálfan sig en hana. Svo var eins og hann skamm- aðist sín fyrir efagirnina og óttann og hann bætti við í snatri: “Já, já, þetta er ágætt. urinn sigrar”. Það var þögn. Svo mælti hún hikandi: “Þú vissir ekki að eg var á ferli þessa sömu nótt, Ralph, nóttina er — nóttina sem þú fórst?” ROBIN HOOD HAFRAGRAUTUR ER ODÝR OG NÆRINGARMIKILL MORGUNMATUR. RobinwHood Rdpid Odts Sannleik- Talbot brá, en hann duldi geðshræringu sma. “Fanny Mason!’’ endurtók réttarþjónninn. Það hófst kliður í salnum, en hann þagnaði er Fanny var leidd inn í vitnastúkuna. “Nei’’, mælti hann annars hugar. “Eg gekk til skógárvarðarkofans. Eg fór til þess að hitta þig, til þess að láta þig vita, að eg gæti ekki látið þig fara. Eg sá Bur- chett og frétti að þú værir farinn. Og — eg sá annan til’’. “Jæja?" mælti hann. “Hver var nú það?” “Það var Talbot”, mælti Veroníka. “Hann kom utan úr skóginum’’. Ralph kinkaði kolli. “Jæja”, mælti hann. “Hann hefir verið að fá sér göngu. Hann hefir þó ekki séð neinn, býst eg við?’’ “Eg hefi ekki spurt hann um það” mælti Veroníka lágt, “því að rétt áðan sagði hann mér, að hann hefði ekki farið að heiman”. “Hann hefir gleymt því, býst eg við”, mælti Ralph og var enn viðutan. “Heldur þú að þetta sé þýðingarlaust ? ’’ spurði Veroníka. Hann hristi höfuðið. “Hvers vegna ekki það?” mælti hann. “Ef hann hefði hitt ein- hvern þá hefði hann getið þess. Þú heldur þó ekki að verið geti eitthvert samband millli Talbots Denby og myrta mannsins?’’ bætti hann við með daufu brosi. “Hvernig gæti það verið? Þeir gátu ekki hafa þekst, gátu ekki hafa haft neina ástæðu til sundur- þykkju”. Veroníka hristi höfuðið. “Nei, eg sé að það getur ekki verið. En, Ralph, lítilfjörleg- ustu smámunir hafa þýðingu fyrir mig. Og hvers vegna sagðist hann ekki hafa farið að heiman þetta kvöld, sem eg sá hann — eg sá hann inni í skóginum’’. Ralph ypti öxlum. “Eg veit ekki”, mælti hann. “En við skulum ekki hugsa frekar um þetta. Eg vil tala um þig sjálfa, hvað þú sért að gera og hvort þér líði vel. Þú virð- ist föl og hnugginn. Þú veikist. Og það verður mér þyngst af öllu. Vina mín, þú sem ert svo hugrökk, minstu þess að “sannleik- urinn sigrar’’. Sá atburður að jarlinn í Lynborough hefði kannast við Ralph Farrington sem son sinn og erfingja flaug um alt héraðið og alla leið til London. Og það varð til þess, 3 morðinu á Lynborough var gefinn enn meiri gaumur. Dagblöðin í London sendu út sér- staka fréttasmala, er önnur yfirheyrsla í mál- inu fór fram. Litli dómsalurinn var troðfullur og múgurinn þyrptist saman á stærtunum umhverfis húsið svo að kviðdómendurnir og aðrir, er um málið fjölluðu, urðu að ryðja sér braut þangað inn. Enda þótt Thome, Talbot og jafnvel Veroníka grátbændu jarlinn um að fara hvergi, hafði hann þó ekið til dómsalsins og hafði tckið sér sæti fyrir neðan dómara bekkina, þ að það hefði ekki þótt sæma að hann hefði tekið sér þar sæti. Útlit hans alt vakti saniúð manna um allan dómsalinn. En jarlinn virtist ekki gefa því neinn gaum. Hann einblindi á fangastúkuna, bíðandi eftir því að fanginn kæmi þangað inn. Ralph kom bratt inn, leiddur af tveimur lögregluþjónum. Hann var fölur, en hafði fullkomið vald á sjálfum sér. Hann horfði með rósemd á mannfjöldann í salnum, en er hann loks kom auga á jarlinn brá honum. Ástúð og meðaumkvun voru auðsæ í augum honum og varir hans titruðu. En það var aðeins í svip. Hann náði sér undir eins og varð rólegur og ákveðinn á svip. Hann stóð teinréttur með krosslagða arma, með vak- andi eftirtekt í svipnum. “Já, hann er líkur jarlinum”, barst rnann frá manni. “Hann ber sig eins og hans há- göfgi. Lítið á augun og munninn. Það er nákvæmlega eins, því verður ekki neitað!’’ Talbot heyrði kliðinn, þar sem hann sat við hlið jarlsins. Og hann varð enn fölari en áður. Yfirheyrslan hófst og Grey mælti: “Nú vil eg kalla fram vitnið, sem sá fangann nóttina sem morðið var framið. Fanny Mason!” XXXI. Kapítuli. Hvað hafði hent stúlkuna? spurði mann- fjöldinn hver annan. Hún var ekki aðeins fö] — því gat maður búist við — en hún var mögur, úttauguð og illa til fara — hún, sem ætíð hafði verið svo snyrtileg. Og hvers vegna var hún svo niðurlút og sneypt, eftir að hafa horft í kringum sig? Augu hennar höfðu mætt augum Talbots. Og þó að hún gæti lesið afsökun og trygg- ingu í augum hans, var hún þó ólundarleg og illsvitandi á svip. Áköf óttatilfinning greip Talbot, en hann reyndi að telja sér trú um að hann hefði ekkert að óttast. Henn- ar sjálfrar vegna bjóst hann við að hún þegði um samband sitt við hann. Og að vitnaleiðs- lunni liðinni ætlaði hann að gefa henni pen- inga og fá hana til að vera þagmælska fram- vegis. Hún svaraði spurningum þeim, er fyrir hana voru lagðar, í lágum róm og skotraði augunum til Ralphs. Hún skýrði frá því, að hún hefði séð hann og myrta manninn saman um nóttina, er morðið var framið, og hún hefði heyrt þá vera í rifrildi. Þá sneri hún sér við og gerði sig líklega til að fara úr vitnastúkunni, en Selby stóð -þá á fætur og benti henni að vera kyrri. “Eitt augnablik”, mælti hann vingjarn- lega. “Mig langar til að spyrja fáeinna spurninga. Gefið yður tíma og svarið sam- vizkusamlega. Þér vitið að þessi maður’’ — hann hneigði höfuðið í áttina til Ralphs — “er ákærður um svívirðilegan glæp. Eg vil nú láta yður vita, að framburður yðar er mjög þýðingarmikill og þess vegna munið þér segja sannleikann, allan sannleikann og ekkert annað”. “Eg — eg hefi sagt satt’’, mælti hún svo lágt, að það varla heyrðist. “Eg veit að þér hafið gert það”, mælti hann góðlátlega, “og eg bið yður, krefst þess af yður að halda því áfram. Verið þér nii rólegar, eg skal ekki spyrja yður frekar en þörf er á’’, því að Fanny skalf eins og strá í vindi. “Nú, lögregluþjónninn, er sendur var að leita yðar, fann yður þar sem þér dvöld- uð í veitingahúsi. Þér voruð ekki í vist þar?” Hún hristi höfuðið. “Nei, herra’’. Talbot, sem hafði hlustað á þetta án þess að láta sér bregða, reyndi að senda henni varnaðaraugnatillit. “Hvers vegna fóruð þér úr vist þeirri, er þér voruð í, þegar þér fóruð héðan?” “Eg — eg — mér féll hún ekki’’, mælti hún lágt. “Reynið að tala lítið eitt hærra”, mælti Selby h'ughreystandi. “Þér hafið ekkert að óttast meðan þér talið sannleikann. Hvar voruð þér í vist?’’ “í — í St. Johns Wood’’, mælti hún enn í sama lága rómnum. “St. Johns Wood”, mælti hann blíðlega/ “Hvað hét húsmóðir yðar?’’ Varir Fannyar titruðu og hún horfði spyrjandi yfir á dómarabekkina. “Er eg skuldbundin — verð eg að svara?” spurði hún feimnislega. “Eg hefi sagt alt sem eg veit og mér féll þungt að þurfa að segja það. Eg — eg vildi ekki gera Ralph ðrétt. Hann veit að eg vil það ekki! Ilann veit, að eg vil það ekki! Hann var ætíð vingjarn- legur við mig. Ó, eg vildi að eg hefði aldrei farið neitt! Verð eg að svara?’’ “Þér verðið að svara”, mælti Saintsbury lávarður alvarlega. “Jú, hvers vegna skylduð þér vera hrædd- ar?’’ spurði Selby blíðlega. Hiin sagði þeim nafnið á húsinu. Svo hikaði hún o,g þagnaði. “Nafn húsmóðurinnar, hvað var það?” spurði Selby alvörugefinn. “Það — það var engin húsmóðir’’, mæltl hún loks. “Eg — eg — það var mitt eigið hús. Eg var ekki í neinni vist”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.