Heimskringla - 07.10.1931, Síða 3

Heimskringla - 07.10.1931, Síða 3
WINNIPEG 7. OKTÓBER 1931. HEIMSKRINLA 3. BLAÐSlÐA þér sevi n otiff T I M BUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. mjög svo algengt að heyra svo að orði komist, að kristinn sé sá, sem kappkosti að lifa í anda Jesú Krists. En á meðan ekki eru allir á eitt sáttir með það, hver andi hans hafi verið, þá er ekkert með því sagt. Vísindalegar rannsóknir í þeim efnum eru enn í bernsku og eru enn skemra á veg komnar fyrir það, að rannsóknarar hafa að meiru eða minna leyti verið bundnir við skoðanir erfða- kenninganna eða hlífzt við að ganga í fuilkomið berhögg við þær. Þess er því í raun og veru alls engin von, að menn hafi enn orðið sammála um á- kveðnar niðurstöður af þeim rannsóknum. Og það er reynd- ar hæpið, að nokkurntíma verði eining um þær, eins og vísind- unum er þessi rannsókn í pottinn búin. Það má um það deila í það óendanlega, frá hvaða atburðum úr lífi Jesú muni rétt vera skýrt, og hvaða setningar rétt hermdar. All- ar niðurstöður verða að bygg- jast á líkum og þar sem svo er, líta menn altaf misjafnlega á það, í hvaða/\átt sterkustu líkurnar hníga. En hverju sem menn vilja um það spá, að menn verði í þessu efni sammála um ákevðnar niðurstöður, þá er ekki hægt að tala um kristni eða “líf í anda Jesú Krists’’ sem eitthvað fastákveðið hug- tak, meðan sú niðurstaða er ekki fengin. Ef breyta ætti nafni íslenkzr- ar þjóðkirkju, þá væri það mín tillaga, að hún héti “íslenzk kirkja’’, kendi sig ekki við neina ákveðna stefnu, hefði það takmark að vera vöku- maður og vekjari í íslenzku i þjóðlífi, án þess að vera bundin neinum reglum um það, hvern- ig vekja skal. Hún á ekki að vera trúarbragðafélag, ‘heldur menningarstofnun. Þjóðkirkja ísiands er tvímælalaust alveg einstæð í sinni röð um heim allan . Verk hennar hefir aldrei nema að rnjög litlu leyti legið á sviði túarbragðanna, heldur á sviði almennra menta. Bar- áttan milli kaþólsku og lúter- sku er ekki á sviði trúarbragð- anna, heldur er það barátta milli erlendra og innlendra yfir- ráða. Enda verður síðasti vörð- ur kaþólskunnar ein af kær- ustu þjóðbetjum lúterskra ís- lendinga, en fyrsti lúterski biskupinn verður hálfgert ó- menni í meðvitund þjóðarinnar, þar til sagnavísindi 20. aldar- innar leiða annað í ljós. Og Jóni Arasyni eru trúarbrögðin ekki meiri helgidómur en það, að þegar hann endurreisir hið heilaga klaustur í Viðey, þá liggur honum það meira á hjarta að yrkja níðvísur um Öanskinn en loftkvæði um hina heilögu mey. íslenskir prestar hafa yfirleitt verið snauðari að einkennum trúarbragða en al- menningurinn, snauðir að hjá- trú og hindurvitnum, umburðar- lyndari gagnvart nýjum hreyf- ingum, og nýjar hugmyndir, sem síast hafa inn til þjóðar- innar, munu fremur hafa átt þeim aðstoð að þakka en mót- stöðu að kenna. Þeir hafa verið menningarfrömuðir ís- lenzkrar alþýðu, sumir braut- ryðjendur í búnaði og öndvegis nienn í frelsisbaráttu þjóðarinn- ar. Enda hefir þjóðin bezt kunnað að meta þessa starf- semi þeirra, og þeir sem fræg- astir hafa orðið hafa getið sér beztan orðstýrinn fyrir annað en trúboðsstarfsemi, þegar Jón Ögmundsson er undanskilinn. Björn Halldórsson í Sauðlauks- dal hefir getið sér ódauðlegt orð í sögu þjóðarinnar fyrir sína kartöflurækt, Tómas Sæ- mundsson fyrir áhuga á því að veita verklegum menningar straumum til þjóðarinnar, Hann >es Stephensen og Arnljótur Ólafsson fyrir sína stjórnmála- starfsemi, Þórhallur biskup Bjarnarson fyrir búnaðaráhuga og Jón bisknp Vídalín hefir verið lesinn um full 20 ár fyrir svo strákslegan og snjallan rit- hátt. að Laxness og Þórberg- irr eru þar báðir börn til sam- anburðar. Enginn íslenzkur kennimaður hefir orðið frægur f>Tir nýja útlistan trúarlærdóm- ana eða baráttu gegn villutrú. Það er fyrst nú á allra síð- ustu tíð, að verið er að gera tilraun með að gera íslenzka presta að dragbítum á andlega framsókn þjóðarinnar að dæmi relends kirkjuanda. En takist okkur yngri pres'tunum aö hnekkja þeirri tilraun og ef við reynumst þess megnugir að setja mót okkar á kirkjuna sem beild, þá teldi eg vel farið, að við kendum kirkju okkar við þjóðina og ættjörðina eina saman, og gæfum með því til kynna, að við viljum ekki á neinn hátt eiga saman að sælda við anda þann. sem svonefnd kristin kirkja út um heim all- ,an hefir látið stjórnast af um undanfarnar aldir, — vektum ennfremur athygli á því, að hér á landi hefir starfað kirkja, sem er einstök í sinni röð um beim allan, — kirkja, sem hef- ir veitt nýjum þekkingargeisl- um inn til þjóðarinnar á sama tíma og aðrar kirkjur voru að brenna uppfyndingamenn á sviði vísindanna, — kirkja, sem hefir staðið í broddi menn- ingarlegrar framsóknar, meðan aðrar kirkjur héldu í og spyrntu fast við fótum. “íslenzk kirkja’’ ef nafn þeirrar menningarstofn- unar, sem hefir að markmiði alhliða menningu þjóðarinnar, — göfugri tilfinningar, skarp- ari skilning, sberkari og ein- beittari vilja og fjölskrúðugri þekkingu — og að tæki læröa menn útum bygðir landsins, sem verði þar menningarfröm- uðir á einu og öðru sviði, leið- beinendur alþýðunnar í heim- speki ,sögu og stjórnmálum, glæðandi andlegleika hrygð hennar og sorgir og samkvæm-/ isgleði, atvinnumál og hvers- konar félagsskap. Saurbæ, í mars 1930. Gunnar Benediktsson. —Straumar. SKIPASMÍÐASTÖÐ VIÐ REYKJAVfK Alþingisályktun um nefndar- skipun. Alþingisályktun befir verið gerð um skipun þriggja manna nefndar til að rannsaka og gera tillögur um gerð og starf- rækslu skipasmí^astöðvar í Reykjavík eða grendinni — til skipasmíða og viðgerðar. Var ákveðið, að nefndin verði skip- uð á þann hátt, sem tillagan þar um hljóðaði um, er skýrt var frá hér í blaðinu á föstu- daginn. —AJþbl. OPIÐ BRÉF TIL HKR. Tileinkað vinum mínum, Mrs. Rósu Casper, Blaine Wash., og K. N. skáldi á Mountain, N. D. Frh. Síðasti áfangastaður okkar í þessari norður og suðurför var Húsafell, þar sem séra Snorri bjó og er grafinn. Geng- um við að leiði þess sérkenni- lega, og góða íslendings. Svo gengum við út á tún og sáum Sörladys hests Skúla fógeta, sem Grímur Thomsen kveður um hið fræga kvæði sitt “Skúla skeið’’. Vitrir menn staðhæfa þó, að Sörli geti ei verið þar jarðaður, en hvað sem því líð- ur, og hvar sem Sörli “krafsar hrauna-sallann’’ — þá myndi hann nú bráðlega finna hina nýju fjallvegu betri til muna, >en þeir voru, er hann barg lífi Skúla. Þá gengum við út fyr- ir tún, og sáum Amlóða — einn af þeim þrem steinum, sem sr. Snorri á að hafa leik- ið sér að, og reynt með karl- mennsku gesta sinna. Am- lóði léttasti steinninn liggur þar enn, og er götuslóði >um- hverfis hann, eftir fætur þeirra manna, sem reynt hafa krafta sína á honum. Var mér sagt menn í öllum Borgarfirði sem borið gætu Amlóða umhverfis réttina — liún stendur þar ennþá — og lagt hann upp á dyrakampinn, samkvæmt fyr- irmælum Snorra. Fáeinii menn lyfta honum á kné og enn nokkrir geta látið renna vatn undir hann. Þeir, hálf- sterkur og full-sterkur eru báð- ir úr sögunni, svo enginn veit hvað um þá befir orðið. Hefðum við nokkurstaðar haft kveldverð þenna langa ferðadag, hefðum við átt að gera það hér að Húsafelli. En eg man nii hneint ekki til að við gerðum það, og ekki er þess getið í ferðasögupistlum mínum. Sýnir það bezt hve lítið hugur manns snýst um matinn, þó hann sé nauðsyn þegar um eitthvað stórt eða hugðnæmt er að ræða. Það er langur tími frá kl. 12 til 1 að hallandi liádegi til kl. 2 að næturlagi eða næsta morgni, því um það leyti komum við til Reykjavíkur. En fyrst eg man ekki þetta atriði skal ekk- ert um það sagt, skiftir enda engu. Hinns vil eg þó geta, áður eg legg upp á Kaldadal, og kveð með öllu Borgar- og Mýrarsýslur, að ekki einung- is þótti mér víða þar, sérlega fallegt, heldur og virtist mér að þar mundi víða viel búið, báru hin nýju reisulegu íbúð- ir og víða gripahús líka, vott um velgengni, því í þeim sýsl- um virtist mér flest nýtísku hús — þ. e. steinsteypuhús, af byggðum þeim er eg hafði enn þá um farið. Frá Húsafelli blasir við Kalmannstunga. Um þann bæ heyrði eg oft talað i æsku, sem sjálfkjörinn gisti- stað pósti og annara ferða- manna. Þótti mér því gaman að horfa yfir þangað, og nú fannst mér þar geta naumast felegt verið. Þar er þó enn gestastöð — sérstaklega allra þeirra er sjá vilja Surtshellir. Þangað langaði mig mjög að koma, en gat ekki. Til þess var enginn tími nú eða síðar, og verður það mér æ saknað- arefni. Þá leggjum við af stað frá Húsafelli í síðasta lengsta og versta áfangann. Nú kom fram sem oftar heppni okkar Mörtu í þesu ferðalagi. Hefð- um við farið með bíl Jóns Þorsteinssonar frá Hvamms- tanga, hefðum við komið ofan í Borgarnes og orðið að fara þaðan sjóleiðis til Reykjavík- ur, sömu leið og við fórum áð- ur, en mist af Kaldadal. Nú vorum við á leið til hans þ. e. Kaldadals, skyldum fara yfir Skúlaskeið og sjá ýmislegt það á þeirri leið, sem við ella hefð- um farið á mis við. Undir eins og komið er út úr Húsafells- túni, sækir bíllinn á brattann, og það er bratti — og vega- leysa — mundu við V.-ísl kalla það, borið saman við fjallvegi okkar hér. En hvergi ógn- aði mér hæðin. Eg hef séð meiri hæðir hér í fjöllum okkar Strandabúa dýpri dali og mieiri gil. En hér eru vegir ein- breiðir og ekki auðvelt að sjá hvað gera mætti ,ef bílar mætt ust. En umferðin er lítil. Engir bílar mættu okkur, þó auð- veldlega gæti slíkt komið fyrir. Nú eins og oftar dáðist eg að stillingu bílstjórans. Þeir mega ekki vera lofthræddir eða taugaveiklaðir bílstjórarnir, sem slíkar leiðir fara. Ekkert ógn- aði mér heldur hristingurinn og öll héldum við sætum okk- ar. Upp þessar bröttu hlíðir þræðir bíllinn í ótal krókum og má þar víða litlu muna. Veður var gott, sólskin. með köflum og bjart yfir öUu. Mörg urðu þarna giftn og lækir á leiðinni upp hlíðina, og hrjóst- ug er hún og ei fögur. Loks vorum við komin upp á heiðar eða fjallabrún þessa, og tók þá við Skúlaskeið. Bílstjór- inn Pétur Guðmundsson er skapaður til að flytja forvitið fierðafólk. Hann þreyttist aldrei á að segja því um ör- nefni er á leið okkar voru seint og snemma. Þegar maður kemur upp á Kaldadal er mað- ur umkringdur af háfjöllum snæfi þöktum meira og minna. Enda lágu enn skaflar í daln- um sjálfum, svo að í einum stað lág skafl yfir veginn og varð Pétur með bílinn að sneiða fyrir hann. Þegar við vorum skamt áletðis kominn á dalnum, sá eg tvær lanibær. Ekki sá eg stingandi strá þar neinstaðar. En eitthvað hafa þær fundið, sem tældi þær upp þangað, enda voru þær ekki á rás, og ekki stóðu þær held- ur aðgerðalausar. Nöfnin á fjallahring þeim er umkringja þenna fáránlega stað hafði eg skrifað á laust blað sem eg finn nú ekki, en alt er landið eyðilagt og umhverfið ægilegt. Ekki kæri eg mig um að vera þar ein a(S vetrarlagi og ekki einusinni “í ærlegum stormi’’, eins og H. H. óskaði einu sinni að yrði þar, er hann reið þá leið. En einmitt þetta kvæði hans hafði vakið hjá mér löngun eftir þessari leið. Þegar við vorum komin þarna upp á Kaldadal var degi tekið að halla, og er við komum suð- ur yfir var farið að skyggja. Ein att skreið bíllinn áfram með sömu ferð eða því sem næst, eftir hraunsléttum utan í mal- arhryggjum, eftir þurrum leir- dældum milli hóla og hryggja, og loks komum við niður á Þingvöll. Var þá komið fram yfir miðnætti og enn þá löng leið til Reykjavíkur — frá 40 til 50 mílur að sögn. En nú fór eg að kannast við mig, því á Þingvelli hafði eg nýlega verið 5 daga, þ. e. meðan á hátíðinni stóð, og þó nokkuð lengur. Eg bjóst við að nú væri þessi söguríki staður mann laus orðinn. En því fór fjarri. Þgr voru ennþá nokkur tjöld og þó nokkuð af fólki, og alt var það enn á fótum. Ekki var enn þá dagsett á íslandi, en lítil birta stóð af þeirri dags- rönd sem enn var á lofti, og nóttin köld. Frá Þingvöllum fórum við austurleiðina og nið- ur eftir Mosfellssveitinni, hefði mér þótt vænt um það að degi til. En nú naut útsýnis ekki fyr en komið var ofan í neðri og vestari hluta hennar, og þó ekki vel. Þá var samt tekið að birta, og meira >en hálf bjart. er við komum að Undralandi, rétt fyrir innan bæinn þ. e. Reykjavík, kl. 2 e. m. n. þar og þá lauk þessari för okkar KOSTAR SVOLÍTIÐ MEIRA EN ÓUPP- SETT TE — EN ER ÞESS VIRÐI — ÞVÍ ÞAÐ ER KRAFTMEIRA OG KEIMBETRA. Blue Ribbon Limited WINNIPEG :: :: CANADA Mörtu minnar eftir réttar tvær vikur, og að ýmsu leiti hinni skemtilegustu ferð, sem eg hefi farið á æfinni allri, og mér óglyemanleg. Frh. EINKENNILEGT NÁTTÚRUFYRIRBRIGÐI Sunnanvindurinn ber hundruð þúsunda suðlægra fiðrilda norður til íslands. Firðrildi þau, er sagt var frá hér í blaðinu í gær, eru þistil- fiðrildi (Vanessa cardui*. Þau eru gul-, ljós- og mó-flekkótt og um 61 cm. vængjabrodd- anna á milli. Þau eru ákaflega vel fleyg og flakka oft í stór- hópum frá heimkynnum sínum, sem er Suður-Evrópa, langt norður í lönd, og þegar þau svo fá sunnanátt geta þau bor- ist alla leið til íslands. Þau hafa borist hingað nokkrum sinnum áður, og telur dr. Bjarni Sæmundsson líklegt, að hin svonefnda sóttarfluga, sem getið er um í annálum, að stundum hafi sézt hér mikil mergð a,f, hafi vierið þistil- fiðrildi. En menn álitu þá alla náttúruviðburði boða sótt eða óáran, og af því stafar nafnið sóttarfluga. í gær var hringt til blaðsins og sagt frá því, að eitt af fiðr- ildum þessum væri í Alþingis- hússgarðinum. Síðar fréttist að þau hefðu sézt í Hafnar- firði, í Flatey, og vestur á Barðaströnd, en í garði einum rétt háj Skólavörðustíg sáust ekki fæn-i en 10 af þeim. Það þarf því ekki að efa, að bor- ist hafa hundruð þúsunda norð- ur yfir höf af fiðrildum þessum með undanfarinhi sunnanátt. Væri gaman að fá fréttir úr sem flestum áttum hvar þau hafa sézt og hvenær. —Alþbl. Athugasemdir þýðanda eru oft hið skemtilegasta við skáld- sögurnar. í einni þýddri enskri sögu stendur: Greifynjan and- varpaði og mælti: “Ó, eg vildi að eg væri komin þúsund míl- ur undir jörðina!’’ Og neðanmáls: — Höfundurinn á eflaust við enskar mílur! SPARIÐ sem svarar *30— á rafstóarkaupum með því að kaupa rafstó með- an á útsölutímanum stendur, sparið þér $18.00 til $20.00 á vírlagningu, og þess utan fáið þér Slave Falls Souvenir gjafa- I bérf fyrir $10.00 virði af raf- | afli. ÞETTA GERIK TIL SAMANS, | ER ÞJER SPARIÐ, I .M $30.00 | Vér setjum inn hjá yður arfstó á $10.00 niðurborgun. Afgang- urinn breiddur með vægum \ borgunarskilmálum. SÍMIÐ 848 132 Cftij ofWmnfpeg Hgdró!lectncS#em, PBINCESS ST. A Thorough School! The “Success’’ is Cánada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day. and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. Inj twenty-one years, since the founding of the “Suc- cess” Business College of Winnpeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Success’’ train- ing is significant, because the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.