Heimskringla - 07.10.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 07.10.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 7. OKTÓBER 1931. HEIMSKRINLA 5. BLAÐSlÐA TIL MR. OG MRS. P. S. DALMAN á silfurbrúðkáupsdegi þeirra. (Kvæði þetta, ásamt árnað- arskeyti, barst silfurbrúðhjón- unum frá Mr. og Mrs. Goodman í Wynyard. Er Mrs. Goodman móðursystir mrs. P. S. Dal- man). Fjórðungs-aldar Fujlnað skeið! Farna brautin ÖIl var greið. Kætir muna Minning heið; Mun þó fegri Áfram-leið. Þið genguð á gæfunnar inni Og giftust einn vonríkan dag; Svo báruð þið síðan í sinni Eitt samhljóma þakklætis-lag. En verkin og viðleitni sanna, Að vongleði býr þeim í sál, Er syngja við alt, sem þau anna því óður er gleðinnar mál. Og lagið er enn ekki á enda, Það örvast og hækkar um sinn, Unz öflustu óskirnar ienda Og ofþreytan ritast á kinn. Því söngvarnir safnast í anda Og sigrarnir einingu ná; Svo enginn má aliur þar standa. Sem örlögin gengu' ekki frá. Við 'eigum því eftir að kiynnast Við æfinnar vonbjörtu skaut, Úr fortíð þó margs sé að minn- ast Er meira á framtíðar braut. Með þökk fyrir hið liðna og ósk um farsæla framtíð frá: Mr. og Mrs. G. G. Goodman —Wynyard, Sask. FRÁ ÍSLANDI Reykholt. Hinn stóri og myndariegi alþýðuskóli á höf- luðbóli Snorra Sturlusonar er nú nærri fullgerður og tekur til starfa í haust. Skólastjóri verður Kristinn Stefánsson cand. theol., sem í fyrra var kennari á Laugarvatni. Aðrir kennarar við skólan verða, eftir því, sem blaðið hefir heyrt, sr. Einar Guðnason í Reykholti, Þórir Steinþórsson bóndi í Reykholti og Þorgils Guðmunds son, hinn góðkunni íþróttamað- ur, áður kennari á Hvanneyri. Mun hann annast sundtoenns- luna. Verður sundlaugin í Reykholti sú glæsilegasta, sem enn er til í landinu. Skólahús ið stendur rétt við Snorralaiug. Það er hitað með vatni úr hver- num Skriflu, þannig að hvera- vatninu er veitt í þró utan við húsið, en ferskt vatn er leitt í pípum gegnum þróna, hitnar þar og rennur síðan í hitaleiðslu hússins. — í Reykholti mun í vetur verða veitt viðtaka um 60 nemendum og mun nú vera hver síðastur að tryggja sér þar aðgang. — Síðan í júh'- byrjun hefir skólahúsið verið sumarbústaður fyrir kaupstaða- fólk, sem leitar hvíldar í sveit- inni, og gististaður fyrir ferða- menn. Eru þar veitingar á boð stólum allan daginn fyrir þá, sem um veginn fara. En Reyk- holt er alveg í leiðinni þegar Kaldadalsvegurinn er farinn milli Norður- og Suðurlands. Næst Laugarvatni er hið nýja skólahús í Reykholti vafalaust hezti gististaður, sem völ er á í sveit yfir sumartímann. CRÆNLANDSDEILAN OG ÍSLAND Rvík 27. ágúst Tilkynning frá ráðuneyti for- sætisráðherra: Um það leyti, er lögð var fyrir Alþingi tillaga til þings- ályktunar og gæzlu hags- muna íslahds út af deilu þeirri, er risin er milli Danmerkur og Noregs um réttinn til yfirráðá á Austur-Grænlandi, barst for- sætisráðherra tilkynning frá alþjóðardómstólnum í Haag, um að deilunni hafi, af hálfu Danmerkur, verið skotið til al- þjóðadómstólsins. Um leið og Alþingi samþykti þingsáilyktunartilíöguna, ’sendi forsætisráðherra því, í sam- bandi við utanríkismálanefnd, ) alþjóðaxiómstólnum í Haag til- kynninguna, en auk þess var því lýst yfir, að ísland teldi sig hafa hagsmuna að gæta í sambandi við þetta mál. — Hefir utanríkismálaráðherr- um Danmerkur og Noregs verið tilkynt þetta. Loks hefir forsætisráðherra í samráði við utanríkismálanefnd falið Einari prófessor Arnórs- syni að gera skýrslu um Græn- landsmálið, og koma fram með tillögur um frekari meðferð þess. —Mbl. VEL AÐ VERIÐ í bænum Buffalo í Banda- ríkjunum varð lögreglumaður þess var, að mannshöfuð kom eina nóttina upp úr einni saur- rennuholunni á strætinu. Hann furðaði á þessu og fór á hnot- skóg. Var maðurinn þá að bisa við brennivíns-kúta niðri í saurrennunni, er smyglað hafði verið frá Canada á báti til bæj- arins, en affermdir voru við saurrennumynnið niður við vatn ið. Eftir saurrennunni átti að fleyta þeim til viðtakanda. Og þangað hefðu kútarnir komist og svalað þorsta einhverra, ef manntetrið hefði aldrei rekið upp höfuðið til að fá sér ferskt loft. BÚNAÐAR-LÁNFÉLAGIÐ Félagið sem stofnað var fyrir nokkru síðan undir nafninu Dominion Agricultural Credit Company, í því augnamiði, að lána fé til viðreisnar eða að- stoðar búnaði, er nú komið á laggimar og tekur bráðlega til starfa. Af hlutum þess hafa nú selst um 60% og kaup- endurnir eru járnbrautafélögin bæði, flestir bankar, lífsábyrgð- arfélög og önnur auðfélög lands ins. ANNAÐ STÓRFLÓÐ f KÍNA í Unnan-héraði í norðvestur hlutanum af Kína, hafa ný- lega farist 25,000 manns í flóði, er flæddi þar yfir landsvæði um 5,000 fermílur að stærð. Hinn frjósami Yangtse-dalur er enn þakinn flóði. Kona (gröm) : Sá er munur inn á kú og mjólkursala, að hjá kúnni fær maður óbland- aða mjólk. Mjólkursali: Satt er það, en kýrin lánar ekkert. TILKOMUMIKIÐ OG EFTIRMINNILEGT , GULLBRÚÐKAUP Einkennileg og dulræn feg- urð, hvíldi yfir Riverton-þorp- inu við íslendingafljót, fimtu- daginn þann 24. september síðastliðinn. Nokkra undan- farna daga, hafði forsjónin verið næsta örlát á dögg af himni, og það jafnvel svo mjög, að sumum jarðarbörnum þótti nóg um; árla að morgni þessa áminsta dags, skein sól í heiði og einmuna blíða hélzt langt fram á kveld. Fylkingar fomra endurminninga, flögruðu frá einu húsinu til annars, frá manni til manns, órjúfaiilegar eins og örlaga keðjan, er rót- festi bólstað landans víðsvegar fram með ströndum Winnipeg- vatns, fyrir meira en hálfri öld. Þeim fækkar nú óðum, frum- herjunum af íslenzkum stofni, er vestur fluttust í stóra hópn- um svo nefnda árið 1876, og settust að norður við vatnið; JÁ! ÞJER GETIÐ LOSAST VIÐ GIGT Kannske þú sért í efa. Kannske þú hafir kvalist lengi og reynt margvís- legar læknlngar, sem allar hafa brugð ist. En ef til væri nú lækningaraTS- ferb, sem hundrub manna hafa reynt og læknast af, og sem þér getib reynt átiur en þér borgiS fyrir hana. Vær- ub þér viljugir til ab reyna hana meí þeim skilmálum, ab borga ekki fyrir hana. ef hún læknar ybur ekki? Gott og vel. Slíkt lyf er til, og þér getib fengiö 75c pakka af því, meb því a® skrifa eftir því. Lyf þetta var uppgötvab af föbur mínum, sem yfir 20 ár kvaldist af gigt. Hundrub manna og kvenna hara notab þaö — hafa fyrst skrifab eftir frium pakka, sem hefir reynst svo vel, a« þeir hafa haldiö áfram ab brúka þaö. þar til aö öll gigt var horfin úr líkama þeirra. Eg segi því þetta í allri einlægní: “Eg skal, ef þér hafib ekki áöur bruk aö lvfib, senda y?5ur 75c pakka af þvi ef þér skeriö þessa auglýsingu ur blab inu og sendiö oss hana ásamt natni yðar og áritun. Ef þér eruð fusir tii þess, megið þér senda lOc í fnmerkj- um til að hjálpa til að borga burð- argjaldiÖ. „ Skrífið mér persónulega — F. H. Delano, Dept., 1802K, Mutual IMt Bldg , 455 Craig Street West, Montreal. FRI DELASO'S giutvbikis SIGl KVKGAKI er slíkt og í fylsta samræmi við ófrávíkjanleg lífsinsy lög; þó standa enn nokkrir ofar moldu, veðurbarnir að vísu eftir langa útivist, en engu að síður ungir í anda og þakklátir fyrir það, hve vel og giftusam- lega hefir ráðist frarn úr æfin- týrunum. 1 hvert sinn og landnáms- mannanna eða landnámskvenn- anna, er minst, er í raun og veru um sanna landnámshátíö að ræða. Þenna áminsta fimtudag stóð mikið til í Riverton, því þá áttu merkishjónin að Grund við íslendingafljót, þau berra Jóhann Briem, einn af fyrstu og elztu frumbyggjum þar nyrðra, og frú Guðrún Margrét Briem, hálfrar aldar hjóna- bandsafmæli; hafa þau svo að segja allan þann tíma dvalið á þessum sömu stöðvum, tekið margvíslegan og giftudrjúgan þátt í þroskasögu bygðarlags- ins, og notið virðingar allra ferðafélaga sinna á lífsleiðinni jafnt; heimili þeirra hefir legið í þjóðbraut; þar hefir aldrei verið farið í manngreinarálit; sérhver gestur jafnvelkominn, er að garði bar; þátttaka þeirra í málefnum íslendinga norður við Fljótið, hvort heldur um safnaðarmál, sveitar, eða hér- aðsmál var að ræða, hefir jafn- an verið slík, að sjaldan þótti ráðum til fulls ráðið án þess að álits þeirra væri leitað. Það var því sízt að undra, þótt vinir þeirra og vandamenn, sveitungar og samferðamenn, leituðust við að samfagna þeim í tilefni af gullbrúðkaupinu, og var það líka með slíkum hætti gert, að öllum hlutaðeigendum varð til sæmdar. Klukkan hálf-fjögur á fimtu- daginn var mannfjöldi mikill saman kominn í samkomuhöll þeirra Riverton-búa. Á meðan verið var að skipa fólki til sætis, lék hljómsveit bygðarinn- ar, undir forustu hr. S. Sigurðs- sonar nokkur lög; að því búnu setti herra Sveinn kaupmaður Thorvaldsson þetta ánægjulega gullbrúðkaupsmót, og stjórnaði því til enda með hinum mesta skörungsskap. Að lokinni tölu veizlustjóra, voru sungin þrjú vers úr sálm- inum: “Hve gott og fagurt”, en því næst flutti séra Sigurður Ólafsson, prestur safnaðanna í norður hluta Nýja íslands, bæn. Þá tók til máls Capt. Sigtryggur Jónasson og flutti heiðursgestunum ávarp það frá bygðarbúum og sveitungum, sem hér er birt, og afhenti þeim $50 í gulli; næst var lesið ávarp frá börnum þeirra hjóna, og fylgdi því $50 gjöf í gulli: ávarp frá barnabörnum las ungfrú Olive Coghill, og fylgdi því einnig gjöf, silfurlögð blóm- karfa. Hr. Skúli Hjörleifsson. forseti Bræðrasafnaðar, flutti þeim hjónum ávarp frá söfn- uðinum, með innilegu þakklæti fyrír starfsemi þeirra í þágu hans frá fyrstu tíð; en næsta ávarpið þar á eftir var frá kven- félaginu Djörfung til frú Briem, og fylgdi því skrautlegur borð- búnaður; af öðrum gjöfum má nefna gullbúinn lindarpenna, er afhentur var gullbrúðgum- anum, og gullnisti, er gullbrúð- urin var sæmd með; þær gjaf- ir afhenti ungfrú Thorvaldsson; voru þær afhentar á forkunnar fögrum silfurdiski. Aðall ræðuna fyrir minni gull brúðhjónanna flutti sr. Jóhann Bjarnason, auk þess sem sókn- ar presturinn, séra Sig. Ólafs- son, flutti þeim stutt ávarp. Stuttar tölur fluttu: hr. Jón Sigvaldason, séra Ragnar E. Kvaran, dr. S. O. Thompson, hr. Bjarni Marteinsson og Ein- ar P. Jónsson. Kvæði voru flutt eftir þá Guttorm J. Guttorms- son, “þjóðskáld’’ þeirra Fljóts- búa; hr. G. O. Einarsson verzl- unarstjóra í Árborg og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Óþarft er að taka það fram, að auk hljóm- sveitarinnar, var skemt með ís- lenzkum og enskum söngAum ávalt annað veifið. Allmörg hamingjuóskaskeyti bárust þeim Grundarhjónum í tilefni af gull- brúðkaupsdeginum, og eru nöfn sendenda birt á öðrum stað. Eftir að hinni r.eglubundnu skemtiskrá sleit, kvaddi veizlu- stjóri gullbrúðhjónunum hljóðs er ávörpuðu hvort í sínu lagi veizlugesti hlýjum og hjart- næmum orðum, með innilegu þakklæti fyrir þann hlýhug, er þeim væri auðsýndur með þessu virðulega samsæti. Vert er að þess sé getið, að samkomuhöllin var fagurlega skreytt, veitingar hinar ágæt- ustu og kertaljós við hvern disk þó dagbjart væri. Herra Jóhann Briem er son- ur Ólafs timburmanns Briem og Dómhildar Þorsteinsdóttur frá Stokkahlöðum, er bjuggu á Grund í Eyjafirði. Er hann frek lega hálfníræður að aldri, fædd ur 7. desember 1845. Á meðal bræðra hans voru þeir Valdi- mar vígslubiskup og Jakob, er nú dvelur á elliheimilinu Betel að Gimli. Jóhann ber aldurinn vel; hann er enn ungur í anda og fylgist vel með því, sem er að gerast, eigi aðeins hér í landi, heldur líka heima á ætt- jörðinni. ar frá Reykjahóli í Skagafirði; er hún 18 árum yngri en mað- ur hennar, hin mesta sæmdar- og myndarkona; eiga þau hjón sex mannvænleg börn á.lífi. Æfi þeirra Briemshjóna hef- ir orðið auðnurík og fögur. Sú er einlæg ósk hinna mörgu vina þeirra, að æfikvöldið megi verða farsælt og fagurt með svipuðum hætti. (E. P. J.) KVEÐJUR OG SKEYTI. Lukku- og árnaðaróska kveðj ur til Mr. og Mrs. Jóhann Briem, voru lesnar frá Mr. og Mrs. I. Ingaldson, M. L. A., Winnipeg. Dr. Sig Júl. Jóhannesson. Winnipeg. Mr. og Mrs. Þ. Þ. Þorsteins- son, Winnipeg. Frú Valgerði Sigurðson. Hnausa. Mr. og Mrs. Sv. Pálmason. Winnipeg. Mrs. Guðrún Johnson, Árnes. Jónas Jóhannesson, Wpg. Mr. og Mrs. H. M. Sampson, Portage le Prairie. Dr. og Mrs. B. B. Jónsson, Winnipeg. Dr. og Mrs. O. Björnsson, Winnipeg. Mrs. Lára Eyjólfson, Riverton Vala Jónasson, on behalf of the Jónasson family. Mr. og Mrs. Fred. Stephen- son, Winnipeg. Mrs. Vilhjálmína Stefánsson, Winnipeg. Ólafur S. Thorgeirsson, Wpg. Rev. J. A. Sigurðsson, Selkirk Jakob Briem, Gimli. Frh. á 7. bls. EILÍFÐAR ELDSPÝTAN Fyrír nokkrum árum fann maður nokkur upp nýja eld- spýtnategund, sem mun, þeg- ar hún kemur á markaðinn, skapa gerbyltingu í þeim iðn- aði. Uppfyndingin er í því fólgin, að hvað eftir annað í mörg ár, er hægt að kveikja á sömu eldspýtunni. Þessi glæsilegi hugvitsmaður heitir Ferdinand Ringer, og virðist hann vera mjög ákveðinn í því, að selja leyndarmál sitt viðvík- andi uppfyndingunni ekki í hendur okraranna, eldspýtna- þrisvar boðist til að kaupa upp- fyndinguna. Fyrst bauð hann 4 miljónir sænskra króna, síð- an 6 miljónir og nú síðast 10 miljónir. En Ferdinand Ring- er gefur honum alt. af afsvar, og segist ekki undir nokkrum kringumstæðum selja leyndar- mál sitt, en hins vegar muni eilífðareldspýtan bráðlega koma á markaðinn. “Þeim, er koma til mín í þeim tilgangi að kaupa af mér leyndarmál mitt,’’ segir Ferdinand Ringer, “gef eg vind- il að skilnaði — og í öllum þeim hefi eg kveikt með sömu eldspýtunni. —Alþbl. ÓÞÆGILEGAR MÓTTÖKUR Danskt skip, “Frederiksborg’’, var nýlega á leið inn á höfnina Antilla á Cuba. Vita skipverjar þá ekki fyrri til en tvær flug- vélar, sem yfir þeim svífa, hefja skothríð á skipið með vélbyss- um. Bátunum er þá skotið út, en þeir verða strax ósjófærir af kúluskotunum. Sneri skipstjóri þá við og hélt til smáeyju þar skamt frá, ætlaði að vita með skeytasendingum hverju þetta sætti. Þar fær hann skeyti frá yfirvöldunum á Cuba, og er hon um boðið að fara til Tanamo- hafnar á norðurströnd Cuba. Þegar þangað kemur eru skip- stjóri, 1. vélstjóri og loftskeyta- maður teknir á land og þeim varpað í faneglsi. Daginn eftir var þeim þó slept og skipinu leyft að fara ferða sinna. í skeytum til danskra blaða er þess ekki getið, að nokkurt tjón á mönnum hafi orðið af skot- hríðinni. Skip þetta hefir ver- ig fjögur ár í siglingum milli Cuba og meginlandsins, venju- lega flutt kol aðra leiðina og ávexti hina. Talið er að flug- mennirnir hafi haldið þetta vera norsbt skip, grunað um að flytja óleyíilega skotfærí til Cuba. Skipstjóri á ‘ Frederiksborg’’ heitir Christen Wendt og er gift' ur íslenzkri konu, Pálheiði systur Ársæls bóksala og þeirra systkina. —Alþbl. Hún: Er hún Jóhanna ekki dæmalaus? Hún getur talað fimm tungumál. Hann: Og ekki þagað á einu einasta þeirra! nuiid JUllcLIlHS vtuuiuii Konganna, pvi aö Kreuger, eld Margrct Pálsdóttir, Pétursson- spýtna hákarlinn sænski hefi Nú skuluð þér reyna þessa aðlaðandi Miss Lillian Loughton matarsérfræðingur við Canadian Magazine, bendir á þessa aðlaðandi miðdegis matskrá. Reynið hana. Maturinn er fult eins lystugur og hann virðist vera. Og auðvitað, sem svo margt fleira gott, er auðveldur að tilbúningi. MIÐDEGIS MATSKRA Cream of Celery Soup Chicken Salad in Tomato Rings • Nýir Brauðsnúðar Niðursoðnar Perur. “Magic” Deðlu-kökur* Chase & Sanborn Kaffi Miss Loughton segir: Að mér heppnast bökun jafnaðarlegast er að miklu leyti ágæti og ábyggileika Magic Baking Powd- er að þakka. Eg mæli með “Magic”, fyrir allar forskriftir sem heimta Baking Powd- er. Jafnvel byrjendum er óhætt að nota hann. Athugið vörumerkið á hverj- um bauk. Það er trygging fyrir því að í Magic Baking Powder er hvorki álún eða önnur skaðleg efni. Reynið forskrift fyrir *“MAGIC” 3 bollar haframjöl 9% bolli hveiti 3 teskeiðar Magic Baking Powder Miss Loughton’s DEÐLU-KÖKUM % teskeið Salt 1 bolli púðursykur % bolli Lard bolli smjör Látið haframjölið í skál. Siktið hveitið, bökunar duftið og púðursykurinn saman og blandið þvi hvorteggju við haframjölið. Bræðið smjörið og feitina saman og látið í mjölið ásamt mjólk. Hrærið alt vel sam- an, hnoðið og fletjið og skerið með köku- skera og bakið við hægan hita. Fyllið með þessu: 1 pd. niðurskornum deðlum, 1 bolla af púðursykri, 1 bolla af heitu vatni. Sjóðið vel og drepið á milli kakanna. Eða gangið frá kökunum sem myndin sýn- ir. Hafið ávaxtamaukið til, jafnt köku- deiginu. Þegar kökumar eru skornar skerið úr annari hvorri miðjuna, látið eina skeið af ávaxta maukinu á heilu kökuna, leggið þá skomu ofan yfir, og þrýstið veí saman brúnunum, og bakið svo við hægan hita. Kaupið vörur tilbúnar í Canada.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.