Heimskringla


Heimskringla - 10.11.1931, Qupperneq 1

Heimskringla - 10.11.1931, Qupperneq 1
XL.VI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 10. NÓV. 1931. NUMER 7 LÆKNARNIR OG KREPPAN. Læknarnir eru eflaust ekki síður háðir viðskiftakreppunni en aðrir. Þegar til þeirra er leit að er ekki verið að tala um Tcostnaðinn, eða um það, hvort Tiægt sé að greiða hann. Lækn- irinn þýtur af stað með hraða eldliðshestanna, um leið og hans er vitjað. Öll umhugsunin er um það, að lina þjáningar liins sjúka og bæta heilsu hans. ef kostur er á því. En læknar þurfa að lifa eins og aðrir menn, og þeir geta ekki í það endalausa látið reka á reiða með það, hvort þeir fái nokkuð greitt fyrir þjónustu sína eða ekki. Þeir eru fáir, er vinna með Ijúfu geði, þegar þeir fá ekki vinnulaun sín goldin. Vegna slíkra Hálfdanarheimta á skuldum sínum, hafa læknar í bænum Wainwright í Alberta- fylki, hafist handa og krefjast þess, að fylkisstjórnin sjái svo fyrir, að enginn læknir þurfi eftir 1. janúar 1932, að vitja sjúklings í algerðu vonleysi um að fá nokkra borgun fyrir það. Ætlast þeir til að sveitin eða fylkið greiði fyrir lækningar þeirra sjúklinga, er um megn er að greiða skuld sína sjálfir. Þessi krafa læknanna er í sjálfu sér mjög sanngjörn. Það er ekki hægt að búast við að þeir sitji með góðu geði yfir konum nótt eftir nótt hungr- aðir. Að kalla inn skuldir fyrir störf þeirra, þó öllum störfum séu þýðingarmeiri, er ekki neitt auðveldara en fyrir aðrar skuld- Ir á þessum tímum, og liefir ef til vill aldrei verið, þó skrítið sé. Hagur manna yfirleitt mæl- ir nú með kröfu þessara lækna. En tímarnir og fleira gefa einnig ástæðu til þess, að mál- efni þetta sé íhugað frá annari hlið. Ef einstaklingar eru nú svo hart leiknir af kreppunni, að þeir geta ekki goldið lækn- um fyrir verk sín, er þá ekki tími til kominn að minnast á þjóðeign sjúkrahúsa. Ef kostn- aðurinn við að lækna sjúklinga þjóðfélagsins fellur á stjórnirn- ar, þá virðist ekki úr vegi, að þær hafi einnig eftirlit með lækunum, ráði þá í sína þjón- ustu, og heilbrigðiseftirlitið alt sé að þjóðeignarstarfi gert. Hina sjúku verður að lækna. Þjóðfélagið verður að gera það, sé það sjúklingunum sjálfum um megn. Að sjúkum mönnum er þjóðfélaginu enginn hagur.. Auk þess ætti samlíf borgar- anna að vera komið á það stig að sjá skyldu sína í því að veita sjúkum og ósjálfbjarga aðstoð. Þjóðfélagið ætti í raun og veru að ieita uppi hina sjúku þegna sína og lækna þá, hvort sem þeir vildu sjálfir eða ekki. Oss hefir ávalt virzt heilbrigð- iseftirlit og heilsa þegnanna vera eitt af þeim málum, sem stjórnir þjóðfélaganna ættu að annast að öllu leyti, en ekki einstakir menn. Lækningar ýmsra meina einstaklinganna eru svo dýrar orðnar, að al- gengur verkamaður, sem á þeim þarf að halda, klífur aldrei kostnaðinn við það, hve gamall sem hann verður. Með þjóðeign sjúkrahúsa eða lækninga yfirleitt, mælir því margt. CANDHI KALLAÐUR HEIM Þjóðþingið indverska (Nat- ional Congress) á Indlandi sendi Gandhi skeyti s. 1. laugar- dag, að hverfa eins fljótt og honum væri unt heim til Ind- lands. Til kynna er ekki gefið hvers vegna, en ókyrð og ó- spektir eru tíðar sagðar á Ind- landi, og hafa þær farið í vöxt eftir því sem það hefir orðið ljósara, að erindi Gandhi muni ekki bera mikinn árangur á Indlandsráðstefnunni í London. En þar hefir Gandhi verið ofur- iði borinn af Múhamedstrúar- mönnum, sem með málstað Breta virðast vera. Verður því að líkindum ekkert af ferða- lagi Gandhi um Norðurlönd og ýms lönd Evrópu, sem honum lék þó nokkur hugur á. Mun. hann hafa ætlað að sína fram á réttmæti málstaðar Indverja í frelsisbaráttu sinni. Um hæl fer Gandhi þó ekki heim vegna þess, að milli hans og Ramsay MacDonalds hefir talast svo til, að Gandhi sitji ráðstefnuna þar til henni lýkur, en það mun verða um 23 nóvember. FRÓNSFUNDUR Fundur verður í Þjóðræknis- deildinni Frón föstudagnn 13 nóv. n. k. í G. T. húsinu. Kosn- ing embættismanna fer fram á fundinum og á ýms nauðsýnleg starfsmál önnur verður minst. En að öðru leyti verður fund- urinn skemtifundur. Dr. Rögn- valdur Pétursson flytur þar er- indi um tilgang og nauðsýn þjóðræknisstarfsins. Mrs. Hope sýngur einsöng. Ungfrú Helga Jóhannesson spilar á fiðlu og auk þess hefir Mr. Thorsteinn Johnson góðfúslega lofað trio- fiðluspili nokkra nemenda sinna. Þá verður og Píanó- solo og samspil tveggja nem- enda Mrs. G. Helgasonar, er ávalt hefir aðstoðað deildina á fundum sínum með píanó-spili og henni ber mikið þakklæti fyrir. Ennfremur verða stuttir upplestrar, tveggja ungmenna er ágætan orðstýr hafa hlotið fyrir framsögn á íslenzku máli. Eru það ungfrú Lilian Baldwin- son og Friðrik J. Kristjánsson. Af öllu þessu sézt, að hér er stóreflis skemtun á ferðinni. Væri inngangsgjaldið ekki of- metið á 50 cents, en deildin Frón veitir þessa miklu skemt- un allsendis ókeypis, biður ekki einu sinni um samskot fyrir hana. Vegna þess hvað löng og ó- vanalega fjölbreytt skemtiskrá- in er á þessum fyrsta fundi fé- lagsins á haustinu, eru íslend- ingar ámintir um að koma snemma svo engin bið þurfi að verða á störfum og jafnframt til þess, að njóta skemtunarinn- ar frá byrjun. Fundur hefst stundvíslega kl. 8 að kvöldinu. Þess skal getið, að deildin Frón hefir loforð fyrir ágætis lið- veizlu við störfin á fundum sín- um á komandi vetri. Fundir hennar munu því verða bæði gagnlegir og skemtilegir. Stefán Einarsson (forseti delidarinnar “Frón”) LÆKNIR TALINN VALDUR AÐ DAUÐA 76 BARNA Próf. Deycke hetir þýzkur vísindamaður. Hann hefir um langt skeið verið stjórnandi barna-sjúkrahælis í Lubeck á Norður-Þýzkaiandi. Á 'barna- hæli þessu vildi það til, að hann lét spýta hinu svonefnda Cal- mette-lyfi í 253 böm, en lyf þetta er talin vörn við tæringu. En af börnunum dóu 76, og 100 veiktust en komust þó til heilsu eftir langan tíma. Var auð- sætt, að hér hafði verið um einhver mistök að ræða, og for- eldri dauðu barnanna kröfð- ust að þetta yrði rannsakað. Stendur nú yfir mál út af þessu. Hefir stjðrnandi barnahælisins meðgengið, að hann hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu, að vísinda rannsókn sinni hafi skját lað í sambandi við þetta lyf. Kveður hann sig því sekau um dauða þessara barna, en enga aðra af læknum bamahælisins. Sér hafi yfirsézt, en þeir hafi á- valt trúað sér. Fyrir réttinum bar læknirinn sig mjög aumlega út af þessu glappaskoti sínu, og segist ekki hafa sofið rólega eina einustu nótt síðan þetta ó- happ kom fyrir. Hvort honum verður hegnt ifyrir yfirsjón þessa eða ekki, er en óákveðið. Próf Deycke er 66 ára gamall og hefir varið miklum hluta æfinnar til að rannsaka varnir gegn tæringu og holdsveiki. Og árið 1892 varð hann frægur fyrir uppgötvun á örsökum Asíu-kólerunnar og vöra við henni og bjargaði með því í Hamborg hundruðum mannslífa. SKOÐUN SHAW’S Á RÚSS- LANDI TALIN FÁVÍSLEG. “Hin fagra mynd af Rúss- landi, sem George Bernard Shaw bregður upp í ræðu þeirri er útvarpað var í London fyrir skömmu, er í hæsta máta fá- vísleg”, segir Benjamin Fine, 178 Sutton Ave., Brooklyn. Mr. Fine er nýkomnn frá Rússlandi. Var hann verkstjóri í hálfan sjötta mánuð í norðaustur hluta Rússlands. Hann ferðaðist tals vert um landið vegna þess, að verksvið hans var á meðal bænda og laut að smjör-gerð. Kyntist hann því bæði sveita og þorpslífinu, jafnframt því sem hann heimsótti Moskva og aðra stórbæi til að kynna sér iðnaðar-starfsemina. Til Rússlands segist Mr. Fine hafa farið frá vellaunuðu starfi í Bandaríkjunum, vegna þess, að hann hafði lengi haft hug- boð um að á Rússlandi væri ver ið að vinna í verulegum skiln- ingi að umbótum á hag almenn- ings og í róttækara stíl en í nokkru öðru landi, og lék for- vitni á að kynnast því. En í því efni varð hann fyrir algerð- um vonbrigðum. “Ástandið,” segir hann, “á Rússlandi er bágbomara en i nokkra öðru landi, sem eg hefi komið í, og hefi eg þó um mörg lönd farið. Og þjóðin er þar vesælli og vansælli en svo að eg ætli að reyna til að lýsa því. Hún virðist ekki einungis á- hugalaus lieldur einnig vonlaus um alt. Það getur engin kynst þessu til hlítar á viku eða hálfri annari viku, sem eins og Mr. Shaw kemur til Rússlands, sem heiðursgestur stjórnarinnar og ekki er 9ýnt annað en það, sem skammlaust má kalla, enda hef- ir mér oft ofboðið smjaðrið og vitleysan í orðum þessara gesta. Það eru engar öfgar að segja, að ástand fátækustu manna í Bandaríkjunum, hvort sem at- vinnulausir eru eða ekki, se betra en verkamannsins yfir- leitt í Rússlandi, sem ekki telur sig í flokki kommúnista. Og það er meira en helmingur eða alt að því tveir þriðju þjóðar- innar, sem ekki gerir það. Kommúnistarnir, sem eru nokk- urs konar nýr aðall á Rússlandi, eru einu mennirnir, sem við kjör búa, sem sæmileg yrðu talin hér (í Bandaríkjunum). Fyrir aragrúa af hinum liggur ekki annað en að flækjast um, hungruðum, ræfilslegum, nið- urbeygðum, sviftum öllum tæki- færum til að bjarga sér sóma- samlega sjálfum, en draga fram lífið á veglyndi þeirra, sem eitt- hvað hafa handa á milli í þeirra eigin utanveltu (declass- ed) flokki. Það er borið út um heiminn, að ekkert atvinnuleysi sé í Rússlandi. Þetta er svo sorg- lega hlægileg vitleysa, að eg ætla ekki að eyða neinum orð- um að því. Það er ekkert ann- að en eitt af þessum gyllingar- auglýsingum, sem stjórnin stút- fyllir þessa heiðurs-gesti sína með, og þeir eru svo nógu ein- faldir að dreifa út um heim all- an sem heilögum sannleika og þykjast jafnvel merkilegir fyrir að geta frætt hinn óupplýsta heim, utan Rússlands, á þess- ari nýung. Þessir menn eru að- eins pólitízk ginningafífl rúss- nesku stjóraarinnar. Það er satt, að Rússland þarf- nast sérfræðinga til að koma einhverri viðunandi tilhögun á þetta iðnaðarstarf, sem stjórnin hefir með höjidum og almenn- ingur borgar fyrir með súrum sveita. Sex rússneskir verka- menn fá ekki meira kaup en einn ameríkumaður. Og hvern- ig að þeir halda lífinu með því, og fjölskylda sinna er mér ó- skiljanlegt. Þeir skifta meira að segja miljónum, sem við at- vinnuleysi eiga að búa og allar bjargir eru bannaðar til að hafa sjálfir ofan af fyrir sér. Eru það vanalegir verkamenn, gaml- ir handiðnsmenn, og menn úr ýmsum stéttum utanveltu flokksins eða þeirra, er ekki eru kommúnistar. Ef að stjórnin ekki viðurkennir tilveru þess- ara manna, getur hún stært sig af því, að atvinnuleysi sé ekkert í Rússlandi, en annars ekki. Þessa verður ekki aðeins vart í þorpunum eða iðnaðarbæjun- um, heldur einnig út um sveit- ir. Akuryrkjubóndinn, sem að framleiðslu vinnur, er afar óá- nægður, þó hann láti það ekki uppi, því upphátt má ekki neitt í þá átt tala á Rússlandi. Hon- um finst vonlaust um að hafa nokkuð upp úr krafstrinum fyr- ir sjálfan sig. Hann segir stjóra- ina hrifsa það alt. Stjórnin sel- ur hveiti þeirra á lægra verði en nokkur önnur þjóð getur framleitt það fyrir. Hún verð- ur að gera það til þess að geta borgað fyrir iðnaðinn, sem hún er að reyna að koma á fót, því lán til þess fær hún ekkj frá neinni þjóð. En það er ekki 9tjórnin, heldur bóndinn Sem á þessu tapar, því á vörunum, sem stjórnin flytur inn í land- ið, er svo hár tollur, að hann nemur í mörgum tilfellum meira en helmingi verðsins í öðrum löndum. Hlutur eins og dósa- opnari, sem kostar 10 til 15 cents innfluttur ,er seldur á 25 til 35 cents í Rússlandi. Og eftir þessu fer annað. Bóndinn er í ýmsum hlutum landsins að yfirgefa búskapinn. Um vöru-birgðirnar í landinu eða hag þess ber verðið á hlut- unum vott. Fyrir eitt svart punds brauð er borgað 60 cents; tylft af eggjum kostar $2. Og 'fyrir pund af smjöri varð eg að greiða $10. til þess að geta fengið það. Birgðirnar eru svona miku minni en eftirspurn in. Hvernig geta menn hugsað sér alþýðuna í Rússlandi, sem er ein sú allra fátækasta og iít- ilþægasta alþýða í öllum heimi. kaupa annað eins og þetta? Mér duldist ekki, og eg skil ekki í hvernig nokkrum manni getur dulist fátæktin, volæðið og vesaldómurinn í Rússlandi á meðal mikils hluta alþýðu, sem utan kommúnista flokksins stendur, sem nokkuð fer á meðal þessa fólks. Og það er ekki einungis á efnalega vísu ósjálfstætt, heldur einnig and- lega. Það má ekki orði halla um neitt í fari rússnesku stjórn- arinnar. Og það mætti Mr. Shaw reiða sig á, að ef hann heldi fram í Rússlandi öðrum eins kærum á hendur þjóðskipu- laginu þar og hann gerir í Bret- landi, færi fljótt á sömu leið fyrir honum og fyrir Trotski fór; hann yrði umsvifalaust sendur í útlegð. Eg væri til með að bjóða Mr. Shaw að koma með mér til Rússlands og fara um þessar slóðir sem eg fór, bjóða honum vinnu þar með mér á meðal þorps- og sveitalýðsins og vita þá hvort*að hann ekki kannað- ist við að ýmislegt væri öðru vísi á Rússlandi en hann virð- ist halda og annað en það er honum var sýnt, sem þjóðfræg- um útlendum gesti. Hann myndi þar verða annars var en honum var í auglýsinga-stofum stjórn- arinnar sýnt. Á ræðu hans lít eg sem undravert dæmi af á- birgðarleysi á því.hvort með satt mál eða logið er farið.” (Lauslega þýtt úr Toronto Star, stærsta vikublaði í Can- ada, liberal í stjórnmálum.) ÍSLENDINGUR SÆKIR UM SKÓLARÁÐSSTÖÐU. Dr. Ágúst Blöndal er sagt að sækja muni um skólaráðsstöðu í næstu bæjarkosningum, sem fara fram 27. nóvember. Hann sækir í 2. deld. Dr. Blöndal er svo vel þektur, bæði sem hæfi- leikamaður og drengur hinn bezti, á meðal íslendinga, og eflaust talsvert margra ensku- mælandi manna einnig, að þeir vita fyrirfram, að í skólaráði þessa bæjar munu fáir skipa sæti sitt betur en hann. Vér teljum hann eiga vís atkvæði þeirra, er þekkja hann — og þar á nieðal atkvæði allra ís- lendinga. FRÁ ÍSLANDI Þjófnaður. Rvík 20. okt. Á fÖ9tudaginn var tilkynti öldruð kona hér í bænum lög- reglunhi, að stolið hefði verið 10 þús. krónum úr Landsbanka sparisjóðsbók, sem hún átti. Hafði þjófnaðurin nverið fram- inn í júnímánuði í sumar. Bók- ina hafði hún geymda niðri í læstri hirzlu og hélt að hún væri þar örugglega geymd. En þjófurinn hafði náð í bókina, tekð þessa peninga úr henni, sem var aleiga gömlu konunn- ar, er liún hafði verið að safna saman með súrum sveita alla sína æfi. Síðan hafði hann far- ið með bókina og skilað henni á sama 9tað. En gamla konan hafði ekki hreyft bókina frá þvf snemma í sumar og þangað til um daginn, og brá henni þá auðvitað heldur en ekki í brún, er hún sá að bókin var nær alveg tæmd. Grunaði hún þó þegar ákveðinn mann um að hann væri valdur að hvarfi peninganna og skýrði lögregl- unni frá því. Maður þessi, Eggert Isdal, var svo samdægurs tekinn og settur í gæzluvarðhad. Hefir hann nú meðgengið þjónaðinn, og það, að hann hafi þá rétt á eftir siglt til útlanda, og skemt sér þar fyrir þessa peninga eða mestan hluta þeirra. Mbl. MJÓLKURVERÐIÐ AkurejTi 26. sept. Eg átti tal við bónda úr nágrenninu hér um daginn. Tal- ið barst eins og oftar að örð- ugleikunum sem fólkið hefir við að stríða, bæði til sjávar og sveita. “Hvað fáið þið bænd- urnir nú fyrir mjólkina f Sam- laginu", spurði eg. “Líklega 15 — 18 aura fyrir líterinn”, svaraði hann. Eftir á fór eg að hugsa nánar um þetta. Framleiðandinn (bóndinn) fær ekki nema 15 — 18 aura fyrir líter af mjólk, sem hann lætur í Mjólkursamlagið. Eg greiði 35 aura fyrir 1. ef eg kaupi hann í mjólkurbílnum, 40 aura, ef eg kaupi hann í mjólk- ursölubúð, og fer með hann heim til mín, 60 aura ef eg drekk hann úr flöskunni inni í búðinnni, og 70 aura, ef eg drekk hann úr glasi — kaupi mjólkina í glasatali. Fyrir nokkru sagði kaupmað- ur einn mér þessa sögu, sem gerðist seint á stríðsárunum: Kaupm. pantaði vörur frá Kaup- mannahöfn. Innkaupsverðið var 1000 krónur. Eftir 6 vikna flæking og allskonar kostnað fékk hann vörurnar, og þegar hann var búinn að setja á þær venjulegt útsöluverð, var vöru- slattinn kominn upp í tæpar 3000 krónur. Þetta var nú eitt af því versta, sem þektist á stríðsárunum, og við skulum gera ráð fyrir að framleiðandi varanna, (þær voru framleidd- ar í Danmörku) hafi ekki feng- ið nema jj hluta þess verð, sem þær kostuðu í Kaupmannahöfn, þá er útkoman þó ekki verri en á mjólkinni, sem framleidd er svo sem hálftíma bílkeyrslu frá Akureyri. Eítthvað hlýtur nú að vera meira en lítið bogið við þetta. Er þess að vænta, að forstöðu menn Mjólkursamlagsins skýri málið, svo hið sanna og rétta komi í ljós. Mjólkurvinur. 1 —Alþm. • * • Látinn er í Danmörku Daniel Bruun, kapteinn. • • • Hátt á níunda hundrað manns hefir lögreglan í Reykjavík átt f höggi við vegna ölvunar, það sem af er liðið þessu ári. Þar á meðal tvo alþingismenn og þrjár konur. • • • Akureyri 8. okt. Sláturfélag Suðurlands slátr- ar f haust 50 þús. fjár í slátur- húsi sínu í Reykjavík. Þar að auki starfrækir félagið slátur- hús á Akranesi og annað í Vík í Mýrdal. Á öllum þessum 9töð- um slátrar félagið samtals um 70 þús. sauðfjár. • • • Mentaskólinn á Akureyri var settur á laugardaginn var. Skóla meistari flutti ræðu og kvaddi meðal annrs Lárus J. Rist leik- fimikennara, sem hverfur nú frá skólnum eftir aldarfjórðungs prýðilegt starf. Einnig bauð skólameistari velkomna til starfs að skólanum nýju kenn- arana, Hermann Stefánsson leikfimikennara, Björgvin Guð- mundsson tónskáld og J. A. Tompson enskukennara. • • • Tuttugu bændur á fljótsdals- héraði hafa myndað með sér ræktunarfélag á samvinnu- grundvelli. Ætla þeir að rækta í félagi stórt svæði á Vallanes- landi og losna á þann hátt við heyskap á lélegum engjum. —Dagur

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.