Heimskringla


Heimskringla - 10.11.1931, Qupperneq 2

Heimskringla - 10.11.1931, Qupperneq 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 10. NÓV. 1931. ÓLAFÍA ROSE OLSON f. 24. sept. 1907. d. 27. okt. 1931. Ávarp flutt við útför henn- ar 29. okt. af séra Benja- mín Kristjánssyni. (Birt eftir ósk aðstandendanna) Kæra7 vinir: í vor þegar jörðin var að byrja að grænka og viðimir tóku að bruma og skjóta lauf um, komum vér saman til að kveðja föðurinn, sem andast hafði með snöggum hætti, horf- ið óvænt og hljóðlátlega inn í faðm vorsins. Vér minntumst þá á það hversu andstæðan væri mikil milli vorsins og dauðans, milli hins vaxandi lífs og hins dvínandi — hversu oss virtist það örðugt að trúa því að draumur vorsins um líf væri blekking, sem dauðinn afhjúp- aði og hæddist að. En nú er haustið aftur komi< og sérhvert lauf, sem þá breydd. úr sér og teigaði ilm vorsins, fölnað og dáið. Á milli er sum- arið blítt og elskuríkt. En það sumar hefir þó ekki verið öllum jafn blítt. Meðan angandi blær- inn hló við þeim, sem hraustir voru og lét þeim allan fögnuð sinn í té, háði hin unga mey sem hér hvílir örðuga baráttu við dauðann. Meðan blómin runnu upp og rósimar, sem hún var heitin eftir og hún sjálf líktist, sprungu út og efldust að fegurð, þvarr lífsafl hennar. Hvíti dauði hafði lagt hönd sína á brjóst hennar. Og þó að hún berðist hugrökk við hann um líf sitt og ást sína, varð hún að lúta, því að dauðinn er al- máttugur. Og nú þegar sumarið er á enda og rósimar allar bliknað- ar, er hún einnig, hin “síðasta rós sumarsins” fölnuð, sofnuð inn í frið hinnar ókunnugu ver- aldar, þangað sem fálmandi hönd þekkingar vorrar nær ekki. Vér fylgjum nú dóttur- inni í huganum áleiðis til hins sama lands og föðumum fyrír hálfu ári siðan. Hér mætir oss þá ennþá hin sama eilífa andstæða, þótt í annari mynd sé. I>á var það aldraður maður, sem dó í blóma vorsins. Nú er það blómi æsk unnar, sem hnígur fyrir lög- máli haustsins. Hvorttveggja er fyrir vorum hugskotssjónum jafn óskiljanlegt og óaðgengi- legt. En þetta eru staðreyndir, sem vér erum ekki spurð til ráðs um. Vér erum aðeins á- ftmmmo-mmomm-omamo-immo-^m-ommmo-^m-omm-ommmomimo-mm-omKml Heilsuskál yðar! z i f BARMAFULLU GLASI af Modern SKÍRRI MJÓLK Fersk á hverjum degi, frá beztu nautabúum, í yðar eigin fylki. Modern mjólk er gerilsneydd og er hin óhultasta mjólk, sem þér getið notað fyrir fjölskyldu yðar og gesti. SÍMI 201 101 MODERN DAIRIES Ltd. “Þér getið skekið rjómann, en ekki þeytt mjólkina’ í ’aorfendur, sem hörmum og spyrjum. Því að dauðinn virð- ist oss ávalt vera svo sérstak- lega harður aðgöngu, þegar þeir deyja, sem eru ungir og sárlega þrá lífið. Og þannig var ástatt um hina ungu mey, sem sofnuð er. Hin þunga og kalda hönd sjúkdóms- ins, sem þjáði hana fékk ekki slokkið þann eld, sem brann f sál hennar og þráði og bað um lírið. Eins og títt er um ungt fólk, sem þjáist af brjósttæringu bar hún ákaflega ríka lífsþrá og miklar vonir í hjarta til hins síðasta. Og ástæðuna fyrir því er svo auðvelt að skilja: þegar vér finnum að lífið er að fjara frá oss, skiljum vér það bezt hversu ákaflega dýrmætt það er oss. Þá finnum vér bezt hversu tíminn er ákaflega naum ur, hvað það er margt sem vér þurfum að starfa og margs að njóta — hversu heitt vér getum elskað og hversu mjög vér þrá- um að vera elskuð. Alt rennur þetta upp eins og í einni sjón- hending andspænis dauðan- um. Og þá verður það mæli- kvarðinn á lífslöngun vora, hversu mikið vér höfum elskað eða verið elskuð. Ólafía Ástrós Ólafsson, eða Rose Olson eins og hún var venjulega nefnd meðal kunn- ingja sinna naut í ríkum mæli, þótt hún væri ung er hún and- aðist þeirrar hamingju ástarinn- ar, sem gerir oss lífið dýrmætt og eftirsóknarvert. Hún var sjálf að eðlisfari glaðlynd og svo ástúðug í lund, að hún á- vann sér hylli og vináttu allra, sem kyntust henni nokkuð ná- ið, og um það vitnar sá stóri og tryggi vinahópur, sem ávalt heimsótti hana og tók innilegan þátt í kjörum hennar eftir að hún var orðin sjúk. Hún átti móður og systur, sem hún elsk- aði innilega og þráði að vera samvistum við, og var svo inni- lega glöð og hamingjusöm yfir að fá að njóta umhyggju þeirra og aðhlynningar síðustu 5 vik- urnar, sem húh lifði. Og loks átti hún kæran vin, sem hún var heitbundin og sem elskaði hana af þeirri tryggð og fórn- fýsi, sem sjaldgæf er. Við hann voru að sjálfsögðu allir ham- ingjudraumarnir um framtíðina bundnir og vegna hans þráði hún svo heitt að lifa, að hún trúði því altaf að sér ætt að auðnast það, því að “kærleikur- inn trúir öllu og vonar alt’’. í kyrþey var það hennar æðsta Breytið máltíðum reynið þessa nýju |At**” Hvaða eftirœatur myndi vera lystugri en safamikill epla búðingur! Eigi sízt ef hann fylgir ljúffengri máltíð sem þessari er Miss A. L. Moir matar-sérfræðingur frá Macdonald College bendir á, en nú við Central Branch, Y.M.C.A., Montreal. MIÐDEGISMATSKRA Cream of Mushroom Súpa Parker House brauðsnúðar Chickén á la King in Pattie Shells Candied Sætar-kartöflur Bakaður epla búðingurí- Hard Sauce Chase & Sanborn Te eða Kaffi Miss Moir segir: “Eg nota ætíð Magic Bak- ing Powder og mæli með því, vegna þess að þar fara saman ágæti og spamaður í fylsta mæli. Auk þess má ætíð treysta “Magic” hvað bökunina snertir.” Athugið vörumerkið á hverjum bauk. Það er trygging fyrir því að í Magic Baking Powder er hvorki álún eða önnur skaðleg efni. ReyniS forskrift Miss Moir’s fyrir ¥EPLA BÚÐING. 1 Bolli hveitis % teskeið salt 1 teskeið Magic 5 matskeiðar af Baking Powder bráðnu smjöri 1 matskeið af mjólk Blanda mjölinu, lyftiduftinu og saltinu saman. Bæt í það bráðna smjörinu og mjólkinni unz deigið er þétt. Set það í sérstök form eða legg það yfir eplin, og baka við 250 stiga hita F. i 30 mínútur. Framreið það heitt með Hard Sauce út á. Kaupið vörur sem búnar eru til í Canada gleði, að undrbúa af litlum efn- um framtíðarheimili þeirra og láta sig dreyma um það. Og þessir draumar æskunnar binda oss svo fast við lífið — einmitt þetta líf hér, að oss finnst það næstum því óbærileg tilhugsun að verða að hverfa frá þeim. En hin unga mær var samt hrifin frá þeim. Dauðinn tekui ekkert tillit til slíkra tilfinninga Hann grípur stundum fram í fyrir öllum vonum vorum og þrám á þann hátt, sem oss ei gersamlega óskiljanlegt, en sýnir oss þó greinilega, að alt vort ráð er í hendi þess mátt- ar, sem er annar en vor eigin og sem er utan við oss og vér ráðum ekkert við. Vér getum spurt í hið óendan lega, hvernig á því standi að sumum sé kippt burt af lífs- braut sinni framvaxta, áður en þeir fá að njóta lífsins svo sem nokkru nemi? Vér getum spurt hvers þeir eigi að gjalda sem svo sárlega er synjað um lífið, þótt þeir elski það og þrái það, en öðrum sé gefið það, þótt þeir fegnir vildu losna við það? Hversvegna einn verði að þjást fram yfir annan? Hvers vegna blómlegu æskufólki sé svift burt, því lífi sem svo mik- ill sjónarsviftir er að? Þannig getum vér haldið áfram að spyrja, en engum af þessum spurningum, fáum vér svarað til fullnustu. — En áður en vér kveðum upp þann dóm, sem sumum hættir við, þegar tárin blinda augu vor að máttarvöld lífsins og dauð- ans skifti grimdarlega við oss þá skulum vér þó fyrst íhuga hver hefir skapað þá ást í brjóst um vorum, sem gerir oss lífið dýrmætt og dauðan sáran, þvi að hinn sami guð, sem ræður lögmálum dauðans, ræð ur einnig lögmálum kærleikans og lífsins — og ef oss er annað ærið ljúft og vér erum sann- færð um að það er líknsamur guð, sem því ræður — kynni þá ekki eins að vera háttað um dauðann, þótt oss gangi erfið- legar að skilja hann? Vér sjáum hér svo sem skuggsjá og í óljósri mynd En eitt er víst, því að reynslan sýnir oss það, að þeir sem leng- ur lifa komast stundum ekki mikið betur út úr lífinu, en þeir sem deyja ungir í fegurð og sakieysi æsku sinnar. Venju- legast bi'ður þrautabikarinn vor allra síðar, ef vér fáum ekki að bergja hann í æsku. Svo að þetta er það svar, sem trúin gefur við öllum spurningum vorum: að þeir, sem guðimir elska deyi ungir. Þeir fái að Ijúka af á skömmum tíma þraut um og þjáningum þessa lífs og hverfi svo burt héðan til æðra og betra lífs, frá þeirri æsku sem fölnar og hverfur inn blámóðu annarar æsku, sem aldrei þrýtur, þar sem hvorki þekkist harmur eða kvöl fram- ar, þjáning eða grátur. Því að vér höfum hér ekki borg, sem stendur, heldur erum vér stöðugt að leita hinnar kom andi. Og þetta er sú von, sem kristnir menn hafa gert að hellubjargi allrar lífsskoðunar sinnar. Auðvitað eru margir efagjarnir menn til, sem segja að þessi trú sé aðeins barnaleg tilraun, sem vér gerum til að hugga oss þegar óbætanlegan harm beri að höndum. En vér mótmælum því að sú trú sé barnaleg. Því að hún er bygð á þeim eðlislögum kærleikans í mannsálunum, sem standa eins stöðugt og lögmál' himn- anna. Og það út af fyrir sig að vér viljum að alt það lifi og viðhaldist sem oss er kært — er því drjúg sönnun fyrir því að það geri það, því að sá vilji í oss er ekki, frekar en kærleikur vor, einangrað fyrirbrigði og fráskilið öllum öðrum lögmálum náttúrunnar. Hann er aðeins endurspeglun af hennar vilja. Sá sami vilji kemur í Ijós í hverfur undir vetrarsnæinn til þess að rísa svo aftur upp með komandi voru í fyllingu nýs lífs. Þessvegna skulum vér örugg- lega trúa því, að dauði ástvina vorra, sem vér æfinlega hörm- um og finst vera um aldur fram, sé ekki raunverulegur dauði, heldur fæðing til æðra og fullkomnara lífs, þar sem sérhver þjáning jarðlífsins breyt, ist í þolgæði og staðfestu og aðrar andlegar djygðir. Vér skulum trúa þessu, af því að vér höfum engu öðru betra að trúa, af því að beztu og vitrustu menn hafa trúað þessu og bygt líf sitt og starf á því, og af því að af þessari trú hefir ávalt vaxið fram alt það, sem fagurt er og gott í mannlegu félagi. Vér skulum trúa því af því að það fullnægir skynsemi vorri og ímyndun, að tilverunni sé þannig háttað að ekkert verði að ástæðulausu eða nauðsynja- lausu, heldur stjórnist allir hlut- ir af þeim vísdómi, sem örugg- lega leiðir alla hluti til far- sællar úrlausnar. Með þeirri trú kærleikans skulum vér kveðja hina ungu mey, sem sjálf lifði og dó í kærleikanum. Þó að hún færi að vísu nauðug burt frá ást- vinum sínum til hinnar ókunn- ugu veraldar og vér horfum á eftir henni með höfugum tár- um, þá verum samt fullviss um það að enn meiri kærleikur er til en vor eigin og að kærleiks- rík i sál hittir ávalt fyrir sér þann fögnuð, sem henni er samboöin. BÓLGIN LIÐAMÓT eru aðvörun um það, að nýrun þurfa lækningar með, og séu í ólagi. verið ekki að taka út óþarfa kval- ir. Takið “Gin Pills” við þrautun- um, þangað til nýrun fara að starfa eðlilega. 219 ENDURMINNINGAR. Eftir Fr. Guðmundsson. h'fi liljunnar á akrinum, sem Frh. Margar eru þær endurminn- ingar frá æskutíð minni, sem eg hefi ennþá ekki getið um; mér finst það vera mikill vandi fyrir mig að dæma um það, hvert þær eru þess virði, að stílsetja þær; sumar þeirra kunna að hafa býsna mikið gildi, sérstaklega fyrir - yngra fólk, til viðvörunar, að valda ekki þeim orsökum sem máske alla æfina leiða af sér illar af- leiðingar, en slíkt mál er gleði snautt og líklega þreytandi, þó það geti leitt til sannfæringar. Eg ætla að segja eina drauga- sögu, sem eg þó veit að hefir ekkert gildi, nema ef hún gæti hjálpað unglingum til að átta sig undir líkum kringumstæð- um. Það mun hafa verið á jóla- föstu veturinn 1878. Það hafði komið hláka, tekið snjóinn af hæðum og bleytt vel í honum; svo var aftur komið fcost og gott færi yfir alla jörð. Eg átti að fara með hest og sleða í björtu og bærilegu veðri á beitarhús að sækja eldiviðar- æki; mér gekk ferðin vel, kom með stórt æki, en það var orð- ið dimt þegar eg kom heim, af því dagurinn var svo stuttur. En það gerði nú ekkert til, nema að eg þurfti að ganga frá hestinum í dimmu og draugalegu hesthúsi og nátt- úrlega gefa honum hey, en eg hafði verið svo forsjáil, að láta heyið í hálftunnu áður en eg fór um daginn; það var því ekki annað en að gefa hestinum úr hálftunnunni og henda henni svo upp í hlöðuna, þar sem hún var æfinlega geymd. Hikandi fór eg með hestinn út í húsið, þótti allt svo draugalegt, raunar bæði úti og inni, en það vax svo sem eg sæi hann föður minn ef eg kæmi inn í baðstofu og segði, að eg þyrði ekki að láta hestinn inn fyrir draugum. Nei það var óhugsandi. Með hestinn fór eg, lét hann inn og gaf honum heyið úr hálftunn- unni, varð lausninni feginn og henti hálftunnunni upp í hlöðu- dyrnar sem lágu beint út frá stallinum, og ætlaði að hlaupa út um opnar dyrnar, en áður en eg var búinn að snúa mér við kom hálftunnan í háaloftinu framan á brjóstið á mér, en meiddi mig þó ekki mikið; fann samt að hann var að minnsta- kosti jafnsterkur mér, sá sem henti til baka. Nú voru góð ráð dýr, eg var áreiðanlega kom inn í tak við draug, enginn maður gat verið þama, húsð var krókað aftur þegar eg kom að því. Að hafa hálftunnuna þarna, mundi hesturinn brjóta hana. Að láta hana út? Það gat komið stórhríð og hún sæ- ist aldrei framar, að bera hana heim í bæ, þar hafði hún ekki komið um æfidagana; eins og eg yrði líka ekki spurður hvað hún ætti þar að gera. Eg þreif hana og henti henni af öllu afli upp í hlöðudymar, það skildi þó hver lítill móri verða var við hana; nú átti líka að taka til fótanna ,en móri var handfljótari en eg; á auga- bragði var hálftunnan komin framan á andlitið og brjóstið á mér, eldglæringar sindruðu í öllum áttum fyrir augunum á mér, og mig snarsvimaði; blóð- ið fossaði úr nefinu á mér og varirnar voru sprungnar; öll hræðsla var horfin á auga- bragði; eg þurfti ekkert að hugsa mig um, fór upp í stallinn, tök hálftunnuna í fangið og ætlaði að láta hana eins og um hádag væri með stillingu niður á hlöðugólfið, en draugsi var ekki búinn að ljúka sér af; þeg- ar eg er kominn á miðja leið með hálftunnuna, þá situr hún föst, kemur þó hvergi við, situr blýföst í lausu loftinu. Eg spýtti út úr mér blóðinu, sem altaf rann ofan í munninn og fór að rannsaka málið, þreifaði alt í kring á ’öggunum og átti von á að rekast á loðnar stórar krumlur, og ólarspottinn í miðri hálftunnunni. Jú, það er mynd- arlega í hann haldið. Eg fer eftir spottanum, sem var af góðri nýrri ól og hnútur á endan- um, og hafði ólin lent niður á milli stallfjalarinnar og steins 1 veggnum og hnúturinn stóð tyrir, en eg gleymdi oftast, að segja frá því þeim sem vildu heyra draugasögu. Þegar eg kom inn í Ijósið í baðstofunni, spurðu allir í einu. hvað gengi að mér, því eg iiii svona út? Eg sagðist hafa ghint við draug, og sagði söguna strax; enginn á heimilinu gat skxlið hvað þitta var þó eg segðist hafa komist fyrir það, nema faðir minn, hann þagði þangað til allir voru gengnir frá, að ráða gátuna, þá sagði hann að það hefði ver- ið hnúturinn á ólinni; voru þó piltarnir allir pafn kunnugir hálf tunnunni, sem hann en hann sagði líka hvar hnúturinn hefði verið fastur, og það hefði eg máske skilið strax sjálfur hefði eg ekki orðið hræddur. Á þessum seinustu árum, fór heilsa föður míns stöðugt versn andi, og læknarnir sögðu hon- um, að hann yrði hiklaust að flýja burt af Jxessari landbrota jörð sinni, og kaupa jörð við sjó, helst á sjóarbakka svo hann gæti stöðugt haft sjóarböð. Á heitum sumardögum ef léttur vindblær fór um landig, þá var loftið fullt af fínu moldar og sanddufti, sem engir gluggar né hurðir né nokkur bezta hirzla hélt úti, t. d., var ekki til svo vel felt vasaúr, þó það væri í skinnpoka niðri í góðum vestis vasa, að þetta fína duft kæmist ekki inn í það, og sporrækt var

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.