Heimskringla - 10.11.1931, Side 5

Heimskringla - 10.11.1931, Side 5
WINNIPEG 10. NÓV. 1931. HEIMSKRINGLA 5. BLA1>SÍÐA En ennþá stendur mannkyn- ið á þessu stigi villimenskunn- ar, að geta ekkert lært af glappaskotum sínum. Ennþá halda jafnvel ýmsir mikilsvirtir stjórnmálamenn því fram, bæði leynt og Ijóst, að stríð sé helzta úrlausnin til að létta af at- vinnuleysi og fjárhagslegri kreppu. Þess vegna er stríðs- guðinn sá eini guð, sem örlát- lega er fórnað, og ekki séð i skildinginn við. Það hefir verið fárast yfir hinni geysilega miklu fátækraframfærslu og atvinnu- leysisstyrkjum á Englandi, sem nema um 250 milj. dollara á ári ,og vitanlega væri það fyrir flestra hluta sakir æskilegra. að atvinnumálum og skiftingu auðsins væri þannig fyrir kom- ið, að þessir atvinnuleysisstyrk- ir gætu fallið ifr sögunni. En samt sem áður er þetta meira en helmingi lægri upphæð en sú, sem Englendingar verja til herbúnaðar, og enginn fárast yfir. Hvemig stendur á þessu? Er mönnum það svona mikið ljúfara að eyðileggja, heldur en byggja upp? Eða er þetta aðeins ein sönnun fyrir því, hversu ótt- inn og ágirndin eru ennþá mikið sterkari öfl í þjóðfélögunum, en fómfýsin og góðvildin? Nú er einn friðarfundurinn enn ákveðinn í Genf í febrúar næstkomandi, en fæstir munu búast við nokkrum árangri af honum. Menn eru yfirleitt hætt- ir að trúa á þetta afnvopnunar- hjal, sem altaf hefir leitt til meiri herbúnaður aðeins. — En allir hinir vitrustu menn sjá þó glögt, hvert stefnir. Og þeir eru jafnvel teknir að ótt- ast, að yfir muni Ijúka með allri hinni vestrænu menningu, ef mannkynið fari ekki að ranka alvarlega við sér og hverfa frá öllum þessum fábjánaskap. — “Ef þjóðirnar fara nú ekki mjög bráðlega að sjá sér þann kost vænstan, að leggja niður vopn- in til að forða sér frá algerðri eyðileggingu,” segir einn af rit- höfundum Bandaríkjanna ný- lega, “þá er komin full ástæða fyrir apana að andmæla þróun- arkenningunni.” En hver getur þá helzt orðið bjargarvon vor og leiðarstjama til baka frá refilstigum þeim, sem vér erum nú komin á? Vér þurfum fyrst og fremst að skilja, í hvert óefni komið er og hætta því að vefja heðni blekkingarinnar um höfuð vor, og bama vorra, með því að gylla glæpi menningar vorrar í augum þeirra og ímyndun strax á unga aldri, svo að þeir verði að dygðum í trú þeirra. Þó að Bandaríkjamenn ali t. d. upp börn sín undir heraga og telji þeim samt trú um, að þjóðin sé biest friðelskandi í heimi — þá skilja aðrir hvar fiskur liggur Undir steini og sjá hispurslaust í þeim hina mestu ófriðarhættu nútímans. Auðséð er, hvílíka bölvun sjálfsblekkingin leiðir yf- ir alla þjóðina. Það er búið að teyma alþýðu manna út í stríð áður en hún veit af í nafni fag- Urra hugsjóna — af því að hún ekildi ekki í tíma hvert stefndi, né hafði siðferðislega hrein- skilni til að kannast við það og íhuga með sjálfri sér, hvort sú stefna væri heillavænleg. Og Þannig er ástandið um heim ullan. En þótt hægt sé að kenna hiönnum að skilja, þá er samt ehki með því grafið fyrir rætur úieinsins. Þjóðirnar verða á hakaleiðinni til “eilífs friðar” ^hifram alt að losa sig við tvo ^Örunauta, sem verstir leiðtog- ar hafa verið, og það er ágirnd- 'n og óttinn. Þetta eru þær óvættir, sem vsrið hafa Charybdis og Scylla ^ öllum leiðum, og hafa vilt alla Vegu skynsemdar og góðvildar * tröllahendur. Og áður en beim er fyrirkomið, er einskis íriðar að vænta. En hvar verður þessu komið til leiðar?. Mér detta í hug að- sins tvær stofnanir, sem líkleg- ar eru til að geta upprætt úr hugum barna og unglinga á- girndina og óttan og allan þann hugsunarhátt, sem af því leiðir, og það eru skólamir og kirkj- an. Vér vitum hvernig skólarn- hafa brugðist þessu hlutverki, og hvernig kirkjan hefir einnig bmgðist. Hvers vegna þannig hefir farið, er í sjálfu sér ekki örðugt að skilja, því að þetta eru stofnanir þjóðfélaganna, er endurtúlka aðeins lífsskoðanir þeirra. Það er að minsta kosti eðlilegt, að skólarair litist af tilhneigingum og lífsstefnu þeirrar kynslóðar, sem heldur þeim við, enda þótt þeir eigi að vera blóminn af vitsmunalífi hennar, og þess vegna fremur til leiðbeiningar en hrösunar. En kirkjunni er hins vegar eng- in bót mælandi, þegar hún styð- ur hernaðarstefnuna, af því að hún er beinlínis stofnuð utan um hugsjón kærleikans og bræðralagsins. Með því að hallast að hermenning vorra tíma, svíkur hún þess vegna mannsins son með kossi, eins og Júdas gerði forðum daga, þeg- ar hann kom með herliði, til að láta handtaka og krossfesta höfðingja friðarins. Kirkjunni er engin bót mæl- andi, ef hún svíkur þá stefnu, sem nú og æfinlega hefir verið einasta bjargarvon mannkyns- ins. Því að ef hugur vor frels- ast ekki til trúar á Krist og hans lífsstefnu hér á þessum stað, þar sem þó einhver vís- vitandi viðleitni er til þess höfð, þá gerir hann það ekki annars- staðar. Og þá erum vér glötuð þjóð. Svo mikið er undir því komið, að kirkja vor sé það, sem hún á að vera, kirkja Krists, en ekki leikfang Þórs og annara heiðinna goða. Og þegar vér skygnumst um, nú meðan friðurinn er þó að nafninu til, skygnumst um á kumblum allra þessara píslar- votta hernaðarins, finst oss þá ekki að nógu margir hafi ver- ið krossfestir þegar, eða þarf að krossfesta Jesú Krist um all- ar aldir, til þess að vér getum séð, að hans trú og hans hug- sjón er vor einasta bjargarvon, vor einasta leið til baka frá fá- vizku vorri og hörmungum? í síðustu bók ritningarinnar er talað um Krist á máli trúar- innar eins og þann, sem geymi lykla dauðans og heljar og sé einn fær um að opna dyrnar, svo að enginn ^eti lokað. Það er talað um baráttu og sigur og þann her, sem sigra muni að lokum, og það eru þeir, sem fylgja vilja lambinu, hvert sem það fer. Þetta er líkingamál. En mun ekki sá, sem ritað hef- ir þessi orð, hafa skygnst eins djúpt í rök lífsins og nokkur heimspekingur nútímans? Mun það ekki vera svo enn í þessum heimi, að refar eigi sér greni, en mannsonurinn eigi hvergi höfði sínu að að halla? Og hver af oss er þá reiðubú- inn að segja með hinum trúaða lærisveini: Herra, eg vil fylgja þér hvert sem þú fer? En sá maður, sem segir þetta í ein— lægni, hann er kominn inn á veginn, sem liggur til baka til lífsins. VETRARFLUG YFIR ÍSLAND TIL EVRÓPU. örskömmu eftir að víst þótti, að þeir félagarnir Parker Cra- mer og samfylgdarmaður hans hefði farist, var það gefið til kynna af sama félaginu, sem kostað hafði ferð þeirra, að aðr- ir menn væri ráðnir til nýrrar farar í sömu sporin. Hét flug- maðurinn Preston en vélstjóri og loftskeytamaður Collington. Þeim byrjaði seint lengi vel, og dögum og jafnvel vikum sam an heyrðist ekki annað af flugi þeirra en það, að þeir væri að sveima fram og aftur yfir aust- urströnd Norður-Canada. Og síðast var sú fregn birt í öllum heimsblöðunum, að Preston þætti svo áliðið hausts, að hann hefði hætt við ferðina í þetta sinn og myndi bíða þar til vor- aði. Þessi fregn er ósönn, ef trúa má tíðindamanna “Associated Press”, sem hefir haft tal af þeim félögum norður á Labrador Væri varlegt að trúa þessum fregnum, samt sem áður, ef ekki hefði samtímis borist fregn ir frá flugfélaginu sjálfu, sem styðja þá umsögn, að mennimir sé alls ekki hættir við flugið eða snúnir aftur, heldur hafi þeir tafist og ætli sér að fljúga norðurleiðina, “hvort heldur verði í september eða alt til desember." ftarlegt skeyti um þ?sar ráðagerðir er sent Dan- anum Peter Freuchen Græn- landsfara, sem fór vestur um haf í sumar sem leið, að boði þessa félags, til skrafs og ráða- gerða um málið. Var hann kvaddur þangað vegna þess, að hann mun manna gunnugastur á Vestur-Grænlandi. En eng- in íslendingur var kvaddur til, og má ráða af því, að ísland sé enginn þyrnir í augum flug- manna á norðurleiðinni, heldur að eins Grænland. Peter Freuchen segir, að til- efnið til orðrómsins um, að þeir félagar hafi snúið aftur, sé það, að þeir hafi orðið að snúa við á leiðinni, eftir að hafa beðið árangurslaust í Port Harrison á Labradorskaga eftir eldsneyti til áframhalds. Hafi þeir haldið áfram norður með ströndinni þaðan en séð ,að farið var að snjóa, og þess vegna þótst verða að hafa betri útbúnað í ferðina áfrarn, en þeir höfðu gert ráð fyrir í sumarferðalag. Þess vegna hafi þeir snúið aftur bæði vegna eldsneytisforðans og eins vegna þess, að þeim þótti vissara að hafa skiði und- ir flugvélinni. Því að þeir þótt- ust vita — sem satt er — að úr því að Canada slepti, væri ekki hægt að ná í meiða undir flugvélina, eða aðrar tilfæring- ar, þangað til kæmi til íslands. Því að allir flugmenn búast við því, að hér á landi fáist öll tæki til þess að endurbæta það, sem á þykir skorta. Ekki þykir þeim flugmönn- unum neinum vandkvæðum bundið að ráðast í flugið þó að veðurskeyti séu ófullkomin frá Grænlandi. Þar kveður við sama tón og hjá fyrirrennurum Prestons, Parker Cramer og samferðamanni hans, að þeir séu háðir vélinni sinni en ekki veðurskeytum. Og það sama er grundvallaratriði hjá hinu ríka ameríska félagi, sem gerir för- ina úr garði — þá aðra í röð- inni — eftir að sú fyrri lenti á slóðum, sem flugmenn fara um nær því daglega, en lenti þó í hafinu og mennirnir druknuðu. Oss íslendingum má þykja virðingarverður áhugi þessa fé- lags, sem vill sýna og sanna al- heimi, að norðurleiðin sé sú besta. En hins vegar hlýtur oss að skiljast, að aðferðin er ekki rétt. Því hefir hingað til verið haldið fram, að það sem flug- manninum væri nauðsynlegast væri einmitt veðurfregnirnar. Það má heita sannanlegt, að Parker Cramer flaug út í veð- ur, sem varð honum og félaga hans að fjörtjóni, einmitt vegna þess, að hann lítilsvirti ekki að eins veðurfregnirnar heldur Iík*a veðrið sjálft. íslendingar, sem hafa áhugamáls að gæta, þar sem viðleitni ameríska flugfé- lagsins er, munu óska þess ein- huga, að Ameríkumenn vildu skilja og hagnýta sér, að engin mannlegur máttur ræður við veðrið.—Vísir. Hesturinn beit dýralækninn. í fyrra dag var Hannes Jóns- son dýralæknir að skoða hest, er Gunnar Ólafsson bifreiðar- stjóri á, sá, er ekur læknabif- reiðinni. Var Hannes búinn að skoða hestinn og var kominn í næsta bás og farinn að þvo sér um henduraar. Kemur þá hest urinn með hausinn yfir beizluna og bítur í hendina á Hannesi. Venjulega þegar hestar bíta sleppa þeir strax aftur, en svo var ekki um þennan hest. Hann snéri uppá. En Hannes veit hvernig á að snúa sér að hest- um og gaf klárnum með vinstri hendi högg beint framan á snoppuna og annað til, og slepti hann þá. Hestur þessi er laungraður, en hefir aldrei áður sýnt svona fantaskap af sér. Hannes er með hendina í fatla. —Alþbl. • • * Akureyri 26. sept. 660 hundruð hestar hafa ver- ið fluttir út í sumar. Flestir þeirra hafa verið seldir til Dan- merkur. • • • Rvík 7. okt. Prófessor Alexander Jóhann- essyni hefir verið boðið að flytja tvo fyrirlestra við háskólann í Berlín í vetur, um íslenzk efni. • • • Rvík 20. nóv. Norður á Grýtubakka vildi það til nýlega, að nokkrir ali- refir sluppu úr varðhaldi. Tókst að skjóta tvo þeirra, eftir því sem fregnir frá Akureyri herma en einir 4 eða 6 náðust ekki. • • • Rvík 10. okt. Kaupdeila kom upp á Hvamms- tanga fyrir nokkrum dögum út af vinnu við Brúarfoss. Vildi stjórn verkamannafélagsins fá 10 aura kauphækkun á klukku- stund og forgangsrétt fyrir fé- lagsmenn að fram- og uppskip- unarvinnu hjá kaupfélaginu. En nú undanfarið hafa bændur sjálfir unnið að þessu eftir megni, enda ekki þótt af veita, í því verðhruni, sem framleiðsla bænda hefir orðið að sæta. — Stjórn verkamannafélagsins á Hvammstanga sneri sér til verkamálaráðsins í Reykjavík, og lagði það afgreiðslubann á Brúarfoss, þar eð hann hefði tekið vörur á Hvammstanga. Jafnframt tilkynti verkamála- ráðið ríkisútgerðinni, að af- greiðslubann yrði lagt á strand- ferðaskipin, ef þau settu vörur í land eða tækju vörur á Hvammstanga. Bæði ríkisút- gerðin og Eimskipafélagið litu svo á, að þeim væri kaupdeila óviðkomandi. Þegar Brúarfoss kom til Akureyra, var hann af- greiddur, og reyndu engir þar til að hindra það. í fyrradag var Súðin á Hvammstanga og skyldi meðal annars flytja fros- ið kjöt til Reykjavíkur. Um það leyti, sem afgreiðsla skips- ins var að byrja, fengu háset- amir á Súðunni sl^eyti frá stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur um að hætta vinnu við afgreiðsluna, og urðu þeir við þeirri áskorun, enda eru þeir í Sjómannafélaginu. Hélt þá skipið áfram til Borðeyrar. En í morgun komust sættir á í vinnudeilunni, og er Súðin af- greidd á Hvammstanga í dag. • • • Rvík 10. okt. Guðgeir Jóhannsson kennari hefir látið af starfi sínu við kennaraskólann og er tekinn aftur við sínu fyrra starfi við héraðsskólann á Eiðum. Munu Austfirðingar fagna afturkomu Guðgeirs að Eiðaskóla, því að hann var þar hvers manns hug- ljúfi. • m m Rvík 10. okt. Heybruni varð í Austurhlíð við Reykjavík aðfaranótt þriðju dagsins 6. þ. m. 1 hlöðunni voru 800—900 hestar af heyi og mun bruninn hafa orsakast af hita í heyinu sjálfu. Slökkvi- liðið var kallað á vettvang og tókst að slökkva eldinn, en skemdir urðu þó mjög miklar. Heyið var eign Guðmundar Ól- afssonar í Austurhlíð, en hlöð- una átti Carl Olsen stórkaup- maður. • • • Rvík 10. okt. 11 Rússlandsfarar tóku sér far héðan með Goðafossi áleið- is til útlanda 6. þ. m. Eru þeir boðnir af ráðsstjórninni til mán- aðardvalar ókeypis í Rússlandi til að kynnast fimm ára áætl- uninni og öðrum tíðindum þar. Hefr kommúnistaflokkurinn hér haft milligöngu um þessa utan- för, en meðal Rússlandsfaranna munu vera menn af öllum E FÞ ÉRS , KULD IÐFYR IRBLAÐ IÐÞÁB ORGI ÐÞA ÐN flokkum. Tíminn. Ú ! I i BIRKS i DIAMONDS | BIRK’S BUILDING i ' QUALITY FOR QUALITY WE INVITE COMPARISON OF OUR PRICES k-ommommommoM Mxmmommommo-i Innköllunarmenn Heimskringlu: r CANADA: Árnes.................................. F. Finnbogason Amaranth .............................. J. B. Halldórsson Antler....................................Magnús Tait Árborg...................................G. O. Einarsson Baldur............................................Sigtr. Sigvaldason Belmont .................................... G. J. Oleson Bredenbury................................H. O. Loptsson Beckville ............................. Björn Þórðarson Bifröst ..............................Eiríkur Jóhannsson Brown .. .. .. .. ,, *. *. «* *».***...... T h o r s t. J. Gíslason Calgary............................... Grímur S. Grímsson Churchbridge...........................Magnús Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Ebor Station..............................Ásm. Johnson Elfros..............................J. H. Goodmundsson Eriksdale .............................. ólafur Hallsson Framnes................................ Guðm. Magnússon Foam Lake..................................John Janusson Gimli........................................B. B. ólson Glenboro...................................G. J. Oleson Geysir..................................Tím. Böðvarsson Hayland................................Sig. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa..........n .....................Gestur S. Vfdal Húsavlk...................................John Kernested Hove.....................................Andrés Skagfeld Innisfail ........................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar .............................. S. S. Anderson Kristne8...................................Rósm. Árnason Keewatin...............................Sam Magnússon Leslie..................................Th. Guðmundsson Langruth ................................Ágúst Eyólfsson Lundar .................................... Sig. Jónsson Markerville .......................... Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask............................... Jens Elíasson Nes.........................................Páll E. IsfeM Oak Point................................Andrés Skagfeld Otto, Man...................................Björn Hördal Poplar Park.............................Sig. Sigurðsson Piney....................................S. S. Anderson Red Deer ............................. Hannes J. Húnfjörö Reykjavík................................... Árni Pálsson Riverton .............................. Björn Hjörleifsson Silver Bay . — ...............•••*..____ ólafur Hallsson Swan River............................. Halldór Egilsson Selkirk..................................... jón Ólafsson Siglunes...................................Guðm. Jónsson Steep Rock ................................ Fred Snædal Stony Hill, Man.......... .................Björn Hördal Tantallon.................................Guðm. ólafsson Thomhill..............................Thorst. J. Gíslason Víðir....................................Aug. Einarsson Vogar....................................Guðm. Jónsson Vancouver, B. C........................ Mrs. Anna Harvey Winnipegosis............................August Johnson Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard.................................F. Kristjánsson f BANDARÍKJUNUM: Akra ....................................Jón K. Einarsson Blaine, Wash............................... K. Goodman Bantry................................. E. J. Breiðfjörð Cavalier ............................. Jón K. Einarsson Edinburg................................Hannes Björnsson Garðar...................................S. M. Breiðfjörð Grafton..................................Mrs. E. Eastman Hallson................................. Jón K. Einarsson Ivanhoe..................................G. A. Dalmaún Milton...................................F. G. Vatnsd&l Mountain..............................Hannee BJörnsson Minneota................................G. A. Dalmarm Pembina...............................Þorbjöm Bjarnarson Point Roberts........................Sigurður Thordarson Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold ............................... Jón K. Einarsson Upham................................. E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.