Heimskringla - 25.11.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.11.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 25. NÓV. 1931. ^cintskrtngla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 ___ Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirírara. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” ls publisbed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 25. NÓV. 1931. GÓÐ SKEMTUN.. Þeir íslendingar hér í bæ, sem ekki ern enn svo heillaðir af Edensleikjunum frá Hollywood, að þeir geti enn varið einni kvöldstund til þess að fylgjast með því, er landar þeirra hafast hér að, áttu skemtilega stund saman s.l. fimtudag og föstudag í Goodtemplarahúsinu, er Leik- flokkur Sambandssafnaðar sýndi þar leikinn “Sherlock Holmes”. Um það ber öllum þeim saman, sem vér höfum átt tal við og leiksýninguna sóttu. Frá efni leiksins hefir áður verið skýrt í Heimskringlu. Vissu flestir fyrirfram, að þar sem hann var saminn upp úr einni af hinum skemtilegu leynilögreglusögum Sir A. Conan Doyle, að ekki myndi hörg- ull á efni og atvikum, sem áhorfendum héldi hugsandi. 1 því efni urðu þeir held- ur ekki fyrir vonbrigðum. Eftirvænting þeirra var svo kitluð allan leikinn út, að hugurinn var önnum kafinn. Tíminn leið fljótt, og var leikurinn þó með þeim lengstu, sem sýndir hafa verið hér. Það er ekki í hasti gert að lesa hugsanir Sir A. Conan Doyle, en skemtilegra viðfangs- efni getur þó ekki. Vita það allir, sem lesið hafa sögur hans, sem fjöldi af hefir verið þýddur á íslenzku. Ástaræfintýri fer fram í leiknum, en því er svo háttað, að þar eiga menn að lesa ástarsöguna í huganum, eins og slíkt fer jafnan fram í virkileikanum, en er ekki sýnt á hinn þreytandi hátt, sem nú tíðkast t. d. á hreyfimyndasýningum, og sem oss virðist ganga orðið svo langt, að furða er að nokkur hugsandi maður skuli geta fengið af sér að sækja slíkar sýningar. Hreyfimyndahúsin eru með við- uystygðinni, sem þau hafa um svo langt skeið iðkað í sýningum sínum, komin vel á veg með það að gera út af við ást- eða einkalíf manns og konu. Kemur það bezt fram á leikendunum sjálfum, sem fæstir ná meðal aldri án þess að vera giftir þris- var til sex sinnum, og skilja jafnoft við hina fyrri elskhuga sína. Um það, hvernig þessi skemtilegi leik- ur var sýndur í heild sinni, er ekki nema gott eitt að segja. Án þess að gera sér neitt upp um það eða að þykjast dómari um listhæfileika þeirra, sem leikinn sýndu, skal þess get- ið, að Árni Sigurðsson, sem lék Sherlock Holmes, kom oss svo fyrir á leiksviðinu, sem þess væru lítil merki, að hann væri að leika. Hann gekk um leiksviðið eins eðlilega og hann væri heima hjá sér. Og hið sama má um viðtöl hans segja. Hjá fáum íslendingum, ef nokkrum, höfum vér orðið þessa eins glögt varir. Og ekki urðum vér þess áskynja hjá öðrum neitt fremur í leik þeim, er Árni lék hér fyrir mörgum árum síðan og Guðrún Indriða- dóttir og fleiri ágætir leikendur tóku þátt í. Ekkert skal um það sagt, hvort þetta er list, en það er eitthvað þægilegt og viðfeldið við það, og eins og manni finst það eigi að vera. En auðvitað er ekki verið að halda því hér fram, að öil leiklist sé í þessu einu fólgin. Ein og sama persóna getur verið vel leikin á tvo, og óteljandi vegu. Meiri eða minni hraði eða fjör setja annan eða óiíkan svip á persónuna. Hvenær full- komlega sé leikið, verður því seint dæmt um. Að Ámi sé vakandi fyrir þessu, virt- ist oss koma fram, þegar Sherlock Holm- es átti í striði við geðshræringar sínar út af því, hvort hann ætti ekki að fara að taka sér aðra lífsstefnu. Þótti mér sálarlíf Sherlock Holmes koma þar bezt í ljós og Árna takast þar einna bezt. Ragnar Stefánsson, sem lék Moriarty, glæpakónginn, sem Sherlock Holmes gat ekki fyr en seint og síðarmeir sigrast á og komið í hendur lögreglunnar, leysti hlutverk sitt, sem bæði var stórt og erf- itt, mjög vel af hendi. Ragnar skildi verkefni sitt og var ekki reikandi í neinu. Hann sýndi sjálfstæða persónu, sem á- horfendunum kom vel fyrir sjónir. í raun og veru ætlum vér, að Ragnar hafi sýnt góða leikhæfileika í þessu hlutverki sínu, að þessu leyti, að hann brýtur ekki upp persónugerfið, sem hann í huganum hefir einu sinni gert sér af þeim, sem hann á að leika, og er glöggur á sam- ræmi þess, í öllum þeim myndum, sem hann þarf að sýna af persónunni á sýn- ingarsviðinu. Hann nær tökum á við- fangsefni sínu, sem mörgum lítt æfðum, eins og hér á sér oftast stað, skjátlast. Ef svona væri nú haldið áfram um hvern leikanda af 17 álls, sem í leiknum tóku þátt, yrði þetta svo langt mál að enginn læsi. Yfirleitt léku allir vel. — Leikendurnir hafa verið vel þjálfaðir. Páll S. Pálsson hélt áhorfendunum skellihlæjandi allan tímann, sem hann var á leiksviðinu. Mrs. Kristjánsson lék mjög stutt hlut- verk, en þó svo vel, að aðdáun vakti. Jakob Kristjánsson var hinn geðprúð- asti læknir og lék lækningar sínar ekkert ver eða klaufalegar en margar fyrirmynd- irnar gera. Jakob er svo vanur orðinn að leika að honum fatast ekki mikið. Guðbjörg Sigurðsson lék nú, eins og oss hefir ávalt virzt, liðlega, og hafði hún þó flókið hiutverk. Og um hitt leikfólkið má hið sama segja. Björn Hallsson hafði ekki nógu stórt hlutverk fyrir svo góðan leikara, sem hann er. # Þóra Sveinsson, sem lék ungfrú Faulk- ner, unnustu Sherlock Holmes, hefir ef- laust töfrað fleiri en unnustann sinn, þar sem hún stóð í dyrunum í leikslokin. Við þetta verður nú að sitja. Leikfélag Sambandssafnaðar á þakkir skilið fyrir að hafa ráðist í að sýna þennan fjöibreytta og skemtilega leik. En þakklætið fynr hve vel hann var leikinn yfirleitt, á leik- stjórinn Árni Sigurðsson. Vildum vér sjá meiri gaum gefinn að svona starfi á meðal íslendinga, en yfirleitt er gert. Með leiðsögu eins hæfra manna í leik- listinni og þeirra, er Leikfélag Sambands- safnaðar hefir á að skipa, þar sem eru þeir Árni Sigurðsson og séra Ragnar E. Kvaran, má við góðum og skemtilegum leikjum búast í hvert skifti, sem félagið sýnir hér leiki. Aðsókn var góð bæði kvöldin í Good- templarahúsinu, og ef til vill vonum framar, er litið er á ástæður manna nú yfirleitt. ER VOPNAHLÉSDAGURINN AÐ LEGGJAST NIÐUR? Það hefir hlotið að blása kaldrana- lega í ból ýmsra hér á Vopnahlésdaginn síðasta. Þó dagur þessi, eða 11. nóvem- ber hafi verið haldinn jólhelgur um allan hinn vestræna heim síðastliðin 12 ár, voru menn sarrit í þetta skifti með vanga- veltum og ýmiskonar grillum um, hvort að dagurinn í raun og sannleika væri helgur. Símar á dagblaðaskrifstofunum og á skrifstofu dómsmálaráðherra, glumdu eins og hrossabrestir allan dag- inn fyrir vopnahlésdaginn, og allir spurði að því einu og sama, hvort vopnahlés- dagurinn væri helgidagur. Hjá blöðunum, sem oftast láta það þó eitthvað heita, var nú samt komið að tómum kofunum, og þau kváðu þetta of þunga lögfræðisþraut fyrir sín höfuð að ráða. Var þá til dómsmálaráðherra fylk- isins leitaðven svar hans var ekki heldur ákveðið. Hann kvað daginn í æðri skiln- ingi vera helgidag í Canada, en hýðingu eða hegningu gætu þó fylkin ékki látið á neinum bitna fyrir að vanhelga hann. nema með sérstakri löggjöf um það. — Fyrir sér væri því hverjum frjálst að halda hvað sem hann vildi um þetta, en ábyrgð bæri hann samt enga á athæfi manna. Að öðru leyti var þrautin enn óleyst. í hinni miklu Alexandríu Vestur-Can- ada, mestu viðskiftaborginni og aðalað- setursstað vísindanna, borginni Winnipeg, var því enga úrlausn að fá hjá skrift- lærðum á því, hvort vopnahlésdagurinn væri helgidagur eða ekki. Hverju sætir þetta? munu menn spyrja. Fyrir 13 árum varð svo mikili fögnuður út um allan heim 11. nóvember, daginn sem stríðinu ógurlega linti, að því verð- ur ekki með orðum lýst. Feður og mæð- ur, systur og bræður, sem þá áttu á víg- völlunum fyrir opnum kjöftum fallbyss- anna, sem þau unnu mest og þráðu heit- ast að hafa sér við hlið, fundu með ó- segjanlegrí hjartans gleði til þess, að þau höfðu verið bænheyrð, að vinir þeirra væru úr mestu hættur ni og ættu nú bráð- lega aftur heimkvæmt til þeirra. Það var því óblandin hjartans gleði, sem til helgi vopnahltsdagsins lá í fyrstu. En með árunum virðist þessi tilfinning hafa fjarað út, eins og tilfinningar manna svo oft gera. Og sannleikurinn virðist sá, að nú er til efs, að 11. nóvember verði framar heigur haldinn. Það virðist að minsta kosti stórt spor stígið í þessa átt, með því að í þessum bæ voru stærstu verzlunarhúsin opin 11. i nóvember, ásamt mörgum smærri. — Stjórnarskrifstofur allar og bankar og margar smærri vezlanir voru þó lokaðar. Ekki höfum vér orðið þess varir, hvort svipað þessu hafi farið fram í öðrum bæjum í Canada, því ensk blöð hér hafa ekki neitt á það minst, þó undarlegt sé. En í einu eða tveimur blöðum frá Banda- ríkjunum, er að því vikið, að þess hafi lítill vottur sést víða, að vopnahlésdag- urinn hafi verið helgidagur í ár. Dagar hans sem hegidags eru því að líkindum taidir. Það eina, sem eftir þetta gæti gert hann að varanlegum helgi- degi, er að vinna að því að hann verði síðasti vopnahlésdagurinn, og að hann geti skoðast sem yfirlýsing um það, að stríðum sé lokið fyrir fult og alt. Að öðru leyti gleymist hann og verður bráð- lega úr sögunni. Með vopnagnýinn og kúlnahvininn stöðugt í eyrum sér, virðist lítil ástæða, nema fyrir þá kynslóð, sem uppi var og leið og syrgði í síðasta stríði, að halda vopnahlésdaginn helgan. Haldi stríðin áfram, getur hann ekki skoðast annað en hégómi, í augum næstu kyn- sióðar á eftir henni, jafnvel þótt friður sé ein heitasta þrá mannkynsins sem stend- ur. AÐSTOÐ HREYFIMYNDAHÚSA. í Bandaríkjunum hefir, eins og kunn- ugt er, Hoover forseti skipað nefnd manna til að sjá um, að fé sé safnað í hverju ríki til aðstoðar atvinnulausum fátækum mönnum. Nefnd þessi starfar í sambandi við viðskiftamenn og þá, sem helzt hafa ríkjamálin með höndum. Einn árangurinn af starfi þessarar nefndar er sá, að hreyfimyndahús landsins hafa lof- ast til að gefa hvern skilding af tekjum sínum einn daginn — vikuna frá 18. til 25. nóvember — í þenna fátækrasjóð, og má það við myndasýningahúsin fyllilega virða. í sambandi við þessa frétt dettur manni í hug, hvort nokkur ósvinna væri, að hér væri farið að dæmi nábúa vorra syðra. — Skildingarnir skoppa æði jafnt og þétt til hreyfimyndahúsanna, og einstöku stofn- ana annara, daglega, svo að segja hvernig sem viðrar eða árar. Þær stofnanir, sem svo eru lánsamar, myndu fúsar, með á- standið fyrir augum, að veita bágstöddum aðstoð, ef vel væri og á réttan hátt að þeim farið. Það er ef til vill ekki lít- fé, sem t. d. kemur inn á dag í Winnipeg í hreyfimyndahúsunum, og það gæti orðið góður styrkur í höndum þeim, sem hér líta eftir hag bjargarlausra manna. Þó hér sé minst á hreyfimyndahúsin, þá er alls ekki eingöngu átt við þau. Það eru nokkrar fleiri stofnanir, sem féð streymir til daglega, og sem þess vegna finna minna til krepþunnar en aðrir yfir- leitt gera, t. d. vátryggingafélög, sem reyndin sýnir að mest viðskifti gera þeg- ar harðast er í ári. Vér erum vissir um að fé til aðstoð- ar þurfandi mönnum væri með ljúfara geði veitt á þenna hátt, en t. d. með stoöttum, sem stjórnir \erða að leggja á þegna sína til þess að standast straum af fátætoraframfærslunni. Það er að minsta kosti vafamál, að aðferð Breta og annar þjóða sé heillavænlegri en að- ferð Bandaríkjanna. “VESALINGS ÞÝZKALAND”. Ef nokkuð skipar eins háan sess í hug- um manna og aðdáunin fyrir Rússlandi, mætti einna helzt ætla að það væri vork- unsemin og meðaumkvunin með Þýzka- landi í sambandi við stríðsskuldirnar. í hvert skifti sem vér höfum heyrt eða séð á stríðsskuldirnar minst, hefir ó- þvegnum orðum verið farið um þjóðirn- ar, sem Þjóðverja kúga. Það getur vel verið, að menn hafi nokkuð til síns máls í þessu, en yfirleitt er ekki að reiða sig á það. Það hefir ósjaldan sannast á, að þeir vita einu sinni ekki hvar Þýzkaland er á hnettinum, sem ábærilegast hafa sýnt brjóstgæðatilfinningar sínar í þese garð. Út á það er auðvitað ekki að setja, ef á- stæða er tíí. En almenningsálitið er, eins og allir vita oft ekki nema trúgirnin ein og athugunarleysið, og skoð- anasannfæringin bláberasta eft irherma. Þegar svo stendur á, er ekki vanþörf á, að blöð bendi á sem flestar hliðar hvaða máls se mer, svo lesendur geti nokk- um veginn myndað sér hleypi- dómalausar skoðanir um þau. Með þetta fyrir augum er eftir- farandi grein birt. Maður að nafni G. Garrett, hagfræðingur, og sem heima á í New York, skrifar á þessa leið um afstöðu Þýzkalands til stríðsskuldanna í blaðið Satur- day Eveneing Post nýlega: “Utanríkisskuldir einstakra manna í Þýzkalandi nema $3,- 500,000,000 (hálfri fjórðu bilj- jón).„Einn þriðji þessa láns er frá einstökum mönnum í Banda ríkjunum. Þessi lán eru rúmri biljón hærri, en alt það fé, sem Þýzkaland hefir greitt í stríðs- skaðabætur til þessa. Og Banda ríkin og aðrar þjóðir hafa auk þess lánað Þýzkalandi hundruð- ir miljóna dala, til þess að land- ið yrði ekki gjaldþrota. Hvað hefir verið gert við þetta láns- fé? Hvers vegna barmar Þjóð- jverjinn sér eins og hann gerir út af vaúdræðahag landsins? í síðastliðin sex ár hefir fé frá lánveitendum utan Þýzka- lands streymt inn í fjárhirzlur landsins, í iðnaðarfyrirtæki þar og í banka Þýzkalands. Við- kvæðið hefir vanalega verið það, að ef heimurinn ætlaðist til, að Þýzkaland greiddi skaða- bótaskuldir sínar, yrði það að fá lán til þess að tryggja hag sinn út á við. Og þessu er nú svo komið, að Þýzkaland segir við lánveitendur sína: Ef þið búist við að fá skuldir ykkar greiddar, verðið þið að halda á- fram að lána okkur féð, til þess að borga ykkur með. Til þess að bjarga lánum ykkar, verðið þið fyrst að bjarga Þýzkalandi. Frá hverju á að bjarga Þýzka- landi? Fyrst og síðast frá að þurfa að greiða nokkrar stríðs- skaðabætur. í einu orði sagt, Þýzkaland notar þessi einstakra manna lán sem skjöld að bregða fyrir sig, er um borgun stríðs- skuldanna er að ræða. Þýzka- land hefir ennfremur hótað því, þegar um stríðsskaðaþætur hef- ir verið að gera, að leyfa ekki að draga neitt af útlendu fé í bönkum Þýzkalands út, en hef- ir á sama tíma á tvær hendur sent fé sjálft út úr landinu í útlenda banka. Þegar kanzlari Þýzkalands var s.l. júlí að kreista $500,C(00,000 (hálfrar biljónar) lán út úr öðrum þjóð- um, þá átti Þýzkaland fé liggj- andi í bönkum erlendis, er nam einni biljón dala, eða helmingi meira en lánið, og sem auðvelt var fyrir það að fá inn í land- ið, ef það hefði kært sig um það. Þjóðverja vantaði ekki sitt eigið fé, þá vantaði annara fé inn í landið. “Vesalings Þýzkaland”, sem oft er kallað, hefir nú komið upp iðnaði hjá sér svo myndar- legum, að það má nú þegar heita annað mesta iðnaðarland heimsins. Iðnaði þessum er komið upp á útlendu lánsfé, er landið segist ekki geta staðið í skilum með að greiða, nema að taka meira lán, eða að stöðva greiðslu á skaðabótaskuldun- um: Það er því skiljanlegt, þeg- ar Þýzkaland hrópar, bjargið mér, hvers vegna lánveitendur ávalt bregðast fljótt og vel við, að fara ofan í vasann.” Af því að vér munum ekki eftir, að á þessa hlið skaða- bótamála Þýzkalands hafi fyr verið minst eins ljóst og hér er gert, er grein þessi hér birt. En samkvæmt henni hefir greiðsla stríðsskuldanna ekki þjakað Þýzkalandi svo hroðalega, sem oft hefir verið haldið. Og eins og Þýzkaland hefir nú í því efni komið ár sinni fyrir borð, er ekki hætt við að þær hér, eftir skelli þungt á því. gFDODDS gKIDNEY kidne!^< $0Q7 THE I íullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðnr. sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. MANNFLOKKAR OG MENNING I. Það er alkunna, að mennirnir eru ólíkir að útliti. Eg á ekki við það, að enginn maður er öðrum líkur að öllu leyti, held- ur hitt, að til eru stórir flokkar manna, sem hafa mörg sameig- inleg einkenni inn byrðis, er skera sig úr frá öðrum flokkum manna, sem hafa önnur ein- kenni sameiginleg. Þessi ein- kenni á útliti manna eru mörg, t. d. hæð, höfuðlag, háralitur, gerð hársins, augnalitur, nef- lag o. s. frv. Þá flokka manna, sem hafa mörg af þessum ein- kennum sameiginleg, svo að erfðafast sé (gangi í erfðir), nefnum vér mannflokka (race) eða kyn. Nú mun t. d. engum bland- ast hugur um það, sem sér ís- lending og Kínverja saman, að þar er um tvo ólíka mann- flokka að ræða, þó að sumum íslendinga s\úpi að vísu til Kín- verja um ýms séreinkenni mannflokkanna. Munurinn er | samt sem áður of mikill til þess ! að um sama mannflokk sé að ræða. Evrópumaður og svertingi frá Afríku eru líka svo ólíkir, t. d. á hörundslit, að þar er I heldur enginn efi mögulegur. iEn venjan er sú, að slá öllum ; Evrópumönnum, og afkomend- ! um þeirra í öðrum heimsálfum, saman í einn hóp, sem kallaður >er hvíti mannflokkurinn. En ! sannleikurinn er sá, að það er enginn samfeldur hvítur mann- flokkur til, heldur margir mann- j flokkar, sem eru meira og minna “hvítir”. Það er t. d. auðsætt, að blá- eða gráeygð- ur langhöfðaður Norðurlanda- maður, einhvern veginn ljós á hár, og hins vegar dökkeygur, stutthöfðaður, svarthærður Mið Evrópumaður, eru ekki af sama mannflokki, þótt báðir eigi að kallast “hvítir”; munurinn á þessum einkennum, sem nú voru talin, og öðrum, er of mikill — jafnvel hörundslitur- inn er annar, er allur miklu mó- leitari, dekkri, á Mið-Evrópu- manninum. Eg var einu sinni, sem oftar, í kirkju hér í Reykjavfk. Ræð- an var ekkert afbragð, þótt það væri aðkomuprestur, sem var að tala, og eg fór að hvarfla augunum víðsvegar um kirkj- una. Varð mér þá starsýnt á tvo menn unga, sem sátu and- spænis mér. Þeir voru auðsjáan- lega vinir, en ólíkari menn hefi eg varla séð. Annar var hár vexti, Ijós-skolhærður, með langt og mjótt andlit og höfuð- lag, bláeygur, með nokkuð hátt og þunt nef og liður á. Hinn var lágur vexti, svarthærður, breiðleitur með hnöttótt höfuð- lag, móeygur, með Iágt og breitt kartöflunef. Báðir voru þeir ís- lendingar, en hér var um tvo ólíka mannflokka að ræða. — Eg komst líka í það, eitt vor, þegar eg var í latínuskólanum, ‘ að fylgja nokkrum Sýrlending- um, er svo voru nefndir og voru þá á flakki hér, heim til S. Á. Gíslasonar. Þeír voru mógulir á hörund með kolsvart hár og

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.