Heimskringla - 25.11.1931, Page 8
8. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 25. NÓV. 1931.
|DYE WORKS..
UMITED
—
P! 0\ace1l‘>dSc\oi\*«*ans'"S
«s=" .« the *J,. *0»ie 4 crö'i* “
^cTe* úo«‘ rc«' c
FJÆR OG NÆR.
Séra Guðm. Ámason messar
að Lundar sunnudaginn 6. des.
kl. 1 e. h. Á eftir messu verður
safnaðarfundur haldinn í Sam-
bandssöfnuðinum á Lundar, en
]>að sem aðallega fyrir þeim
fundi liggur, er að gera breyt-
ingar á lögum safnaðarins.
* * *
“Augu Ástarinnar”
hið fræga leikrit eftir Johan
Bojer, verður sýnt í Árborg
föstudaginn 4. desember, und-
ir umsjá safnaðarnefndar Sam-
bandssafnaðar þar. Skal hér
með vakin athygli á grein um
leikrit þetta, sem birt er á öðr-
um stað í blaðinu.
* * *
ÚTSALA — BAZAAR!
Hinn árlegi haustbazaar Kven
félags Sambandssafnaðar verð-
ur haldinn miðviku- og fimtu-
daginn 2. og 3. desember n. k.
i sölubúðinni nr. 653 Sargent
Ave., við Agnes St. Á boðstól-
um er allskonar gagnlegur fatn-
aður og heimatilbúinn matur,
alt selt á mjög rýmilegu verði.
Kaffiveitingar á staðnum.
Forstöðunefndin.
* * *
Leiðrétting.
Inn í greinina “Þörf á Þjóð-
ræknisstarfsemi”, á 4! bls. í síð-
asta blaði, hafa slæðst fjórar
mjög afkáralegar prentvillur, er
raska bæði máli og samhengi.
í fyrsta dálki, 33. línu ,talið
upp, stendur “engar upplýsing-
ingar” fyrir .“engar yfirlýsing-
ar”; í öðrum dálki í 25. línu að
ofan, stendur "ómyndarlegra
óðal”, fyrir “ómyndugra óðal’’
í 3. dálki í 31. línu að neðan,
stendur "maelast nema á eina
tungu”, fyrir “mæla nema á
eina tungu’’; í 5. dálki hefir 13.
línu að neðan verið kipt í
burtu, en skökk lína sett í
staðinn; þar átti að standa: “í>á
eigi síður, fyrir þá sök að meiii
hluti þeirra,” ofrv. Þetta er
leiðrétt, fyrir þá er kunna að
hafa tekið eftir þessu.
ROSE
THEATRE
Thursday, Friday, Saturday,
Nov. 26-27-28
BLACK CAMEL
With
WARNEB OLANDO
Don’t Fail To See It!
Added:
Comedy — Serial — Cartoon
TWO SII.VERWARE NIGHTS
Tuesday and Wednesday
Monday, Tuesday, Wednesday,
Nov. 30, Dec. 1-2
BARBAKA STANWYCK
in
The Miracle Woman
Season’s Best Comedy
“STOUT HEARTS and VVILL-
ING HANDS”
Cartoon — News
CARL THORLAKSON
úrsmiður
627 Sargent Ave., Winnipeg
Sími: 27 117. Heima 24 141
J. A.
JOHANNSON
Garage and Repair Service
Banning and Sargent
Sfmi 33573
Heíma »íml 87136
Expert Repair and Complete
Garage Serrice
Gai, Oða, Extras, Tiret,
B*tteriea, Etc.
Dr. G. J. Gíslason frá Grand
Forks, N. D., og kona hans
komu snögga ferð til Winnipeg
s. 1. fimtudag. Þau héldu héð-
an til Morden og áleiðis heim
til sín daginn eftir.
* * *
Nikulás Snædal lézt að heim-
ili gínu að Lundar 17. nóv. s. 1.
Hann var einn hinna eldri ís-
lendinga og mun hafa komið
snemma á landnámsárunum
hingað, ættaður af austurlandi
(Reyðarfirði). Eftir hann lifir
kona hans Kristín, og þrjú börn
af fyrra hjónabandi, því Nikulás
var tvígiftur. Synir hans eru
Friðþjófur kaupmaður að Steep
Rock og Jóhann búsettur á Oak
Point og Lóa hjúkrunarkona til
heimilis í Winnipeg. Jarðarför-
in fór fram s. I. föstudag að
fjölmenni viðstöddu, því Nikul-
ás heitinn var virtur af þeim
er honum kyntist. Hann var vel
gefinn og glaður og gestrisinn
við þá er að garði hans bar.
Séra G. Árnason jarðsöng. Æfi-
atriða hans verður getið síðar.
* * *
Goodtemplara stúkurnar Hekla
og Skuld hafa ákveðið að kalla
til almenns fundar í Winnipeg
3. des., næstkomandi, til að
ræða bindindismál. Þetta verð-
ur nánar auglýst í næsta blaði.
Þess er alvarlega óskað að
allir íslendingar sæki þenna
fund. Hafið gát á auglýsingu í
næsta blaði. — Nefndin.
* * *
Almennur borgarafundur með-
al íslendinga í Winnipeg verður
haldinn í Goodtemplarahúsinu,
fimtudaginn 3. desember, kl.
8. e. h. til þess að ræða um
vissar hliðar bindindismálsins.
Öllum íslenzkum prestum, lækn
um og lögmönnum hefir verið
sérstaklega boðið bréflega. Allir
velkomnir, fyllið húsið, aðgang-
ur ókeypis^ Dr. B. J. Brandson
stjórnar fundinum.
* * *
Á síðasta fundi Barnastúk-
unnar “Æskan”, nr. 4. I.O.G.T.
setti gæzlukona Ungtemjlara,
Mrs. Jósepsson í embætti fyrir
næsta ársfjórðung þessi börn:—
F.Q.—Fríða Gíslason
Æ.T.—Guðrún Stephensen
V.,T.—Lára Bjarnason
F. R.—Sólborg Goodman
G. —Unnur Sædal
R.—Óskar A. Benedictsson
A.R.—Jórun Mýrmann
Kap.—Sigga Gíslason
D.—Matthilda Bjarnason
A.D.—Lily Goodman
V.—Alda Sædal
Ú.V.—Gertrude Samson
* * •
Á síðasta fund “Heklu’’ voru
þessi systkin sett í embætti fyr-
ir þenna ársfjórðung af um-
boðsmanni hennar, H. Skaft-
feld:—
F.Æ.—J. Th. Beck
Æ. T.—Stefanía Eydal
V.T.—Lína Gillis
F. R.—-Sv. Gíslason
G. —Eyv. Sigurðsson
R.—S. B. Benedictsson
A.R.—Helga Johnson
D.—Margrét Halldórsson
A.D.—Hrefna Fáfnis
Kap.—Karólína Gunnarsson
V.—Ó. A. Benedictsson
G.U.—Guðný Benedictsson
• • •
Samkvæmt löglegri venju,
birtum vér hér nöfn þeirra sem
stúkurnar Hekla og Skuld út-
nefndu í fulltrúanefnd fyrir
komandi ár:—
Stefán Einarsson
J. Th. Beck
Sveinbjörn Gíslason
Eyv. Sigurðsson
Salome Backman
G. H. Hjaltalín
Gunnlaugur Jóhannson
Sig. Oddleifsson
G. M. Bjarnason
Jón Ólafson
C. Thorláksson
H. Skaftfeld
Bm
I
í
í
momamommmn-mmnmtmommmo-m
Styrkið
Dr. August
BLONDAL
til að ná kosningu í skóla-
ráðið. Hann er eini íslend-
ingurinn, sem er í kjöri, og
áreiðanlega með hæfustu
frambjóðendum fyrir þá
gtöðu. Merkið atkvæðaseð-
ilinn næstkomandi föstu-
dag, 27. þ. m. þanng:
FOR SCHOOLTRUSTEE,
WARD II
y^mm-oimm-om^ommm-o-^^O'^m-o-mmB-o-mmmt-ommm-o-mm-ommmo-^mm-o-mm-^
Stefanía Eydal
Kosningar fara fram á fundi
stúkunnar Heklu, mánudags-
kvöldið 7. des. 1931. Allir Good-
templarar stranglega ámintir
um að koma.
S. Matthews
• * *
Við andlátsfregn Nikulásar
Snædals eru eftirfarandi orð
mælt fram:
Nikulás er fallinn frá,
fyrir heilsubresti.
Eftir honum allir sjá,
Því ávalt menn hann hresti.
Vinur.
• • •
“Endurbönnuð”
Eg hef nú lesið Laxness kvæða
bók
með ljóðastíls galsa og hugsjón-
anna mók.
Frá kverinu andar útlenzkunnar
kraftur,
auðhlýddri skipun: Lestu mig
ekki aftur.
H. G.
• • •
Tvíbökur
Tvíbökur verða seldar um
tíma fyrir 15c pundið ef tekin
eru 10 pund eða meira. Kringl-
ur með sama verði.
724 Sargent Ave.
Guðm. P. Thordarson
• • •
Almenn guðsþjónusta verður
haldin sunnudaginn 29. nóv.
kl. 2 e. h. í Darvin skólahúsinu
Paul Johnson, predikar. Fólk
er beðið að fjölmenna. Allir
velkomnir.
gullið eigi að fá. Klausturrúst
irnar eru á franskri grund, og
kjallarahvelfingin, þar sem gull-
ið fanst, hefir veríð í landar-
eign klaustursins, en er nú hinu
megin við landamærin —
Belgíu.
Lesb. Mbl.
SKRÍTLUR
GULL FUNDIÐ
með óskakvisti.
Á landamærum Belgíu og
Frakklands eru æfagamlar
klausturrústir. Gekk sú saga í
munnmælum um þær, að þar
væri fólginn fjársjóður mikill.
Margir höfðu grafið í rústirn-
ar til þess að leita að fjár-
sjóðnum, en engum hafði hepn-
ast að finna hann.
En svo var það núna hinn 6.
þ. m., að einhverjum hug-
kvæmdist að fá þangað mann,
sem frægur er fyrir það, að
geta fundið vatn, kol, járn og
ýmsa málma í jörðu með hjálp
óskakvists.
Maðurinn kom til klausturs-
ins með óskakvistinn og nú
gekk hann þarna fram og aftur
í heila klukkustund. Loks kom
hann í gamla kjallarahvelfingu,
sem var all-langt frá klaustur-
rústunum, og í sama bili kipt-
ist óskakvisturinn hart við í
hendi hans. Maðurinn stað-
næmdist og sagði: Hér er gull-
ið! Var nú þegar farið að grafa
þarna og eftir stutta stund rák-
ust menn á kistu, fulla af göml
um gullpeningum, sem eru um
miljón franka virði.
En nú kemur dálítill bobbi í
bátinn, og fellur það í hlut lög-
fræðinga að skera úr því, hver
Þau höfðu fengið nýja ná-
granna, ung hjón, sem höfðu
keypt sumarbústaðinn við hlið-
ina á sumarbústað þeirra. Og
frúin va rtalsvert forvitin um
hagi ungu hjónanna.
“Eg held að þau séu nýgift,”
sagði hún við mann sinn. “Þau
eru svo dæmalaust ástúðug
hvort við annað. Eg hefi séð
það, að á hverjum morgni kveð
Ur hann hana með kossi. —
Aldrei gerir þú það.”
Maður hennar klóraði sér
vandræðalega á bak við eyrað
og mælti:
“Heldurðu að það sé óhætt?
Eg þekki hana ekki neitt enn-
þá.”
• • •
Bjössi er að ganga úti með
pabba sínum, og þeir mæta
stórum hundi. Þá fer Bjössi
að hrína.
“ Af hverju ertu að grenja,
drengur minn?” segir pabbi
hans. “Þú þarft ekki að vera
neitt hræddur við hundinn.”
“Ertu ekki hræddur við hann,
pabbi?’’
“Nei, hvernig dettur þér það
í hug?”
“Ertu ekki heldur hræddur
við ljón, pabbi?”
“Nei, alls ekki.”
“En hvað það er skrítið að
þú skulir vera svona hræddur
við hana mömmu.”
• * •
Kennari: “Hvað gerðist ár-
ið 1483?”
Drengur (hróðugur): “Þá
fæddist Lúther.”
Kennari: “Rétt. En hvað gerð
ist 1487.
Drengur (enn hróðugri):
“Þá var Lúther 4 ára.”
Ragnar H. Ragnar
pianlst and teacher
Studio: 566 Simcoe St.
Phone 39 632
Palmi Palmason
L. A. B.
violinist and teacher
Studio: 654 Banning St.
Phone 37 843
Joint Studio Club Every Month
Pupils prepared for examination
rangt mál og annarsstaðar með
óylgjur og aðdróttanir, sem
enginn siðprúður maður mundi
láta frá sér fara, og lætur þó
höfundurinn, sem hann sé einn
í þeirra tölu.
Ekki þarf að efa, að einhver
spellvirki og strákapör hafa
verið framin þetta kvöld, en
óþarfi virðist að gera svo aÞ
genga smámuni að blaðamáli,
með það eitt fyrir augum, að
því er virðist, að koma óorði á
unnudagaskólastarfsemi í bæn-
um og á bæinn í heild sinni.
Eða því er minst á “Sunnu-
dagaskólalýð” í þessu sam- j
bandi? Þeir, sem hér þekkja í
nokkuð til, vita að þessi ,orð
greinarhöfundar eru skrifuð j
annaðhvort af þekkingarleysi j
eða illgirni eða hvorutveggja, j
og er það slæmt að svo skýr
og ritfær maður (sic!) skuli
hafa gert sig sekan um slíkt.
Ætla mætti, eftir lýsingu
Búa, að Lundarbbær hafi í
hershöndum verið þetta kvöld,
þar sem talað er um “utanbæj-
arskríl”, sem fylt hafi flokk
hinna “tryltu bæjarbúa”, er svo
létu skothríð dynja, ekki ein-
ungis í bænum sjálfum, heldur
einnig á kofum gamalmenna
utan bæjar. Þess má geta að
umrædd skothríð orsakaðist af
því, að gamall Fordbíll, sem
kerður var eftir götum bæjar-
ins, fór úr lagi og heyrðust
sprengingarnar í vélinni langar
leiðir. Var því ekki að furða þó
að greinarhöf. og fleira gömlu
fólki yrði ekki um sel. Sýnir
þetta meðal annars, hvað um-
rædd grein hefir við lítið að
styðjast, og hvað ósanngjörn
og óréttlát hún er í garð þess
MESSUR OG FUNDIR
í kirkju Sambandssafnaðar
Messur: — á hverjum sunnudegl
kl. 7. e. h.
Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4.
fimtudagskveld í hverjum
mánuði.
Hjálparnefndin. Fundir fyrsta
mánudagskveld í hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan þriðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu.
Söngflokkurinn. Æfingar á hverju
fimtudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: — Á hverjum
sunnudegi, kl. 11 f. h.
fólks, er hér býr, og þó að ó-
happaverk hafi ef til vill ver-
ið framið þeetta kvöld, þá gefur
að skilja, að þar voru aðeins
fáir að verki, og að framferði
þessara manna getur á engan
hátt talist sýnishorn af aið-
ferðisframferði Lundarbúa yfir-
leitt.
Óhætt er að fullyrða, að ungt
fólk hér í bæ, sem aöallega
verður fyrir hnútukasti vand-
lætarans, er hér haft ifiyrir
rangri sök. Hvort það er stórt
brot á “siðferðislögmáli lífsins”
að sleði var settur upp á Ár-
mannsmylnu, og salernum koll-
varpað, skal hér látið ósagt.
En margur mun líta svo á, að
hér eigi gamall landssiður sök
á fremur en viljaleysi foreldra
og sunnudagaskóla að inn-
prenta börnum góða siði. Getur
því slíkt framferði varla borið
vott um sérstaklega spiltan
hugsunarhátt eða skrílsinnræti,
sem höf. þó gefur í skyn.
X.
>«.1______9c: u t .
ATHUGASEMD.
Lundar, Man.
21. nóv. 1931.
Herra ritstjóri!
Eg vil biðja þig fyrir ofurlitla
athugasemd við greinina, sem
nefnist “PYéttabréf og fyrir-
spum”, og sem birtist í Heims-
kringlu 18 .nóv. þ. á.
Greinarhöf. segist vilja gefa
fólki, þó ekki væri nema lítið
sýnishorn af “siðferðis fram-
ferði” þess fólks, s^m hér býr.
Er sú lýsing svo öfgafull og ó-
sanngjörn, sem mest má verða,
og höf. til stórrar skammmar.
Það er hvorttveggja, að sum-
staðar er farið með algerlega
Greiðið atkvæði
með
PAULj
BARDAL1
Hann er eini fslending-
urinn sem sækir um
kosningar í bæjarráðið.
Hann er þjóðflokki sín-
um til sóma. Hann er
ágætum hæfileikum bú-
inn og gagnkunnur bæj-
armálum. Styrkið hann
til kosningar.
MERKIÐ SEÐILINN:—
ALDERMAN FOR WARD 2
BARDAL, PAUL p-om^m-omamommmommommm-ommomamomKmommmo-m 0 1 f M»-<>'^^B'<>-^a»<^
Sérstök Kjörkau ip
Koppers Kox, stove eða nut stærð $14.50
MINE HEAD LUMP
11.50
(
í fyrra seldum vér þessi kol fyrir $13.75 tonnið. Það
eru beztu vestankolin sem fáanleg eru. Þau eru tekin
í stöllunum The Fotthills neðan við klettafjöllin. Þau
halda eldi lifandi alla nóttina hvað kalt sem er.
REYNIÐ ÞAU.
CAPITAL COAL CO.
LIMITED
SÍMI 23 311
603 POWER BLDC.