Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 4
4 SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. DES. 1931 Einar Jónasson læknir. Meðal þeirra manna, er mik- ið hafa við sögu vora komið, íslendinga hér í álfu, frá fyrstu tíð og alt fram til síðari ára, má óhætt telja Einar Jónas- son iækni. Sem kunnugt er, andaðist hann á siðastliðnu sumri, 25. ágúst, eftir langVar- andi heilsubilun, að heimili sínu á Gimli. — Hann kom snemma hingað til lands, þá ungur að aldri, um það leyti, sem vesturferðir voru rétt að byrja, og náði þá, svo að segja strax, áliti og hylli manna. sökum ágætra hæfileika og prúðmannlegrar framkomu. — Hann fylgdist með í ferða- hrakningum þeim, er hinir fyrstu innflytjend.ur höfðu, með- an þeir voru að útsjá sér ný- lendusvæði og koma sér fyrir. Hann var landnámsmaður á eigi færri en fjórum stöðum, og fáir munu hafa farið svo víða um álfuna, að landaleitun, sem 'hann, nema ef vera skyldi vin- ur hans og félagsbróðir, hinn alkunni fróðleiks- og gáfumað- ur Ólafur Ólafsson frá Espi- hóli, er víðförlastur mun hafa verið hinna fyrstu vesturfara. Til eins nýlendunámsins — Nýja íslands — var Einar sér- staklega kvaddur sem forgöngu maður, ásamt þremur mönn- um öðrum, er allir voru kjörnir til að leita varanlegs verustað- ar, hinum heimilisviltu íslenzku fjölskyldum, er til bráðabyrgð- ar höfðu staðar numið austur í eyðiskógunum í Ontario. En að því efni verður síðar vikið. Til hinna stöðvanna þriggja mun hann hafa. vikið að eigin ráði, og margvíslegum ástæð- um, er sumar eru kunnar, en sumar ekki. Hefði Einar verið að sama skapi framgjarn maður til for- ráða, sem hann var hæfileikum búinn, er það engum vafa bund- ið, að forystu hefði hann hlot- ið í héraðs- og sveitamálum, þar sem hann var staddur, en til slíkra metorða skorti hann löngun og allan vilja, og var það fjarri skaplyndi hans. Mat hann sjálfstæði sitt meira. Hug- ur hans hneigðist fremur að fræði-iðkunum og kyrlátum störfum. Hann var leitandi og rannsakandi alla æfi. Ótrú hafði hann á flestum hefðar- og vanafestu kenningum, jafnt í þjóðmálum sem kirkjumálum, sem Ieiðtogunum svonefndu eru svo gagnlegar til valdastuðn- ings og fylgisöflunar. Og' svo átti hann lengst af í önn við kringumstæðurnar, að Varna því, að þær þrengdu úm of sjóndeildarhringinn og kreptu hann inni. Er Einar andaðist á þessu síðastliðna sumri, gátu ensku dagblöðin þess, hér í borginni, fluttu mýnd af honum og mint- ust helztu æfiatriða hans. Um hann hefir allnokkuð verið rit- að á ýmsunr tímum, og hans getið í ritgerðum, er út hafa komið, í íslenzkum blöðum og tímaritum, en mest er það í sambandi við bygðasögur Nýja fslands og Dakota. Einar Jónasson var fæddur á Harrastöðum í Miðdölum í Dalasýslu, þrettánda dag jóla 1848. Faðir hans var Jónas Jó- hannesson frá Saurum í Lax- árdal, Jónssonar, Bjarnasonar, var móðir Jónasar Sigríður Þorsteinsdóttir, Þorsteinssonar skálda úr Hrútafirði í Húna- vatnssýslu. Orti Þorsteinn mik- inn fjölda af bæjarvísum, um Laxárdal. Haukadal og fleiri staði. Eftir hann eru rímur af “Helenu Einhentu”, gátan al kunna “Fór eg eitt sinn á fisk um víða’’ o. fl. Hann var grúskari mikill og hafði gam- an af að mæla tvírætt og láta aðra brjóta um það hugann. Nágranni var hann og vinur Gunnlögs föður Björns stjörnu- spekings, meðan báðir bjuggu í Hrútafirði. Kona Jóoasar, en móðir Ein- ars, var Guðný Eínarsdóttir frá Hanastöðum, Einarssonar. — Honum er svo lýst, að hann hafi verið fjölhæfur smiður og hinn listfengasti, fimleika- og glímumaður, læknir góður og skýr hagyrðingur, en glettinn og gamansamur í kvæðum. Hann andaðist á Harrastöðum 1865. Árið 1873 misti Einar föður sinn, fluttist þá alfari vorið eft- ir hingað til lands. Nam hann fyrst staðar í Kinmount, Ont., með öðrum vesturförum, en eftir fárra vikna dvöl þar vist- aðist hann hjá bændum í grend við Lindsay og dvaldi þar um veturinn. Vorið eftir fór hann til Kinmount, og á fundi, sem Islendingar héldu þar 30. maí, til að ræða um nýlendustofnun, var hann kjörinn ásamt Capt. Sigtryggi Jónassyni, til að fara vestur til Manitoba í landskoð- un. Fyrir förinni var skozkur maður, John Taylor að nafni fyrir hönd sambandsstjórnar- innar, er kostaði ferðina. — Með þeiip voru þrír íslendingar aörir, Skapti Arason frá Hring- veri á Tjörnesi, Kristján Jóns- son frá Héðinshöfða og Sig- urður Kristófersson frá Nes- löndum við Mývatn. Sem kunnugt er, völdu þeir svæði það, sem síðan hefir ver- ið kallað Nýja ísland. Hvarf Einar austur aftur, en fluttist með fyrsta innflytjendahópnum til liýlendunnar um haustið. Tóku þeir land við Gimli síð- asta sumardag 1875. Dvaldi Einar nú fyrst á Gimli, en nam sér svo nokkru seinna land 5 mílum norðar, reisti sér þar hús 1877 og nefndi á Hvítanesi. Þetta sama haust kvongaðist hann Sigurbjörgu Bjarnadótt- ur frá Tungu á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Haustið 1878 mun Einar fyrst hafa tekið upp þá sýslan, er hann stundaði svo að segja einvörðungu það sem eftir var æfinnar. Á þessum fyrstu ár- um höfðu geysað skæðar drep- sóttir yfir nýlenduna, þar á meðan bólan, veturinn 1876— 77. Fólk var varnarlaust gegn þessum vágestum, því læknis- laust var, nema hvað þar voru stöku menn er lesið höfðu sér eitthvað til og fengist við með- alaskömtun. Meðal þeirra var Bjarni Bjarnason frá Daða-, stöðum í Skagafirði (faðir séra Þorkels á Reynivöllum), skýr- leiks- og dugnaðarmaður, er fengist hafði við lækningar á íslandi, og frændi hans, Jón Jónasson frá Saurbæ, sonur Jónasar læknis á Syðsta-Vatni. Þótti almenningi styrkur að því að geta leitað til þessara manna. Nú vildi sá sorgarat- burður til, þann 12. nóvember 1878, að Bjarni Bjamason, er róið hafði til fiskjar um morg- uninn, druknaði ásamt syfii hans ungum, er með honum var. Var þá og Jón senn á för- í um úr bygðinni. Leituðu nú héraðsbúar til Einars og báðu hann að leysa vandræði bygð- arinnar, og taka að sér lækn- ingastörf. Varð hann vel við j bón þeirra og undirbjó sig sem : bezt hann mátti að meðölum, en um mörg ár var hann að lesa sér til, og það fram undir Sigurdsson Thorvaldson COMPANY LIMITED HINUM ÓTELJANDI MÖRGU VINUM, VORUM í NÝJA ÍSLANDI OG VÍÐAR, SEM MARGIR HVERJIR HAFA NÚ í RÚMAN ÞRIÐJUNG ALDAR BÆÐ! SKIFT VIÐ OSS OG SÝNT OSS ÞÁ VINÁTTU OG HLÝHUG, SEM SEINT MUN GLEYMAST, ÓSKUM VÉR INNILEGA GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝÁRS. (Búðir aO RIVERTON, ARBORG og HNAUSUM) efri ár. Lagði hann nú upp frá þessu stund á lækningar, og þótti takast æ betur sem leng- ur leið. Kom honum að haldi hin meðfædda athugun þans og gætni, samfara dómgreind og mannþekkingu. Gekk hann aldrei feti framar en hakin fann að hann hafði þekkingu til, enda kóm hjálp hans ávalt að hinum beztu notum. Náði hann tiltrú manna og trausti; því þó eigi væri hann þeim sam- dóma um ýms almenn mál, duldust engum gáfur hans og glöggskygni. í júnímánuði 1881 fluttist Einar frá Nýja íslandi til Win- nipeg, og þaðan um haustið suður til Dakota. Staðnæmdist hann fyrst við Hallson, þar sem venzlafólk hans bjó, en færði sig þvínæst suður að Moun- jtain og bjó þar fram á sumar- :ið 1888. Þessi ár, sem hann Jdvaldi í Dakota, voru að ýmsu Jleyti sögurík. Á þeim árum 'vorii stofnaðir söfnuðir bygð- arinnar og “Hið Evangeliska Jlúterska kirkjufélag fslendinga .í Vesturheimi,” — á fulltrúa- fundi, er haldinn var að Moun- tain 23.-25. janúar 1885. Ekki | lagði Einar til þeiira mála, en samfara þessum félagsmyndun- um komu fr^m mjög sundur- leitar skoðanir á ýmsum atiið- ;um. er að þeim lutu. Gaf það honum efni til íhugunar, sem og> trúmáladeilurnar er áður geysuðu í Nýja íslandi. Fjar- lægði þetta. hvorttveggja hann í skoðunum, þeirri kirkjustarf- semi, er þarna. bauðst, fanst hún of einskorðuð, þröngmið uð og háð úreltum setningum, og hélzt svro alla æfi. Eigi var það þó fyrir þá sök, að hann jværi ótrúhneigður maður, því að það var hann alls ekki, en þ^ð átti betur við skaplyndi hans og gáfnafar, að skynseni- in leiðbendi trúnni, en að trú- in réði fyrir skynseminni. Hann var hagorður að eðlisfari og fékst þá dálítið við kveðskap. Gerði hann þá meinlaust gam an, í vísum og smákviðlingum að sumum þessum andlegu deilu efnum, svo sem því sáluhjálp aratriði, er nærri lá að stofnun kirkjufélagsins mundi stranda á: hvort breyta ætti svo á móti postulans boði að veita konum málfrelsi, atkvæðisrétt og kjör- gengi í söfnuðunum. Vísum þessum flíkaði hann ekki, en þó urðu þær -sumar héraðs- fleygar. Það var því með ánægju og af löngun til þes sað vekja at- hygli á þessum efnum, er hann áleit máli skifta, að hann með öðrum fleirum gerðist stofn- andi hins “íslenzka Menning- 1 arfélags” 4. febrúar 1888. Að- al hvatamenn þess félagsskapar voru þeir Skafti B. Brynjólfs- son og Stephan G. Stephans- son. Orti Einar mjög snjall- ort kvæði til félagsins og hvöt til bygðarni'rnna að skrifa sig í félagið. I nn tók mjög ákveð inn þátt í fundarhöldum þess log vann að tilgangi þess, ekki eingöngu meðan félagið var við lýði. heldur alla æfi. Þann til- Igang setti félagið sér, eftir því sem lög þess ákveða, að efla frjálsa rannsókn í trúarefnum meðal leikmanna og útbreiða þekkingu á hinum ýmsu trúar- og vísindakenningum á lífinu. Félag þetta mun hafa verið hið fyrsta sinnar tegundar, er stofnað hefir verið meðal ís- lendinga. Þótti það því sæta heldur en eigi nýmælum. Fé- lagið hafði afar mikil áhrif á stefnu og skoðanir manna, eigi éingöngu þar í nýlendunni, jheldur og alt yfir, enda völdust :í það margir hinna ágætustu manna. Þó félagið hefði engu til vegar komið öðru en því, að draga slíka menn saman til viðræðu og viðkynningar, hefði það fullkomlega réttlætt til- veru sína. Þar kyntist Einar (IStephani G. Stephanssyni, þeim feðgum Brynjólfi Brynjólfssyni og sonum hans, Skafta og Magnúsi, og hélzt með þeim öllum vinátta æfilangt. Hið fyrra ljóðasafn sitt, er út var gefið í Reykjavík 1908—9, til- einkaði Stephan þessum fornu félagsbræðrum sínum, og verð- ur það óbrotgjarn minnisvarði um félagið. Árin, sem Einar dvaldi í Da- kota, misti hann konu sína, Sig- urbjörgu Bjarnadóttur, og dótt- ur, er Guðný hét. Dóu þær mæðgur sumariö 18S3. Síðla haustsins 1884, 24, oktáber, kvæntist hann aftur, Jónínu Ingibjörgu Sigfúsdóttur, er nú lifir mann sinn ásamt 9 böra- um þeirra, er svo lieita: Guðný Elin, gift S. Dean Reid, búsett í Winnipeg. Einar Sigurjón, sveitarskríf- ari á Gimli, giftur Önnu Mar- gréti Pétursdóttur Tærgesen. Ólöf Anna, gift Sigurði Gests- syni Oddleifssonar við Arborg í Nýja Islandi. Ásta, gift Lionel Bate, búsett í Winnipeg. Jónas, ókvæntur heima. Baldur Norman, bæjarráðs- skrífari á Gimli, kvæntur Olgu Olson. Florence, gift Peter Hiebert, búsett í Winnipeg. Edwin Ágúst, kvæntur Jó- hönnu Sigurðardóttur Kristj- son á Gimli. Jóhannes Kristinn, ókvæntur. til heimilis í Winnipeg. Jónína er ættuð úr Eyjafiröi og voru foreldrar hennar Sig- fús skipasmiður ólafsson, er bjó síðast á íslandi að Brekku í Kaupangssveit, og kona hans Elín Jónsdóttir. Fluttust þau hjón ásamt börnum sínum til Vesturheims 1876, fyrst til Nýja íslands og þaðan til Da- kota, og bygðu á Vestur-Sand- hæðunum sunnan við Hallson. Þar andaðist Elín árið 1881, og |Sigfús 15. september 1914. Ein systir Einars er á. lífi„ Kristín, gift Jósep Jóhannssyni Schram. Búa þau hjá börnum sínum í Árborg í Nýja íslandi. Arið 1888 liófust innflutning- ar frá Dakota til Albertahéraðs- ins í Vestur-Canada. Flutti Ein- ar ásamt fleirum þangað vest- ur. En eigi festi hann þar yndi, svo að 1892 flytur hann þaðan enn vestar — vestur í Okana- gan-dal í British Columbia, og settist að við Kelowna. Er þar mjög fagurt og veðursælt. En bæði var það að fáir íslending- ar fylgdust með honum þang- að, enda tók hugur hans nú að hvarfla til baka aftur, til hinna fyrri stöðva. Eftir 7 ára dvöl í Kelowna flytur hann austur aftur og sezt að á Gimli, á hinum fornu stöðvum, er hann tuttugu og fimm árum fyr hafði valið sér og öðrum að verustað. Ferðalagið fram og aftur um álfuna hafði sann- fært hann um það, að hvar- vetna væri eitthvað að, og eigi minst á þeim stöðvum, er f jarst- ar eru frændum og vinum. Þó er eigi svo að skilja, að eiyi fyndi liann gallana á fé- lagslífi íslendinga. Þeir voru of augljósir til þess að þeir IN 0 MATTER WHAT PRICE WATCH IS DESIRED, A BIRKS WATCH OFFERS THC IEST VALUE OBTAINABLE. MM-ataM^IMiMM.wHlitargallnkkraoiM-lliM 4 VÉR HEFÐUM EKKI AUGLÝST í DAG NEMA— Af því vér erum allir á hjólum yfir hinum NÝKOMNU YNDISLEGU KJÓLUM Vér máttum til að láta YÐUR vita um þá! Hver tilraun að lýsa þeskunt nýju undra fiíkum yrði ánuigurslaun— þAr verðið að sjá þær sjálf. CHIFFONS, VELVETS GEOHGETTES CANTON CREPES, ofrv. $7.95 upp í $25.00 Notið yður hina vlnsa-lu LÁNS SKILMÁLA “oo íí o o II ii ii ii ii ii ii ii ji Portage KING’S LTD # House of Ave. Credit”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.