Heimskringla - 16.12.1931, Page 4

Heimskringla - 16.12.1931, Page 4
12. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 16. DES. 1931 Hettnskrtngla: (Stojnue 1S86) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. *53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 _____ Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist íyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnípeg, Man. Telephone: 86 537 WIINNIPEG 16. DES. 1931 JÓLA-HUGSJÓNIN. Ef þú hefir nokkru sinni komið inn í hús kunningja þíns á aðfangadagskvöld jóla, þá hafa þér tæplega dulist umskift- in frá því vanalega. Hvert sem litið er, að segja má, blasa munir við auganu, sem ekki voru þar kvöldið áður. Smáir munir að vísu oft, og í sjálfu sér lítils eða einskis virði, en nýir munir samt á þessum stöðum. Og ósjaldan er þá einn- ig umbúðapappír hnédjúpur á gólfi, sem þú hefir hvorki fyr né síðar séð fis eða strá á. Og allir, ungir og gamlir, eru hýrari á svip en vanalega. Þeir, sem að jafnaði eru viðmótsglaðir, ögn viðmótsglaðari, og þeir, sem eðlilega eru hranalegir, ekki út af eins hranalegir nú. Alt stafar þetta af því að það er nýbúið að opna jóla- bögglana, og allir eru að hugsa um þá, sem mundu eftir þeim um jólin. Einstöku menn líta á alt vafstrið og umstangið, sem þessu er samfara, sem undur fánýtt, ungæðislegt og óþarft. Ef til vill getur eitthvað satt verið í þvf. En að baki því öllu liggur þó sú hug- sjón, er öllum mönnum er ein hin dýr- mætasta. Hugsjónin um velvild og sam- úð og bræðralag allra manna — jólahug- sjónin. Það er stundum sagt, að jólin séu há- tíð barnanna. Og því ber sízt að neita. En jólahugsjónin hefir lifað og hrærst í hugum manna um margar aldir og er orðin óaðskiljanleg eign þeirra og erfða- fé, eldri sem yngri. Jólin hafa hátíðleg verið haldin um langt skeið. Hvað gamall siðurinn er, geta líklegast færri sagt um. Nú er jól- unum fagnað í sambandi við fæðingu Krists hjá öllum kristnum þjóðum. En svo hefir eigi ávalt verið. Hjá Rómverj- um, sem með þeim fyrstu byrjuðu að halda kristin jól, var jólahátíðin, áður en kristni var lögtekin, haldin í minningu um hinn mikla Miþra, er upprunalega mun dýrkaður hafa verið í Asíu. Og sá jólafagnaður var haldinn 25. desember eins og nú. Á Norðurlöndum og um Mið- Evrópu voru og jólaveizlur haldnar ár- lega, áður en þau lönd tóku kristni, sem kunnugt er. Jólahugsjónin er því æfa- gömul hjá mannkyninu. Og það er hún, sem mest er um vert að lifi. Við hvern jólin eru kend, eða í hvers minningu þau eru haldin hjá ýmsum þjóðum á ýmsum tímum, skiftir ekki máli, þegar á þau ei* minst frá sögulegu sjónarmiði, en ekki af trúarlegum ástæðum, hjá mannkyn- inu í heild sinni. En jólahugsjónarinnar má mannkynið ekki án vera. Hún er og hefir verið sál þess, næring og líf, eins og röðull ársólar er lífsgróðri jarðar, sem Albert Thorvald- son hefir af svo mikilli list höggvið mynd- ina af í stein, og birt er á fyrstu síðu þessa blaðs. Það er aldrei meiri þörf slíkra dag- geisla en einmitt nú. Vegna hinna erfiðu tíma á margur um sárt að binda. Og það er mælikvarði þess, hvað ein hin fegursta og göfugasta hugsjón mann- kynsins, bræðralagshugsjónin, er djúpt. gróðursett í hugum og hjörtum manna, hve mikið þeir leggja sig nú fram um það og láta sér ant um það á þessum komandi jólum, að gleðja þá og hjálpa þeim, sem jólafagnaðarins fara á mis vegna efnalegs skorts. Og hvað ætti mönnum í hinum kristna heimi, að vera ljúfara að gera, en að lifa einu sinni að minsta kosti á ári, eftir hinni gullnu kenningu: “Það sem þér viljið að menn- imir geri yður, það skuluð þér og þeim gera.’’ Heimskringla á enga betri jólaósk að flytja lesendum sínum en þá, að þeir megi lifa og breyta eftir þessari æðstu hugsjón mannanna, því með því eina móti geta þeir notið jólafagnaðarins í fullkomnum og eiginlegum skilningi. Með það í huga, býður hún einum sem öllum Gleðileg jól! UM ANDRÚMSLOFTIÐ. Frá þeirri tíð að menn fóru fyrst að taka eftir umhverfi sínu, hafa þeir þekt vindinn. Hann var ýmist bölvun eða blessun. Fróun í hita, en fjandsamlegur í kulda. Menn fundu til hans og heyrðu hans þyt, en enginn vissi hvaðan hann kom eða hvert hann fór. En milli him- ins og jarðar var hann, undir festing- unni, sem menn ímynduðu sér að væri yfir jörðinni, en ofan jarðar. Má nærri geta að margar og skrítnar hafa verið getgáturnar um það, hvað hann eigin- lega væri. En menn höfðu h'ka tekið eftir því, að undir vissum kringumstæðum, gætu þeir ekki náð andanum, jafnvel þó ekk- ert þrengdi að hálsinum (sem oft kom fyrir á fyrri tíð og á sér stað enn), svo sem þegar þeir voru lengi innibyrgðir í litlum klefa eða á Hkafi í snjó. En ef að þá komst loft eða vindur að, var þeim borgið. Vegna þessa fóru menn að setja vind- inn í samband við andardráttinn, og kom- ust svo að því, að með andardrættinum soguðu menn inn í lungun eitthvert efni, sem nauðsynlegt væri til lífsviður- halds, og að vindurinn væri hreyfing í þessu efni, hvað svo sem það nú væri. . En með tíma fékk það nafnið andrúms- loft. Við þetta sat fram eftir öllum öldum. En loks tók vitringurinn Galileo (1564 —1642) eftir því, eins og svo mörgu öðru, að ekki var hægt að lyfta vatni í dælu meira en 34 fet. Ekki gat hann útskýrt, hvernig á þessu stóð, en læri- sveinn hans og eftirmaður sem kennari í Florence, Torricelii, kom með þá afar- vitru getgátu, að vatn drægist upp í dælupípuna af þeirri ástæðu, að and- rúmsloftið þrýsti því niður á allar hliðar við pípurnar. Gerði hann nú vísindaleg- ar tilraunir um þenna þrýsting andrúms- loftsins, og komst að þeirri niðurstöðu, sem enn er viðtekin, að hann sé um 15 pund á hvern þverþumlung á yfirborði jarðar. Þetta var árið 1643. Þetta komust menn lengst í þessu til- liti þangað til eftir 1770. En þá er eins og alt í einu að fortjaldi sé svift til hlið- ar og mönnunum leyft að skygnast inn í leyndardóma andrúmsloftsins. 1772 finna vísindamennirnir Rutherford og Lavosier frumefnið Nitrogen (köfnunar- efni). Tveim árum síðar, 1774, fann hinn ágæti vísinda- og kennimaður, Priestley, frumefnið Oxygen (súrefni). Og aftur | tveim árum síðar, 1776, enski efnafræð- ingurinn Cavendish, frumefnið Hydro- gen (vatnsefni). Og eru þá fundin þrjú helztu frumefni andrúmslpftsins. Kol- sýra, sem líka finst í því, og er samsett efni, en ekki frumefni, var áður þekt. Á síðustu tíð hafa fleiri frumefni fundist í loftinu, svo sem Argon, Helium og enn fleiri. En í daglegu lífi gætir þeirra ekki. Sama má segja um vatnsefnið, sem er svo létt, að það svo að segja flýtur ofan á lofthafinu. Það er svo létt, að þyngd allra frumefna er miðuð við þyngd þess. Til dæmis er köfnunarefnið, sem langmest er af í andrúmsloftinu, fjórtán sinnum eins þungt og vatnsefnið, og súrefnið er sextán 'sinnum eins þungt. Kolsýran er mikið þyngri, enda finst hún hvergi nema mjög nærri jörðu og er jurtafæða, en framleidd með útöndun og bruna. Frumefnunum í andrúmsloft- inu er blandað saman, en eru ekki sam- einuð efnafræðislega. Er alment talið, að hér um bil fjórir fimtu hlutar þess séu köfnunarefni, en einn fimti súrefni. Þetta er þó ekki rétt, nema fjrrstu fáar míl- urnar upp frá jörðinni. Jafnvel áður en menn komast upp á hæstu fjallatindana, svo sem Everett tindinn í Himalayafjöll- unum, sem er um 29,000 fet, er orðið of lítið af súrefni til vanalegs andardrátt- ar. Og ef fara skal hátt í loftförum. verða menn að hafa súrefnisforða með sér til þess að geta haldið meðvitund- inni. Þegar nú þess er gætt, að and- rúmsloftið nær h'klega 100 mílur út frá jörðu, eins og nú er álitið að það nái, verður það augljóst, að súrefnið er að- eins lítill hluti þess alls. Enda er þess engin þörf hærra í lofti en fuglar fljúga hæst. Því verksvið þess er að viðhalda dýralífi og gera eldinn mögulegan. Leit- ar líka meira til jarðarinnar, því það er dálítið þyngra en köfnunarefnið. Það er einnig sagt að loft verði léttara og þynnra, eftir því sem ofar dregur, og og er það satt, að þrýstingur þess verður minni, en þynnra verður það ekki að öðru leyti en því, að súrefnið minkar, svo menn verða mæðnari. En að köfn- unarefnið minkar ekki, sést bezt á því, hvað hátt sem loftför hafa komist, er lyftikraftur loftsins sá sami. í upphafi var mikið meira af súrefni í loftinu. En af því að það er mjög ötult frumefni, sameinaðist það efnum jarð- arinnar meðan hún var heit svo mjög. að helmingur yztu laga jarðarinnar er súrefni. Köfnunarefnið er þvert á móti mjög dauft og hlutlaust. Lætur önnur efni í friði og vill vera óáreitt. Færi ekki vel ef það væri jafn ötult og súrefnið. Mundu þau þá fljótt sameinast og mynda svefn- meðalið Nitrous Oxide. Yrði þá saga lífs- ins á jörðunni ekki lengri, eins og nærri má geta. En náttúra köfnunarefnisins breytist algerlega undireins og það sam- einast öðrum efnum. Er það þá til í alt. Engin líftegund er til og ekkert sprengi- efni er búið til án þess. Fram að síðustu öldum var jörðin al- ment álitin flöt, en fastur himinn yfir. En mjög langt hlýtur þó að vera síðan einstaka mann grunaði hina réttu lög- un hennar. Sýnir það meðal annars hið forna gríska líkneski af guðinum Atlas, sem jörðinni átti að halda uppi á herð- um sér. Líkneskið hefir kúlumyndaða jörð á herðunum, en ekki flata. Má af því ráða, að ekki hafa allir verið sam- dóma um að jörðin væri flöt. En eftir að hin rétta lögun jarðar var fundin og staða hennar í sólkerfinu, hvarf fest,- ingin úr sögunni, þangað til rétt nýlega, að því hefir verið haldið fram, að eftir alt saman væri fastur himinn í kringum jörðina — gerður af frosnu köfnunarefni, og er sagt, að af því sé loftið blátt. Þetta er nú ekki eins mikil fjarstæða eins og margur mun halda, því köfnunar- efnið frýs í 203 stiga frosti, en í auðn- inni milli hnattanna er talið að vera 450 —500 stiga frost. í fljótu bragði 9ýnist því spurningin vera, hvort köfnunarefn- ið nái svo langt út í geiminn, að frostið sé komið yfir 200 stig. En ef að því er gáð, að þótt köfnunar- efnið frjósi í 203 stiga frosti niður við jörð, þarf þó miklu meiri kulda til þess að það frjósi langt úti í himingeimnum, þar sem ekkert þrýstir að. Sízt er fyrir það að taka, að yztu lög köfnunarefnis- ins kunni að mynda kristalla líkt og vatnsgufan myndar snjó í köldu lofti. En afar ólíklegt er það, að það sé fastur ís, eins og sagt hefir verið. Og eitt er víst, að ekkert er því til fyrirstöðu, að litlir hraunmolar komi utan úr geimnum og inn í andrúmsloftið, þar sem þeir svo glóðhitna og springa oftast nær áður en þeir komast til jarðar. Afar hátt uppi, nærri yfirborði loft- hafsins, í heljarkulda og hreyfingarleysi hvað loftstrauma snertir, er vatnsefnið að finna. Er það svo létt, að líklegt er, að það mest mégnis fljóti ofan á, og er það því langt fráskilið súrefninu. Fer vel á því sem öðru, því þegar þessum tveim lofttegundunum er blandað saman og sterkum rafmagns9traum svo hleypt í gegn, myndast vat’’. Er ekki gott að fullyrða, hver afleiðingin gæti orðið, ef nýtt og nýtt vatn gæti þannig myndast í hvert sinn, er þrumuveður er úti. Gæti það orðið til þess að óþægileg flóð kæmu og jafnvel hækkaði 1 hafinu. En eins og stendur er vatnsforði jarðarinnar sá sami ár eftir ár. Sama vatnið fer aftur og aftur hringferðina, frá hafi og vötn- um upp í loftið, niður til jarðar í regn- dropum eða snjó og til baka út- í hafið eða vötnin í lækjum og ám. Vatnsefni er afar auðvelt að framleiða. Á sjálfu yfirborði andrúmsloftsins, þar sem aðeins örfáar efniseindir finnast lengur í Ijósvakanum, myndast norður- ljósin. Þegar rafmagn hreyfist frá einum stað á annan í andrúmsloftinu, frá einu skýi í annað eða milli skýja og jarðarinnar, myndar það eldingu, sem þruma fylgir. Ef það fer í gegnum algerða auðn (Va- cuum), er það ósýnilegt og heyrist ekk- ert til þess. En það lýsir í gegnum svo að segja hvaða efni sem er í nánd, þ. e. verður að X-geisla. Ef nú auðnin er ekki alger, fá geislarnir þenna alkunna epla- græna lit, sem norðurljósin hafa. Eftir því sem efniseindirnar eru fleiri, breyt- ist litur geislanna og verður meira og meira fjólublár, og missa þeir um leið X-geisla- hæfileikann. Maður getur því ráðið af litnum hvað utarlega norðurljósin eru, því grænni, því utar, því rauðari, því jnn- ar í andrúmsloftinu. Mjtkllu meiri kraft þarf til þess að þrýsta rafmagni í gegnum auðn, en andrúmsloft. Má af því ráða hvílíkan ógnar mátt þarf til þess að ljóma upp alt norður- eða suðurhvel himins með norðurljósum. En þeim sem hefir ráð á að fela í hverjum bolla af vatni næg- an kraft til þess að knýja heila gufulest margar mílur, ef aðeins væri hægt að nota hann, verður ekki skotaskuld úr öðru eins. Tvenskonar er hreyfing á eða í andrúmsloftinu: 1. Það snýst með jörðinni í ljósvakanum frá vestri til austurs. 2. Loftstraumar eða vindar, sem aðallega orsakast af mis- mun hita og kulda. Öll efni þenjast út við hita en lofttegundir langmest. Því er það að í heitu löndunum þenst loftið mjög mikið og lyftist upp, en þéttara og kald- ara loft streymir jafnóðum að frá heimskautunum niður við jörðu, en aftur streymir heita lofið hátt upp til heimskaut- anna og helzt þannig við jafn- vægið. Hefir þetta mikil áhrif til þess að jafna hitann á hin- um ýmsu breiddarstigum og gera heimskautalöndin viðunan- legri. Hið sama gera hafstraum ar, þar sem þeir ná til. Nú þó loftið snúist með jörðinni, hef- ir þó snúningurinn þau áhrif, að vindarnir norðan og sunn- an verða að austanvindum í hitabeltinu, sem blása árið í kring úr 9Ömu átt. Er ekki rúm til að fara lengra út í þetta efni hér, én vindar eru afar hugðnæmt efni til að fræðast um, eins og alt annað, sem loftinu viðkemur. Síðan flugvélin var fundin uipp, hafa menn lært mjög margt um eðli andrúmslofts- ins, er áður var hulið, en þó má heita að þekking manna á því sé enn öll í molum. Þó má geta þess, að talið er, að loftstraum- ar eða vindar muni ekki eiga sér stað hærra í loftinu en 12 —14 mílur frá jörðu, og mun það ekki fjarri sanni. Að minsta kosti er það víst, að því harð- ari er hreyfing bæði á lofti og legi, því nær sem er yfirborði jarðar. Andrúmsloftið er sá hlutur, sem nauðsynlegastur er allra hluta til að viðhalda lífi manna og dýra. Menn geta lifað nokkrar vikur og jafnvel leng- ur matarlausir í heitu lofts- lagi með nóg vatn að drekka Fáeina daga geta menn lifað vatnslausir, sérstaklega ef þeir eru ekki í of miklum hita. En aðeins örstutta stund lifir mað- urinn í algerðu loftleysi. Af því hvað það er afar nauðsyn- legt, er það mönnum og dýrum veitt án fyrirhafnar af þeirra I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s- nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þaer eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. hálfu. Það er alstaðar nálægt nema í lokuðum hylkjum, svo sem X-geislapípum, sem það hefir áður verið dælt úr. Svo áleitið er það að smjúga í gegnum hvað litla glufu sem er, að búið hefir verið til mál- tæki, 9em segir að náttúran hati auðnina (Vacuum). Er það máltæki satt, hvað kring- umstæður á yfirborði jarðar snertir. En það gleymir því, að langmestur hluti alheimsins, alt rúmið milli hnattanna, er auð (Vacuum), sem náttúran horfir á í algerðu ráðaleysi og reynir ekki einu sinni að fylla. Þó andrúmsloft sé allsstaðar- nálægt á yfirborði jarðar, er hægt, að eyða svo úr því súr- efninu með öndun dýra og eldsbruna, að ónógt verði fyrir hvorttveggja. Hægt er að byrgja svo hús, að Ijós hætti að geta lifað í því, og jafnvel skepnur kafni, og kalla menn það loft- leysi, sem ekki er satt, því að það er súrefnisleysi, og lagast þetta auðvitað óðara og hreinu lofti er hleypt inn. B’rá ómuna tíð og fram und- ir lok síðustu aldar voru menn afar hræddir við hreint loft. Þótti það valda kvefi og öðr- um brjóstsjúkdómum. Kom það að pokkru leyti af því, að hús voru oft illa bygð en upphit- unartæki ónóg, ýmiist ofnar eða opin eldstæði, sem hvorugt gefur jafnan hita um alt hús- ið. Sérstaklega voru menn hræddir við að hreint loft kæmi nálægt veiku fólki. Er óliætt að segja, að margur hefir látlð lífið fyrir þessa hjátrú. En fyrir svo sem 40 árum breyttist þetta. Hreina loftið varð nú alt í einu hin mesta nauðsyn, sérstaklega við allri brjóstveiki, bæði sem vörn og meðal, og fór nú eins og oftar, að menn velta sér úr einní heimskunni í aðra. Ekki það, að hreina loftiö sé ekki nauð- syn öllum, jafnt heilbrigðum sem veikum, þegar það er not- að með skynsemi, en því er ekki altaf að svara. Það er nú nokk- uð dregið úr hreina lofts heimskuöldu þeirri, er valt yf- ir veröldina í byrjun þessarar aldar, en þó er nokkrum öfg- unum enn haldið fram. Að minsta kosti er það enn kent IWCOHXKUTtD »TT KXT I«70l

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.