Heimskringla - 30.12.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 30.12.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 30. DES. 1931 HEIMSKRINGLA 3 StÐA þir sem notiB T I M BUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. Gott þótti lækni að eiga erindi við Guðmund dómara, og höfðu þeir þó ekki áður kynst. Fljótt leið þessi ánægjulega kvöld- stund og var þó fremur seint gengið til hvílu. En mjög árla næsta morgun var ferðinni haldið áfram. — Fanst okkur mjög til um stór- mannlega gestrisni þessara á- gætu hjóna. Slíkar viðtökur kunna lítt kunnugir langferða- menn áreiðaniega að meta. — Þannig byrjuðum við þenna dag með glöðum hug og góðum vonum, enda gekk alt að ósk- um til kvölds, og ókum við alla leið til Miles City í Montana, um 440 mílur. Svo góð var brautin að oss veittist létt að skrifa bréf og bréfspjöld í ýms- ar áttir, þar á meðal tvö ís- landsbréf, annaö til Steingríms Jónssonar rafveitustjóra Reykja víkur, bróðursonar Guðmund- ar dómara. Ók þó iæknir að jafnaði um 50 mílur á klukku- stund. Þótt hraðað yæri ferðum, gáf um við okkur gott tóm til að skoða og ljósmynda eitt hið einkennilegasta fyrirbrigði nátt- úrunnar, er vér minnumst séð hafa, hin svokölluðu “Bad Lands’’, er liggja yfir víðáttu- mikið svæði beggja megin landa mæra Norður Dakota og Mon- tana. Ef til vill mætti kalla þau á íslenzku “Hrjósturliöndin’’, eða jafnvel bara “Ólöndin’’, eins og sumir kalla kostarýr héruð á íslandi “Ósveitir’’ Ó- löndin líkjast soknu landi. Er leirgrunnur sléttunnar þar svo margvíslega grafinn og sundur tættur, að naumast verður orð- um á það náð. Sér kynlegt sam- bland gróðurs og grettrar auðn- ar. Hellar, hólar.og strýtur taka á sig bæja, kirkna, fjalla, og svo alira kvikinda líki. Var tekið nokkuð að rökkva, er við ókum þetta “illagil’ ’ — eins konar sokkið Skútuhraun, kvikt sýnum og svipum Einars. Staður þessi heillaði mjög Roosevelt forseta, og var oss sagt í Medora, að þjóðgarður væri þar í undirbúningi, sem “Roosevelt Park’’ ætti að heita. í Ólöndum finnast og gimstein- ar. Þegar landið hækkar aftur, á vestri barmi leirgljúfranna, breiðir það úr sér f bungu- mjúkum ásum og dalverpum,1 um skeifur, og vildu svo eng- skóglausum og nú iðgrænum, [ann eyri taka fyrir greiðann. því að nýlega hafði rignt. Hing-, Mannskapsmenn til sálar og að og þangað sá berar, keilu- \ líkama. Annar þeirra vóg, ýkju- myndaðar strýtur og v smáfell. óaust að segja, 250 pund, og tæplega jafnast á við Sólheima sands vísur Gríms, eður Álfa- fell. Hvað um það — þessi þeysiför í náttmyrkrinu, um hálfgerð öræfi, með manndráps blikuna vofandi yfir, fylti oss þægilegum geig, með lítilshátt- ar grun um sálarástand Gríms, er hann kvað fyrnefnd ljóð. Við lentum f snarpri skúr, en meg- inhryðjan straukst fram, hjá. Enn kváðum vér: Sporaði læknir gjarðaglað. Garnan sitt hann þetta kvað. Hleypti beint í blikusvað. Blotnaði drengur ögn við það. En doktorinn skeytti engum skáldskap, en lét bruna inn í borgina. Miles City er allstór, einkar snotur og -þrifalegur bær. — Höfðum við gott tóm til að skoða hann að morgni, því ökuþór byrjaði daginn með því að gerast svo staður, að honum varð ekki bifað spannarlangt. Höfðu hömlurnar (brakes) ein- hvern veginn fallið svo þétt á hann að hann hreyfðist ekki frekar en fjali væri. Er senni- legt að kunnáttumaður hefði- getað lagað þetta á svipstundu EÍn slíkur Var ekki til staðar, og entist bílfúskurum bæjarins það í 4 klukkutíma að upp- götva hvað að var. Loks var þó lagt af stað. Bar fátt til tíð- inda. Komum við þar sem menn yoru að vegabótum, og stóð ein, vélskafan í björtu báli. 1 Vesalings sköfustjórinn sveitt- ist blóðinu við að moka möl á sköfuna og kæfa eldinn áður en benzíngeymirinn spryngi í loft upp, en Logi varð hrað- virkari. Þenna dag ókum við líka í ræsið. Ætluðum að skjótast fram hjá bíl. Sprakk þá einn hjólhringurinn á brautarbrún- inni. Boms — beint í skurð- inn. En við vorum stálheppin í óhepninni. Fallið var lágt. — Ökuþór valt ekki einu sinni um þótt hann óneitanlega hallað- ist. Enginn meiddist. Ekkert skemdist. Söfnuðust að oss bílfarar í legíónatali, og vildu hjálpa, en Ökuþór reyndist þeim of þungur í taumi. Þá komu ti! Montanabændur með hross sín og hlassbíla, drógu klárinn úr feninu, hjálpuðu okkur að skifta Yfir hæðir þessar og grundir lagði nú góðviðrið og kvöld- húmið létta blæju fjólublám- kvaðst ekki mega missa al holdum sínum. Þessir bændur sögðu okkur að kvöldið áður ans, og þótti okkur viðhorfið j hefði á þessu svæði gert svo afar-íslenzkt og afar-fagurt. i ægilegt steypiregn að 400 heim- Þótt nokkuð væri áliðið réð-.ili hefðu gertapað sumarupp- um við af að taka all-langan ískerunni á skammri stund. Er hlaðsprett heim í Miles City. | þetta áveitubygð skift niður í En rétt sem fákurinn skellir á j smábýli, er einkum stunda mat- skeiðið, dimmir skyndilega af jurtarækt og selja afurðirnar til stórbæjarins Billings, sem liggur þar skamt vestur. Garðar þóust út, stíflur brotnuðu og vegir skárust af vatnsmagninu. Skurðurinn, sem Ökuþór lenti í, bar þess menjar, að hann hafði nýlega veri'ð ífarvegur stórfljóts, og því ekki að furða þótt vegarbrúnin yrði meir und ir hófum Þórs. En frétt þessi kom okkur ekki á óvart, viö höfðum séð blikuna. Á miðaftni náðum við til Bil- lins, en ákváðum að fara ekki lengra um kvöldið. Eftir þessa skurðarför þurfti bæði drekinn og áhöfnin róttækrar hrein- gerningar. Auk þess langaði oss til að kynnast landa vor- kolsvartri regnbliku beint fram- undan í suðvestri. Regnfallið var tilsýndar sem tröllaukinn stólpi undir blikubákninu, rend- ur glitgulli síleiftrandi eldinga Okkur fór að verða svona um og ó með áframhaldið; kusum þó að treysta skjólgæðunum í ökuþór, og Btefndum á blikuna. Þá kváðum vér við lækni: Dimmir í lofti. Bliku ber beina leið á móti þér. Dagur er liðinn. Doktor minn, dugi nú eitt sinn fákurinn. Gegndi doktorinn því engu, og mátti ef til vill af því ráða, að honum fyndist kveöskapur þessi um, Tryggva Byron, sem er forstöðumaður og eigandi eins ágætasta matsöluhúss í borg- inni, “Byrons Cafe’’. Tryggvi er þingeyskur að ætt, sonur hjónanna Björns Louis Stef- ánssonar, frá Ási í Þistilfirði, og Guðrúnar Guðmundsdóttur sem fædd er í Vallnakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Móðursystir hennar var Reþekka Guðmundsdóttir John son ijósmóðir, Ný-íslendingum kunn að góðu, frá fyrstu erfið- leikaárum þeirra. Hún átti Jón Árnason, föðurbróður séra Árna Jónssonar-, föður Jóns læknis. (Jón hétu báðir bræðumir). — Foreldrar Tryggva bjuggu um fjöldamörg ár í Winnipeg,' en síðan hér í Blaine. Þau tóku sér fjölskyldunafnið Byron, er þau fluttu vestur um haf. Tryggva auðnaðist okkur ekki að sjá. Hann var staddur í Bozeman, um 100 mílur vest- ur með brautinni, þar sem hann er nýbúinn að koma öðru matsöluhúsi á laggirnar. En matsöluhúsið í Biliings tók öllu oðru fram af því tæi, sem við sáum í ferðinni, nema ef vera skyldi einum stað, er við kom- um á í Banff. Gátum við þar ekki upp á milli gert. v x X. Sunnudagsmorguninn 9. ág. beygðum við út af vesturbraut inni og stefndum suður að austurhiiði hins heimsfræga ameríska þjóðgarðs Yellowstone Park, það er Gulsteinsgarður. Áttum við nú mikils von, og sízt, ul’ðum við fyrir vonbrigð- um. Um hádegi komum við til Ccdy, sem er smábær austan við hliðið. Dregur hann nafn af Colonel Cody, sem betur bektist undir nafninu Buffalo 3111, hinn dáði hestamaður, sýn neamaður og veiðihetja Banda ríkjanna. Á þessum slóðum laföi hann lengi bækistöðvar sínar. í Cody skyldu ferðamenn staldra við, svipastxum og at- huga ráð sitt, bæði vegna þess, að þar er' merkileg söfn að skoða, og svo um ýmsa vegi að veija, er liggja að hinum og þessum náttúruundrum í ná- grenninu. Vegurinn frá Cody upp í Gulsteinsgarð er afar | brattur, þröngur og hlykkjótt- J ur. Mátti Ökuþór beita öllu sínu afli, og læknir allri sinni keyrslukunuáttu til að komast upp verstu brattana. Liggur ^ vegurinn upp afar þröngt ár- gljúfur, og er ekkert annað en mjór stallur, sem höggvinn hef- ir verið í gljúfurbarminn, og víðasthvár svo þröngur, að bíl- ar geta ekki rnæzt, og verða að skjóta sér inn í geilar í berg inu og bíða hver eftir öðrum. Þó batnar brautin, er upp kem- ur úr gljúfrinu. En feykilegn umfangsmikil vegavinna olli töfum, bæði innan garðs og utan. í fyrnefndu árgijúfri er ein mesta vatnsstífla veraldar. i! áveitu. í þe-su hálendi rekur ’ivert kynjafyrirbrigðið annað. og yrði það of langt mál, ef npp væri talið. Garðurinn sjálf- ur er eiginlega háslétta efst uppi á fjöllunum, er skiftist í smáfell og grundir, lága barr- skó'ga stöðuvötn og ár, að ó- kymdum hverasvæðunum. — ^iskar vaka þar í öllum ám. ’.ð vötnum liggja víðar gresjur eða flóar, en um flóana liggja skógi vaxnir ásar. Slíka skóg- arása kölluðu íslendingar áður “holt’’, því að holt þýddi skóg- ur, — sbr. '‘Oft er í holti heyr- andi nær". Nú táknar orðið nakinn aurmel, í daglegri notk- un. Merkingarbreyting orðsin felur í sér sorgarsögu íslenzkrr skóga, en “holtin’’ mörgu heimo sýna hve algengir þeir voru. Af öllu því, sem fyrir augu ber í Gulsteinsgarði, mun tvent þykja tiikomumest — goshver- ihn “Ganúi Tryggur’’ (Old Faithful) og “Gljúfrið mikla’’ (Grand Canyon). Lá leið okkar fyrst norðvestur að gljúfrinn mikla. Vorum við nokkuð kom- ináleiðis er móti okkur kemur í hægðum sínum birna ein, með hún sinn hálfvaxinn. Þetta þurfti heldur betur að skoða. Það var líka vandalaust, því að bæði mæðginin komu upp að bílnum, réttu sig upp á aft- urfótunum og lögðu hrammana á gluggakarminn, í þeirri von að fá góðgerðir; æptu þá sum- ir af skelxir.gu, en aðrir hlógu af fögnuði. En er góðgerðirnar þrutu löbbuðu birnirnir lura- lega frá, og upp að næsta bíl. á þessari leið^ komum við að ægilegum aurhver; var hann á að gizka um 25 faðmar í þver- rrál, og önnur hvera-augu alt í kring. Kolmórauð leðjan vali og sauð ákaft, en brennisteins- fýlan gerði því nær óstætt á hverbrúninni. Var hver þessi hin versta vítisskepna á . að sjá, og skildum vér nú hvaðan sumum mönnum koma guð- fræðilegar útmálanir. Klukkan þrjú síðdegis kom- um við að suðurenda Gijúfurs- ins mikla. Skoðuðum við það í | fögru veðri fram á miðaftan. Þessi stórkostlega jarðsprunga er um 1500 feta djúp og 2000 breið og margra mílna löng. Um hana feilur á til norðurs, ‘ og myndar sunnan til geysihá- an foss og fagran, en ekki ýkja vatnsmikinn. Er ógurlegt að horfa niður í afgrunn þetta, en litir þar eru fjölbreyttir og. fagrir. Gljúfrið er hér um bil í miðj- um garðnum. Þaðan er haldið í suðvestur á goshverasvæðið, þar sem “Gamli Tryggur’’ held- ur sig; eru þangað um 30 míl- ur frá gljúfrinu, og var komið myrkur þegar við náðum þang- að, vegna tafa á leiðinni. Þar er helzta ferðamannamiðstöðin. Heil borg af búðum (í fornri merkingu'), matsöluhúsum og verzlunarskálum. Allar stærri byggingarnar eru trölislega, og þó mjög smekklega saman rekn ar úr óflettum trjástofnum. -— Urmull af fólki heldur sig þarna á sumrin, en á vetrum er borg þessi aldauða, enda mun vetr- arríki þar mikið. Rétt í því sem við ,komum inn á hveravöllinn var Trygg- ur að gjósa, og tók hann sig tignarlega út í sterku varp- Ijósi frá auðmannaskápnum. Annars heyrðum við suðu- hljóðið alt í kringum okkur í myrkrinu, og var aðkoman æf- intýraleg. Við keyptum okkur búðir og teppi, en var svo kalt um nóttina, að við gátum ekk- ert sofið í hvorugri búðinni, fyr en oss hugkvæmdist um þrjú leytið, að labba út í skóg. safna kalviðum og kvasi, og kveikja upp í eldfærunum. Eft- Frh. á 7. bls. New Term Opens January 4th Enrolment on that date means that you are equipped for Business Employment next Summer * There are many good reasons why you should prefer the Dominion for a Business Training: 1. The thoroughness of its instruction. 2. The superior facilities of its new and modern building erected especially for the young people of Winnipeg and Manitoba. 3. The work of its graduates has been satisfactory to the business public and its diploma is regarded as the necessary qualification for a position. 4. Its tuition is distinctive and individual and directed by teachers of ability and experience whose entire aim is the development of the student for an honorable place in business affairs. DAY and EVENING CLASSES Branches: St. James Elmwood St. John’s Th« DOMINION Business College The Mall Phone 37181

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.